Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Hræsni í góðverkum

madonna_chains_narrowweb__300x421,0Hvernig væri að nota eitthvað af þessum auðæfum sem hún er að drukkna í, til að bæta aðstæður HIV smitaðra barna?  Hennar líf er ein alsherjar munaðarveisla, þar sem engu skal til sparað til að henni líði sem best frá morgni til kvöld.

Jesaja 64
5 og urðum allir eins og óhreinn maður,
allar dygðir vorar eins og saurgað klæði, 

Ég held að Jesaja hitti þarna naglann á höfuðið. Jafnvel þegar við reynum að gera góðverk þá anga þau af sjálfselsku.  Stundum er það mjög augljóst, viðkomandi er bara að gera góðverk til að ganga í augun á öðrum en ekki öllum. Síðan vona ég að einhverjir gera það aðeins vegna náungakærleika en ekki til að upphefja sjálfan sig.

Ég get ekki neitað því að ég fæ dáldið samviskubit við að gagnrýna þetta hjá henni því ég ætti að setja meiri pening í hjálparstarf og hætta að eyða pening í óþarfa. Ansi margt af því sem maður gerir virðist vera sjálfs síns vegna en ekki óeigingjörn verk aðeins til að gera öðrum gott og fá ekkert í staðinn.

Að elska náungann eins og sjálfan sig er hægara sagt en gert!  

Ég vona samt auðvitað að heimildarmynd hennar um HIV smituð börn muni hjálpa þeim börnum sem eru í þessum hræðilegu aðstæðum.  Ég vona einnig að hún gerir þetta af heilum hug en ekki til að upphefja sjálfan sig en leyfi mér að efast um það.

En hvernig væri að byrja daginn vel og gefa góða summu til hjálparstarfs ADRA sem er að starfa í Búrma og Kína?

Myanmar Cyclone Fund


mbl.is Hótelstarfsmenn hneykslaðir á kröfum Madonnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Anna, ertu alveg viss um að þú viljir vera stelpa?

boy-girl-oval-bigAlveg sé ég fyrir mér foreldri spyrja barnið hvort það vilji nú ekki frekar vera strákur frekar en stelpa því að það er þegar búið að eignast fjórar stelpur.  Heyrði sögu fyrir nokkru þar sem sagt var frá fjölskyldu þar sem foreldrarnir voru búnir að eignast sex stelpur og þegar faðirinn frétti að sjöunda barnið væri á leiðinni þá vonaði hann um fram allt að núna myndi hann eignast strák.  Þegar síðan sjöunda barnið fæddist og það reyndist stelpa þá brást hann þannig við að hann afneitaði barninu. Neitaði að koma nokkuð nálægt því.  Þegar litla stelpan ólst upp þá kom að því að hún áttaði sig á því að pabbar annara barna léku við þau en hennar pabbi gerði það ekki. Erfitt að ímynda sér hvernig það væri að alast upp vitandi að pabbi þinn afneitaði þér og vildi ekkert með þig hafa.

Þótt að þetta sé öfgafullt dæmi og hegðun þessa manns fyrir neðan allar hellur þá samt varpar það ljósi á hvers konar rugl svona meðferðir geta haft í för með sér. 

Hve margir foreldrar í Kína myndu ekki vilja breyta stelpunum sínum í stráka?  Að vísu þá er þjóðin kannski að vakna upp við það að það eru allt of margir strákar og í dag er líklegast miklu meiri blessun að eignast stelpu vegna þess að þær eru svo fáar miðað við strákana. Man nú að vísu eftir að einhver fullyrti að daglega reyna u.þ.b. 500 konur í Kína að fremja sjálfsmorð vegna þess að þær eignuðust stúlku en ekki strák. Veit ekki hvort það er satt en miðað við hvað heimurinn getur oft verið fáránlegur þá kæmi það mér ekki á óvart.

Svo í mjög stuttu máli. Þarna tel ég lækninn í Boston vera að opna box Pandóru og ekkert gott getur komið út úr þessu. 


mbl.is Börn í kynskiptameðferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Námskeið í spádómum Biblíunnar

Jesus Lighthouse

Námskeið- Spádómar Biblíunnar í Suðurhlíðarstofu, Suðurhlíð 36 kl. 20

Langar að benda á námskeið sem byrjar í dag klukkan átta og heldur áfram næstu sjö kvöld.    Fjallað verður um hvort að spádómarnir eru skiljanlegir og hvaða þýðingu þeir hafa fyrir okkur í dag. Fjallað verður um þá spádóma sem sýna fram á að Jesús sé sá frelsari sem gyðingar biðu eftir. Fjallað um deiluna milli góðs og ills og hvernig skilningur á henni hjálpar okkur að skilja afhverju vondir hlutir gerast í okkar heimi. Hérna verður farið í mörg áhugaverð efni og vona að áhugasamir munu mæta og kynna sér þetta.


 


Trúir þá Cherie ekki að páfinn sé óskeikull?

pope-cp-3238216Hennar gjörðir segja svo sem allt sem segja þarf.  En hvernig er það, trúir hinn venjulegi kaþólikki því að páfinn sé óskeikull?  Hérna fjallar kirkjan sjálf um þetta efni: Explanation of papal infallibility

Hið fyndna er að þeir nefna Pétur postula sem þann sem gaf kirkjunni þetta "vald". Ástæðan fyrir því að það er dáldið skondið er að Páll þurfti að andmæla Pétri varðandi umskurn. Við lesum um það í Galatabréfinu 2. kafla. 

Það er engin spurning í mínum huga að það er ekkert að getnaðarvörnum og engir menn hafa neitt með því að segja hver vilji Guðs er í þeim efnum; Biblían segir þetta ekki að minnsta kosti.  Þeir láta eins og það má ekki koma í veg fyrir að einhver fæðist en þá má taka þá afstöðu aðeins lengra og segja að maður á alltaf að hafa kynlíf ef löngunin kemur yfir mann, annars væri maður að koma í veg fyrir að barn fæðist.  Hið sorlega er að hérna er kirkjan í andstöðu við sig sjálfa með því að neita prestum um eðlileg sambönd við konur sem hlýtur að koma í veg fyrir fæðingu margra barna; fyrir utan hve óheilbrigt það er fyrir þá sem gerast prestar.

Hérna er síðan grein frá Kaþólsku kirkjunni þar sem hún útskýrir sína afstöðu um fóstureyðingar, sjá: http://www.catholic.com/library/Birth_Control.asp

 

 


mbl.is Cherie Blair útskýrir óvænta þungun sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afhverju Kristni?

Valið

Ímyndaðu þér að þér væru boðnar fjórar gjafir:

  • Móna Lísa málverkið
  • Lyklarnir að glænýjum Lamborghini
  • Hundrað miljónir í peningum
  • Fallhlíf

Þú getur aðeins valið eina af þessum fjórum. Hvað myndir þú velja?  Áður en þú ákveður þig þá færðu hérna aðeins meiri upplýsingar.

Þú þarft að stökkva úr flugvél sem er 10.000 feta hæð

eagle parachute 1944Hjálpar það þér við að taka ákvörðun? Breyttist valið eitthvað?  Það ætti að gera það því að þú þarft á fallhlífinni að halda því hún getur bjargað lífi þínu. Hinar gjafirnar hafa hellings virði en þær eru gagnlausar andspænis þyngdarlögmálinu í 10.000 feta hæð.  Vitneskjan um að þú þarft að stökkva ætti að vekja heilbrigðann ótta í þér - þannig ótti er góður því að hann getur bjargað lífi þínu.  Hafðu það í huga þegar þú lest áfram.

Skoðum nú nokkur stærstu trúarbrögðum heims.

  • Hindúismi
  • Búddismi
  • Islam
  • Vantrú
  • Kristni

Hver af þessum myndir þú velja?  Áður en þú ákveður þig þá er dáldið sem þú ættir að hafa í huga.

Allt mannkyn stendur á brún eilífðarinnar. Við munum öll deyja. Við þurfum öll að fara í gegnum dyr dauðans. Það getur gerst fyrir þig eftir tuttugu ár eða eftir sex mánuði eða í dag.  Fyrir flesta á þessari jörð þá er dauðinn ógnvekjandi stökk í hið óþekkta. Svo hvað ætti maður að gera?

Mundu eftir stökkinu úr flugvélinni sem olli þér heilbrigðun ótta - sá ótti hjálpaði þér að velja rétt. Þú veist hvað þyngdarlögmálið getur gert þér ef þú stekkur úr 10.000 feta hæð án fallhlífar.  Á sama hátt þá ætlum við að skoða annað lögmál og vonandi sú þekking á því sem það getur gert þér mun hjálpa þér að velja rétt í mikilvægastu ákvörðun lífsins.  Svo lestu áfram og mundu að ótti getur hjálpað þér að velja rétt.

Stökkið 

Eftir að við deyjum þá verðum við að horfast í augu við lögmál syndar og dauða samkvæmt Rómverjabréfinu 8:.  Flestir vita hvaða lögmál Boðorðin Tíu eru svo við skulum skoða þau og sjá hvernig þér mun farast á Dómsdegi.

  • Hefur þú alltaf heiðrað föður þinn og móður?
  • Hefurðu einhvern tímann hatað einhvern?  Sjötta boðorðið bannað morð en 1. Jóhannesarbréf 3:15 segir að sá sem hatar er morðingi í hjarta sínu.  Þetta er sama hatrið og leiðir til morðs ef það fær að vaxa og dafna.
  • Hefurðu drýgt hór?  Jesús sagði að sá sem vill drýgja hór hefur þegar gert það í hjarta sínu því að Guð horfir á hjartað og hvort það er illska í því.
  • Hefurðu einhvern tímann stolið?  Ef þú hefur gert það þá ertu þjófur. Að stela innifelur í sér atriði eins og að svíkja undan skatti, taka heiður sem einhver annar á skilið eða fá lánað og skila því ekki til baka. Skiptir ekki máli hvort þér finnst það lítils virði, þjófnaður er þjófnaður þótt að hluturinn sem þú tókst er lítils virði.
  • Hefurðu einhvern tímann logið?  Biblían segir að lygavarir eru Guði andstyggð ( Orðskviðirnir 12:22 ). Allt sem kalla má blekkingar eru í rauninni lygi og þú þarft aðeins að segja eina lygi til að vera lygari. Alveg eins og þú ert morðingi ef þú myrðir eina manneskju þá ertu lygari ef þú lýgur.
  • Hefurðu girnst það sem þú átt ekki? Það væri brot á tíunda boðorðinu. Að langa í það sem aðrir eiga er oftar en ekki rótin af svo miklu af þeirri illsku sem við sjáum í dag. Hvort sem það er löngun í vald yfir öðrum, peninga sem aðrir eiga eða eiginkonu eða eiginmann annars einstaklings.

Alveg eins og í mannlegum réttarsölum þá er nóg að brjóta ein lög til þess að vera sekur og hið sama gildir hjá Guði, sjá Jakobsbréf 2:10.  Hver sá sem rannsakar lögmál Guðs ætti að sjá að hann hefur brotið gegn Guði. Hann hefur heldur ekki nýtt sinn tíma og auð til góðs heldur aðalega nýtt hann til að gleðja sjálfan sig. 

Hvernig bregstu við?

Svo þetta er lögmálið sem þú þarft að horfast í augu við. Hvert sinn sem þú stelur, lýgur, hatar, drýgir hór þá veistu að það er rangt. Svo munt þú öðlast eilíft líf eða munt þú glatast?  Biblían varar okkur við og segir að allir þeir sem eru sekir um þetta munu farast.  Svo hvað verður um þig?  Árið 2005 þann 24 febrúar þá tilkynntu foreldrar að níu ára stúlkan þeirra væri týnd. Þremur vikum seinna fannst hún. Henni hafði verið rænt, nauðgað og síðan grafin lifandi. Stúlkan hét Jessica Lunsford og fannst bundin, hefði legið á hnjánum haldandi fast í leikfang sem hún hafði.  Finnur þú fyrir sorg og reiði þegar þú heyrir svona sögur?  Ég vona það. Ef þér er sama þá segir það eitthvað hræðilegt um þig.  Ætli Guð sé sama þegar menn gera svona?  Biblían segir að Hann er kærleikur og réttlátur og Hann muni refsa glæpamönnum. Ef Guð er góður þá er Hans reiði réttmæt gagnvart vondum verkum.

Rómverjabréfið 2:5 segir að hvert sinn sem við syndgum þá erum við að safna saman reiði sem verið gerð opinber á Dómsdegi.

Einu sinni bað Móses um að fá að sjá dýrð Guðs en Guð sagði honum að hann gæti ekki séð Sig og lifað. Guð sagði í 2. Mósebók 33:19-22 að Hann myndi láta Hans kærleika fara yfir Móse en Guð myndi verja Móse með Hans eigin hendi svo að Móse myndi lifa af.  Kærleikur Guðs hefði drepið Móse vegna þeirra synda sem Móse hafði drýgt; eins og vatnsdropi sem helt væri á sólina myndi gufa upp. Eina leiðin til að þola nærveru Guðs og lifa er að hafa hreint hjarta ( Matteus 5:8 ) en eftir að við höfum skoðað lögmál Guðs þá sérðu að við höfum ekki hreint hjarta.  Verðum að muna að ótti getur hjálpað okkur og Biblían segir að óttast Guð er upphaf viskunnar.  

Þekking á lögmáli Guðs sem samviska þín ber vitni um ætti að opna augu þín fyrir þeirri hættu sem þú ert í. Til þess að eyða allri illsku úr heiminum ákvað Guð að ein synd er nóg til að verðskulda dauða en án efa horfum við upp á miklu meira en örfáar syndir; miklu frekar stórann stafla af syndum í þau ár sem við höfum lifað.

Hvað er í boði 

Skoðum nú nokkur af þeim aðal trúarbrögðum heims og sjá hvort að þau geti hjálpað þér í þessum vandræðum.

Hindúismi 

Hindúismi segir að ef þú hefur verið slæmur þá munir þú koma aftur sem rotta eða svipað dýr. Ef þú hefur verið góður þá áttu möguleika að fæðast sem prins en það er eins og segja að "þegar þú stekkur úr flugvélinni þá muntu sogast til baka sem annar farþegi, ef þú hefur verið slæmur þá muntu fara í farangurs geymsluna, ef þú hefur verið góður þá færðu að fara í Saga Class".  Athyglisverð hugmynd en hún leysir ekki þann vanda að þú hefur syndgað gegn Guði.

Búddismi

Það er nokkuð magnað að Búddismi almennt kennir að Guð er ekki til og dauðinn og lífið eru nokkvurs konar blekkingar.  Það er eins og standa í dyrunum á flugvélinni og segja "ég er í rauninni ekki hér og þyngdarlögmálið er bara eintóm ímyndun".  Það getur leyst óttann við að stökkva tímabundið en það glímir ekki við þann raunveralega vanda sem þú stendur frammi fyrir.

Islam 

Það er áhugavert að Islam trúir á helvíti og réttlæti Allah en vonin sem það lofar er að þú getur sloppið við reiði Allah með trúarlegum athöfnum.  Allah mun horfa á þig fara í einhverjar pílagrímsferðir og af og til gera einhverjum gott og vegna þess þá mun Allah vonandi ekki refsa þér með helvíti. Ef þú hefur fylgt reglum Islam nógu vel og gert nógu mikið af alls konar trúarathöfnum þá ættirðu að sleppa inn. Þetta er eins og að stökkva úr flugvélinni og vona að ef þú blakar höndunum nógu hratt þá muntu vinna sigra þyngdarlögmálið og lifa fallið af.

Hvað myndir þú síðan halda ef þú værir í dómssal og morðingi mafíunnar væri fyrir rétti og honum væri sleppt af því að einhver mútaði dómaranum?  Væri það réttlæti?  Það er það sem þeir sem reyna að vinna sér inn réttlæti frammi fyrir Guði eru að gera.  Þeir eru að reyna að múta Guði og það bætist bara yfir langann lista synda þeirra.

Vantrú

Þessir eru sérstakir. Í okkar flugvéla líkingu þá eru þeir eins og maður sem þarf að stökkva úr flugvélinni en segist ekki trúa að fallhlífin virki svo betra að stökkva án hennar.  Síðan vill hann rífast við þig um hvort að flugvélin hafi búið sig til sjálf eða hvort hún var hönnuð. Eins og það svo sem getur verið heillandi umræðuefni hvort að flugvélar geti orðið til með náttúrulegum ferlum þá virkar það frekar léleg ástæða til að hafna fallhlífinni og farast... 

Kristni 

Svo afhverju er Kristni öðru vísi?  Eru ekki öll trúarbrögð nokkvurn vegin eins? Eru ekki margar leiðir til Guðs?  Guð sjálfur bjó til fallhlíf handa okkur og eins og Rómverjabréfið segir "Íklæðist Drottni Jesú Kristi". Alveg eins og fallhlíf getur bjargað þér frá dauða ef þú þarft að stökkva úr flugvélinni þá getur Jesús bjargað þér frá dauða og lögmáli Guðs og afleiðingum þess að þú braust það. Þú átt skilið að deyja í syndum þínum en Jesús tók gjaldið á Sig; tók á sig það sem við eigum skilið á Sjálfan Sig svo að þú þyrftir ekki að gera það.  Náðin greip inn svo að það sem þú áttir skilið myndi ekki lenda á þér.

Aftur um borð í flugvélinni 

Til að útskýra þetta betur þá skulum við fara aftur í flugvélina.  Þú stendur í dyrunum, þú verður að stökkva. Hjartað er á hundrað, ástæðan er ótti. Þú veist að fallið mun drepa þig þegar þú stekkur.  Þegar þú stendur þarna þá kemur einhver og bíður þér Móna Lísu málverkið; þú ýtir því til hliðar.  Annar bíður þér lykla af Lamborghini; þú hendir þeim á gólfið.  Enn annar bíður þér tösku með hundrað miljón krónum en þú ýtir manninum til hliðar og horfir með skelfingu á örlögin sem bíða þín.  

Skyndilega heyrir þú einhvern segja "Hérna er fallhlíf!"

Hver af þessum fjórum einstaklingum telur þú hafa mestann trúverðugleika? Hver er það sem hefur  það að bjóða sem þú þarft á að halda?  Það er maðurinn sem bíður þér fallhlífina.  Aftur, það er óttinn við  fallið sem lætur þig meta góðu fréttina um að þú getur lifað fallið af.

Á sama hátt þá er það þekkingin á lögmáli Guðs og óttinn við að deyja og mæta þeim sem lætur fréttina um Frelsarann vera góðar fréttar.  Guð elskaði mig og þig svo mikið að Hann gerðist maður og borgaði gjaldið fyrir okkur.  Þegar eilífu réttlæti var fullnægt þá sagði Kristur á krossinum "Það er fullkomnað".  Eins og kemur fram í Galatabréfinu 3:13Kristur keypti okkur undan bölvun lögmálsins með því að taka á sig bölvun þess fyrir okkur

Síðan reis Jesú upp frá dauðum, sigraði dauðann fyrir okkur svo við mættum öðlast eilíft líf.  Ef þú iðrast og setur traust þitt á Krist þá getur þú sagt með Páli "Því að lögmál þess anda sem lífið gefur í Kristi Jesú hefur frelsað mig frá lögmáli syndarinnar og dauðans"

Þetta er gjöf Guðs eins og stendur í Efesusbréfi:

Efesusbréfið 2
8því að af náð eruð þið hólpin orðin fyrir trú. Þetta er ekki ykkur að þakka. Það er Guðs gjöf. 9Ekki byggt á verkum, enginn skal geta miklast af því.

Enginn veit sinn vitjunartíma. Við vitum ekki einu sinni hvort við lifum þennan dag af svo ekki bíða með mikilvægustu ákvörðun lífs þíns.

 


ADRA að starfi í Búrma

Hérna er frétt frá heimasíðu ADRA af starfi þeirra í Búrma og hérna er linkur á síðu sem gefur manni kleypt að styrkja starfið, sjá: Myanmar Cyclone Fund

52681459_f4dea3198a_mMay 16: ADRA Delivers Increased Aid in Southern Myanmar

Silver Spring, Maryland--The Adventist Development and Relief Agency (ADRA) is continuing its response in the aftermath of Cyclone Nargis, partnering with the World Food Programme (WFP) and other non-governmental organizations to distribute food, clothing, medicine, and non-food items to survivors in the affected regions, including the devastated towns of Myaungmya and Labutta, and more remote villages such as Kya Kyawn, Paine Kone, Amakalay, and Amak Gyi located in the devastated Irrawaddy Delta in southern Myanmar.

On May 14, ADRA finalized a cooperative agreement with the WPF to assist survivors of Cyclone Nargis through food distribution in and around Labutta, a town that has become a focal point for thousands of internally displaced persons (IDPs) seeking refuge in dozens of make-shift camps, and where ADRA has already provided at least 25 metric tons of rice to survivors.

Working with Swiss Development Cooperation (SDC), ADRA received a shipment of shelter materials, which will be distributed shortly. Items include 20 large multi-purpose tents, 10 family tents, 2,742 plastic sheets of various sizes, and 1,500 family kitchen sets for five persons each.

In the town of Myaungmya, ADRA has partnered with World Vision and Metta, a local non-governmental organization, to distribute 10,000 blankets, clothing (longyi, slippers, and underwear), and medicine among the displaced in 28 IDP camps.  ADRA is also providing hot food for 187 displaced persons who are staying at an IDP camp in the Myaungmya Union Adventist Seminary, and preparing to distribute 250 medical kits in the immediate region.

Additionally, ADRA has accessed remote villages in the delta to distribute rice and transport survivors to Labutta, for improved care. The rice is being provided to 14 camps in the area, where cooking equipment has also been provided to survivors to assist them in meal preparation.

In the aftermath of Cyclone Nargis, ADRA has been working to provide for the needs of survivors, committing at least $265,500 in emergency funding, and distributing much-needed food, medicine, and other essential items for survivors. ADRA has distributed 25 metric tons of rice and power biscuits for an estimated 50,000 IDPs in Labutta.  ADRA has also distributed nearly 5,000 lbs. of rice as well as a supply of clean drinking water to affected villages in the Piensalu islands, south of Labutta. 

In recent days, ADRA has shipped 20 medicine packs and 150 lbs. of medical supplies, one million water purification tablets, and water purification and filtration systems that will benefit approximately 48,000 people a day. ADRA has also distributed 10,000 sets of plates, spoons, cups, and other kitchen equipment for cooking rice to 10,000 IDPs in various camps in Labutta.

The shipping and distribution of ADRA emergency supplies and food in Myanmar has not been hampered, despite heavy rains in the last 48 hours and reports that relief aid has been diverted. All ADRA aid intended for survivors is reaching the target communities in the Irrawaddy Delta as expected. 

In Yangon, ADRA staff are working with emergency response teams in the delta to expand the flow of aid into affected areas. Marcel Wagner, currently director in Myanmar, has been called to the Regional Coordinating office in Bangkok, Thailand, to evaluate the overall response.

ADRA’s emergency response is centered in the devastated Irrawaddy Delta region, which suffered the most damage as a result of cyclonic winds that reached more than 120 mph (193 km/h). Although officially at least 38,000 people have died and 27,000 remain missing, the United Nations Office for the Coordination of Humanitarian Affairs (OCHA) estimates, as of May 13, that between 63,000 to 101,000 people have died, while some 220,000 remain missing, and between 1.6 to 2.5 million have been severely affected.

On Sunday, May 4, a state of emergency was declared across five regions, including Yangon, Irrawaddy, Pegu, Karen and Mon, in which 24 million people live.

The most urgently needed items include food, water purification supplies, plastic sheeting, cooking sets, mosquito nets, fuel, and emergency health kits.

Updates will be released as ADRA’s response efforts expand.

To send your contribution to ADRA’s emergency response effort, please contact ADRA at 1.800.424.ADRA (2372) or give to the Myanmar Cyclone Fund.

ADRA is present in 125 countries, providing community development and emergency management without regard to political or religious association, age, gender, race, or ethnicity.

 


mbl.is Þjóðarsorg í Búrma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

10 Books That Screwed Up the World: And 5 Others That Didn't Help

51O+b8Yp2VL._SL500_BO2,204,203,200_PIsitb-dp-500-arrow,TopRight,45,-64_OU01_AA240_SH20_

Langar að benda á þessa bók sem ég hef því miður ekki lesið en langar að panta mér sem fyrst.   Þetta er bók sem fjallar um þær bækur sem hafa kynnt heiminn fyrir hugmyndafræði sem leiddi alls konar hörmungar yfir heiminn.  Hvet alla að kynna sér þessa bók því það er mjög mikilvægt að skilja hvaða hugmyndafræði mótaði síðustu öldina.  Hérna fyrir neðan kemur fram það sem stendur á kápunni á þessari bók og þar á meðal hvaða bækur þetta eru.

From the Inside Flap
You've heard of the "Great Books"?

These are their evil opposites. From Machiavelli's The Prince to Karl Marx's The Communist Manifesto to Alfred Kinsey's Sexual Behavior in the Human Male, these "influential" books have led to war, genocide, totalitarian oppression, family breakdown, and disastrous social experiments. And yet these authors' bad ideas are still popular and pervasive--in fact, they might influence your own thinking without your realizing it. Here with the antidote is Professor Benjamin Wiker. In his scintillating new book, 10 Books That Screwed Up the World (And 5 Others That Didn't Help), he seizes each of these evil books by its malignant heart and exposes it to the light of day. In this witty, learned, and provocative exposé, you'll learn:

* Why Machiavelli's The Prince was the inspiration for a long list of tyrannies (Stalin had it on his nightstand)
* How Descartes' Discourse on Method "proved" God's existence only by making Him a creation of our own ego
* How Hobbes' Leviathan led to the belief that we have a "right" to whatever we want
* Why Marx and Engels's Communist Manifesto could win the award for the most malicious book ever written
* How Darwin's The Descent of Man proves he intended "survival of the fittest" to be applied to human society
* How Nietzsche's Beyond Good and Evil issued the call for a world ruled solely by the "will to power"
* How Hitler's Mein Kampf was a kind of "spiritualized Darwinism" that accounts for his genocidal anti-Semitism
* How the pansexual paradise described in Margaret Mead's Coming of Age in Samoa turned out to be a creation of her own sexual confusions and aspirations
* Why Alfred Kinsey's Sexual Behavior in the Human Male was simply autobiography masquerading as science

Witty, shocking, and instructive, 10 Books That Screwed Up the World offers a quick education on the worst ideas in human history--and how we can avoid them in the future.

From the Back Cover
Praise for 10 Books That Screwed Up the World

"Benjamin Wiker has read the worst books in Western civilization so you don't have to. In this sprightly, witty, engaging survey of bad guys ranging from Marx to Hitler, Nietzsche to Betty Friedan, Professor Wiker's poison pen portraits are great critical aids to analyzing some of the worst ideas that have ever contaminated Western civilization. Professor Wiker recommends actually reading the books--but his own book is a whole lot more fun."

--THOMAS E. WOODS, JR., PH.D. author of How the Catholic Church Built Western Civilization

"A valuable contribution to the most urgent intellectual project of our day: restoring our culture to that healthy state in which the truisms that most people take for granted are actually true. If you want to know where Western civilization ran off the rails, read this book. And if you want to help get us back on track, buy extra copies and see what you can do to get them into doctor's office waiting rooms, faculty lounges, and your local public library. Wiker has the goods on the authors of our current confusion about (among other things) human nature, morality, sex, economics, law, and government--this book will open many eyes."

--ELIZABETH KANTOR, PH.D. editor of the Conservative Book Club and author of The Politically Incorrect Guide(tm) to English and American Literature

Örkin hans Nóa í Hollandi

0_61_042807_noahs_ark

Þann 8. maí 2008 þá kláraði maður að nafni Johan Huibers að byggja stórt líkan að Örkinni hans Nóa.  Með þessu vonast hann til að hollendingar öðlist aftur áhuga á Biblíunni og kristni almennt í landi sem er orðið nokkvurn veginn trúlaust.   Fox News, USA Today, BBC News, Christian Post, CBN  og margir aðrir sögðu frá þessari frétt.

Þeir sem sáu líkanið voru undrandi á hve stórt það var þótt líkanið sé ekki nærri því jafn stórt og raunverulega örkinni var. Kíkið hingað til að skoða hve stór örkin var, sjá: ChristianAnswers.net

Johan Huibers mun fljótlega fara með farðþega og sigla og án efa mun það vekja athygli og vonandi hefur þetta góð áhrif á kristni í Hollandi.


johan

elephants


Viðtal við líffræðinginn Dean Kenyon um uppruna lífs

Viðtal við líffræðingin Dean Kenyon um uppruna lífs.  Í þessu stutta videói fjallar Dean Kenyon um sinn áhuga á uppruna lífs og þær hugmyndir sem hann hafði þegar hann skrifaði bókina "Biochemical Predestination" sem var kennd í háskólum víðsvegar um heim. Eftir að hann skrifaði þá bók, þá sem darwinisti, þá létu nokkrir nemendur hann fá bók sem heitir "The creation of life" eftir sköpunarsinnann A.E. Wilder Smith sem lét hann skipta um skoðun varðandi uppruna lífs.

Allt viðtalið er að finna hérna: http://www.uctv.tv/search-details.asp?showID=6470


Þú skalt ekki ljúga

megan_meier_6Á þeim forsendum að þessi frétt sé sönn, þá sér maður þarna hvaða afleiðingar lygar geta haft. Kristur sagði eftirfarandi:

Matteusarguðspjall 12
Af gnægð hjartans mælir munnurinn 35Góður maður ber gott fram úr góðum sjóði en vondur maður ber vont fram úr vondum sjóði.
36En ég segi yður: Á dómsdegi munu menn verða að svara fyrir hvert ónytjuorð sem þeir mæla. 

Hérna er farið yfir þessa sögu og hvernig blekkingarnar náðu svona miklu tangarhaldi á Megan, sjá: POKIN AROUND: A real person, a real death

Ekki vildi ég vera í sporum þessarar þeirra er blekktu Megan á dómsdegi og horfast í augu við hvað þeirra orð leiddu til og hvaða refsing réttilega bíður þeirra. Biblían er alveg skýr að lygarar fá ekki inngöngu í himnaríki en hvar skilur það þá mig og þig?

Erfiðasta í minni trú er sjálfsvíg því hvernig getur einhver öðlast eilíft líf sem endar það á þessari jörð.  Sem betur fer veit enginn hvernig Guð dæmir og maður hefur aðeins þá von um að sá dómur sé réttur og kærleiksríkur. Í þessu tilfelli sé ég mjög ringlað barn sem vont fólk ýtti út af brúnni. Þótt það hafi verði með orðum á netinu þá voru þau alveg jafn raunveruleg í augum Megans.

Ég bið til Guðs að Hann taki á móti Megan þegar að því kemur, gefi foreldrum hennar styrk til að fyrirgefa þeim er ofsóttu dóttur þeirra.  Þeim sem ofsóttu Megan, ég vona að það fólk mætti iðrast og biðja Guð og menn fyrirgefningar og öðlast fyrirgefningu vegna þess að Jesú borgaði gjaldið fyrir þeirra glæpi fyrir tvö þúsund árum.


mbl.is Ákærð fyrir aðild að MySpace-gabbi sem leiddi til sjálfsvígs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803229

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband