Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
10.4.2008 | 11:24
Merkilegasta bók mannkynssögunnar
Sama hvaða álit menn hafa á innihaldi Biblíunnar þá er ekki hægt að neita því að þessi bók hefur haftmeiri áhrif á mannkynið en nokkur önnur bók. Gamla Testamentið er saman safn af handritum sem gyðingar litu á sem skilaboð frá Guði; jafnvel þótt að þessi rit gerðu mikið af því en að gagnrýna þjóðina og hennar ráðamenn. Saga sérhvers þessara spámanna er merkileg og vanalega þá mættu þeir mikilli andstöðu og í sumum tilfellum voru myrtir vegna þess sem þeir sögðu. Hérna er síða sem fjallar aðeins um sögu þessara spámanna, sjá: Spámenn Biblíunnar
Hvort sem menn haldi að Biblían sé innblásin af Guði eða ekki þá er ekki hægt að neita því að hún er gífurlegt bókmennta afrek þar sem sérhver bók hefur eitthvað einstakt fram að færa.
Þær ástæður fyrir því að ég trúi að Biblían er sönn eru eftirfarandi ástæður:
- Ég trúi að Jesús sem Biblían sýnir sé Guð. Allt varðandi Krist er sérstakt og talar til mín á þann hátt að ég get ekki trúað því að Jesús var lygari.
- Biblían inniheldur nákvæma spádóma sem hafa ræst, svo sem spádóma um Evrópu, sérstakar borgir eins og Tyre, Petru, Babelón og fleiri. Sömuleiðis örlög gyðinga, að þeir myndu dreifast um jörðina en halda áfram að vera sérstök þjóð og síðan safnast aftur saman. Síðan spádómar um Krists sjálfan og hvenær Hann myndi deyja fyrir syndir mannkyns, sjá: Spádómurinn um Föstudaginn Langa
- Biblían inniheldur vísindalegar upplýsingar, langt á undan sinni samtíð, sjá: http://www.godandscience.org/apologetics/sciencebible.html
- Heilsu ráðleggingar Biblíunnar hafa ávallt verið réttar og ég held að nútímasamfélag okkar hefur ekki náð henni, sjá t.d. http://www.answersingenesis.org/creation/v17/i1/medicine.asp
- Biblían inniheldur áreiðanlegustu handrit mannkyns um fortíðina, sjá: Hann er ekki hér, Hann er upprisinn
Ég tók þetta efni saman aðeins ýtarlegra í annari grein fyrir sérstaklega forvitna: Afhverju Biblían er einstök
Síðan er hérna nýja þýðing Biblíunnar á íslensku, sjá: www.Biblian.is
![]() |
Biblían vinsælust vestanhafs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.4.2008 | 22:55
Spuningar Tuma
Tumi Steingrímsson sagði:
Sæll Dóri, fan númer 1 hér að spyrja þig nokkra spurninga sem tengjast ekki þessari grein:
- Hver skapaði Guð? hefur Guð kannski annan Guð? Ert þú trúleysingi gagnvart Guð Guðs?
- Af hverju hefur kristna bíblían rétt fyrir sér og ekki kóraninn eða hin trúarbrögðin? Hversu líklegt telur þú að þín trú sé sú rétta?
- Þú játar að þróun geti átt sér stað innan tegundar en aldrei svo mikil að það verði til ný tegund. Hvað stoppar þróunina í að aðhlýðast okkar skilgreiningu á tegund?
- Heldur þú að einstaklingur sem trúir ekki á æðri mátt sem hefur auga með ákvörðunum og gjörðum (og mun dæma í lok lífs) muni vera slæmur maður, þ.e. fremja frekar glæpi, vera gráðugri og hunsa réttlætisskyn sitt.
- Nú hafa mörg þúsund tegundir dáið út vegna ýmissa ástæða, geirfuglinn þekkjum við allir. Eru þetta verri project Guðs, vissi hann að þessar tegundir mundu deyja út? Hvaða gagn gegndu þær? (Ef svar þitt er að við mennirnir / önnur dóminerandi dýr útrýmdum þeim, ertu þá ekki að viðurkenna survival of the fittest (amk bara þann hluta))?
- Hve lengi munu mennirnir ganga um á þessari jörðu? Við teljum okkur vita að sólin brennur út eftir nokkuð langan tíma. Hvað tekur við þegar mennirnir deyja út?
- Þú notar oft tilvitnanir úr biblíunni til að rökstyðja mál þitt. Oftast er fólkið sem þú ert að rökstyðja við fólk sem efast tilvist Guðs og því fylgir, efasemdir um sannindi biblíunnar. Þú áttar þig á því að ef biblían væri sönn þá væri ekki hægt að þræta um hvort Guð sé til eða ekki? Það stendur þarna.
- Fordæmir þú fólk eftir að þú kemst að hvers trúar það er (eða hvers trúar það er ekki)?
Vonandi svarar þú þessum spurningum samviskusamlega.
Blessaður Tumi :)
Vonandi er þér sama að ég svari þessu á öðrum stað en eins og þú bentir réttilega á þá tengjast þessar spurningar ekki beint greininni.
Tumi Steingrímsson
Hver skapaði Guð? hefur Guð kannski annan Guð? Ert þú trúleysingi gagnvart Guð Guðs?
Ég er líklegast trúlaus gagnvart mjög mörgu sem ég hef ekki hugmynd um. Erfitt samt að vera annað en trúlaus gagnvart einhverju sem maður hefur ekki fengið neina hugmynd um. Varðandi hver skapaði Guð þá skrifaði ég einu sinni um það: Hver hannaði hönnuðinn? Hver skapaði Guð? Þú lætur bara vita ef þér finnst það ófullnægjandi svar.
Tumi Steingrímsson
Af hverju hefur kristna bíblían rétt fyrir sér og ekki kóraninn eða hin trúarbrögðin? Hversu líklegt telur þú að þín trú sé sú rétta?
Í fyrsta lagi þá er kóraninn bara einn gaur að þylja upp það sem hann þekkti úr Biblíunni en brenglaði það vægast sagt. Í öðru lagi þá... er þetta kannski of stór spurning til að svar hér, sérstaklega þar sem ég var búinn að velta henni fyrir mér áður: Hvað með öll hin trúarbrögðin? Hvað ef þú hefur rangt fyrir þér?
Tumi Steingrímsson
Þú játar að þróun geti átt sér stað innan tegundar en aldrei svo mikil að það verði til ný tegund. Hvað stoppar þróunina í að aðhlýðast okkar skilgreiningu á tegund?
Vandamálið er uppruni upplýsinganna. Hvort að þær geti orðið til fyrir tilviljun og síðan verið valdnar út af náttúruvalinu. Ég tel að staðreyndirnar segi okkur að sköpunarkraftar stökkbreytinga komi ekki nálægt neinu þannig.
Tumi Steingrímsson
Heldur þú að einstaklingur sem trúir ekki á æðri mátt sem hefur auga með ákvörðunum og gjörðum (og mun dæma í lok lífs) muni vera slæmur maður, þ.e. fremja frekar glæpi, vera gráðugri og hunsa réttlætisskyn sitt.
Það fer allt eftir hvaða siðferði hann hefur tileinkað sér. Ef maður gerir ráð fyrir að viðkomandi hafi alist upp í okkar samfélagi þá er hann líklegast svipað líklegur til að hegða sér illa og hinn venjulegi kristni einstaklingur. Biblían talar sérstaklega um þetta og þá í samhengi við ótta Drottins. Sá sem veit að vond verk gera Guð að hans óvini þá heldur það honum frá vondum verkum.
Tumi Steingrímsson
Nú hafa mörg þúsund tegundir dáið út vegna ýmissa ástæða, geirfuglinn þekkjum við allir. Eru þetta verri project Guðs, vissi hann að þessar tegundir mundu deyja út? Hvaða gagn gegndu þær? (Ef svar þitt er að við mennirnir / önnur dóminerandi dýr útrýmdum þeim, ertu þá ekki að viðurkenna survival of the fittest (amk bara þann hluta))?
Það var kristinn einstaklingur sem kom fyrst með hugmyndina að náttúruvali svo sá partur er mjög svo í samræmi við hugmyndina um sköpun. Guð getur alltaf skapað upp á nýtt og Biblían talar um þann tíma sem þessi jörð verður endursköpuð án þjáninga, sjúkdóma og dauða. Mjög fróðlegt að sjá hvernig það verður.
Tumi Steingrímsson
Hve lengi munu mennirnir ganga um á þessari jörðu? Við teljum okkur vita að sólin brennur út eftir nokkuð langan tíma. Hvað tekur við þegar mennirnir deyja út?
Ég held að þessi heimur muni engann veginn geta endst mikið lengur. Ég myndi veðja að Guð mun koma aftur innan við næstu hundrað árin þótt það sé svo sem eitthvað sem enginn veit.
Tumi Steingrímsson
Þú notar oft tilvitnanir úr biblíunni til að rökstyðja mál þitt. Oftast er fólkið sem þú ert að rökstyðja við fólk sem efast tilvist Guðs og því fylgir, efasemdir um sannindi biblíunnar. Þú áttar þig á því að ef biblían væri sönn þá væri ekki hægt að þræta um hvort Guð sé til eða ekki? Það stendur þarna.
Mér finnst að oftar en ekki þá hafa Biblían mjög áhugaverða hluti að segja varðandi mörg umræðuefni svo mér finnst mjög gott að benda á þá. Hvort að Biblían sé sönn eða ekki er eitthvað sem ég kannski þyrfti að fjalla meira um. Benda á spádóma og fleira sem styður að hún er innblásin af Guði.
Tumi Steingrímsson
Fordæmir þú fólk eftir að þú kemst að hvers trúar það er (eða hvers trúar það er ekki)?
Fordæming hljómar mjög illa og ég vil ekki kannast við að gera slíkt. Biblían er aftur á móti skýr að við erum öll dæmd vegna vondra verka. Við erum þegar á það sem má kalla dauðadeild. Klefinn okkar er kannski ágætlega stór og þægilegur fyrir flest okkar en við erum öll að bíða eftir því að deyja. Biblían segir að það er fyrir mann að deyja og svo dómurinn. Ég vil aðeins vara fólk við dómnum og láta hvern einstakling hugsa um hvort að hann er sekur um hatur, öfung, græðgi, lygar og þjófnað og þess háttar. Ef svo er þá þurfa þeir á náð að halda og hún fæst aðeins í gegnum það sem Kristur gerði á krossinum. Enginn annar hefur borgað gjald syndarinnar að ég best veit.
9.4.2008 | 21:10
Lifandi Vísindi eða steindauð?
Í síðasta blaði "Lifandi Vísinda" þá fjalla þeir um tengingu trúar við vísindi og setja fram mjög svo brenglaða mynd af sambandi vísinda og trúar. Ég ætla að svara eitthvað af rangfærslunum sem komu fram í því blaði. Ég vil nú samt taka það fram að ég hef oft mjög gaman af því að lesa Lifandi Vísindi. Mjög oft hafa þeir haft skemmtilegar og forvitnilegar greinar en sorglegt að þeirra afstaða er blint og hart guðleysi út í gegn. Myndin hérna til hliðar er ekki akkurat þetta tölublað sem þessi grein fjallar um.
Lifandi Vísindi 1. tölublað, 2008, bls 50
Kirkjan gaf ekki sjálfviljug eftir einkarétt sinn á heimsmyndinni, þrátt fyrir að orð Biblíunnar séu í mótsögn við margar staðreyndir
Ekki gefur blaðið nein dæmi um þetta enda auðveldara að segja þetta en að færa rök fyrir því.
Lifandi Vísindi 1. tölublað, 2008, bls 50
Hjá forngrikkjum var ekki að finna neinn almáttugan guð, sem með eigin höndum knúði heiminn áfram. Guðir þeirra stóðu álengdar og skemmtu sér dátt yfir háttalagi manna. Með almáttugann Guð að baki er engin ástæða til að undrast umheiminn - honum stýrir jú guðinn á sinn ósannsakanlega máta. En þar sem Grikkir höfðu engan slíkan, þurfti þeir að hugsa sjálfstætt. Þeir leiddu inn eina helstu grundvallarreglu vísindanna, þ.e. athugunina.
Það sem er virkilega fyndið við þetta er að á blaðsíðu 53 þá benda þeir á kristinn vísindamann að nafni Francis Bacon sem hafnar aðferðum grísku heimspekinganna og vill að menn rannsaki fyrirbæri náttúrunnar og dragi ályktanir út frá athugunum. Ef menn síðan skoða líf vísindamanna eins og Michael Faraday, James Clark Maxwell og Louis Pasteur þá sjá þeir að ein af þeirra helstu ástæðum til að stunda vísindi var að rannsaka handverk Guðs og skilja Guð betur.
Það að Guð skapaði reglu og lög gerir okkur kleypt að rannsaka alheiminn. Ef enginn bjó til lögmál sem alheimurinn hlíðir þá höfum við enga ástæðu til að ætla að við getum skilið heiminn. Að við getum uppgvötað lögmál hans og að þau eru skiljanlegt og virki eins í alheiminum.
Það sem er mjög merkilegt síðan er að Guð Biblíunnar er einmitt allt öðru vísi en guðir annara þjóða. Guð Biblíunnar er fyrir utan alheiminn, fyrir utan tíma og rúm og það passar við það sem við vitum um alheiminn; sá sem orsakaði alheiminn getur ekki verið inn í alheimnum og fyrir utan tíma.
Lifandi Vísindi 1. tölublað, 2008, bls 50
En hin kristna kirkja, sem setti mark sitt á evrópskan hugsunargang, neitaði einfaldlega hugmyndinni um óuppgvötað meginland. Kirkjufaðirinn Ágúststínus hafnaði þannig um árið 400 e.Kr þessum möguleika með því að vísa í heilaga ritningu.
Það er engann veginn hægt að kenna Biblíunni um heimskulegar ályktanir hinna og þessa manna. Í þessu samhengi langar mig að benda á grein sem fjallar um þá goðsögn að vísindamenn á miðöldum héldu að jörðin væri flöt, sjá: "Flat Earth" Myth
Lifandi Vísindi 1. tölublað, 2008, bls 51
Tilraunir urðu þá fyrst hluti af ferlinu þegar hin vísindalega bylting átti sér stað frá um 1580-1680. Það var einnig á þessu tímabili sem náttúruvísindin tóku sér stöðu frá kreddum trúarinnar og þá fór að skrerast verulega í odda milli trúarbragða og vísinda.
Finnst eins og þeir setja þetta þannig upp að þarna komu upp menn sem trúðu ekki á Guð eða Biblíuna og þeir tóku sér stöðu frá kreddum trúarinnar. Hið sanna er að þetta voru mjög trúaðir menn sem einungis vildu rannsaka sköpunarverkið og liti hreinlega á náttúruna sem hliðstæðu Biblíunnar. Eins og Louis Pasteur sagði "vísindin hjálpa mönnum að nálgast Guð".
Lifandi Vísindi 1. tölublað, 2008, bls 51
Margir af frumherjum vísindanna voru brenndir á báli af rannsóknarréttinum fyrir villutrú sína. Réttarhöldin gegn Galileo Galilei árið 1633 eru orðin brautarsteinn um baráttuna milli náttúruvísindanna og heimsmyndar kirkjunnar.
Margir menn sem reyndu að koma Biblíuna til almennings voru líka brenndir og þeir sem vildu kenna það sem Biblían kenndi sem var í andstöðu við afstöðu Kaþólsku kirkjunnar voru líka brenndir á báli. Annars væri gaman að heyra hvað Jón Valur hefði um þetta mál að segja.
Varðandi Galileó þá er það mjög brengluð mynd sem Lifandi Vísindi dregur upp af því máli. Galileó var mjög trúaður maður og ein af hans aðal ástæðum sem hann gaf fyrir sinni baráttu var að kirkjan væri að draga úr trúverðugleika Biblíunnar með sinni afstöðu. Þeir sem vilja lesa aðeins ýtarlegar um Galileo og kirkjuna geta skoðað þetta hérna: http://creationsafaris.com/wgcs_1.htm#galileo
Lifandi Vísindi 1. tölublað, 2008, bls 51
Samkvæmt vinsælli sögn vildu hinir lærðu menn kirkjunnar ekki einu sinni gægjast í sjónauka Galileos þegar hann hugðist sýna þeim tungl Júpíters. Með vísun í Aristóteles gátu þeir einfaldlega hafnað tilvist tunglanna og trú þeirra var svo kreddubundin að þeir lögðust ekki einu sinni svo lágt að skoða málið.
Gaman að fá á hreint hin skaðlegu áhrif sem Aristóteles hafði á vísindin á þessum tíma. Margt gott sem kom frá Aristóteles en sömuleiðis var margt sem hafði slæm áhrif.
Lifandi Vísindi 1. tölublað, 2008, bls 51
Það var ekki lengur ritningin sem varð mönnum uppspretta kenninga heldur athuganir á náttúrunni.
Það eru nú helling af vísindalegum staðreyndum í Biblíunni sem er sér umræðuefni út af yfir sig. Mér dettur í hug maður eins og Matthew Maury sem uppgvötaði að það voru "leiðir" í sjónum eins og Biblían talar um og er sá sem lagði grunninn að nútíma "oceanography". Þeir sem lögðu grunninn að vísindum nútímans voru kristnir einstaklingar eins og Isaac Newton, Michael Faraday, Samuel Morse, Michael Faraday og margir fleiri. Sjá meira um það hérna: Eru sannanir fyrir sköpun? Hver var trú margra frægra hugsuða í gegnum aldirnar?
Meira um vísindalegar staðreyndir í Biblíunni hérna: http://www.bibleevidences.com/scientif.htm
Vísindi og fræði | Breytt 10.4.2008 kl. 09:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
8.4.2008 | 13:31
Viðtal við Bein Stein um myndina Expelled
Hérna er viðtal við Ben Stein þar sem hann fjallar um myndina Expelled. Þarna fjallar hann um hvernig hópur innan vísindanna hafa bannað umfjöllun um stóru spurningarnar í lífinu og hvað þá að íhuga valmöguleikann um Guð eða hönnuð. Vísindin eru undir árás frá fólki sem aðhyllist guðleysi og hefur ákveðið að allir sem hafa ekki sömu trú og það, að það á að bannfæra það. Þetta er mjög fróðlegt svo njótið vel!
8.4.2008 | 11:02
Risastór dýr og fornir hákarlar sem áttu að vera útdauðir
Nokkrar fréttir sem mér þótti merkilegar og langar að benda fólki á. Sú fyrsta er frétt af risastóru dýri sem vísindamenn sáu nálægt Suðurskautslandinu og var á 150 metra dýpi. Hérna til hliðar má sjá mynd sem vísindamennirnir náðu af dýrinu en ég veit ekki til þess að þeir áttuðu sig almennilega á stærð dýrsins.
Forn hákarl sem átti að vera útdauður finnst lifandi
Lifandi steingervingar eru dýr sem finnast í setlögunum og eiga að hafa dáið út fyrir svo og svo mörgum miljónum árum síðan en finnast svo lifandi. Vanalega lítið sem ekkert breyst miðað við það sem við sjáum í setlögunum.
Hérna eru linkar á fréttirnar sem þetta er tekið frá:
Rare "Prehistoric" Shark Photographed
Photo in the News: Rare "Prehistoric" Goblin Shark Caught in Japan
7.4.2008 | 13:06
Hvað af trúar kenningum kristinna finnst þér erfiðast að trúa?
Hérna til vinstri er könnun sem ég vil hvetja alla til að taka. Mig langar að gera könnun sem kafar aðeins ofan í hvað í kristni fólki finnst ótrúlegast; mest órökrétt eða erfiðast að trúa. Verst að þetta þyrfti að vera þannig að fólk gæfi hverju atriði stig því að það getur verið margt sem því finnst jafn órökrétt eða margt sem því finnst órökrétt og svekkjandi að velja aðeins eitt. Þetta er listinn eins og mér datt í hug í fljótu bragði og væri gaman ef einhverjir koma með fleiri hugmyndir.
- Heilaga þrenning
- Að Guð skapaði heiminn
- Nóa flóðið
- Móse fékk boðorðin tíu á steintöflum frá Guði
- Guð gerðist maður í manninum Jesú Kristi
- Jesú gat gert kraftaverk eins og lækna sjúka og reist fólk upp frá dauðum
- Jesú dó á krossinum fyrir syndir hvers og eins einstaklings
- Upprisa Krists
- Endurkoma Krists þar sem Hann mun dæma lifendur og dauða
- Himnaríki
- Eilífar þjáningar í helvíti
- Að laun syndarinnar er dauði, þ.e.a.s. að hætta að vera til
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 13:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (61)
3.4.2008 | 16:44
Vondur heimur sama sem vondur Skapari?

Ef það er eitthvað sem skekur trú margra þá er það þegar það sér saklaus börn þjást. Það er á þannig stundum sem trúaðir spyrja sig "afhverju stöðvar Guð þetta ekki" og þeir sem trúa ekki á Guð hugsa "ef það er til Guð þá er Hann ekki góður".
Til að skilja þetta betur þá þarf maður að kynna sér deiluna miklu milli góðs og ills. Vandamálið sem Guð glímir við er að illska er kominn inn í sköpunarverkið og til þess að leysa það vandamál þá þarf að eyða illskunni í öllum hennar myndum en það er hægara sagt en gert. Ein ástæðan er að Guð vill ekki að neinn deyi og óskar þess að allir munu iðrast og snúi sér frá glæpum gegn Honum. Önnur ástæðan er sú að það eru áhorfendur sem Guði þykir vænt um og vill vera viss um að þeir séu í engum vafa um lindiseinkun Guðs og Hans réttlæti. Ef illskunni hefði verið eytt án þess að hún fengi að sýna sitt rétta andlit þá liti Guð út eins og vondur harðstjóri sem eyðir öllum þeim sem eru ekki sammála Honum. Svo það sem er í gangi í okkar heima er að illskan fær að sýna sitt rétta andlit og Guð verður að halda sig til hlés til þess að afleiðingar hennar verði öllum ljós.
Við sem erum vond í samanburði við Guð vildum fátt meira en bjarga þessum börnum, gefa þeim gott og langt líf. Sjá til þess að það sé séð um þau og þau geta lifað hamingjusömu lífi. Engin spurning í mínum huga að Guð vill það miklu meira en við en verður að halda að sér höndunum.
Góðu fréttir fagnaðarerindisins eru að það mun koma dagur þar sem þeir sem eru kúgaðir og beittir óréttlæti fá hlut sinn réttann. Börn sem þessi munu öðlast eilíft líf án þjáninga og illsku. Vondu fréttirnar eru þær að allri illsku verður eytt og hver getur sagst vera vera saklaus af hatri, öfund, græðgi eða hvers konar illsku? Þess vegna skipar Guð öllum að iðrast og setja traust sitt á það réttlæti sem Hann útvegaði okkur með því að senda son Sinn til að borga gjaldið fyrir okkar syndir. Allt var lagt í sölurnar til þess að ekkert okkar myndi glatast á degi reiðinnar.
![]() |
2 milljónir barna smituð af HIV um allan heim |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt 4.4.2008 kl. 14:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (58)
1.4.2008 | 12:48
Klofningur í Vantrú og fæðing Andkristni
Það er við hæfi að á þeim degi sem ætti að vera alþjóðlegur dagur trúleysingja að þá komi tilkynning að Vantrú hafi klofnað. Einstaklingar innan félagsins hafa ákveðið að skilja við Vantrú og stofna Andkristni, sjá vef þeirra hérna: http://andkristni.net/
Mér finnst þetta góðar fréttir! Ástæðan fyrir því er að miðað við mína reynslu af því að rökræða við meðlimi Vantrúar þá hafa verið tveir mismunandi hópar í Vantrú. Einn hópurinn vill móðga og rakka niður allt trúfólk og þá sér í lagi kristna, á meðan hinn hópurinn vill málefnalega umræðu. Þeir sem hata kristni og vilja ekkert frekar en að útrýma henni geta nú komið saman undir einu nafni. Þeir sem aftur á móti vilja aðeins málefnalega umræðu og fræða fólk um sín viðhorf geta gert það án ofstopans sem einkennir málflutning stofnenda AndKristni.
Fréttin hjá Vantrú hérna: http://www.vantru.is/2008/04/01/10.10/
1.4.2008 | 11:33
Eru draugar til?
Mjög margir hafa upplifað svona hluti og erfitt er að flokka allt það fólk ímyndunarveikt eða lygara. Biblían er samt alveg skýr að draugar eru ekki til; þ.e.a.s. að dáið fólk ráfi um jörðina og hafi jafnvel samband við þá sem eru lifandi.
Predikarinn 9:5
Því að þeir sem lifa, vita að þeir eiga að deyja, en hinir dauðu vita ekki neitt og hljóta engin laun framar, því að minning þeirra gleymist.
Þegar við deyjum þá hættum við að vita eitthvað eða finna eitthvað. Við förum í sama ástand og við vorum í áður en við fæddumst, við hættum að vera til. Erum aðeins til í minningu Guðs og lifum í þeirri von að Hann muni vekja okkur á efsta degi.
Sálmarnir 146:3-4
Put not your trust in princes, nor in a son of man in whom there is no help.
His breath goeth forth, he returneth to his earth; in that very day his thoughts perish.
Þegar við deyjum þá munu hugsanir okkar líða undir lok.
Sálmarnir 13:4
Lít til, svara mér, Drottinn, Guð minn, hýrga augu mín, að ég sofni ekki svefni dauðans
Enn frekar tekur Biblían fram að hinir dánu koma ekki í heimsóknir til þeirra sem búa nú í húsunum þeirra.
Jobsbók 7:9-10
Eins og skýið eyðist og hverfur, svo kemur og sá eigi aftur, er niður stígur til Heljar. Hann hverfur aldrei aftur til húss síns, og heimili hans þekkir hann eigi framar.
Því miður hefur spiritismi haft allt of mikil áhrif á kristni og heiðnar hugmyndir um eilífa sál smogið sér inn í kristni frá grikkjum og rómverjum en þetta á sér enga stoð í Biblíunni. Svo til að vera alveg skýr, draugar eru ekki til!
![]() |
Í mál vegna draugagangs í glæsivillu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 803341
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar