Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Lifandi vísindi - Leiðin frá trú til þekkingar?

Tímaritið Lifandi vísindi voru með grein í þeirra síðasta blaði sem fjallaði sögu vísindanna. Þeir setja þetta þannig upp eins og að trú, aðalega kristin trú, hefur verið andstæðingur vísinda í meira en þúsund ár. Þessi uppsetning finnst mér vægast sagt brenglun á sögunni og ég ætla að fara lið fyrir lið yfir grein sem þeir kalla "Leiðin frá trú til þekkingar".

Lifandi vísindi - tölublað 1 - 2008, bls 52
Um 500 f.kr. - 500 e.kr.

Merkilegt hvað þeir tala vel um þetta tímabil; margt gott svo sem hægt að segja um það en þetta er tímabil þar sem menn rökræddu frekar en að gera rannsaka heiminn í kringum sig. Hérna kemur t.d. sú trú að þyngri hlutir falla hraðar en léttir hlutir en það er ekki fyrr en Galileó kemur á sjónarsviðið og prófar hvort það sé raunverulega satt.

Lifandi vísindi - tölublað 1 - 2008, bls 52
Um 700 f.kr. - 1450 e.kr.

Kirkjan setur mark sitt á evrópska heimsmynd og hinar myrku miðaldir ríkja hjá vísindum. Mörg grísk ritlifi þó af miðaldirnar í arabískum þýðingum og tugakerfið með núllgildi sitt nær til Evrópu frá Indlandi og Arabíu.

Hérna er um að ræða kaþólski miðalda kirkjuna og ég svo sem hef ekki mikið um þetta að segja. Ég er ekki svo ósammála þeim hérna; Kaþólska kirkjan hélt samfélagi Evrópu á þessum tíma í heljargreipum með því að ógna öllum sem voru þeim ekki sammála með því að hóta þeim eilífum þjáningum í eilífum eldi. Einhverjir kaþólikkar eins og Jón Valur sjá þetta líklegast ekki svona og ef einhver vill gagnrýna þessa sýn Lifandi Vísinda er velkomið að koma henni á framfæri.

Lifandi vísindi - tölublað 1 - 2008, bls 52
Um 1267

Í ritinu "Opus Maius" ritar Englendingurinn Roger Bacon að menn þurfi ekki að trúa á kreddur heldur geti myndað eigin skoðun um náttúruna með athugasemdum og tilraunum.

Roger Bacon var mjög merkilegur einstaklingur sem dreymdi upp flugvélar, vélknúin smið og sjónaukar og fleira. Hans kennari biskupinn af Lyons, Robert Grosseteste hvatti til rannsókna á náttúrunni til að sjá handverk skaparans og þegar Roger Bacon áttaði sig á því hvað tilraunir og rannsóknir gætu gert þá hvatti hann fræðimenn þessa tíma til að byrja að rannsaka náttúruna. Hann er réttilega flokkaður sem einn af feðrum hinnar vísindalegu aðferðar. Það sem ber að nefna hérna líka er að hann var mjög trúaður maður sem sá rannsóknir á heiminum í kringum sig sem aðferð til að fá fólk til að komast til trúar á Krists.


Lifandi vísindi - tölublað 1 - 2008, bls 52
Um 1450-1600

Timabil þetta er nefnt Endurreisn þar sem rit grísku hugsuðanna enduruppgvötast og eru þýdd. Þetta gerist fyrst á Ítalíu en hin nýja heimsmynd nær brátt til annarra hluta Evrópu. Þetta er tímabil hinna miklu landkönnuða og fjöldi þekktra dýra og jurtategunda margfaldast. Vísindi eru þó enn að miklu leiti guðsögnum.

Hef ekki mikið við þetta að athuga en vil samt benda á að á þessum tíma mótmælti Lúther kenningum Kaþólsku kirkjunnar og hegðun hennar æðstu manna. Hérna byrjar sú hugmyndafræðilega bylting að menn eiga að fá að trúa samkvæmt samkvæmt þeirra eigin samvisku og sú hugmyndafræði gerði gífurlega mikið fyrir vísindin.

Lifandi vísindi - tölublað 1 - 2008, bls 52
Um 1543

Pólski stjörnufræðingurinn Nicolaus Copernicus umbyltir heimsmynd samtíma síns með því að færa sólina í miðju og smækka jörðina niður í reikistjörnu. Grundvöllur stjörnufræðinnar hefur í 1.400 ár verið hin ptólemeíska heimsmynd, þar sem jörðin er föst í miðju. Þar sem kenning hans leiðir síðar til alvarlegra árekstra milli trúar og vísinda, má það heita gráglettni örlaganna að Copernicus tileinkar verk sitt páfanum.

Stjörnufræðingar á þessum tíma reyndu að skilja hreyfingar plánetanna með jörðina í miðjunni með misgóðum árangri, þeir reyndu sitt besta að láta staðreyndirnar passa við þá trú að jörðin væri miðdepill alls. Sú trú sannarlega var þarna til travala en sú trú átti ekki rætur sínar að rekja til Biblíunnar. Þetta var aðeins trú sem menn höfðu og þóttu vænt um og áttu erfitt með að sleppa henni.

Lifandi vísindi - tölublað 1 - 2008, bls 52
Um 1580-1680

Tímabil þetta er kennt við vísindabyltinguna. Vísindin standa nú á eigin fótum og hin eiginleg vísindalega aðferð kemur fram.  Nýr hugsunarmáti og tilraunir ryðja burt kreddum og hindurvitnum. Uppfinning smásjáar opnar alveg óþekktan heim, sem verður mikilvægur þáttur nýrrar líffræðilegrar þekkingar.

Það er rétt að á þessum tíma létu kreddur undan en þær kreddur tilheyrðu ekki Biblíunni. Það ber líka að nefna að stærstu nöfnin á þessu tímabili voru nöfn kristinna vísindamanna eins og Johann Kepler, Galileo Galilei, Blaise Pascal , Robert Boyle og John Ray.

Lifandi vísindi - tölublað 1 - 2008, bls 53
1620

Enski heimspekingurinn og stjórnmálamaðurinn Francis Bacon vísar á bug því að unnt sé að ná sannri þekkingu með afleiðslu rökfræðinnar eina að vopni. Hann hafnar þannig helstu aðferð grísku heimspekinganna. Hennar í stað vill hann að menn rannsaki fyrirbæri náttúrunnar og dragi ályktanir um orsakir út frá athugunum með svonefndri tilleiðslu.

Francis Bacon er vanalega flokkaður sem sá maður sem lagði grunninn að hinni vísindalegu aðferðar. Hann lagði áherslu á að menn yrðu að rannsaka og draga ályktanir út frá rannsóknunum; töluvert öðru vísi aðferðafræði en Aristótelis kom með. Francis Bacon trúði staðfastlega á Biblíuna sem birtist vel í þessum orðum hans:

Francis Bacon
There are two books laid before us to study, to prevent our falling into error; first, the volume of the Scriptures, which reveal the will of God; then the volume of the Creatures, which express His power

Lifandi vísindi - tölublað 1 - 2008, bls 53
1633

Rannsóknarrétturinn dæmir Galileo Galilei í ævilangt fangelsi vegna stuðnings hans við kópernisku heimsmyndina, sem bæði kaþólikkar og mótmælendur álíta villutrú. Hann eyðir restinni af ævinni í stofufangelsi. Áður tekst honum þó að endurnýja vísindin með annars tilraunum um fallhraða hluta og að rita á ítölsku frekar en latínu.

Galileo var í mjög miklu áliti hjá ráðamönnum þessa tíma og var persónulegur vinur tveggja páfa og hann sá sína baráttu að mörgu leiti vera til þess að láta menn ekki missa trúnna á Biblíunni vegna kreddu presta og biskupa hans tíma. Hérna er hægt að lesa meira um Galileo, líklegast aðeins öðru vísi sjónarhorn en menn eru vanir, sjá: Galileo Galilei 

Lifandi vísindi - tölublað 1 - 2008, bls 53
1687

Isaac Newton útskýrir með lögmálum aðdráttaraflsins brautir pláneta um sólu og sýnir þannig fram á að ekki reynist lengur þörf á guðdómlegu inngripi. Hann þróar diffrunarreikning- nokkvurn veginn á sama tíma og óháð Þjóðverjanum G.W.Leibniz og héðan í frá er stærðfræði órjúfanlegur hluti náttúruvísindanna.

Það sem margir gera sér ekki grein fyrir er að Isaac Newton skrifaði meira um Biblíuna en um stærðfræði og vísindi.  Hérna er linkur á grein sem hann skrifaði um spádóma Daníels, sjá: http://www.gutenberg.org/files/16878/16878-h/16878-h.htm

Hérna er síðan góð spurning frá Isaac Newton til þeirra sem halda að stjörnurnar þurfa ekki á guðlegri útskýringu.

Isaac Newton
This thing [a scale model of our solar system] is but a puny imitation of a much grander system whose laws you know, and I am not able to convince you that this mere toy is without a designer and maker; yet you, as an atheist, profess to believe that the great original from which the design is taken has come into being without either designer or maker! Now tell me by what sort of reasoning do you reach such an incongruous conclusion?"

Lifandi vísindi - tölublað 1 - 2008, bls 53
1790

Georges Cuvier sannar að í jörlögunum er að finna leifar útdauðra dýrategunda. Það gengur þvert á hugmyndina um viðvarandi sköpun Guðs.

Trú um viðvarandi sköpun Guðs kemur kristni lítið sem ekkert við, bara svo það komi fram.

Lifandi vísindi - tölublað 1 - 2008, bls 53
1859

Charles Darwin gefur út sitt "Uppruni tegundanna" sem staðsetur lífið, að mönnum meðtöldum, í sögulegt samhengi með ævafornar rætur og lýsir ferli þróunar þess. Í ljósi hins mikla aldurs jarðar kemst þróun landafræði, steingervingafræði og þróunarlíffræði á skrið.

Smá hikksti í sögu vísindanna, vonandi eitthvað sem vísindin jafna sig á. Þarna leiddust menn út í þá hugmyndafræði að menn væru mislangt þróaðir og sumir, sérstaklega svertingjar væru mitt á meðal apa og manna. Menn fengu þá flugu í höfuðið að mannslíkaminn hefði fullt af afgangslíffærum sem væru tilgangslausir afgangar þróunnar og sú hugmynd leiddi af sér mikið af tilgangslausum dauðsföllum og þjáningum og sömuleiðis hindraði hugmyndafræðin alvöru rannsóknir á þessum líffærum. Í dag þá vitum við að þessi spá darwinista reyndist röng ásamt þeirra spá um að DNA væri mest megnis afgangs drasl.  Það sem þarna sést líka hvernig þessi hugmyndafræði mengaði út frá sér yfir í landfræði og steingervingafræði.  Í grundvallar atriðum þá kom Darwin með þá hugmynd að kannski þarf ekki vitsmuni til að búa til flóknar vélar og kerfi, kannski getur þetta bara gerst fyrir tilviljun og náttúruval; augljóslega hefur enginn séð þessa krafta búa neinar vélar til en trúin að þeir geti það virðist ekki deyja svo auðveldlega.

Betra væri að skoða samtímamann Darwins, Gregor Mendel, kristin einstakling sem lagði alvöru þekkingu að mörkum til vísindanna, sjá: Gregor Mendel

Lifandi vísindi - tölublað 1 - 2008, bls 53
1877

Þjóðverjinn Robert Koch sannar að örverur eru orsök miltisbrands og margir sjúkdómar reynast stafa af örverum. Bakteríur eru í fyrsta sinn skoðaðar í smásjá af hollenska náttúrusagnfræðingnum Anton van Leeuwenhoek árið 1674 og Louis Pasteur sannar á síðari helming 19. aldar mikilvægi baktería í m.a. gerjunar- og rotnunarefnum.

Á blaðsíðum Biblíunnar er að finna ráðleggingar sem hefðu forðað mönnum frá óteljandi óþarfa dauðsföllum vegna sýkinga baktería með reglum um hreinlæti. Það var ekki fyrr en í kringum árið 1847 að maður að nafni Ignaz Semmelweiss kom þeim reglum á að læknar þyrftu að þvo hendurnar áður en þeir tóku á móti börnum sem lækkaði dánartíðni gífurlega meðal barna og mæðra. Það tók samt hátt í 50 ár í viðbót þar til allir voru búnir að samþykkja að þetta væri góð hugmynd. Meira um þetta hérna: http://www.geocities.com/titus2birthing/birthhistory.html

Best síðan að enda þetta á tilvitnun í Louis Pasteur um vísindi og Guð.

Louis Pasteur
"The more I study nature, the more I stand amazed at the work of the Creator."


"Science brings men nearer to God."

Lifandi vísindi - tölublað 1 - 2008, bls 53
1905

Albert Einstein birtir sértæku og almennu afstæðiskenningu sína (1915), sem m.a. veitir nýja túlkun á þyngdaraflinu og minnkar vægi kenningar Newtons um aðdráttarafl.
 
Fyrir áhugasama þá skrifaði ég grein um þetta ferðalag Einstein frá því að trúa á alheim sem var eilífur og alheim sem hafði byrjun og hvaða áhrif það hafði á trú Einsteins varðandi Guð, sjá: Hvað lét Albert Einstein, C.S.Lewis og William F. Albright skipta um skoðun varðandi Guð?
Lifandi vísindi - tölublað 1 - 2008, bls 53
1953

James Watson og Francis Crick lýsa tvöföldum spíral DNA og vísindin taka til við að rannsaka lífið á sameindasviði. Upp úr 1960 verða miklar framfarir innan lífefnafræði og sameindalíffræði, sem umbylta skilningi okkar á mörgum sjúkdómum og leiðir til fjölda nýrra meðferða og lyfja.
Sú uppgvötun að komast að því að lífið byggir á stafrænum kóða hefði átt að gera útrýma guðleysi úr trúar skoðunum mannkyns en staðreyndir eru oft mjög vanmáttugar gagnvart blindri trú. Hef áður fjallað um hvers vegna DNA er gífurlega sterkur vitnisburður um að lífið var hannað, sjá: Geta geimverur gert greinarmun á milli náttúrulegs suðs og Bítlana?
Það sem að við ættum að læra af sögunni er að aðal óvinur vísindanna eru hlekkir sem menn setja á aðra menn; hvað þeir mega trúa og mega rannsaka og í dag eru það guðleysingjar sem fara þar fremstir í flokki að segja öðrum vísindamönnum að trúin á skapara sé algjör villutrú í vísindum. Við fáum að sjá áhugaverða mynd um akkurat þetta efni einhvern tíman í Apríl, sjá: Expelled - No intelligence allowed
Seinna ætla ég að svara röngum fullyrðingum um trú og vísindi sem Lifandi Vísindi komu með í þessu tölublaði en læt þetta duga í bili.

« Fyrri síða

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803229

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband