Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Darwin og fruman

Stutt brot frá myndinni Expelled sem fjallar um breytinguna frá hvernig menn á tímum Darwins héldu um frumuna og það sem við vitum núna um hana.


Minningargrein um þróunarkenninguna

EulogyForEvolutionOrðið "Eulogy" er vanalega notað yfir það sem fólk segir um hina látnu við jarðarför þeirra. Veit ekki hvort að Ólafur er að meina þennan titil á plötunni "Eulogy for Evolution" sem minningar grein um "þróunarkenninguna" en það má lesa þetta þannig.  Orðið sjálft þýðir lofgjörð svo kannski meinti Ólafur þetta sem lofgjörð til Þróunarkenningarinnar.   Á myspace síðunni hans þá má sjá auglýsingu um tónleika í Fríkirkjunni 18. des, kannski er það vísbending um viðhorf Ólafs sem kristins einstaklings en ég veit það ekki fyrir víst.

Ég get ekki neitað því að það er löngu kominn tími til að gera minningargrein um þessa mislukkuðu hugmynd hans Darwins sem hefur ekki gert mannkyninu eða vísindum neitt gott.  Ég svo sem býst ekki við að þessi hugmyndafræði hverfi neitt á næstunni ekki frekar en trú á álfa, mormónar eða Vísinda kirkjan. Ástæðan er sú að um er að ræða trúar afstöðu til heimsins þar sem sumir fylgjendurnir myndu frekar læsa sig inni á geðsjúkrahúsi en að samþykkja að Guð er til.

Ég fór á myspace síðuna hans Ólafs Arnalds og heyrði þar nokkur af lögum hans.  Mér fannst þessi lög vera mjög fín við fyrstu hlustun og það tel ég vera virkilega gott því vanalega þarf ég að hlusta á tónlist oftar en einu sinni til að líka vel við hana. Svo hvort sem Ólafur er þróunarsinni eða ekki þá tek ég ofan af fyrir honum, virkilega vel gert!

Eitt er alveg víst að þessi lög voru ekki gerð með neinum darwiniskum aðferðum, ekki röð af tilviljunum og náttúruval sem bjó þessa tónlist til. Enda er listinn af því sem við höfum séð tilviljanir og náttúruval búa til afskaplega lítill og aumkunarverður.


mbl.is Ein af bestu plötum ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Iðrun í verki

JOHNBAPTISTMargir hafa rang hugmyndir varðandi iðrun en iðrun er ekki aðeins að sjá eftir einhverju heldur líka að bæta upp fyrir það og loforð til Guðs um að gera slíkt aldrei aftur.  Það væri magnað að hafa predikara eins og Jóhannes skírara starfandi í dag; efast um að hann væri aftur á móti vinsæll. Hérna dæmi um hvernig hann predikaði og talaði til prestanna í Ísrael og ég þori að veðja að presta stétt Íslands í dag fengi að heyra mjög svipaðan boðskap frá honum. Þeir sem bera litla virðingu fyrir boðorðum Guðs og þá sérstaklega hvíldardags boðorðinu og síðan eru á ofurlaunum þegar fólk er að missa vinnuna og heimili sín. 

Matteusarguðspjall 5
4
Jóhannes bar klæði úr úlfaldahári og leðurbelti um lendar sér og hafði til matar engisprettur og villihunang. 5Menn streymdu til hans frá Jerúsalem, allri Júdeu og Jórdanbyggð, 6létu skírast af honum í ánni Jórdan og játuðu syndir sínar.

7Þegar hann sá, að margir farísear og saddúkear komu til skírnar, sagði hann við þá: "Þér nöðru kyn, hver kenndi yður að flýja komandi reiði? 8Berið þá ávöxt samboðinn iðruninni!

Þessi Austurríkis þjófur hefur látið undan samviskunni sem eru frábærar fréttir. Vona samt að hann haldi ekki að með því að bæta upp fyrir þjófnaðinn að hann hætti að vera sekur sem þjófur. Vona að hann hafi áttað sig á því að hann þurfti að iðrast og biðja Guð fyrirgefningar. Þótt að hann hafi bætt upp fyrir þennan þjófnað þá verður hann samt fundinn sekur sem þjófur á dómsdegi án fórnar Krists svo vonandi fer hann í auðmýkt til Guðs og biður um það réttlæti sem Kristur bíður öllum sem trúa á Hann.


mbl.is Þjófur býðst til að greiða skaðabætur 25 árum síðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhugaverðasti frambjóðandinn

Mér til undrunar þá var það frambjóðandinn Ron Paul sá sem mér finnst hafa verið áhugaverðastur í síðustu kosningum Bandaríkjanna.

Hérna eru nokkur myndbönd af því sem mér fannst vera áhugavert hjá honum.

Hérna fjallar Ron Paul um "breytingarnar" hans Obama og gagnrýnir að Obama virðist í rauninni ekki ætla að breyta neinu:

Hérna fjallar Ron Paul um efnahag Bandaríkjanna og þörfina til að breyta hugmyndafræðinni sem ræður ríkjum í dag sem er að Bandaríkin eru með herstöðvar út um allan heim:

Hérna er hann að glíma við Rudy Giuliani um af hverju árásirnar á Tvíbura turnanna voru gerðar en Ron Paul kennir því um að Bandaríkin eru að skipta sér af þessum löndum:


mbl.is Obama haukur í sauðargæru?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég hef ekki næga trú til að vera Guðs afneitari

poster-jesus-resurrection-16Loksins er ég búinn að gera röð af greinum sem eru unnar út frá bókinni "I don't have enough faith to be an atheist".  Mæli með henni fyrir hvern þann sem vill kynna sér trúmál og þá sérstaklega hina kristnu trú. 

Það eru atriði í þessum heimi sem við einfaldlega vitum og þarf enga trú til.  Í fyrsta lagi vitum við að við munum deyja. Fyrir sum okkar þá hefur dauðinn tekið frá okkur ástvini en fyrir hvern þann sem getur lesið þetta þá veit hann fyrir víst að hann mun deyja. Í öðru lagi þá vitum við að við erum sek samkvæmt þessari innri rödd sem við öll höfum og flestir kalla samvisku. Þarf enga trú til því að samviskan segir við okkur að það er rangt að stela, ljúga, hata, myrða og svo framvegis.

Þáttur trúarinnar kemur í formi spurningarinnar "er einhver von í þessu myrkri?".  Hin kristna trú segir já, það er von og þessar greinar hérna fyrir neðan gefa ástæður fyrir því að þessi von sé raunveruleg.   Megi Guð blessa þá sem lesa þetta með opnum huga. 

Pússluspil lífsins - trú og leitin að sannleikanum

Ræður þú við sannleikann?

Sannleikurinn og umburðarlyndi

Á maður að efast um efasemdir David Humes? 

Sönnun fyrir tilvist Guðs: alheimurinn hafði upphaf

Sönnun fyrir tilvist Guðs - uppruni lífs

Guðleysis efnishyggja er óvinur vísinda og skynsemi

Siðferðislögmálið og tilvist Guðs

Ástæður til að treysta Nýja Testamentinu

Handrit Nýja Testamentisins

Er vitnisburður Nýja Testamentisins trúverðugur?

Hver er þjónninn sem Jesaja 53 talar um?


« Fyrri síða

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband