Jólakötturinn

Zorro

Í gamla daga þá voru stundum krakkar hræddir með því að ef þau væru óþæg eða löt fyrir jólin þá færu þau í jólaköttinn. Það er að segja að jólakötturinn annað hvort borðaði matinn frá þeim eða hreinlega borðaði þau.

Fyrir mig aftur á móti er þessi litli gaur hérna til hægri jólakötturinn en því miður þá týndist hann 5. desember. Því miður er ekki líklegt að hann skili sér aftur en ég held áfram að vona að hann skili sér; að minnsta kosti yfir jólin.

Myndin af honum hérna til hægri er nokkuð góð en nær ekki nógu vel hve fáránlega sætur hann er. Merkilegt hvað manni getur þótt vænt um dýrin. Þau eru svo einföld, þú gefur þeim að borða og sýnir þeim smá umhyggju og þau verða þínir bestu vinir.

Ég vil óska öllum gleðilegra jóla og ef einhver sér jólaköttinn hann Zorró og lætur mig vita þá yrði ég ævinlega þakklátur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Æ, hvað það hlýtur að vera leiðinlegt að tapa kettinum sínum. Systir mín var að fá kettling sem er mjög líkur þínum Zorró, með svona "hökutopp" ..

Hvaðan týndist hann? 

Jóhanna Magnúsdóttir, 25.12.2009 kl. 21:10

2 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Mofi, gleðileg jól!  Og vonandi finnurðu köttinn.

Theódór Gunnarsson, 25.12.2009 kl. 21:37

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Sæll og blessaður

Kötturinn hefur ekki villst hingað til Vopnafjarðar að ég viti allavega :-)

Svínakjötið smakkaðist ágætlega þó ég væri kokkurinn :-)

Guð gefi þér gleðileg jól og farsælt komandi ár. Þakka samfylgdina á blogginu.

Guð veri með þér

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.12.2009 kl. 01:23

4 Smámynd: Mofi

Jóhanna, hökutoppurinn er eitthvað fyndinn og sætur :)    Hann týndist rétt hjá Hamraborginni í Kópavoginum.

Theódór, takk :)

Rósa, þú lítur eftir honum; þessir gaurar eru svo óútreiknanlegir, aldrei að vita hverju þeir geta tekið upp á og afrekað.

Takk og sömuleiðis :)

Mofi, 26.12.2009 kl. 13:33

5 Smámynd: Baldur Blöndal

Gleðileg jól Mofi og takk fyrir árið og umræður vona að þú finnir köttinn

Baldur Blöndal, 26.12.2009 kl. 22:51

6 Smámynd: Mofi

Takk fyrir það Baldur og sömuleiðis :)

Mofi, 27.12.2009 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband