Var María alltaf mey?

mary-jesus-joseph-donkey-tl-1821.jpgFyrir mig eru María og Jósef ekki heilög og þar af leiðandi ekkert að því að sjá eitthvað fyndið. Sé ekki beint að þarna er verið að gera grín að kristinni trú. Má kannski segja að þarna er verið að gagnrýna Kaþólsku kirkjuna með að láta sem María hafi ávalt verið hrein mey. Biblían kennir ekkert slíkt, talar meira að segja sérstaklega um að Jesú átti bræður og systur.

Matteus 13
54
Hann kom í ættborg sína og tók að kenna þeim í samkundu þeirra. Þeir undruðust stórum og sögðu: "Hvaðan kemur honum þessi speki og kraftaverkin?
55Er þetta ekki sonur smiðsins? Heitir ekki móðir hans María og bræður hans Jakob, Jósef, Símon og Júdas?
56
Og eru ekki systur hans allar hjá oss? Hvaðan kemur honum þá allt þetta?"

 


mbl.is Deilt um meydóm Maríu í Nýja-Sjálandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Rósant

Já, svo virðist sem María móðir Jesú hafi a.m.k. eignast 5 stráka og a.m.k. 2 stelpur. (...systur hans allar...), kannski fleiri en 2, 3, eða 4.

En hún hefur trúlega byrjað kornung að ala börn, þar sem Jósef mátti ekki snerta hana. Kannski 10 - 12 ára gömul.

En hvað varð um Jósef? Hans er ekki getið við krossfestingu sonar síns. Var hann látinn eða farinn frá konu og börnum? Veistu eitthvað um það, Mofi?

Sigurður Rósant, 17.12.2009 kl. 16:54

2 Smámynd: Mofi

Ég myndi gíska 16-18 ára en hvað um það :)   Jósef er ekkert getið þessi þrjú ár ( man ekki betur )) sem Jesú starfaði svo ég held að hann hafi verið látinn þegar þessir atburðir gerðust.

Mofi, 17.12.2009 kl. 17:48

3 identicon

Mofi skáldar ,,biblíu''viðauka ......bvahahah

Það er ekkert fjallað um Jósef, svo hann hlítur að vera látinn...

Ég meina , þessi biblíusaga meikar ekkert sens nema maður ljúgi duglega að sjálfum sér ..... en mofi man ekki betur eins og hann segir... hvað sem það þýðir

Gunnar Þórbergur Harðarson (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 02:47

4 Smámynd: Mofi

Gunnar, þetta innlegg þitt meika ekkert sens... :/

Mofi, 18.12.2009 kl. 08:26

5 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Innleggið meikar fullkomlega sens Mofi.

Páll Geir Bjarnason, 18.12.2009 kl. 08:55

6 Smámynd: Mofi

Er það órökrétt að álykta að Jósef hafi verið látinn fyrst að hann tekur ekkert þátt í atburðunum sem gerðust þessi þrjú ár?  Það gæti vel verið rangt en rökrétt hlýtur það að vera.

Varðandi að Biblíusagan meiki ekki sens þá er það ekkert röksutt neitt frekar. Hvað í sögunni er erfitt að skilja?

Mofi, 18.12.2009 kl. 10:05

7 identicon

Góðann og blessaðann........

,,Varðandi að Biblíusagan meiki ekki sens þá er það ekkert röksutt neitt frekar. Hvað í sögunni er erfitt að skilja? ,, Mofi

já hvar eigum við að byrja?.....úfff.... talandi snákur...jesú eingetinn...synir adams og evu sem fóru í næsta þorp og kvæntust ....7daga sköpun guðs sem endaði með því að hann þurfti að hvílla sig á þeim 7jötta. karl greyið..... og þann áttunda og já hann hann mætti reyndar ekki til vinnu í nokkurhundruð ár!!!  síðan eyddi hann þremur af boðorðunum 10 í sjálfselsku ...... eva tjösluð saman úr rifbeini..... o.fl   o.fl 

svo má nú ekki gleyma að núverandi biblía er endurútgefin þar sem gamla testamentið er vægast sagt viðurstyggð og með mjög truflandi sýn á hvernig þú átt að lifa til að þókknast guði.

Skemtilegt líka þegar menn fara að álykta og skálda í eyðurnar.... eins og biblían megi við meiri köflum um allt og ekkert  þó aðalega ekkert.

en þetta er svosem bara mín skoðun ... enda er ég bara eldhress með það að við séum ekki öll steypt í sama mótið.

eigðu góðann...

Gunnar Þórbergur Harðarson (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 12:42

8 Smámynd: Mofi

Gunnar, í mörgum af þessum tilvikum virðist þú eiga erfitt með kraftaverk. Ef Guð er til, eru þá ekki kraftaverk eitthvað sem maður býst við? Varðandi sjö daga sköpun, er eitthvað erfitt að skilja þar? Ekki er málið að Guð er almáttugur en getur varla ráðið við allt þetta á sjö dögum?  Varðandi boðorðin þrjú; málið með þau eru að eiga gott samband við Guð er það besta sem við getum átt í lífinu. Varðandi truflandi kafla í GT þá er þar aðeins lærdómur um dóm Guðs; að laun syndarinnar er dauði og það gilti þá og gildir í dag. En jú, þetta er rétt hjá þér. Það er margt í Biblíunni sem er erfitt að skilja en þannig er það nú með alvöru bókmenntir, það þarf töluvert til að skilja þær.

Takk fyrir heimsóknina :)

Mofi, 18.12.2009 kl. 13:05

9 identicon

kannski erfitt að skilja nýja testamentið, en mjög auðvelt að misskilja ritin ... þannig varð bókstafstrú til.. hreinn misskilningur :)

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 13:48

10 Smámynd: Mofi

Ólafur, kannski er hinn valkosturinn ( hvað kallar þú hann? ) misskilningur?

Mofi, 18.12.2009 kl. 14:02

11 Smámynd: Sigurður Helgason

Mofi hvernig nennir þú þessu að vera að munnhöggvast við heiðingjana , svo heldurðu jól sem eru hund heiðinn,

Sigurður Helgason, 18.12.2009 kl. 15:34

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Af hverju sagði Jesús á krossinum, þegar hann sá móður sína og Jóhannes standa þar: "Kona, sjá, þar er sonur þinn!" og við lærisveininn: "Sjá, þar er móðir þín!"? - Kemur það ekki undarlega fyrir sjónir, ef María átti níu börn eða fleiri? - Jóhannes átti að annast hana, og hún, sem var einn af síðustu spámönnum Biblíunnar (sjá Lúk.1.46-55), hefur áfram haft hlutverk í söfnuðinum. Það er vitað af henni löngu síðar með Jóhannesi í Efesus. Og nú skuluð þið halda ykkur: Orðin "bróðir" og "systir" á hebresku/arameísku merkja líka: "frændi" og "frænka". - María Guðsmóðir hefur alltaf, frá upphafi kristni, verið talin ævarandi meyja.

Jón Valur Jensson, 18.12.2009 kl. 15:42

13 Smámynd: Mofi

Sigurður, bara gaman að spjalla við fólk. Finnst þér heiðið að halda jól? 

Mofi, 18.12.2009 kl. 15:44

14 Smámynd: Sigurður Helgason

já það finnst mér, og ef það þjónar einhverjum þá er það skrattanum öll þessi eyðsla í nafni KRISTS,

Og jólin voru hér áður til tilbeiðslu á sólguð en ekki Krist, og núna á MAMMON, og kaupmennina,

það er hræsni að halda öðru fram af svona gáfuðum mönnum eins og ykkur hér fyrir ofan þið vitið betur, alla veganna veit ég að jvj myndi ekki þræta firrir það en kannski segja að það sé búið afkristna jólin,

þeir vantrúuðu halda líka jól og eru þar með að taka þátt í trúarhátíð, menn með miklar skoðanir en eru sömu tækifærisinnarnir og þeir trúuðu.

HRÆSNI kallast þetta víst

Sigurður Helgason, 18.12.2009 kl. 16:08

15 Smámynd: Sigurður Helgason

ekki afkristna heldur kristna átti þetta að vera

Sigurður Helgason, 18.12.2009 kl. 16:10

16 Smámynd: Mofi

Jón Valur, ég sé þessi orð þarna sem aðeins beiðni Krists að Jóhannes átti að sjá um Maríu. Aftur á móti versin sem ég vísaði í talar systkini Krists og virðist ekkert vera neitt annað meint með því annað en að þarna er um að ræða fjölskyldu Krists.

Páll talar um í Galatabréfi um Jakob(James) sem bróðir Krists:

Galatabréf 1:19
But other of the apostles saw I none, save James the Lord's brother.

Sagnfræðingurinn Jósef Flavíus talar um hinn sama James, bróðir Krists sem varð yfir kristnu kirkjunni en var drepinn af Kaífas æðsta prest.

Ég sé ekki að Biblían kenni að María hafi ávalt verið hrein mey, miklu frekar að þetta eru ýkju sögur sem urðu til eitthvað seinna.

Mofi, 18.12.2009 kl. 16:25

17 identicon

nú er ég ekki sérfróður um efnið... en erum við ekki öll "fjölskylda" krists

ALveg er það merkilegt að sjá 2 sanntrúaða menn greina á um svo veigamikil atriði í þessum efnum... og báðir efast ekki um að þeirra túlkun er rétt

Cicero (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 16:54

18 Smámynd: Mofi

Cicero, ég myndi ekki stofna kirkju út af þessu. Ég segi heldur ekki að ég og Jón erum að rífast, þetta er ekkert alvarlegt efni, að minnsta kosti ekki fyrir mig.

Mofi, 18.12.2009 kl. 17:09

19 Smámynd: Sigurður Helgason

Mofi tek þögnina sem samþykki

Sigurður Helgason, 18.12.2009 kl. 17:14

20 identicon

Mér hefur nú virst kristið fólk geta stofnað kirkju um nánast hvaða fíflatúlkun sem er :)

Er ekkert að skjóta á þig btw :p

Cicero (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 17:17

21 Smámynd: Jón Valur Jensson

Halldór minn Mofi, það er engin sér-(rómversk-)kaþólska að játa, að María hafi alltaf verið hrein mey. Það játar líka orþódoxa kirkjan (býzantíska/gríska og hinar slavnesku) og eins sjálfur Lúther. Það sama skrifaði lútherskur guðfræðingur íslenzkur um í Mbl. fyrir um 30 árum (e.t.v. Benedikt Arnkelsson eða Felix Ólafsson, gegn einhverjum líberalistanum, e.t.v. Jóni Auðuns eða Þóri Stephensen; þetta er því ekki alveg nýtt umræðuefni).

Sagnaritarinn Josephus (37–um 100 e.Kr.) var Gyðingur, og kemur ekkert á óvart að hann tali um Jakob sem bróður Krists, enda er hann kallaður bróðir Drottins í Nýja testamentinu. En Gyðingar töluðu með gyðinglegum hætti; orðið i eirra munni hafði víðari merkingarbreidd en hjá okkur. (PS. Þú, Íslendingur, ættir að tala um Jakob, ekki nefna hann James upp á ensku!)

Gagnrök þín eru einskis nýt fyrir þig, og vitaskuld hefði verið eðlilegt, að framfærslu- og ættræknisskyldan félli á syni eða börn Maríu, hefði hún átt einhver, heldur en á Jóhannes.

Þá er þess að geta, að hvergi er nokkur persóna kölluð dóttir eða barn eða sonur Maríu - nema Jesús; það sama á við um Jósef, fóstra frelsarans: hvergi er talað um börn hans.

Við ferð þeirra þriggja til Jerúsalem og í musterið, þegar Jesús var 12 ára, er ekkert minnzt á nein önnur börn Maríu.

En það situr djúpt í þér að afneita erfikenningunni (traditioninni) og ekki nema eðlilegt að þú gjaldir þess þá í trúarmótun þinni. En gæta mættirðu þess, að bezta þekkingin á Jesú og fjölskyldu hans varðveittist í lærisveinasamfélaginu og í frumkirkjunni. Vitnisburður hennar er órækur: María var alltaf mey (semper virgo, eins og menn sögðu á latínu).

En gangi þér allt vel, og gleðileg jól!

Jón Valur Jensson, 18.12.2009 kl. 17:53

22 Smámynd: Mofi

Sigurður,  ég sé lítið að því að gera sér daga mun og gefa fjölskyldu meðlimum einhverja gjöf. Það sem eyðileggur jólin er óhóf og óþarfi.

Jón Valur, já, ég get ekki neitað því að ef eitthvað er erfikenning þá vil ég helst hafna því ef ég mögulega get; kannski svona illa alinn upp :)

Ég sé sterk rök frá Biblíunni og það vegur þyngra en allar erfikenningar; fyrir mig þá að vísu vega þær svipað og helíumblöðrur.

Allt of snemmt að segja gleðileg jól; við eigum eftir að rífast í þó nokkuð marga daga þangað til jólin koma :)

Mofi, 18.12.2009 kl. 19:54

23 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Sæll og blessaður

Ég trúi því að Jósef hafi kvænst Maríu og þau áttu fullt af börnum.

Guð veri með þér

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 18.12.2009 kl. 20:43

24 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Sammála Rósu hér, og María er bara ekkert ómerkilegri kona og fyrirmynd fyrir það að eiga börn á náttúrulegan og fallegan hátt, .. tepran varðandi líkamann er það sem olli því að menn fengu fáránlegar hugmyndir eins og að breyta tengslum systkina Jesú í frænda og hálfsystkini.  Og þeim orðrómómi var jafnvel komið á kreik að Jesús hefði fæðst út um eyra Maríu! :-)  Yndislegt!

Jóhanna Magnúsdóttir, 18.12.2009 kl. 21:06

25 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Ekki orðrómómi heldur orðrómi.

Jóhanna Magnúsdóttir, 18.12.2009 kl. 21:15

26 identicon

haha...... þið eruð skondnir kallar!!

mætti segja að þið séuð í heyskap með naglaklippum.....

Gunnar Þórbergur Harðarson (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 21:31

27 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Ha ha ha.  Þetta er gersamlega fáránlegt.  Sem sannkristinn maður, sem fellst semsé á allar ákvarðanir hinna og þessa kirkjuráða og annarra túlkenda þessarar sögu, á maður auðvitað að tala eins og Jón Valur.  Sem hugsandi maður sem treystir sinni heilbrigðu skynsemi lítur maður auðvitað á þetta sem goðsögn.  Ekkert af þessu gerðist bókstaflega og hugsanlega gerðist einfaldlega ekkert af þessu.  Það er engan vegin víst að Jesús hafi yfirleitt verið til.  Ég tek fram að ég er ekki að útiloka það.  Það gæti bara alveg verið Jesú hafi verið til, en það er alveg á hreinu að hann var maður og þegar hann dó fór fyrir honum nákvæmlega eins og okkur hinum.

Þá finnast mér nú pælingar Ólafs í Hvarfi gáfulegri.

Theódór Gunnarsson, 18.12.2009 kl. 21:52

28 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta, sem þú skrifar hér, Theódór, kæmi sjálfum þér fyrir sjónir sem ákaflega kjánalegt, ef þú einhvern tímann ættir eftir að liggja í rannsóknum á þessum málum öllum.

Jón Valur Jensson, 18.12.2009 kl. 22:14

29 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Jón Valur,

Þetta gæti verið rétt hjá þér, en frá mínum bæjardyrum er það svo fráleitt, að ég sé ekki ástæðu til að gera sérstaklega ráð fyrir því.  Lífið er stutt og ég tel það vera tímasóun að rannsaka þetta mjög náið.  Það myndi krefjast mikillar yfirlegu og lesturs.  Mér finnst mjög líklegt að eftir að hafa eytt í þessar rannsóknir öllum þessum tíma og allri þessari fyrirhöfn þá myndi ég vera orðinn óheyrilega fróður um tóma þvælu.

Hversu er ég líka bættur?  Hvernig gagnast það manni að vita þetta allt, ef það skyldi nú vera sannleikurinn?  Að sleppa hugsanlega við helvíti?  Er það málið?

Ef það er það eina sem skiptir máli, þá er tilveran svo hrikalega óréttlát og fíflaleg að að engu tali tekur.  Ég fyrir mitt leiti neita að samþykkja að algóður guð myndi leggja á mig slíka þraut.  Ég kýs að horfa framhjá þessari fásinnu og dellu, og treysta þess í stað á skynsemina sem mér er í brjóst borin.

Ef Guð er góður, þá tekur hann bara við mér eins og ég er og ætlast ekki til að ég hafi ráðið gátuna.

Theódór Gunnarsson, 18.12.2009 kl. 22:37

30 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

"Ef Guð er góður, þá tekur hann bara við mér eins og ég er og ætlast ekki til að ég hafi ráðið gátuna."

Amen. 

Jóhanna Magnúsdóttir, 18.12.2009 kl. 23:15

31 Smámynd: Sigurður Helgason

Theódór,,,,, það verður um seinan fyrir okkur að yrðast þegar dómsdagur kemur, og helvíti er prestana verk og er ekki nefnt í bókinni helgu, þannig að okkur verður eitt af hinum algóða guði, hvort sem okkur líkar það eða ekki,og svo verður líka um hina svokölluðu kristna menn sem flestir eru tækifærisinnar,

Mofi ,,,,, ég gef mínum börnum gjafir 364 daga á ári en ekki þann 24, og held ekki upp á heiðnar hátíðir vegna þess að einhverjir prestar vilja það,

hvorki jól eða afmæli ,sem er heiðnir siðir hvorutveggja og kristnir menn ættu ekki að stunda ef þeir væru trúaðir

Við íslendingar ættum að taka upp okkar gömlu trú Ásatrú , það eru þó okkar þjóðsögur en ekki að vera þvælast í þjóðsögum gyðinga. 

Sigurður Helgason, 18.12.2009 kl. 23:21

32 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Halló!  Hvar eruð þið eiginlega.  Farin að sofa?

Theódór Gunnarsson, 19.12.2009 kl. 00:04

33 Smámynd: Sigurður Rósant

Kæmi mér ekki á óvart að María litla hafi svo verið hálfsystir Jósefs, þ.e. samfeðra líkt og Abraham og Sara.

Fólk leitaði ekki svo mikið út fyrir fjölskyldu sína í makaleit hér áður fyrr á Arabaslóðum.

Og enn situr þessi arfleifð í okkur að telja að við séum komin af einhverjum Gröndal, Blöndal, Scheving eða einhverjum með nógu flott ættarnafn, þó að forfeður/formæður okkar skipti hundruðum eins og tíðkast hefur síðustu aldir.

Sigurður Rósant, 19.12.2009 kl. 00:14

34 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þarna sjáið þið, lesendur! Theódór hefur ekkert rannsakað málið, en að spinna þráð af engu, það getur hann.

Jón Valur Jensson, 19.12.2009 kl. 00:15

35 Smámynd: Sigurður Rósant

Frásagnir flestra rita Biblíunnar eru svo misvísandi að engin leið er að rannsaka til að greina satt frá ýktu eða ósönnu.

Satt og logið sitt er hvað,

sönnu er best að trúa.

En hvernig á að þekkja það,

þegar flestir ljúga?

Sigurður Rósant, 19.12.2009 kl. 00:29

36 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Ha ha,  Valur,

Er þetta allt sem þú getur sagt?  Ég setti mig í stellingar fyrir þig.  Ég opnaði hjarta mitt fyrir þér.  Og þetta er allt sem þú hefur að segja.

Valur,

Mér finnst þú flottur gaur.  Það leynir sér ekki að þú ert með greindara fólki og víðlesinn.  Hinsvegar er eitthvað að.  Þú ert í mótsögn við það sem ég var að enda við að segja.  Ég vona allavega að þú náir ekki frama í stjórnmálum.  Ég vil ekki þína líka yfir mig.

Theódór Gunnarsson, 19.12.2009 kl. 00:33

37 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Ef menn vilja taka mannlegt eðli með í reikninginn og spinna þráð þá er lítið mál að finna líklegri skýringu en meyfæðingu.
Til að mynda er mun líklegra að Jósep kallinn hafi verið impotant og María hafi falið framhjáhald sitt og vanfæru í kjölfar þess með sögum um engla og flekklausan getnað. Þannig sloppið frá afleiðingunum og slegið ryk í augu Jósep.

Náttúruleg og eðlileg skýring sem er mun raunverulegri en eitthvað órætt kraftaverk.

Páll Geir Bjarnason, 19.12.2009 kl. 00:35

38 Smámynd: Sigurður Rósant

Já, Páll. Kannski hefur sá siður tíðkast meðal nýgiftra ungmeyja að faðir Jósefs hafi fyrst spjallað stúlkuna líkt og tíðkast hjá Arabaættflokkum enn þann dag í dag í Saudi Arabíu. Skiptir ekki máli þótt þeir kallast múslimir í dag. Þetta er eflaust ævaforn venja þarna um slóðir.

Það getur verið ein skýringin, t.d.

Sigurður Rósant, 19.12.2009 kl. 01:02

39 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vertu ekki svona alvarlegur á svipinn yfir ranglætinu, Theódór, það fer þér ekki vel. Þú hlýtur að vita það, að til að geta dæmt um mál, verður maður að kynna sér þau.

Þið hinir hérna, Páll Geir og Sig. Rósant, eruð komnir út í hreina svívirðu. Vesalings Mofi að morgni – eða ég vona a.m.k. að honum verði ekki sama. Afi minn var aðventisti eins og hann, en hefði ekki liðið slíkt tal í húsi sínu og smiðju.

Jón Valur Jensson, 19.12.2009 kl. 01:59

40 Smámynd: Theódór Norðkvist

55Er þetta ekki sonur smiðsins? Heitir ekki móðir hans María og bræður hans Jakob, Jósef, Símon og Júdas? 56Og eru ekki systur hans allar hjá oss?

Matteus 13:55,56

Theódór Norðkvist, 19.12.2009 kl. 04:23

41 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Nafni,

Það þýðir ekkert að sletta þessu framan í Mófa og Jón Val.  Við sem skiljum textann eins og hann er skrifaður erum bara svo illa upplýstir og vitlausir.

Jón Valur,

Það er sennilega rétt hjá þér að það fari mér ekki að vera svona alvarlegur.  Ég var búinn að drekka of mikinn bjór í gærkvöldi og orðinn svo mjúkur.  En ég er alinn upp í þessu samfélagi og orðinn hundgamall og ýmislegt hefur síast inn í gegn um árin, auk þess sem ég hef gert betur en flestir og látið mig hafa það að lesa Biblíunua.

Ég hef kynnt mér nógu mikið til að vita að ekki er ástæða til að sökkva sér dýpra.  Þetta er enginn sannleikur, heldur ein undarlegasta hliðin á heilastarfsemi mannkynsins.

Theódór Gunnarsson, 19.12.2009 kl. 10:20

42 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Hvaða máli skiptir það þó María hafi eignast fleiri börn? Gefum okkur að meyfæðingin sé heilagur sannleikur: er hún þá minna merkileg af því að María eignaðist börn á náttúrulegan hátt eftir það?

Er þá kenning ykkar 'semper virgo'-sinna að María og Jósep hafi aldrei "fullkomnað hjónabandið"? Er það ekki frekar ólíklegt?

Eða var María bara 'tæknilega' hrein mey, svona eins og unglingstúlkur í Bandaríkjunum telja sig hreinar meyjar þrátt fyrir að hafa stundað kynlíf á alla mögulega vegu aðra en í leggöng?

Ég minni þig síðan á það Jón, að þú hefur enn ekki svarað mér til um lesbíusjúkdómana

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 19.12.2009 kl. 10:39

43 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Tinna,

Þetta er náttúrulega svo augljóst.  Kikrkjan hefur svo mikla skömm á kynlífi, af því að það er svo dýrslegt og subbulegt, að Jesús má ekki hafa orðið til á þann hátt.  Svo má móðir hans heldur ekki hafa verið venjuleg kona sem stundaði slíka svívirðu.  Þetta er sáraeinfalt.

Theódór Gunnarsson, 19.12.2009 kl. 11:27

44 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þér skjátlast, Theódór! Bæði þau megin-kirkjusamfélög, hið rómversk-kaþólska og hið orþódoxa, sem hafa frá upphafi játað ævarandi meydóm Maríu, hafa hjónabandið í mikilli virðingu – meiri en lútherska kirkjan – því að í fyrrnefndum trúarsamfélögum hefur hjónabandið stöðu heilags sakramentis. En kynlífið er heilagt, og það á ekki að vanhelga það, segja báðar kirkjurnar.

Með því að virða mikils helgun Maríu, þ.m.t. meydóm hennar, er alls ekki gert lítið úr hjónabandinu, heldur er hér einfaldlega um það að ræða, sem miklu æðra er, rétt eins og margir einstaklingar hafa fengið guðlega köllun um að helga sig mikilvægu hlutverki í einlífi, þar á meðal Florence Nightingale, sem allir eiga að þekkja, Henri Dunant, stofnandi Rauða krossins, séra Friðrik Friðriksson og Ólafía Jóhannsdóttir. Þetta átt þu líka að vita, Rósa mín Aðalsteinsdóttir, og virða sem háleita köllun þessara einstaklinga – eitthvað sem var ekki lakara en hlutverk í hjónabandi og barneignum, heldur ennþá meira, af því að það þjónaði svo mörgum og var ennþá fleira fólki lýsandi fyrirmynd.

Jósef, heitmaður meyjarinnar, var trúaður maður, og til að gera henni, þungaðri konunni, ekki opinbera minnkunn, hætti hann við að skilja við hana í kyrrþey, eftir að honum sjálfum vitraðist engill, sem sagði honum, að fóstur hennar væri af Heilögum Anda (Mt.1.19-21). Jósef gerði eins og engill Drottins hafði boðið honum og gaf honum nafnið Jesús, eins og engillinn sagði honum (1.21, 24-25).

Jósef fekk aðra vitrun frá engli Drottins (Mt. 2.13) um að fara til Egyptalands og fór einnig eftir henni, barninu til bjargar, og þriðju vitrunina um að fara aftur til Ísraelslands (2.19 o.áfr.) og enn þá fjórðu (2.22b) að fara ekki til Júdeu, heldur til Galíleu. Jafnan fer hann eftir orðum engilsins.

Þá fær Jósef einnig að heyra vitnisburði fjárhirðanna um hina dýrðarfullu opinberun þeirra (Lúk. 2.8-20) og ennfremur spádómsorð hins réttláta og guðrækna Símeons (Lúk 2.22, 25-35) og Önnu spákonu Fanúelsdóttur (Lúk. 2.36-38) um hið háleita hlutverk Jesú.

Allt þetta hefur nægt trúuðum manni til að virða móðurhlutverk Maríu meira en nokkurrar annarrar konu. Við höfum engar heimildir sem skeri úr um, að Jósef og María hafi átt börn saman. En Jesús átti að alast upp í fjölskyldu, með foreldrum (móður og fósturföður), af því að einnig það er mikilvægt fyrir þroskaferil barnsins.

Jón Valur Jensson, 19.12.2009 kl. 12:50

45 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Já, já, Jón Valur.  Og bla bla bla.  Fyrir mér er þetta allt saman tómt bull.  Englar, djöflar, guðir, spádómar og trúarlegar kallanir.  Þvílík della.

Theódór Gunnarsson, 19.12.2009 kl. 13:05

46 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það má skipti mey þemanu varðandi Maríu í 3 stig.

1. Þungunin

2. Fæðingin

3. Allt lífið.

Sú kenning varð ofaná að allt þrennt hefði hefði verið til staðar.  Virgin útí gegn.  Þá geta menn td. farið að spekúlera (fyrir utan getnað) hvernig fæðingin átti sér stað.  Svarið þar er auðvelt.  Hvernig fer ljósið í gegnum gler ?

Þarna vaknar einnig spurningin um Jósep. Hann hefur þá verið hreinlífur líka allt lífið.  Munkur.

Reyndar hefur Austur-Kirkjan það þannig að bræðurnir sem minnst er á í Guðspjöllunum (og Kaþólska kirkjan vill meina að séu frændur og frænkur) séu í reynd synir Jóseps af fyrra hjónabandi o.þ.a.l. hálfbræður Jesú.

En það sem menn geta allavega lært af þessu er, hve erfitt er að þýða textana. þ.e. sem dæmi hvað frumtextinn getur haft breiða merkingu - svo geta menn valið sér braut til að veita textnum inní nútímamál.

Eins og þegar segir í Matt 1.25 "Hann kenndi hennar ekki fyrr en hún hafði alið son" sem gæti þá sklist sem svo að hann hefði kent hennar eftir fæðingu Jesú - en þá kemur það upp að í frummálinu þarf það ekki endilega að vísa til "á eftir" heldur aðeins verið að segja að ekkert samræði var fyrir fæðingu umrædds Jesú.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.12.2009 kl. 13:23

47 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er glöggt athugað hjá þér þarna í blálokin, Ómar Bjarki: það er ekki verið að segja, að Jósef hafi kennt hennar eftir fæðingu Jesú. Þetta hafa menn vitað lengi, og eru hliðstæður þessa í sama málfari Biblíunnar (þ.e. í merkingu "unz"- eða "þar til"-tíðarsetninga).

En Theódór get ég sagt, að ég finn til með honum að hafa enga trú, en orð mín eru þó umfram allt töluð til trúaðra eins og Halldórs Mofa og Rósu; það er fólk sem tekur mark á biblíulegum rökum. En rök eru þau einmitt fyrir þá, sem meðtaka forsendur Biblíutrúar.

Jón Valur Jensson, 19.12.2009 kl. 13:58

48 identicon

Ég ætla að vera sammála Jóni nafna mínum hér... það gefur greind þinni ekki góðan vitnisburð Theódór að þrátta hér um efni og nota það nánast sem rök að hafa ekki kynnt sér málið.

Þú getur ekki sannarlega ætlast til þess að Jón standi í því að svara hér einhverju bulli í þér um efni sem þú hefur ekki haft fyrir því að kynna þér

Cicero (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 14:46

49 Smámynd: Mofi

Theódór
Ef Guð er góður, þá tekur hann bara við mér eins og ég er og ætlast ekki til að ég hafi ráðið gátuna

Það er ekki beint ráðgáta að taka einhvern á orðinu, það er bara að trúa að viðkomandi er ekki að ljúga. Mér finnst eins og að það sem svo margir glíma við er kraftaverk, eins og að það er svo erfitt að skilja eða trúa að kraftaverk hafi átt sér stað. En ef Guð er til, eru þá ekki kraftaverk það sem maður ætti að búast við?

Guð setur ekki upp himin há skilyrði til að Hann taki á móti honum. Viðkomandi þarf að skilja að hann er sekur og verðskuldar ekki himnaríki. Hann þarf að iðrast og ákveða að hans gjörðir héðan í frá séu í samræmi við vilja Guðs. Ef einhver leitar ekki lífgjafans þá getur það ekki fundið lífið.

Mofi, 19.12.2009 kl. 15:08

50 Smámynd: Mofi

Theódór, varðandi tilvist Jesú og kynna sér efnið þá gerði ég stutta grein um það efni, sjá: Hann er ekki hér, Hann er upprisinn    Aðeins stuttur, fátæklegur inngangur í þetta efni en tekur örugglega ekki nema nokkrar mínútur að lesa.

Mofi, 19.12.2009 kl. 15:10

51 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Sælir drengir,

Það er alveg rétt hjá þér Cicero að ég get ekki ætlast til að Jón Valur svari mér, enda ætlast ég ekkert til þess.  Hvað greind mína varðar, þá held ég að hún hangi bara í einhverju meðallagi eins og gerist.  Að halda því fram að ég sé að þrátta um hluti sem ég hef ekki kynnt mér er hinsvegar ekki rétt.  Ég skal viðurkenna að ég hef ekki sökkt mér  í trúarsöguna og fræðin af þeirri elju sem Jón Valur hefur gert, enda er er ég trúlaus og hef engan sérstakan áhuga á þessu málefni.  Mér finnst það meira áhugavert frá mannfræðilegum sjónarhóli, -án þess að ég sé neitt að belgja mig út og halda því fram að ég sé einhver sérfræðingur á því sviði.

Það er hinsvegar fráleitt að sumir eigi bara að halda sér til hlés og láta vera að taka þátt í þessari umræðu af þeirri ástæðu einni að þeir séu ekki búnir að lesa trúarfræðin til hlítar.  Við erum öll alin upp í þessu svokallaða kristna samfélagi, höfum öll orðið fyrir innrætingu kirkjunnar og höfum öll okkar forsendur til að trúa, eða trúa ekki.

Þetta minnir mig á samtöl sem ég hef oft átt við einn vin minn sem finnst stjörnuspeki óskaplega merkileg.  Hann segir alltaf að ég muni sjá ljósið ef ég kynni mér málið.  Mér nægir bara alveg að sjá að þetta er bara eitthvert þokukennt orðagjálfur sem aldrei elur af sér nokkra haldfasta niðurstöðu.  Til hvers að vera að eyða tíma í að kynna sér dellu? Það magnaða er að það haggar honum ekki að hlutirnir gangi ekki upp samkvæmt stjörnuspekinni, hann heldur bara áfram að trúa, á hverju sem gengur.  það er svo auðvelt að trúa því sem maður vill trúa.

Theódór Gunnarsson, 19.12.2009 kl. 15:15

52 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sé núna að Halldór lagði einmitt út frá þessum texta sem ég vitnaði til, Matteus 13:55-56.

Skil samt ekki hvað er svona flókið við hann fyrir þá kaþólsku og að þeir telji að hann þýði eitthvað annað. Mér finnst hæpin skýring Ómars að systkini Jesú hafi verið börn Jósefs frá fyrra hjónabandi. Þar með væri Jósef faðir Jesú orðinn hórkarl, nema fyrri eiginkona hans hafi dáið.

Aðalatriðið er samt að meykenningin hefur engan guðfræðilegan tilgang. Megininntak kristninnar er píslardauði Jesú og iðrunin. Seinni tíma viðbætur eru hjáguðadýrkun.

Theódór Norðkvist, 19.12.2009 kl. 15:16

53 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Var María alltaf mey? Ég skal spyrja Jesús þegar ég hitti hann!

Guðmundur St Ragnarsson, 19.12.2009 kl. 16:26

54 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Hér er skemmtileg grein þar sem bornar eru saman fyrirmyndir kvenna "Wonder woman" og "Virgin Mary" ..

Jóhanna Magnúsdóttir, 19.12.2009 kl. 16:28

55 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Hm... hér er greinin: SMELLIÐ HÉR

Jóhanna Magnúsdóttir, 19.12.2009 kl. 16:30

56 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Takk Jóhanna, þetta meikar ólíkt meiri sens en bullið í honum Jóni Vali.  Ef við göngum út frá að allt sé satt og rétt í þessari grein, sem ég veit að Jón Valur og Mofi munu ekki gera, þá er þetta nákvæmlega eins og ég sagði.  Þetta er allt ákveðið af kirkjunnar mönnum á hinum og þessum ráðstefnum og þingum í gegn um aldirnar og hefur ekkert með raunveruleikann að gera.

Theódór Gunnarsson, 19.12.2009 kl. 17:53

57 Smámynd: Jakob Andreas Andersen

Að vera vitur og greindur er ekki það sama. Jón Valur er greindur. En eins og oft kemur fram hjá honum svo er það bara "greindur" maður og sá sem hefur "rannsakað" bíblíuna sem eiga að túlka hana fyrir almúgan. Jón Valur og co. eiga einkarétta á bíblíuna.

Jakob Andreas Andersen, 19.12.2009 kl. 18:17

58 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Í sambandi við þetta, Meyfæðingu Jesú, þá er eiginlega tvennt sem ber að hafa í huga við frekari rannsóknir á efninu.

Í fyrsta lagi að ef horft er Guðspjöllin og skrif sem eignuð eru Páli og talin forn, að þá er svo sem ekkert gert mikið með umrædda Meyfæðingu.  Það er eiginlega Matt og Lúkas sem gera mál úr þessu.  Og þá er athyglisvert að þeir segja frá atburðum með ólíkum hætti.   Einnig er eftirtektarvert að Mark minnist ekkert á þetta.

Hvað gæti þetta merkt ?  Jú, að meyfæðingasagan sé líklega komin til eftirá.  Þ.e. þegar kristnir söfnuðir fóru að taka á sig mynd þá smá saman hafi sagan fengið form - og svo í framhaldinu túlka menn til hins ýtrasta.

Í öðru lagi:  Þá vaknar spurningin:  En afhverju meyfæðing ?  Afhverju var það svo mikilvægt etc.

Jú, einfaldlega vegna þess að löng hefð er fyrir því að fæðing mikilmenna og guðtengdra manna beri að með óvenjulegum hætti og kraftaverkatengdum.  Það er bara gegnumgangandi.  Td. á þeim tíma er kristni mótaðist voru ýmsir hópar eru trúðu einhverju álíka um sínar goðpersónur - þó það hafi alls ekki ekki verið nákvæmlega eins og sagan um Jesú.

Stundum hefur etv. verið gert of mikið úr líkindunum með frásögnum í öðrum trúarbrögðum og Meyfæðingu Jesú - en samt sko.  Það eru líkindi.

Jesútilfellið sker sig kannski úr að því leiti að í hinum tilfellunum er atburðir meira með ævintýranlegri hætti.  Jesútilfellið er að sumu leiti raunsærra.  þ.e. blandað saman sennilegum atburðum og ólíkindum í sérstökum hlutföllum.  Það er kannski það sem mótar Meyfrásögn Nýja testamentis sérstöðu frá mörgum öðrum fæðingarsögum mikilmenna.

Til gamans er svo í restina hérna vinsæl þjóðsagnarútgáfa af fæðingu Laó Tse hins kínverska:

"Popular legends say that he was conceived when his mother gazed upon a falling star, stayed in the womb for sixty-two years, and was born when his mother leaned against a plum tree. He accordingly emerged a grown man with a full grey beard and long earlobes..."

Ómar Bjarki Kristjánsson, 20.12.2009 kl. 00:18

59 Smámynd: Jón Valur Jensson

Aldeilis líkt frásögnum Biblíunnar af meyfæðingu Jesú eða hitt þó heldur!

PS. Ég sá hér í kvöld, að umræðan hafði leiðzt eitthvað afvega, var m.a. farin að fjalla um það hvort ég væri greindur eður ei. Hirti ég þá ekki um að taka þátt í þessu, fyrr en umræðan færi aftur í eðlilegan farveg. En af því að ég er bersýnilega greindur "greindur" af honum Jakobi Andreasi, þá hef ég þó til að bera þá lágmarks-kurteisi að þakka honum innvirðulega.

Hitt verð ég að bera af mér, sem fram kemur í þessum orðum hans og hann álítur mitt sjónarmið: "En eins og oft kemur fram hjá honum svo er það bara "greindur" maður og sá sem hefur "rannsakað" Biblíuna sem eiga að túlka hana fyrir almúgann. Jón Valur og co. eiga einkarétt á Biblíunni."

Það er 100% andbiblíulegt sjónarmið, að einungis svokallaðir greindir menn eigi að túlka Biblíuna fyrir almúgann. Hvað segir ekki Páll postuli um kristna menn í söfnuði sínum í Korintuborg: "Bræður, hyggið að köllun yðar: Þér voruð ekki margir vitrir að manna dómi, ekki margir máttugir, ekki margir stórættaðir. En Guð hefur útvalið það, sem heimurinn telur heimsku, til að gjöra hinum vitru kinnroða, og Guð hefur útvalið það, sem heimurinn telur veikleika, til að gjöra hinu volduga kinnroða" (I.Kor.1.26-27). Og eins hér: "Enginn dragi sjálfan sig á tálar. Ef nokkur þykist vitur yðar á meðal í þessum heimi, verði hann fyrst heimskur til þess að hann verði vitur. Því að speki þessa heims er heimska hjá Guði. Ritað er: "Hann er sá, sem grípur hina vitru í slægð þeirra." Og aftur: "Drottinn þekkir hugsanir vitringanna, að þær eru hégómlegar."" (I.Kor. 3.18-19)

Við getum sagt (eins og Tómas Aquinas) um heimspekina, að æðstu sannindi hennar séu einungis aðgengileg þeim, sem geta helgað sig henni um langan tíma, sem ekki er unnt fólki sem þarf að vera í brauðstriti flesta daga, og jafnvel hinum fáu er örðugt að nálgast sannleikann í þessum efnum, af því að jafnvel heimspekingunum sjálfum ber alls ekki saman um svo margt. Þess vegna er einmitt nauðsyn á auðveldari leið að sannleikanum í andlegum efnum, og hann fæst með trúnni, sem er opin öllum að meðtaka. Þetta á bæði við um sum þeirra sanninda, sem bezta heimspeki nær til eða kemst kannski frekar með tærnar að (svo sem tilvist Guðs), en þeim mun fremur um þau sannindi, sem engin mannleg skynsemi getur nálgazt án trúar (svo sem meyfæðing Jesú, þrenningareðli Guðdómsins og margt annað í kristinni kenningu).

Tómas þessi (d. 1274, sex árum síðar en Gizur jarl, en 10 árum fyrr en Sturla Þórðarson sagnaritari) kvað fátæka, einfalda ekkju vita meira um Guðdóminn í kristinni trú sinni en lærðasta heimspeking með allri sinni vizku.

Með kristinni trú, trúararfinum, fyrst og fremst í Biblíunni og því sem miðlað er frá kynslóð til kynslóðar og frá foreldrum til barna, býðst okkur leiðin auðvelda til þekkingar á því, sem okkur er nauðsynlegt að vita um Guð, og á leiðum eða úrræðum Guðs til að vísa okkur mönnum réttan veg til hans. Til meðtöku þessa þarf ekkert djúpsætt mannlegt hyggjuvit – allir hafa sama aðganginn að þessu, en þeir líklega sízt, sem treysta mest á sitt eigið hyggjuvit.

Og túlkun sanninda trúarinnar fellur ekki fáum í hlut, heldur mörgum, en þó ekki þeim, sem ekki eru farnir að læra sjálfir, þ.e.a.s. af Biblíunni og samfélagi trúaðra (sjá Post. 8.26-40, einkum 8.31).

Með góðri kveðju til ykkar allra,

Jón Valur Jensson, 20.12.2009 kl. 04:36

60 Smámynd: Steinunn  Friðriksdóttir

meyfæðing eruð þið að grínast, hvernig getur nokkur heilvita maður nú á dögum haldið þessu fram, Guð er til ekki vafi, hvað hann er veit ég ekki hvort hann er andi, eða alheimskraftur einhver eða hvað en Jesú, í alvöru

Steinunn Friðriksdóttir, 20.12.2009 kl. 11:32

61 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er trúin, Steinunn, líka, að Guð hafi skapað heiminn af engu.

Hvort sýnist þér ómögulegra í sjálfu sér?

Jón Valur Jensson, 20.12.2009 kl. 12:07

62 Smámynd: Steinunn  Friðriksdóttir

ég trúi bara engan veginn að guð hafi skapað heiminn á 7 dögum því Jón, Guð gaf mér líka heila

Steinunn Friðriksdóttir, 20.12.2009 kl. 12:41

63 identicon

ég trúi bara engan veginn að guð hafi skapað heiminn á 7 dögum því Jón, Guð gaf mér líka heila

Góð Steinunn !.... blind trú gengur út á loka fyrir heilann sem guð gaf mönnum og fálma sig áfram í vitleysu og ónáttúrulögmálum, eins og það að guð sæddi konu vegna þess að það er óhreint að gera það á þann hátt sem hann ætlaðist til í upphafi, allavega að mati Jón Vals og félaga

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 20.12.2009 kl. 13:25

64 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hlæ þú stórkarlalega, Ólafur Ragnarsson, að þínum eigin ranghugmyndum.

En Steinunn, þú virðist þér ekki meðvituð um það, að í meira en 15 aldir að minnsta kosti hafa kaþólskir kennifeður (eins og heil. Ágústínus og Thómas fyrrnefndur frá Aquino) talið að orð I. Mósebókar um dagana sjö beri ekki nauðsynlega að skilja sem venjulega daga, heldur hugsanlega sem einhvers konar heimsaldra, og eru fordæmi fyrir því í Ritningunni, t.d. í Daníelsbók, að 'dagar' og 'vikur' merkja ekki alltaf það sem þetta merkir hjá okkur.

Jón Valur Jensson, 20.12.2009 kl. 13:36

65 Smámynd: Jóhannes A Levy

Einhvers staðar í bókum Mósesar er lagarákvæði sem segir að ef eiginmaður fellur frá án erfingja þá skuli bróðir hans taka ekkjuna að sér sem sína konu.  Eignist þau börn þá skuli fyrsta barnið taka við ættarnafni hins látna svo nafn hans deyji ekki út.  (Þið sem hafið þjóðsögur og goðafræði Hebrea við hendina getið vitnað betur í þetta).

Bar ekki María bara barn bróðir hans Jóseps undir belti, og Jósep varð að taka hana að sér, samkv. lögum, þar sem bróðir hans var dáinn. 

Jóhannes A Levy, 20.12.2009 kl. 13:36

66 Smámynd: Steinunn  Friðriksdóttir

mér finnst nú langlíklegast að aumingja konan hafi verið að reyna að bjarga sér frá hörmulegum örlögum

Steinunn Friðriksdóttir, 20.12.2009 kl. 13:54

67 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, Jóhannes Levy, þessi tilgáta þín um Maríu gengur ekki upp.

Allar heimildirnar mæla gegn henni, svo mikið er víst.

En þú, Steinunn Friðriksdóttir, telur kannski enga ástæðu til að taka mark á því, að Jesú hafi verið ætlað einstætt hlutverk umfram alla aðra menn? Hvers vegna varð hann þá áhrifamestur allra einstaklinga í mannkynssögunni? Og verður þú ekki að viðurkenna, að þú ert með getgátur, ólíkt frásögnum Nýja testamentisins samkvæmt heimildum samtímamanna?

Jón Valur Jensson, 20.12.2009 kl. 14:06

68 Smámynd: Steinunn  Friðriksdóttir

ef ég á að segja eins og er þá skiptir það ekki máli eiginlega, boðskapurinn er sá sami ekki satt

Steinunn Friðriksdóttir, 20.12.2009 kl. 14:53

69 Smámynd: Jóhannes A Levy

Er Jón farinn að telja biblíuna óáreiðanlega heimild? 

Í fimmtu Mósesbók, 25. kafla stendur:

5Þegar bræður búa saman og einn þeirra deyr og á engan son, þá skal kona hins látna ekki giftast neinum manni úrættis. Mágur hennar skal ganga inn til hennar og taka hana sér fyrir konu og gegna mágskyldunni við hana, 6en fyrsti sonurinn, er hún fæðir, skal teljast sonur hins látna bróður hans, svo að nafn hans afmáist ekki úr Ísrael.

Jóhannes A Levy, 20.12.2009 kl. 15:27

70 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

"orð I. Mósebókar um dagana sjö beri ekki nauðsynlega að skilja sem venjulega daga, heldur hugsanlega sem einhvers konar heimsaldra"

Sem gerir söguna enn ótrúverðugri, þar sem það þýðir að enn lengri tími leið milli þess að Guð skapaði t.d. plöntur og svo sólina. Flestar plöntur þurfa sólarljós...reyndar skapaði hann ljósið á fyrsta degi, en það hefur varla verið sólarljós.

Ég minni á að enn hefur þú ekki svarað neinu um lesbíusjúkdómana.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 20.12.2009 kl. 15:35

71 identicon

Jón Valur,

(eins og heil. Ágústínus og Thómas fyrrnefndur frá Aquino)

Þessir kappar voru miklir spekingar, því verður ekki neitað, enda víðsýnir mjög og djúphyglir.... það sama má segja um Meister Eckhart (c. 1260–c. 1328), þar var einnig kaþólikki sem las langt út fyrir bókstafinn, enda bannfærður í margar aldir af Vatíkani...

Það er rétt sem þú bendir á að hugtökin dagar eða jafnvel aldir, fylling tímans, allt eru þetta hugtök sem eru ekki í mínútum eða klukkustundum.

Hugsanlega er allt skrifað í skýin, en var Jesú ætlað hlutverk í mannkynssögunni, eða gerðum við honum hlutverk og jafnvel föndruðum frásögnina til að falla að eldri guðspekiútgáfum, þar liggur spurningin. 

Ólafur í Hvarfi (IP-tala skráð) 20.12.2009 kl. 15:57

72 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jóhannes, þessar hjúskaparreglur áttu aðeins við um Ísraelsþjóð að fornu, ekki kristna menn, t.d. nú á tímum né áður. Þar að auki er það gegn heimildunum sem þú ert að geta þér til um í sambandi við Maríu mey. – Verð að svara hinu seinna, jafnvel bullinu í Ólafi í Hvarfi!

Jón Valur Jensson, 20.12.2009 kl. 18:03

73 Smámynd: Jóhannes A Levy

HA???  Voru Jósep og María kristin??

Og það áður en Yesua fæddist?? 

Voru þau ekki gyðingar sem fóru eftir lögum Mósesar, eins og landar þeirra??

Jóhannes A Levy, 20.12.2009 kl. 18:22

74 identicon

Óttalega finnst mér menn vera barnalegir hérna í tilsvörum til Jóns..

Auðvitað er lýsing fyrstu mósebókar á sköpun heimsins ekki bókstafleg, og því getur enginn maður neitað að sá sem það skrifaði var gríðarlega fróður miðað við þekkingu þess tíma. Sé atburðum genesis raðað í tímaröð þarf ekki mikinn vilja til að sjá hversu nærri sá sem það skrifaði var því sem við vitum í dag.

Og menn mega kjósa að trúa á meyfæðinguna eða ekki en því getur enginn neitað að Jesús, hvort sem hann var til eða ekki hlýtur að vera áhrifamesta persóna veraldarsögunnar.

Og þó að ég sjálfur sé trúlaus, eða í það minnsta efahyggjumaður þá getur held ég enginn neitað því að sá boðskapur sem kenndur er í Jesú nafni er eitthvað sem flestir ættu að tileinka sér, heimurinn væri betri staður ef allir gerðu það

Cicero (IP-tala skráð) 20.12.2009 kl. 18:44

75 Smámynd: Jón Valur Jensson

Auðvitað voru þau Gyðingar, Jóhannes. En ég skrifaði þetta með hliðsjón af því, að ýmsir hnýta í þessa ritningargrein í Mósebókum. Hitt er annað mál, að þú ert í lausu loft getgátna gegn hemildar-textum, þegar þú vísar til þessa i sambandi við Maríu Guðsmóður.

Cicero á heiður skilinn fyrir yfirvegað innlegg sitt hér.

Jón Valur Jensson, 20.12.2009 kl. 19:15

76 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Cicero,

Um hvað var sá sem skrifaðii sköpunarsöguna svona fróður?  Og að hvaða leiti fer skríbentinn svona nærri því sem við vitum í dag?

Theódór Gunnarsson, 20.12.2009 kl. 20:25

77 identicon

Það hvað gerist í árdaga nýrrar plánetu... hann fer nærri um þá atburði sem eiga sér stað þegar pláneta verður til og svo líf sem kviknar - þó að röðin sé kannski ekki 100%

Cicero (IP-tala skráð) 20.12.2009 kl. 20:41

78 Smámynd: Einar Jón

Talandi um Mósebækur... það er sér kafli um "Sifjaréttarákvæði" (5. Mósebók 22:13-30), og þau lög voru að öllum líkindum í gildi á þessum tíma. Semsagt var bókstaflega skylda að fullkomna hjónabandið á brúðkaupsnóttinni.

Eru einhverjar heimildir um það að Jósef hafi verið getulaus, að María hafi unnið skírlífisheit eða annað sem kom í veg fyrir að hjónabandið hafi verið fullkomnað á brúðkaupsnóttina, og á hverju kvöldi eftir það?

Eða er þetta bara óskhyggja og eftiráskýringar trúmanna sem hafa óbeit á kynlífi?

Einar Jón, 20.12.2009 kl. 22:02

79 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Cicero,

Þetta er ekkert svar.  Allavega get ég ekki með nokkru móti séð að það sé eitthvað hæft í því sem þú ert að segja.  Ég hef lesið þetta, reyndar bara í íslensku biblíunni, þannig að ég er ekki búinn að gramsa í þessu á hebresku og grísku eins og sumir, og ég get engan vegin séð þetta með þeim hætti sem þú sérð það.

Theódór Gunnarsson, 20.12.2009 kl. 22:18

80 identicon

Enda var ég ekkert að halda því fram að þetta væri nákvæm lýsing á atburðum.. einfaldlega að miðað að vera skrifað fyrir nokkur þusund árum síðan gefur þetta til kynna að sá sem þetta skrifaði gerði sér merkilega vel grein fyrir þeim atburðum sem hér um ræðir

Cicero (IP-tala skráð) 20.12.2009 kl. 22:42

81 Smámynd: Sigurður Rósant

Eðlilegast er að túlka frásagnir af þungun Maríu á þann veg sem gerist í mannheimum án íhlutunar andavera sem ýmist eru kallaðar 'englar', 'heilagur andi' eða 'guð'.

Þeir sem fastir eru í því fari að heimfæra þungun Maríu upp á sjálfan guð, eru í raun að gera lítið úr guði sínum og lýsa honum sem 'barnaníðingi' eða bendla honum við kynferðislega misnotkun á óspjallaðri ungri stúlku. 

Ef ég tryði á guð myndi ég hiklaust kalla skýringu 'trúaðra' sem hér tjá sig -guðlast-.  Varla get ég ímyndað mér siðlausari gjörning, en einmitt að bendla sjálfum guði sínum við sams konar afleiðu og 'sonum guðs' er ætlað í 1. Mós 6:1-2 þar sem segir:

Er mönnunum tók að fjölga á jörðinni og þeim fæddust dætur, sáu synir Guðs, að dætur mannanna voru fríðar, og tóku sér konur meðal þeirra, allar sem þeim geðjuðust.

Sigurður Rósant, 20.12.2009 kl. 23:48

82 Smámynd: Theódór Norðkvist

Fullyrðingin um að orðið bræður í Nýja testamentinu tákni eitthvað annað en að eiga sömu foreldra (móður eða föður eða móður OG föður) er afgreidd ágætlega á þessari síðu.

Þar er vitnað í sálm 69, sem almennt er talinn vera spádómur um Jesú Krist. Þar segir í 9. versi:

Ég er ókunnur orðinn bræðrum mínum og óþekktur sonum móður minnar.

Verið er að vísa til þess að jafnvel bræður Jesú trúðu ekki á Hann, sbr. Jóhannes 7:5.

Þarna er tekinn af allur vafi að Jesús átti raunverulega bræður, ekki aðeins í þeim skilningi að þeir væru af sömu þjóð eða lærisveinar Hans.

Theódór Norðkvist, 21.12.2009 kl. 02:04

83 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þessi 69. sálmur Davíðs ber EKKI áberandi merki þess að vera Messíasarsálmur, t.d. alls ekki 5. versið; 10. og 22. vers hafa helzt slíkan hljóm, en geta allt eins fjallað um Davíð sjálfan (og síðan minnast lærisveinar Jesú svipaðs í Sálm.69.10 eins og þeir urðu varir við hjá Jesú). Þá er eftirfarandi texti afar ólíkur fyrirgefandi viðhorfi Jesú á krossinum gagnvart ofsækjendum hans ("Faðir, fyrirgef þeim, því að þeir vita ekki, hvað þeir gera"):

"Myrkvist augu þeirra, svo að þeir sjái eigi, og lát lendar þeirra ávallt riða. Hell þú reiði þinni yfir þá og lát þína brennandi gremi ná þeim. Búðir þeirra verði eyddar og enginn búi í tjöldum þeirra, því að þann sem þú hefir lostið, ofsækja þeir og auka þjáningar þeirra er þú hefir gegnumstungið. Bæt sök við sök þeirra og lát þá eigi ganga inn í réttlæti þitt. Verði þeir afmáðir úr bók lifenda og eigi skráðir með réttlátum" (Sálm. 69.24-29).

En haltu endilega áfram að rannsaka Ritningarnar, Theódór Norðkvist!

Jón Valur Jensson, 21.12.2009 kl. 02:29

84 Smámynd: Theódór Norðkvist

Svo hlaut að rætast orðið, sem ritað er í lögmáli þeirra: Þeir hötuðu mig án saka.

segir Kristur í Jóhannes 15:25. Í íslensku þýðingunni frá 1981 er þetta vers látið vísa til Sálms 69:5 í neðanmálsathugasemd, sem hljóðar svona:

Fleiri en hárin á höfði mér eru þeir er hata mig að ástæðulausu, fleiri en bein mín þeir sem án saka eru óvinir mínir.

Theódór Norðkvist, 21.12.2009 kl. 03:32

85 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er samt mjög hæpið að allur 69. Sálmur eigi við um Krist – raunar afar ólíklegt.

Jón Valur Jensson, 21.12.2009 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 802693

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband