Hugleiðing um nekt...

Ímyndaðu þér að þú sért að ferðast í ókunnugu landi. Þegar þú ert á gangi sérðu auglýsingu fyrir framan byggingu sem líkist leikhúsi. Sýningin er bönnuð börnum og sögð ögrandi. Forvitnin nær yfirhöndinni og þú kaupir miða.  Þú sest í sæti meðal mikils fjölda fólks, ljósin er slökkt og ljósi varpað á sviðið. Eftir smá bið kemur maður að borði sem er á sviðinu sem er hulið með dúk og þú sérð að það er eitthvað undir dúknum.  Hægt og rólega þá byrjar maðurinn að taka dúkinn af borðinu og smá saman sérðu köku koma í ljós.  Af hljóðunum í salnum er augljóst að þeim þótti mikið til koma af þessu.  Sýningin er búin og þú ferð alveg ringlaður út... hvað var í gangi?  Býr fólkið við einhvern mikinn matarskort til þess að framkalla svona afbrigðilega hegðun í kringum eina köku?

Svo hvað er málið með karlmenn og að sjá konu nakta?  Eru karlmenn að glíma við einhvern skort?  Mér finnst augljóst að það er eitthvað að; þetta bara getur ekki átt að vera svona eða hvað segið þið?

 

C.S.Lewis var með hugleiðingar um þetta og ég fékk þessa dæmisögu um kökuna úr bókinni Mere Christianity, sjá: C.S. Lewis - Mere Christianity

 


mbl.is Seglin rifuð hjá Playboy
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Theódórsson

Misskilnigur þinn er sá að um afbrigðilega hegðun sé að ræða.

Málið er það, Mofi minn, að við erum dýr hvers eðli segir því að fjölga sér. Til að fá það til að fjölga sér er það búið kynhvöt og fegurðarskyni á líkama hins kynsins.

Okkur þykir líkami kvenna spennandi og fallegur. En samfélagið hefur hag af því að við séum ekki gengdarlaust að velta fyrir okkur holdlegu samneyti svo við klæðum alla þessa fegurð nektarinnar af okkur og þykjumst öll vera kynlaus.

Það gerum við þó ekki til lengdar því ungt og heilbrigt fólk notar gjarnan hvert tækifæri til að klæða þá fegurð aftur á sig með þröngum og eggjandi klæðnaði.

Löngunin eftir nekt og eftirlæti við kynferðislega óra er okkur í blóð borin. Við reynum að hafa stjórn á þessu öllu saman, því við höfum svo marga aðra hagsmuni en að koma frá okkur erfðaefni, en löngunin er ekki afbrigðileg í neinum skilningi.

Kristinn Theódórsson, 23.10.2009 kl. 18:30

2 identicon

Ég spyr þig á móti hvað að því að fólk bæði sýni sig nakið og aðrir sjái nakið fólk?

Cicero (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 18:33

3 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Er hægt að komast í þessa köku Mofi?

Páll Geir Bjarnason, 24.10.2009 kl. 01:56

4 Smámynd: Mofi

Kristinn, þú hefur vonandi tekið eftir því hvernig þú túlkar heiminn í gegnum þína trú að þróunarkenningin er sönn?   Ekki taka þessu neitt illa, mér finnst þetta bara gott dæmi hvernig einhver með ákveðna trú túlkar heiminn í kringum sig miðað við þá heimsýn sem hann hefur.

Ég sé þetta þannig að nekt var eðlileg en eftir að syndin kom í heiminn þá brenglaðist þetta. Í staðinn fyrir að löngunin er eðlileg og kærleiksríkt þá er hún óeðlileg og eigin gjörn.

Cicero, ég held að það sé best að beina þessum áhuga að eiginkonu manns en ekki hvaða konu sem er.

Páll, ég leitaði vel og lengi en sú leit hefur ekki borið árangur :)  

Mofi, 25.10.2009 kl. 10:46

5 Smámynd: Kristinn Theódórsson

He he, þetta sýnir bara enn einu sinni að mín skýring virkar, þín ekki.

Kristinn Theódórsson, 25.10.2009 kl. 10:49

6 Smámynd: Rebekka

Hvað var annars eitt það fyrsta (ef ekki bara það allra fyrsta) sem guð átti að hafa sagt við Adam og Evu?

Og Guð blessaði þau og Guð sagði við þau: „Verið frjósöm og margfaldist og uppfyllið jörðina ...“ (1Mós 1.27-28a)

Hér hitti höfundur þessa kafla úr Biblíunni naglann á höfuðið!  (það er þess vegna ótrúlega kaldhæðnislegt hversu margir trúarhópar telja kynlíf vera eitthvað hræðilegt).  Það er einfaldlega inngreypt í tilveru hverrar einustu lífveru að vilja fjölga sér - alltaf.  Ég skal jafnvel ganga svo langt að segja að helsti tilgangur lífsins er að skapa meira líf.  Af hverju heldurðu annars að körlum finnist kvenmannslíkamar svona skemmtilegir að horfa á?  .  

Lengi vel var mikilvægt að "vera frjósamur" eins fljótt og hægt er, og eins oft og mikið og mögulega, því líkurnar á því að deyja fljótlega voru... miklar.  Þess vegna ER eðlilegt að langa í kynlíf!  

The cake is not a lie...  

Rebekka, 25.10.2009 kl. 11:40

7 Smámynd: Sigurður Rósant

Já, Mofi. Þú hittir þarna naglann á höfuðið. Þetta er ekkert nema illska í manninum eins og kemur fram í 1. Mós 6. kafla:

Er Drottinn sá, að illska mannsins var mikil á jörðinni og að allar hugrenningar hjarta hans voru ekki annað en illska alla daga,

þá iðraðist Drottinn þess, að hann hafði skapað mennina á jörðinni, og honum sárnaði það í hjarta sínu.

Og Drottinn sagði: "Ég vil afmá af jörðinni mennina, sem ég skapaði, bæði mennina, fénaðinn, skriðkvikindin og fugla loftsins, því að mig iðrar, að ég hefi skapað þau.

Þarna iðraðist Guð þess að hafa skapað mennina og allt líf á jörðunnni að því er mér sýnist.

Hvernig ætli honum líði núna? Allt komið í sama farveg. Hann hefur lofað því að grípa ekki aftur til drekkingaraðferðarinnar, en hann hefur ekkert sagt um alla aðra möguleika sem hann getur gripið til.

En svona er sýn þín á þessa misheppnuðu sköpun guðs þíns, Mofi. Við trúfrjálsir lítum ekki svona á 'hugrenningar' lifandi vera á jörðunni. Við lítum á þær sem kynhvöt sem mennirnir reyna með misgóðum árangri að hafa stjórn á eða að svala á æ betri og unaðslegri máta. Aðrar lífverur virðast haga þessu á tiltölulega frjálsan máta. Kynvilla finnst í yfir 250 tegundum lífvera (sá ég einhvers staðar skráð í fræðigrein).

Hér er bara um val hvers og eins að ræða. Hvenær hann misbýður öðrum er svo aftur mál þess sem misboðið er eða forráðamanna, ef um börn eða 'fátæka í anda' er að ræða.

Sumir velja að vera án kynlífs til að vera óháðir og frjálsir sinna ákvarðana. Aðrir velja kynlíf þó það hafi í för með sér ærna skuldbindingu gagnvart mótaðilanum. Sem betur fer getum við valið. Það getur fólk ekki alltaf undir öllum kringumstæðum.  Ákveðin pressa fylgir sumum samfélagshópum, trúsöfnuðum eða fjölskyldumynstrum.

Sigurður Rósant, 25.10.2009 kl. 14:26

8 Smámynd: Sigurður Rósant

En það virðist hafa fengið mikið á guð þinn Mofi, er hann varð fyrst var við að mannverur voru að flækjast um naktar í aldingarðinum Eden, hér um árið. Hefur nokkuð sést til Jahve síðan á kveldgöngu?

En er þau heyrðu til Drottins Guðs, sem var á gangi í aldingarðinum í kveldsvalanum, þá reyndi maðurinn og kona hans að fela sig fyrir Drottni Guði millum trjánna í aldingarðinum. 1. Mós. 3:8

Sigurður Rósant, 25.10.2009 kl. 17:29

9 identicon

Cicero, ég held að það sé best að beina þessum áhuga að eiginkonu manns en ekki hvaða konu sem er.

Nú eiga ekki allir karlmenn eiginkonur... hvert eiga þeir að beina þessu?

Svo má benda þér á að það eru ekki bara karlmenn sem fíla nekt

Cicero (IP-tala skráð) 25.10.2009 kl. 19:57

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

http://rantendrant.files.wordpress.com/2009/06/fat_lady_eating_cake-3755.jpg

Jón Steinar Ragnarsson, 26.10.2009 kl. 05:43

11 Smámynd: Mofi

Kristinn, ég neita því ekki að þín útskýringin er ekki slæm í þessu tilfelli :)

Rebekka
Hér hitti höfundur þessa kafla úr Biblíunni naglann á höfuðið!  (það er þess vegna ótrúlega kaldhæðnislegt hversu margir trúarhópar telja kynlíf vera eitthvað hræðilegt). 
...
Af hverju heldurðu annars að körlum finnist kvenmannslíkamar svona skemmtilegir að horfa á?

Mjög sammála :)

En af hverju finnst þá konum lítið skemmtilegt að horfa á karla?  Er það kannski rangt hjá mér?

Rósant
Hvernig ætli honum líði núna? Allt komið í sama farveg. Hann hefur lofað því að grípa ekki aftur til drekkingaraðferðarinnar, en hann hefur ekkert sagt um alla aðra möguleika sem hann getur gripið til.

Spurning hvort að ástandið er orðið jafn slæmt og þá. Ég held ekki. Sástu myndböndin þar sem fjallað er um hvað Biblían segir muni gerast rétt fyrir endalok þessa heims?  

Atburðir endalokanna

Rósant
En það virðist hafa fengið mikið á guð þinn Mofi, er hann varð fyrst var við að mannverur voru að flækjast um naktar í aldingarðinum Eden, hér um árið. Hefur nokkuð sést til Jahve síðan á kveldgöngu?

Tók ekkert á Guð, get ekki ímyndað mér að nekt skipti Hann neinu máli.

Mofi, 26.10.2009 kl. 10:24

12 Smámynd: Mofi

Cicero
Nú eiga ekki allir karlmenn eiginkonur... hvert eiga þeir að beina þessu?

Svo má benda þér á að það eru ekki bara karlmenn sem fíla nekt

Óþægilega góð spurning  

Mofi, 26.10.2009 kl. 10:37

13 Smámynd: Egill

Mofi skrifar  "Ekki taka þessu neitt illa, mér finnst þetta bara gott dæmi hvernig einhver með ákveðna trú túlkar heiminn í kringum sig miðað við þá heimsýn sem hann hefur."

ef þetta er ekki með því fyndnara sem ég hef lesið hjá þér Mofi minn :) 

Egill, 28.10.2009 kl. 18:07

14 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

"En af hverju finnst þá konum lítið skemmtilegt að horfa á karla?  Er það kannski rangt hjá mér?"

Já. Þessi hugmynd er líklega sprottin úr kynótta og kvenfyrirlitningu trúarbragða, sem og þeirrar viktoríönsku hugmyndar að konur hafi ekkert gaman af kynlífi. 

Hins vegar er það svo að karlar eru almennt meira 'visual' en konur. Konur virðast flestar kunna betur að meta erótík í rituðu formi en sjónrænu, sem sést greinilega þegar s.k. slash-síður eru skoðaðar. 

Annars gæti þetta svosem líka tengst því að kvenmannslíkaminn er almennt fallegri en karlmannslíkaminn - sá síðarnefndi er afskaplega furðulega "hannaður". Prófaðu bara að hoppa nakinn ;)

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 2.11.2009 kl. 02:51

15 Smámynd: Mofi

Egill, af hverju?

Tinna, mér finnst nú bæði kvenmanns líkaminn og karla vera virkilega fallega hannaða :)    finnst samt eins og við karlarnir þurfum að hafa meira fyrir því að líta almennilega út    maður á kannski ekki að vera hugsa svona upp hátt.  Varðandi að hoppa nakinn... ég ætla að geyma þá skemmtilegu lífsreynslu fyrir stelpurnar á elliheimilinu :)

Mofi, 2.11.2009 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband