Samsæri um að ásaka konu um að hafa stolið eigin Visa korti?

Þessi frétt fyrir mitt leiti lætur aðeins þessa Önnu Kristine líta illa út. Að láta sem svo að Halldór J. Kristsjánsson hafi reynt að láta stinga henni í fangelsi fyrir að stela hennar eigin Vísa korti. Alveg kostulegt og vonandi tekur enginn þessa vitleysu alvarlega. Þvílíkt samsæri að reyna að þjófkenna einhvern með því að láta hann vera sekan um að stela því sem hann þegar á.

Þessa dagana er ég alltaf að fá í andlitið að það er ekki heimild á debet kortinu mínu þótt að ég er ekki einu sinni að nota yfirdráttinn sem ég á að hafa. Sem forritari þá tek ég svona ekki alvarlega því ég veit að þessi kerfi eru ekki fullkomin.

Varðandi morðhótanirnar þá er það alvöru frétt og virkilega alvarlegt. En ég samt get ekki neitað því að ég efast um sannleiksgildi þess miðað við ruglið sem hún Anna Kristine sagði um Vísa kortið.

Varðandi Kumbaravog þá skrifaði ég um það mál hérna: Kumbaravogur var fyrirmyndar staður


mbl.is Anna Kristine var þjófkennd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Moby

Einnig að þá gefa posarnir ekki frá sér neitt hljóð þegar um vákort er að ræða. Verslunaraðilinn getur ekki séð hvort um stolið kort er að ræða eða ekki. Það kemur bara að um vákort er að ræða og þá ber verslumaraðila að taka kortið. Þetta er svo mikið rugl að það hálfa væri nóg.

Moby, 12.9.2009 kl. 13:20

2 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Bíddu hvar í ósköpunum kom fram að nafni þinn hafi ætlað að reyna að láta stinga henni inn fyrir að stela eigin korti?  Hvernig dettur þér í hug að hún sé að halda því fram??

Það er mun líklegra að þetta hafi átt að vera einhvers konar áreiti, að minna hana á að vera ekki að fara eitthvað lengra.

Það hlýtur að vera að vera hægt að sannreyna það að Visa fékk tilkynningu frá bankanum, hún færi varla að láta svona lagað út úr sér vitandi það.

Ég veit að þú ert tilfinningabundinn þessu heimili, en í gvuðanna bænum ekki láta það hafa áhrif á hvernig þér finnist að rannsaka á svona mál.

Sveinn Þórhallsson, 12.9.2009 kl. 15:42

3 Smámynd: Mofi

Moby, góður punktur, takk. 

Sveinn, í fréttini kom fram að það munaði minnstu um að hún hefði verið handtekin; þetta var tilvísun í þá athugasemd.

Mofi, 12.9.2009 kl. 17:07

4 Smámynd: Sveinn Þórhallsson

Að vera handtekin og að fara í fangelsi er tvennt ólíkt.

Sveinn Þórhallsson, 12.9.2009 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803229

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband