Ísrael er ekki lengur útvalin þjóð Guðs

photo_lg_israelÍ Biblíunni þá lesum við um sögu Ísrael og Biblían af afskaplega hreinskilin varðandi þjóðina. Þjóðin var útvalin af Guði en marg oft þá brást þjóðin og leiddist út í alls konar illsku. Svo langt gékk þjóðin að Guð yfirgaf hana og hún var leidd í ánauð til annara þjóða.  Þegar fulltrúar þjóðarinnar ákváðu að taka son Guðs af lífi þá var þjóðin formlega búinn að hafna Guði og fagnaðarerindið fór til allra þjóða. Þessi spádómur er hluti af mjög mögnuðum tíma spádómi um Krist sem rættist fyrir tvö þúsund árum. Þeir sem vilja kynna sér þann spádóm geta gert það hérna:  Spádómurinn um Föstudaginn Langa

Versin sem tala um að þjóðin hefur ákveðin tíma og hvenær sá tími endar eru þessi: 

 

Daníel 9
20Meðan ég talaði, baðst fyrir og játaði synd mína og synd þjóðar minnar, Ísraels, og bar bæn mína fram fyrir Drottin, Guð minn, fyrir hinu heilaga fjalli hans, 21meðan ég var að biðjast fyrir hóf maðurinn Gabríel sig til flugs en hann hafði ég áður séð í sýninni. Hann kom til mín um kvöldfórnartíma. 22Hann fræddi mig og sagði:
„Daníel, hingað er ég kominn til að veita þér glöggan skilning. 23Þegar þú byrjaðir bænir þínar barst orð og ég er hér til að greina þér frá því enda nýtur þú náðar. Hyggðu því að orðinu og öðlastu skilning á sýninni. 24Sjötíu vikur eru útmældar þjóð þinni og hinni heilögu borg þinni þar til mælir misgjörða þinna er fullur og syndirnar afplánaðar, þar til friðþægt verður fyrir ranglætið og eilíft réttlæti kemst á, sýnir spámannanna rætast og hið háheilaga hlýtur smurningu. 25Vita skaltu og skilja að frá því að orð barst um endurreisn og endurbyggingu Jerúsalem, allt til komu hins smurða, líða sjö vikur og á sextíu og tveim vikum verður hún endurreist, torg hennar og síki.

 

Þessa tilskipun um hvenær Jerúsalem yrði endurreist er að finna í Ezra 7: 21-28 og við vitum að hún var gerð 457 f. Kr.  Ef við notum síðan reglu í spádómum sem er eitt ár fyrir einn dag þá komum við til ársins 34 e.kr.  

Guð lofaði að yfirgefa aldrei Ísrael en Ísrael marg oft yfirgaf Guð og þegar þjóðin hafnaði syni Guðs Jesú þá var hennar tími útrunninn. Það þýðir ekki að gyðingar geti ekki fengið velþóknun Guðs, alls ekki. Þeir aðeins fá hana alveg eins og allir aðrir menn, í gegnum Krist.  

Þetta þýðir ekki að ég er á móti Ísrael, alls ekki. Ég aðeins sé Ísrael sem ákveðna þjóð sem er ekkert rétthærri en aðrar þjóðir. Hún hefur t.d. fullan rétt á því að verjast gagnvart árásum óvina eins og Hamas. Þessi frétt aftur á móti sýnir að þarna virðist hafa verið um ofríki og illsku að ræða af hálfu Ísraels. 

Maður vonar að þeir sjái að sér og sömuleiðis að þetta verður ekki kveikjan að meira gyðinga hatri því bæði er slæmt.

Þeir sem vilja kynna sér fleiri Biblíulegar ástæður fyrir því að Ísrael er ekki lengur þessa útvalda þjóð Guðs geta hlustað á fyrirlestur hérna: http://www.hopevideo.com/david_asscherick.htm - fyrirlesturinn heitir Who is Israel


mbl.is Árásir halda áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Það voru Rómverjar sem dæmdu Jesú til dauða að ósk Gyðinga. Hann var nelgdur á kross sem var aðferð Rómverja en Gyðingar notuðu staur þegar þeir notuðu þessa aðferð til að deyða menn.

Ég trúi því að Ísrael sé útvalin þjóð Guðs en flestir Gyðingar eru ekki kristinnar trúar og bíða eftir Messíasi. 

Enginn er spámaður í sínu föðurlandi og þannig varð það með Jesú Krist. Er þetta ekki sonur Jósefs? Hefðum við ekki bara brugðist eins við ef Jesús hefði fæðst hér á Íslandi?????

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.12.2008 kl. 12:38

2 Smámynd: Mofi

En af hverju trúir þú því Rósa?  Hlustaðir þú á fyrirlesturinn sem ég benti á?  Ég sé síðan engin mótrök frá þér varðandi þau rök sem ég kom með, af hverju?

Kveðja,
Halldór

Mofi, 29.12.2008 kl. 12:51

3 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Þessa tilskipun um hvenær Jerúsalem yrði endurreist er að finna í Ezra 7: 21-28 og við vitum að hún var gerð 457 f. Kr.

Og hvers vegna tekurðu ekki tilskipunina í fyrsta kaflanum gilda?

Ef við notum síðan reglu í spádómum sem er eitt ár fyrir einn dag þá komum við til ársins 34 e.kr.  

Og hvar stendur að þessi regla gildi alls staðar?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 29.12.2008 kl. 16:12

4 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Sæll Mofi.

Ert þú að segja að uppfylling spádómanna viðvíkjandi Ísrael hafi verið lokið í Kristi ? Eða ef ég má orða það svona : Að áætlun Guðs varðandi hinn náttúrulega Ísrael hafi lokið með dauða og upprisu Jesú Krists ?

Kristinn Ásgrímsson, 29.12.2008 kl. 22:03

5 Smámynd: Mofi

Hjalti
Og hvers vegna tekurðu ekki tilskipunina í fyrsta kaflanum gilda?

Af því að hún fjallar um hús Guðs eða musterið en ekki endurreisa Jerúsalem með öllu tilheyrandi.

Hjalti
Og hvar stendur að þessi regla gildi alls staðar?

Stendur líklegast hvergi, aðeins regla sem maður sér fordæmi fyrir og ef maður túlkar tíma spádóma svona þá... meika þeir sens.

Kristinn
Ert þú að segja að uppfylling spádómanna viðvíkjandi Ísrael hafi verið lokið í Kristi ? Eða ef ég má orða það svona : Að áætlun Guðs varðandi hinn náttúrulega Ísrael hafi lokið með dauða og upprisu Jesú Krists ?

Ekki lokið en Jesús og lærisveinarnir fullyrtu að spádómar sem virðast vera um Ísrael voru uppfylltir í Jesú. T.d. þegar við horfum á líf Krists að þá fer Hann til Egyptalands eins og Ísrael og síðan kallaður þaðan, alveg eins og Ísrael. Hann fer í eyðimörkina til að vera freistað í 40 daga sem bergmálar 40 árin sem þjóðin var í eyðimörkinni og miklu fleira mætti týna til en það er ýtarlega fjallað um það í fyrirlestrinum sem ég benti á.

Skoðum t.d. orð Krist um þessi mál:

Matteusarguðspjall 21:42
Og Jesús segir við þá: "Hafið þér aldrei lesið í ritningunum: Sá steinn, sem smiðirnir höfnuðu, er orðinn hyrningarsteinn. Þetta er verk Drottins, og undursamlegt er það í augum vorum.

43 Þess vegna segi ég yður: Guðs ríki verður frá yður tekið og gefið þeirri þjóð, sem ber ávexti þess.
44 Sá sem fellur á þennan stein, mun sundur molast, og þann sem hann fellur á, mun hann sundur merja.]"

45 Þegar æðstu prestarnir og farísearnir heyrðu dæmisögur hans, skildu þeir, að hann átti við þá.

Jesús segir hérna að Guðs ríki verður gefið frá gyðingum til allra þjóða, öllum sem trúa. Hérna er annar staður þar sem endalok Ísraels sem sérstakrar þjóðar Guðs kemur fram:

Lúkas 13:34
Jerúsalem, Jerúsalem! Þú, sem líflætur spámennina og grýtir þá, sem sendir eru til þín! Hversu oft vildi ég safna börnum þínum eins og hænan ungum sínum undir vængi sér, og þér vilduð eigi.
35 Hús yðar verður í eyði látið.

Þetta er ekkert gyðinga hatur eða að gyðingar komast ekki til eilífs lífs, þeir komast þangað en á sama hátt og allir aðrir menn; með því að iðrast og setja traust sitt á Jesú.  Þannig að spádómar þar sem lofað er að Guð muni laga allt fyrir Ísrael tel ég eiga við kirkju Krists við endurkomuna; ekki þetta veraldlega Ísrael í dag sem hafnar Jesú og hegðar sér oft alveg hræðilega.

Mofi, 30.12.2008 kl. 11:38

6 Smámynd: Birgirsm

Ég er sammála þér Mofi þegar þú segir:

ekki þetta veraldlega Ísrael í dag sem hafnar Jesú og hegðar sér oft alveg hræðilega.

Það sem kristið fólk í dag segir um Ísrael nútímans og kallar Gyðinga m,a,, fólk Guðs,, Guðs útvalda þjóð,, o,s,fr, vil ég meina að komi illa niður á kristninni.

Hvers á Kristin trú að gjalda þegar venjulegt fólk sem er ekki vel að sér í Kristnum fræðum heyrir það og grípur á lofti að Gyðingar í dag séu,,Guðs útvalda þjóð,, þrátt fyrir oft á tíðum ruddalega hegðun Gyðinga og framkomu gagnvart klikkuðum nágrönnum sínum.

Af hverju eru Kristnir menn dolfallnir og hugfangnir af Gyðingdómi nútímans þegar hámark 1- 2% Gyðinga viðurkenna Krist, afgangur Gyðinga vill ekkert með Krist og hans kenningar hafa ?

Hvers vegna tekur fólk, kristið fólk, ekkert mark á orðum frelsarans þegar hann margoft kemur að því að hlutverki Ísraels sé lokið? 

Birgirsm, 30.12.2008 kl. 13:56

7 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Af því að hún fjallar um hús Guðs eða musterið en ekki endurreisa Jerúsalem með öllu tilheyrandi.

Hvar í versunum sem þú vísar í er meira fjallað um "Jerúsalem með öllu tilheryandi"? Ég hélt síðan að musterið væri aðalatriðið, erfitt að segja að það sé ekki veirð að endurreisa Jerúsalem ef það er byrjað að endurreisa musterið.

Stendur líklegast hvergi, aðeins regla sem maður sér fordæmi fyrir og ef maður túlkar tíma spádóma svona þá... meika þeir sens.

Þannig að ekkert í textanum sjálfum bendir til þess að um ár sé að ræða? Þú velur það bara af því að þér finnst niðurstaðan þá passa betur við skoðanir þínar? Merkileg aðferðafræði.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 30.12.2008 kl. 21:25

8 Smámynd: Sigurður Rósant

Það má vel vera að Ísrael hafi verið í kolli margra Gyðinga og Gyðing-Kristinna útvalin þjóð til að valda endalausum vandræðum meðal annarra þjóða þessa heims - eða til að gegna sérstöku hlutverki Guðs eins og trúaðir orða það.

En slíkur Guð er auðvitað ekkert annað en hugarfóstur Hebrea og annarra nágranna-araba sem sjá Guð í hverju því sem hrærist í smá vindhviðu eða straumiðu vatnslindar.

Guð (ef hann er til) er alveg saklaus af öllum þessum skröksögum og hefur sennilega ekki hugmynd um hvað þessi eina dýrategund jarðarinnar sem telur sig skapaða í Guðs mynd, er að bulla um hans hugsanagang.

En gleðjumst yfir gæfu arðræningjanna og vonum að sakleysingjarnir sleppi undan afleiðingum gjörða þeirra.

Sigurður Rósant, 31.12.2008 kl. 00:29

9 Smámynd: Mofi

BirgirSM, takk fyrir gott innlegg. Mjög góður punktur að þegar kristnir láta eins og gyðingar eru fólk Guðs þá lætur það Guð og kristna líta mjög illa út þegar gyðingar hegða sér eins og þeir eru að gera þessa dagana.

Hjalti
Hvar í versunum sem þú vísar í er meira fjallað um "Jerúsalem með öllu tilheryandi"? Ég hélt síðan að musterið væri aðalatriðið, erfitt að segja að það sé ekki veirð að endurreisa Jerúsalem ef það er byrjað að endurreisa musterið.

Talað um Jerúsalem og skipun um að byggja musterið passar þá ekki við.

Hjalti
Þannig að ekkert í textanum sjálfum bendir til þess að um ár sé að ræða? Þú velur það bara af því að þér finnst niðurstaðan þá passa betur við skoðanir þínar? Merkileg aðferðafræði.

Þetta er regla sem við sjáum í Biblíunni og þegar sú regla hjálpar til að skilja tíma spádóma þá lít ég á það sem rökrétta leið til að skilja þá.

Numbers 14

33 Your children will be shepherds here for forty years, suffering for your unfaithfulness, until the last of your bodies lies in the desert.

34 For forty years— one year for each of the forty days you explored the land— you will suffer for your sins and know what it is like to have me against you.'

Ezekiel 4:4-6
Lie thou also upon thy left side, and lay the iniquity of the house of Israel upon it: according to the number of the days that thou shalt lie upon it thou shalt bear their iniquity. For I have laid upon thee the years of their iniquity, according to the number of the days, three hundred and ninety days: so shalt thou bear the iniquity of the house of Israel. And when thou hast accomplished them, lie again on thy right side, and thou shalt bear the iniquity of the house of Judah forty days: I have appointed thee each day for a year" 

Rósant
Guð (ef hann er til) er alveg saklaus af öllum þessum skröksögum og hefur sennilega ekki hugmynd um hvað þessi eina dýrategund jarðarinnar sem telur sig skapaða í Guðs mynd, er að bulla um hans hugsanagang.

Ef Guð er til þá getur Hann varla verið fáfróður er það nokkuð? 

Mofi, 31.12.2008 kl. 15:14

10 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Talað um Jerúsalem og skipun um að byggja musterið passar þá ekki við.

Mofi, svo ég endurtaki mig: "Hvar í versunum sem þú vísar í er meira fjallað um "Jerúsalem með öllu tilheryandi"?" Hvar í versunum sem þú vísar í er meira talað um Jerúsalem?

Mér sýnist dæmin sem þú vísar á alls ekki fjalla um spádóma, heldur er guð bara að refsa fólki ár fyrir hvern dag sem það gerir eitthvað eða dag fyrir hvert ár sem það gerði eitthvað.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 31.12.2008 kl. 15:37

11 Smámynd: Sigurður Rósant

"Ef Guð er til þá getur Hann varla verið fáfróður er það nokkuð? "

Svo má líka ímynda sér að Guð hafi verið til en hafi dáið af ókunnum orsökum fljótlega eftir að hann hætti að fá sér kvöldgöngu í aldingarðinum Eden, forðum daga. Þá er hann hvorki fróður né fáfróður, ik?

Sigurður Rósant, 31.12.2008 kl. 15:55

13 Smámynd: Mofi

Hjalti
Mofi, svo ég endurtaki mig: "Hvar í versunum sem þú vísar í er meira fjallað um "Jerúsalem með öllu tilheryandi"?" Hvar í versunum sem þú vísar í er meira talað um Jerúsalem?

Daníel 9:25 
Know therefore and understand, that from the going forth of the commandment to restore and to build Jerusalem unto the Messiah the Prince shall be seven weeks, and threescore and two weeks: the street shall be built again, and the wall, even in troublous times.

Svo hérna sjáum við Jerúsalem, vegir og varnamúrinn.

Hjalti
Mér sýnist dæmin sem þú vísar á alls ekki fjalla um spádóma, heldur er guð bara að refsa fólki ár fyrir hvern dag sem það gerir eitthvað eða dag fyrir hvert ár sem það gerði eitthvað.

Aðalega dag fyrir ár og síðan nota þá reglu til að skilja spádóma sem fjalla um tíma; sérstaklega þegar raunverulegir dagar eru órökréttir.

Rósant
Svo má líka ímynda sér að Guð hafi verið til en hafi dáið af ókunnum orsökum fljótlega eftir að hann hætti að fá sér kvöldgöngu í aldingarðinum Eden, forðum daga. Þá er hann hvorki fróður né fáfróður, ik?

Guð sem deyr? Ég myndi segja að skilgreining á Guð er að Hann er ódauðlegur. 

Mofi, 31.12.2008 kl. 16:02

14 Smámynd: Mofi

Takk fyrir heimsóknina og kveðjuna Rósa :)    Gleðilegt nýtt ár!

Mofi, 31.12.2008 kl. 16:02

15 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Svo hérna sjáum við Jerúsalem, vegir og varnamúrinn

Mofi, ég var að spyrja um Ezra 7: 21-28. Hvar í þeim versum er talað um þetta allt frekar en í fyrsta kaflanum?

Aðalega dag fyrir ár og síðan nota þá reglu til að skilja spádóma sem fjalla um tíma; sérstaklega þegar raunverulegir dagar eru órökréttir.

En þarna er ekkert sagt um að þetta sé einhver regla sem menn nota þegar menn skilja spádóma. Þetta eru bara einhverjar sérstakar refsingar guðs. Af hverju segirðu að raunverulegir dagar séu órökréttir?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 31.12.2008 kl. 16:11

16 Smámynd: Sigurður Rósant

"Guð sem deyr? Ég myndi segja að skilgreining á Guð er að Hann er ódauðlegur."

Þú ert ótrúlega skammsýnn Mofi. Milljónir Guða hafa dáið síðustu 50 milljónir ára hér í kolli jarðarbúa og margar milljónir Guða deyja hvern dag. Enginn Guð er ódauðlegur. 

Þó svo virðist á þeim dögum sem við lifum að Jahve sé allt að því ódauðlegur, þá verður hann ekki til í kolli þeirra jarðarbúa sem ganga um á þessari jörðu eftir 1 - 2 þúsund ár. Kannski verður hann sem bíltegund eða farsími líkt og gerðist með guð forn Persa sem hét Ahúra Mazda. Mazda kannast enginn við í dag sem nafn á guði, heldur sem bíltegund.

Sigurður Rósant, 1.1.2009 kl. 23:17

17 Smámynd: Mofi

Hjalti
Mofi, ég var að spyrja um Ezra 7: 21-28. Hvar í þeim versum er talað um þetta allt frekar en í fyrsta kaflanum?

Ekki í þeim versum heldur í annari bók er talað um að tilskipun frá Artahsasta sem leyfi til að byggja borgina.

Nehemíabók 2

1 Í nísanmánuði á tuttugasta ríkisári Artahsasta konungs, þá er vín stóð fyrir framan konung, tók ég vínið og rétti að honum, án þess að láta á því bera við hann, hve illa lá á mér.

2 En konungur sagði við mig: "Hví ert þú svo dapur í bragði, þar sem þú ert þó ekki sjúkur? Það hlýtur að liggja illa á þér." Þá varð ég ákaflega hræddur.

3 Og ég sagði við konung: "Konungurinn lifi eilíflega! Hví skyldi ég ekki vera dapur í bragði, þar sem borgin, er geymir grafir forfeðra minna, er í eyði lögð og hlið hennar í eldi brennd?"

4 Þá sagði konungur við mig: "Hvers beiðist þú þá?" Þá gjörði ég bæn mína til Guðs himnanna;

5 síðan mælti ég til konungs: "Ef konungi þóknast svo og ef þú telur þjón þinn til þess færan, þá send mig til Júda, til borgar þeirrar, er geymir grafir forfeðra minna, til þess að ég endurreisi hana."

6 Konungur mælti til mín _ en drottning sat við hlið honum: "Hversu lengi mun ferð þín standa yfir, og hvenær kemur þú aftur?" Og konungi þóknaðist að senda mig, og ég tiltók ákveðinn tíma við hann.

Hjalti
En þarna er ekkert sagt um að þetta sé einhver regla sem menn nota þegar menn skilja spádóma. Þetta eru bara einhverjar sérstakar refsingar guðs. Af hverju segirðu að raunverulegir dagar séu órökréttir?

Mér fannst eins og það væru einhver dæmi þar sem raunverulegir dagar gengu ekki upp en núna er mér ekki að detta í hug nein góð dæmi.  Það má segja að þetta er regla sem er búin til en samt ekki án fordæmis eins og versins sem ég gaf þér sýna.

Rósant
Þú ert ótrúlega skammsýnn Mofi. Milljónir Guða hafa dáið síðustu 50 milljónir ára hér í kolli jarðarbúa og margar milljónir Guða deyja hvern dag. Enginn Guð er ódauðlegur.

Ég myndi segja að sá guð sem deyr getur ekki verið guð eins og ég skil orðið. Guðir flestra trúarbragða eru ódauðlegir þó að margir hverjir hafa dáið í þeim skilningi að fólk hættir að trúa á þá.  

Rósant
Þó svo virðist á þeim dögum sem við lifum að Jahve sé allt að því ódauðlegur, þá verður hann ekki til í kolli þeirra jarðarbúa sem ganga um á þessari jörðu eftir 1 - 2 þúsund ár.

Ekki mjög líkleg spá að mínu mati; fólk hefur trúað á Jahve í mörg þúsund ár og ódauðlegur, eilífur skapari er Guð sem mörg menningar samfélög hafa haft einhverja þekkingu eða trú á.

Rósant
Kannski verður hann sem bíltegund eða farsími líkt og gerðist með guð forn Persa sem hét Ahúra Mazda. Mazda kannast enginn við í dag sem nafn á guði, heldur sem bíltegund.

Jesús er öðru vísi en öll þessi dæmi því að Hann lifði, dó og reis upp frá dauðum meðal manna.   Þessi dæmi sem þú bendir á eiga sér enga stoð í mannkynssögunni. Þær sögur af þeim guðum reyna ekki einu sinni að vera byggðar á raunverulegum atburðum, staðfestar af sjónarvottum.

Mofi, 2.1.2009 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 803245

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband