29.12.2008 | 10:22
Ísrael er ekki lengur útvalin þjóð Guðs
Í Biblíunni þá lesum við um sögu Ísrael og Biblían af afskaplega hreinskilin varðandi þjóðina. Þjóðin var útvalin af Guði en marg oft þá brást þjóðin og leiddist út í alls konar illsku. Svo langt gékk þjóðin að Guð yfirgaf hana og hún var leidd í ánauð til annara þjóða. Þegar fulltrúar þjóðarinnar ákváðu að taka son Guðs af lífi þá var þjóðin formlega búinn að hafna Guði og fagnaðarerindið fór til allra þjóða. Þessi spádómur er hluti af mjög mögnuðum tíma spádómi um Krist sem rættist fyrir tvö þúsund árum. Þeir sem vilja kynna sér þann spádóm geta gert það hérna: Spádómurinn um Föstudaginn Langa
Versin sem tala um að þjóðin hefur ákveðin tíma og hvenær sá tími endar eru þessi:
Daníel 9
20Meðan ég talaði, baðst fyrir og játaði synd mína og synd þjóðar minnar, Ísraels, og bar bæn mína fram fyrir Drottin, Guð minn, fyrir hinu heilaga fjalli hans, 21meðan ég var að biðjast fyrir hóf maðurinn Gabríel sig til flugs en hann hafði ég áður séð í sýninni. Hann kom til mín um kvöldfórnartíma. 22Hann fræddi mig og sagði:
Daníel, hingað er ég kominn til að veita þér glöggan skilning. 23Þegar þú byrjaðir bænir þínar barst orð og ég er hér til að greina þér frá því enda nýtur þú náðar. Hyggðu því að orðinu og öðlastu skilning á sýninni. 24Sjötíu vikur eru útmældar þjóð þinni og hinni heilögu borg þinni þar til mælir misgjörða þinna er fullur og syndirnar afplánaðar, þar til friðþægt verður fyrir ranglætið og eilíft réttlæti kemst á, sýnir spámannanna rætast og hið háheilaga hlýtur smurningu. 25Vita skaltu og skilja að frá því að orð barst um endurreisn og endurbyggingu Jerúsalem, allt til komu hins smurða, líða sjö vikur og á sextíu og tveim vikum verður hún endurreist, torg hennar og síki.
Þessa tilskipun um hvenær Jerúsalem yrði endurreist er að finna í Ezra 7: 21-28 og við vitum að hún var gerð 457 f. Kr. Ef við notum síðan reglu í spádómum sem er eitt ár fyrir einn dag þá komum við til ársins 34 e.kr.
Guð lofaði að yfirgefa aldrei Ísrael en Ísrael marg oft yfirgaf Guð og þegar þjóðin hafnaði syni Guðs Jesú þá var hennar tími útrunninn. Það þýðir ekki að gyðingar geti ekki fengið velþóknun Guðs, alls ekki. Þeir aðeins fá hana alveg eins og allir aðrir menn, í gegnum Krist.
Þetta þýðir ekki að ég er á móti Ísrael, alls ekki. Ég aðeins sé Ísrael sem ákveðna þjóð sem er ekkert rétthærri en aðrar þjóðir. Hún hefur t.d. fullan rétt á því að verjast gagnvart árásum óvina eins og Hamas. Þessi frétt aftur á móti sýnir að þarna virðist hafa verið um ofríki og illsku að ræða af hálfu Ísraels.
Maður vonar að þeir sjái að sér og sömuleiðis að þetta verður ekki kveikjan að meira gyðinga hatri því bæði er slæmt.
Þeir sem vilja kynna sér fleiri Biblíulegar ástæður fyrir því að Ísrael er ekki lengur þessa útvalda þjóð Guðs geta hlustað á fyrirlestur hérna: http://www.hopevideo.com/david_asscherick.htm - fyrirlesturinn heitir Who is Israel
Árásir halda áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll og blessaður
Það voru Rómverjar sem dæmdu Jesú til dauða að ósk Gyðinga. Hann var nelgdur á kross sem var aðferð Rómverja en Gyðingar notuðu staur þegar þeir notuðu þessa aðferð til að deyða menn.
Ég trúi því að Ísrael sé útvalin þjóð Guðs en flestir Gyðingar eru ekki kristinnar trúar og bíða eftir Messíasi.
Enginn er spámaður í sínu föðurlandi og þannig varð það með Jesú Krist. Er þetta ekki sonur Jósefs? Hefðum við ekki bara brugðist eins við ef Jesús hefði fæðst hér á Íslandi?????
Vertu Guði falinn
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.12.2008 kl. 12:38
En af hverju trúir þú því Rósa? Hlustaðir þú á fyrirlesturinn sem ég benti á? Ég sé síðan engin mótrök frá þér varðandi þau rök sem ég kom með, af hverju?
Kveðja,
Halldór
Mofi, 29.12.2008 kl. 12:51
Og hvers vegna tekurðu ekki tilskipunina í fyrsta kaflanum gilda?
Og hvar stendur að þessi regla gildi alls staðar?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 29.12.2008 kl. 16:12
Sæll Mofi.
Ert þú að segja að uppfylling spádómanna viðvíkjandi Ísrael hafi verið lokið í Kristi ? Eða ef ég má orða það svona : Að áætlun Guðs varðandi hinn náttúrulega Ísrael hafi lokið með dauða og upprisu Jesú Krists ?
Kristinn Ásgrímsson, 29.12.2008 kl. 22:03
Af því að hún fjallar um hús Guðs eða musterið en ekki endurreisa Jerúsalem með öllu tilheyrandi.
Stendur líklegast hvergi, aðeins regla sem maður sér fordæmi fyrir og ef maður túlkar tíma spádóma svona þá... meika þeir sens.
Ekki lokið en Jesús og lærisveinarnir fullyrtu að spádómar sem virðast vera um Ísrael voru uppfylltir í Jesú. T.d. þegar við horfum á líf Krists að þá fer Hann til Egyptalands eins og Ísrael og síðan kallaður þaðan, alveg eins og Ísrael. Hann fer í eyðimörkina til að vera freistað í 40 daga sem bergmálar 40 árin sem þjóðin var í eyðimörkinni og miklu fleira mætti týna til en það er ýtarlega fjallað um það í fyrirlestrinum sem ég benti á.
Skoðum t.d. orð Krist um þessi mál:
Jesús segir hérna að Guðs ríki verður gefið frá gyðingum til allra þjóða, öllum sem trúa. Hérna er annar staður þar sem endalok Ísraels sem sérstakrar þjóðar Guðs kemur fram:
Þetta er ekkert gyðinga hatur eða að gyðingar komast ekki til eilífs lífs, þeir komast þangað en á sama hátt og allir aðrir menn; með því að iðrast og setja traust sitt á Jesú. Þannig að spádómar þar sem lofað er að Guð muni laga allt fyrir Ísrael tel ég eiga við kirkju Krists við endurkomuna; ekki þetta veraldlega Ísrael í dag sem hafnar Jesú og hegðar sér oft alveg hræðilega.
Mofi, 30.12.2008 kl. 11:38
Ég er sammála þér Mofi þegar þú segir:
ekki þetta veraldlega Ísrael í dag sem hafnar Jesú og hegðar sér oft alveg hræðilega.
Það sem kristið fólk í dag segir um Ísrael nútímans og kallar Gyðinga m,a,, fólk Guðs,, Guðs útvalda þjóð,, o,s,fr, vil ég meina að komi illa niður á kristninni.
Hvers á Kristin trú að gjalda þegar venjulegt fólk sem er ekki vel að sér í Kristnum fræðum heyrir það og grípur á lofti að Gyðingar í dag séu,,Guðs útvalda þjóð,, þrátt fyrir oft á tíðum ruddalega hegðun Gyðinga og framkomu gagnvart klikkuðum nágrönnum sínum.
Af hverju eru Kristnir menn dolfallnir og hugfangnir af Gyðingdómi nútímans þegar hámark 1- 2% Gyðinga viðurkenna Krist, afgangur Gyðinga vill ekkert með Krist og hans kenningar hafa ?
Hvers vegna tekur fólk, kristið fólk, ekkert mark á orðum frelsarans þegar hann margoft kemur að því að hlutverki Ísraels sé lokið?
Birgirsm, 30.12.2008 kl. 13:56
Hvar í versunum sem þú vísar í er meira fjallað um "Jerúsalem með öllu tilheryandi"? Ég hélt síðan að musterið væri aðalatriðið, erfitt að segja að það sé ekki veirð að endurreisa Jerúsalem ef það er byrjað að endurreisa musterið.
Þannig að ekkert í textanum sjálfum bendir til þess að um ár sé að ræða? Þú velur það bara af því að þér finnst niðurstaðan þá passa betur við skoðanir þínar? Merkileg aðferðafræði.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 30.12.2008 kl. 21:25
Það má vel vera að Ísrael hafi verið í kolli margra Gyðinga og Gyðing-Kristinna útvalin þjóð til að valda endalausum vandræðum meðal annarra þjóða þessa heims - eða til að gegna sérstöku hlutverki Guðs eins og trúaðir orða það.
En slíkur Guð er auðvitað ekkert annað en hugarfóstur Hebrea og annarra nágranna-araba sem sjá Guð í hverju því sem hrærist í smá vindhviðu eða straumiðu vatnslindar.
Guð (ef hann er til) er alveg saklaus af öllum þessum skröksögum og hefur sennilega ekki hugmynd um hvað þessi eina dýrategund jarðarinnar sem telur sig skapaða í Guðs mynd, er að bulla um hans hugsanagang.
En gleðjumst yfir gæfu arðræningjanna og vonum að sakleysingjarnir sleppi undan afleiðingum gjörða þeirra.
Sigurður Rósant, 31.12.2008 kl. 00:29
BirgirSM, takk fyrir gott innlegg. Mjög góður punktur að þegar kristnir láta eins og gyðingar eru fólk Guðs þá lætur það Guð og kristna líta mjög illa út þegar gyðingar hegða sér eins og þeir eru að gera þessa dagana.
Talað um Jerúsalem og skipun um að byggja musterið passar þá ekki við.
Þetta er regla sem við sjáum í Biblíunni og þegar sú regla hjálpar til að skilja tíma spádóma þá lít ég á það sem rökrétta leið til að skilja þá.
Ef Guð er til þá getur Hann varla verið fáfróður er það nokkuð?
Mofi, 31.12.2008 kl. 15:14
Mofi, svo ég endurtaki mig: "Hvar í versunum sem þú vísar í er meira fjallað um "Jerúsalem með öllu tilheryandi"?" Hvar í versunum sem þú vísar í er meira talað um Jerúsalem?
Mér sýnist dæmin sem þú vísar á alls ekki fjalla um spádóma, heldur er guð bara að refsa fólki ár fyrir hvern dag sem það gerir eitthvað eða dag fyrir hvert ár sem það gerði eitthvað.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 31.12.2008 kl. 15:37
"Ef Guð er til þá getur Hann varla verið fáfróður er það nokkuð? "
Svo má líka ímynda sér að Guð hafi verið til en hafi dáið af ókunnum orsökum fljótlega eftir að hann hætti að fá sér kvöldgöngu í aldingarðinum Eden, forðum daga. Þá er hann hvorki fróður né fáfróður, ik?
Sigurður Rósant, 31.12.2008 kl. 15:55
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Rósa Aðalsteinsdóttir, 31.12.2008 kl. 15:58
Svo hérna sjáum við Jerúsalem, vegir og varnamúrinn.
Aðalega dag fyrir ár og síðan nota þá reglu til að skilja spádóma sem fjalla um tíma; sérstaklega þegar raunverulegir dagar eru órökréttir.
Guð sem deyr? Ég myndi segja að skilgreining á Guð er að Hann er ódauðlegur.
Mofi, 31.12.2008 kl. 16:02
Takk fyrir heimsóknina og kveðjuna Rósa :) Gleðilegt nýtt ár!
Mofi, 31.12.2008 kl. 16:02
Mofi, ég var að spyrja um Ezra 7: 21-28. Hvar í þeim versum er talað um þetta allt frekar en í fyrsta kaflanum?
En þarna er ekkert sagt um að þetta sé einhver regla sem menn nota þegar menn skilja spádóma. Þetta eru bara einhverjar sérstakar refsingar guðs. Af hverju segirðu að raunverulegir dagar séu órökréttir?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 31.12.2008 kl. 16:11
"Guð sem deyr? Ég myndi segja að skilgreining á Guð er að Hann er ódauðlegur."
Þú ert ótrúlega skammsýnn Mofi. Milljónir Guða hafa dáið síðustu 50 milljónir ára hér í kolli jarðarbúa og margar milljónir Guða deyja hvern dag. Enginn Guð er ódauðlegur.
Þó svo virðist á þeim dögum sem við lifum að Jahve sé allt að því ódauðlegur, þá verður hann ekki til í kolli þeirra jarðarbúa sem ganga um á þessari jörðu eftir 1 - 2 þúsund ár. Kannski verður hann sem bíltegund eða farsími líkt og gerðist með guð forn Persa sem hét Ahúra Mazda. Mazda kannast enginn við í dag sem nafn á guði, heldur sem bíltegund.
Sigurður Rósant, 1.1.2009 kl. 23:17
Ekki í þeim versum heldur í annari bók er talað um að tilskipun frá Artahsasta sem leyfi til að byggja borgina.
Mér fannst eins og það væru einhver dæmi þar sem raunverulegir dagar gengu ekki upp en núna er mér ekki að detta í hug nein góð dæmi. Það má segja að þetta er regla sem er búin til en samt ekki án fordæmis eins og versins sem ég gaf þér sýna.
Ég myndi segja að sá guð sem deyr getur ekki verið guð eins og ég skil orðið. Guðir flestra trúarbragða eru ódauðlegir þó að margir hverjir hafa dáið í þeim skilningi að fólk hættir að trúa á þá.
Ekki mjög líkleg spá að mínu mati; fólk hefur trúað á Jahve í mörg þúsund ár og ódauðlegur, eilífur skapari er Guð sem mörg menningar samfélög hafa haft einhverja þekkingu eða trú á.
Jesús er öðru vísi en öll þessi dæmi því að Hann lifði, dó og reis upp frá dauðum meðal manna. Þessi dæmi sem þú bendir á eiga sér enga stoð í mannkynssögunni. Þær sögur af þeim guðum reyna ekki einu sinni að vera byggðar á raunverulegum atburðum, staðfestar af sjónarvottum.
Mofi, 2.1.2009 kl. 17:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.