Spádómur um araba sem rættist á jólunum

Þótt að mér finnist leiðinlegt þetta jólasveina dæmi á jólunum þá átti þessi prestur ekkert með það að gera að vera að segja börnunum þetta. Leyfa foreldrum að ráða slíku.

Mig langar aftur á móti að benda á spádóm sem rættist á jólunum. Líklegast ekki í desember þar sem flestir eru sammála um það að Jesús fæddist ekki í desember þó að enginn veit slíkt fyrir víst. En spámaðurinn Jesaja spáði fyrir um að arabar kæmu til Ísraels, færandi gull og reykelsi og lofa Drottinn og ég trúi að það rættist á jólunum þegar vitringarnir komu til að lofa fæðingu frelsarans.

Hérna er textinn í Jesaja:

Jesaja 60:6wisemen2
Aragrúi úlfalda mun þekja land þitt,
drómedarar frá Midían og Efa
og allir, sem koma frá Saba,
færa þér gull og reykelsi
og flytja Drottni lof. 

Hérna er síðan textinn í Matteusi

Matteusarguðspjall 2
1Þegar Jesús var fæddur í Betlehem í Júdeu á dögum Heródesar konungs komu vitringar frá Austurlöndum til Jerúsalem 2og sögðu: „Hvar er hinn nýfæddi konungur Gyðinga? Við sáum stjörnu hans renna upp og erum komnir að veita honum lotningu.“
3Þegar Heródes heyrði þetta varð hann skelkaður og öll Jerúsalem með honum. 4Og hann stefndi saman öllum æðstu prestum og fræðimönnum og spurði þá: „Hvar á Kristur að fæðast?“
5Þeir svöruðu honum: „Í Betlehem í Júdeu. En þannig er ritað hjá spámanninum:
6Þú Betlehem, í landi Júda,
ekki ert þú síst meðal hefðarborga Júda.
Því að höfðingi mun frá þér koma
sem verður hirðir lýðs míns, Ísraels.“
7Þá kallaði Heródes vitringana til sín á laun og grófst eftir því hjá þeim hvenær stjarnan hefði birst. 8Hann sendi þá síðan til Betlehem og sagði: „Farið og spyrjist vandlega fyrir um barnið og er þið finnið það látið mig vita til þess að ég geti einnig komið og veitt því lotningu.“
9Þeir hlýddu á konung og fóru. Og stjarnan, sem þeir sáu austur þar, fór fyrir þeim uns hana bar þar yfir sem barnið var. 10Þegar þeir sáu stjörnuna glöddust þeir harla mjög, 11þeir gengu inn í húsið og sáu barnið og Maríu, móður þess, féllu fram og veittu því lotningu. Síðan luku þeir upp fjárhirslum sínum og færðu því gjafir, gull, reykelsi og myrru.
12En þar sem þeir fengu bendingu í draumi að snúa ekki aftur til Heródesar fóru þeir aðra leið heim í land sitt. 

Það er svo sem ágætis Biblíu stúdering að komast að því að um er að ræða araba þegar talað er um börn Midían og fólk frá austri en ég ætla að leyfa mér að leyfa ykkur aðeins að treysta mér varðandi það. 

Jesaja heldur síðan áfram í næsta kafla að tala um það sem frelsarinn mun gera:

Jesaja 61
1Andi Drottins er yfir mér
því að Drottinn hefur smurt mig.
Hann hefur sent mig til að flytja fátækum gleðilegan boðskap,
til að græða þá sem hafa sundurmarin hjörtu,
boða föngum lausn
og fjötruðum frelsi,
2til að boða náðarár Drottins
og hefndardag Guðs vors,
til að hugga þá sem hryggir eru
3og setja höfuðdjásn í stað ösku
á syrgjendur í Síon,
fagnaðarolíu í stað sorgarklæða,
skartklæði í stað hugleysis.
Þeir verða nefndir réttlætiseikur, garður Drottins sem birtir dýrð hans. 

Jesús síðan fullyrðir að þessi texti í Jesja væri uppfylltur af Honum en við lesum um það í Lúkasi:

Lúkasarguðspjall 4reading_in_temple
14En Jesús sneri aftur til Galíleu fylltur krafti andans og fóru fregnir af honum um allt nágrennið. 15Hann kenndi í samkundum þeirra og lofuðu hann allir.
16Jesús kom til Nasaret, þar sem hann var alinn upp, og fór að vanda sínum á hvíldardegi í samkunduna og stóð upp til að lesa. 17Var honum fengin bók Jesaja spámanns. Hann lauk upp bókinni og fann staðinn þar sem ritað er:
18Andi Drottins er yfir mér
af því að hann hefur smurt mig.
Hann hefur sent mig til að flytja fátækum gleðilegan boðskap,
boða bandingjum lausn
og blindum sýn,
láta þjáða lausa
19og kunngjöra náðarár Drottins.
20Síðan lukti Jesús aftur bókinni, fékk hana þjóninum og settist niður en augu allra í samkundunni hvíldu á honum. 21Hann tók þá að tala til þeirra: „Í dag hefur ræst þessi ritning í áheyrn yðar.“ 

 

Sumir hverjir sem tengdu við þessa frétt voru mjög fullyrðinga glaðir varðandi söguna um fæðingu frelsarans en þeir sem halda slíkt vil ég benda á þetta hérna: Ástæður til að treysta Nýja Testamentinu , Handrit Nýja Testamentisins og Er vitnisburður Nýja Testamentisins trúverðugur? 

 

Vil enda þetta með því að óska öllum gleðilegra jóla! 


mbl.is Heiðarlegur prestur „eyðilagði jólin fyrir börnunum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mama G

Gleðileg jól

Mama G, 24.12.2008 kl. 16:08

2 identicon

Jólasveinar leiðinlegir fyrir þig.... en Jesú er bara jólasveinn líka, jólasveinn fyrir fullorðna.

Gleðileg jól

DoctorE (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 16:48

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Sæll og blessaður

Það væri miklu heiðarlegra að segja börnunum strax að þetta sé þjóðsaga og grín. Börnin myndu alveg una því og gleðjast samt. Leitt þegar þau komast að því9 síðar að mamma og pabbi sögðu ekki satt. Guði sé lof fyrir foreldra sem sögðu mér satt.

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa



Christian Glitter by www.christianglitter.com


Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.12.2008 kl. 01:48

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Guð gefi þér og þínum Gleðileg Jól og farsælt komandi ár.

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.12.2008 kl. 01:49

5 identicon

Í guðanna bænum Rósa, hlífðu okkur við svona spammi

Kristmann (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 18:54

6 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Haukur, Þeir sem rituðu Gamla Testamentið biðu lengi eftir að spádómarnir rættust. Ritunartími höfunda G.T. spannar mörg hundruð ár. Jesaja Amozson er tímasettur c.a. 700f.k. Það hefði verið erfitt að ætla að vísvitandi að framkalla spádóm um komu frelsarans og fórnardauða hans. Einhver hefði þurft að taka að sér að drepast til þess að þvinga það fram og það án þess að hafa raunverulega von um eilíft líf þar að baki. Já, mikið hefði verið á sig lagt.

Því þykir mér það afar ólíklegt að Jesú hafi verið slíkur maður, sem lifði vísvitandi lífi sínu til þess að uppfylla spádómana og lét síðan drepa sig með sama hætti og spádómur Jesaja kveður á um (hvernig sem hann átti að fyrirskipa það). Hversu göfugt sem það er að deyja fyrir góðan málstað, getur verið erfiðara ef maður bæði veit að í því er fólgin mikil þjáning í langan tíma og ef það felur ekki í sér neina von eða fullvissu um eilíft líf þegar yfir líkur.

Kristur kom í heiminn til þess að uppfylla spádómana, en hann stjórnaði þar engu um framgang mála, heldur rættust þeir vegna þess að þetta var fyrirætlan Guðs til þess að Kristur sonur Guðs myndi bera syndir alls heimsins með sér á krossinn. Þar með yrðum við mannfólkið sætt við hann þrátt fyrir okkar röngu og kærleikslausu hugsanir og gjörðir. 

Kristmann. Er þetta ekki bloggsíðan hans Mófí? Væri þá ekki réttast að þú slepptir því bara að líta inn á hana, ef þú finnur þig svona varnarlausan gagnvart svona hræðilegu spami? 

Bryndís Böðvarsdóttir, 29.12.2008 kl. 02:13

7 Smámynd: Mofi

DoctorE
Jólasveinar leiðinlegir fyrir þig.... en Jesú er bara jólasveinn líka, jólasveinn fyrir fullorðna.

DoctorE, ef þú hættir ekki að koma með skítkast eða guðlast þá neyðist ég til að setja þig í bann.

Rósa
Það væri miklu heiðarlegra að segja börnunum strax að þetta sé þjóðsaga og grín. Börnin myndu alveg una því og gleðjast samt. Leitt þegar þau komast að því9 síðar að mamma og pabbi sögðu ekki satt. Guði sé lof fyrir foreldra sem sögðu mér satt.

Sammála Rósa. Það getur ekki verið sniðugt að blekkja börn í mörg ár og síðan koma fram og útskýra að um lygar er að ræða. 

Haukur
Gleðileg jól. En mundu þó að þeir sem sömdu nýja testamenntið voru lesandi það gamla. Og er það raunin með flesta "spádómana" sem rættust.

Maður getur auðvitað alltaf ályktað að höfundar Nýja Testamentisins voru lygara; ég get það aftur á móti ekki.  Hefurðu lesið það með opnum huga?

Takk Bryndís fyrir vel útfært innlegg; mjög góðir punktar. 

Mofi, 29.12.2008 kl. 11:06

8 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Jesaja 60:6 
Aragrúi úlfalda mun þekja land þitt,
drómedarar frá Midían og Efa
og allir, sem koma frá Saba,
færa þér gull og reykelsi
og flytja Drottni lof.

Mofi, hverju er eiginlega verið að spá þarna? Passar það við fæðingarfrásögnina að þarna hafi verið "aragrúi úlfalda" og að "allir sem komu frá Saba" færðu gull og reykelsi.

Og hver heldurðu að "þú" sé í þessum versum? Jesús?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 29.12.2008 kl. 16:08

9 Smámynd: Mofi

Það er tekið fram að þeir komu á úlföldum, þótt að ein frásögnin talar ekki um fjölda þeirra þá getur það alveg passað.

Varðandi við hvern er verið að tala þá sé ég ekki betur en það er verið að tala við Ísrael.

Mofi, 30.12.2008 kl. 13:06

10 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Varðandi við hvern er verið að tala þá sé ég ekki betur en það er verið að tala við Ísrael.

Það er reyndar verið að tala um Jerúsalem. En hvernig í ósköpunum er tal um að aragrúi af úlföldum (heldurðu virkilega að úlfaldarnir sem voru með vitringunum hafi "þakið landið") færi Jerúsalem/Ísrael helling af gjöfum, spádómur um Jesú?

Hefurðu lesið kaflann?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 30.12.2008 kl. 21:01

11 Smámynd: Sigurður Rósant

Mofi - "og ég trúi að það rættist á jólunum þegar vitringarnir komu til að lofa fæðingu frelsarans."

Já, þú lifir enn í villu og svíma út frá þessum skrumskældu frásögnum. Sannleikurinn er hins vegar sá að hér var ekki um neina "vitringa" að ræða eins og við skiljum það hugtak í dag. Hér voru á ferðinni seiðkarlar og stjörnuspámenn (ekki stjörnufræðingar). Reykelsi og myrra benda til þess að þeir hafi verið jurta-kuklarar sem reyndu alls kyns lækningar á fólki (M.a. svæfðu þeir Jesú á krossinum og endurlífguðu í skjóli launvina Jesú)

Það er hins vegar rangt af foreldrum að halda þessum skröksögum að börnum sínum eins og sögum af Grílu, Leppalúða og jólasveinunum. En, við verðum bara að ljúga að börnum okkar til að fá þau til að hlýða. Það gera allir, trúaðir sem trúlausir.

Gleðjumst áfram um hátíðirnar.

Sigurður Rósant, 30.12.2008 kl. 23:50

12 Smámynd: Mofi

Hjalti
Það er reyndar verið að tala um Jerúsalem. En hvernig í ósköpunum er tal um að aragrúi af úlföldum (heldurðu virkilega að úlfaldarnir sem voru með vitringunum hafi "þakið landið") færi Jerúsalem/Ísrael helling af gjöfum, spádómur um Jesú?

Mönnum hefur getað fundist það ef um var að ræða hóp af einhverjum tugum, kannski hundruðum manni. Þótt að það er aðeins talað um vitringana þá er rökrétt að álykta að þeim hafa fylgt fólk; hvort sem um var að ræða vinnumenn eða fjölskyldu.

Lærisveinarnir láta spádóma sem voru fyrir Ísrael rætast í Kristi og ástæðan virðist vera að Ísrael átti að uppfylla þá en brást svo þeir uppfylltust í Jesú í staðinn.

Rósant
Já, þú lifir enn í villu og svíma út frá þessum skrumskældu frásögnum.

En þín frásögn er ekki einu sinni til í neinum heimildum, virðist bara vera uppspunnin heima hjá þér.  Er einhver djúp löngun hjá þér að mannkynið hefur enga von um líf?

Mofi, 31.12.2008 kl. 15:28

13 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mofi, hefurðu lesið kaflann þar sem þennan spádóm er að finna?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 31.12.2008 kl. 15:38

14 Smámynd: Mofi

Mofi, 31.12.2008 kl. 15:58

15 Smámynd: Sigurður Rósant

"Er einhver djúp löngun hjá þér að mannkynið hefur enga von um líf"

Ég reikna með að ég nái ekki til alls mannkynsins með þessum athugasemdum mínum, en þær örfáu saklausu sálir sem kynnu að vera ginnkeyptar fyrir þessu sem þú kallar "von um líf", átta sig kannski á að  hér er um falsvon að ræða en ekki von byggða á sönnum vitnisburði.

Mín skoðun eða skýring á svokölluðum "vitringum" er studd almennri og viðurkenndri vitneskju um þá sem einnig eru kallaðir "stjörnuspámenn" í Daníelsbók eins og við vitum báðir mæta vel. Mín skýring á svæfingu Jesú á krossinum er einfaldlega mjög líkleg skýring á svokallaðri "upprisu Jesú Krists", en hún er samt ekki upprunalega frá mér.

Sigurður Rósant, 1.1.2009 kl. 17:23

16 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Haukur ísleifsson:

Kæra Bryndís.

Kemur þér ekki til hugar eitt augnablik að kanski sé ekki allt nákvæmlega sögulegt í sögunni um Ésú. Kanski hafi sögunni verið hagrætt oggu ponsu lítið til að hún passaði betur við spádómana.

Svar:

Það er of margt sem mælir gegn því: Sannfæringarkraftur sögumanna. Hin munnlega geymd og hvernig hún birtist í 4 ólíkum en auð-samræmanlegum guðspjöllum. Miklar ofsóknir á hendur hinum Kristnu. Hví þá að vera boða eitthvað sem ekki var full sannfæring fyrir. Menn vitnuðu um þá dygð að láta lífið fyrir trúna og deyja píslardauða, fremur en að vinna trúnni og sannfæringu sinni mein. Menn fórnuðu öllu fyrir hinn sanna boðskap. Það hefði enginn gert nema sá sem var fullviss um að það sem hann trúði væri satt. 

Það er því hæpið að ætla að væna sögumenn Ritningarinnar um lygi. Eini maðurinn sem ekki dó píslardauða af guðspjallamönnunum 4 var Jóhannes, en hann var hinsvegar sendur í útlegð á eyjuna Patmos (sem hefur varla verið vænlegur kostur). Já fyrst þeir voru bara að gabba þetta allt saman, hví þá ekki bara að slá þessu í kæruleysi og segja: Ég afneita trú minni...?

Bryndís Böðvarsdóttir, 2.1.2009 kl. 02:29

17 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mofi, þú áttar þig þá á því að spádómurinn fjallar um að Jerúsalem verði svakaleg borg sem á að njóta hylli alls heimsins?

Þegar þú skrifar þetta: "Lærisveinarnir láta spádóma sem voru fyrir Ísrael rætast í Kristi." Þá viðurkennirðu að spádómurinn rættist ekki. Hann var um Ísrael/Jerúsalem.

Bryndís:

Það er of margt sem mælir gegn því: Sannfæringarkraftur sögumanna.

Hvernig mælir "sannfæringarkraftur sögumanna" gegn því að þeir hafi hagrætt sögunum (sem þeir gerðu auðvitað, hérna er frábært dæmi)

Hin munnlega geymd og hvernig hún birtist í 4 ólíkum en auð-samræmanlegum guðspjöllum.

Hvernig styður það að eitthvað fólk var að segja sögur um Jesú ("munnleg geymd) þetta?

Síðan eru guðspjöllin ekki "auðsamræmanleg". Reyndu t.d. að samræma frásagnirnar af dauða Jesú, upprisu og birtingar.

Miklar ofsóknir á hendur hinum Kristnu.

Hagræðir fólk sem er ofsótt ekki sögum?

Hví þá að vera boða eitthvað sem ekki var full sannfæring fyrir.

Hver segir að höfundar guðspjallanna hafi ekki verið sannfærðir um að kristni væri sönn?

Það hefði enginn gert nema sá sem var fullviss um að það sem hann trúði væri satt. 

Nei, það gera það líkleg mjög fáir nema þeir trúi því að það sem þeir trúa sé satt.

Það er því hæpið að ætla að væna sögumenn Ritningarinnar um lygi. Eini maðurinn sem ekki dó píslardauða af guðspjallamönnunum 4 var Jóhannes, en hann var hinsvegar sendur í útlegð á eyjuna Patmos (sem hefur varla verið vænlegur kostur).

Og hvaða heimildir hefurðu fyrir þessu? Og koma bara með tilvísun í einhvern trúvarnarmann sem endurtekur þessa þvælu. Hvaða frumheimildir hefurðu?

Síðan eru höfundar guðspjallanna óþekktir. Það er t.d. öruggt að höfundur Mt var ekki sjónarvottur, enda notaðist hann við Mk og það er út í hött að halda að sjónarvottur noti ritaðar heimildir eftir einhvern annan til að segja frá því sem hann sá.

 Já fyrst þeir voru bara að gabba þetta allt saman, hví þá ekki bara að slá þessu í kæruleysi og segja: Ég afneita trú minni...?

Það hefur enginn sagt að þeir hafi ekki verið kristnir.

En samt veistu ekki hvort eitthvað kristið fólk hafi ekki öksrað "Ég er ekki kristinn", en hafi þrátt fyrir það verið teknir af lífi

Hjalti Rúnar Ómarsson, 2.1.2009 kl. 03:07

18 identicon

Bryndís:

Menn fórnuðu öllu fyrir hinn sanna boðskap. Það hefði enginn gert nema sá sem var fullviss um að það sem hann trúði væri satt.

Því miður Bryndís þá hefur trú fólks ekkert með sannleika að gera.  Ekkert verður satt af því að einhver trúir því svo heitt, varstu búin að heyra um t.d. þetta:

http://en.wikipedia.org/wiki/Heaven%27s_Gate_(cult)

?

sth (IP-tala skráð) 2.1.2009 kl. 03:22

19 Smámynd: Mofi

Rósant
Ég reikna með að ég nái ekki til alls mannkynsins með þessum athugasemdum mínum, en þær örfáu saklausu sálir sem kynnu að vera ginnkeyptar fyrir þessu sem þú kallar "von um líf", átta sig kannski á að  hér er um falsvon að ræða en ekki von byggða á sönnum vitnisburði.

Þú setur fram atburðarás sem engar heimildir eru fyrir sem eitthvað áreiðanlegra?  Þínar röksemdir virðast síðan aðeins vera knúnar af andúð á boðskapi Biblíunnar og þeirri von sem hún bíður og ég er forvitinn að vita af hverju þessi andúð.  Nokkrar spurningar:

  • Ertu svona handviss um að þessi von er falsvon?
  • Er eitthvað slæmt að lifa lífinu með von?
  • Ef hún er falsvon þá kemstu aldrei að því; finnst þér eitthvað skaðlegt að trúa að það er von að dauðinn er ekki endalokin?
Rósant
Mín skoðun eða skýring á svokölluðum "vitringum" er studd almennri og viðurkenndri vitneskju um þá sem einnig eru kallaðir "stjörnuspámenn" í Daníelsbók eins og við vitum báðir mæta vel. Mín skýring á svæfingu Jesú á krossinum er einfaldlega mjög líkleg skýring á svokallaðri "upprisu Jesú Krists", en hún er samt ekki upprunalega frá mér.

Hvaða orð sem lýsir þessum mönnum best tel ég ekki skipta neinu voðalega miklu máli.  Skýringin á upprisu með svæfingu hljómar frekar eins og afsökun til að hafna von um líf og frekar kjánalegt að fara í þá stöðu að mínu mati.

Mofi, 2.1.2009 kl. 16:36

20 Smámynd: Mofi

Hjalti
Þegar þú skrifar þetta: "Lærisveinarnir láta spádóma sem voru fyrir Ísrael rætast í Kristi." Þá viðurkennirðu að spádómurinn rættist ekki. Hann var um Ísrael/Jerúsalem.

Óbeint því að spádómurinn rættist í Kristi. Spádómar eru svona mjög mikið til í táknmyndum og sömuleiðis eru skilyrði fyrir að sumir rætist. Gyðingar gerðu margt sem lét þá ekki uppfylla skilyrði sumra spádóma og þar af leiðandi rættust þeir ekki.   Ég hef svo sem ekki kynnt mér þetta efni mjög vel svo mér líður dáldið eins og ég er á hálu svelli en vonandi skýrist þetta fyrir mér.

Hjalti
Hagræðir fólk sem er ofsótt ekki sögum?

Fólk almennt virðist hagræða sögum en í þessu tilfelli þá vissi þetta fólk að lygavarar eru Guði andstygð og að lygarar eiga sitt hlutskipti í eldhafinu svo þetta fólk hafði mjög góða ástæðu til að grípa ekki til lyga.

sth
Því miður Bryndís þá hefur trú fólks ekkert með sannleika að gera.  Ekkert verður satt af því að einhver trúir því svo heitt, varstu búin að heyra um t.d. þetta:

Það sem þetta sýnir er að þetta fólk var mjög sannfært um sína trú. Munurinn á t.d. heavens gate og fleirum er að þarna var um að ræða fólk sem voru sjónarvottar. Þeirra trú var ekki byggð á fullyrðingum einhvers manns eins og heavens gate heldur á þeirra eigin upplifun á ákveðnum atburðum.

Mofi, 2.1.2009 kl. 16:43

21 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Óbeint því að spádómurinn rættist í Kristi.

Nei, hann rættist ekki í Kristi. Hann var ekki um hann! Svo fjallaði spádómurinn ekki um að einhverjir nokkrir menn frá útlöndum kæmu með gjafir.

Fólk almennt virðist hagræða sögum en í þessu tilfelli þá vissi þetta fólk að lygavarar eru Guði andstygð og að lygarar eiga sitt hlutskipti í eldhafinu svo þetta fólk hafði mjög góða ástæðu til að grípa ekki til lyga.

Þetta eru bara staðlausar getgátur Mofi. Þú hefur ekki hugmnyd hvort að höfundarnir hafi talið sig vera að gera eitthvað slæmt þegar þeir samræmdu frásagnirnar einhverjum köflum úr Gt.

Munurinn á t.d. heavens gate og fleirum er að þarna var um að ræða fólk sem voru sjónarvottar. Þeirra trú var ekki byggð á fullyrðingum einhvers manns eins og heavens gate heldur á þeirra eigin upplifun á ákveðnum atburðum.

Hverjir voru sjónarvottar?

En betra dæmi væru þá mormónar, sem voru ofsóttir og sumir þeirra sögðust hafa séð gulltöflurnar hans Jósefs Smiths.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 2.1.2009 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband