Þú skalt ekki dæma!

Ein af vinsælustu Biblíuversum sem menn vitna í eru þessi orð Krists:

Matteusarguðspjall 7
1Dæmið ekki svo að þér verðið ekki dæmd. 2Því að með þeim dómi, sem þér dæmið, munuð þér dæmd verða og með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður mælt verða. 3Hví sér þú flísina í auga bróður þíns en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu?

En er Jesús hér að segja að við megum ekki dæma vond verk? Mega kristnir ekki segja að eitthvað er rangt?  Þegar Jóhannes skýrari starfaði þá gagnrýndi hann einn valdamesta mann hans tíma fyrir að drýgja hór. Þegar postularnir fóru og boðuðu þá sögðu þeir við valdamenn gyðinga að þeir hefðu myrt son Guðs. 

Hljómar eins og þeir hafi skilið að þeirra hlutverk væri að benda á vond verk og ég trúi að það var þeirra hlutverk og er hlutverk kristna í dag.  Að vera ljós í þessum heimi er að benda á vond verk og hvetja fólk til að iðrast og gera gott í staðinn fyrir illt.

Auðvitað var Jesú ekki þarna að segja að sínir fylgjendur mættu ekki gagnrýna eða dæma!  Það sem þessi breski maður gerði var eins rangt og rangt getur orðið. Svona sjálfselska og illska er algjör viðbjóður sem ber að fordæma og skylda að reiðast yfir svona illsku.

Þeir sem vilja skilja hvað Jesú var virkilega að meina þarna geta lesið orðin í samhengi og velt þeim fyrir sér. Þau sannarlega eru alveg mögnuð og ég trúi því að börn Guðs muni þekkja raust þeirra meistara þegar þau lesa þessi orð:

Matteusarguðspjall 7
1Dæmið ekki svo að þér verðið ekki dæmd. 2Því að með þeim dómi, sem þér dæmið, munuð þér dæmd verða og með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður mælt verða. 3Hví sér þú flísina í auga bróður þíns en tekur ekki eftir bjálkanum í auga þínu? 4Eða hvernig fær þú sagt við bróður þinn: Lát mig draga flísina úr auga þér? Og þó er bjálki í auga þínu. 5Hræsnari, drag fyrst bjálkann úr auga þér og þá sérðu glöggt til að draga flísina úr auga bróður þíns.
6Gefið ekki hundum það sem heilagt er og kastið eigi perlum yðar fyrir svín. Þau mundu troða þær undir fótum og þeir snúa sér við og rífa yður í sig.

Biðjið, leitið

7Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða. 8Því að hver sá öðlast sem biður, sá finnur sem leitar, og fyrir þeim sem á knýr mun upp lokið verða. 9Eða hver er sá maður meðal yðar sem gefur barni sínu stein er það biður um brauð? 10Eða höggorm þegar það biður um fisk? 11Fyrst þér sem eruð vond hafið vit á að gefa börnum yðar góðar gjafir, hve miklu fremur mun þá faðir yðar á himnum gefa þeim góðar gjafir sem biðja hann?
12Allt sem þér viljið að aðrir menn geri yður, það skuluð þér og þeim gera. Því að þetta er lögmálið og spámennirnir.

Þröngt hlið

13Gangið inn um þrönga hliðið. Því að vítt er hliðið og vegurinn breiður sem liggur til glötunar og margir þeir sem þar fara inn. 14Hve þröngt er það hlið og mjór sá vegur er liggur til lífsins og fáir þeir sem finna hann.

Af ávöxtum þeirra

15Varist falsspámenn. Þeir koma til yðar í sauðaklæðum en innra eru þeir gráðugir vargar. 16Af ávöxtum þeirra skuluð þér þekkja þá. Hvort lesa menn vínber af þyrnum eða fíkjur af þistlum? 17Þannig ber sérhvert gott tré góða ávöxtu en slæmt tré vonda. 18Gott tré getur ekki borið vonda ávöxtu, ekki heldur slæmt tré góða ávöxtu. 19Hvert það tré, sem ber ekki góðan ávöxt, verður upp höggvið og því í eld kastað. 20Af ávöxtum þeirra skuluð þér því þekkja þá.

21Ekki mun hver sá sem segir við mig: Drottinn, Drottinn, ganga inn í himnaríki heldur sá einn er gerir vilja föður míns sem er á himnum.
22Margir munu segja við mig á þeim degi: Drottinn, Drottinn, höfum vér ekki í þínu nafni flutt orð Guðs, rekið út illa anda og gert mörg kraftaverk? 23Þá mun ég votta þetta: Aldrei þekkti ég yður. Farið frá mér, illgjörðamenn.


mbl.is Barnaði dætur sínar nítján sinnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tad sem Jesu a vid er ad madur a ekki ad kenna ødrum um tad sem madur hefur gert sjalfur.  Ekki ad benda a adra svo madur sleppi sjalfur undan.  Ef tu hefur gert eitthvad rangt, rettlætir tad ekki gjørdir tinar ad allir hinir skulu lika hafa gert rangt!

Bella (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 13:43

2 Smámynd: Sigurður Rósant

Já, þessi siðakenning er líka komin frá Egyptum úr svokölluðum "Negative Confessions" En yfirlýsing no. 21 hljómar svona: I have not judged hastily, nor have I judged harshly.

Svo Jesús hefur verið smekkmaður á eitt og annað úr þessum 42 yfirlýsingum sem kenndar eru við Maat og eru taldar skráðar nokkur þúsundum áður en Jesús var uppi.

Sumir telja að hluti boðorðanna sé komin úr sömu yfirlýsingu, en einnig úr lögum Hammúrabís konungs í hinni fornu Babýlon, eða um 1760  fyrir Krist, þ.e. 200 árum áður en Abraham flýði þaðan með föður sínum og fylgdarliði.

En, þetta er góð siðaregla og á erindi til allra.

Sigurður Rósant, 25.11.2008 kl. 14:32

3 Smámynd: Mofi

Bella, Páll predikaði lögmál Guðs og dóm en kom líka fram sem sá sem væri mesti syndarinn af þeim öllum enda ofsótti hann fólk. Svo ég er nokkuð sammála þér. Jesús var einfaldlega að benda á það að ef þú dæmir einhvern þá dæmir hann þig á móti og þú verður þá að vita hvað þú ert að gera. Þetta virðist síðan vera hluti af ráðleggingum Jesú með hvernig maður á að umgangast sína vini og ættingja og samferða menn. Ef þú vilt eitthvað þá skaltu kurteisislega biðja um það en ekki dæma fólk. Gott dæmi um þetta væri að í staðinn fyrir að segja við maka sinn "þú vaskar aldrei upp" að segja þá frekar "ég er þreyttur, vilt þú vaska upp í kvöld?". Bara svona einfalt dæmi um hvernig er betra að nálgast fólk.

Bella
Ef tu hefur gert eitthvad rangt, rettlætir tad ekki gjørdir tinar ad allir hinir skulu lika hafa gert rangt!

Góður punktur :)

Rósant
Já, þessi siðakenning er líka komin frá Egyptum úr svokölluðum "Negative Confessions" En yfirlýsing no. 21 hljómar svona: I have not judged hastily, nor have I judged harshly.

Ég hélt því ekki fram að allt sem Jesú sagði hafði enginn annar sagt eða að hugmyndin hefði aldrei áður komið fram.

Rósant
Sumir telja að hluti boðorðanna sé komin úr sömu yfirlýsingu, en einnig úr lögum Hammúrabís konungs í hinni fornu Babýlon, eða um 1760  fyrir Krist, þ.e. 200 árum áður en Abraham flýði þaðan með föður sínum og fylgdarliði.

Það er vægast sagt afskaplega langsótt.  Síðan þá eru boðorðin eitthvað sem Guð skrifaði á hjörtu allra manna svo auðvitað finnum við þau í einhverju formi meðal allra samfélaga á jörðinni.

Mofi, 25.11.2008 kl. 14:50

4 identicon

Mig langar hér að bera saman fyrirsagnir tveggja pistla sem þú hefur skrifað hér Mofi

"Þú skalt ekki dæma! "

Og svo annar eldri frá þér

"Froðufræðingur að störfum"

Sérð þú eitthvað athugavert hér Mofi ??

Kristmann (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 16:31

5 Smámynd: Mofi

Kristmann
Sérð þú eitthvað athugavert hér Mofi ??

Greinilega last ekki greinina... orðinn frekar hvimleiður ávani...

Haukur
"Auðvitað var Jesú ekki þarna að segja að sínir fylgjendur mættu ekki..... dæma."

 Need I say more?

Þú ræður :)     glímdir ekki við rök greinarinnar svo ég hef ekki ástæðu til að segja meira.

Mofi, 25.11.2008 kl. 18:59

6 identicon

Ég las hvert einasta orð, eins og allt sem þú setur hér inn

Það er orðinn hvimleiður ávani þinn að gera öðru fólki upp skoðanir

Kristmann (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 19:04

7 Smámynd: Sigurður Rósant

Mofi - "Það er vægast sagt afskaplega langsótt.  Síðan þá eru boðorðin eitthvað sem Guð skrifaði á hjörtu allra manna svo auðvitað finnum við þau í einhverju formi meðal allra samfélaga á jörðinni."

Hví segirðu það, Mofi? Lög Hammúrabís voru letruð m.a. á 7-10 tonna grjót í 282 greinum og voru ætluð íbúum Forn-Babýlóníu til að fara eftir. Hér er 5. grein þeirra laga og fjallar um lélega dómara. "5. If a judge try a case, reach a decision, and present his judgment in writing; if later error shall appear in his decision, and it be through his own fault, then he shall pay twelve times the fine set by him in the case, and he shall be publicly removed from the judge's bench, and never again shall he sit there to render judgement"

Það er þá líka langsótt að faðir Abrahams hafi komið frá Babýlon og það sjálfri höfuðborg þeirra - Úr -. Og enn langsóttara að Móse hafi dröslast með 1.200.000 manns frá Egyptalandi með búfénað og alls kyns drasl og drollað við það í ein 40 ár með all nokkur morð og fjöldamorð á samviskunni í nafni guðs síns Jahve.

En ég hef nú ekki fengið neina sönnun fyrir því að einhver Guð hafi skrifað boðorðin á hjörtu allra manna. Það er nú langsóttasta fullyrðing af öllum þessum fullyrðingum hér að ofan.

En hví ertu svona dómharður, Mofi?

Sigurður Rósant, 25.11.2008 kl. 19:40

8 Smámynd: Mama G

Svona sjálfselska og illska er algjör viðbjóður sem ber að fordæma og skylda að reiðast yfir svona illsku.

Hmm, Mofi. Ertu að hvetja til reiði? Er það ekki ein af höfuð syndunum sjö?

Ég skil líka ekki alveg hvað reiði á að hjálpa í svona tilvikum. Það stingur auðvitað í hjartað að heyra svona fréttir en ég held það væri nær að koma með hugmyndir að lausnum fyrir þetta fólk frekar en að eyða tímanum í þá tímabundnu geðveiki sem reiðin er.

Mama G, 25.11.2008 kl. 19:54

9 Smámynd: ROBBINN

Hvort hann var breskur eða breiskur ætla ég ekki að deila um, en í þessu samhengi er þetta úr Fyrstu Mósebók athygli vert:

22Drottinn Guð sagði: "Sjá, maðurinn er orðinn sem einn af oss, þar sem hann veit skyn góðs og ills. Aðeins að hann rétti nú ekki út hönd sína og taki einnig af lífsins tré og eti, og lifi eilíflega!"

ROBBINN, 25.11.2008 kl. 23:02

10 Smámynd: Mofi

Mama G
Hmm, Mofi. Ertu að hvetja til reiði? Er það ekki ein af höfuð syndunum sjö?

Frekar að benda á að ef þér þykir vænt um t.d. börnin þín þá myndi það valda þér reiði ef einhver skaðar þau án nokkurra ástæðu, ekki satt?  Ef þér þætti ekki vænt um þau þá myndi þér líklegast vera alveg sama. 

Kristmann
Það er orðinn hvimleiður ávani þinn að gera öðru fólki upp skoðanir

Hvaða skoðun var ég að  gera þér upp?  Ég aðeins sá ekki betur en á þinni athugasemd að þú hafir ekki lesið færsluna.

Rósant
Hví segirðu það, Mofi?

Þau eru ekki lík?  Eins og þú bendir á þá eru þau 282 og margt í þeim er ekki í samræmi við það sem við lesum í lögum Móse ( Mósebókunum, ekki Boðorðin tíu )

Rósant
Það er þá líka langsótt að faðir Abrahams hafi komið frá Babýlon og það sjálfri höfuðborg þeirra - Úr -. Og enn langsóttara að Móse hafi dröslast með 1.200.000 manns frá Egyptalandi með búfénað og alls kyns drasl og drollað við það í ein 40 ár með all nokkur morð og fjöldamorð á samviskunni í nafni guðs síns Jahve.

Málið er að eitt er eitthvað sem er fullyrt að hafa gerst á meðan þú ert bara að gíska út í loftið að uppruni boðorðanna tíu komi frá Babelón.

Rósant
En ég hef nú ekki fengið neina sönnun fyrir því að einhver Guð hafi skrifað boðorðin á hjörtu allra manna. Það er nú langsóttasta fullyrðing af öllum þessum fullyrðingum hér að ofan.

Hvað segir samviska þín þér?  Segir hún að það er rangt að stela, nauðga og myrða?

Rósant
En hví ertu svona dómharður, Mofi?

Vissi ekki að ég væri það

Robbinn - vísun í 1. Mósebók
22Drottinn Guð sagði: "Sjá, maðurinn er orðinn sem einn af oss, þar sem hann veit skyn góðs og ills. Aðeins að hann rétti nú ekki út hönd sína og taki einnig af lífsins tré og eti, og lifi eilíflega!"

Áhugavert vers...  finnst eins og þú ert að reyna að benda á eitthvað sem ég er kannski að missa af. Til í að útskýra?

Dóra litla
Af hverju viðgengst þetta trekk í trekk án þess að svona grimmdarverk séu kæfð í fæðingu?

Alveg ótrúlegt. En eins og einn maður sagði eitt sinn "The only thing necessary for evil to triumph is for good men to do nothing"  Það er oft erfitt að standa upp fyrir það sem er rétt og á móti illsku.  Dæmi um slíkt er á tímum nasista þá fóru flestir í felur vegna ofbeldi nasista. Raddir sem töluðu um frelsi og kærleika þögnuðu þegar þær voru barðar niður. 

Dóra litla
Mofs, takk fyrir færsluna... Matteusar guðspjall er snilld og það hefur virkilega góð áhrif á mig og fær mig oft til þess að hugsa.

Gaman að heyra :)

Mofi, 26.11.2008 kl. 17:22

11 Smámynd: Mama G

Mofi: Frekar að benda á að ef þér þykir vænt um t.d. börnin þín þá myndi það valda þér reiði ef einhver skaðar þau án nokkurra ástæðu, ekki satt?  Ef þér þætti ekki vænt um þau þá myndi þér líklegast vera alveg sama. 

Það er ekki samasem merki á milli þess að vera alveg sama og að finna ekki til reiði! Maður getur fundið til alls konar annars konar tilfinninga sem benda sterklega til þess að svona mál snerti mann.

Mama G, 27.11.2008 kl. 10:14

12 identicon

Ég aðeins sá ekki betur en á þinni athugasemd að þú hafir ekki lesið færsluna.

Er ég vanur því að commenta á eitthvað sem ég hef ekki lesið hér?

þú ert einfaldlega dóni

Kristmann (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 14:48

13 Smámynd: Mama G

...og svo gleymdirðu líka að svara því hvort reiði sé ekki ein af höfuð syndunum sjö? Eða kemur það einhvers staðar fram í Biblíunni að svo sé?

Mama G, 27.11.2008 kl. 15:14

14 Smámynd: Mama G

Ég þarf að vanda mig við að fara ekki að gráta hérna í vinnunni við að lesa þetta

Það sem mér fannst hins vegar skrítið (eða kannski bara að misskilja hjá Mófa) er þegar hann sagði að það væri skylda að reiðast svona illsku, svona eins og það væri ekki valkvæmt og mér fannst það hljóma eins og það væri bara eitthvað að manni ef maður yrði ekki reiður heldur bara sorgmæddur við að lesa fréttina...

Mama G, 27.11.2008 kl. 16:14

15 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Mér finnst alltaf svolítið skondið að lesa athugasemdir hjá lesendum Mofa sem virðast láta hann fara svo í taugarnar á sér og hér í umræðunni sýnist mér reiðin ríkjandi hjá fleirum en einum :) En Mama G talar mikið um reiðina og höfuðsyndirnar sjö. Ég man bara ekki hvort reiðin sé inní þeirri tölu og finnst skrýtið ef hún er það því hversu oft reiddist ekki Guð mannkyninu eins og Biblían segir frá? Að mínu mati fannst mér hann ansi pirraður oft og til í að refsa okkur, jafnvel útrýma og það var gert á stundum. Þessa tilfinningu fékk ég fyrir Jesú líka, "ferlega er ungi maðurinn æstur og reiður" það er erfitt að fá fólk í lið með sér þegar maður skammast og hendir jafnvel stólum og munum í allar áttir, minnir mig á gamla stærðfræðikennarann minn. Svei mér þá reiðin getur ekki verið ein af höfuðsyndunum sjö ef  þessir feðgar hafa ákveðið þær, eða hvað  Svo langar mig að heyra hvað Robbinn hefur meira að segja um tilgreint vers og samhengið, hlýtur að vera athyglisvert.

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 27.11.2008 kl. 16:49

16 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Ég svaf á þessu og vaknaði með svarið, vissi að heilinn í mér hættir ekki að starfa á næturnar:

Hinar sjö kristnu höfuðsyndir, eða dauðasyndirnar sjö eru eftirtaldar: Hroki, öfund, reiði, þunglyndi, ágirnd, ofát og munúðlífi. Í Íslensku alfræðiorðabókinni er leti talin upp í stað þunglyndis. Þessar sjö syndir eru ekki taldar upp berum orðum í Biblíunni (sko það hefði bara ekki verið rökrétt) og því síður nefndar dauðasyndir.

Marteinn Lúther telur upp þessar sjö birtingarmyndir syndarinnar. Hann notar aðra aðgreiningu synda að auki, þrjár birtingarmyndir syndarinnar gagnvart Guði: Vanþakklæti, eigingirni og hroka. Lúther sagðist sjálfur ekki átta sig alveg á greinarmuni synda og dauðasynda.

Fyrir Lútheri er syndin fólgin í manninum en ekki verkum hans – maður verður ekki góður fyrir Lúther þó hann breyti rétt, segja má að aðeins hugurinn að baki gjörðinni skipti máli.

Kaþólskir nota orðið galla eða löst yfir það sem Lúther nefnir synd en segja syndir drýgðar í einstökum verkum. Gallar í fari manna geta stuðlað að því að þeir drýgi synd. Sömu sjö atriði teljast til helstu galla mannsins meðal kaþólskra.

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 28.11.2008 kl. 03:14

17 Smámynd: Mama G

Ég veit bara að alltaf þegar ég verð reið þá geri ég eða segi iðulega eitthvað sem ég sé svo eftir  Þess vegna reyni ég alla jafna að verða bara ekkert reið, sérstaklea ekki yfir hlutum sem ég get ekki haft nein bein áhrif á, eins og fréttaflutning.

Ef að ég hins vegar verð reið, reyni ég að klára það bara á svona tops 15 mínútum, pústa bara almennilega og svo er það bara frá, þá getur maður farið að slappa af aftur

Mama G, 28.11.2008 kl. 10:10

18 Smámynd: Mofi

Mama G
Það er ekki samasem merki á milli þess að vera alveg sama og að finna ekki til reiði! Maður getur fundið til alls konar annars konar tilfinninga sem benda sterklega til þess að svona mál snerti mann.

Sammála því.  Hvaða samt tilfinningu á maður að hafa gagnvart svona illsku eins og við sjáum þarna í fréttinni? 

Kristmann
Er ég vanur því að commenta á eitthvað sem ég hef ekki lesið hér?   þú ert einfaldlega dóni

Ég aðeins sá ekki betur en þú kommentaðir án þess að hafa lesið og þú hefur ekki einu sinni reynt að sýna fram á hið gagnstæða. Ef það var rangt hjá mér þá biðst ég afsökunar.

Mama G
...og svo gleymdirðu líka að svara því hvort reiði sé ekki ein af höfuð syndunum sjö? Eða kemur það einhvers staðar fram í Biblíunni að svo sé?

Höfuð syndirnar sjö koma ekki frá Biblíunni heldur Kaþólsku kirkjunni, sjá: http://en.wikipedia.org/wiki/Seven_deadly_sins

Eitt vers sem mér dettur í hug varðandi þetta:

Sálmarnir 7:11
God judgeth the righteous, and God is angry with the wicked every day.

En síðan segir Jesús þetta:

Matteus 5
21 You have heard that it was said to those of old, 'You shall not murder; and whoever murders will be liable to judgment.' 22 But I say to you that everyone who is angry with his brother will be liable to judgment; whoever insults his brother will be liable to the council; and whoever says, 'You fool!' will be liable to the hell of fire.

Svo ég er alveg sammála þér að reiði er ekki af hinu góða, vægast sagt. En að reiðast þegar einhver gerir eitthvað jafn hræðilegt og nauðga varnarlausri dóttur sinni sem hann hafði skyldu til að vernda; mér finnst það eðlilegt viðbrögð ef réttlæti skiptir mann einhverju máli.

Tara
Svei mér þá reiðin getur ekki verið ein af höfuðsyndunum sjö ef  þessir feðgar hafa ákveðið þær, eða hvað

Hún er þar :)   http://en.wikipedia.org/wiki/Seven_deadly_sins#Wrath_.28Latin.2C_ira.29

Þetta er spurning um reiði gagnvart illsku og Biblían talar um að sérhvert vont verk er að bæta við þá reiði sem bíður manns á dómsdegi.  Guð heimtar ekki mikið af syndurum, aðeins að þeir hætti vondum verkum, biðjist fyrirgefningar og samþykki þá fórn sem Guð gerði til að þeir mættu fá fyrirgefningu.

Mama G
Þess vegna reyni ég alla jafna að verða bara ekkert reið, sérstaklea ekki yfir hlutum sem ég get ekki haft nein bein áhrif á, eins og fréttaflutning.

Hérna er ég alveg sammála þér. Ég veit ekki í hvers konar tilfiningalegu rúst maður væri ef maður yrði reiður eða sorgmæddur yfir sérhverjum frétta tíma þó þeir gefa manni oft ástæðu til að upplifa þannig tilfinningar.

Mofi, 28.11.2008 kl. 10:38

19 Smámynd: Mama G

Mofi: Sammála því.  Hvaða samt tilfinningu á maður að hafa gagnvart svona illsku eins og við sjáum þarna í fréttinni? 

Ég hreinlega veit það ekki Mofi  Persónulega fann ég til sorgar við lesturinn og bað í hljóði um að Guð myndi veita þeim styrk til að vinna úr sínum málum - ég veit, hljómar pínu corny, samt bara það sem gerðist við þessa frétt.

Mínar pælingar varðandi tilfinningar þessa dagana eru samt á þá leið að maður eigi að reyna að vera meðvitaður um það hvernig manni líður, sérstaklega þegar manni líður á neikvæðan hátt eins og að vera reiður. Að reyna þá að muna eftir því að gera sér grein fyrir því að maður sé reiður, helst afhverju og viðurkenna sjálfan sig þó svo maður sé reiður (það er allt í lagi að upplifa reiði). Bara pointið mitt er að reyna að vera meðvitaður um það hvernig maður leyfir sér að vera... uh, mér finnst ég ganga illa að koma þessu frá mér akkúrat núna sem ég er að reyna að segja, vonandi skilurðu þetta

Mama G, 28.11.2008 kl. 11:48

20 Smámynd: Mofi

Sorg yfir því sem þessar stúlkur upplifðu er mjög eðlilegt og ...held ekki korný :)

Ég held að ég skilji þig varðandi reiðina. Það er ekki heilbrigt fyrir mann að vera almennt reiður. Eitt að reiðast yfir óréttlæti en maður á ekki að mínu mati að halda áfram að vera reiður. Þótt þetta eru eðlileg viðbrögð þá á maður ekki að halda áfram að vera reiður. Ég þekki það persónulega að láta reiði éta sig innan frá og ekkert gott við það.

Ég í rauninni hef skilið eitt sem Jesús sagði þannig að maður ætti einmitt ekki að láta annað fólk ráða því hvernig manni líður.

Matteusarguðspjall 5
38Þér hafið heyrt að sagt var: Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. 39En ég segi yður: Rísið ekki gegn þeim sem gerir yður mein. Nei, slái einhver þig á hægri kinn þá bjóð honum einnig hina. 40Og vilji einhver þreyta lög við þig og hafa af þér kyrtil þinn gef honum eftir yfirhöfnina líka. 41Og neyði einhver þig með sér eina mílu þá far með honum tvær. 42Gef þeim sem biður þig og snú ekki baki við þeim sem vill fá lán hjá þér.
43Þér hafið heyrt að sagt var: Þú skalt elska náunga þinn og hata óvin þinn. 44En ég segi yður: Elskið óvini yðar og biðjið fyrir þeim sem ofsækja yður

Ég hef skilið part af þessu þannig að ef einhver gerir eitthvað á þinn hlut þá skaltu ekki sína honum að hann getur eyðilagt fyrir þér daginn; hreinlega ekki leyfa neinum að taka burt manns eigin gleði. En, orð Krists eru sannarlega betri en ég næ að framkvæma en að minnsta kosti eru markmiðin háleit 

Mofi, 28.11.2008 kl. 12:24

21 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Já en Mofi minn....................reiðin er þar sannarlega, í Biblíunni á ég við :) og er ekki til eitthvað sem heitir "réttlát reiði", seinni tíma sköpun líklega. En listi yfir höfuð/dauðasyndirnar 7 sem slíkur er ekki til þarna :(  Páll talar um syndir og nefnir reiðina og fleiri tilfinningar sem neita okkur inngöngu í guðsríki en næstum hægt að lesa á milli línanna að hann er bara að gera sig breiðan, ekkert djúpt tekið í árinni. Einhvers staðar í Biblíunni eiga að vera tilteknar fleiri svona tilfinningar (syndir) en enginn staðfestur listi yfir þær sjö tilteknu eða tilnefningar á slíku eins og Boðorðunum 10. Sorry :)

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 28.11.2008 kl. 13:36

22 Smámynd: Mofi

Tara, enda vitnaði í nokkur vers sem tala um reiði eins og að Guð er reiður við hina ranglátu ( Sálmarni 7:11 ).

Það kannski stendur ekki þar að reiði Guðs við hina ranglátu er réttlát reiði en hlýtur að vera ágætlega rökrétt ályktun. Þar sem Davíð skrifar þetta og hann var uppi fyrir sirka þrjú þúsund árum síðan þá getur maður ekki flokkað það sem seinna tíma tilbúning.

Ef það var eitthvað sem lá mjög þungt á Páli þá var það hversu mikill galla gripur hann hafði verið alla sína tíð; gerst jafnvel sekur um að myrða fólk af því að það trúði á Krist.  Varðandi dauða syndirnar sjö þá eru þær seinna tíma tilbúningur þó ekki eitthvað sem er óbiblíulegt því að Biblían talar illa um græðgi, leti, reiði og svo framvegis.

Mofi, 28.11.2008 kl. 14:00

23 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Allt í fína Mofi minn, Guð gaf bara svo lítið, ég hefði jafnvel getað sett þessa "réttlátu reiði" í einhverja lögfræðiklásúlu :)

Þetta með S/7 þá fannst mér ég vera búin að lesa það sama og þú, þær eru seinni tíma tilbúningur og víst eru þær Biblíulegar þó miklar tilfinningar eigi sér stað í þeirri góðu bók eðli hennar vegna.

Svo sástu þetta sama í Páli og ég gerði, segðu svo að ég sé ekki sammála þér í þessu öllu saman! En láttu trúmálin ekki liggja of þungt á þér Mofi minn.

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 28.11.2008 kl. 14:35

24 Smámynd: Mofi

Tara, ég er að stunda lyftingar svo ég ræð alveg við smá þyngsli

Mofi, 30.11.2008 kl. 17:22

25 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Nú þú gætir þá sem sagt komið næst því að hafa minn styrk Mofi minn

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 3.12.2008 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 803193

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband