11.11.2008 | 12:41
Hver er þjónninn sem Jesaja 53 talar um?
Jesaja 53
1Hver trúði því sem oss var boðað
og hverjum opinberaðist armleggur Drottins?
2Hann óx upp eins og viðarteinungur fyrir augliti Drottins,
eins og rótarkvistur úr þurri jörð.
Hann var hvorki fagur né glæsilegur ásýndum
né álitlegur svo að oss fyndist til um hann.
3Hann var fyrirlitinn og menn forðuðust hann,
harmkvælamaður og kunnugur þjáningum,
líkur manni sem menn byrgja augu sín fyrir,
fyrirlitinn og vér mátum hann einskis.
4En vorar þjáningar voru það sem hann bar
og vor harmkvæli er hann á sig lagði.
Vér álitum honum refsað,
hann sleginn og niðurlægðan af Guði.
5En hann var særður vegna vorra synda,
kraminn vegna vorra misgjörða.
Honum var refsað svo að vér fengjum frið
og fyrir benjar hans urðum vér heilbrigðir.
6Vér fórum allir villir vegar sem sauðir,
héldum hver sína leið
en Drottinn lét synd vor allra
koma niður á honum.
7Hann var hart leikinn og þjáður
en lauk eigi upp munni sínum
fremur en lamb sem leitt er til slátrunar
eða sauður sem þegir fyrir þeim er rýja hann,
hann lauk eigi upp munni sínum.
8Hann var fjötraður, dæmdur og leiddur burt
en hver hugsaði um afdrif hans
þegar hann var hrifinn burt af landi lifenda?
Vegna syndar míns lýðs var honum refsað.
9Menn bjuggu honum gröf meðal guðlausra,
legstað meðal ríkra
þótt hann hefði ekki framið ranglæti
og svik væru ekki í munni hans.
10En Drottni þóknaðist að kremja hann og þjaka.
Þar sem hann færði líf sitt að sektarfórn
fær hann að sjá niðja sína og lifa langa ævi
og vegna hans nær vilji Drottins fram að ganga.
11Að þjáningum sínum loknum mun hann sjá ljós
og seðjast af þekkingu sinni.
Þjónn minn mun réttlæta marga
því að hann bar syndir þeirra.
12Þess vegna fæ ég honum hlutdeild með stórmennum
og hann mun skipta feng með voldugum
vegna þess að hann gaf líf sitt í dauðann
og var talinn með illræðismönnum.
En hann bar synd margra
og bað fyrir illræðismönnum
Hérna sjáum við eftirfarandi lýsingu á þessum þjóni:
- Þjóninn mun þjást vegna synda annarra.
- Vegna hans þjáninga og dauða þá fengum "við" frið og urðum heilbrigð.
- Þjónninn lauk ekki upp munni sínum þegar átti að refsa honum ( Jóhannes 19: 8)
- Hann var drepinn eða eins og versið segir "hrifinn burt af landi lifenda".
- Hann var syndlaus eða eins og versið segir " hann hafði ekki framið ranglæti".
- Hann fékk gröf meðal ríkra ( Matteus 27:56-60 )
- Þjóninn mun lifna við og sjá þá sem hann dó fyrir lifa langa æfi.
- Þjónninn mun verða voldugur.
Sumir reyna að láta sem þessi vers eigi við Ísrael en augljóslega þá var Ísrael ekki syndlaust. Af sögu spámananna af þessari þjóð þá var hún sífellt að brjóta af sér svo að Guð þurfti aftur og aftur að senda spámenn til að setja hana aftur á réttan veg. Þjóðin var heldur ekki tekin af landi hinni lifenda og fengið gröf meðal ríkra manna. Nei, hérna sjáum við merkilegan spádóm um Krist sem hefur ræst sem betur fer því það þýðir að mannkynið hefur von gagnvart dauðanum og dómi Guðs.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Bloggar, Menntun og skóli, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessi spádómur er álitinn af SDAðventistum og fleiri trúuðum um Jesúm. Segjum nú að svo sé.
Þá er að líta á persónulýsingu þá sem gefin er upp: "Hann var hvorki fagur né glæsilegur ásýndum né álitlegur svo að oss fyndist til um hann. Hann var fyrirlitinn og menn forðuðust hann, harmkvælamaður og kunnugur þjáningum, líkur manni sem menn byrgja augu sín fyrir, fyrirlitinn og vér mátum hann einskis."
Þessi lýsing passar ekki við þær myndir sem við höfum í kolli okkar um útlit Jesú. Hann er þvert á móti fagur og glæsilegur ásýndum og öllum finnst mikið til hans koma sem fyrirmynd. Honum er líka lýst þannig í N.T. að allir litu upp til hans og margir virtu hann og vildu fylgja honum. Hvergi er minnst á að hann hafi verið fyrirlitinn.
Þá sjáum við Mofi að þessi spádómur rættist ekki 100%.
Sigurður Rósant, 11.11.2008 kl. 16:45
Tjah, hann er hrakinn úr heimabæ sínum til að nefna dæmi.
Það eru margvíslegar skýrar heimildir fyrir því að hann hafi verið fyrirlitinn af hinum ýmsu hópum. Þannig að það eitt og sér er nú ekki alveg rétt Sigurður. Restina læt ég vera.
Jakob (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 17:12
Rósant, eins og Jakob bendir á þá fyrirlitu margir Jesú. Sömuleiðis þá er hvergi neitt fjallað um hvernig Hann leit út svo hérna sé ég aðeins að textinn er að segja að þessi þjónn leit ekki út fyrir að vera frelsari heimsins; ekki að hann hafi verið eitthvað ljótur. Hvernig hinir og þessir kristnir hafa teiknað myndir af Kristi hefur lítið vægi í þannig umræðu.
Takk fyrir góða athugasemd Jakob.
Mofi, 11.11.2008 kl. 17:47
Svo segir Jesaja um eftirfarandi efnisatriði: "Menn bjuggu honum gröf meðal guðlausra, legstað meðal ríkra..."
Þetta passar ekki við frásögn í Lúk 23:50-52 "Maður er nefndur Jósef. Hann var ráðsherra, góður maður og réttvís og hafði ekki samþykkt ráð þeirra né athæfi. Hann var frá Arímaþeu, borg í Júdeu, og vænti Guðs ríkis. Hann gekk til Pílatusar og bað hann um líkama Jesú,"
Hvernig kemur það nú heim og saman að guðleysingi eigi jafnframt von í Guðs ríki?
Svona er hægt að benda á ótal atriði sem standast ekki þegar vel er að gáð.
Sigurður Rósant, 11.11.2008 kl. 18:39
Ég er sammála Sigurði að Jesú frásögnin checkar ekki út í alla kassa í spádómum Jesaja og annarra, en þar gengur hann jú út frá að það sem við höfum í höndunum séu tæmandi heimildir um lífsferil Jesú. Ef um hreinan uppspuna væri að ræða þá gæti þetta samfélag falsara svo auðveldlega látið frásögnina smella mun betur við hvern einasta spádóm GT. frá upphafi. Enda virtist Jesú ekki vera sá maður sem beðið var eftir, enda kom auðmjúk frásögn hans gyðingum mörgum í algerlega opna skjöldu. Það er mín tilfining að engin ritara nema Jóhannes hafi fullan skilning á því hvað hann er að rita niður. Enda er hann predikari/túlkari mun frekar en ritari á borð við hina 3.
Þó var Jósef ekki guðleysingi, heldur lærisveinn á laun. Má færa þau rök fyrir því að nálægar ríkra manna grafir hafa verið "grafir guðlausra" í NT´legum skilningi.
Annars er þetta ekki punktur sem ég ætla að verja ýtarlega, þar sem margt kemur mér sjálfum spánskt fyrir sjónir í sambandi Gamla testamentisins og því nýja.
Jakob (IP-tala skráð) 11.11.2008 kl. 18:55
Rósant, eins og svo oft þá er íslenska þýðingin léleg svo vægt sé til orða tekið. Hebreska orðið þarna er "raw-shaw" sem þýðir "sekur". Réttari þýðing væri þessi hérna:
Jesú dó meðal glæpamanna en síðan var grafinn meðal ríkra eins og þú bentir á sem við finnum í Lúkasarguðspjalli 23:50-52.
Mofi, 11.11.2008 kl. 19:14
Jesaja heldur áfram og fullyrðir: "En Drottni þóknaðist að kremja hann og þjaka."
Það kemur hvergi fram í N.T. að Drottinn hafi kramið og þjakað meintan son sinn. Jesaja er þarna að bera ljúgvitni gegn Guði sínum, sýnist mér. Er það ekki talið guðlast að kenna Guði um pyntingar þó sjálfskipaðir þjónar hans hafi staðið fyrir neglingu 'sonarins' með aðstoð rómverskra hermanna setuliðsins?
Var það þá andstætt vilja þessa Drottins að þeim Jósefi guðleysingja og Nikódemusi jurtalækni tækist að fá hann niður af krossinum og hjúkra honum til endurlífgunar?
Eru þessi orð Jóhannesar benda til að andstæðingar Drottins hafi hlúð að syninum svo vel að hann lifði krossfestinguna af: "Jósef frá Arímaþeu, sem var lærisveinn Jesú, en á laun af ótta við Gyðinga, bað síðan Pílatus að mega taka ofan líkama Jesú. Pílatus leyfði það. Hann kom þá og tók ofan líkama hans. Þar kom líka Nikódemus, er fyrrum hafði komið til hans um nótt, og hafði með sér blöndu af myrru og alóe, nær hundrað pundum. Þeir tóku nú líkama Jesú og sveipuðu hann línblæjum með ilmjurtunum, eins og Gyðingar búa lík til greftrunar."
Hér er tvívegis talað um líkama en aðeins að þeir hafi meðhöndlað líkamann sem lík. Jóhannes segir hér í raun og veru að Jesús dó ekki heldur missti meðvitund og lifnaði við aftur á gjörgæsludeild Jósefs og Nikódemusar.
Svo enn og aftur gengur þessi umræddi spádómur ekki upp.
Sigurður Rósant, 11.11.2008 kl. 20:49
Jesús gefur svipað til kynna þegar Hann segir að enginn tekur lífið af Honum heldur lætur Hann það af hendi. Ekki beint að Guð sjálfur pyntaði en óbeint með því að leyfa að það mætti gerast.
Skiptir ekki máli þar sem við höfum enga ástæðu til að ætla að einhver hafi hjúkrað Jesú til heilsu.
Bjuggu um líkamann sem lík og settu í gröf sem var síðan lokuð í nokkra daga. Það er marg oft sagt að Jesú hafi dáið en menn geta auðvitað trúað því sem þeir vilja en ég sé ekki góð rök fyrir þinni afstöðu.
Mofi, 12.11.2008 kl. 10:20
Já, samferðamenn Jesú héldu stundum að fólk væri dáið, en Jesús vissi stundum betur eins og kemur fram í Matt. 9:24 "Farið burt! Stúlkan er ekki dáin, hún sefur." En þeir hlógu að honum.
Hví skyldi það ekki hafa verið möguleiki? Það er hægt að tína til margvísleg rök þessari skoðun til stuðnings, en læt það liggja milli hluta að sinni.
Jósef þessi frá Arímaþeu var með gröf á sinni einkalóð, var vinur Jesú og þótti meðferðin á honum ósanngjörn. Hann ásamt Nikódemusi hafa greinilega fengist við einhvers konar lækningar og ekkert ólíklegt að Jesú hafi rankað við sér þegar líkami hans var smurður myrru og alóu. Enda ýmislegt sem bendir til þess að hann hafi ekki lengi verið á krossinum. Myrkur skall á skv. frásögn sumra o.s.frv.
Kvenfólkinu og nánustu lærisveinunum var hins vegar haldið frá þessari meðferð á líkama Jesú á einkalóð Jósefs. Enda flestir talið hann látinn.
Svo spádómurinn reynist vera um einhvern annan en þennan Jesúm sem skrifað er um í N.T.
Sigurður Rósant, 12.11.2008 kl. 11:59
Þú hlýtur að vita betur en ert að... bara veit ekki. Biblían marg oft lýsir dauðanum sem svefni og það var það sem um var að ræða þarna.
Jú, eins og ég sagði, maður getur trúað eins og maður vill. Fyrir mitt leiti þá gengur það á vitnisburð alls Nýja Testamentisins þar sem rauði þráðurinn í því er að Kristur dó. Þannig að spádómurinn rættist ekki af því að þú trúir því að Kristur dó ekki jafnvel þótt það gangi þvert á vitnisburðinn sem við höfum? Þetta hlýtur að verðskulda að vera kallað hundalógík :)
Mofi, 12.11.2008 kl. 13:55
Þannig að spádómurinn rættist ekki af því að þú trúir því að Kristur dó ekki jafnvel þótt það gangi þvert á vitnisburðinn sem við höfum?
Nei, Mofi ekki einungis vegna þess að Kristur dó ekki á krossinum, heldur líka vegna þess að spádómurinn er í raun ekki það ljós að eitthvað sérstakt verði ráðið af honum. Jesaja 53 virkar á mig sem örvæntingarfullt prósa sem er hvorki fugl né fiskur.
Sigurður Rósant, 12.11.2008 kl. 21:04
Rósant, en þau atriði sem ég listaði upp sem þjónninn átti að gera og það sem átti að gerast fyrir þjóninn? Koma þau ekki út frá versunum í kaflanum?
Mofi, 13.11.2008 kl. 09:58
Ef þú vilt, get ég svo sem farið í gegnum þennan lista:
Það getur enginn einn maður þjáðst fyrir syndir eða mistök allra annarra. Þetta er bara óskhyggja eða útópía sem er merkingarlaus.
Ég hef nú ekki orðið var við það að einhver hópur sem kallar sig "við" hafi öðlast einhvern sérstakan frið, hvað þá orðið heilbrigð.
Þessi hegðun er ekkert óeðlileg þegar afbrotamenn eru handteknir. Þeir þegja oft þunnu hljóði og drjúpa höfði.
Þetta passar nú ekki alveg um þann Jesúm sem guðspjöllin greina frá eins og ég hef komið að áður.
Þessi Jesús hafði brotið lög Gyðingasamfélagsins og hagað sér ósæmilega innan um fræðimenn Gyðinga, svo þetta passar ekki heldur.
Þetta tvennt passar við Jesúm er hann lá á gjörgæsludeild Jósefs hins ríka og komst til meðvitundar er hann var nuddaður með myrru og alóa. En hversu lengi hann lifði eftir það fer engum sögum af.
Jesús varð alveg valdalaus eftir að hann rankaði við sér og fór að öllum líkindum huldu höfði og hafði hægt um sig meðal einhverra vina sinna.
Þannig að þú sérð Mofi hversu sundurlaus og merkingarlaus þessi 'spádómur' er.
Sigurður Rósant, 13.11.2008 kl. 23:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.