14.10.2008 | 10:59
Má Obama verða forseti?
Ég rakst á áhugavert myndband á youtube sem hélt því fram að Obama hefði ekki rétt til að verða forseti. Endilega segið mér hvað ykkur finnst.
Síðan eitt skemmtilegt, þar sem Hovard Stern að spjalla við kjósendur um forseta kosningarnar.
Obama boðar efnahagsaðgerðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Spaugilegt | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 803229
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvernig getur þú tekið mark á svona bulli? Og þá sérstaklega þessu fyrra myndbandi
Kristmann (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 11:36
Þetta eru lög sem eru lög í Ameríku en ég stórefa að hann hefði náð svona langt ef hann væri ekki Natural Born Citizen, hinsvegar eru þétta væntanlega lágkúruleg skot frá fordómafullum aðilum.
Obama er það besta sem gæti komið fyrir bandaríkin, Þau hafa farið svo hallandi niður á við að það er ekki fyndið. Og ég vona það svo innilega að hann verði körinn forseti.
Ég ætla meira að segja að ganga svo langt að setja núverandi forseta bandaríkjana í sama flokk og Hitler, Stalin og Saddam Hussain.
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 11:40
Þetta er ótrúlegt rugl Halldór. Finnst þér þetta virkilega þess virði að sýna öðru fólki?
Matthías Ásgeirsson, 14.10.2008 kl. 11:48
Það skyldi þó aldrei vera að Mofi styðja ofstækismanninn McCain og snarbiluða sidekickið hans vegna þess eins að þau segist ekki afneita sköpun
Kristmann (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 12:07
Ég horfði á smábrot úr fyrra myndbandinu og geri ráð fyrir að allar manneskjur með greindartölu yfir -5 sjái í gegnum bullinu.
Svo með seinna myndbandinu, kemur það virkilega á óvart að sumt fólk kýs bara útaf image frambjóðandanna?
MacGyver, 14.10.2008 kl. 12:36
Ég horfði á smábrot úr fyrra myndbandinu og geri ráð fyrir að allar manneskjur með greindartölu yfir -5 sjái í gegnum bullinu.
Ég myndi ekki treyst því.. ótrúlega margir sjá bara það sem þeir vilja sjá og taka fegins hendi öllu sem styður brenglaða heimsmynd þeirra
Kristmann (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 12:52
Þess vegna bið ég um athugasemdir.
Kannski hafa þeir ástæðu til að hafa fordóma?
Mér finnst þetta einfaldlega mjög áhugaverðar ásakanir og forvitinn hvað fólki finnst.
Afhverju þetta gífurlega hatur gagnvart fólki sem þú ert ósammála?
Nei, það gerir það ekki en það má hafa gaman af þessu.
Þarna er ég sérstaklega sammála þér
Mofi, 14.10.2008 kl. 13:16
Mofi, þarna er trúmanninum ágætlega lýst. Ásakanir eru aldrei áhugaverðar nema með fylgi almennileg rök. Þú ert að birta þvaður og villt svo að aðrir afsanni það. Af hverju kynnir þú þér ekki einfaldlega málið? Fæðingarvottorð Obama hefur verið byrt á vefnum, það eina sem þessir nöttarar í myndbandinu geta gert er að fabúlera um að það sé falsað. Er móðir hans þá kannski ekki móðir hans?
Veistu hvaða forsetaframbjóðandi er ekki fæddur í Bandaríkjunum? McCain er fæddur á Bandarískri herstöð í Panama.
Þetta er bara svo skelfilega heimskulegt.
Matthías Ásgeirsson, 14.10.2008 kl. 13:52
Ég sé ekki hatur, ég sé ansi nákvæmlega lýsingu á raunveruleiknaum. McCain er að mörgu leyti ofstækismaður (t.d. varðandi hernað) og Palin er snarbiluð.
Matthías Ásgeirsson, 14.10.2008 kl. 13:53
Afhverju þetta gífurlega hatur gagnvart fólki sem þú ert ósammála?
Ég get alveg fullvissað þig um það Mofi að andstaða mín við forsetaframboð Palin og McCain hefur EKKERT með skoðanir þeirra á sköpunarsögunni að gera
Kristmann (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 14:14
Þau eru einfaldlega bæði snargeðveik...
Vissir þú t.d. að þar sem Palin var bæjarstjóri í Alaska þá þurftu fórnarlömb nauðgana sjálf að borga fyrir "rape kittið" sem var notað við rannsóknina á þeim?
Kristmann (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 14:16
Trúmanni eins og þér, kannski. Mér fannst rökin vera áhugaverð og hef ekki heyrt mótrökin og vill svo til að þú komst ekki með þau, komst aðeins með fullyrðingar. Væri gaman að sjá mótrökin og gögnin; efast svo sem ekkert svo mikið að þú getir ekki komið með þau en er forvitinn að sjá. Ég nefnilega kann að efast en það er hæfileiki sem þú virðist ekki hafa.
Þetta var sannarlega heimskulegt.
Að kalla fólk snarbilar finnst mér lýsa hatri, ef þú ert ósammála því þá þú um það.
Nei, ég vissi það ekki og hef núna aðeins þín orð fyrir því. Hvaða heimildir hefur þú fyrir því og að það hafi verið henni að kenna?
Mofi, 14.10.2008 kl. 14:23
Mofi, 14.10.2008 kl. 14:39
Þú þarft greinilega að kynna þér málstað þeirra betur.
Þú veist vonandi að þetta er satt. Að sjálfsögðu skiptir það ekki nokkru máli, svæðið var undir stjórn BNA á þessum tíma.
Að sama skapi er þetta myndband sem þú birtir hér skelfilega heimskulegt.
Það hlaut að vera, þetta snýst allt um þessa blessuðu sköpunargeðbilun.
Matthías Ásgeirsson, 14.10.2008 kl. 15:15
Örugglega mikið til í því en ég hélt að báðir frambjóðendur hefðu tekið fram að þeir ætluðu að klára dæmið í Írak. Veit sömuleiðis ekki að þeir hafi einhver önnur stríðs áform þó að McCain virðist vera opnari fyrir meira hernaðarbrölti en Obama.
Auðvitað þegar Bandarískir hermenn eignast börn þegar þeir eru að þjóna landi sínu þá hljóta börn þeirra að fæðast sem Bandarískir þegnar. Veit ekki til þess að neinn er að skjóta einhverjum svona skotum á McCain.
Það er alvarleg geðveila að halda að það þurfi ekki vitsmuni til að búa til forritunarmál og upplýsingakerfi. Vildi óska þess hvernig þið komust að þessari niðurstöðu því hún er það heimskasta sem ég veit um.
Mofi, 14.10.2008 kl. 15:41
Ég fatta ekki alveg hvar forritunarmál og upplýsingakerfi koma inn í dæmið
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 15:48
Mofi, 14.10.2008 kl. 16:00
Auðvitað þegar Bandarískir hermenn eignast börn þegar þeir eru að þjóna landi sínu þá hljóta börn þeirra að fæðast sem Bandarískir þegnar
Og hvað... börn bandaríkjamanna sem fæðast annarsstaðar eru það ekki þá?
Kristmann (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 16:24
Það er alvarleg geðveila að halda að það þurfi ekki vitsmuni til að búa til forritunarmál og upplýsingakerfi. Vildi óska þess hvernig þið komust að þessari niðurstöðu því hún er það heimskasta sem ég veit um.
Hugsaðu þér alla þá sem þú hefur kallað heimska.. skoðanir heimskulegar og þar fram eftir götunum... samt - öfugt við þig þá gera allir þeir sem þú kallar heimska sér grein fyrir því að þeir gætu allt eins haft rangt fyrir sér
Það er líka alveg möguleiki á því að þú hafir rangt fyrir þér.. .þú ert hinsvegar svo vitlaus að þú heldur að með því að kalla alla hina hálfvita þá áttar þú þig ekki á því hver er mesti hálfvitinn af þeim öllum
Hugsaðu þér bara.... hvað ef þú hefur rangt fyrir þér
Hvað ef guð er einfaldlega höfundur allra þessa náttúrulegu ferla
Þá mætir þú skapara þínum á hinsta degi verandi búinn að afneita sköpunarverkinu hans og kalla nánast alla samferðarmenn þína hálfvita.
Það besta af þessu öllu er svo að þú ert svo yfirgengilega hrokafullur að ekki eina einustu sekúndu hvarflar það að þér að þú getir haft rangt fyrir þér
Kristmann (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 16:30
Mofi, 14.10.2008 kl. 16:56
Ef þið hefðuð skáldsögu um hvernig dauð efni fóru að raða sér saman í ákveðna röð og gefa þeirri röð ákveðna merkingu þá væri þessi trú ykkar ekki svona geðveikislega heimsk.
Mofi, 14.10.2008 kl. 16:59
Mofi þú ert semsagt trúleysingi eða er ég að skilja þetta rétt ?
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 17:53
Ef þið hefðuð skáldsögu um hvernig dauð efni fóru að raða sér saman í ákveðna röð og gefa þeirri röð ákveðna merkingu þá væri þessi trú ykkar ekki svona geðveikislega heimsk.
Þetta comment hefur nákvæmlega ekkert að gera með málsgreinina sem hún var svar við
Kristmann (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 18:15
Ertu að meina hrokafulla skítkastið frá þér, hér örlítið ofar?
Hver er hrokinn í því að viðurkenna það fyrir sjálfum sér og öðrum að maður getir haft rangt fyrir sér?
Hrokinn felst í að gera það ekki... og það var það sem þessi athugasemd um Halldór fjallaði um
Ég fæ stundum á tilfinninguna að þú lesir bara annað hvort orð Halldóra... allavega tekst þér alveg merkilega oft að fá einhverja allt aðra merkingu í það sem maður skrifar hér en maður vissi hreinlega sjálfur
Kristmann (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 21:58
Hvað Palin varðar þá er það hræðileg tilhugsun að manneskja af hennar kaliberi eigi möguleika á því að verða einu hjartaslagi 72 ára gamals manns frá því að gegna einu valdamesta embætti veraldar
Hún sagði það sjálf í viðtali að hennar utanríkisreynsla fælist í því að hafa búið mitt á milli Kanada og Rússlands... án þess þó að hafa nokkurn tíma átt við þau ríki einhver formleg samskipti
Kristmann (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 21:59
Daginn sem Mofi viðurkennir það fyrir sjálfum sér og öðrum að það sé til í dæminu að hann hafi rangt fyrir sér
Skal ég hætta að skrifa hér
Kristmann (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 22:01
Ég verð að fá að vita hvað ég sagði sem gaf þér þá hugmynd...
Jú, ekki segja mér að þú skiljir ekki afhverju?
Ég vil endilega hvetja þig til að velja kirkju byggða á því hvort að það sem hún kennir sé í samræmi við Biblíuna en ekki af því að hún er hentug eða einhverjar aðrar ástæður. Fyrirgefðu ef þetta virkaði harkalegt, ég get ekki neitað því að ég hef mjög mikla fordóma gagnvart þjóðkirkjunni.
Ég skil ekki hatrið á henni, virðist vera mjög óverðskuldað þó að fólk geti verið ósammála henni í einhverjum atriðum.
Ég hef oft þurft að viðurkenna að ég hafið rangt fyrir mér.
Mofi, 15.10.2008 kl. 09:13
Ég skil ekki hatrið á henni, virðist vera mjög óverðskuldað þó að fólk geti verið ósammála henni í einhverjum atriðum.
Held að menn hati hana ekkert.. heldur sjái bara að hún er engan veginn fær um að gegna þessu embætti .. bæði vegna skorts á reynslu og hreinlega gáfum
Jú, ekki segja mér að þú skiljir ekki afhverju?
Útskýrðu
Kristmann (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 12:30
Afhverju þá ekki bara að segja það í staðinn fyrir að kalla hana snarbilaða?
Held ég sé bara orðinn sammála þér að þetta var ekki beint svar við akkúrat því sem þú sagðir þarna.
Mofi, 15.10.2008 kl. 12:54
Það er greinilega ekki krafa um gáfur fyrir forseta embættið í ameríku ekki fyrst að Bush komst í það þrátt fyrir að hafa komið 5 fyrirtækjum í þrot.
Hann hefur eingöngu fengið atkvæði út á nafn föður síns og hugsanlega eins og framkemur í Fahrenheit 911 þá var um svindl að ræða í kosningunum.
Og Mofi, það sem fékk mig til að halda það var þegar þú skrifaðir ef þið komið með skáldsögu sem segir annað. Hélt þú værir að líkja biblíuni við skáldsögu eða að halda því fram að hún væri það.
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 15.10.2008 kl. 17:27
Arnar, það er eitthvað mjög undarlegt við hverjir hafa getað orðið forsetar í gegnum tíðina og Bush stendur uppi sem mikil ráðgáta; sérstaklega að hann var kosinn tvisvar. Brennd börn forðast greinilega ekki endilega eldinn.
Þegar ég var að tala um "þið" þá átti ég við viðmælendur mína eða guðleysingjana. Skáldsagan sem ég var óska eftir er eitthvað sem er skáldað upp til að útskýra t.d. uppruna lífs eða alheimsins án Guðs en þeirra trú er svo slöpp að hún hefur ekki einu sinni lala skáldsögu til að útskýra þetta.
Takk fyrir heimsókina :)
Mofi, 16.10.2008 kl. 09:15
Afhverju þá ekki bara að segja það í staðinn fyrir að kalla hana snarbilaða?
Vegna þess að mér finnst fólk sem t.d. er á móti fóstureyðingum og deginum eftir pillu fyrir fórnarlömb nauðgana geðveiki
Mér finnst það líka geðveiki að láta nauðgunarfórnarlömb borga fyrir eigin rannsókn eftir naugunina
Það er líka geðveiki að afneita gróðurhúsavandanum og mælast til þess að þyrlur séu notaðar til að veiða villta úlfa í alaska svo að þeir drepi ekki elgi frá sportveiðimönnum
Það að kalla Obama svo hryðjuverkamann lýsir ákveðinni hugsanabilun
Þetta er bara lítill listi... en það er mín persónulega skoðun að hún sé geðveik... menn mega svo vera ósammála því - og ég held að það sé ekki endilega sú almenna skoðun á hennar geðheilsu sem veldur því að menn telja hana ekki hæfa.
En ég held að enginn maður með fullu viti geti samþykkt það að hún sé hæf til að gegna því embætti sem hún sækist eftir... sérstaklega í ljósi þess í hvaða líkamlega standi meðframbjóðandi hennar er í
Kristmann (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 10:31
Merkileg tilviljun, mér finnst fólk sem styður að rífa hausinn af ófæddum börnum sýna geðveikislega mikla illsku. Sammála að daginn eftir pillan ætti að vera í lagi.
Geðveiki nei, en ljót ósanngjörn græðgi, já. Veit samt ekki til þess að Palin styður þetta svo ég vil ekki dæma hana fyrir eitthvað sem ég hef ekki fengið staðfestingu á að hún er málsvari fyrir.
Ég er í rauninni sammála restinni af gagnrýninni hjá þér þó ég myndi ekki uppnefna hana svona.
Mofi, 16.10.2008 kl. 10:35
Veit samt ekki til þess að Palin styður þetta svo ég vil ekki dæma hana fyrir eitthvað sem ég hef ekki fengið staðfestingu á að hún er málsvari fyrir
Þetta var staðreynd í hennar heimabæ á meðan hún stjórnaði þar... það er allt skjalfest
Það eru engir hausar á nokkura vikna gömlum fóstrum og biblían sjálf segir líkamann ekki kominn með sál fyrr en á hann er komin mannsmynd
Kristmann (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 12:41
Ég hef það frá þér að þetta var svona þegar hún var við stjórn en það þýðir ekki að það hafi verið hennar stefna eða eitthvað sem hún vill. Aðeins spurning um að dæma ekki fyrirfram.
Ég veit ekki til einhvers vers sem segir til um hvenær fóstur verður að barni. Flestar fóstureyðingar eru aftur á móti gerðar þegar barnið er komið með hendur og höfuð.
Mofi, 16.10.2008 kl. 13:10
Veldur gvuð fósturlátum?
sth (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 14:30
sth, veit ekki; held að Guð láti náttúruna ganga sinn gang samkvæmt sínum lögmálum. Fósturlát eru samt að mínu mati vegna hrörnandi heims.
Mofi, 20.10.2008 kl. 10:23
Mikið rosalega er þetta þægilegt. Þess ber varla að nefna að þetta byggir á engu nema blindri trú Halldór. Ef gvuð er til og hann er almáttugur þá annað hvort beinlínis myrðir hann margfalt fleiri ófædd börn, eins og þú og JVJ viljið orða það, heldur en menn EÐA hann gerir það sama óbeint með því að 'leyfa illskunni að leika lausum hala'.
Mér þykir fyrir því en rökfræðilega séð getur gvuð ómögulega verið almáttugur OG algóður. Svo ég noti nú þín orð aftur þá eru hugmyndir þínar og annarra um að "gvuð verður að leyfa illskunni að sýna sína réttu mynd áður en hann gerir neitt í því" ekkert nema léleg skáldsaga til að þröng heimsmynd ykkar gangi upp (en þegar þessi rökfræði er skoðuð með gagnrýnum augum þá gerir hún það einmitt ekki).
Ég er að vísu trúlaus EN eftirfarandi hugmyndir um gvuð eru mun rökréttari en þínar um persónulegan, þrískiptan, algóðan, alvitran og almáttugan gvuð sem rak fyrstu mennina úr aldingarðinum og refsaði ÖLLUM mönnum (og dýrum) sem áttu nokkurn tíman eftir að fæðast fyrir að borða aldin af tré með DAUÐA og ÞJÁNINGUM og mörgþúsund árum (og morðum) síðar barnaði hreina mey og lét hana fæða sjálfan sig og lét svíkja sig, pynta og lífláta fyrir glæpi mannkyns sem hann dæmdi það sjálfur fyrir og refsaði:
sth (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 13:28
Ef Guð er til þá getur Hann búið þessi börn til hvenær sem Hann vill. Ef Guð vill ekki að barn fæðist á einhverjum tíma þá er það Hans val. Alvöru dauði fyrir einhvern af hendi Guðs er ef að Guð neitar viðkomandi um líf, ekki bara eitthvað mjög tímabundið á okkar jörð. Kannski það hljómar kallt en þetta er svona eins og maður sem hefur búið til vélmenni, það er hans réttur að kveikja á þeim og slökkva eins og hann sjálfur vill. Aðeins ef hann ákveður að taka vélmenni í sundur og eyðileggja það að eilífu er hægt að tala um alvöru dauða vélmennisins. Ekki þegar hann slekkur á því og geymir til betri tíma.
Ef Guð vill verur með frjálsan vilja þá verða þessar verur að fá val til að velja.
Ef Guð er góður og vill eyða illskunni, hvernig ætti Hann að gera það þannig að allir myndu vita að það hafi verið gert í kærleika og af neyð? Ef Guð er til og frjáls vilji er til þá sé ég ekki betur en þetta er eina rökrétta leiðin til að skilja þetta.
Mofi, 20.10.2008 kl. 14:23
Þessu tekurðu í blindri trú, hvernig gætirðu sýnt fram á að þetta sé rétt? Hvað með sorgina sem fylgir dauðsföllum nákominna, kærir gvuð sig ekki um hana? Afhverju í ósköpunum eru útfarir aðventista ekki stanslaus fögnuður? Viðkomandi var jú að komast eitt skref nær því að fá eilífðarvist með gvuði ekki satt?
Hljómar ekki bara kalt, heldur beinlínis heimskulega. Með öðrum orðum má gvuð allt og af því má leiða að góðir hlutir eru aðeins góðir af því að gvuð ákvað að þeir væru góðir. Af því má svo enn draga þá ályktun að morð, þjófnaðir og barnanauðganir væru góð verk ef gvuð kæmi fram og segði þessi verk vera dyggð ekki satt?
Hvernig veistu að fóstureyðngar eru ekki bara ein af leiðum guðs til að koma í veg fyrir að þessi börn fæðist, sbr:
Næsta:
Hvernig í ósköpunum ætlarðu að láta tilvist frjáls vilja ganga upp í ríki gvuðs eftir endurkomu krists??
Er gvuð með svona mikla minnimáttarkennd að hann verði að fá verk sín viðurkennd af einhverjum aumum mönnum? Er hann hræddur um að þeir geri uppreisn gegn sér af því að þeir vilja gamla heiminn aftur? Ef svo er, er hann þá ekki almáttugur eða NENNIR hann einfaldlega ekki að byrja upp á nýtt??
RANGT, ég er búinn að koma með 3 hugmyndir sem ganga upp með þessum forsendum; að gvuð sé til og frjáls vilji sé til: Hann er ekki algóður, ekki almáttugur eða skipti sér ekkert af heiminum eftir að hann skapaði hann (eða kannski allt eða eitthvað tvennt?).
Þú verður að a.m.k. bæta við orðunum 'algóður' og 'almáttugur' þarna inní og jafnvel eftir að þú gerir það þá er þetta síður en svo rökrétt (fyrir utan að þú þyrftir strangt til tekið að bæta við öllum lýsingum á hynni kristnu gvuðshugmynd, sem gerði það að verkum að gvuðfræðin er enn órökréttari fyrir vikið).
Þú skilur vonandi að það eru svona vangaveltur sem halda mér trúlausum, ekki tilvist vísinda á borð við þróunarkenninguna eða aldursgreiningaraðferðir. Gvuðfræði Nýja testamenntisins er einfaldlega móðgun við almenna skynsemi og rökhugsun.
sth (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 15:22
Þetta er rökrétt út frá þeirri trú að Guð er til en auðvitað er þetta í trú. Útfarir eru auðvitað sorglegar, þótt að þú trúir að þú munir sjá viðkomandi aftur þá muntu sakna hans. Síðan geta menn efast, bæði um frelsun þess sem dó eða þess vegna sína eigin frelsun og það getur haft mikil áhrif á hvernig maður glímir við dauða ástvinar.
Hvað er heimskulegt við þetta? Ég síðan trúi að þegar Guð gerir eitthvað svona þá er það gert í kærleika og það mun koma sá tími er Guð mun leyfa okkur að rannsaka þetta og sjá og skilja afhverju Guð gerði það sem Hann gerði.
Ég veit það ekki, aðeins það sem ég trúi og finnst rökréttast.
Nei, það snertir kærleika og ótta. Að það fólk sem verður á lífi mun ekki óttast Guð eða efast um kærleika Hans og réttlæti heldur sé sannfært að dómsdagur hafi verið réttlátur.
Allt í lagi, þá sú hugmynd sem er rökréttust að mínu mati.
Fer eftir hvernig maður skilur hvað það er að vera algóður.
Ég vil endilega skilja betur afhverju þér finnst það og þessi umræða er að færa mig nær skilningi á því.
Mofi, 20.10.2008 kl. 17:13
Er það fræðilegur möguleiki?
Finnst þér í alvöru að ótti og kærleikur fari saman?? Hvað með þá sem hafa ekki heyrt fagnaðarerindið, t.a.m. ófædd börn sem gvuð leyfði ekki að fæðast?
Þú hlýtur samt að sjá að allir sem setja ekki alltaf upp bíblíugleraugun þegar svona er skoðað finnst þetta vera með órökréttari hugmyndum.
Er þér alvara? Þegar kemur að því að vera al-eitthvað þá er það bara annað hvort eða. Ekkert á milli. Annað hvort geturðu allt og ert þannig almáttugur, eða þú getur ekki allt og ert ekki almáttugur. Annað hvort ertu alveg góður eða þú ert það ekki.
Hvernig skilur þú orðið algóður?
Við erum bara rétt að klóra yfirborðið, ég get t.d. nefnt tilvist annarra trúarbragða sem ástæða fyrir því að trúa ekki á gvuð Nýja testamenntisins. Gvuðfræði Gamla testamenntisins gengur allavega miklu betur upp að mínu mati, rökfræðilega séð.
sth (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 21:49
Mín afstaða er að hérna í flestum tilfellum er það náttúran sem sér um þetta; ef Guð grípur inn í þá myndi það vera til að vernda og hjálpa.
Já
Nei, mér finnst að kærleikur og ótti fari einmitt ekki vel saman. Þess vegna er mikilvægt að enginn efist á dómsdegi þegar illskunni verður eytt; að enginn efist um að þetta hafi verið rétt og að Guð er samt kærleiksríkur þótt Hann eyddi illskunni ásamt öllum þeim sem stunduðu hana og neituðu að hætta og samþykkja þá fórn sem Hann bauð þeim.
Þetta er eitthvað sem við erum að læra, þ.e.a.s. að fólk hlýtur ekki að sjá hlutina eins og við sjáum þá. Tekur tíma að læra að skilja að fólk skilur hlutina öðru vísi en maður sjálfur. Endilega samt hjálpaðu mér að skilja hvað þér finnst vera órökrétt við algóðan Guð og frjálsan vilja og dómsdag eins og ég hef verið að tala um.
Allt í lagi, hvað er það þá sem þér finnst gefa þér ástæðu til að álykta að Guð er ekki algóður heldur í besta falli ágætlega góður?
Ef ástæðan er illska þessa heims, afhverju finnst þér svarið að menn hafa frjálsan vilja ekki duga? Var það eigingjarnt af Guði að búa til verur með frjálsan vilja, þ.e.a.s. getuna til að geta gert illt?
Án illsku...
Hvað er það sem gengur betur upp að þínu mati?
Mofi, 21.10.2008 kl. 13:44
Afhverju verndar gvuð ekki og hjálpar öllum?
Hugsaðu nú vel og vandlega um þetta svar þitt. Þú segir það vera fræðilegur möguleiki að fóstureyðingar manna séu ein leið gvuðs til þess að, já, neita ófæddum um líf (hver sem ástæðan gæti verið..?)
Eflaust telurðu þig hafa gert mér mikinn greiða með því að 'viðurkenna' þetta.
Málið er hins vegar að ef þú trúir að maðurinn hafi frjálsan vilja, þá gengur þetta engan veginn upp.
Ég verð því að gera ráð fyrir að þú skiljir ekki hugtakið frjáls vilji.
Ef þú skilur ekki þessa röksemdafærslu, láttu mig þá vita.
Frjáls vilji er síður en svo guðfræðilegt hugtak Halldór, en ég viðurkenni að skoðanir mínar gagnvart honum eru blendnar.
Ég ætla hins vegar ekki að þykjast skilja hann, þar sem það krefst dýpri skilnings á meðvitund okkar, hugsunum og öllum þeim efnaboðum sem skipta þar máli en við búum yfir í dag. Auk þess bendir ekkert til þess að við eigum eftir að skilja það á meðan ég lifi, enn sem komið er.
Hins vegar er hið svokallaða 'problem of evil', sem ég mun héreftir skammstafa 'PoE' stórt vandamál fyrir gvuðfræði sem byggir á tilvist ekki bara algóðs gvuðs, heldur almáttugs einnig.
Á þessu hafa margir heimspekingar áttað sig á í gegnum tíðina, meira að segja fyrir kristburð.
Nýja testamennts gvuðfræði byggir í einföldu máli á að allir eru syndugir af því að talandi snákur plataði konu til að borða epli af tré sem gvuð setti einhverra hluta vegna í aldingarðinn (hvers vegna í ósköpunum ætti almáttugur gvuð að gera það í fyrsta lagi, nema til að leiða þau í gildru annars?). Svo reiddist hinn alvitri gvuð (sá hann þetta ekki fyrir?) og gerði þau útlæg auk þess sem illskan kom þá inn í heiminn, fyrir tilstuðlan gvuðs væntanlega - annars væri hann varla almáttugur, ekki satt?
Svo barnar þessi gvuð hreina mey 4000 árum síðar og lætur hana fæða sjálfan sig (segðu mér kannski í leiðinni hvernig Jesú gat verið af ætt Davíðs ef Jósef var ekki faðir hans...), gerir einhver kraftaverk og safnar um sig lærisveinum (allt karlmenn, afhverju voru engar konur?). Að lokum lætur gvuð síðan Jídas Ískaríot svíkja sig (annars væri hann varla alvitur), lætur pynta sig og lífláta fyrir hluti sem hann dæmdi alla menn, fædda og ófædda, synduga fyrir og refsaði til að frelsa þá undan þessari refsingu sinni.
Fyrir utan þetta þá stangast sú trú að gvuð sé alvitur í grunnatriðum á við trúna á frjálsan vilja, en það er ekki nema von að þú sjáir það ekki.
Gvuðfræði Tolkiens er rökréttari en þetta Halldór.
Þetta með frjálsan vilja er undanskot, þegar betur er að gáð eins og ég gerði hér að ofan þá skilja greinilega fæstir trúmanna þetta hugtak.
Eiginleikar hins kristna gvuðs stangast í grunnatriðum á við frjálsan vilja og það getur þess vegna ekki verið neitt svar, svo afhverju í ósköpunum er illska og þjáningar í heiminum?
Illska sprettur af illsku ekki satt? Hver hleypti illskunni í heiminn?
Í stuttu máli þá er gvuð G.t. ekkert nema ættbálkagvuð Hebreanna. Fordómafullur, morðóður og sjúklega afbrýðisamur út í aðra gvuði. Engar fullyrðingar um að aðrir gvuðir séu ekki til og hann er svo sannarlega ekki algóður. Ég hef því miður ekki nógu góða þekkingu á þessum ritum til að segja hvort fullyrt að hann sé almáttugur eða alvitur, en það stendur samt sem áður að þessir eiginleikar eru ekki strax í beinni mótsögn við heiminn sem við búum í eins og eiginleikar gvuðs N.t.
sth (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 16:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.