Þegar hatur og vonleysi ná völdum

Þegar einhver sér enga leið til þess að lífið geti nokkur tíman verið "gott", þegar einstklingur missir alla von þá er voðinn vís.  Þegar maður blandar því saman við hatur vegna andlegs ofbeldis og einangrunar þá geta svona ódæðisverk gerst. 

finnskimordinginn.pngVonin er eitt af því mikilvægasta sem við mennirnir höfum og án vonar þá getur lífið orðið að matröð sem virðist ætla aldrei að taka enda fyrir marga.  Hérna á Íslandi eru það u.þ.b. 3-4 einstaklingar sem fremja sjálfsmorð í hverjum mánuði.  Útilokað að vita hve margir af þeim gera þetta vegna þess að einhver gerði þeim lífið óbærilegt á unglingsárum og misstu trúna að geta lifað lífi þar sem þeir eru ekki einir.  Þeir sem verða fyrir þannig og eru það langt leiddir að þeir vilja frekar deyja en að lifa þá er ekki svo langur vegur í að ákveða að taka einhverja með sér.  Við erum líklegast heppin hve fáir hafa ákveðið að taka einhverja með sér þegar þeir ákveða að stimpla sig sjálfa út.

Mér finnst það vera huggun að alvöru kirkja á að vera staður þar sem þú átt fjölskyldu að.  Það er verðugt verkefni að finna leiðir til að hjálpa þessu fólki sem hefur sokkið svona djúpt og vonandi finna einhverjir fyrir þeirri köllun. Ég trúi því að það sem þessu fólki vantar meira en nokkuð annað er von og það er kjarni fagnaðarerindisins, vonin að Guð muni laga þennan heim og gefa okkur líf í fullri gnægð.

Vil enda þetta á orðum Krists þar sem Hann talar um skyldu og heiður sérhvers kristins einstaklings þegar kemur að því að hjálpa þeim sem eru í neyð.

Matteusarguðspjall 25
34Og þá mun konungurinn segja við þá til hægri: Komið þér, sem faðir minn á og blessar, og takið við ríkinu sem yður var ætlað frá grundvöllun heims. 35Því hungraður var ég og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég og þér hýstuð mig, 36nakinn og þér klædduð mig, sjúkur og þér vitjuðuð mín, í fangelsi var ég og þér komuð til mín.
37Þá munu þeir réttlátu segja: Drottinn, hvenær sáum vér þig hungraðan og gáfum þér að eta eða þyrstan og gáfum þér að drekka? 38Hvenær sáum vér þig gestkominn og hýstum þig, nakinn og klæddum þig? 39Og hvenær sáum vér þig sjúkan eða í fangelsi og komum til þín? 40Konungurinn mun þá svara þeim: Sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gert mér. 


mbl.is Ódæðismaðurinn hringdi í vin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Þór Stefánsson

Það er mun auðveldara að drepa marga á stuttum tíma með skotvopnum heldur en öðrum handvopnum.  Svo þarf árásarmaðurinn ekki að snerta fórnarlömbin, þ.a. þetta er ópersónulegra en þegar beita þarf handafli.  Aumingjar geta þannig slátrað fullt af fólki með byssum.  Málið er að einstaklingur sem er heilbrigður í dag og fær byssuleyfi og byssu, getur misst vitið á morgun eða hinn og framið örþrifaráð.  Rekinn úr vinnu, ástarmál, rifrildi, vímuefni og svo ótal margt fleira.  Fólk sem hefur byssuleyfi þarf að fá það endurnýjað á hverju ári með nýjum vottorðum.   Ef viðkomandi mætir klikkar á því, þarf að fjarlægja vopnið strax.

Svo eru það sorgirnar sem alltaf eiga sér stað reglulega þegar börn komast í vopnin og deyða eða slasa sig og aðra.  Sama sagan um byssueigendurna; misábyrgir í e.a mánuði, ár, síðan kemur að því að einmitt réttu/röngu kringumstæðurnar koma upp og börnin stelast í að prufa.  Ekki hjálpa ofbeldisfullir tölvuleikir, kvikmyndir og leikföng.

Svo brjótast misyndismenn inn hjá fólki og byssum er stolið eða þær notaðar til að drepa eigendurna.  Það er mun algengara að heimilisfólk sé drepið af eigin skotvopnum heldur en að það verji sig á móti árás.  Málið er að byssan er aldrei innan taks þegar á henni þyrfti að halda; árásir eru yfirleitt óvæntar.

Einfaldar niðurstöður:  Einstaklingar breytast í gegnum tíðina og eru óútreiknanlegir mikið meira en eitt ár fram í tímann.  Hver og einn getur lent í lífsreynslu í dag sem getur leitt til örþrifaráða.  Ef viðkomandi á skotvopn eða auðvelt er að verða sér út um það, þá er mun líklegra að örþrifaráðin eiga sér stað á skelfilegan hátt.  Forðumst að hafa byssur á heimilum; miklu fleiri gera vont heldur en gott. 

Hver yrði þín skoðun á byssum ef 10 nánir ættingjar og/eða vinir yrðu fyrir byssuslátrun á 2 mínútum með byssu sem var stolið frá þér?

Stefán Þór Stefánsson, 25.9.2008 kl. 13:35

2 Smámynd: Mofi

Ég er þakklátur Stefán að lifa í landi þar sem byssueign er ekki algeng. Alveg sammála þér að það er miklu meiri hætta af fólki sem fer yfir um ef það hefur aðgang að byssum. 

Það væri sannarlega gott ef byssur væru ekki til.  Ég samt skil viðhorf þeirra sem eru hlynntir byssueign almennings. Þeir sem lögðu grunninn að Bandaríkjunum þekktu söguna og vissu að marg oft höfðu stjórnvöld ráðist gegn þeirra eigin þegnum. Þeir töldu það gífurlega mikilvægt að almenningur gæti varið sig gagnvart hvaða þeim hættum sem almenningur gæti staðið frammi fyrir.

Eitt af því fyrsta sem Hitler gerði til að undirbúa útrýmingu gyðinganna var að afvopna þá. Koma með lög þannig að aðeins hans menn hefðu aðgang að vopnum og sett þannig fram að þetta væri almenningi fyrir bestu.

Ef það yrðu sett lög um byssueign þá er ég hræddur um að eina fólkið sem myndi skila byssunum væru heiðarlega fólkið og eftir stæði að óheiðarlega fólkið væri það eina sem hefði byssur.

Ég samt skil vel þá sem eru á móti byssueign og er þakklátur að byssur eru mjög sjaldgæfar hérna á Íslandi því mér líður illa þegar ég veit af byssu nálægt mér.

Mofi, 25.9.2008 kl. 14:10

3 identicon

Ég er þakklátur Stefán að lifa í landi þar sem byssueign er ekki algeng.

Byssueign á Íslandi er mjög algeng Mofi... menn eru bara ekki að skjóta hvern annan, heldur eru þeir að skjóta rjúpur, gæsir, hreindýr o.s.frv.

Kristmann (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 15:54

4 Smámynd: Mofi

Kristmann
Byssueign á Íslandi er mjög algeng Mofi... menn eru bara ekki að skjóta hvern annan, heldur eru þeir að skjóta rjúpur, gæsir, hreindýr o.s.frv.
Ég þekki ekki til þess að menn eigi almennt byssur.  Kannski bara sá hópur sem ég þekki en mér finnst umræðan vanalega vera þannig að byssueign er mjög mikil í Bandaríkjunum og þá... lítil hérna á Íslandi. Væri fróðlegt að sjá einhverjar tölur um byssu eign á Íslandi og þá að aðgreina riffla frá skammbyssum; bara til fróðleiks.

Mofi, 25.9.2008 kl. 16:06

5 identicon

Byssueign í BNA er ca 90 á hverju 100 íbúa, á Íslandi er hún 17 á hverja 100, sem þykir nokkuð hátt þó á alþjóðlegan mælikvarða

Morð af völdum skotvopna á íslandi og svo í BNA er hinsvegar ekki í neinu samræmi við þessar tölur....   þ.e. hver byssa drepur að meðaltali margfalt fleiri í BNA en hér á Íslandi

Ég hef engar tölur um skambyssur enda sé ég ekki alveg hvernig það kemur þessu við, þær eru ekkert banvænni en rifflar t.d.

Til frekari samanburðar má benda á að í Sviss eru 46 byssur á hverni íbúa og öllum ungum mönnum á heraldri er hreinlega skylt að eiga skotvopn

Þar glíma menn þó ekki við vandræði eins og þau í Bandaríkjunum og því er það nokkuð ljóst að vandamálið þar snýst ekki nema að litlu leyti um byssueign, þó að vissulega sé hún hluti af vandamálinu

Kristmann (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 16:47

6 identicon

46 byssur á hverja 100 íbúa átti þetta að vera í Sviss

Kristmann (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 16:48

7 Smámynd: Mofi

Takk fyrir það Kristmann.   Ég fór einmitt ekki út í byssueign í greininni því ég held að vandamálið er ekki byssueign. Að vísu er ég sammála Stefáni að ef einhver flippar út þá gera byssur honum kleypt að gera miklu meiri skaða en ef hann hefði t.d. aðeins hníf.

Mofi, 25.9.2008 kl. 17:13

8 identicon

Ef samfélagið treystir hvaða hálfvita (afsakið orðbragðið) sem er til að eiga og keyra bíl, sem er stórhættulegt tæki í röngum höndum, af hverju ættu byssueigendur að sæta meiri afarkostum?

Flöt bönn eru engin lausn. Það verða alltaf til morðingjar. Og flest fólk er óútreiknanlegt. Engin leið er til að hindra það. Svoleiðis er lífið.

Úlfur (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 13:36

9 Smámynd: Mofi

Góður punktur Úlfar, með bíl gætu menn gert líka mjög mikinn skaða svo að reyna að glíma við svona vandamál með því að fjarlægja allt úr samfélaginu sem hægt er að misnota er gallað í grundvallar atriðum.

Mofi, 26.9.2008 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband