Konunglegur flækingur

pigvoc.jpgÞetta er alveg stórkostlegt dýr og væri frábært að sjá það almennilega.  Nokkur dýr hafa svona konunglegan virðuleika yfir sér og örninn er eitt þeirra. Kötturinn minn hefur þennan eiginleika líka þangað til að hann opnar munninn en það er önnur saga Smile

Kannski maður keyrir í gegnum Hafnafjörðin í þeirri von að sjá þetta magnaða dýr.

Hérna eru fróðleg myndbönd sem fjalla um þá stórkostlegu hönnun sem liggur á bakvið þann eiginleika fugla að geta flogið:  http://www.answersingenesis.org/media/video/ondemand/intricacies-of-flight

Alveg finnst mér það magnað að einhverjir geta efast um tilvist skapara þessara dýra!


mbl.is Sjaldséður flækingur á flugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

He he, alveg ertu magnaður Mofi minn :) Mér væri sko misboðið ef einhverjir efuðust um hver væri skapari sona minna. Örsmá egg sem líkami minn fóstraði þar til ég ól af mér fullskapaða drengi. Ég efast ekki um að ég er skapari þeirra með smá hjálp frá föður þeirra. Afsakið ég var búin að skrifa þetta áður en ég vissi af

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 22.9.2008 kl. 22:37

2 Smámynd: MacGyver

Fljúgandi Spaghetti Skrímslið skapaði alla fugla. Þinn Guð skapaði bara beljur og eitthvað lame. All hail the Flying Spaghetti Monster!

MacGyver, 22.9.2008 kl. 23:06

3 identicon

var það þá spagettí skrímsli?

neeeeiiiiiiiiiii............

Brúnkolla (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 00:53

4 Smámynd: Mofi

Tara
He he, alveg ertu magnaður Mofi minn :) Mér væri sko misboðið ef einhverjir efuðust um hver væri skapari sona minna. Örsmá egg sem líkami minn fóstraði þar til ég ól af mér fullskapaða drengi. Ég efast ekki um að ég er skapari þeirra með smá hjálp frá föður þeirra. Afsakið ég var búin að skrifa þetta áður en ég vissi af

Ég vil svo sem ekki taka þig af skapara stólnum en...  geturðu tekið efni og myndað amínósýrur og raðað þeim saman í prótein? 

Við eigum auðvitað þátt í þessu sköpunarverki en sá þáttur er afskaplega lítill.

MacGyver
Fljúgandi Spaghetti Skrímslið skapaði alla fugla. Þinn Guð skapaði bara beljur og eitthvað lame. All hail the Flying Spaghetti Monster!

Gaman að hitta einhvern sem trúir á Spaghetti skrímslið... töluvert gáfulegri trúarbrögð en darwinisminn.

Mofi, 23.9.2008 kl. 10:09

5 identicon

Gaman að hitta einhvern sem trúir á Spaghetti skrímslið... töluvert gáfulegri trúarbrögð en darwinisminn.
... og töluvert gáfulegri trúarbrögð en bókstafleg túlkun á Biblíunni. Ung jörð og ungt líf, öll gögn mæla á móti því. Kann ekki að dæma um dawinisma þar sem þú ert alltaf að breyta forsendunum á skilgreiningunni eftir því sem þér hentar.

Ragnar (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 10:26

6 Smámynd: Mofi

Ragnar
... og töluvert gáfulegri trúarbrögð en bókstafleg túlkun á Biblíunni. Ung jörð og ungt líf, öll gögn mæla á móti því
Það eru líka gögn sem mæla með því, sjá: http://www.answersingenesis.org/Home/area/faq/Young.asp

Ragnar
Kann ekki að dæma um dawinisma þar sem þú ert alltaf að breyta forsendunum á skilgreiningunni eftir því sem þér hentar.
Allt sem við sjáum í náttúrunni komið frá einni lífveru í gegnum tilviljanakenndar stökkbreytingar og náttúruval.  Ég að minnsta kosti hef reynt að hafa alltaf þessa skilgreiningu.

Mofi, 23.9.2008 kl. 10:32

7 Smámynd: MacGyver

"Það eru líka gögn sem mæla með því, sjá: http://www.answersingenesis.org/Home/area/faq/Young.asp"

 Hafa þessi gögn verið peer-reviewed og sett í vísindablöðum? Eða eru þetta svona gögn eins og þau gögn sem sýna fram á að Bush sprengdi WTC, draugar eru til og maðurinn hefur aldrei verið á tunglið, þú veist; bull?

MacGyver, 23.9.2008 kl. 13:05

8 identicon

Það eru líka gögn sem mæla með því, sjá: http://www.answersingenesis.org/Home/area/faq/Young.asp

Þetta er ekkert nýtt. Það hefur verið farið yfir allt þetta áður og engin þörf á því að gera það aftur. Þetta er allt meira og minna byggt á órökstuddum ályktunum, sértilvikum, úreldum uppgötvunum, blekkingum (eða í besta falli misskilningi) og fleiru.  Það er lítið sem ekkert hægt að taka alvarlega þarna. Fyrir utan það að gögnin sem mæla á móti ungri jörð/lífi eru mun meira sannfærandi og lógískari.

Allt sem við sjáum í náttúrunni komið frá einni lífveru í gegnum tilviljanakenndar stökkbreytingar og náttúruval.  Ég að minnsta kosti hef reynt að hafa alltaf þessa skilgreiningu.

Þetta er þróunarkenningin. Það er ekki það sama og þú kallar darwinisma. Darwinismi er strámaður sem þú setur upp á móti þinni trú.

Ragnar (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 13:10

9 Smámynd: Mofi

MacGyver
Hafa þessi gögn verið peer-reviewed og sett í vísindablöðum? Eða eru þetta svona gögn eins og þau gögn sem sýna fram á að Bush sprengdi WTC, draugar eru til og maðurinn hefur aldrei verið á tunglið, þú veist; bull?

Veit ekki betur en þetta eru þekktar staðreyndir en síðan deila menn um hvað þær tákna, hvort þær benda til þess að jörðin er ekki margra miljón ára.

Mofi, 23.9.2008 kl. 13:29

10 Smámynd: Mofi

Ragnar
Þetta er þróunarkenningin. Það er ekki það sama og þú kallar darwinisma. Darwinismi er strámaður sem þú setur upp á móti þinni trú.
Málið er að margir tala um þróun en eru ekki að meina tilviljanir og stökkbreytingar eða sameiginlegan forfaðir svo þetta er aðeins til að reyna að nota skýrari skilgreiningar til að forðast misskilning.

Mofi, 23.9.2008 kl. 13:30

11 identicon

Málið er að margir tala um þróun en eru ekki að meina tilviljanir og stökkbreytingar eða sameiginlegan forfaðir svo þetta er aðeins til að reyna að nota skýrari skilgreiningar til að forðast misskilning.

Það er nú ekki best til þess fallið að forðast misskilning með því að tala um eitthvað óáþreifanlegt hugtak eins og Darwinisma. Notkun darwinismastrámannsins skapar einmitt talsverðan misskilning. Það er auðvelt að plata fólk sem hefur ekki þekkingu á málinu. Ég tel að þetta sé viljandi gert hjá evangelistum til að blekkja fólk. 

Gott dæmi er um manninn (kent hoyvind eða eitthvað) sem bauð peningaverðlaun til þess aðila sem gæti sannað þróunarkenninguna, sem er í sjálfu sér tiltölulega einfalt. Síðan þegar smáa letrið er skoðað þá kemur í ljós að það á að krafan er að sanna verði mun fleiri kenningar heldur en bara þróunarkenninguna. Síðan er því haldið fram að enginn geti sannað hana. Þetta er auðvitað bara blekking.

Ragnar (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 13:50

12 Smámynd: Mofi

Ragnar
Það er nú ekki best til þess fallið að forðast misskilning með því að tala um eitthvað óáþreifanlegt hugtak eins og Darwinisma. Notkun darwinismastrámannsins skapar einmitt talsverðan misskilning. Það er auðvelt að plata fólk sem hefur ekki þekkingu á málinu. Ég tel að þetta sé viljandi gert hjá evangelistum til að blekkja fólk.

Margir kristnir sem ég þekki tala um að lífið hafi þróast en síðan þegar maður grefst aðeins fyrir þá trúir hið sama fólk ekki að tilviljanir og náttúruval hafi búið allt til.  Ég að minnsta kosti geri þetta til að forðast misskilning og þegar einhver skilur ekki hvað ég á við með darwiniskri þróun þá útskýri ég það og vonandi smá saman verður fólk á sömu blaðsíðu.  Hefur sams konar skilning á hugtökum.

Þetta með darwinista kemur síðan frá darwinistum, þótt að einhverjum í dag líkar ekki orðið.

Ragnar
Síðan þegar smáa letrið er skoðað þá kemur í ljós að það á að krafan er að sanna verði mun fleiri kenningar heldur en bara þróunarkenninguna. Síðan er því haldið fram að enginn geti sannað hana. Þetta er auðvitað bara blekking.

Það er ástæða fyrir því og ástæðan er sú að þegar kemur að skólabókum þá er saga heimsins guðleysis útgáfan og þar er það sem Hovind er að skora á. Get ekki neitað því að hann ætti að orða þetta betur því að kenningin sjálf segir aðeins að það er hægt að útskýra tegundir dýra með náttúruvali og tilviljanakenndum stökkbreytingum.

Mofi, 23.9.2008 kl. 14:15

13 identicon

Mofi minn. Þú ert alveg að missa af skóginum fyrir trjánum.

Mér er alveg sama hvaðan orðið "darwinismi" kemur. Það sem ég er að tala um er að það er notað sem strámaður. Því eins og þú segir sjálfur hér að ofan: "...að tilviljanir og náttúruval hafi búið allt til." Þetta er ekki þróunarkenning. Þetta er það sem þú kallar darwinisma. Þróunarkenningin fjallar um lífið, ekki "allt" eins og þú talar um. Þetta skapar misskilning. Ef þú heldur að þú sért að forðast misskilning með þessu tali þá ertu á miklum villigötum.

Þótt Hovind sé að skora á skólabókar guðleysisútgáfu þá á hann að gera það. En hann kallar þetta þróunarkenninguna til að blekkja fólk, aðallega í eigin liði. Honum hefur greinilega tekist að blekkja þig.

Ragnar (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 14:24

14 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Nei Mofi minn ég treysti mér ekki í svoleiðis rökræður við þig, bara minna á mig á minn hátt, sorry, ég veit að það er erfitt að vinsa húmorinn minn frá alvörunni minni stundum  

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 23.9.2008 kl. 14:49

15 Smámynd: Mofi

Ragnar
Þetta er það sem þú kallar darwinisma. Þróunarkenningin fjallar um lífið, ekki "allt" eins og þú talar um

Er að tala um náttúruna, dýrin og plönturnar og allt það.

Ragnar
Þótt Hovind sé að skora á skólabókar guðleysisútgáfu þá á hann að gera það. En hann kallar þetta þróunarkenninguna til að blekkja fólk, aðallega í eigin liði. Honum hefur greinilega tekist að blekkja þig.

Ég kannast alveg við þetta í skólabókum. Þróunarkenningin er sett saman við mikla hvell og myndun pláneta og stjörnukerfa og uppruna lífs og síðan það sem þróunarkenningin sannarlega fjallar um.

Tara
Nei Mofi minn ég treysti mér ekki í svoleiðis rökræður við þig, bara minna á mig á minn hátt, sorry, ég veit að það er erfitt að vinsa húmorinn minn frá alvörunni minni stundum

Nei nei, ég skyldi alveg brandarann og sorry ef ég virkaði leiðinlegur í mínu svari 

Mér finnst bara...gott að fólk hafi í huga hvers konar stórkostleg smíð börn eru og þegar við getum ekki búið til eitt prótein og allir vísindamenn heimsins ekki búið til eina frumu þá... eigum við að sýna smá lítillæti ganvart okkar getu til að skapa og getu Guðs til að skapa.

Veit ekki hvort þetta sannar að ég hafi húmor but here goes: http://www.youtube.com/watch?v=ouDRDzqTu0M

Ég að minnsta kosti hló mig alveg máttlausan

Mofi, 23.9.2008 kl. 15:22

16 Smámynd: Mofi

Hmmm, vonandi móðgar myndbandið engann... 

Mofi, 23.9.2008 kl. 15:23

17 identicon

Er að tala um náttúruna, dýrin og plönturnar og allt það.

Þá skaltu taka það fram. Málflutningur þinn og annarra bókstafstrúarmanna er alltaf mjög loðinn. Það blekkir suma. Þig líka.

Ég kannast alveg við þetta í skólabókum. Þróunarkenningin er sett saman við mikla hvell og myndun pláneta og stjörnukerfa og uppruna lífs og síðan það sem þróunarkenningin sannarlega fjallar um.

Hér hefur þú misskilið skólabækurnar eða að þú hafir verið blekktur af AiG og fleirum. Aldrei tókst mér að rugla þessu saman þegar ég var í skóla.

Ragnar (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 15:34

18 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Þú virkaðir ekkert leiðinlegur Mofi! En þetta myndband er hreint frábært, ég vissi alveg að þú hefðir húmor en færð 10 broskalla í minn kladda  fyrir að hafa ekki ólíkan húmor og ég sjálf :) Ég hló í 10 mín stanslaust  Fínt fyrir þá sem eru pirraðir í rökræðum við þig að létta lundina með því að kíkja  á þetta.

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 23.9.2008 kl. 16:44

19 Smámynd: Mofi

Tara, gaman að geta stytt þér stundir :)   

Mofi, 23.9.2008 kl. 16:58

20 Smámynd: TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.

Já takk fyrir það, svona ættu allir að svara mér undartekningarlaust :)

TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 23.9.2008 kl. 20:01

21 identicon

Ég kannast alveg við þetta í skólabókum. Þróunarkenningin er sett saman við mikla hvell og myndun pláneta og stjörnukerfa og uppruna lífs og síðan það sem þróunarkenningin sannarlega fjallar um.

http://namsgagnastofnun.is/allt-namsefni/vorunr/1397

Hér er linkur á kennslubók í þróun fyrir eftir bekki grunnskóla, þetta er sumsé það sem er kennt hér á landi -

Ef þú finnur þessar fullyrðingar í þessum bókum skal ég millifæra á þig 25 þúsund krónur...

Kristmann (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 00:46

22 identicon

En það er gott að sjá að eftir að hafa hafið stífa ritskoðun á öllum sem eru þér ekki sammála og þú ekki fær um að svara er athugasemdakerfið hér orðið að enn meiri brandara en það þó var

Ég vona að þér finnist þú betri maður fyrir vikið

Kristmann (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 00:48

23 Smámynd: Mofi

Kristmann
Hér er linkur á kennslubók í þróun fyrir eftir bekki grunnskóla, þetta er sumsé það sem er kennt hér á landi -

Ef þú finnur þessar fullyrðingar í þessum bókum skal ég millifæra á þig 25 þúsund krónur...

Ég skal láta þig vita ef ég finn þetta.

Kristmann
En það er gott að sjá að eftir að hafa hafið stífa ritskoðun á öllum sem eru þér ekki sammála og þú ekki fær um að svara er athugasemdakerfið hér orðið að enn meiri brandara en það þó var

Aðeins að losna við þá sem síendurtóku sömu þvæluna í marga mánuði. Þetta er aðeins vegna þess að þeir aðilar sem ég lokaði á héldu áfram að koma aftur undir nýjum nöfnum.  

Mofi, 24.9.2008 kl. 09:22

24 identicon

Ég skal láta þig vita ef ég finn þetta.

Með þessu orðum ertu að viðurkenna að hafa ekki athugað þetta. Hvað er þá hægt að kalla eftirfarandi fullyrðingu?

Ég kannast alveg við þetta í skólabókum. Þróunarkenningin er sett saman við mikla hvell og myndun pláneta og stjörnukerfa og uppruna lífs og síðan það sem þróunarkenningin sannarlega fjallar um.

Lygi? Blekking?

Ragnar (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 09:35

25 identicon

Aðeins að losna við þá sem síendurtóku sömu þvæluna í marga mánuði.

Það er það nákvæmlega sama og þú gerir mofi...  flísin í auga náungans og allt það.......

Ætli það sé ekki frekar pirrringu þinn yfir því að hægt og rólega ná þessir ákveðnu menn að hrekja allt sem þú hefur að segja

Það er t.d. furðulegt að þú skulir manna menn eins og Svein á meðan Doktorinn fær að vera hér endalaust

Er það kannski vegna þess að þú veist eins og er að menn taka svo til ekkert mark á honum á meðan málefnalegir menn eins og Sveinn og Sigmar t.d. valda þér óþægindum vegna þess að þeir eru þér miklu fremri í rökræðu og þú ræður ekki við þá því þeir hrekja allt bullið í þér hérna?

Ég skal láta þig vita ef ég finn þetta.

Sagðir þú ekki að þú vissir að þetta væri þarna... núna þarftu að leita

Varstu þá að ljúga hér ofar?

Kristmann (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 10:59

26 identicon

manna menn eins og Svein á að vera Banna :p

Kristmann (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 11:00

27 Smámynd: Mofi

Kristmann
Það er það nákvæmlega sama og þú gerir mofi...  flísin í auga náungans og allt það.......

Þetta er mitt blogg svo algjörlega minn réttur að tala um það sem ég vil. Ef einhverjum finnst það vera síendurtekning þá þarf viðkomandi ekki að lesa það eða svara því.

Kristmann
Það er t.d. furðulegt að þú skulir manna menn eins og Svein á meðan Doktorinn fær að vera hér endalaust

DoctorE hefur einfaldlega verið hérna miklu minna en ég hef oft hugsað með mér að loka á hann vegna skorts á því að vera málefnalegur.

Kristmann
Sagðir þú ekki að þú vissir að þetta væri þarna... núna þarftu að leita

Varstu þá að ljúga hér ofar?

Aðeins samkvæmt minni bestu vitund og ef ég finn þetta ekki þá er lítið mál að viðurkenna að ég hafði rangt fyrir mér.

Mofi, 24.9.2008 kl. 12:36

28 identicon

Þetta er mitt blogg svo algjörlega minn réttur að tala um það sem ég vil

Já, það er þinn réttur... þú skalt samt passa þig á því að þykjast gera það undir þeim formerkjum að vera málefnalegur... því það sem viðgengst hér á þessari síðu vegna þinna ritskoðana á ekkert skylt við málefnalega umræðu

Aðeins samkvæmt minni bestu vitund og ef ég finn þetta ekki þá er lítið mál að viðurkenna að ég hafði rangt fyrir mér.

Þetta er ekki þarna og það veit ég fyrir víst... viðurkenndu bara að þú hefur rangt fyrir þér í stað þess að láta þetta hverfa - við vitum báðir að þú ert ekki að fara skoða þetta námsefni

Kristmann (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 16:35

29 Smámynd: Mofi

Kristmann
Já, það er þinn réttur... þú skalt samt passa þig á því að þykjast gera það undir þeim formerkjum að vera málefnalegur... því það sem viðgengst hér á þessari síðu vegna þinna ritskoðana á ekkert skylt við málefnalega umræðu

Þetta er vægast sagt rangt.  Þó að ég hafi gefist upp á nokkrum aðilum vegna síendurtekins skítkast þá þýðir það ekki að hérna getur ekki verið málefnaleg umræða.  Ég gaf þeim marga mánuði til að rökræða og mjög margar viðvaranir.  Þessi ásökun er virkilega ósanngjörn!

Kristmann
Þetta er ekki þarna og það veit ég fyrir víst... viðurkenndu bara að þú hefur rangt fyrir þér í stað þess að láta þetta hverfa - við vitum báðir að þú ert ekki að fara skoða þetta námsefni

Þú veist fyrir víst hvað er í öllum þessum kennslubókum og hefur verið?  Í umræðunni þá var líka verið að tala um Hovind og hans afstöðu og ég var að réttlæta hana. Svo það þýðir að ef svona skólabækur eru til í Bandaríkjunum þá hafði ég rétt fyrir mér í þessu.

Ertu alveg viss um að þessi saga um miklahvell, lífið kviknar í höfunum og síðan þróun eins og Darwin talaði um er aldrei kennd í skólabókum?

Mofi, 24.9.2008 kl. 17:21

30 Smámynd: Geir Guðbrandsson

Þú ritskoðar þér í hag, hægri vinstri, viðurkenndu það bara og hættu þessu röfli, það kæmi mér ekkert á óvart að þú myndi eyða öllu því sem ég hef skrifað á bloggið þitt í dag, því það eru comment sem benda á hversu þröngsýnn, heilaþveginn og hrokafullur þú ert.

Geir Guðbrandsson, 24.9.2008 kl. 18:07

31 identicon

Þú veist fyrir víst hvað er í öllum þessum kennslubókum og hefur verið?  Í umræðunni þá var líka verið að tala um Hovind og hans afstöðu og ég var að réttlæta hana. Svo það þýðir að ef svona skólabækur eru til í Bandaríkjunum þá hafði ég rétt fyrir mér í þessu.

Ertu alveg viss um að þessi saga um miklahvell, lífið kviknar í höfunum og síðan þróun eins og Darwin talaði um er aldrei kennd í skólabókum?

Auðvitað er þetta kennt.. en þetta er ekki á nokkurn hátt tengt við þróunarkenninguna og er ekki í neinum bókum sem einbeita sér að henni

Ég veit nokkuð vel hvað er kennt í grunnskólum á Íslandi já, þú sagðir hér sjálfur að þú kannaðist við þetta í kennslubókum um þróun, það er einfaldlega ekki rétt... ég hef ALDREI rekist á bók þar sem kenningum um upphaf lífs og miklahvell er sett inn í kennsluefni um þróun, allént ekki hér á Íslandi - ef þú getur fundið slíka kennslubók frá Bandaríkjunum þá þætti mér gaman að sjá hana.... ef þú finnur bókina skal ég ganga svo langt að kaupa hana sjálfur til að fá það staðfest  - þar til þú bendir mér á þessa bók mun ég lýta svo á að þessi staðhæfing þín hafi verið röng

Þetta er vægast sagt rangt.  Þó að ég hafi gefist upp á nokkrum aðilum vegna síendurtekins skítkast þá þýðir það ekki að hérna getur ekki verið málefnaleg umræða.  Ég gaf þeim marga mánuði til að rökræða og mjög margar viðvaranir.  Þessi ásökun er virkilega ósanngjörn!

Commentin sem þú hefur verið að eyða hér hægri vinstri síðustu daga hafa ekki á nokkurn hátt verið ómálefnaleg eða skítkast... og ég sem utanaðkomandi get ekki með nokkru móti vitað þegar ég er að lesa hér athugasemdir og pistla vitað hvað það er sem þú ert búinn að vera eyða út og get þar af leiðandi ekki lagt neitt vitrænt mat á það sem hér kemur fram... þar af leiðir að umræður hér uppfylla ekki þau grunnskilyrði sem sett eru fyrir málefnalegri umræðu

Það að þú skulir ekki skilja þetta segir meira en nokkuð annað í hvernig vitsmunalegu öngstræti þinn þveri hugsunarháttur er..

Held þú ættir að sýna smá dug og hætta þessari grófu ritstýringu sem þú stundar hér... þessi hegðun þín gerir ekkert annað en að fá fólk til að fá þá hugmynd um að rökrænn grundvöllur þinna skoðana standi á svo veikum grunni að hann þoli ekki gagnrýni

Og ekkert skítkast eða athugasemd annarra getur gert minna úr þínum skoðunum en akkúrat það.. .allavega í hugum hugsandi fólks

Þú ert þinna skoðana versti óvinur

Einn daginn munt þú vonandi átta þig á því

Kristmann (IP-tala skráð) 24.9.2008 kl. 18:57

32 Smámynd: Geir Guðbrandsson

Mín kæra, að benda fólki á hversu þröngsýnn og þrjóskur Mófi er hefur ekkert með níð að persónu að gera, hann er bara að sýna ótrúlegann hroka hérna og þvermóðsku, það sér það hver heilvita maður.

Geir Guðbrandsson, 25.9.2008 kl. 08:54

33 Smámynd: Mofi

Halldóra S
Heldur þú Kristmann eins skýr og þú ert að þú finnir ekki kennslubækur sem innihalda þessar kenningar þ.e. Miklahvellskenninguna og Þróunarkenninguna og jafnvel allt í einum graut í Bandaríkjunum? Á þetta að vera djók!?

Ég hélt að þetta væri djók hjá honum en... hann virðist vera að meina þetta???

Kirstmann
Auðvitað er þetta kennt.. en þetta er ekki á nokkurn hátt tengt við þróunarkenninguna og er ekki í neinum bókum sem einbeita sér að henni

Ég er alveg sammála þér að bækur sem einbeita sér að akkúrat þróunarkenningunni eru ekki líklegar til að fjalla um Mikla hvell líka en það er ekki punkturinn hérna. Málið er að saga alheimsins sem krökkum er kennt er mjög oft Mikli hvellur, lífið kviknar af náttúrulegum kröftum og síðan tekur þróun eins og Darwin talaði um við.  Þetta finnur þú og þessu er blandað saman í eina heild sem sögu heimsins.

Kristmann
ég hef ALDREI rekist á bók þar sem kenningum um upphaf lífs og miklahvell er sett inn í kennsluefni um þróun, allént ekki hér á Íslandi

Aðeins að tala um kennslubók, ekki endilega bók sem einblínir á þróun. 

Kristmann
Commentin sem þú hefur verið að eyða hér hægri vinstri síðustu daga hafa ekki á nokkurn hátt verið ómálefnaleg eða skítkast...

En eru frá aðilum sem ég var búinn að banna marg oft vegna skítkasts.

Halldóra S
Halldór: Þetta var ljómandi góð færsla hjá þér og skemmtileg að lesa. Þykir mér samt vanta skemmtilega umræðu sem snýst um færsluna... Mér fanst líka myndbandið skemmtilegt og hló endalaust þótt að ég geri mig rammseka um vafasaman húmor

Takk nafna :)    Svekkjandi já að það var lítið um umræður um efni færslunnar en svona er þetta stundum. Gaman að heyra að ég er ekki einn með svona vafasaman húmor

Mofi, 25.9.2008 kl. 09:50

34 identicon

Ég er alveg sammála þér að bækur sem einbeita sér að akkúrat þróunarkenningunni eru ekki líklegar til að fjalla um Mikla hvell líka en það er ekki punkturinn hérna.

Þú sagðir sjálfur hér ofar að þetta væri í sömu bókunum... ert þú þá að draga það til baka hér með?

En eru frá aðilum sem ég var búinn að banna marg oft vegna skítkasts.

Það er semsagt í lagi að þú atir annarra manna skoðanir sauri en sé það sama gert við þig þá heitir það skítkast?

Aðeins að tala um kennslubók, ekki endilega bók sem einblínir á þróun.

Það er ekki það sem þú sagðir

Og Halldóra......  flott langloka og allt það hjá þér - hún breytir því samt ekki að sú ritstýring sem Mofi stundar hér er skoðunum hans til skammar... skoðun sem stenst ekki gagnrýni heldur yfirleitt ekki vatni

Það er megininntakið í því sem ég er að segja

Og hvað blogg varðar þá blogga ég hér... en undir oðru nafni.... það er nefnilega þannig að maður getur ekki leyft sér að skrifa undir eigin nafni hér hjá Mofa, því ef hann fer í fýlu og bannar mann þá eru manni allar bjargir bannaðar

Kristmann (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 11:44

35 Smámynd: Mofi

Kristmann
Þú sagðir sjálfur hér ofar að þetta væri í sömu bókunum... ert þú þá að draga það til baka hér með?

Ég er að segja að það eru dæmi í skólabókum þar sem þessu er öllu blandað saman í eina sögu.

Kristmann
Það er semsagt í lagi að þú atir annarra manna skoðanir sauri en sé það sama gert við þig þá heitir það skítkast?

Ég er ekkert saklaus af því að hafa vera ómálefnalegur.

Kristmann
Og hvað blogg varðar þá blogga ég hér... en undir oðru nafni.... það er nefnilega þannig að maður getur ekki leyft sér að skrifa undir eigin nafni hér hjá Mofa, því ef hann fer í fýlu og bannar mann þá eru manni allar bjargir bannaðar

Flestir eru með sitt eigið blogg og eru ekki að stofna ný blogg til að geta haldið áfram að angra þá sem vilja þá ekki á blogginu sínu.  Ég vildi óska þess að hafa ekki fundið mig knúinn til að banna Svein og Sigmar en ég einfaldlega nennti ekki að vera kallaður fáráðlingur af þeim enn og aftur. Það er að mörgu leiti svekkjandi því að þeir voru oft málefnalegir og sköpuðu alvöru umræðu.

Mofi, 25.9.2008 kl. 12:15

36 identicon

Miðað við umræður hér síðustu daga sýnist mér að þér hafi tekist að kála umræðunni hérna endanlega

Kristmann (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 12:58

37 identicon

Ég myndi gera það sama í hans sporum og þá sérlega við þá aðilla sem væru inni á minni bloggsíðu að dunda sér við að drulla yfir skoðanir mínar í sparifötunum. Sigmar og Sveinn voru oft málefnalegir en gátu misst fótanna og byrjað að kasta skít.

Mest af því sem ég hef orðið vitni að hann hendi hér út átti ekkert skilt við skítkast, sérstaklega síðustu daga - og það má ekki gleyma því að oft tekur Mofi sjálfur sér aur í hönd..... annars er það bara ekki það sem ég er að segja hér, heldur að benda á þá staðreynd að með svona afdráttarlausri og grófri ritstýringu og Mofi stundar er hann kominn á sama plan og stjórnvöld í löndum eins og Kína, Kúbu og Sóvíetríkjunum sálugu - ætli það sé hópur sem Mofi sé ánægður með að vera í?

Ertu hér til þess að hafa málefnalega skoðun á umræðuefninu eða ertu hér bara til þess að pirra Halldór því að hann hefur sterka sannfæringu fyrir sinni trú?

Hann má hafa sín trú alveg fyrir sig... ég er hinsvegar alfarið á móti þeim ID hryðjuverkamönnum sem hafa undanfarið reynt að koma sinni trú inn í vísindakennslu

Hin einu sönnu vísindi  flokka ID sem gervivísindi vegna þess að þar kemur æðrimáttarvald til sögu og fyrst að það er ekki hægt að troða því í tilraunaglas, vigta það og rýna í það í smásjá til þess að finna hinn eina sanna sanna sannleika þá má ekki ræða það frekar. Einkennilegt hvað fólk getur verið blint :)

Ég ætla hér að vitna í frábært svar frá hinum "ómálefnalega" Sigmari, hann svaraði þessu bulli þínu og Mofa fullkomlega

Siðferðileg skylda hins kristna manns er sú sama og skyldur annarra. Hún er sú að yfirvega eins vandlega og kostur er rök með og á móti ýmisskonar breytni og haga henni í samræmi við rödd skynseminnar.

Heilagar Tómas sagði

Samviskan er boð skynseminnar Sérhver dómur samviskunnar, réttur eða rangur, um það sem illt er í sjálfu sér eða er siðferðilega hlutlaust, er skuldbindandi á þá leið að sá sem breytir gegn eigin samvisku syndgar ávallt

Þetta er hluti af svokallaðri náttúrulagakenningu og segir svona frá hvernig tengsl siðferðis við trúarbrögð séu nokkurn veginn þau sömu og tengsl vísinda við trúarbrögð

Vísindin eru sjálfstæð, þau spyrja sinna eigin spurninga, beita eigin aðferðum  til að svara þeim og byggja á eigin mælikvörðum á sannleika. En þó að vísindin séu sjálfstæð getur trúað fólk samt sem áður skilið niðurstöðum skilið niðurstöður þeirra á sinn hátt.

Það getur litið svo á að vísindin veiti upplýsingar um það hvernig guð kaus að haga hlutunum: Ef jörðin er ekki miðja alheimsins þá skapaði guð ójarðmiðjulægan heim.

Ef mannkynið er afurð langs þróunarferlis þá hefur guð skapað okkur með því að koma því ferli af stað. Vísindi eru sjálfstæð í þeim skilningi trúarskoðanir hafa ekki áhrif á iðkun vísinda og niðurstöður vísinda eru trúarlega hlutlausar. Hin trúarlega túlkun á þessum niðurstöðum á sér stað eftir að þær eru fengnar og hún er mjög þýðingarmikil fyrir hina trúuðu, en hinir trúlausu geta vel verið án hennar

Lestu þetta vandlega yfir Halldóra, ef þú að þeim lestri loknum skilur ekki enn afhverju vísindi og trú verða að vera aðskilin þá skaltu lesa þetta aftur.... og aftur og aftur þangað til þú nærð því

Um leið og þú ert kominn með yfirnáttúrulega veru eins og ID talar um þá ertu ekki lengur með vísindi, það er svo einfalt og það hafa dómstólar í BNA t.d. staðfest.... og skipti þá engu þó að dómarinn í því máli hafi verið trúaður, íhaldssamur repúblikani

Kristmann (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 08:59

38 Smámynd: Mofi

Kristmann
Lestu þetta vandlega yfir Halldóra, ef þú að þeim lestri loknum skilur ekki enn afhverju vísindi og trú verða að vera aðskilin þá skaltu lesa þetta aftur.... og aftur og aftur þangað til þú nærð því

Mega vísindi notað hina vísindalegu aðferð til að komast að því hvort að náttúrulegir ferlar gátu skapað eitthvað ákveðið og hvort það þurfti vitsmuni til?

Takk fyrir góða athugasemd Halldóra :)

Mofi, 26.9.2008 kl. 09:36

39 identicon

Mega vísindi notað hina vísindalegu aðferð til að komast að því hvort að náttúrulegir ferlar gátu skapað eitthvað ákveðið og hvort það þurfti vitsmuni til?

Ef eitthvað er ósannanlegt, eins og t.d. yfirnáttúrulegir óskilgreindir vitsmunir með sköpunarkrafta, þá uppfylla rannsóknir á slíku ekki skilyrði hinnar vísindalegu aðferðar.... það er því ekki hægt að kalla slíkar rannsóknir því nafni

Það væri hinsvegar hægt að komast eins nálægt eðli hinna náttúrulegu ferla og tækni og þekking leyfa með hinna vísindalegu aðferð... um leið og hún nýtist ekki lengur og viðfangsefnið verður yfirnáttúrulegt þarf að svissa frá vísindum og yfir í trú

Kristmann (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 09:43

40 Smámynd: Mofi

Kristmann
Ef eitthvað er ósannanlegt, eins og t.d. yfirnáttúrulegir óskilgreindir vitsmunir með sköpunarkrafta, þá uppfylla rannsóknir á slíku ekki skilyrði hinnar vísindalegu aðferðar.... það er því ekki hægt að kalla slíkar rannsóknir því nafni
Þannig að sama hvaða staðreyndir við finnum þá verða náttúrulegir ferlar að hafa orsakað það? 

Mofi, 29.9.2008 kl. 10:17

41 identicon

Þannig að sama hvaða staðreyndir við finnum þá verða náttúrulegir ferlar að hafa orsakað það? 

Það var ekki það sem ég sagði....

Þú getur þar að auki aldrei fundið staðreyndir fyrir einhverju yfirnáttúrulega í náttúrunni... því þá er það ekki lengur yfirnáttúrulegt... er það nokkuð?

Kristmann (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 10:34

42 Smámynd: Mofi

Kristmann
Þú getur þar að auki aldrei fundið staðreyndir fyrir einhverju yfirnáttúrulega í náttúrunni... því þá er það ekki lengur yfirnáttúrulegt... er það nokkuð?
Er hægt að skilja það á einhvern annan hátt?  Mega vitrænir ferlar þá hafa orsakað eitthvað ef staðreyndirnar benda sterklega til þess að óvitrænir ferlar ( náttúrulegir ferlar )  geti ekki orsakað eitthvað?

Mofi, 29.9.2008 kl. 10:39

43 identicon

Það hvort ferlarnir séu af vitrænum völdum eða ekki kemur málinu vísindalega ekki við..

Ef þú trúir því að guð hafi hannað þessa vísindalegu ferla þá er það þitt mál og þín trú.

Sú trú á yfirnáttúrulega krafta kemur vísindlegum rannsóknum á eðli þeirra ferla ekkert við þar eð þær geta aldrei sannað þá eða afsannað

Þú getur ekki á nokkurn hátt ætlast til þess að maður sem er trúlaus fari að blanda þínum persónulegu trúarskoðunum í sínar rannsóknir

Þannig getur þú trúað því að á bakvið þessa ferla sé einhver vitsmunavera en Jói þróunarfræðingur þarf ekki að trúa því... hann er bara að skoða hvernig þessir ferlar virka

Kristmann (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 12:56

44 Smámynd: Mofi

Ertu þá að segja mér að náttúrulegir ferlar gátu búið allt til og það skiptir engu máli hvað við finnum, það verður alltaf að vera niðurstaðan?

Mofi, 29.9.2008 kl. 13:55

45 identicon

Ertu þá að segja mér að náttúrulegir ferlar gátu búið allt til og það skiptir engu máli hvað við finnum, það verður alltaf að vera niðurstaðan?

Þangað til að sönnun fæst fyrir hinu yfirnáttúrulega þá verður það að vera þannig já... á meðan það er ósannlanlegt þá hefur þú ekkert annað en þína eigin trú til að halda öðru fram... og um þína trú er þeim sem rannsakar ferlana alveg sama um

Það er... þér er fullkomlega frjálst að TRÚA því sem þú vilt... það breytir nákvæmlega engu um eðli rannsóknanna eða niðurstöðu þeirra

Það er ekki nóg að segja: "SKO, þetta ógisslega flókið, það hlýtur að vera vitsmunavera sem gerði þetta", og vilja þar með koma þessari óskilgreindu, yfirnáttúrulegu veru þinni inní vísindarannsóknir

Hún verður alltaf að vera utan "náttúrulegra" rannsókna þar sem hún er í eðli sínu yfir náttúrna hafin

Kristmann (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 14:50

46 Smámynd: Mofi

Kristmann
Hún verður alltaf að vera utan "náttúrulegra" rannsókna þar sem hún er í eðli sínu yfir náttúrna hafinÞangað til að sönnun fæst fyrir hinu yfirnáttúrulega þá verður það að vera þannig já... á meðan það er ósannlanlegt þá hefur þú ekkert annað en þína eigin trú til að halda öðru fram... og um þína trú er þeim sem rannsakar ferlana alveg sama um
Er ekki sönnun að eitthvað getur ekki verið orsakað af náttúrulegum kröftum að einhver annars konar kraftur var að verki?  Ég sé aðeins mjög óvísindalega hugsun hérna á ferðinni, guðleysis efnishyggju sem útilokar hönnun og ekki hægt að benda á neitt sem gæti stutt það því að deilan snýst um hugmyndafræði en ekki staðreyndir.

Kristmann
Hún verður alltaf að vera utan "náttúrulegra" rannsókna þar sem hún er í eðli sínu yfir náttúrna hafin
Vitsmunir eru ekki yfirnáttúrulegir.

Mofi, 29.9.2008 kl. 16:37

47 identicon

Er ekki sönnun að eitthvað getur ekki verið orsakað af náttúrulegum kröftum að einhver annars konar kraftur var að verki?

Sú sönnun er ekki til og hefur aldrei verið staðfest með neinum rannsóknum... Behe náði ekki að sanna það í sínu dómsmáli og ID hreyfingin tapaði sínu máli líka

ID er Trú ekki vísindi og þangað til það breytist munu engar "sannanir" á þeirra vegum vera teknar alvarlega í vísindasamfélaginu

Og til að fyrirbyggja röfl þá vil ég benda á að dómarinn í ID málinu, var eins og þú veist - trúaður, íhaldssamur repúblikani, skipaður af George Bush

Ég sé aðeins mjög óvísindalega hugsun hérna á ferðinni, guðleysis efnishyggju sem útilokar hönnun

Þróunarfræði útilokar ekki hönnun Halldór.. lestu það sem ég skrifaði hérna ofar, ef þú kýst að trúa því að á bakvið þessa ferla sé vitsmunaleg hönnun þá trúir þú því bara og allt í þessu fína lagi með það

En þessi grundvallar munur á Trú og vísindum verður alltaf til staðar.. alveg sama hvað þú og þínir rembist

Vitsmunir eru ekki yfirnáttúrulegir.

Vitsmunir yfirnáttúrlegrar veru sem enginn hefur séð og enginn getur skoðað eða spurt álits eru yfirnáttúrulegir og munu halda áfram að vera það þangað til annað kemur í ljós

Kristmann (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 18:06

48 identicon

Annars er alveg útséð með að þú munir nokkurn tíma ná því að sjá muninn á trú annarssvegar og vísindarannsóknum hinsvegar

Ég frábið mér því enn einn útúrsnúninginn á þessu frá þér Mofi... ég mun ekki lesa það

Kristmann (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 18:08

49 Smámynd: Mofi

Kristmann, er hægt með rannsóknum að útiloka náttúrulega ferla sem það sem orsakaði eitthvað í náttúrunni?   Þá á ég ekki við að hitt valið er yfirnáttúrulegir ferlar heldur eitthvað annað eins og vitsmunir, hvort sem þeir væru yfirnáttúrulegir eða bara geimverur eða what ever.

Mofi, 30.9.2008 kl. 12:05

50 identicon

Til þess þyrfti fyrst að afsanna þróunarkenningunni og henda henni á haugana - hingað til hefur það ekki tekist

Kristmann (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 12:43

51 Smámynd: Mofi

Ég spurði hvort það væri hægt með rannsóknum... áttu erfitt með að svara þeirri spurningu?

Mofi, 30.9.2008 kl. 12:50

52 identicon

Þú getur ekki "pick and choose" þetta er afleiðing náttúrulega ferla... en hitt er það ekki

Þakkaðu bara guði þínum fyrir að hanna þessa náttúrulegu ferla og reyndu bara að dást að því hversu stórkostleg sköpun þeir eru

Kristmann (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 12:51

53 Smámynd: Mofi

Geturðu ekki svarað spurningunni?

Mofi, 30.9.2008 kl. 12:56

54 identicon

er hægt með rannsóknum að útiloka náttúrulega ferla sem það sem orsakaði eitthvað í náttúrunni?
Já, það er hægt en hefur ekki tekist.

Ragnar (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 13:19

55 identicon

Hvernig í fjandanum á ég að geta svarað þessari fífla spurningu.... það hefur allavega ekki tekist enn....  og ég veit ekki hvernig í ósköpunum ég ætti að vita hvort það muni einhvern tíma takast

Kristmann (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 13:27

56 Smámynd: Mofi

Rangar var nógu mikill maður að geta svarað þessari einföldu spurningu. En fyrir ykkur þá langar mig að vita hvað gæti talist þannig að blindir náttúrulegir kraftar gætu ekki búið viðkomandi hlut eða kerfi til?

Er einhver séns að þið skiljið afhverju sumir geta ekki trúað að náttúrulegir kraftar hafi svona miklu sköpunargáfu?

Mofi, 30.9.2008 kl. 20:00

57 identicon

Er einhver séns að þið skiljið afhverju sumir geta ekki trúað að náttúrulegir kraftar hafi svona miklu sköpunargáfu?

Er séns að þú getir skilið að það er til fullt af kristnu, trúuðu fólki þarna úti sem trúir því að Guð sé höfundur þessara skapandi náttúrulegu ferla og getur þannig lifað í sátt og samlyndi með vísindamönnum og öðrum sem vilja skilja þessa ferla án þess að vera sífellt að blanda inn í það trúmálum?

Kristmann (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 20:17

58 identicon

það hefur allavega ekki tekist enn....  og ég veit ekki hvernig í ósköpunum ég ætti að vita hvort það muni einhvern tíma takast

BINGO

Ég hélt við værum að spila Romm?

Kristmann (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 20:20

59 identicon

Er einhver séns að þið skiljið afhverju sumir geta ekki trúað að náttúrulegir kraftar hafi svona miklu sköpunargáfu?

Ég skil vel að sumir geta ekki trúað því, sérstaklega ef menn hafa ekki mikinn skilning eða þekkingu á málinu. Svo kemur líka inn í myndina meinloka sem veldur því að sumir geta ekki ímyndað sér nógu mörg og lítil skref yfir mjög langan tíma. Enda munar faktor milljón á tímarammanum.

Ef Biblían er bókstaflega rétt þá þýðir það alsherjar samsæri langflestra vísindamanna í heiminum sem þá vilja útrýma trúarbrögðum.

Ragnar (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 21:02

60 Smámynd: Mofi

Kristmann
Er séns að þú getir skilið að það er til fullt af kristnu, trúuðu fólki þarna úti sem trúir því að Guð sé höfundur þessara skapandi náttúrulegu ferla og getur þannig lifað í sátt og samlyndi með vísindamönnum og öðrum sem vilja skilja þessa ferla án þess að vera sífellt að blanda inn í það trúmálum?

Þau koma málinu ekki við.  Þetta er spurning um að trúa ekki að þessir ferlar geti gert þetta því það vantar sönnunargögn.

Ragnar
Ég skil vel að sumir geta ekki trúað því, sérstaklega ef menn hafa ekki mikinn skilning eða þekkingu á málinu. Svo kemur líka inn í myndina meinloka sem veldur því að sumir geta ekki ímyndað sér nógu mörg og lítil skref yfir mjög langan tíma

Ég lít ekki á það sem menn geta ímyndað sér sem rök eða gögn í vísindalega umræðu.  IC kerfi eru vandamál fyrir þessa hugsun að mörg lítil skref því að rannsóknir sýna að það eru ekki nein lítil skref, annað hvort ertu með vél sem virkar eða virkar ekki.  Menn geta ímyndað sér einhver skref þarna en ef þeir geta ekki sýnt fram á þau í rannsóknum þá er aðeins um þeirra ímyndanir að ræða og  hugarórar eru ekki gögn í vísindalegri umræðu.

Ragnar
Ef Biblían er bókstaflega rétt þá þýðir það alsherjar samsæri langflestra vísindamanna í heiminum sem þá vilja útrýma trúarbrögðum.

Eða kristnir hafa ekki verið nógu góðir að halda í biblíulega skýringu á uppruna heimsins. Flestir sem kalla sig kristna í dag vilja aðeins Nýja Testamentið og vilja gleyma því Gamla. Í þeirri stöðu þá er ekki almennt mikill áhugi að verja bókstaflega sögu Biblíunnar um uppruna heimsins. Þetta er samt allt saman að breytast þó það mun án efa taka langan tíma.

Mofi, 30.9.2008 kl. 23:07

61 identicon

IC kerfi eru vandamál fyrir þessa hugsun að mörg lítil skref því að rannsóknir sýna að það eru ekki nein lítil skref, annað hvort ertu með vél sem virkar eða virkar ekki.

Alls ekki. Við vorum búnir að fara í gegnum þetta. Bolti og ró úr bíl virka alveg þótt þú getir ekki sest upp í þá og keyrt af stað. Þetta er einmitt meinlokan sem ég var að tala um. Þér er bara ómögulegt að ímynda þér þetta.

Eða kristnir hafa ekki verið nógu góðir að halda í biblíulega skýringu á uppruna heimsins. Flestir sem kalla sig kristna í dag vilja aðeins Nýja Testamentið og vilja gleyma því Gamla. Í þeirri stöðu þá er ekki almennt mikill áhugi að verja bókstaflega sögu Biblíunnar um uppruna heimsins. Þetta er samt allt saman að breytast þó það mun án efa taka langan tíma.

Jæja þá. Samsæri gegn GT. Breytir engu. Þú ert í raun að halda fram að 99% allra vísindamanna séu með samsæri til að útrýma GT. Ef GT er bókstaflega rétt þá er skekkja vísindarannsókna, útreikninga og kenninga svo mikil (faktor milljón) að það færi ekki framhjá neinum. Vísindamenn hljóta þá að vera með samsæri gegn GT.

Ragnar (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband