17.8.2008 | 14:10
Hefur þú týnt þínum eigin vitsmunum?
Fengið frá You have lost your mind Ef einhver hefur góða íslenska útgáfu af þessari setningu þá væri gaman að heyra hana. Bein þýðing væri eitthvað á þessa leið "þú hefur týnt þínum vitsmunum" en það er eitthvað afkáranlegt við það. Greinin sem þessi tilvitnun er tekin frá er alveg frábær og ég hefði í rauninni átt að þýða hana fyrst en vonandi hef ég tíma til að þýða hana seinna en hérna er hún: Accidents Happen
Þann 21. desember 2005 þá skrifaði Jay Homnick hjá American Spectator þetta:
http://www.spectator.org/dsp_article.asp?art_id=9135
Once you allow the intellect to consider that an elaborate organism with trillions of microscopic interactive components can be an accident you have essentially lost your mind.
Hvernig stendur á því að meirihlutinn af okkar vísindamönnum hefur týnt skynseminni? Ég held að ég geti útskýrt það. Þegar einhver verður að vísindamanni, þá lærir hann að vísindi geta útskýrt svo margt af því sem var áður óútskýranleg fyrirbrigði að maður ætlast til þess að ekkert geti sloppið útskýringakrafti vísindanna að eilífu ( þó að Mikli hvellur, skammtafræðin og fínstilling lögmála alheimsins eru byrjuð að láta suma efast ). Þegar einhver verður að líffræðingi, steingervingafræðingi, þá uppgvötar viðkomandi margt um uppruna og þróun lífs, eins og hin löngu tímabil og allt það sem er svipað milli tegunda sem gefa til kynna að náttúrulegir kraftar orsökuðu þetta ( þetta lýtur ekki út fyrir að vera aðferðin sem Guð hefði skapað hlutina ). Þegar einhver rannsakar mannkynssöguna ( sérstaklega sögu trúarbragða ), þá getur það verið yfirþyrmandi að sjá alla þjáninguna og ruglingin í hinu mannlega ástandi og velt því fyrir sér, afhverju er svo erfitt að sjá sannanir fyrir hönd Guðs í mannkynssögunni?
En það er eftirtektavert að í þessum lista afhverju vísindamenn afneita Vitrænni hönnun er einhver bein vísindalegar sannanir að náttúruval og handahófskenndar stökkbreytingar eða eitthvað annað afl náttúrunnar geti virkilega búið til vitræna hluti. Bill Dembski "specified complexity/sérhæft flækjustig?" rökin og mín rök annað lögmál rökin ( sem eru svipuð sjá hér) eru meira en tilraunir til að setja fram á vísindalegri hátt það sem er augljóst öllum sem eru ekki vísindamenn eins og Jay Homnick sem sagði: "fáráðlingar, ógáfulegir kraftar geta ekki orsakað gáfulega hluti". Sama hve sterk heimspekileg, sálræn eða trúarleg rök sem einhverjir af okkar mestu hugsuðum hafa til að afneita Vitrænni hönnun; rökin frá Vitrænni hönnun eru krystaltær þeim sem eru ekki heilaþvegnir: þegar þú leyfir sjálfum þér að íhuga alvarlega þann möguleika að mannslíkaminn og hugur mannsins gæti hafa verið orsakaður af kröftum sem hafa enga vitsmuni þá hefur þú í rauninni "týnt þínum eigin vitsmunum".
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 803194
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ef vitræn hönnun er svona æðisleg, afhverju er ekki búið að gefa út, birta og opinbera nákvæmlega hvernig hún virkar?
Ég get fundið nákvæmlega orðað hvert inntakið er í þyngdaraflskenningunni, þróunarkenningunni, miklahvellskenningunni og sýklakenningunni, svo ég taki nokkur dæmi. Aldrei hef ég rekist á neina vísindalega útskýringu á þessum vitræna hönnunar pakka, aðra en "guð gerði það"
Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 14:40
Því miður, en reyndar finnst mér vitræn hönnun vera að velja auðveldu útskýringuna. Vitræn hönnun svarar öllum spurningum með svarinu: "Guð gerði það." Er það ekki frekar mikil einföldun að varpa öllu á ósýnilegan guð sem enginn hefur heyrt í síðastliðin 2000 ár eða svo? Hvenær kemur næsta bókin hans út eiginlega? Ekki nóg með það, heldur er hellingur af öðrum guðum sem fólk ítrekar að séu hinir einu og sönnu guðir!
Guð gerði það, en hver þeirra? Má ég stofna mína eigin kirkju og halda því fram að minn guð hafi skapað heiminn? Hef ég þá réttara fyrir mér en þú mofi, og ef ekki, hvernig er hægt að sanna það?
Vitræn hönnun er bara svo einföld!! Ef það er bent á hin eða þessi vandamál (t.d. fjarlægar stjörnur sem hefur verið mælt að séu milljarðar ljósára í burtu og því hljóti alheimurinn að vera eldgamall) þá er bara sagt "Guð beygði náttúrulögmálin, hann getur það því hann skapaði þau" (og þessvegna fór ljósið hraðar áður fyrr!).
"Vegir Guðs eru órannsakanlegir"... "God has a plan"... "Þetta er vegna syndafallsins" ..."Treystið á guð" ...
Ég skal gjarnan halda frekar með vitsmunalausu "slysi" frekar en ósýnilegum guði.
Smá um 2. varmalögmálið svona í lokin.
Rebekka, 17.8.2008 kl. 15:21
www.zeitgeistmovie.com hefurðu séð þessa mynd ? getur horft á hana á netinu í byrjun fjallar hún um trúarbrögð.
Sonja (IP-tala skráð) 17.8.2008 kl. 19:40
Þú veist nú líklegast hvernig tölvur virka, hvernig upplýsingar verða til og hvernig flugvélar verða til ekki satt? Ég annars benti á tvær greinar í þessari blogg grein sem tekur ýtarlegra á þessu, sjá: specified complexity
Nei, spurningin er frekar, hvort er líklegra til að orsaka upplýsingar og flóknar vélar, vitsmunir eða ekki vitsmunir. Vitræn hönnun segir aðeins að vitsmunir eru líklegra svar og hvaða guðfræðilegu ályktanir menn gera út frá því tilheyrir ekki Vitrænni hönnun beint.
Jú, sem betur fer máttu það og það kallast trúfrelsi sem er gífurlega verðmætt. Út frá náttúrunni get ég aðeins ályktað að hönnuður er á ferðinni, ekki hve margir og ekki hver eða hverjir. Ég trúi að Jesú er Guð og hef mínar ástæður fyrir því sem við getum farið út í hvenær sem áhugi er fyrir hendi.
Þetta er ekki Vitræn hönnun, þetta er ákveðin útgáfa af Biblíulegri sköpun. Ég persónulega hef ekki mjög sterka skoðun á hve gamall alheimurinn er til dæmis.
Leitt að heyra en vonandi ertu með opin huga og þín skoðun ekki meitluð í stein.
Já og fjallaði um hana hérna: Zeitgeist
Mofi, 17.8.2008 kl. 19:59
Já eru það vísindamenn sem hafa tapað vitinu? Mosi, heilmikið vit í þessum pistli þínum, aha.
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD., 17.8.2008 kl. 20:25
Sveinn, hver sá sem trúir því að ferlar með ekkert vit geti orsakað vit eru sannarlega að trú einhverju sem er virkilega vitlaust. Þetta eru ekki allir vísindamenn því auðvitað eru til aragrúi af vísindamönnum sem trúa því að Guð er til og Guð gaf mannfólki vitsmuni. Endilega hættu að gera samasem merki milli þeirra trúar að Guð er ekki til og vísinda, þetta er ekki sami hluturinn.
Mofi, 17.8.2008 kl. 22:25
Þeir skiptist í nokkra hópa. Einn hópurinn telur að Guð hafi leiðbeint þróuninni, búið til upplýsingarnar, einn hópurinn telur að Guð skapaði eins og Biblían segir frá, enn annar hópurinn telur að Guð hafi sett þetta inn í lögmál náttúrunnar þannig að þróun myndi gerast, tilviljanir og náttúruval.
Aðeins það sem hefur byrjun þarf að hafa orsök en miðað við það sem við vitum þá þarf frumorsök og ég tel Guð vera þessa frumorsök.
Ég segi alltaf að ég trúi að sköpunarsagan sé sönn annað en darwinistar sem neita oftast að viðurkenna að þetta er þeirra trú.
Mofi, 18.8.2008 kl. 10:23
Hvað með hópinn sem trúir á guð en telur að guð hafi ekkert með þetta að gera?
Þessi pæling gengur ekki upp því þá þurfti guðinn þinn líka frumorsök til að geta orðið til.
Arnar, 18.8.2008 kl. 12:37
Mér finnst þeir alveg úti að aka og hefði gaman að því að rökræða við þá.
Nei, því frumorsök er fyrsta orsökin sem þarf ekkert til að orsaka sig því samkvæmt skilgreiningu þá var frumorsök ekki orsökuð.
Mofi, 18.8.2008 kl. 13:14
Og the big bang getur ekki verið frumorsök af því að?
Arnar, 18.8.2008 kl. 14:21
Big bang segir aðeins að alheimurinn hafði byrjun en segir ekki hvað orsakaði "sprenginguna". Hérna er aðeins rök fyrir því að eitthvað fyrir utan alheiminn orsakaði hann og fyrir mitt leiti þá er hvað sem er nógu öflugt að geta orsakað alheim á skilið titilinn Guð. Þetta er trú, alveg rétt og þú getur trúað hverju sem þú vilt í þessum efnum.
Mofi, 18.8.2008 kl. 14:46
Ef 'sprengingin' var 'frumosök' eins og þú vilt að guðinn þinn sé þá þarf ekkert að hafa orsakað sprenginguna.
Svo big bang er þá guð? Hvað með allt dótið úr biblíunni þá..
Arnar, 18.8.2008 kl. 15:29
Vitum við dæmi um einhverjar sprengingar sem voru ekki orsakaðar af einhverju? Nei, augljóslega þá þarf alheimurinn orsök og ég tel að besta útskýringin er Guð ef þú telur eitthvað annað geta orsakað alheiminn þá verði njóttu þeirra trúar.
Mofi, 18.8.2008 kl. 15:51
Nei, ef Guð er eilífur þá þarf Hann ekki byrjun og samkvæmt Biblíunni þá er Guð eilífur.
Mofi, 18.8.2008 kl. 17:10
Frekar að hérna sé ég rökrétta sönnun fyrir tilvist Guðs og ég tek henni í trú.
Þú getur alveg gleymt því að halda að ég fari að breyta þessu; ég vel að gera þetta svona.
Mofi, 20.8.2008 kl. 10:44
"rökin frá Vitrænni hönnun eru krystaltær þeim sem eru ekki heilaþvegnir"
Þeir sem halda að til sé almáttug vera að nafni Guð, sem skapaði himin og jörð og lét hreina mey fæða eingetinn son, og að þessi vera hafi alltaf verið til og orðið til úr engu, þeir eru virkilega heilaþvegnir, svona menn eins og þú.
Geir Guðbrandsson, 24.9.2008 kl. 18:04
Mofi, 25.9.2008 kl. 09:53
Ég sagði ekki að Guð hafi samkvæmt skilgreiningunni alltaf verið til og SÍÐAN orðið til úr engu. Skilgreiningunni samkvæmt er Guð upphafið, ekkert skapaði hann, og hann er eilífur, varð semsagt ekki til úr neinu og hefur alltaf verið til. Það ætti að vera hverjum heilvita manni augljóst að ekkert getur alltaf hafað verið til.
Geir Guðbrandsson, 25.9.2008 kl. 16:47
Hvernig heldur þú þá að alheimurinn varð til?
Mofi, 25.9.2008 kl. 17:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.