Ertu skarpari en... ormur?

img_21061_worms_450x360Þótt að ormar geti virkað frekar ómerkileg dýr að mati sumra þá hafa þeir nokkra ótrúlega hæfileika. Manst þú eftir að glíma við stærðfræði í skóla?  Kannski sérstaklega örsmæðareikning?  Eitthvað eins og þetta hérna:

e91e1439fb3c4faf30a301d1eadbe6e1

 

Samkvæmt Greg Soltis hjá Live Science þá kunna ormar þetta utan bókar.  Þetta heilar eðlislega geta notað þessa stærðfræði til að skilja merki frá skynjurum líkama þeirra.  Í háskóla í Oregon þá fnudu líffræðingar það út að þegar ormar skynja mat nálægt sér þá í hnotskurn taka þeir afleiðuna til að finna styðstu leiðina að matnum.

Þetta er hæfileiki sem hundar virðast líka hafa, sjá: http://www.creationsafaris.com/crev0503.htm#mammal54

Það er alveg magnað að fræðast um þá undraverðu hönnun sem Guð hefur skapað alls staðar í kringum okkur.  Næst þegar þið sjáið orm þá endilega hafið þið þetta í huga, þetta eru alveg mögnuð dýr.

Fengið héðan: http://creationsafaris.com/crev200807.htm#20080727b


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebekka

Jamm, dýr eru ágæt og hafa jafnvel ýmsa eiginleika sem óskandi væri að menn tækju til sín.  Mér finnst þó eins og það sé verið að byrja á röngum enda þarna (enda erfitt að sjá hvort er fram og hvort aftur á ormum..), og að þessi formúla túlki aðeins aðferðina sem ormurinn notar við að finna fæðu, en ekki að hann reikni þetta út meðvitað.

En, ég las greinina um hundinn, og rak augun svo harkalega í þessa setningu hér að það varðaði næstum við ofbeldi:

"If the intelligence were not put in from the outside by Someone, nature would follow the laws of thermodynamics, and the dog would decay into dust on the shore of the lake."

Ég segi bara:   HAAAAAAAA?!!(ad infitinum).

Rebekka, 15.8.2008 kl. 07:18

2 Smámynd: Mofi

Röddin, ég er svo sem ekki alveg viss heldur hvað þeir eiga við þarna. Það er svo sem alveg augljóst að án vitsmunalegs innleggs þá taka lögmál náttúrunnar við og allt hrörnar og verður að engu. Virkar dáldið skrítið að nota varmalögmálin á hunda.

Mofi, 15.8.2008 kl. 09:28

3 Smámynd: Arnar

Mófi:
Það er alveg magnað að fræðast um þá undraverðu hönnun sem Guð hefur skapað alls staðar í kringum okkur.

Hvaða heimildir hefurðu fyrir því að guðinn þinn hafi skapað þetta?

Arnar, 15.8.2008 kl. 09:55

4 Smámynd: Rebekka

Úff hvað ég er fegin að þú ert allavega pínu sammála um að þetta hafi verið undarlega sagt.

Málið er að náttúran ER að framfylgja sínum eigin náttúrulögmálum.  Það voru ekki vísindamenn sem skálduðu upp varmalögmálin og Guði að þakka að þessi stórhættulegu lögmál geri ekki allt að dufti.  Lögmálin lýsa eingöngu því sem gerist í náttúrunni.

 Lögmál náttúrunnar eru til staðar og gera heiminn að því sem hann er í dag.   Við skulum frekar rífast, úps rökræða um hvort að Guð hafi skrifað þessi ágætu lögmál eða hvort þau eigi sér aðrar orsakir.

Rebekka, 15.8.2008 kl. 09:59

5 Smámynd: Mofi

Arnar, af því að þetta er flott hönnun og hef enga ástæðu til að álykta að náttúrulegir ferlar geta hannað svona.

Röddin, við getum alveg rifist ef þú vilt, ef það gerir þig ánægðri :)   um hvort að náttúrulögmálin voru orsökuð af Guði sem þá löggjafinn eða hvort að það er til önnur orsök náttúrulögmálanna. Hvað telur þú geta orsakað náttúrulögmál?

Mofi, 15.8.2008 kl. 15:49

6 Smámynd: Arnar

Mófi:
Arnar, af því að þetta er flott hönnun og hef enga ástæðu til að álykta að náttúrulegir ferlar geta hannað svona.

Ef náttúrulegir ferlar geta búið til.. td. auga.. geta þeir þá ekki gætt orm skynfærum sem hjálpa honum að miða út fæðu?

Arnar, 15.8.2008 kl. 16:09

7 Smámynd: Rebekka

Jæja, ef ég vissi svarið við því væri ég annaðhvort Messías nr. 2 eða margfaldur nóbelsverðlaunahafi, slegin riddaratign í mörgum löndum og heiðursdoktor hjá öllum háskólum.

Ég sé lögmálin aðeins sem nokkurs konar leiðbeiningar til að útskýra heiminn.  Þau eru s.s. "descriptive" en ekki "prescriptive" (vantar betri orð á íslensku).  Ormurinn er ekki að pæla í neinum örsmæðarreikning þegar hann leitar sér að fæðu, frekar en við þurfum að reikna meðvitað út nákvæman fallferil og hraða á bolta er við sjáum hann koma að okkur til að grípa hann.   Við bara bregðumst ósjálfrátt við og grípum (sumir missa þó marks ).  Þess vegna fannst mér svo fáránlegt að segja að Guð komi í veg fyrir að náttúrulögmálin gangi sinn gang (eins og greinin um hundinn virðist vera að gefa í skyn).

Lögmálin eru skrifuð af mönnum, en þau væru líka jafn mikið til staðar þrátt fyrir að enginn hefði skrifað neitt um þau.  Þau voru til staðar við upphaf heimsins þannig að:

a) Big Bang orsakaði náttúrulögmálin (eða önnur vísindaleg tilgáta, þó mér finnist Big Bang ekki slæm).

b) Guð orsakaði náttúrulögmálin.

Ég kýs valkost a!  Ef ég svo hef rangt fyrir mér lofa ég að biðja guð afsökunar áður en hann steypir mér í eilífa glötun.

Rebekka, 15.8.2008 kl. 16:22

8 Smámynd: Mofi

Arnar
Ef náttúrulegir ferlar geta búið til.. td. auga.. geta þeir þá ekki gætt orm skynfærum sem hjálpa honum að miða út fæðu?

Mikil er trú þín... ég hef ekki séð neinar sannanir fyrir því að náttúrulegir ferlar geti búið til auga. Hérna komum við svo sem að akkurat aðal atriðinu. Það skiptir engu máli hvaða gögn ég kem með, hvaða dæmi úr náttúrunni ég kem með fyrir gaur eins og þig. Þú trúir að náttúrulegir ferlar geta búið allt til svo öll gögn gagnslaus í umræðu við þig.

Röddin...
Ormurinn er ekki að pæla í neinum örsmæðarreikning þegar hann leitar sér að fæðu, frekar en við þurfum að reikna meðvitað út nákvæman fallferil og hraða á bolta er við sjáum hann koma að okkur til að grípa hann.

Ekki samkvæmt þessum rannsóknum og þótt eitthvað gerist "sjálfkrafa" þá þarf samt að finna út úr þessu. Ef þú þyrftir að útfæra þetta sem vélmenni þá þyrftir þú eflaust að beita stærðfræðinni. Fyrst þetta gerist í lífveru þá verður þetta einhver svartur kassi hjá þér og ekkert mál en það er ekki raunveruleikinn.

Röddin...
Þess vegna fannst mér svo fáránlegt að segja að Guð komi í veg fyrir að náttúrulögmálin gangi sinn gang (eins og greinin um hundinn virðist vera að gefa í skyn).

Ekki grænan grun afhverju þú segir þetta.  Sumt að vísu í sköpun heimsins er þannig að Guð þurfti að brjóta þessi lögmál eins og lögmálið að það er ekki hægt að skapa efni eða orku og lögmálið að nýtileg orka fer alltaf minnkandi svo dæmi séu tekin.

Röddin...
Lögmálin eru skrifuð af mönnum, en þau væru líka jafn mikið til staðar þrátt fyrir að enginn hefði skrifað neitt um þau.  Þau voru til staðar við upphaf heimsins þannig að:

Við auðvitað skrifuðum bara lýsingar á lögmálum sem voru þegar til.

Röddin...
Ég kýs valkost a!  Ef ég svo hef rangt fyrir mér lofa ég að biðja guð afsökunar áður en hann steypir mér í eilífa glötun.

Það yrði ekki vegna þess sem eilíf glötin biði þín.

Mofi, 15.8.2008 kl. 16:29

9 Smámynd: Rebekka

Ég segi þetta af því að greinin sagði því sem næst hreint út að það væri guði að þakka að varmalögmálin gerðu ekki hundgreyið að dufti.  Ef þau gætu það mögulega væri það einungis vegna þess að lögmálin hefðu verið brotin eða þeim breytt.

Og lífverur eru einmitt með þennan svarta kassa!  Hið örstutta skeið sem maðurinn hefur verið við "völd" má sín lítils miðað við allan þann tíma sem hefur tekið heiminn til að komast þangað sem hann er núna.  Þessir náttúrulegu ferlar eru sko ekkert djók.

Og ég veit alveg að það væri ekki vegna valkostar a. að mín bíður glötun, en það er nú samt allt í lagi að biðjast afsökunar ef maður hefur rangt fyrir sér.

Rebekka, 15.8.2008 kl. 17:15

10 Smámynd: Arnar

Æji, stundum ertu eiginlega bara fyndin.. eða hlægilegur.. mátt velja af því að það er föstudagur. 

Mófi:
Mikil er trú þín... ég hef ekki séð neinar sannanir fyrir því að náttúrulegir ferlar geti búið til auga. Hérna komum við svo sem að akkurat aðal atriðinu. Það skiptir engu máli hvaða gögn ég kem með, hvaða dæmi úr náttúrunni ég kem með fyrir gaur eins og þig. Þú trúir að náttúrulegir ferlar geta búið allt til svo öll gögn gagnslaus í umræðu við þig.

Ef einhver tekur ekki tillit til gagna þá ert það þú, ef gögnin stangast á við bókstafsbiblíutrúnna þína þá segirðu að þau séu bull og vitleysa án frekari raka.

Dæmin þín úr náttúrunni: "Ormur býr yfir ótrúlegum hæfileikum, guð gerði það."

Engin gögn, engin rök, ekkert nema þín ályktun út frá þeirri von um að ef guð er til þá komist þú inn í himnaríki.  Og til þess að guð geti verið til og þú komist í himnaríki þá þarf hann að hafa gert allt sem sagt er í biblíunni þinni.

How Could An Eye Evolve?

The full Darwin quote in fact gives a prescription for how organs of great complexity can arise by slow degrees. A suitable sequence of events has been found, and there are numerous sea creatures alive today whose eyes are stages in that sequence.

It has been calculated that a complete fish eye could have evolved in less than 350,000 years, with almost no mutations. Something that easy should have happened many times, and in fact, taxonomists think that eyes have evolved more than 40 times.

Scientists consider their explanation of eye evolution to be a great triumph for Darwin's idea of Natural Selection.

The eye is to complex to have evolved:

This is the quintessential example of the argument from incredulity. The source making the claim usually quotes Darwin saying that the evolution of the eye seems "absurd in the highest degree". However, Darwin follows that statement with a three-and-a-half-page proposal of intermediate stages through which eyes might have evolved via gradual steps (Darwin 1872).

  • photosensitive cell
  • aggregates of pigment cells without a nerve
  • an optic nerve surrounded by pigment cells and covered by translucent skin
  • pigment cells forming a small depression
  • pigment cells forming a deeper depression
  • the skin over the depression taking a lens shape
  • muscles allowing the lens to adjust
All of these steps are known to be viable because all exist in animals living today. The increments between these steps are slight and may be broken down into even smaller increments. Natural selection should, under many circumstances, favor the increments. Since eyes do not fossilize well, we do not know that the development of the eye followed exactly that path, but we certainly cannot claim that no path exists.

Evidence for one step in the evolution of the vertebrate eye comes from comparative anatomy and genetics. The vertebrate ??-crystallin genes, which code for several proteins crucial for the lens, are very similar to the Ciona ??-crystallin gene. Ciona is an urochordate, a distant relative of vertebrates. Ciona's single ??-crystallin gene is expressed in its otolith, a pigmented sister cell of the light-sensing ocellus. The origin of the lens appears to be based on co-optation of previously existing elements in a lensless system.

Nilsson and Pelger (1994) calculated that if each step were a 1 percent change, the evolution of the eye would take 1,829 steps, which could happen in 364,000 generations.

Evolution of the Eye 

Through natural selection, different types of eyes have emerged in evolutionary history -- and the human eye isn't even the best one, from some standpoints. Because blood vessels run across the surface of the retina instead of beneath it, it's easy for the vessels to proliferate or leak and impair vision. So, the evolution theorists say, the anti-evolution argument that life was created by an "intelligent designer" doesn't hold water: If God or some other omnipotent force was responsible for the human eye, it was something of a botched design.

Wiki : Evolution of the eye

Does an objective look at the human eye show evidence of creation?

In summary, the eye not only lacks evidence of divine creation, it exemplifies the problems that natural evolution can create (along with the virtues) in organisms. Rather than being a chief argument for creationism, the human eye should be a topic that 'special creation' and/or 'intelligent design hypothesis' apologists avoid.

Hélt meira að segja að sköpunarsinnar væru hættir að nota augað sem dæmi.. þú lest þetta væntanlega allt og getur gott tillit til gagna og svoleiðis, ekki satt?

Og hvar hef ég lýst því yfir að náttúrulegir ferlar geti gert 'allt'?  Hættu að gera mér upp skoðanir, það kallast lygi og lygarar komst ekki inn í himnaríki mófi.

Arnar, 15.8.2008 kl. 17:24

11 Smámynd: Mofi

Röddin...
Ég segi þetta af því að greinin sagði því sem næst hreint út að það væri guði að þakka að varmalögmálin gerðu ekki hundgreyið að dufti.  Ef þau gætu það mögulega væri það einungis vegna þess að lögmálin hefðu verið brotin eða þeim breytt.

Það stóð ekki að það væri Guði að þakka heldur án þess að vitsmunir myndi leggja til upplýsingar og vélar sem virka þá myndu varmalögmálin brjóta allt niður. Annað lögmál varmafræðinnar segir að allt leiti til hrörnunar. Þeir sem trúa þróunarkenningu trúa aftur á móti því að þróun vinni á móti þessu.

Röddin...
Og lífverur eru einmitt með þennan svarta kassa! 

endilega útskýrðu...

Röddin...
Og ég veit alveg að það væri ekki vegna valkostar a. að mín bíður glötun, en það er nú samt allt í lagi að biðjast afsökunar ef maður hefur rangt fyrir sér

Já, vonandi kann Guð að meta það.

Arnar
Engin gögn, engin rök, ekkert nema þín ályktun út frá þeirri von um að ef guð er til þá komist þú inn í himnaríki.  Og til þess að guð geti verið til og þú komist í himnaríki þá þarf hann að hafa gert allt sem sagt er í biblíunni þinni.

Ég benti á dæmi um hönnun í náttúrunni og afhverju hafnar þú þeim? Er það vegna þess að þú veist hvernig náttúrulegir ferlar fóru að þessu? Er það kannski vegna þess að þú trúir að náttúrulegir ferlar geta búið allt til?

Arnar
It has been calculated that a complete fish eye could have evolved in less than 350,000 years, with almost no mutations.

Núna verður þú að fræða mig; hver reiknaði þetta út og hvernig þróaðist auga án þess að stökkbreytingar komu nálægt?

Arnar
Something that easy should have happened many times, and in fact, taxonomists think that eyes have evolved more than 40 times

Ástæðan fyrir því að darwinistar telja að augað hafi þróast 40 sinnum er vegna þess að mismunandi augu eru til í náttúrunni.  Ég öfunda þig af því mikla magni af trú sem þú hefur.

Arnar
If God or some other omnipotent force was responsible for the human eye, it was something of a botched design.

Já... er það ekki bara...  þetta hlýtur hreinlega að vera gamalt því að það er löngu búið að komast að því afhverju augað er tengt eins og það er og ekkert léleg hönnun vegna þess.  Hérna er útskýrt afhverju augað er dæmi um snilldarhönnun og er engan vegin tengt vitlaust, sjá: An eye for creation

Arnar
Og hvar hef ég lýst því yfir að náttúrulegir ferlar geti gert 'allt'?  Hættu að gera mér upp skoðanir, það kallast lygi og lygarar komst ekki inn í himnaríki mófi.

Ef þetta er rangt hjá mér, segðu mér þá hvað náttúrulegir ferlar geta ekki gert?  Geta þeir búið til tölvur, forritunarmál, flugvélar eða mótora?  Hefur þú einhverja leið til að komast að því að náttúrulegir ferlar gátu ekki búið eitthvað til?

Mofi, 15.8.2008 kl. 19:23

12 Smámynd: Arnar

Arnar
Engin gögn, engin rök, ekkert nema þín ályktun út frá þeirri von um að ef guð er til þá komist þú inn í himnaríki.  Og til þess að guð geti verið til og þú komist í himnaríki þá þarf hann að hafa gert allt sem sagt er í biblíunni þinni.

Mófi:
Ég benti á dæmi um hönnun í náttúrunni og afhverju hafnar þú þeim? Er það vegna þess að þú veist hvernig náttúrulegir ferlar fóru að þessu? Er það kannski vegna þess að þú trúir að náttúrulegir ferlar geta búið allt til?

Þú benntir á eitthvað sem þú ályktar að sé dæmi um hönnun.  Þú hefur ekkert í höndunum til að styðja þitt álit.

Og hver segir að náttúrulegir ferlar geti 'búið allt til', aðrir en sköpunarsinnar sem eru að reyna að búa til eitthvað vandamál, strámann, sem ekki er hægt að leysa.

Arnar
Og hvar hef ég lýst því yfir að náttúrulegir ferlar geti gert 'allt'?  Hættu að gera mér upp skoðanir, það kallast lygi og lygarar komst ekki inn í himnaríki mófi.

Mófi:
Ef þetta er rangt hjá mér, segðu mér þá hvað náttúrulegir ferlar geta ekki gert?  Geta þeir búið til tölvur, forritunarmál, flugvélar eða mótora?  Hefur þú einhverja leið til að komast að því að náttúrulegir ferlar gátu ekki búið eitthvað til?

Svo.. þurfa náttúrulegir ferlar annað hvort að geta gert allt.. eða ekkert?  Og á ég að útskýra eitthvað sem ég hef ekki þekkingu á?

Hvernig væri að koma með einhver gögn og eitthvað sem mark er takandi á í stað þess að koma með alla rökleysis súpuna aftur og aftur og aftur.

Arnar, 18.8.2008 kl. 12:31

13 Smámynd: Mofi

Sveinn, hérna er annað lögmálið orðað á almennari hátt:

Isaac Asimov
Another way of stating the second law then is, 'The universe is constantly getting more disorderly!' Viewed that way we can see the second law all about us. We have to work hard to straighten a room, but left to itself it becomes a mess again very quickly and very easily. Even if we never enter it, it becomes dusty and musty. How difficult to maintain houses, and machinery, and our own bodies in perfect working order: how easy to let them deteriorate. In fact, all we have to do is nothing, and everything deteriorates, collapses, breaks down, wears out, all by itself - and that is what the second law is all about

Þetta er líka það sem við sjáum alls staðar í kringum okkur, allt er að hrörna, bíllinn, húsið og tölvan.  Í sumum tilfellum þá vegna efnafræði myndast eitthvað sem menn geta kallað reglu en það er lítið annað en útúrsnúningur út frá því sem er augljóst.

Mofi, 18.8.2008 kl. 12:38

14 Smámynd: Mofi

Arnar
Þú benntir á eitthvað sem þú ályktar að sé dæmi um hönnun.  Þú hefur ekkert í höndunum til að styðja þitt álit.

Þegar hluturinn hefur öll einkenni hönnunar þá augljóslega hef ég helling í höndunum. Ef þú hefur aldrei hannað neitt þá auðvitað get ég ekki útskýrt þannig fyrir þér, þú verður bara að prófa að t.d. búa til forritunarmál og þegar þú klárar það þá endilega segðu mér hvernig þú sérð fyrir þér náttúrulega ferla búa þannig til.

Arnar
Og hver segir að náttúrulegir ferlar geti 'búið allt til', aðrir en sköpunarsinnar sem eru að reyna að búa til eitthvað vandamál, strámann, sem ekki er hægt að leysa.

Ég segi þetta aðeins vegna þess að það virðist ekki skipta neinu máli hvað við finnum í náttúrunni, þú virðist alltaf geta trúað því að náttúrulegir ferlar geti búið það til svo ég veit ekki betur en að þínu mati geti þeir búið allt til. Hvað eiginlega í náttúrunni getur þú ímyndað þér að náttúrulegir ferlar geti ekki búið til?

Arnar
Svo.. þurfa náttúrulegir ferlar annað hvort að geta gert allt.. eða ekkert?  Og á ég að útskýra eitthvað sem ég hef ekki þekkingu á?

Þú hlýtur að vita betur en að koma með svona heimsku, ég veit að þú ert ekki svona vitlaus.

Mofi, 18.8.2008 kl. 12:42

15 Smámynd: Arnar

Mófi:
Þegar hluturinn hefur öll einkenni hönnunar þá augljóslega hef ég helling í höndunum. 

Hver eru helstu einkenni hönnunar:

  • Of flókið til að geta gerst af sjálfu sér?
  • Of ólíklegt til að geta gerst af sjálfu sér?
  • Það stendur í biblíunni?
  • guð gerði það?

Ef þú ert með svona 'helling' í höndunum, legðu þá fram einhver gögn til að styðja þitt mál um augljósa hönnun.

Mófi:
Ef þú hefur aldrei hannað neitt þá auðvitað get ég ekki útskýrt þannig fyrir þér, þú verður bara að prófa að t.d. búa til forritunarmál..

Oh nei, ég hef ekki búið til forritunarmál.. er ég þá vitlaus og vanhæfur til að greina hönnun?  Hef reyndar gert hluta af stýrikerfi og þýðanda (sem þýðir forritunarmál) telur það?  Það er td. tiltölulega lítið mál að gera forritunar mál sem getur gert 'hallo heimur' á eitthvað úttak..

Arnar
Svo.. þurfa náttúrulegir ferlar annað hvort að geta gert allt.. eða ekkert?  Og á ég að útskýra eitthvað sem ég hef ekki þekkingu á?

Mófi:
Þú hlýtur að vita betur en að koma með svona heimsku, ég veit að þú ert ekki svona vitlaus.

Geturðu bara ekki svarað spurningunni í stað þess að vera með einhverjar áliktanir um vitsmuni mína.

Ef náttúrulegir ferlar geta ekki gert ALLT, þýðir það að þeir geti ekki gert neitt?

Arnar, 18.8.2008 kl. 12:52

16 Smámynd: Mofi

Arnar
Hver eru helstu einkenni hönnunar:

  • Of flókið til að geta gerst af sjálfu sér?
  • Of ólíklegt til að geta gerst af sjálfu sér?
  • Það stendur í biblíunni?
  • guð gerði það?

Ef þú ert með svona 'helling' í höndunum, legðu þá fram einhver gögn til að styðja þitt mál um augljósa hönnun

Sérðu muninn á eftirfarandi:

  • Hrúu af rusli og tölvu?
  • Hrúu af scrabble stöfum og scrabble stöfum raðað í setningar?
  • Sandi á ströng og úri?

En hérna er þetta sett fram á vísindalegri hátt þó ég efast um að það virki: specified complexity

Arnar
Oh nei, ég hef ekki búið til forritunarmál.. er ég þá vitlaus og vanhæfur til að greina hönnun?  Hef reyndar gert hluta af stýrikerfi og þýðanda (sem þýðir forritunarmál) telur það?  Það er td. tiltölulega lítið mál að gera forritunar mál sem getur gert 'hallo heimur' á eitthvað úttak..

Þetta sem þú gerðir, þurfti vitsmuni til þess?  

Arnar
Geturðu bara ekki svarað spurningunni í stað þess að vera með einhverjar áliktanir um vitsmuni mína.

Ég er marg búinn að segja að sá sem aðhyllist Vitræna hönnun reynir að greina á milli þess sem náttúrulegra kraftar geta gert og það sem þeir geta ekki gert. 

Mofi, 18.8.2008 kl. 13:05

17 Smámynd: Rebekka

Greyið Asimov að vera núna notaður sem "sönnunargagn" gegn þróun.  Hann var að vísu prófessor í lífefnafræði, en þekktastur er hann fyrir vísindaskáldskap (hann skrifaði u.þ.b. 500 bækur og yfir 9000 bréf eða póstkort) og var vel metinn fyrir að koma vísindalegum kenningum yfir á almennt mál.  Þarna sýnist mér hann einmitt vera að reyna að útskýra 2. varmalögmálið eins og maður myndi gera fyrir fólki sem hefur aldrei heyrt um það.

Asimov var húmanisti eins og hann kallaði sig og trúði ekki á neinn Guð.  Hann leit á Biblíuna sem samansafn af hebreskum þjóð- og guðasögum, svipað og Iliaðskviðurnar voru fyrir gríska goðafræði. (tekið af Wikipedia).  Væri hann á lífi í dag efast ég stórlega um að hann væri sáttur við sköpunarsinna.

Fullyrðingar sköpunarsinna um 2.varmalögmálið er því miður byggt á (vísvitandi?) misskilningi , það segir ekkert um að þróun geti ekki átt sér stað.

Rebekka, 18.8.2008 kl. 13:27

18 Smámynd: Mofi

Röddin... takk fyrir þessar upplýsingar um Isamov en ég notaði hann aðeins til að útskýra fyrir ákveðnum aðila hvernig annað lögmálvarmafræðinar virkar.  Ég veit vel að þróun á að geta unnið á móti þessu lögmáli og það er áhugaverð umræða, þar fær maður að sjá trú darwinista á móti lögmálum náttúrunnar og eins og svo oft áður þá loka þeir augunum.  Það er rétt að annað lögmálið fræðilega útilokar ekki þróun en augljóslega þá er tilhneigingin að hrörna og þróun þarf að vinna á móti þessu.

Mofi, 18.8.2008 kl. 13:38

19 Smámynd: Arnar

Mófi, engin gögn sem styðja ályktun þína að skynfæri orma séu hönnuð?  Rosalega er ég hissa.

Og, þú svarar ekki spurningunni:  Ef náttúrulegir ferlar geta ekki gert ALLT, þýðir það þá að þeir geti ekki gert neitt?

Arnar, 18.8.2008 kl. 14:24

20 Smámynd: Mofi

Arnar, hvar eru gögnin sem styðja að þau voru búin til af náttúrulegum ferlum?  Eru þeir vanir að finna út úr því hvernig á að reikna og leysa flóknar stærðfræðiformúlur?  Það er til nóg af gögnum að þegar vitsmunum er beitt á þessi vandamál þá geta vitsmunir leyst þau en það eru ekki til nein gögn sem ég veit um sem segir að náttúrulegir ferlar geti leyst þau.

Arnar
Og, þú svarar ekki spurningunni:  Ef náttúrulegir ferlar geta ekki gert ALLT, þýðir það þá að þeir geti ekki gert neitt?

Ertu ekki að grínast?  Ég er búinn að svara þessu marg oft...  Hvað er það við þessa setningu sem þú skilur ekki?

Mofi
sá sem aðhyllist Vitræna hönnun reynir að greina á milli þess sem náttúrulegra kraftar geta gert og það sem þeir geta ekki gert. 

Náttúrulegir ferlar geta búið margt til og eru góð útskýring á t.d. ónæmi við sýklalyfjum....

Mofi, 18.8.2008 kl. 14:40

21 Smámynd: Arnar

Arnar
Og, þú svarar ekki spurningunni:  Ef náttúrulegir ferlar geta ekki gert ALLT, þýðir það þá að þeir geti ekki gert neitt?

Mófi:
Ertu ekki að grínast?  Ég er búinn að svara þessu marg oft...  Hvað er það við þessa setningu sem þú skilur ekki?

Jú, ég er bara að grínast.

En í fullri alvöru, hef hvergi séð þig svara þessari spurningu og er mjög forvitinn að vita.

Arnar, 18.8.2008 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803229

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband