Salómon vissi hvað hann söng

fruits_vegetablesFyrir um það bil þrjú þúsund árum sagði Salómon konungur þetta um hamingjuna og heilsuna: 

Orðskviðirnir 17:2
Glatt hjarta veitir góða heilsubót, en dapurt geð skrælir beinin.

Lengi vel þá vildu menn ekki tengja hvernig fólki leið við líkamlegu heilsu þess en eins og svo oft áður þá hafði Biblían á réttu að standa. Margt fleira sagði Biblían um heilsu og t.d. að líkami okkar er hannaður fyrir ávexti og fræ og þess háttar en ekki til að vera kjötætur. Það þýðir ekki að kjötát er slæmt, aðeins að það er ekki samkvæmt uppskriftinni. Líklegast útilokað að vita hve margir deyja vegna þess að þeir borða ekki í samræmi við þá uppskrift sem Guð gaf okkur.

Hérna er grein sem fjallar um þá ótrúlegu ráðgjöf sem Biblían gefur um heilsu og hvernig sú ráðgjöf hefur staðist tímans tönn og hve mörgum lífum hefði verið hægt að bjarga ef fólk hefði fyglt þeim, sjá: The first book of public hygiene

Síðan eitthvað sem ég skrifaði um svipað efni: Megrunarkúr Mofa

 


mbl.is Hamingjan lengir lífið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnar

Akkuru vísarðu ekki í bloggið þitt um svínakjötið

Og ertu að leiða rök að því að fyrst það er eitthvað eitt í biblíunni sem gæti verið satt þá sé allt hitt satt líka?  Eða er biblían í bestafalli með góða heilsuráðgjöf.

Arnar, 14.8.2008 kl. 12:29

2 identicon

Ok svo við erum gerð til þess að borða fræ eins og páfagaukar, og síðan að gaula setningar upp úr biblíunni á hverri grein.

Eins og það séu einhver sannindi að maður á bömmer eigi minni möguleika en maður í góðum fíling... 2 + 2 = 4

Matreiðslubók Gudda: Ekki borða rækjur... svínakjöt er bömmer... svo fer hann eitthvað út í klæðnað og úr hvaða efnum hann á að vera...
Og svo náttlega Gróðurbók gudda... með hvað megi plantast saman...

Þegar þið eruð búin með þessa bók þá er gott að skella sér í litlu gulu hænuna

DoctorE (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 12:36

3 Smámynd: Mofi

Arnar, það er engin spurning að á þeim tíma sem Biblían var skrifuð þá var svínakjöt hættulegt.  Þetta er eins og spurningin um eitthvað eða einhvern sem þú treystir eða treystir ekki. Þegar einhver reynist áreiðanlegur þá byrjar þú að treysta viðkomandi frekar.  Sama á við Biblíuna, þegar þú kemst að því að hún sagði rétt frá þá getur traust þitt á henni aukist.

Mofi, 14.8.2008 kl. 12:38

4 Smámynd: Mofi

DoctorE, nei, ávexti og fræ og fleira þess háttar.

Mofi, 14.8.2008 kl. 12:39

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Akkuru vísarðu ekki í bloggið þitt um svínakjötið

Arnar, mikið er ég sammála því! tíhí ..

Guðsteinn Haukur Barkarson, 14.8.2008 kl. 13:33

6 Smámynd: Mofi

Þetta er frábær hugmynd hjá ykkur tveimur :)    Here goes: Er svínakjöt holl fæða?

Sveinn, sammála þér. 

Mofi, 14.8.2008 kl. 13:58

7 Smámynd: Linda

frábær lesning sem þú vísar í(sú fyrri), það er alveg á hreinu að fólk er ekki nægilega duglegt að þvo sér um hendur, í raun ætti fólk að hætta að heilsast að hætti vestrænna menningar og taka upp olnbogatakið, ef þið hugsið út í það, auk þess á fólk ekki að deila tölvum á vinnustöðum eða símum ég er viss um að sé komið í veg fyrir slíkt mundi pesta sjúkdómar minka um helming.  Biblían er full af vísdómi sem forfeður okkar hefðu betur farið eftir, en á tímum sem læknavísindin fóru að verða alvöru vísindi á sama tíma byrjaði menntað fólk að efast um Guð,(17,18 og 19 öld m.a.) þeim hefði verið nær að lesa ritningarnar og læra hvernig ætti að koma að sjúkum, hvað ætti að gera eftir snertingu við þá eða eftir dauða þeirra með klæði og hýbýli.  Horkinn verður manninum að falli. 

Ofangreint er svona í hnotskorn á mun lengri og alvarlegri sögu og þróun lækna vísindanna sem eiga sína hærðulegu og myrku sögu.

kv..

Linda, 14.8.2008 kl. 14:17

8 Smámynd: Mofi

Linda, svo sorglegt að á 17. og 18. öld að þá voru kristnir vísindamenn að rannsaka en slepptu heilsureglum Gamla Testamentisins. Það hefði verið samfélagi alveg ómetanlegt að fylgja þessum reglum og gaman væri að rannsaka hvort þannig samfélög voru ekki til á hinum og þessum tímum í sögunni. 

Takk fyrir heimsóknina og góða athugasemd. 

Mofi, 14.8.2008 kl. 14:34

9 Smámynd: Arnar

Linda:
Biblían er full af vísdómi sem forfeður okkar hefðu betur farið eftir, en á tímum sem læknavísindin fóru að verða alvöru vísindi á sama tíma byrjaði menntað fólk að efast um Guð,(17,18 og 19 öld m.a.) þeim hefði verið nær að lesa ritningarnar og læra hvernig ætti að koma að sjúkum, hvað ætti að gera eftir snertingu við þá eða eftir dauða þeirra með klæði og hýbýli.  Horkinn verður manninum að falli.

Ertu ekki að grínast???  Ætla eiginlega að vona það.  Annars skil ég þetta sem að þú myndir vilja skipta út nútíma læknavísindum fyrir einhverja heilsuspeki úr biblíunni.

Arnar, 14.8.2008 kl. 14:50

10 identicon

Já spáið í þvi, áður en biblían var skálduð upp þá þvoði fólk sér ekki um hendurnar.
Ég man það vel þegar Árna Johnsen sagði það á alþingi fyrir skemmstu, Kæru íslendingar, biblían er best, trúboðar hafa farið og kennt fólki að þvo sér um hendurnar hallelúja..

Hendum vísindum út af öllum stofnunum, ekki þvo neitt á sjúkrahúsum, fáum prest sem særir illa anda úr skítnum og þvær sér síðan um hendurnar...

Comon folks... það er 2008 og sumir hér tala eins og það sé árið 8.
Yes master, dont eat the pig master..

DoctorE (IP-tala skráð) 14.8.2008 kl. 14:56

11 Smámynd: Mofi

Þið tveir hérna, svakalega gerið þið lítið úr ykkar málstað ef þið þurfið að ráðast á allt, jafnvel þótt það er augljóslega gott.  Hver er að tala um henda vísindum fyrir ráðleggingar Biblíunnar?  Eru þið aftur að ruglast á þessu með þá trú að forritunarmál og upplýsingar verði til af sjálfu sér fyrir vísindi? 

Vísindi er aðferð til að öðlast þekkingu á heiminum í kringum sig en þið afskræmið vísindi með því að láta þau þýða hið sama og ykkar trú um uppruna alheims, lífs og tilvist Guðs. 

Mofi, 14.8.2008 kl. 15:02

12 Smámynd: Linda

Arnar ég er mjög þakklát fyrir læknavísindin, ég held að við hefðum samt sem áður komist mun lengra en við gerðum og fyrr hefðum við farið eftir megin reglum ritningarinnar um umgengni við sjúka, bæði hvað varðar okkur sjálf og þá, ég er ekki að atast út í nútíma læknavísindi, ég er einfaldlega að minnast á að læknavísindin hefðu á sínum tíma verið bættari að fara eftir ritningunni þegar það koma að sótthreinsun m.a.  Ekki snúa svona út, þú er betur gefin en svo.

Sveinn,  heimildir takk. 

Diddi, alltaf sami jólasveininn.

Takk Halldór, eins og ég sagði frábær grein sem þú bentir á og mjög umhugsunarverð.

kv.

Linda, 14.8.2008 kl. 15:22

13 Smámynd: Mofi

Sveinn
Síðast þegar ég vissi þá stóð ekkert um örverur í bíblíunni, sem er skrítið í ljósi þess að það er tiltölulega einfalt að skrifa að það eru til svo lítil kvikindi að þau sjáist ekki með berum augum sem geta haft svona alvarleg áhrif á heilsu okkar.  Meira að segja hjátrúarfullir bronsaldarmenn ættu að geta skilið það ef guð þeirra segði þeim það ekki satt?

Reglur til að koma í veg fyrir smit vegna örvera er að finna í Biblíunni. Ef að Biblían héldi því fram að það væru örsmáar verur þá er spurning hve margir hefðu hafnað Biblíunni þangað til frekar nýlega að við uppgvötuðum þær. Það er síðan ekki eins og að ef Biblían hefði sagt frá þeim að það hefði haft einhverja þýðingu fyrir menn eins og þig Svein því að þó nokkur dæmi um svona þekkingu er í Biblíunni og það virðist ekki hafa nein áhrif á þig.  Akkurat hver ástæðan er fyrir því að sumt var skrifað niður og annað ekki er líklegast útilokað að vita.

Sveinn
Það má vel vera að það séu góð ráð í bíblíunni, en það er innan um allskonar bull eins og að vera ekki í fötum úr mismunandi efnum o.fl. o.fl.  Ég græt miklu frekar það bil sem miðaldir kirkjunnar skildu eftir sig í þekkingu á náttúrunni alveg frá hruni Rómarveldis til endurreisnarinnar heldur en 'guðleysishyggja' í læknavísindum.

Ástæðan fyrir þessu með mismunandi efnin var að því best virðist aðeins til að gera fólkið sérstakt, öðru vísi en aðrar þjóðir. Miðaldir Kaþólsku kirkjunnar voru sannarlega slæmar, ættir að kynna þér einhverjar bækur sem fjalla um þær til að fá aðeins öðru vísi sjónarhorn á þær.

Mofi, 15.8.2008 kl. 15:54

14 Smámynd: Þóra Sigríður Jónsdóttir

Glatt hjarta og dapurt geð.....Þetta var einmitt það sem mér datt í hug þegar ég las fréttina.... og var að reyna að muna númer hvað þetta væri þegar ég sá að þú hefðir tengt í fréttina.... og verið að hugsa það sama... ...great minds think alike....og allt það hehe!!!

En sástu þessa um dönsku svínin?

Þóra Sigríður Jónsdóttir, 18.8.2008 kl. 18:16

15 Smámynd: Mofi

Great minds think a like, eigum við ekki bara að segja það :)

Mofi, 18.8.2008 kl. 19:13

16 Smámynd: Mofi

Þóra
En sástu þessa um dönsku svínin?

Það hefði verið mjög gaman að hafa þessa frétt þegar ég fjallaði um svínakjöt hérna um daginn...

Mofi, 18.8.2008 kl. 19:14

17 Smámynd: Þóra Sigríður Jónsdóttir

Akkurat.... merkilegt að engin af svínaketsáhugamönnunum hér að ofan hafi nefnt þetta ;)

Þóra Sigríður Jónsdóttir, 18.8.2008 kl. 19:37

18 Smámynd: Mofi

Vantar bara að mbl fjalli um þetta þá fær maður gott tækifæri til að blogga aftur um þetta.  Verst fannst mér að geta ekki stutt mikið af þeim fullyrðingum sem ég ólst upp við varðandi svínakjöt, eins og ég hélt fram hérna: Er svínakjöt holl fæða?    Mér fannst ég ekki geta stutt mál mitt almennilega þarna...

Mofi, 18.8.2008 kl. 20:00

19 Smámynd: Þóra Sigríður Jónsdóttir

Þú stóðst þig með prýði :) Það er ekkert grín að rökræða eða sanna trú fyrir þeim sem ekki trúa á sama hátt..... en þú heldur umræðunni lifandi og það er kannski meira virði en að sanna eitt eða neitt.... (Það er í lagi að skilja eitthvað verk eftir fyrir heilagan anda) ...

Ég veit ekki hvort að þú hefur séð diskana með Walter Veight (ég veit, ég veit hann er stundum doldið spes en... ) hann segir einmitt að það sé hægt að ræða pólitík og trúmál en málin byrji fyrst að æsast verulega þegar talið berst að mat... "ekki snerta diskinn minn" er frasi sem að hann notaði yfir þetta fyrirbæri ;)

Þóra Sigríður Jónsdóttir, 18.8.2008 kl. 22:49

20 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Ef að Biblían héldi því fram að það væru örsmáar verur þá er spurning hve margir hefðu hafnað Biblíunni þangað til frekar nýlega að við uppgvötuðum þær.

Af því að allt hitt meikar svo mikið sens?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 22.8.2008 kl. 19:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband