Framtíð mannkyns og námskeið í fjármálum

Hérna er mjög fróðlegt námskeið sem fjallar um fjármál en það kemur einnig inn á hvað framtíðin getur borið í skauti sér. 

http://www.chrismartenson.com/what_is_money 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mama G

Mér fannst þetta nú frekar þunglyndislegt áhorfs, svo ekki sé meira sagt. Hann málar allt of mikið skrattann á vegginn, þessi maður.

Hins vegar hefur mér tilfinnanlega fundist vanta meiri fjármálakennslu í menntakerfið, svona fyrir hinn almenna borgara. Það mætti nú alveg kenna fólki meira um tímavirði peninga (Net present value) og hvað það virkilega þýðir að taka sér lán.

Mama G, 13.8.2008 kl. 15:42

2 Smámynd: Mofi

Mér fannst ansi margt sem hann bendir á vera bæði satt og ógnvekjandi. Hann aftur á móti talar um að þetta eru mjög forvitnilegir tímar með mikla möguleika þó að maður er hræddur um að margir gætu farið illa út úr þessu.

Mofi, 13.8.2008 kl. 16:06

3 identicon

Mig langar bara að benda á eina síð tengda fjármálum: skotsilfur

Frábær síða, þó hún sé kanski orðin svolítið ruglingsleg. Þarna vil ég sérstaklega benda á bókhaldsskrána hans, sem er einstaklega góð til að halda utan um bókhald heimilisins.

Finnur (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 22:43

4 Smámynd: Mama G

Jæja, kannski var ég ekki að fylgjast alveg nógu vel með, enda var ég bara að hlusta á hann með öðru eyranu á meðan ég var að reyna að vinna með hinu hérna í vinnunni  En mér fannst eins og hann væri að tala um að verðbólga væri eitthvað slæmt, sá hann ekki (eða missti af því) benda á það hvað gerist í samfélögum þar sem verðbólga er nálægt 0% eða jafnvel neikvæð.

Svo fannst mér hann líka gera of mikið úr því að skuldir væru til staðar, ég meina, hvað með það þó svo bandaríska ríkið hafi hækkað skuldir hjá sér um 2.000.000.000.000 dollara? Það búa 300.000.000 mann þarna, þetta eru þá tæpir 6.700 dollarar á haus, ekkert sem ekki er hægt að vinna sig í gegnum. Ríkisstofnanir lifa og hrærast í núllum sem eru einstaklingsskynjuninni ofvaxin því mannig dettur hreinlega ekki neitt í hug sem gæti kostað svona mikið = erfitt að skilja stærðina. Þýðir samt ekki að það sé eitthvað ægilegt og hræðilegt í gangi. Hann talaði ekkert um það hvernig heimurinn liti hugsanlega út ef þetta hefði ekki verið gert

En réttilega fannst mér hann benda á að sparnaður heimilanna hefur dalað dáldið hressilega síðustu 20 árin eða svo og er það nú ekki mjög gott mál.

En svona er þetta, money makes the world go round  vííííí

Mama G, 14.8.2008 kl. 10:00

5 Smámynd: Mofi

Mjög áhugavert Finnur, takk fyrir þetta.

Mama G,  en það sem hann er aðalega að benda á er hversu mikil breyting þarna hefur átt sér stað.  Hversu mikið skuldirnar hafa aukist og hve óábyrgar þær hafa verið.  Sömuleiðis fannst mér fróðlegt þetta með að Dollarinn var alltaf tengdur við eitthvað raunverulegt þangað til Nixon aftengdi Dollarann við gull.  Fyrir ekki svo löngu síðan heyrði ég að Bandaríkin hefðu ákveðið að hætta að láta fólk vita hve mikið af peningum þeir væru að prenta svo að það að álykta hversu mikils virði dollarinn er varð mjög erfitt. 

Því miður er þetta ekki þau fræði sem ég þekki vel, alveg grænn á bakvið eyrun í þessum málum

Mofi, 14.8.2008 kl. 10:21

6 Smámynd: Mama G

Hmm, já, það er dáldið langt síðan seðlabankarnir hættu að eiga hnullunga af alvöru gulli upp í bréfseðlana okkar... shh, skulum ekki hafa of hátt um það

Hvað varðar framleiðslumagn dollara: http://www.moneyfactory.gov/section.cfm/2/431/635

Mama G, 14.8.2008 kl. 14:43

7 Smámynd: Mofi

Ég las frétt fyrir nokkrum árum þar sem þessu var haldið fram. Samkvæmt námskeiðinu þá væri það heldur ekki í fyrsta sinn eins og dæmið með Frakka leiddi í ljós. Að þeir grunuðu að Bandaríkin væru bara að prenta og prenta peninga og lítið stæði á bakvið það.  Mér fannst að minnsta kosti fróðlegt að horfa á söguna, hvernig verðbólga kom og fór í kringum stríðin en með aftengingu við gull standarinn þá hélt hún bara að aukast og fróðlegt að vita hvar það endar.

Mofi, 14.8.2008 kl. 15:08

8 Smámynd: Mama G

Já, það er mjög fróðlegt hvernig stríð getur í raun orsakað "góðæri", þeas. á þeim stöðum sem stríðið sjálft á sér ekki stað. Þannig komust Íslendingar t.d. út úr sinni fátækt, með WWII

Maður bíður spenntur eftir köflum 19 og 20 hjá kallinum.

Mama G, 14.8.2008 kl. 15:15

9 Smámynd: Mofi

Mér fannst mjög fróðlegt hvernig verðgildi peninga sem voru prentaðir minnkaði og minnkaði vegna þess að ríkið var að prenta og prenta til að borga skuldir vegna stríðs.  Hlýtur að vera af hinu góða að reyna að læra af fortíðinni og heyra mismunandi sjónarhorn á þetta allt saman. 

Mig hlakkar líka til að skoða síðustu kaflana en síðan þarf maður að melta þetta allt saman. 

Mofi, 14.8.2008 kl. 15:19

10 Smámynd: Tryggvi Hjaltason

Er þetta ekki bara í grunnin ótrúlega kjánalegt að bankarnir hafi komist upp með að stjórna peningamagni Bandaríkjanna. Hver seðill er seldur Bandaríkjastjórn á 5% vöxtum, það í sjálfu sér er líka peningaframleiðsla svo hún er þannig séð tvöföld. Það er erfitt að skilja hvernig það er réttlátt að einka-aðilar stjórni þessu. Enda viðurkenndi Wilson kallinn að þetta hefðu verið mestu mistök hans pólítíska ferils og að hann vildi að hann hefði ekki látið undan þrýstingnum að keyra Federal Reserve system í gegn.

Tryggvi Hjaltason, 15.8.2008 kl. 12:12

11 Smámynd: Mofi

Ég er sammála Tryggvi, gaman að heyra hvað Mama G finnst um þetta.

Mofi, 15.8.2008 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband