12.8.2008 | 16:53
Guðs útvalda fólk
Heiða B. skrifaði greinina Guðs útvalda fólk þar sem hún gagnrýnir kristna og gefur til kynna að það eru einhverjir útvaldir og betri en aðrir að mati kristinna. Það sem hún segir er að samkvæmt "trúarlabbakútum" þá eru samkynhneigðir, konur sem hafa farið í fóstureyðingu og ESB sinnar fólk ekki útvalda fólk Guðs.
Eitthvað virðist Heiða misskilja málið og ég ætla að reyna að útskýra hvert vandamálið er hérna.
Það fólk sem er ekki Guðs útvalda fólk er eftirfarandi:
- Lygarar - ef þú hefur logið þá ertu lygari; þú verður ekki lygari í tíunda skiptið eða hundraðasta.
- Þjófar - ef þú hefur einhvern tíman stolið þá ertu þjófur, sama hve litlu þú stalst.
- Morðingjar - ef þú hatar einhvern þá ertu morðingi í augum Guðs því að Guð horfir á hjartað.
- Guðlastarar - þeir sem misnota nafn Guðs sem gaf þeim lífið og allt sem þeim er kært eru ekki fólk Guðs.
- Uppreisnagjarnt fólk - þeir sem heiðra ekki föður sinn og móður.
- Þeir sem hafa drýgt hór
- Eigingjarnt fólk - fólk sem uppfyllir ekki fyrstu kröfu lögmálsins um að elska náungan
Þeir sem falla undir þessa skilgreiningu eru ekki Guðs útvalda þjóð enda snýst málið um einstaklinga en ekki einhverja skiptingu fólks í einhverja hópa.
En það er leið til að verða útvalin af Guði eða barn Guðs og það er að iðrast, viðurkenna að maður er sekur en snúa við öllu því sem Guð segir vera af hinu vonda og treysta á Krist og þá fyrirgefningu sem Hann keypti á Golgata.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.8.2008 kl. 10:41 | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
En... uppfylla þá allir gyðingar þessi skilyrði?
Mér skilst að þeir séu Guðs útvalda þjóð, sem heild
Myndi það flokkast sem misnotkun á nafni Guðs að fordæma e-n eða e-a út frá trú sinni á Guð?
Heiða B. Heiðars, 12.8.2008 kl. 17:31
Gyðingar eru jafn sekir og aðrir en þeim býðst sama boð og öllum öðrum. Fyrir tíma Krists þá höfðu gyðingar musteris þjónustuna sem benti til Krists en núna hafa þeir boð Krists um að borga fyrir þá gjaldið fyrir þeirra glæpi.
Biblían er skýr að allir eru þegar fordæmdir vegna vondra verka en að það er leið til að sætta Guð við sig.
Mofi, 12.8.2008 kl. 19:57
Mér finnst þessi grein Heiðu jafn fordómafull og hún segir kristna vera. Í henni stendur:
Hvernig dettur nokkurri manneskju í hug að láta svona útúr sér?Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.8.2008 kl. 10:42
Af hverju er svona fráleitt að velta því fyrir sér hvort kristnir hér á landi hafi jafn mikið á móti blökkufólki eins og samkynhneigðum?
Heiða B. Heiðars, 13.8.2008 kl. 11:05
Höfum ekkert á móti samkynhneigðum, viljum þeim ekkert illt. Aftur á móti er Biblían skýr að samkynhneigð er slæm svo það væri hræðilegt af mér og ókærleiksríkt að vara ekki við því sem er slæmt. Það er fráleitt að velta því fyrir sér að kristnir hafa eitthvað á móti blökkufólki því að Biblían segir að við erum öll afkomendur fyrstu foreldranna.
Hugmyndin um mismunandi fólk og hvað þá mis þróað fólk kemur frá Darwin.
Ef einhver forvitni er fyrir hendi: Are There Really Different Races?
Mofi, 13.8.2008 kl. 11:24
Í fyrsta lagi, vísaðu í eina heimild sem meint hatur okkar í garð blökkumanna kemur fram. Í öll þau ár sem ég hef verið trúaður, hef ég ALDREI orðið var við slíkt, heldur þvert hið gagnstæða. Blökkumenn eru MJÖG oft á tíðum heiðursgestir í okkar húsum, því finnst mér ásökun þín jafn ógeðsleg og hún er illa hugsuð.
Í öðru lagi, hvar er "hatur" okkar gagnvart samkynhneigðum? Hver hefur bókstaflega sagt að við hötum þetta ágæta fólk?
Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.8.2008 kl. 11:27
Vinsamlegast ekki blanda Darwin inn í það að fólk afskræmdi kenningar hans til þess að þjóna eigin hagsmunum. Allar hugmyndir um "misþróað" fólk hafa verið lamdar niður og úthrópaðar fyrir áratugum síðan og aðeins kynþáttahatarar reyna að notfæra sér þróunarkenninguna til að afsaka skoðanir sínar. Nú til dags er það ekkert nema mýta að þróunarsinnar telji sumt vera betra eða verra vegna þróunar, og að þá skorti siðferðiskennd.
Þetta er svipað og ef ég kæmi með tilvitnun frá Fred Phelps og setti það fram sem dæmigerða kristna skoðun. Samt telur hann sig líklega vera kristnasta mann í heiminum.
Svo ég komi nú að upphaflega efninu: "Vandamálið" fyrir kristna er að það eru til heittrúaðir samkynhneigðir einstaklingar, sem helga líf sitt sama Jesú og sama Guði og aðrir kristnir. Þeir segja e.t.v. að guð hafi skapað þá svona og að kaflar í Biblíunni séu ekki skrifaðir af guði heldur (fordómafullum) mönnum. Þrátt fyrir þetta eru þeir sjálfkrafa útskúfaðir frá kirkjunni (þ.e. fá ekki að giftast, og jafnvel ekki gerast munkur/biskup/o.s.frv.)
Spurningar: Getur maður/kona, verið samkynhneigð/ur og jafnframt trúað jafn heitt á Jesú og gagnkynhneigt fólk? Hafa samkynhneigðir jafnmikinn "séns" á að komast til himnaríkis og gagnkynhneigðir (að því gefnu að þeir hætti ekki "sódómíunni")?
Já, já... biblían segir, biblían segir...
Rebekka, 13.8.2008 kl. 17:59
Þeim er frjálst að stofna eigin kirkju og trúa hverju sem þeir vilja.
Ekki samkvæmt Biblíunni sem er okkar opinberun á vilja Guðs eða Jesú.
Mofi, 13.8.2008 kl. 18:53
Jamm, góð tilvitnun þarna og stoppaði mig aðeins, en hugmyndin um "ójöfnuð" milli kynþátta kemur ekki frá Darwin. Þrælahald var enn við lýði á 19. öld og byrjaði löngu áður en Darwin fæddist. Hmm, hvað segir nú Biblían um þrælahald? Ég held einmitt líka að sjálfur páfinn hafi gefið Kólumbusi og hans landkönnuðum fullt leyfi til að drepa hverja þá sem þeir hittu ef þeir ekki játuðust undir kristna trú eða voru ekki þegar kristnir...
Bara 8 árum fyrir útgáfu bókar Darwins, Origin of Species, var fólk enn að réttlæta þrælahald með því að vitna til Biblíunnar:
The manifest moral intellectual and physical inferiority of the Negro issues from the decree of God which no efforts of man can either alter or abrogate. Even modification must be but partial at least. It is the destiny of the Negro if by himself to be a savage; if by the white to be a serf.
- John Campbell; Negro-Mania, 1851
Darwin var að sjálfsögðu fæddur á 19. öld, og uppalinn við að ekki væru allir jafnir (þú veist örugglega líka hvað hann sagði um konur). Hann var samt sem áður á móti þrælahaldi og álit hans á svertingjum batnaði mikið á ferðalögum hans er hann kynntist þeim betur.
Hugmyndin um mismunandi fólk er því mun eldri en Darwin kallinn.
Rebekka, 13.8.2008 kl. 21:22
Stoppaði þig í örfáar sekúndur :)
Í fyrsta lagi þá kom hugmyndin um þróun á undan Darwin og í öðru lagi þá hefur í óratíma verið til vont fólk sem vill meira en náungi þeirra. Hugmyndin um "kynþætti" kemur frá þróunarpælingum, áður voru aðeins mismunandi þjóðir. Ég er að tala almennt.
Ansi margt, hefurðu kynnt þér það? Þrælahald í Biblíunni
Ekki mjög kristilegt finnst þér? Ekki beint í anda Gamla Testamentisins...
Afhverju þá ekki að vitna í Biblíuna frekar en að vitna í einhvern Campbell? Þarna er einmitt vísað til einhvers guðs en það er stór munur á því að vísa til einhvers guðs og að vísa í Biblíuna.
Mofi, 13.8.2008 kl. 23:11
"Afhverju þá ekki að vitna í Biblíuna frekar en að vitna í einhvern Campbell?"
Ekki málið. Reyndar við nánari sýn virðist sem Biblían geri mun á hebreskum þrælum (Israelites) og öðrum þrælum, þar sem þeir hebresku fá mun betri díl. Meira um það hér
Þrælahald var meira eða minna sjálfsagt í "gamla daga" og því bara eðlilegt að það finnist reglur um þrælahald í Biblíunni. Þegar farið var að stunda kaup og sölur á svörtum þrælum á 17. öld, notfærðu þrælahaldarar sér Biblíuna til þess að réttlæta þrælahaldið. Síðan þegar Darwin setti fram sína kenningu var komin ein önnur "afsökunin" fyrir þá að geta sagt annað fólk æðra en hinir. Ég tel þó ekki að tilgangur Darwins fyrir þróunarkenningunni hafi verið að sýna fram á misþróað fólk, frekar en að Biblían geti réttlætt þrælahald.
Það eina sem fór í taugarnar á mér var að mér sýndist þú vera að segja að Kristni færi aldrei í neitt manngreiningarálit (sbr. tilvitnunin í Sir Arthur Keith) meðan að þróunarsinnar gerðu það í nafni kenningar Darwins. Sannleikurinn er sá að bæði trúaðir og trúlausir eru sekir.
Rebekka, 14.8.2008 kl. 07:31
Og lastu greinina sem ég benti þér á um þrælahald?
Ef þeir hefðu tekið eitthvað mark á Biblíunni þá var það sem þeir gerðu til að öðlast þræl bannað í Biblíunni. Þrælahald var til að vernda hina fátæku eða þá sem lentu undir eins og t.d. í stríði.
Þeir sem trúa á Guð er sekir, því er ég alveg sammála en ég er ekki sammála að það er boðskapur Biblíunnar. Þeir sem aðhyllast kenningar Darwins eru ekki trúlausir, þeir trúa meiru en ég gæti nokkurn tíman kyngt.
Mofi, 14.8.2008 kl. 09:34
Skilurðu virkilega ekki hvað stendur þarna í þessu quotemine-i þínu mófi? Gould var að tala um að notkun líffræðilegra raka fyrir rasisma hafi aukist, en ekki að rasismi hafi aukist.
Arnar, 14.8.2008 kl. 10:49
mófi mófi mófi..
Arnar, 14.8.2008 kl. 10:52
Arnar, quotemine er þegar eitthvað er tekið úr samhengi eða rithöfundurinn er látinn segja eitthvað annað en hann sagði. Svo þetta er ekki quote mining. Svo jókst rasismi á þessum tímum og engin spurning að þróunarkenningin átti sinn þátt í því og Gould staðfestir það.
Mofi, 14.8.2008 kl. 10:57
Hvaða heimildir hefurðu fyrir því að rasismi hafi aukist á þessum tíma og að þróunarkenningin hafi ýtt undir aukin rasisma?
Og Gould er ekki að staðfesta það að rasismi hafi aukist heldur að eftir að þróunarkenningin kom fram fóru rasistar í auknum máli að nota líffræði sem einhverja afsökun til að réttlæta brenglaðar skoðanir sínar. Rasismi er töluvert eldri en það.
Að nota þróunarkenninguna eða þróunar líffræði til að réttlæta rasisma er næstum jafn heimskulegt og rasisminn sjálfur því samkvæmt þróunarlíffræði eru td. innfæddir svartir afríku búar með fjölbreyttara genamengi en allir aðrir í heiminum og því hæfari til að bregðast við breytingum.. þróast.
Arnar, 14.8.2008 kl. 11:35
Já ég las greinina þína um þrælahald, allar biblíutilvitnanirnar þínar voru úr Mósebók, en það er talað um þrælahald á mun fleiri stöðum en bara þar. Ég sé ekki betur en að Leviticus 44. segi það alveg í himnalagi að næla sér í þræla frá útlöndum (algerlega fullkomin tilvitnun fyrir þrælahaldara fortíðarinnar). Eða er þetta kannski mistúlkun hjá mér? Einn af þessum dæmigerðu "ljóðrænu textum"? Þarf ég kannski að skella mér í hebreskutíma til að skilja dæmið rétt? (það væri nú alltílæ að læra hebresku, bara upp á fróðleikinn..).
Ég held meira að segja að mér hafi tekist að finna mótsögn í Biblíunni... Því eins og þú sagðir sjálfur í þrælahaldsgreininni þinni segir 2. Mósebók 21:16:
Ojæja, kannski er bara verið að tala um Hebrea í þessu tilviki, eða þá einfaldlega mannrán, en ekki heiðarleg þrælakaup.
Svo maður svari nú einhverju varðandi upphaflega umræðuefnið: Heiða B. hefur rétt fyrir sér að því leyti að það ERU til trúarhópar sem notfæra sér trúna til þess að mismuna fólki eftir hörundslit, kynferði o.s.frv. Það þarf ekki nema að benda á fyrrnefndan Fred Phelps og kirkjuna hans til að sýna fram á að til eru "kristnir" (mér finnst Phelps frekar ruglaður heldur en kristinn en hann telur sig þó vera að fylgja Biblíunni) haturshópar.
Hvort þetta eigi við um íslenska trúarhópa hef ég enga hugmynd um.
Rebekka, 14.8.2008 kl. 11:38
Það er álíka fráleitt að halda því fram að allir trúaðir séu rasistar og að allir 'guðleysis darwinistar' séu rasistar.
Samt eru bæði trú og 'guðleysis darwinismi' notað til að réttlæta rasisma.
Á þá að banna trú og 'guðleysis darwinisma' á þeim forsendum? Nei, það á að auka fræðslu. Ef trúarbrögð vilja ekki tengjast rasisma eiga þau að standa að virkri fræðslu meðal sinna meðlima og jafnvel út á við einnig. Að tengja líffræði (þróunar líffræði þá) við rasisma er ekkert nema fáviska og augljóst merki um að viðkomandi hafi ekki hlotið viðunandi fræðslu um efnið.
Arnar, 14.8.2008 kl. 12:21
Af allt of miklu er að taka: http://www.answersingenesis.org/Home/Area/faq/racism.asp
Það er samt viðhorfið sem Darwin og hans félagar höfðu.
Engin kafli 44 í þriðju Mósebók. Það er tekið sérstaklega fram að ef þræll flýr frá annari þjóð þá átti ekki að skila honum til baka heldur að hjálpa honum og ástæðan eins og svo oft áður sú að gyðingar voru þrælar í Egyptalandi.
Ef einhver var í þrældómi hjá annari þjóð þá mátti já kaupa hann.
Alltaf til eitthvað lið sem misnotar hvað sem það kemst í.
Að hata einhvern gerir viðkomandi að morðingja í augum Guðs samkvæmt Biblíunni. Ef mér væri alveg sama um samkynhneigða þá myndi ég segja að þetta er allt saman í góðu lagi jafnvel þótt að opinberun Guðs segir að hún sé skaðleg.
Eða merki um að viðkomandi las bækur eftir Darwin og t.d. bolabít Darwins, Thomas Huxley.
Mofi, 14.8.2008 kl. 12:32
Hey, ég sagði ekki þetta síðasta, heldur Arnar!
Og ég skrifaði vitlaust með Leviticus, það átti víst ekki að vera 44, heldur Lev. 25:44.
Rebekka, 14.8.2008 kl. 13:24
Afsakaðu, en þetta með Leviticus skiptir svo sem ekki máli þar sem þetta kom alveg fram í umræðunni.
Mofi, 14.8.2008 kl. 14:00
Það er ekkert þarna sem styður þá fullyrðingu þína að kynþáttafordómar hafi aukist í kjölfar þróunarkenningunar. Þetta er allt órökstuddur áróður gegn 'guðleysis darwinisma' sem á engan hátt sýnir fram á að kynþáttafordómar hafi aukist.
Rakkst reyndar á einn góðan link þarna, A "CHRISTIAN" RELIGION FOR WHITE RACISTS, góð grein.. enda offsite (ekki skrifuð af AiG í áróðurstilgangi).
Og varðandi Huxley, hann var svona álíka mikill kynþáttahatari og Abraham Lincoln. Það er eitt að hafa lítið álít á einhverju og hata það. Btw., vissirðu að þetta quote-mine er tekið úr ritgerð sem hann skrifaði gegn mismunun á svörtum og hvítum? Sjá: Emancipation - Black and White.
Rétta quoteið er:
Hvenær ætlarðu að læra að hætta að ráðast á persónurnar og einbeita þér að málefninu.. eða ertu kominn í þrot þar?
Arnar, 14.8.2008 kl. 14:12
Guðsteinn; Eru KKK meðlimir þá ekki að vísa til sama Guðs og þið?
Heiða B. Heiðars, 14.8.2008 kl. 15:49
Nóg af dæmum þarna, ef þú vilt ekki sjá þá auðvitað muntu ekki sjá.
Þetta er dæmi um hvernig fólk á þessum tíma sá svertingja sem sýnir svart á hvítu hvernig þeir sem aðhylltust þróun sáu annað fólk.Mofi, 14.8.2008 kl. 15:58
Ok, ef ég er svona blindur, geturðu bennt mér einhvern einn link þarna með tölfræðilegum upplýsingum um kynþáttahatur fyrir og eftir þróunarkenninguna?
Svo.. 7. dags aðventistar þessa tíma voru þá væntanlega miklu betri en annað fólk þess tíma? Amk. þá í viðhorfum til svartra.
En, það sem þú quote-minaðir (sennilega umhugsunarlaust kópi/paste af AiG eins og venjulega) frá Huxley er tekið úr öllu samhengi og þú lætur það líta út eins og eitthvað allt annað en það sem hann var að meina.
Nema þú viljir meina að rasiti hafi verið að berjast fyrir réttindum svartra.
Þú manst á hvaða stað lygarar lenda?
Arnar, 14.8.2008 kl. 16:40
Hvers konar tölfræði um kynþáttahatur ertu að búast við? Þarna eru margar greinar um kynþáttahatur sem tengist beint fólki sem aðhylltist þróunarkenninguna og réttlæti sínar gjörðir með henni. Ef það dugar þér ekki þá er mér hreinlega alveg sama.
Vonandi, annað væri skammarlegt.
Hélt Huxley því fram að negrar væru ekki jafn gáfaðir og venjulegir hvítir menn?
Mofi, 14.8.2008 kl. 16:46
Tölfræði, væntanlega unninni uppúr einhverskonar rannsókn eða könnun, þar sem það kemur fram að kynþáttahatur hafi aukist eftir að Darwin setti fram þróunarkenninguna. Eina sem kemur fram þarna á AiG er að kynþáttahatarar hafi í auknum mæli borið fyrir sig þróunarkenninguna og þróunarlíffræði. Það segir hinsvegar ekkert um það hvort kynþáttahatur sé að aukast.. eða minnka.
Ekki svo ég sjái. Btw, það að halda að einhver hópur sé heimskari en annar er, eða þarf ekki, að vera hatur.
Er Huxley þarna ekki að mæla gegn þrælahaldi og fyrir jöfnum réttindum svatra (og reyndar kvenna líka)?
Arnar, 14.8.2008 kl. 17:06
Sérðu það virkilega ekki?
Þetta auðvitað þarf ekkert að vera neitt hatur, hérna er aðeins viðhorf að einhver er óæðri en annar og það kemur út frá hugmyndafræði. Það getur vel verið að Thomas Huxley var á móti þrælahaldi og fyrir jöfnum réttindum kvenna, ekkert nema gott um það að segja.
Mofi, 14.8.2008 kl. 17:32
Töfrar quote-mining eru þeir að láta fólk segja eitthvað allt annað en það meinti mófi.
Ekkert 'getur vel verið', þetta quote-mine hjá þér er tekið beint úr ritgerð sem hann skrifaði gegn þrælahaldi. Þekkirðu marga kynþáttahatara sem krefjast jafnra réttinda svartra og hvítra?
Arnar, 15.8.2008 kl. 09:51
Arnar, Thomas Huxley greinilega sagði að hvítir menn eru æðri en svartir og það er það eina sem ég sagði að hann hefði sagt og það er engin spurning að Huxley meinti þetta. Það er fínt að hann vildi jöfn réttindi hvítra og svartra en það breytir ekki hans viðhorfum til hvítra og svarta að hvítir menn voru æðri.
Mofi, 18.8.2008 kl. 13:21
Svo þú ert að segja að hann hafi verið kynþáttahatari sem barðist gegn þrælahaldi og fyrir jöfnum réttindum svartra ?
Arnar, 18.8.2008 kl. 14:26
Þetta er ekki svaravert... hvað er eiginlega að? Ertu ekki læs?
Mofi, 18.8.2008 kl. 14:36
Þú ásakar manninn um að vera kynþáttahatari og notar eitthvað quote-mine til að ljúga upp á hann skoðanir í þeim tilgangi að sverta þróunarkenninguna.
Og jú, ég er alveg ágætlega læs þakka þér fyrir. Hvernig væri samt að svara spurningunni í stað þess að vera stanslaust með þessar athugasemdir varðandi vitsmuni mína.
Finnst þér svo ekki svaravert þegar þú ert beðinn um að standa fyrir þínu máli?
Arnar, 18.8.2008 kl. 15:12
Ég sakaði Thomas Huxley um að halda því fram að hvítir væru æðri en svartir, ekki að hann hataði þá eitthvað sérstaklega. Þú segir að ég hafi ásakað Huxley um að vera kynþáttahatari en ef þú leitar að orðinu "kynþáttahatari" á þessari síðu þá sérðu að það ert aðeins þú sem notar það.
Mofi, 18.8.2008 kl. 15:17
Það var verið að tala um kynþáttahatur (racisma) og þú benntir á Huxley sem ástæðu fyrir því að kynþáttahatur eigi að hafa aukist eftir að þróunarkenningin kom fram.
Þú hefur ekki sagt 'Huxley er kynþáttahatari' en þú gafst það í skyn.. þú hefur ekki heldur sagt 'Huxley er ekki kynþáttahatari'. Ég er einfaldlega að reyna að veiða upp úr þér hvað þú ert að meina.
Arnar, 18.8.2008 kl. 15:27
Guðsteinn; Eru KKK meðlimir þá ekki að vísa til sama Guðs og þið?
Jú, en það gerði Hitler líka og er ég þá nasisti? Og þess hefur þú ekki svarað neinum af spurningum mínum, og tel ég það þér til vamsa.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.8.2008 kl. 00:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.