18.6.2008 | 12:13
Er Guð Biblíunnar og Allah sá hinn sami?
Svona dæmi sýna svo ekki verður um villst að það er allt annar boðskapur í Kóraninum og Biblíunni. Annað sem sýnir manni að eðli Islam er allt annað en eðli kristninnar er að kristni breyddist fyrst út fyrir vitnisburð manna á meðan Islam breiddist út með sverði spámannsins sjálfs og þeirra sem komu á eftir honum. Hve ólíkt er þetta t.d. þessum orðum Krists:
Matteusarguðspjall 5
38Þér hafið heyrt að sagt var: Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. 39En ég segi yður: Rísið ekki gegn þeim sem gerir yður mein. Nei, slái einhver þig á hægri kinn þá bjóð honum einnig hina. 40Og vilji einhver þreyta lög við þig og hafa af þér kyrtil þinn gef honum eftir yfirhöfnina líka. 41Og neyði einhver þig með sér eina mílu þá far með honum tvær. 42Gef þeim sem biður þig og snú ekki baki við þeim sem vill fá lán hjá þér.
43Þér hafið heyrt að sagt var: Þú skalt elska náunga þinn og hata óvin þinn. 44En ég segi yður: Elskið óvini yðar og biðjið fyrir þeim sem ofsækja yður.http://www.islam-qa.com/en/ref/22809
The hypocrites fear lest a Soorah (chapter of the Quraan) should be revealed about them, showing them what is in their hearts. Say: (Go ahead and) mock! But certainly Allaah will bring to light all that you fear.If you ask them (about this), they declare: We were only talking idly and joking. Say: Was it at Allaah, and His Ayaat (proofs, evidences, verses, lessons, signs, revelations, etc.) and His Messenger that you were mocking?
Make no excuse; you disbelieved after you had believed
...
With regard to the Sunnah, Abu Dawood (4362) narrated from Ali that a Jewish woman used to insult the Prophet (peace and blessings of Allaah be upon him) and say bad things about him, so a man strangled her until she died, and the Prophet (peace and blessings of Allaah be upon him) ruled that no blood money was due in this case.
Og síðan eitthvað á léttu nótunum:
Dæmdur til dauða fyrir guðlast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:26 | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.12.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 803236
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Fyrir mörgu fólki hefur Guð aldrei verið neitt annað en mikluð mynd af þeim sjálfum. Þannig að ef einhverjum manni finnst gott að sjá óvin sinn drepinn ímyndar hann sér að þá hljóti Guði líka að finnast það sama.
En Guð er óbreytanlegur. Hann er og hefur allaf verið eins. Mannkynið hefur bara þróast aðeins í hugsun með tímanum og því þróað með sér hugmyndir sínar um Guð.
Mismunandi fólk á mismunandi tímum mannkynssögunnar hefur komist í snertingu við Guð og reynt að miðla til fjöldans hvernig sú upplifun er og hvað þarf að gera til að upplifa það sjálfur - bara með misjöfnum árangri...
Mama G, 18.6.2008 kl. 12:34
Guð biblíu er einmitt mjög svo grimmur guð Mofi, hann er alveg fyllilega sambærilegur..
Gyðingar, Islam & kristni eru öll með sama guð.
Gabríel talaði við muhammad, ef þú trúir þínu trúarriti þá verður þú að trúa þeirra líka.. allt dæmið byggir á þvi sama
Nú skilur þú kannski hvers vegna ég hafna öllum guðum
DoctorE (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 13:42
Þriðja bók Móse 24:10-16
Sonur ísraelskrar konu gekk út meðal Ísraelsmanna, en faðir hans var egypskur. Lenti þá sonur ísraelsku konunnar í deilu við ísraelskan mann í herbúðunum. Og sonur ísraelsku konunnar lastmælti nafninu og formælti. Þeir leiddu hann fyrir Móse. En móðir hans hét Selómít Díbrísdóttir, af ættkvísl Dans. Og þeir settu hann í varðhald, til þess að þeim kæmi úrskurður fyrir munn Drottins. Og Drottinn talaði við Móse og sagði:"Leið þú lastmælandann út fyrir herbúðirnar, og allir þeir, er heyrt hafa, skulu leggja hendur sínar á höfuð honum, og því næst skal allur söfnuðurinn grýta hann. Og þú skalt tala við Ísraelsmenn og segja: ,Hver sá, er formælir Guði sínum, bakar sér synd. Og sá er lastmælir nafni Drottins, skal líflátinn verða. Allur söfnuðurinn skal vægðarlaust grýta hann. Hvort heldur er útlendur maður eða innborinn, lastmæli hann nafninu, skal hann líflátinn.
Þorsteinn K. (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 13:57
Já, Guð Gamla Testamentisins boðaði grjótkast eins og Guð Kóransins, en Guð Nýja Testamentisins sagði eitt í dag og annað á morgun í nokkrum tilfellum.
En nú er víst búið að laga efri textann þannig að í stað sverðs er komið sundrung eða sundurþykki. Svo heilög innblásin orð Guðs verða seint þýdd þannig að þau valdi ekki misskilningi.
Er Guð/Jesús ekki bara að boða Jihad eins og Allah/Múhameð?
Sigurður Rósant, 18.6.2008 kl. 19:16
Nei, ef þetta er lesið í samhengi við annað sem Kristur sagði þá er Hann einfaldlega að benda á það að ef þú velur að fylgja Honum þá getur verið að margir munu vilja ráðast á þig fyrir það eitt. Það síðan gerðist fyrstu aldirnar þegar kristni breiddist um heiminn.
Ef Guð er til og ekki sífellt að breytast... er þá ekki rökrétt að Hann myndi hafa haft einhvert samband við okkur?
Gyðingar lifðu ekki við trúfrelsi en kristnir gera það.
Nei, því að Kóraninn er það sem einhverjir fylgjendur Múhammeðs sögðu að hann hefði sagt. Síðan stundaði Múhammeð sitt trúboð með sverði og það segir mér að hans boðskapur hafi þurft smá hjálp til að vera... trúanlegur. Biblían aftur á móti hefur marga höfunda og margir þeirra létu lífið fyrir það sem þeir voru vitni að og sögðu að væri satt. Mjög ólíkt.
En ég hef aðeins betri skilning jú afherju þú hafnar öllum guðum.
Mofi, 18.6.2008 kl. 19:32
Uhhh og biblían er eitthvað sem einhverjir söguðu að guð hefði sagt, og svo kom guð og drap alla á jörðinni, og hann drap og drap og lagði svo upp með plan til þess að láta drepa son sinn(Hann sjálfan) svo hann gæti fyrirgefið okkur.
Margir aðalmenn guðs voru sjálfir morðingjar, níðingar... same thing Mofi
Getum við fyrirgefið honum?
DoctorE (IP-tala skráð) 18.6.2008 kl. 21:53
Fyndið að þessi spurning skuli koma frá þér Mofi ...eða eru einhverjir staðir í Biblíunni þar sem hann talar um að gera það, öðru vísi en með endurkomu Jesú?
Ég hef alla vegana aldrei skilið af hverju fólk heldur að það sé díllinn að Guð mæti bara allt í einu á svæðið í eigin persónu til að sanna sig, af hverju í ósköpunum ætti það að gerast!? Hvað yrði þá um hinn frjálsa vilja mannsins?
Hann er og hefur alltaf verið sýnilegur hverjum sem vill sjá hann. Fólk nennir bara ekki að bera sig eftir því. Þegar maður sér Guð sér maður hann með öllum skynfærum sem maður mögulega hefur, ekki bara augunum. Þess vegna er kannski betra að tala um að upplifa Guð.
Mama G, 18.6.2008 kl. 22:05
Punkturinn sem ég var að reyna að koma að var að ef Guð er til þá myndi Hann að mínu mati hafa eitthvað samband við okkur. Ég tel að Hann hafi gert það og af þeim opinberunum sem fólk heldur fram að séu til þá tel ég Biblíuna vera... "the real deal"...
Sammála að frjálsi vilji mannsins væri tekinn frá honum ef Guð myndi bara mæta á svæðið. Reyndi að útskýra það í þessari færslu hérna: Pússluspil lífsins - trú og leitin að sannleikanum
Þú aftur á móti virðist alveg vera sammála mér varðandi þetta atriði svo... :)
Mofi, 18.6.2008 kl. 23:06
Mofi, 18.6.2008 kl. 23:07
Punkturinn sem ég var að reyna að koma að var að ef Guð er til þá myndi Hann að mínu mati hafa eitthvað samband við okkur. Ég tel að Hann hafi gert það og af þeim opinberunum sem fólk heldur fram að séu til þá tel ég Biblíuna vera... "the real deal"...
Nú, síðast sagðirðu að það væri sköpunin sem væri aðal-opinberunin. Þú virðist ekki geta ákveðið þig, en það er líklega mjög þægilegt að geta breytt um skoðun eins og sokka í rökræðum ef maður vill hafa rétt fyrir sér...
Sveinn (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 00:54
Sveinn, hvar er ég eiginlega að skipta um skoðun? Hvar segi ég að eitthvað annað en sköpunin er aðal-opinberunin?
Mofi, 19.6.2008 kl. 10:31
Bíddu varstu ekki að enda við að skrifa
??
Sveinn (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 11:10
Er Gvuð Gyðinga, Kristinna og Múslima ekki allur saman Gvuð Abrahams?
Ég hefði eimmitt haldið það...
...og fengið stig fyrir í spurningakeppninni.
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 19.6.2008 kl. 19:09
Og hvernig færðu það út úr þessum orðum?
Það er vægast sagt annar karakter sem er að finna í Kóraninum og Biblíunni. Þarf ekki að rannsaka það neitt mikil til að sjá það. Aftur á móti þá var Múhammeð 500 árum eftir Krist og hafði Biblíuna og hreinlega endurtók mikið af þeim sögum sem eru að finna í Biblíunni.
Mofi, 20.6.2008 kl. 10:14
Já...
...en nú ert þú 2008 árum eftir áætlaðan Krists burð og ert því lengra frá þeim eyðimerkurguði sem var trúað á á tímum Múhammeðs, og enn lengra frá Ésú, hvað þá GamlaTestamentisguðinum!
En það sem mér skilst á þér með þessari tímaútskýringu er að Gvuð ykkar Abrahamistanna, eigi við skapgerðabresti og sveiflur að stríða, hafi verið hefnigjarn og viljað börnum barið við stein eða grýtt fyrir ódælni eða það að vera barn óvina þinna, síðan verið rosa friðsæll og næs þegar Ésú talaði (nema ef þú girnist konu nágranna þíns, þá skaltu limlesta þig og rífa út auga), farið aftur í fýlu með postulunum og endanlega gengið af göflunum á tímum Múhammeðs...?
Ég myndi frekar ráðleggja þessum Gvuði Xanax en nokkurntíman kitla egó hans með dýrkun.
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 20.6.2008 kl. 17:45
Mofi þér finnst hinn ímyndaði guð hafa rétt til þess að drepa okkur... það gerir þig að sjálfskipuðum þræl, sem er aumkunarvert
DoctorE (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 10:23
En við erum með áreiðanleg handrit frá þessum tímum og vitnisburð fyrstu kirkjufeðranna. Það er töluvert áreiðanlegra en skáldskapur einhvers eins kallls þ.e.a.s. Múhammeðs.
Guð hefur ekkert breyst að því leiti að þeir sem gera slæma hluti munu ekki erfa eilíft líf. Þarna aftur á móti fékk fólk að sjá hinn sama dóm fyrr til að kenna þeim og vara þau við því að hafna lögum Guðs og þá Honum sjálfum.
Ég hef ekkert á móti því að vera þræll Guðs...
Mofi, 22.6.2008 kl. 11:03
Hvað höfðu KORNABÖRN Egyptalands gert honum?
Ég hélt að börn væru saklaus...
Ef einhver maður léti eins og Gvuð ykkar Abrahamistanna, þa væri honum komið í steininn.
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 23.6.2008 kl. 14:34
Og hvernig færðu það út úr þessum orðum?
Öh, þú hlýtur að vera að grínast...
Sveinn (IP-tala skráð) 23.6.2008 kl. 17:12
Guð tekur líf og gefur líf; þar sem Guð getur gefið öllum þessum börnum sem virkilega voru saklaus aftur líf þá er þetta ekki eitthvað sem ég hef áhyggjur af. Guð þykir án efa meira vænt um þau en mér og þér.
Þú ert alveg ótrúlegur... þetta þýðir það ekki...
Mofi, 24.6.2008 kl. 09:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.