Getur Gibson gefið góða leiðsögn?

040209_scoop_gibson_vmed1p.widecÉg man eftir að hlusta á Gibson tala um sína kaþólsku trú. Þar kom fram að hann hélt að eiginkona hans væri á leiðinni til eilífra kvala í logum helvítis vegna þess að hún tilheyrði ekki Kaþólsku kirkjunni. Þarna kom líkleg sorleg kaldhæðni að hann auðvitað elskaði eiginkonu sína og sagði að hún væri miklu einlægri í hennar trú en af því að hún er mótmælandi þá myndi hún enda í helvíti. 

Að ég best veit samt þá er þetta ekki afstaða Kaþólsku kirkjunnar eftir Vatakan 2, sjá: http://vatican2.org/    Það er að segja að þar var gefið til kynna að kristnir fyrir utan Kaþólsku kirkjuna gætu kannski frelsast.  Jón Valur getur kannski gefið innsýn í þetta mál ef ég er að fara með eitthvað rangt hérna. Hið sama gildir um Gibson, ef einhver telur mig fara með rangt mál um Gibson þá endilega láta mig vita.

Svo aftur að Gibson og Spears. Maður með svona trúarskoðanir, getur hann veitt góða ráðgjöf?  Líklegast mun hann segja henni að líta á björtu hliðarnar á lífinu, hætta fylliríum og sífelldum partíum. Einbeita sér að börnunum sem hún er búin að eignast og byggja upp fjölskyldu. Allt góð ráð en ég vona að hann sannfæri Spears ekki um sumar af hans undarlegum trúarskoðunum því rangar trúarskoðanir geta hæglega skaðað fólk andlega og jafnvel þeirra eilífð.

Enn, maður bara vonar og biður að þetta fari allt vel og að Guð muni leiða þau í sannleikann. Sérstaklega með eilífar pyntingar í helvíti, það getur ekki verið gott fyrir sálina að trúa að Guð sé svo vondur.   Meira um það efni hérna: Hvað gerist þegar maður deyr, hvað er helvíti?

 

 


mbl.is Britney nýtur handleiðslu Gibsons
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En það er nú frekar mikil einföldun að hún sé bara partygella. Það er búið að staðfesta að hún sé með geðhvarfasýki og konur með sjúkdóminn verða verstar rétt eftir barneignir.

Geiri (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 18:59

2 identicon

Allar trúarskoðanir(vonir) eru rangar, hver ein og einasta.

DoctorE (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 19:59

3 identicon

Geiri er greinilega læknirinn hennar fyrst hann er kominn með staðfestingu á þessu.

... (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 20:18

4 identicon

Nei reyndar ekki, greiningin komst því miður í fjölmiðla.

Annars þekki ég þennan sjúkdóm vel og hún er með mjög týpísk hegðunareinkenni. En óháð því þá er öllum augljóst að þetta er ekki beint kona sem hefur verið í andlegu jafnvægi.

 Þannig að ég veit þetta ekki 100% neitt frekar en aðrir en það fer bara í mínar fínustu þegar fólk reiknar með því að allt þetta fræga lið sé bara ofdekrað og í dópi.

Geiri (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 21:00

5 identicon

Ég þyrfti bara að hafa hundruðir ljósmyndara á eftir mér í inn dag til að missa vitið  .... og enn styttri tíma til að verða mér að fífli fyrir framan þá

 Mér finnst alveg merkilegt hvað hún þó virðist eiga eftir af sinni geðheilsu.... dáist hreinlega að henni

Sigmar (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 21:37

6 identicon

þetta átti að vera einn dag... ekki "inn dag"

Sigmar (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 21:38

7 identicon

Þetta er náttúrulega sami maður og kenndi hinni útvöldu þjóð um ölvunarakstur sinn. Ég held að það sé ágætt að vera ekkert að taka hann mjög alvarlega.

Jón Hrafn (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 09:42

8 Smámynd: Mofi

Henry / Promecius
Mofi, mér finnst alltaf jafn sorglegt þegar þú ert ekki samþykkur því að fólk eigi að kveljast í helvíti til eilífðar, en á sama tíma trúir þú samt á helvítispínslir fyrir synduga.

Er þetta ekki annars rétt skilið hjá mér?

Ég trúi að einhver þjáning verði til staðar við endalokin og það fari eftir glæpum viðkomandi. Það er athyglisvert að Biblían líkir helvíti við hvað gerðist við Sódómu en það eru rök sem benda til þess að íbúarnir hafi sofnað áður en þeir síðan dóu.  Svarar þetta spurningunni?

Geir
En það er nú frekar mikil einföldun að hún sé bara partygella. Það er búið að staðfesta að hún sé með geðhvarfasýki og konur með sjúkdóminn verða verstar rétt eftir barneignir.

Það er alveg möguleiki. Að mínu mati þá hefur frægðin og öll velgengnin og óttinn við að missa það allt rekið hana áfram í þessari heimskulegu hegðun. Eins og Sigmar bendir á þá er þetta örugglega erfiðara líf en maður gerir sér grein fyrir.

Jón
Þetta er náttúrulega sami maður og kenndi hinni útvöldu þjóð um ölvunarakstur sinn. Ég held að það sé ágætt að vera ekkert að taka hann mjög alvarlega.

Ekki kannski sanngjarnt að dæma hann of hart í einhverju bríeríi og rugli þótt það óneitanlega gefur manni góða ástæðu til að vera mjög gagnrýninn á allt sem hann segir.

Mofi, 13.6.2008 kl. 10:20

9 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ertu viss um að Gibson hafi ekki verið að grínast þegar hann sagði þetta um kerlu sína? Hann á það til að slá á létta strengi eins og aðrir...

Ingvar Valgeirsson, 14.6.2008 kl. 14:45

10 Smámynd: Mofi

Takk Gunnar og alveg sammála þér.

Andrés, já, hann gæti það og vonandi gerir hann það.

Ingvar,  þetta virkaði ekki þannig á mig. Sömuleiðis veit ég ekki hvort að þetta hafi verið afstaða hans í langann tíma eða er ennþá afstaða hans í dag. Eins og ég benti á þá veit ég ekki betur en Vatikan 2 hafi ákveðið að það væri möguleiki að þeir sem eru fyrir utan Kaþólsku kirkjuna eiga möguleika á himnaríki.

Mofi, 16.6.2008 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband