10.6.2008 | 23:07
Pússluspil lífsins - trú og leitin að sannleikanum
Pússluspil lífsins
Það má segja að þeir sem eru að reyna að skilja heiminn eru eins og maður að pússla saman pússluspili. Stundum þegar maður skoðar hvernig öðrum gengur þá finnst manni eins og þeir hljóti að vera með allt annað pússluspil en maður sjálfur. Það er eins og við erum öll með mismunandi púsl og erum að reyna að setja þau saman og gengur misvel. Trú fólks má líkja við kassann sem pússluspilið kom í, þ.e.a.s. myndin ofan á kassanum sem segir til um hvernig öll pússlin eiga að líta út þegar búið er að raða þeim saman. Trúin segir til um hvernig maður setur mismunandi púsl saman og segir til um hvernig viðkomandi sér heiminn.
Þar sem pússlin eru mjög mörg þá verður fólk að gíska hvernig loka myndin á að vera og sú ágískun verður þeirra leiðarljós til að láta pússlin passa saman; það verður síðan að þeirra trú eða þeirra sýn á heiminn.
Út frá þessari sýn á heiminn og þá sérstaklega hvernig einstaklingurinn svara spurningunni, "er Guð til" þá koma fram svör við stóru spurningum lífsins.
- Hvaðan komum við?
- Hver erum við?
- Afhverju erum við hérna?
- Hvernig ættum við að lifa lífi okkar?
- Hvað verður um okkur?
Það sem ræður mestu hvernig maður svarar þessari spuringu er hvort að Guð er til.
Afstöður sem fólk hefur
- Guð er til
Kristnir, gyðingar og múslimar - Guð er alheimurinn
Hindúar, búddistar, nýaldarsinnar - Guð er ekki til
Siðmennt, húmanistar og Vantrú
Trú og staðreyndir
Það er nútíma goðsögn að trú hefur ekkert með staðreyndir að gera. Aðeins smá rannsókn á trúarbrögðum heimsins leiðir í ljós að það er ekki rétt því að öll trúarbrögð, líka guðleysi, gera fullyrðingar um heiminn sem við búum í. Mikið af þessum fullyrðingum er eitthvað sem við getum rannsakað og komist að því hvað er líklegast satt. Dæmi um þetta er að Kristnir og gyðingar segja að alheimurinn hafði byrjun á meðan margir hindúar, búddistar og guðleysingjar segja að alheimurinn hefur alltaf verið til. Þessir hópar geta ekki báðir haft rétt fyrir sér. Annað hvort hafði alheimurinn byrjun eða ekki. Svo með því að skoða alheiminn og náttúruna og lögmál hennar getum við komist að hvort sjónarhornið er líklegra til að vera satt. Annað dæmi um þetta er krossdauði Krists, ef Kóraninn hefur rétt fyrir sér þá dó Kristur ekki á krossinum en ef Biblían hefur rétt fyrir sér þá dó Kristur á krossinum. Ef Kristur var ekki til þá hafa báðir þessir aðilar rangt fyrir sér. Eina leiðin til að nálgast sannleikann um þessi atriði er með því að rannsaka það sem við höfum í höndunum og bera það saman við þessar fullyrðingar.
Við skulum líka taka eftir því að vísindin hafa eitthvað að segja um þessi atriði því að oft glíma vísindin við sömu spurningarnar og trúarbrögðin. Hvaðan kom alheimurinn, hvernig varð lífið til og fleira.
Vandamálið er að við sem takmarkaðar mannverur höfum mjög takmarkaða þekkingu svo það er sama hvað við ályktum um tilvist Guðs þá gerum við það í trú. Hvort sem að við ályktum að Guð er til eða Guð er ekki til. Við lifum við það að geta aðeins ályktað hvað er líklegast, eina sem við höfum eru líkur, hvað er líklega satt. Svo jafnvel guðleysingjar þurfa trú alveg eins og allir aðrir á þessari jörð sem hafa einhverja heimsýn eða vilja álykta eitthvað um heiminn, hvort sem það eru hindúar, búddistar eða kristnir. Ástæðan er að allir þessar hópar hafa spuringar sem þeir geta ekki svarað og gera ályktanir sem þeir geta ekki sannað.
Má í rauninni segja að því fleiri staðreyndir sem þú hefur, því minna af trú þarftu. Flestir sem taka sér tíma til að skoða málið velja þá trú sem þeim finnst passa best við öll þau pússlu spil sem þeir hafa. Samt ekki allir því að margir trúa vegna annara ástæðna eins og félagslegra, tilfinningalegra og menningarlegra ástæðna. Gott að spyrja sig þeirra spurninga, ef staðreyndirnar benda á hina eða þessa átt, aðra en þá sem mig langar, er ég samt til í að fylgja þeim?
Afhverju þarf trú?
Ef Guð er til, afhverju þá þarf einver að trúa? Afhverju sýnir Guð sig ekki bara og bindur endi á allar þessar vangaveltur? Að binda endi á allar þjáningarnar og hvað þá allt hið illa sem er gert í Hans nafni? Þ.e.a.s. ef maður gefur sér að Guð er yfirhöfuð góður. Lykillinn tel ég felast í frjálsum vilja sem okkur öllum hefur verið gefin. Við höfum val til að velja og hafna, jafnvel hafna sannleikanum ef okkur langar til. Ef Biblían er sönn þá hefur Guð gefið okkur öllum valkost um eilífðina, hvort við veljum líf með Guði eða höfnum Honum. Til þess að valið sé sannarlega frjálst þá hefur Guð sett okkur í umhverfi sem gefur okkur nægar ástæður til að trúa á Hann en ekki Hans beinu nærveru; nærveru sem væri svo sterk að hún myndi yfirgnæfa okkar frjálsa val og okkar getu til að hafna. Guð hefur gefið nógu mikið af sönnunargögnum til að sannfæra þann sem er viljugur að trúa en hefur samt skilið eftir nógu mikið svigrúm svo að enginn sé tilneyddur til að trúa.
Afhverju allt þetta? Afþví að til þess að kærleikur sé til, þá þarf frjálst val að vera til. Því ást verður að vera gefin af fúsum og frjálsum vilja. C.S.Lewis útskýrði þetta vel þegar hann skrifaði:
the Irresistible and the Indisputable are the two weapons which the very nature of God's scheme forbids Him to use. Merely to over-ride a human will ( as His felt presence in any but the faintest and most mitigated degree would certainly do ) would be for Him useless. He cannot ravish. He can only woo"
Skiptir þetta einhverju máli?
Hvernig fólk sér lífið hefur áhrif á hvernig það lifir lífinu. Sumar trúarskoðanir hafa mjög slæmar afleiðingar eins og ef einhver trúir að eiga kynmök við hreina mey muni lækna þá af HIV. Afleiðing hindúisma er að þeir sem fæðast til fátæktar og eymdar eru að mati aðra hindúa að borga fyrir gjörðir þeirra í fyrra lífi svo að hjálpa þeim er að skipta sér af dómi karma. Enn öfgakenndari afleiðing er siður sem hindúar höfðu sem var að brenna eiginkonur lifandi manna sem dóu.
Ef einhver trúarbrögð eru virkilega sönn þá sannarlega skiptir þetta mjög máli. Ef trú múslima er sönn þá skiptir það máli því þá eru þeir sem eru ekki múslimar á leiðinni í eilífar kvalir í logum vítis. Ef kristni er hægt að öðlast eilíft líf í gegnum Krist og enginn lygari, þjófur eða morðingi fær aðgang að himnaríki. Ef trú guðleysingja er sönn þá er aðeins ástæða til að óttast dauðann og engin ástæða til að vona að dauðinn hefur ekki síðasta orðið og við verðum öll að engu.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt 12.6.2008 kl. 10:45 | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 803263
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvaða fullyrðingar gera trúlausir um heiminn sem við búum í?
Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 23:26
Jóhannes, flestir telja að þeir "vita" að Guð er ekki til, að alheimurinn gæti hafa orðið til án þess að einhver orsakaði hann eða jafnvel að alheimurinn er eilífur. Líka telja þeir að þeir viti að lífið getur orðið til fyrir tilviljun eða náttúrulegra ferla án þess að hafa neinar sannanir fyrir þeim möguleika. En þeir eru líka mismunandi...
Mofi, 12.6.2008 kl. 09:31
Oh.. byrjarðu aftur..
Á hvað trúa trúleysingjar og hvernig stunda þeir þá trú?
Arnar (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 10:00
Whee, erum við nú orðnir hættulegri en múslimarnir.
Hvað óttastu svona mikið við trúleysi?
Arnar (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 10:11
Þeir stunda hana ekki, alveg eins og margir sem trúa mörgum atriðum Biblíunnar stunda ekki sína trú. Ég benti á það sem trúleysingjar í rauninni trúa. Sumir geta sagt að þeir bara viti ekki þessi atriði og orðið sem ætti þá að eiga við þá er "agnostic" en veit ekki um gott íslenskt orð yfir það.
Hvar sagði ég að þið væru hættulegri? Ertu að segja mér að setningin sem þú vísaðir í er röng?
Mofi, 12.6.2008 kl. 10:19
'Guðleysingjar' segja ekki eitt eða neitt. Þeir (við) höfum örugglega jafn margar skoðanir og þeir (við) erum margir. Það er ekki til nein alsherjar yfirlýsing guðleysingja um eitt eða neitt.
Vandamálið hér að ofurtrúaðir afneita öllu sem stangast á við þeirra hugmyndir :)
Hvernig í ósköpunum ætlarðu að fara að því? Þú hefur ekkert í höndunum nema sögusagnir til að rannsaka.
Hérna er ágætis grein um þessar 'staðreyndir' um jesú : Hann er ekki hérn, hann er þjóðsaga (vantru.is). Hef lesið fleirri greinar eftir bæði trúlausa og trúaða fræðimenn þar sem tilvist jesú eins hann er settur fram í biblíunni er stórlega dregin í efa.
Arnar (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 10:28
Dýss.. síðasta færsla fór aðeins í klessu..
Þú sagðir að ef guðleysingjar hafi rétt fyrir sér og ef guð væri ekki til væri 'ástæða til að óttast'. Tók því amk. einhvern vegin verra en að brenna í helvíti.. kannski af því að helvíti er ekki til.
Annars skiptir ekki máli hvort múslimar eða kristnir/gyðingar hafi rétt fyrir sér.. sami guðinn ekki satt?
Arnar (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 10:38
Hef póstað þessu hérna áður... þetta segir einfaldlega allt sem segja þarf
http://youtube.com/watch?v=PLnSJo3Z-Iw
Sigmar (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 10:44
Alveg sammála því enda er hér um svona hvað guðleysingjar almennt trúa þó að þeir eru auðvitað mismunandi.
Láttu mig kannast við það... Dawkins er gott dæmi :)
Við höfum handrit sem varpa ljósi á mannkynssöguna til að meta þetta. Ég mun vonandi geta farið betur í þetta atriði seinna.
Og hérna er grein sem ég skrifaði sem svar við þessari grein hjá Vantrú, sjá: Hann er ekki hér, Hann er upprisinn
Þetta var í samhengi við dauðann, það er óttinn og ef Guð er ekki til þá höfum við aðeins ástæðu til að óttast dauðann en enga ástæðu til að vona að dauðinn hefur ekki síðasta orðið.
Kóraninn og Biblían kenna mjög ólíka hluti svo ég tel það ansi rökrétt ályktun að það er ekki sami hugur á bakvið þessar tvær, mjög svo ólíkar bækur. Menn eru líka fljótir að gleyma því að Biblían er samansafn af bókum eftir mismunandi höfunda en Kóraninn hefur aðeins Múhammeð sem höfund ( well, nærri því, því að það voru einhverjir af hans fylgjendum sem skrifuðu hana en ekki Múhammeð sjálfur en það er útidúr )
Mofi, 12.6.2008 kl. 10:44
Ég trúi því Halldór... að ef til þess komi að ég þurfi að standa frammi fyrir guði, allah eða einhverjum öðrum á hinsta degi þá verði það framkoma mín og virðing fyrir öðrum sem skipti máli... ekki í hvaða átt ég sneri mér þegar ég bað... hvað ég borðaði, hvernig ég eyddi sunnudögum eða hvort ég fordæmdi alla þá sem voru mér ekki sammála
Sigmar (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 10:48
Hvað fannst þér þá Sigmar um þessa grein sem ég samdi varðandi þettta: Afhverju Kristni?
Mofi, 12.6.2008 kl. 11:03
Mér fannst hún kjánaleg... þar sem þú gengur út frá hegðun sem er boðuð í ritningum tengdum kristni... slík niðurstaða verður aldrei hlutlaus
Ef þú tækir boðskap Búddah og leitaðir svo að svörum í biblíunni þá yrði útkoman t.d. frekar silly
Sigmar (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 11:07
Var nú reyndar annar sem ég hafði í huga.
En annars, miðað við það sem ég hef lesið, þá hafnar Dawkins aðallega mis gáfulegum tilgátum um að 'guð gerði það'.
Arnar (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 11:27
Hvort trúirðu á bókina eða guðinn?
Arnar (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 12:00
Hegðunin sem ég bendi á, ertu að segja mér að þú ert ekki sammála að eitthvað í þér segir að sú hegðun sé slæm?
Trúi að Biblían sé opinberun á hver Guð er. Ef Guð er til, þá finnst mér rökrétt að Hann myndi hafa einhver samskipti við okkur.
Mofi, 12.6.2008 kl. 12:40
Ef kristni er hægt að öðlast eilíft líf í gegnum Krist og enginn lygari, þjófur eða morðingi fær aðgang að himnaríki.
Nei hér ertu í þversögn við sjálfan þig. Þú hefur meira að segja sjálfur sagt að menn á borð við Hitler, Stalin og Fritz geti komist inn í himnaríki ef þeir meðtaka krist sem frelsara sinn.
Hvort er það?
Alveg sammála því enda er hér um svona hvað guðleysingjar almennt trúa þó að þeir eru auðvitað mismunandi.
Þú ert ekki hæfur til að útskýra fyrir neinum, sérstaklega ekki okkur guðleysingjunum hverju við 'trúum' og 'trúum ekki'. Eins og Arnar sagði, þá eru guðleysingjar ekki skipulagður hópur með ákveðnar ritningar eða athafnir, já og ekki einu sinni ákveðna trú, svo öllu sé á botninn hvolft.
Trúi að Biblían sé opinberun á hver Guð er. Ef Guð er til, þá finnst mér rökrétt að Hann myndi hafa einhver samskipti við okkur.
Sko Halldór, þú ert bókadýrkandi (skurðgoðadýrkun??). Þú hlýtur að geta samþykkt að skv. trú þinni höfum við amk. tvær opinberanir frá guði. Annars vegar er það bíblían, hins vegar sköpunin.
Hvers vegna vegur bíblían, sem er manngerð hvort sem hún er innblásin af guði eða einungs margritskoðuð og skrifuð undir áhrifum frá ótal heiðnum siðum af ótal mannlegum höfundum, svona miklu meira heldur en það sem við vitum og skiljum um sköpunina?
Getur ekki verið að kannski, bara kannski sé bíblían ekki eins áreiðanleg opinberun og sköpunin, sem þú veist að er sköpuð af guði?
Spyr sá sem ekki veit...
Sveinn (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 21:37
Ef einhver iðrast og setur traust sitt á Krist og að Hann borgaði gjaldið fyrir þeirra glæpi geta komist til himna já. Þetta er ekki beint þversögn heldur bara kominn hálfa leið í að útskýra þetta.
Þeir hljóta nú samt að hafa einhvern sameiginlegann grundvöll og ef ekki þá er bara að taka þannig sértilfelli fyrir sér.
Skurðgoðadýrkun væri að hafna þeirri opinberun á Guði sem Hann hefur gefið og finna upp einhverja sjálfur sem manni þætti skemmtilegri. Sammála að það eru tvær opinberanir frá Guði.
Ég held að allir sem telja að Biblían sé frá Guði geri það af því að hún hefur reynst þeim traustsins virði. Ég er engann veginn sammála þessu með margskrifuð og áhrif af heiðnum siðum; tel að góða rannsókn á Biblíunni sýni fram á að það er ekki rétt.
Mér finnst mjög mikilvægt að Biblían standist háar kröfur og ég tel mig gera háar kröfur til hennar. Að ég treysti henni vegna þess að mér finnst rökin fyrir því góð. Sköpunin samt er það sem hefur yfirhendina, þ.e.a.s. að Biblían verður að vera í samræmi við sköpunina en ekki sköpunin í samræmi við Biblíuna.
Mofi, 13.6.2008 kl. 11:33
Hegðunin sem ég bendi á, ertu að segja mér að þú ert ekki sammála að eitthvað í þér segir að sú hegðun sé slæm?
Alls ekki, hún er ekki slæm og ég reyni að fara eftir þvú sjálfur... það breytir því ekki að svör í kristnum ritum verða allltaf betur til þess fallinn að svara kristnum spurningum
Alveg eins og það væri betra að hafa spænska matreiðslubók til að elda spænskan mat heldur en gríska matreiðslubók
Báðar matargerðirnar eru fullgildar og góðar en það breytir því ekki að á þeim er einhver munur
Sigmar (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 12:07
Sigmar, bara til að fá þetta á hreint, þú ert sammála að ljúga, stela, svíkja, öfunda og hata er slæmt er það ekki?
Mofi, 13.6.2008 kl. 12:21
Ég ætla ekki að láta draga mig í einhverja þvælu með þér... þessi pistill þinn snerist ekki um hvað væri gott og hvað væri slæmt.. heldur hvað yrði um þig þegar þú deyrð
Og nei, ég er reyndar ekki sammála því að öfund sé endilega slæm.. hún getur í mörgum tilfellum verið hvetjandi
Sigmar (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 12:24
Voðalega er þetta eitthvað undarlegt; lastu þetta yfirhöfuð? Það sem gerist þegar þú deyrð er að þú deyrð, þarft enga trú til að glíma við þetta. Allt í lagi, sleppum þá öfund úr listanum.
Mofi, 13.6.2008 kl. 13:18
Ég fatta bara ekki alveg hvað þú ert að fara með þessu - ég hef alveg ákveðnar hugmyndir um líf og dauða - það hvað biblían segir að gerist þegar ég dey hefur ekkert að gera með hvaða trú er "best" og að nota það sem rök fyrir því afhverju er betra að ljúga ekki eða stela, öfunda eða hata að "verðlaun" kristni fyrir rétta breytni séu eitthvað betri en verðlaun annarra trúarbragða er bara asnalegt argument
Skv boðskap búddah þá stel ég ekki, hata ekki, lýg ekki, öfunda ekki o.s.frv.
Ætti sá sem lifir skv þeim boðskap ekki alveg að hafa sama "aðgang" að eftirlífinu og sá sem gerir það í nafni Krists?
Ég trú því varla að þinn guð sé svo grimmur að það sé eitthvað sem skiptir máli - ef hann er það þá fari hann bara og veri, ég hef engan áhuga á að sitja í faðmi slíks harðstjóra
Sigmar (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 13:34
Það sem gerist þegar þú deyrð er að þú deyrð... þú þarft enga Biblíu eða trú til að vita það. Hvað gerist fyrir þá sem eru ekki kristnir er á huldu en ég trúi ekki að þeir munu allir glatast en ef einhver glatast þá er það vegna þess að hann er sekur.
Mofi, 13.6.2008 kl. 13:54
Ég er engann veginn sammála þessu með margskrifuð og áhrif af heiðnum siðum; tel að góða rannsókn á Biblíunni sýni fram á að það er ekki rétt.
Ég sagði það ekki, ég sagði 'hvort sem hún er...'
Mér finnst mjög mikilvægt að Biblían standist háar kröfur og ég tel mig gera háar kröfur til hennar. Að ég treysti henni vegna þess að mér finnst rökin fyrir því góð. Sköpunin samt er það sem hefur yfirhendina, þ.e.a.s. að Biblían verður að vera í samræmi við sköpunina en ekki sköpunin í samræmi við Biblíuna.
Þetta skín ekki beint í gegn í skrifum þínum.
Sveinn (IP-tala skráð) 15.6.2008 kl. 18:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.