C.S. Lewis - Mere Christianity

csl2Hérna er hægt að downloada bók C.S.Lewis Mere Christianity. Ef einhver vill taka sér smá tíma til að kynna sér hvernig þessi snillingur útskýrði hina kristnu trú þá er þetta mjög góð byrjun. Þeir sem segjast vera opnir og leitandi þá er þetta góð kynning á kristni og rökum fyrir henni.

Mere Christianity Audio Book


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mofi

Ómálefnaleg færsla frá Sigmari fjarlægð.

Mofi, 3.6.2008 kl. 10:52

2 identicon

Það var nákvæmlega ekkert ómálefnalegt við þessa færslu Halldór, drullastu nú bara til að kynna þér hlutina til tilbreytingar...

Þetta var rætt af fullri alvöru í ævisögu Tolkiens og Lewis - en hey, það má víst ekki minnast á svona þegar kristnir menn eiga í hlut

Hræsnari Halldór, það er það sem þú ert

Sigmar (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 13:19

3 Smámynd: Mofi

Sigmar, ég hef einfaldlega engann áhuga ásökunum um ákveðna einstaklinga þegar greinin fjallar um allt annað. Það virðist ekki komi neitt frá þér nema viðbjóður; ásakanir á hendur einhverra er ekki málefnalegt og það er það sem þín færsla var.

Mofi, 3.6.2008 kl. 13:55

4 identicon

Kannt þú ekki að lesa Halldór?

Ég ásakaði ekki nokkurn mann um eitt eða neitt, ég sagði einfaldlega að þetta hafi oft verið til umræðu, meðal annars í ritum um ævi viðkomandi manna.  Þar fyrir utan lít ég ekki á svona umræðu sem ásakanir - en munurinn á okkur tveimur þar er sjálfsagt þínir fordómar gagnvart þessu tiltekna efni.

Það má kannski minnast á það líka að C.S Lewis gerðist "guðleysingi" og það var svo Tolkien sem dró hann inn í kirkjuna aftur mörgum árum seinna, þetta sem ég minntist á í "ómálefnalega" póstinum hefur t.d. oft verið talin ein ástæða þess að hann yfirgaf kirkjuna á sínum tíma

En ég efast ekki um að þú hefur ekki nokkra hugmynd um hvað ég er að tala því eins og venjulega miðast þekking þín á þessum manni trúlega við það hvað þú last á einhverjum trúarsíðum

Vissir þú t.d. að C.S Lewis bæði las og skrifaði íslensku?

Sigmar (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 14:14

5 Smámynd: Mofi

Ég vildi aðeins engann veginn að umræðan um þessa bók sem C.S.Lewis skrifaði færi út í pælingar um eitthvað sem er málinu alveg óviðkomandi og ljót ásökun á C.S.Lewis. Ástæðan fyrir að þetta er ljót ásköun er einmitt vegna þess hver hann var og hverju hann trúði. Svo að þetta væri ásökun að hann hefði verið ljótur hræsnari.  Er virkilega ekki hægt að láta þessa umræðu fjalla um bókina sem ég er að benda á?

Ég vissi ekki þetta um C.S.Lewis, ertu viss um að þú ert ekki að rugla honum saman við Tolkien? 

Mofi, 3.6.2008 kl. 14:32

6 identicon

Bæði Tolkien og Lewis voru saman í félagsskap sem hittist einusinni í viku á krá í oxford þar sem þeir lásu saman og ræddu um íslendingasögurnar

Ég sé ekkert ljótt við þessa athugasemd því vinskapur þessara manna og stuðningur hvor við annan gaf af sér stórkostleg bókmenntaverk.

Mér finnst það bara koma málinu helling afhverju Lewis sneri baki við kirkjunni í mörg ár og þetta er ein af þeim tilgátum þar um..

Sigmar (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 14:54

7 identicon

Vonandi gerirðu þér ekki vonir, mófi, um að allir trúleysingjarnir ,sem nenna á annað borð að hlusta á þetta, stökkvi til og fari að trúa á guð bara af því að C.S. Lewis skipti um skoðun.  Myndi kannski virka ef trú væri smitsjúkdómur..

Arnar (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 15:13

8 Smámynd: Mofi

Ég veit ekki betur en Tolkien og Lewis voru vinir og að það var Tolkien sem snéri Lewis til kristni.

Arnar, ekki af því að Lewis skipti um skoðun heldur frekar að þeir öðlist betri skilning á kristni því að Lewis var mjög rökfastur einstaklingur og hafði sérstakt lag á að orða hluti á einfaldan enn kröftugann hátt.

Mofi, 3.6.2008 kl. 16:33

9 identicon

Það er rétt hjá þér... það var Tolkien sem kom félaga sínum inn í kirkjuna aftur...   annars mæli ég með því að þú lesir þér til um þessa menn því vinátta þeirra var á margan hátt mjög sérstök... 

Sigmar (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 16:36

10 identicon

Haha ég skil hvað þú ert að fara Sigmar, og ég verða að viðurkenna að ég vissi það ekki.  En það skiptir hvort sem er engu máli í mínum huga.

Hins vegar finnst mér Halldór fordómafullur að kalla þetta "ljótar ásakanir".

Sigmar, heldurðu að þú nennir að birta þitt 'ómálefnalega' innlegg á síðunni hans doctorE svo ég geti lesið það?

Sveinn (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 17:53

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Fáránlegt að horfa upp á þetta, hvernig þessi "Sigmar" (sem gæti allt eins heitið eitthvað annað) er að spilla hér umræðu um efnið sjálft. Þarna varstu of linur, Halldór, betra hefði verið að loka algerlega á þessi ómálefnalegu innlegg hans hvert á eftir öðru. Skammaryrði hans eru svo sér á parti, skammast hér út í þig og talar um einhvern dópista o.s.frv. og ólifnað hins sama (endilega fjarlægðu þetta síðasta innlegg Sigmars kl. 18:46), en stóð hér fyrst og fremst í dylgjum um CS Lewis og Tolkien og viðurkenndi þó í reynd um leið, að þetta væru bara tilgátur!

Í þínum sporum myndi ég setja inn færsluna upp á nýtt, máske með fleiri atriðum (t.d. tilvitnun í ísl. útgáfu bókarinnar) og enda á sérstökum skilmála um að innlegg eigi að fjalla um málefnið eitt sér, en fjarlægja síðan þessa vefslóð alla, þar sem lengst af var verið að spilla fyrir tilgangi greinarinnar og það í krafti e.k. nafnleysis. "Sigmar" ber hvorki ábyrgð á því, sem hann skrifar þannig hálf- eða al-nafnlaust, né heldur á hann höfundarrétt yfir slíkum innleggjum. Sjálfur er ég mjög sáttur við það, ef þú færir þessa leið, þótt innlegg mitt hverfi.

Með góðri kveðju, 

Jón Valur Jensson, 3.6.2008 kl. 21:30

12 Smámynd: Jóhann Helgason

Sæll Mofi ég ber mikla virðingu fyrir C.S.Lewis hljómar spenandibók Mere Christianity.

Jóhann Helgason, 3.6.2008 kl. 22:07

13 identicon

Jón minn, svakaleg viðkvæmni er þetta fyrir nafnleynd.  Hvaða minnimáttarkennd er þetta eiginlega?

Og hvers konar fólk er það sem heldur að ritskoðun sé rökræða?  Það hlýtur hver að sjá að ómálefnaleg innlegg dæma sig sjálf, nema þið treystið lesendum ykkar ekki fyrir því að hugsa á eigin spýtur.  Það er kannski einmitt ástæðan?

Sveinn (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 22:21

14 Smámynd: Mofi

Sveinn
Hins vegar finnst mér Halldór fordómafullur að kalla þetta "ljótar ásakanir".

Þær eru ljótar því að Lewis var giftur og með því að vera opinberlega kristinn þá hefði þetta verið hræsni og blekkingar hjá Lewis.

Sigmar
Og Halldór - ætli viðbrögð þín við upprunalega pósti mínum sé ekki ágætis lýsing á því hversu blindaðir bókstafstrúar menn geta verið af fordómum,

Ég vona nú að ég myndi ritskoða ef einhver hér væri að ásaka þig um blekkingar, hræsni og þess háttar.

Sigmar
Eigum við að spjalla aðeins um Ted Haggard Halldór?  Fáir ef nokkrir menn í BNA hafa verið jafn ötulir ID menn ..... svo kemur bara í ljós að hann er sjúgandi methamfetamína af nöktum líkama karlkynshóru milli fyrirlestra

Það er alveg nóg af úlfum í sauðagærum, sorglegt en satt.

Annars innleggið þitt fjarlægt. 

Jón Valur
Þarna varstu of linur, Halldór, betra hefði verið að loka algerlega á þessi ómálefnalegu innlegg hans hvert á eftir öðru

Takk fyrir það og sammála. Hérna hefði getað myndast góð og skemmtileg umræða um mjög merkilega bók og merkilegann mann en í staðinn fyrir fór í svaðið.

Jóhann, ég vona að þú verðir ekki fyrir vonbrigðum.  Það vill svo til að þýskur vinur minn var guðleysingi en skipti um skoðum varðandi kristni eftir að lesa þessa bók.  

Mofi, 3.6.2008 kl. 23:05

15 identicon

Mér finnst alveg stórundarlegt að menn sem telja sig skyni borna skuli geta fjallað um Lewis og hans aðkomu að kristni í sínu lífi án þess að fjalla um ástæður þess að hann sagði skilið við kirkjuna

Sigmar (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 23:35

16 identicon

annars mæli ég með þvi að þið "menningarvitarnir" gerið ykkur far um að lesi þau ævisagnarit sem hafa verið skrifuð um bæði Lewis og Tolkien besta vin hans... ekkert af því sem þú fjarlægðir er ekki upp úr þeim bókum...

Þessi ritskoðun er fáránleg Halldór, sérstaklega í seinni póstinum því þar voru hvorki dónaskapur, blót eða ásakanir

Sigmar (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 09:39

17 Smámynd: Mofi

Sigmar
Mér finnst alveg stórundarlegt að menn sem telja sig skyni borna skuli geta fjallað um Lewis og hans aðkomu að kristni í sínu lífi án þess að fjalla um ástæður þess að hann sagði skilið við kirkjuna

Ég hef ekkert á móti því að fjalla um það atriði...

Sigmar, þú varst einfaldlega að draga umræðuna á lágt plan sem mig langaði ekki að hún færi en núna er það of seint og lítið hægt að gera við því núna. 

Mofi, 4.6.2008 kl. 09:57

18 identicon

Lágt plan?

Eins og ég sagði þér hér áður... kynntu þér nú bara sögu þessara manna, ef þetta er atriði sem langskólagengnir menn geta verið að velta sér upp úr fram og til baka þá er það nú varla of ómerkilegt fyrir þessa síðu..

Upprunalegi pósturinn þinn er ekki nema rétt ein setning, ég veit ekki hvernig maður á að vita hvert þú vilt að umræðan fari með svo stuttum pósti... sérstaklega þegar hann er um jafn flókna persónu og C.S Lewis

Ætlaðist þú bara til þess að menn myndu snúast til kristni einn tveir og tíu og þessi þráður yrði uppfullur af þökkum frá guðleysingjum landsins?

Sigmar (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 10:41

19 Smámynd: Mofi

Mér finnst lágt plan að gefa til kynna að einhver maður var lygari og hræsnari bara til þess að velta því fyrir sér án þess að hafa eitthvað fyrir því nema að hann hafi átt góðan vin.  Mér finnst það bara sorglega ömurleg umræða og aðalega tilgangslaus. Hvernig væri að hlusta á bókina og rökræða þær hugmyndir sem koma fram í henni á málefnilegann hátt?

Mofi, 4.6.2008 kl. 11:01

20 identicon

einhver maður var lygari og hræsnari bara til þess að velta því fyrir sér án þess að hafa eitthvað fyrir því nema að hann hafi átt góðan vin.

Heldur þú virkilega að eina ástæðan fyrir þessum pælingum sé sú að hann átti góðan vin?

Og þetta með lygarnar þá get ég t.d. sagt frá því að Lewis laug eitt sinn all hressiliega að Tolkien, lygi sem síðan átti stóran þátt í því  að hann hóf að skrifa Hringadróttinssögu, sitt stórkostlegasta verk

Eins og ég hef sagt þér hérna áður, endilega kynntu þér sögu þessa manns áður en þú ferð að saka mig um einhvern óheiðaraleika og dylgjur, það gerir þig ekki að neinu nema hræsnara

Og annað... hvernig gerir það Lewis að hræsnara og lygara ef hann hefur haft einhverjar tilfinningar til Tolkiens?   Aftur get ég sagt þér að þeir sem hafa komið upp með þessar hugmyndir um vináttu þeirra séu nokkuð sammála um að það hafi aldrei verið neitt annað en tilfinningar og aldrei meira, einmitt vegna trúar þeirra - tilfinningar þeirra til hvors annars hafi svo brotist fram í verkum þeirra....  t.d. í sambandi Sam og Frodo í Lotr

Enn segi ég þér... kynntu þér sögu þessa manns, ég get alveg lofað þér því að ég veit 10 x meira um C.S. Lewis og hans verk en þú og ég kann ekki að meta þetta besserwisser viðhorf þitt hérna á þessum þræði.

Ástæða þess að ég minnist á þetta hér er vegna þess að þrátt fyrir allt sem Lewis gerði fyrir kristna trú þá var alltaf eitthvað sem hann gat ekki fyrirgefið trúarbræðrum sínum, hann sagði engum það hreint út en menn vissu að það var eitthvað, kannski var það þetta - kannski ekki...   Staðreyndin er samt sem áður sú að kirkjan fælir klárlega frá sér fullt af fólki með úreltri hugmyndafræði, fordómum og ýmsu öðru

Þar er í flestum tilfellum um að kenna bókstafstrúarmönnum eins og þér... það sorglega er að þú og þínir munuð aldrei átta ykkur á því að þið gerið trúnni meira slæmt en gott

Sigmar (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 11:27

21 Smámynd: Mofi

Sigmar
Eins og ég hef sagt þér hérna áður, endilega kynntu þér sögu þessa manns áður en þú ferð að saka mig um einhvern óheiðaraleika og dylgjur, það gerir þig ekki að neinu nema hræsnara

Þú varst með dylgjur og komst ekki með neitt til að styðja þær einstaklega ljótu dylgjur. Ég er ekki að ásaka þig um óheiðarleika þar, ég trúi því að þú trúir að það sé eitthvað til í þessum tilgátum en mér finnast þannig tilgátur vera bara ómerkilegar. Kannski góð hugmynd að þú kynntir þér bókina áður en þú tjáir þig með svona látum?

Sigmar
Staðreyndin er samt sem áður sú að kirkjan fælir klárlega frá sér fullt af fólki með úreltri hugmyndafræði, fordómum og ýmsu öðru

Alveg sammála því. Margir kristnir hröklast frá því að stunda sína trú vegna einhverra kirkna sem hegða sér eins og illkvittnir fábjánir. 

Sigmar
Þar er í flestum tilfellum um að kenna bókstafstrúarmönnum eins og þér... það sorglega er að þú og þínir munuð aldrei átta ykkur á því að þið gerið trúnni meira slæmt en gott

Þetta gefur til kynna að það er bókstafurinn sem er slæmur og leiði af sér svona hegðun sem þér þykir ámælisverð. En hvernig væri að benda á hvaða bókstafur býr til þá hegðun sem þér þykir ámælisverð? 

Mofi, 4.6.2008 kl. 12:06

22 identicon

Þær eru ljótar því að Lewis var giftur og með því að vera opinberlega kristinn þá hefði þetta verið hræsni og blekkingar hjá Lewis.

Oh boy.. hvar eigum við að byrja.  Hræsni og blekkingar?

Joy Gresham

In Lewis's later life, he corresponded with and later met Joy Davidman Gresham, an American writer of Jewishbackground and also a convert from atheism to Christianity.[3] She was separated from her alcoholic and abusive husband, the novelist William Gresham, and came to England with her two sons, David and Douglas.[2]Lewis at first regarded her as an agreeable intellectual companion and personal friend, and it was at least overtly on this level that he agreed to enter into a civil marriage contract with her so that she could continue to live in the UK.[4]Lewis's brother Warnie wrote: "For Jack the attraction was at first undoubtedly intellectual. Joy was the only woman whom he had met… who had a brain which matched his own in suppleness, in width of interest, and in analytical grasp, and above all in humour and a sense of fun" (Haven 2006). However, after complaining of a painful hip, she was diagnosed with terminal bone cancer, and the relationship developed to the point that they sought a Christian marriage. Since she was divorced, this was not straightforward in the Church of England at the time, but a friend, the Rev. Peter Bide, performed the ceremony at her hospital bed in 1956.

Joy var sem sagt konan hans.  Sjá: Wiki - C.S. Lewis

  1. Hún var fráskilin, hvernig leggst það í hinn kaþólska Jón Val sem vill eyða öllum athugasemdum sem honum þóknast ekki (svona svipað og kaþólska kirkjan brenndi bækur sem henni þóknaðist ekki).
  2. Og C.S Lewis giftist henni fyrst bara til að hún fengi landvista leyfi!

Og ekki misskilja mig, ég er mjög hrifin af C.S. Lewis sem rithöfundi.

Arnar (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 12:11

23 Smámynd: Mofi

Fróðlegt Arnar, takk.

Mofi, 4.6.2008 kl. 12:22

24 identicon

Þú varst með dylgjur og komst ekki með neitt til að styðja þær einstaklega ljótu dylgjur. Ég er ekki að ásaka þig um óheiðarleika þar, ég trúi því að þú trúir að það sé eitthvað til í þessum tilgátum en mér finnast þannig tilgátur vera bara ómerkilegar. Kannski góð hugmynd að þú kynntir þér bókina áður en þú tjáir þig með svona látum?

Enn sýnir þú að þú lest ekki það sem menn pósta hérna... ég benti þér á íslenska bók þar sem fjallað er um þetta.. en þú virðist ekki hafa séð það.

Kynna mér bókina?  Eins og ég sagði hér ofar þér er ég þess fullviss að ég veit töluvert meira um Lewis og hans verk en þú - að sjálfsögðu hef ég lesið þessa bók

 Og Arnar - flott innlegg, takk fyrir það

Sigmar (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 12:48

25 Smámynd: Mofi

Sigmar, að benda á einhverja bók sem tæki mig tíma að finna og síðan lesa er ekki beint að styðja sitt mál. Maður verður að benda á ákveðin dæmi sem hægt er að athuga án þess að lesa heilu bækurnar. Ekkert að því að benda á bækur en ekki hægt að benda á bækur og láta það vera alvöru rök fyrir sínu máli. Að minnsta kosti skilja að það tæki marga daga þangað til að maður gæti kommentað á einhverja bók.

Þú heldur því fram að þú hafir lesið þessa bók en samt hafa engin af þínum kommentum verið um bókina, aðeins um einhverjar vangaveltur um kynhneigðir... Frekar léleg ef þú virkilega hefur lesið þessa bók 

Mofi, 4.6.2008 kl. 13:28

26 identicon

Sigmar var ekki með neinar dylgjur eða ásakanir, hann einfaldlega upplýsti þig um hvað menn höfðu velt fyrir sér og skrifað heilu bækurnar um.

Sveinn (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 14:17

27 identicon

Kannski góð hugmynd að þú kynntir þér bókina áður en þú tjáir þig með svona látum?

Ah já, alveg eins og enginn mátti skrifa neitt slæmt um Expelled vegna þess að hann var ekki búinn að sjá myndina og svo þegar Sigmar, sem sá myndina, upplýsir okkur um innihald hennar þá veit hann ekkert hvað hann er að tala um??

Sveinn (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 14:19

28 identicon

Í upphaflega póstinum kom ég með útdrátt úr því sem ég hafði lesið þar sem mér fannst það koma málinu við og ég reiknaði með því að þú vissir að hann hafði á sínum tíma snúið bakið sínu við kristni -  þú eyddir þeim pósti, væntanlega þar sem þú trúðir ekki því sem ég var að segja

Síðan kom ég með annan, ítarlegri póst þar sem ég útskýrði hvað ég var að meina, afhverju, hvar ég hefði lesið það og hvernig þú gætir kynnt þér málið - þeim pósti eyddir þú líka

Ég get ekki borðið ábyrgð á því sem þú veist og hvað þú veist ekki, ég var eingöngu að deila því með þér sem ég hafði lesið vegna þess að mér fannst það koma málinu við... enda hafa ástæður þess afhverju hann sneri baki við trúnni alltaf verið til umræðu samhliða verkum tengdum trú hans... hélt þú vissir það

Ég hinsvegar benti þér á hvar þú getur lesið þér til um það - ég tók samt fram nokkrum sinnum að ég væri ekki að segja að svona væri þetta, heldur að þetta hafi oft verið til umræðu

Mér finnst lágt plan að gefa til kynna að einhver maður var lygari og hræsnari

Og hvað finnst þér þá um það sem Arnar póstaði hér í því samhengi?

Gefum okkur nú eitt augnablik að Lewis hafi verið samkynhneigður, en vegna nákvæmlega manna eins og þín og annarra trúarbræðra ykkar hafi hann lifað ófullnægðu lífi í lygi vegna þess að hann vissi sem var að hann myndi ekki fá tækifæri til að tjá sig um sína trú þannig að mark væri á tekið vegna alls óskyldar kynhneigðar sinnar?

Hugsaðu þér Halldór ef kristið samfélag hefði hreinlega misst af þessu riti Lewis eingöngu vegna fíflalegra fórdóma gagnvart samkynhneigð?

Ég endurtek að ég er ekkert að fullyrða um það að hann hafi verið það, eingöngu að benda á þann fíflalega möguleika sem er fyrir hendi vegna kreddu og fordóma kristinna safnaða

Sigmar (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 14:26

29 identicon

Síðan kom ég með annan, ítarlegri póst þar sem ég útskýrði hvað ég var að meina, afhverju, hvar ég hefði lesið það og hvernig þú gætir kynnt þér málið - þeim pósti eyddir þú líka

Að beðni Jóns Vals, merkilegt hvað þessir kristnu bloggarar hafa gaman af ritskoðun.  Einhverra hluta vegna finnst þeim þeir hafa rétt fyrir sér þegar þeir grípa til þess.

Sveinn (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 14:45

30 identicon

Það er alveg nóg af úlfum í sauðagærum, sorglegt en satt.

Það breytir ekki þeirri staðreynd að Haggard hefur unnið gríðarlega mikið starf fyrir uppgang hugmyndafræði bæði kristni og ID í BNA er það?

Byggði upp kristin söfnuð sem er sá mest vaxandi í heiminum í dag...

Ekki ónýtt af amfetamínsjúkum hórkarli

Sigmar (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 14:53

31 identicon

Afsakið -   rétt lýsing er    amfetamínsjúkum, lygnum og samkynhneigðum hórkarli

Sigmar (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 15:55

32 Smámynd: Mofi

Sigmar
Síðan kom ég með annan, ítarlegri póst þar sem ég útskýrði hvað ég var að meina, afhverju, hvar ég hefði lesið það og hvernig þú gætir kynnt þér málið - þeim pósti eyddir þú líka

Ég eyddi þeim póstum sem voru að ýja að því að Lewis hefði verið samkynhneigður af því að mér fannst það vera að fara með umræðuna á ömurlegt plan.  Endilega segðu mér, finnst þér vera góð rök fyrir því að Lewis hafi verið samkynhneigður?

Sigmar
Ég get ekki borðið ábyrgð á því sem þú veist og hvað þú veist ekki, ég var eingöngu að deila því með þér sem ég hafði lesið vegna þess að mér fannst það koma málinu við... enda hafa ástæður þess afhverju hann sneri baki við trúnni alltaf verið til umræðu samhliða verkum tengdum trú hans... hélt þú vissir það

Hvenær snéri hann við trúnni?  Ég veit ekki betur en hann hafi orðið trúaður tiltulega seint á æfinni og haldið þeirri trú til æviloka þótt að kannski hann hafi ekki líkað einhver ákveðin kirkja. Hérna er stuttlega farið yfir æfi hans, sjá: http://www.cslewis.org/resources/chronocsl.html

Sigmar
Gefum okkur nú eitt augnablik að Lewis hafi verið samkynhneigður, en vegna nákvæmlega manna eins og þín og annarra trúarbræðra ykkar hafi hann lifað ófullnægðu lífi í lygi vegna þess að hann vissi sem var að hann myndi ekki fá tækifæri til að tjá sig um sína trú þannig að mark væri á tekið vegna alls óskyldar kynhneigðar sinnar?

Hérna ert þú að kenna mér eitthvað um það sem stendur í Biblíuni. Eða að láta að ég hefði rakkað einhvern niður af því að hann væri samkynhneigður. Allt frekar hæpið hérna.

Mofi, 4.6.2008 kl. 15:57

33 identicon

Hvenær snéri hann við trúnni?  Ég veit ekki betur en hann hafi orðið trúaður tiltulega seint á æfinni og haldið þeirri trú til æviloka.

To his memoir Surprised by Joy, Lewis had been baptised in the Church of Ireland at birth, but fell away from his faith during his adolescence. Owing to the influence of Tolkien and other friends, at about the age of 30, Lewis re-converted to Christianity, becoming "a very ordinary layman of the Church of England

 Endilega segðu mér, finnst þér vera góð rök fyrir því að Lewis hafi verið samkynhneigður?

Mér finnst það allavega vera umhugsunarefni afhverju einu sambönd hans við konur virðast vera platónsk vinsambönd... þannig var fyrsta konan í lífi hans móður félaga hans úr hernum, hann dó og hann hafði lofað honum að sjá um fjölskyldu hans sem var téð móðir hans - Jane moore, kynnti hann hana alltaf sem móður sína

Síðan var það Joy Gresham, fráskilin einstæð móðir sem hann giftist borgaralega til þess að hún fengi að búa í bretlandi...  

Þetta eru einu konurnar að því er virðist vera í lífi hans... hann var alls ekkert ómyndarlegur, mj0g gáfaðir og þótti fyndinn og skemmtilegur, þannig að þú getur varla neitað því að þetta er frekar furðulegt

Til að fara svo nánar út í vinskap hans við tolkien þarf að kafa dýpra en ég kæri mig um að gera hér...

En já, ég tel nokkuð góðar líkur á því að hann hafi verið samkynhneigður... hann hafði í besta falli allavega ekki mikinn áhuga á kynferðislegu sambandi við konur

En nú spyr ég þig Halldór... hvaða máli skiptir það?   missir það sem hann skrifaði eitthvað gildi sitt ef hann hefur verið samkynhneigður?

Sigmar (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband