Má það ekki?

august_2005_41Ég ætla rétt að vona að þú ( lesandi ) hrópir yfir þig "NEI"!  En hvaðan kemur þessi skoðun?  Þessi "þekking" að þetta er algjörlega rangt og getur aldrei verið rétt? 

Sumir vilja meina að siðferði er afstætt. Fer eftir stað og stund; fer eftir menningu og fleira en er einhvern tímann réttlætanlegt að beita saklausu barni kynferðislegu ofbeldi?  Ég ætla rétt að vona að allir séu sammála um að það er aldrei í lagi. 

Til þess að svona lögmál sé til þá þarf einhvern til að búa lögmálið til. Ef það eru til lög þá er til löggjafi.  Ég trúi því að það var Guð sem bjó til siðferðis lögmál og skrifaði það á hjörtu allra manna.


mbl.is Börn kynferðislega misnotuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég trúi því að það var Guð sem bjó til siðferðis lögmál og skrifaði það á hjörtu allra manna.

Guðni Ágústsson trúir því að aðeins kristnir búi yfir siðferðiskennd en allir aðrir í heiminum séu siðleysingjar.  Það sagði hann amk. í ræði á Alþingi núna bara í síðustu viku.   Gott að þú sérð okkur 'hina' í betra ljósi en Guðni kallinn..

En varðandi greinina, DoctorE vinur þinn var einmitt að setja inn færslu á svipuðum nótum : Blóðskömm & annað óeðli: Topp 6 í biblíunni.  Eru ekki fordæmi fyrir barnagirnd og sifjaspjöllum í biblíunni?

Arnar (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 16:58

2 Smámynd: Mofi

Já, ég verð að vera ósammála Guðna um að siðferði er eitthvað sérstaklega gefið kristnum.  Trú kristinna aftur á móti styrkir þeirra siðferðiskennd og hvetur til að göfga hana eins og hægt er. Eins og einhver sagði "það þarf trú til að láta góðann mann gera vonda hluti" svo það skiptir máli að trúin sé góð.

Kíki aðeins seinna á þessa færslu Doctorsins. 

Mofi, 27.5.2008 kl. 17:29

3 Smámynd: Anna Lilja

Það er einfalt, börn eru saklaus og varnarlaus gagnvart þeim eldri eru og gagnvart þeim sem vita betur, í flestum tilvikum.

Það er ekki rétt að níðast á þeim sem saklausir eru og minna mega sín.

Ég veit ekki hvaðan þessi siðalögmál koma, en þau eru að minnsta kosti greypt í eðli mitt.

Anna Lilja, 27.5.2008 kl. 18:55

4 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Til þess að svona lögmál sé til þá þarf einhvern til að búa lögmálið til.

Það er einfaldlega ekki til neitt svona lögmál. Það að flestu fólki finnst þetta alltaf vera rangt þýðir alls ekki að það sé eitthvað lögmál, heldur bara að við séum sammála um suma hluti.

Og ég á bágt með að skilja hvernig þú telur guðinn þinn geta búið til svona lögmál. Gætirðu útksýrt guðinn þinn lætur suma hluti vera rétta eða ranga? Hvernig myndi t.d. guðinn þinn búa til meint lögmál sem myndi segja að það væri rangt að vera í hvítum sokkum? Hvernig myndi það lögmál eiginlega vera?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 27.5.2008 kl. 19:35

5 identicon

Athyglisvert að guð notar rómverska tölustafi, jafnvel fyrir tíma Rómaveldis, samkvæmt myndinni.

Lárus Viðar Lárusson (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 21:25

6 Smámynd: Mofi

Anna Lilja
Ég veit ekki hvaðan þessi siðalögmál koma, en þau eru að minnsta kosti greypt í eðli mitt.

Já, mér finnst það magnað og segir mér bæði að Guð er til og eitthvað um hvernig Guð er.

Henry
Við eigum siðferði sameiginlegt með dýrum. Dýr og menn fæðast með tilhneigingu tegundarinnar sem hefur fengið að þróast lengi og það er undirstaða siðferðis frekar en lögmál að ofan

Hefurðu séð mörg dýr setja upp dómsstóla, skrifa niður lög og dæma eftir þeim?  Hefur þú séð dýr gráta eða roðna og skammast sín? Ég er svo sem alveg sammála að við eigum margt sameiginlegt með dýrum en það er engann veginn hægt að útskýra þetta með darwiniskum aðferðum. 

Hjalti
Það er einfaldlega ekki til neitt svona lögmál. Það að flestu fólki finnst þetta alltaf vera rangt þýðir alls ekki að það sé eitthvað lögmál, heldur bara að við séum sammála um suma hluti.

Ef allir íslendingar myndi ákveða að beita börnum kynferðislegu ofbeldi væri það þá í lagi?

Hjalti
Og ég á bágt með að skilja hvernig þú telur guðinn þinn geta búið til svona lögmál. Gætirðu útksýrt guðinn þinn lætur suma hluti vera rétta eða ranga? Hvernig myndi t.d. guðinn þinn búa til meint lögmál sem myndi segja að það væri rangt að vera í hvítum sokkum? Hvernig myndi það lögmál eiginlega vera?

Ég á bágt með að skilja uppruna siðferðislögmála sem eiga við alla menn án þess að það eigi einhvern uppruna. Ég tel Guð vera besta rökrétta svarið. Veit ekki þetta með hvítu sokkana...

Lárus, já, athyglisvert, framsækinn? :)

Mofi, 27.5.2008 kl. 21:59

7 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mofi: Ef allir íslendingar myndi ákveða að beita börnum kynferðislegu ofbeldi væri það þá í lagi?

Ég teldi það samt vera rangt. 

Mofi: Ég á bágt með að skilja uppruna siðferðislögmála sem eiga við alla menn án þess að það eigi einhvern uppruna. Ég tel Guð vera besta rökrétta svarið. Veit ekki þetta með hvítu sokkana...

Mofi, það eru einfaldlega engin "siðferðislögmál". Hugmyndin um að eitthvað sé rangt af því að einhver andi bjó til "lögmál" sem segja það er ekki rökrétt svar. Hvað áttu við með því að segja að búa til "siðalögmál"?

En fyrst að það er rangt að níðast á börnum vegna þess að guð setti lögmál sem segir það (hvað sem það nú þýðir), hefði guð þá ekki bara alveg eins getað sett lögmál sem segði að það væri allt í lagi? Og væri það þá ekki bara allt í lagi?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 27.5.2008 kl. 23:33

8 identicon

Bíðum nú hægir. Ef að öll boðorðin eru jafn mikilvæg sem kjarninn í orði guðs og samviskunni þá ætti okkur að finnast jafn hrikalegt að vinna á hvíldardegi og að nauðga barni. Jafn slæmt að dýrka skurðgoð og að myrða mann. Jafn slæmt að leggja nafn drottins við hégóma og að stela aleigunni af veikum betlara.

Siðferði kemur frá samfélaginu sem við ölumst upp í. Ekki að handan. Einu sinni þótti fínt mál að hýða þræla, nú þykja bæði þrælar og líkamleg refsing slæm. Ekki vegna þess að lögmálið að handan breyttist, heldur vegna þess að samfélagið þróaðist til að virða réttindi manna. 

Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 23:57

9 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Góður punktur Jóhannes.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 28.5.2008 kl. 00:05

10 Smámynd: Mofi

Henry
Ég held að allt sem þú nefnir þarna hafi dýrin líka nema kannski að skrifa niður lög.

Einhverjar sannanir fyrir því?

Hjalti
Ég teldi það samt vera rangt.

Finnst þér það ekki sýna að þetta er innbyggt inn í þig og að enginn meirihluti getur ákveðið eitthvað annað? 

Hjalti
En fyrst að það er rangt að níðast á börnum vegna þess að guð setti lögmál sem segir það (hvað sem það nú þýðir), hefði guð þá ekki bara alveg eins getað sett lögmál sem segði að það væri allt í lagi? Og væri það þá ekki bara allt í lagi?

Mjög erfitt fyrir mig að ímynda mér það... Fyrir mitt leiti þá eru þessi atriði röng vegna þess að Guð er óbreytanlega mælistikan sem ákvað þetta. Ef Guð er ekki til, þá einfaldlega er þetta allt saman bara spurning um skoðanir fólks og eina sem þú hefur í höndunum er að þér finnist ekki gott að starfsmenn sameinuðu þjóðanna misnoti börn á meðan þeir sem misnotuðu börnin eru bara ósammála þér og þarna er bara þín skoðun á móti annari skoðun.

Jóhannes
Bíðum nú hægir. Ef að öll boðorðin eru jafn mikilvæg sem kjarninn í orði guðs og samviskunni þá ætti okkur að finnast jafn hrikalegt að vinna á hvíldardegi og að nauðga barni. Jafn slæmt að dýrka skurðgoð og að myrða mann. Jafn slæmt að leggja nafn drottins við hégóma og að stela aleigunni af veikum betlara.

Nei, ég myndi ekki segja að öll boðorðin eru skrifuð í samvisku okkar og sum brot eru hræðilegri en önnur.

Jóhannes
Siðferði kemur frá samfélaginu sem við ölumst upp í. Ekki að handan. Einu sinni þótti fínt mál að hýða þræla, nú þykja bæði þrælar og líkamleg refsing slæm. Ekki vegna þess að lögmálið að handan breyttist, heldur vegna þess að samfélagið þróaðist til að virða réttindi manna

Þannig að ef eitthvað þjóðfélag finnst í lagi að hýða þræla, jafnvel drepa þá og misnota þrælabörn kynferðislega, er það þá bara í lagi? 

Ef einhver brýtur svona siðferðislögmál, sannar það að lögmálið sjálft er ekki til?  Ef þú værir að kenna stærðfræði og einhver nemandi reiknar vitlaust, sannar það að reglur eða lög stærðfræðinnar eru ekki til? 

Mofi, 28.5.2008 kl. 09:52

11 identicon

Nei, ég myndi ekki segja að öll boðorðin eru skrifuð í samvisku okkar og sum brot eru hræðilegri en önnur.

Hver ert þú að ákveða það? Gætirðu listað þau upp fyrir mig í hvaða röð þau eru, frá versta til vægasta? Það er rausað um ægilegar refsingar í marga ættliði við fyrsta boðorðinu, meðan þjófnaður, morð, hórdómur og lygar fá eina línu hver. Nei Mofi, falsguðadýrkun og vanvirðing við hvíldardaginn er alvarlegri ef eitthvað er en morð, svik og níðingsverk. 


Þannig að ef eitthvað þjóðfélag finnst í lagi að hýða þræla, jafnvel drepa þá og misnota þrælabörn kynferðislega, er það þá bara í lagi? 

Miðað við það samfélag þá er það í lagi. Rétt eins og nú í dag þykir það fínasta mál að sjá tvo karlmenn leiðast niður laugarveginn meðan það hefði þótt vera hin versta skömm fyrir 20-30 árum. 

Ef einhver brýtur svona siðferðislögmál, sannar það að lögmálið sjálft er ekki til? 

Ef einhver gerir eitthvað sem væri brot á siðferðisreglum samfélags sem viðkomandi hefur aldrei svo mikið sem heyrt um? Nei Mofi, við lærum hvað er rétt og rangt frá foreldrum okkar, kennurum og samfélaginu. Lestu bara Levictus ef þú átt erfitt með að skilja það og síðan Matteus 5:18-19 strax á eftir.

Ef þú værir að kenna stærðfræði og einhver nemandi reiknar vitlaust, sannar það að reglur eða lög stærðfræðinnar eru ekki til? 

Þetta er útursnúningur af verstu gerð. Stærðfræði er sennilega eina grein raunvísinda þar sem hægt er að komast að algjörum sannleik. Ekki reyna að snúa veiku kristilegu siðferði uppá stærðfræði. 


Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 15:04

12 Smámynd: Mofi

Jóhannes
Hver ert þú að ákveða það? Gætirðu listað þau upp fyrir mig í hvaða röð þau eru, frá versta til vægasta? Það er rausað um ægilegar refsingar í marga ættliði við fyrsta boðorðinu, meðan þjófnaður, morð, hórdómur og lygar fá eina línu hver. Nei Mofi, falsguðadýrkun og vanvirðing við hvíldardaginn er alvarlegri ef eitthvað er en morð, svik og níðingsverk.

Ég ákveð ekki neitt þó ég tjái mig um hvaða sýn ég hef. Veit ekki betur en það er talað um í þriðja boðorðinu að Guð láti ekki óhengt þann sem misnotar nafn Hans. Hvaða refsing veit ég ekki.  Ég hef aðeins mitt mat á hvaða glæpir eru verstir svo...tilgangslaust að telja það upp.

Það versta varðandi hegninguna við að brjóta fyrsta boðorðið er að ef þú brýtur það, þá er enga fyrirgefningu að fá fyrir hvaða önnur afbrot. Þá á ég ekki við að hafa einhvern tímann brotið fyrsta boðorðið heldur að þú velur að brjóta það og ert í þannig synd þegar þú deyrð.

Jóhannes
Miðað við það samfélag þá er það í lagi. Rétt eins og nú í dag þykir það fínasta mál að sjá tvo karlmenn leiðast niður laugarveginn meðan það hefði þótt vera hin versta skömm fyrir 20-30 árum.

Þannig að samkvæmt þínu siðferði þá er í lagi að misnota börn kynferðislega ef samfélagið ákveður að það sé í lagi?

Jóhannes
Ef einhver gerir eitthvað sem væri brot á siðferðisreglum samfélags sem viðkomandi hefur aldrei svo mikið sem heyrt um? Nei Mofi, við lærum hvað er rétt og rangt frá foreldrum okkar, kennurum og samfélaginu. Lestu bara Levictus ef þú átt erfitt með að skilja það og síðan Matteus 5:18-19 strax á eftir.

Ég er ekki að segja að siðferðisreglur samfélags eru þetta siðferðislögmál sem Guð skrifaði í okkur.  Það sem ég myndi telja vera hluti af þessum lögum er t.d. þú skalt ekki myrða, nauðga, ljúga og stela.  Þótt þú værir með mann sem hefði alist upp án allrar kennslu á siðferðisreglum þá tel ég að hann myndi ekki vilja að einhver stæli frá honum, myndi blekkja hann eða myrða hann.

Við sjáum betur að svona siðferðislögmál er til á viðbrögðum fólks en á gjörðum þeirra.

Jóhannes
Þetta er útursnúningur af verstu gerð. Stærðfræði er sennilega eina grein raunvísinda þar sem hægt er að komast að algjörum sannleik. Ekki reyna að snúa veiku kristilegu siðferði uppá stærðfræði.

Mér finnst punkturinn mjög mikilvægur. Það að einhverjir brjóta siðferðislögmálið sýnir ekki að það er ekki til; sýnir aðeins að einhverjir brutu það. 

Mofi, 28.5.2008 kl. 15:40

13 identicon

Nei, ég myndi ekki segja að öll boðorðin eru skrifuð í samvisku okkar og sum brot eru hræðilegri en önnur.

Þín eigin orð. Hver eru hræðilegri en önnur? Í hvaða röð? 

Þannig að samkvæmt þínu siðferði þá er í lagi að misnota börn kynferðislega ef samfélagið ákveður að það sé í lagi?

Ef maður er alinn upp í samfélagi þar sem tíðkast að menn hafi samfarir við börn þá myndi það ekki teljast neitt tiltökumál. Það er ekki í lagi samkvæmt mínu siðferði að níðast á börnum, jafnvel þótt samfélagið tæki sig til og héldi kosningu um ágæti barnamisnotkunar. Það þætti mér aftur á móti ekkert tiltökumál ef ég væri alinn upp í samfélagi þar sem barnamisnotkun tíðkaðist. Hættu svo þessari strámennsku.

Þótt þú værir með mann sem hefði alist upp án allrar kennslu á siðferðisreglum þá tel ég að hann myndi ekki vilja að einhver stæli frá honum, myndi blekkja hann eða myrða hann.
Nei, enda kæmist kauði varla af ef hann af lengi ef hann vildi láta myrða sig.

 Mér finnst punkturinn mjög mikilvægur. Það að einhverjir brjóta siðferðislögmálið sýnir ekki að það er ekki til; sýnir aðeins að einhverjir brutu það.

Það er ekki spurning um hvað þér finnst. Í stærðfræði þá er 1+1=2. Í siðfræði þá er þrælahald í lagi eina öldina og slæmt næstu. 

Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 16:13

14 Smámynd: Mofi

Jóhannes
Þín eigin orð. Hver eru hræðilegri en önnur? Í hvaða röð?

Ég get aðeins gefið mitt mat og dæmi sem mér dettur í hug eins og t.d. er verra að nauðga barni en að stela fimmhundruð kalli svo dæmi sé tekið. Viltu fá lista og ef svo, hve langann?

Jóhannes
Ef maður er alinn upp í samfélagi þar sem tíðkast að menn hafi samfarir við börn þá myndi það ekki teljast neitt tiltökumál. Það er ekki í lagi samkvæmt mínu siðferði að níðast á börnum, jafnvel þótt samfélagið tæki sig til og héldi kosningu um ágæti barnamisnotkunar. Það þætti mér aftur á móti ekkert tiltökumál ef ég væri alinn upp í samfélagi þar sem barnamisnotkun tíðkaðist. Hættu svo þessari strámennsku.

Ég er aðeins að reyna að fá einhvern botn í þína sýn á þetta. Þú ert alveg sannfærður um að ef þú myndir alast upp þar sem þetta væri eðlilegt að þér finndist það líka? Jafnvel ef þú sjálfur myndir lenda í því?  

Það var mjög gott viðtal við konu sem ólst upp meðal sérhóp Mormónana sem voru í fréttunum fyrir nokkru. Þar sagði hún frá sínu lífi og hvernig þegar hún varð 18 ára átti hún að giftast eldgömlum kalli alveg eins og allar stelpurnar í samfélaginu höfðu alltaf gert og hún þekkti ekkert annað. Hún aftur á móti vildi ekki giftast þessum manni þótt að hún hafi gert það og alið honum einhver tíu börn.  Ég trúi því að samfélagið geti brenglað okkar mynd á því siðferðislögmáli sem Guð setti í sérhvern einstakling en það er þarna einhversstaðar inn í einstaklinginum. 

En þýðir þetta að þú telur að siðferði er afstætt?  Ef að allir Íslendingar myndu ákveða að það væri í lagi að drepa börn alveg einu ári eftir að þau fæddust ( svipað og einn Darwinisti að nafni Peter Singer finnst ); væri það þá í lagi af því að samfélagið hefur kveðið upp sinn dóm?

Jóhannes
Það er ekki spurning um hvað þér finnst. Í stærðfræði þá er 1+1=2. Í siðfræði þá er þrælahald í lagi eina öldina og slæmt næstu.

Heldurðu að einhvern tímann hafi það verið eftirsóknarvert að vera þræll?

Mofi, 28.5.2008 kl. 16:39

15 identicon

Ég get aðeins gefið mitt mat og dæmi sem mér dettur í hug eins og t.d. er verra að nauðga barni en að stela fimmhundruð kalli svo dæmi sé tekið. Viltu fá lista og ef svo, hve langann?

Ég vil vita í hvaða röð eru boðorðin, raðað eftir alvarleika þegar kemur að brotum gegn guði.

 Það var mjög gott viðtal við konu sem ólst upp meðal sérhóp Mormónana sem voru í fréttunum fyrir nokkru. Þar sagði hún frá sínu lífi og hvernig þegar hún varð 18 ára átti hún að giftast eldgömlum kalli alveg eins og allar stelpurnar í samfélaginu höfðu alltaf gert og hún þekkti ekkert annað. Hún aftur á móti vildi ekki giftast þessum manni þótt að hún hafi gert það og alið honum einhver tíu börn.

Það er ekki nema núna á síðustu öld sem að það telst eðilegt að fólk giftist þeim sem það vill. Jafnvel nú í dag í meirihluta heimsins þá velur fólk ekki hverjum sem það giftist. Það er ekkert sjálfgefið að allir séu hamingjusamir í hjónabandi sem þeim er þvingað í.



En þýðir þetta að þú telur að siðferði er afstætt?  Ef að allir Íslendingar myndu ákveða að það væri í lagi að drepa börn alveg einu ári eftir að þau fæddust ( svipað og einn Darwinisti að nafni Peter Singer finnst ); væri það þá í lagi af því að samfélagið hefur kveðið upp sinn dóm?

Lastu virkilega ekki það sem ég skrifaði hér að ofan? Ég er ekki að skilja hvernig ég nenni að standa í þessu. Það er ekki í lagi samkvæmt mínu siðferði að níðast á börnum, jafnvel þótt samfélagið tæki sig til og héldi kosningu um ágæti barnamisnotkunar. Það sem ég á við er að manni þykir eðlilegt það sem maður er alinn upp við. 

Heldurðu að einhvern tímann hafi það verið eftirsóknarvert að vera þræll?

Nei, það hefur samt oft mögulega borgað sig að eiga þræla. Sem að jafnframt breytir því ekki að þú getur ekki lagt stærðfræðileg sannindi til jafns við afstæði siðferðis. 

Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 17:10

16 Smámynd: Óskar Arnórsson

Mofi? Trúir þú því að seinni heimstyrjöldin hafi átt sér stað? verð greinilega að tala við þig á sama hátt og þegar börnin mín voru pínulítil. ég er síður enn svo að vanvirða neitt sem þú skrifar.

Mig langar bara til að þú lærir grundvallaratriði í hvað er að vera fullorðin og hvað er að vera fullorðið lítið barn. Þú ert hjartahlýr maður alveg örugglega, með tölvunna í lagi (gáfur) enn það vantar eitthvað mjög mikilvægt!

Viltu nokkuð að ég segi þér hvað það er? Mér líka nefnilega við pælara eins og þig. hef átt kunningja sem minna mig mikið á þig og eru farnir. 

Þú ert svo mikið barn að ég ber virðingu fyrir þér sem barni. Börn líta oft út fyrir að vera fullorðnir. Búin að hitta fullt af fólki sem eru svona.

Byrjaðu á því að taka sjálfan þig ekki of alvarlega. það er nefnilega óhollt... 

Óskar Arnórsson, 29.5.2008 kl. 05:59

17 Smámynd: Mofi

Jóhannes
Ég vil vita í hvaða röð eru boðorðin, raðað eftir alvarleika þegar kemur að brotum gegn guði.

Ég veit ekki röðunina, ég myndi gíska að morð væri alvarlegast og drýgja hór þar á eftir. Neðst væri kannski að vanvirða foreldra og halda hvíldardaginn.

Jóhannes
Lastu virkilega ekki það sem ég skrifaði hér að ofan? Ég er ekki að skilja hvernig ég nenni að standa í þessu. Það er ekki í lagi samkvæmt mínu siðferði að níðast á börnum, jafnvel þótt samfélagið tæki sig til og héldi kosningu um ágæti barnamisnotkunar. Það sem ég á við er að manni þykir eðlilegt það sem maður er alinn upp við.

Ég þarf að reyna að taka almennilega samantekt á þessu með siðferði, held ég verði að reyna að svara þessu með því að reyna að gefa heildræna mynd frekar en svona skot hingað og þangað.

Jóhannes
Nei, það hefur samt oft mögulega borgað sig að eiga þræla. Sem að jafnframt breytir því ekki að þú getur ekki lagt stærðfræðileg sannindi til jafns við afstæði siðferðis.

Stærðfræðin er auka atriðið í þessu, punkturinn er að brot á lögmáli sýnir ekki að lögmálið er ekki til. Að benda á að fólk brýtur siðferðislögmál er ekki rök eða sönnun að siðferðislögmálið, það er það eina sem ég var að reyna að benda á.

Mofi, 29.5.2008 kl. 09:23

18 Smámynd: Mofi

Óskar Arnórsson,
Mofi? Trúir þú því að seinni heimstyrjöldin hafi átt sér stað? verð greinilega að tala við þig á sama hátt og þegar börnin mín voru pínulítil. ég er síður enn svo að vanvirða neitt sem þú skrifar.
Hefurðu eitthvað annað fram að færa hérna fyrir utan ad hominem rökleysu? 

Mofi, 29.5.2008 kl. 09:24

19 Smámynd: Óskar Arnórsson

Kanntu að tala mannamál Mofi? Ég er virkilega að gera mitt besta til að ná sambandi við þig...ertu frelsaður  þér til óbóta eða ertu fær um að rækræða eitthvað á vitrænana hátt? Jón Gnarr sem ég erum systkynabörn og hann er orðin svo hrokafullur af þcí að hann varð kaðólikki, hvaða trú sem það er bú, að hann svarar hvorki mailum eða símum frá mér eftir þessa "frelsun"! Ert þú sviðað fyrirbæri? Herilaþvegin og yfir það hafin að tala um venjulega hluti? Hvað kanntu annars um rökfræði og rökleysu sem ég kann ekki miklu betur?

Óskar Arnórsson, 29.5.2008 kl. 12:14

20 Smámynd: Óskar Arnórsson

...hominem..er þetta stafsettnigarvilla eins og hjá mér eða eitthvað orðagjálfur úr Biblíufræðum? Ekki tala við mig á latæinu, ég skil ekki túngumálið...

Óskar Arnórsson, 29.5.2008 kl. 12:17

21 Smámynd: Mofi

Óskar, ef þú vilt taka þátt í rökræðum þá er um að gera að kynna þér rökfræði, sjá t.d. http://en.wikipedia.org/wiki/Ad_hominem

Hérna er svona sköpunar útgáfa af rökfræðivillum og hvernig þær tengjast þróunarkenningunni, sjá:What’s a Baloney Detector?

Mofi, 29.5.2008 kl. 12:49

22 Smámynd: Mofi

Leitt að heyra þetta með Jón Gnarr. Frelsun á ekki að gera það að verkum að maður hættir að tala við þá sem eru ekki með sömu trú og maður sjálfur. Ætti mikið frekar að vera hinsvegin því að kristinn einstaklingur á að vilja deila með öðrum þeirri von sem hann fann.

Mofi, 29.5.2008 kl. 12:56

23 identicon

Jón Gnarr sem ég erum systkynabörn

Í föður eða móður ætt?  Bara forvitin þar sem mamma hans og afi minn eru/voru systkin :)

Arnar (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 13:15

24 Smámynd: Óskar Arnórsson

Föðurætt Arnar! Pabbi hans heitir Kristinn Óskarsson og er bróðir föður míns heitins.

já ég er algjör byrjandi í kristnifræði og hef trúað á engla síðan í sunnudagaskóla. Og hef safnað englamyndum síðan og geri enn. átti að vera leyndarmál.

Er með nógu slæmt orð á mér svo fólk sé ekki að láta vita af svona áráttu. Finnst þær fallega og ég trúí á þetta. Lengra hef ég aldrei komist í trúmálum.

talaði einhvertíma illa um Páfan í Róm og það fór eitthvað fyrir brjóstið á honum ..vorkenni honum bara.. 

Líst betur að þú talir svona Mofi, því hin mállýskan er algjör latína fyrir mig.. 

Óskar Arnórsson, 29.5.2008 kl. 18:30

25 identicon

Ég veit ekki röðunina, ég myndi gíska að morð væri alvarlegast og drýgja hór þar á eftir. Neðst væri kannski að vanvirða foreldra og halda hvíldardaginn.

Hvað með hin 6? Afhverju ertu ekki með sömu röð á þessu og guð? 

Ég þarf að reyna að taka almennilega samantekt á þessu með siðferði, held ég verði að reyna að svara þessu með því að reyna að gefa heildræna mynd frekar en svona skot hingað og þangað.

Það er lítill munur á mínu og þínu siðferði. Helsti munurinn er að ég geri mér grein fyrir því að það kemur frá samfélaginu, ekki frá einhverri bronsaldarbók. Ég geri mér líka grein fyrir því að ég myndi ekki hugsa eins og ég geri hefði ég hlotið annarskonar uppeldi. 


Stærðfræðin er auka atriðið í þessu, punkturinn er að brot á lögmáli sýnir ekki að lögmálið er ekki til. Að benda á að fólk brýtur siðferðislögmál er ekki rök eða sönnun að siðferðislögmálið, það er það eina sem ég var að reyna að benda á.

 Satt best að segja fékk ég hausverk á að reyna að skilja þetta. Ertu að segja að brot á lögmáli sanni tilvist þess? Geturðu sett þetta fram á skýrri íslensku, með eins fáum tvöföldum neitnum og þú mögulega getur?

Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 19:30

26 identicon

Póstaði þessu á öðrum þræði en það á frekar heima hér

Sókrates spurði...  "Is an action right because god approves of it, or does god approve of it because it is right"

Hefði Guð getað sent okkur boðorð þar sem hvatt væri til fjöllyndis í stað þess að banna framhjáhöld? 

Eða var hann bundin af einhverjum persónulegum eða æðri mórölskum skyldum þegar hann gaf manninum þessi boðorð?

Sé fyrri kosturinn réttur þá gerir það guð frekar duttlungafullan, hann hefði allt eins getað leyft framhjáhöld, morð o.s.frv og það væri rétt vegna þess að HANN sagði það..

En ef við tökum seinni kostinn þá erum við komin með einhver gildi sem eru æðri guði og gera því ekkert úr tilvist hans sem almáttugs

Ef við tökum svo sömu spurningu og yfirfærum hana yfir á list t.d., þá myndi hún hljóma einhvern veginn svona

Er verk sýnt á listasafni vegna þess að það er list, eða er það list vegna þess að það er sýnt á listasafni??

Halldór - hver er þín skoðun?

Er framkvæmd rétt vegna þess að guð sagði það, eða sagði guð það vegna þess að það er rétt?

Sigmar (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 19:40

27 Smámynd: Óskar Arnórsson

"hann var gleðimaður mikill" og það er talið jákvætt, enn "hún var gleðikona mikil" og það er talið neikvætt! Er einhver munur á þessu siðferðislega séð spy ég í fávisku minni. Mér finnst leiðinlegt að ekki megi drepa í nafni réttlætis...samt held ég að það sé allt í lagi með bæði mína kristni eða siðfræði eins og ég skil hana. Hann ég geri ALDREI tilkall fyrir að hafa rétt fyrir mér í einu eða neinu. Svo marga vitleysur er ég búin að gera í gegn um æfina. Ætli það sé ekki eina syndin sem eftir er fyrir mig að brjóta, að drepa einhvern. Enn það er mjög ósiðlegt í mínum huga, þó ég eigi vini sem hafa verið morðingjar og þegar þeir hættu að drepa fólk þá kom bara í ljós að þetta voru hinir bestu menn..voru bara að þessu af því að þeir voru blankir..skutu fyrir penin og það var ekkert persónulegt við það..fylgdi minni vinnu að reyna að fá þá til að hætta þessu og mörgum öðrum ósiðum..

Óskar Arnórsson, 29.5.2008 kl. 19:52

28 Smámynd: Mofi

Jóhannes
Hvað með hin 6? Afhverju ertu ekki með sömu röð á þessu og guð?

Ég veit ekki til þess að Boðorðin tíu eru í röð alvarleika.

Jóhannes
Það er lítill munur á mínu og þínu siðferði. Helsti munurinn er að ég geri mér grein fyrir því að það kemur frá samfélaginu, ekki frá einhverri bronsaldarbók. Ég geri mér líka grein fyrir því að ég myndi ekki hugsa eins og ég geri hefði ég hlotið annarskonar uppeldi.

C.S.Lewis var með tvær skemmtilegar setningar í þessu samhengi:

C.S. Lewis.
Whenever you find a man who says he doesn’t believe in a real right and wrong, you will find the same man going back on this a moment later. He will break his promise to you, but if you try breaking one to him he’ll be complaining ‘it’s not fair’ before you can say Jack Robinson.

C.S. Lewis.
Think of a country where people were admired for running away in battle, or where a man felt proud for double-crossing all the people who had been kindest to him. You might just as well try to imagine a country where two and two made five. Men have differed as regards what people you ought to be unselfish to - whether it was only your own family, or your fellow countrymen, or every one. But they have always agreed that you oughtn’t to put yourself first. Selfishness has never been admired.

Óskar,  áhugaverðar pælingar hjá þér :)

Mofi, 30.5.2008 kl. 15:03

29 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er nú bara svo Mofi minn og skal ég vera algjörlega hreinskilinn. þegar maður er farin að öfunda glæpamenn sem lifa í sínum sérstaka heimi, útlagar þjóðfélasins, hugsandi hvort ekki sé bara miklu betra líf að ver með þeim í liði. Með Biblíuna á sænsku sem ég skil betur enn Íslensku.

Svo spyr ég sjálfan mig horfandi upp á spilltustu þjóð á Noðurlöndum, horfandi á sjónvarpspredikara nota Psykotherapy-trix á hvolfi, þ.e. misnota þau, og fljuga um á einkaþotum milla landa, allt í nafni Guðs!

Ég kann þetta alltsaman og gæti orðið öflugur predikari í Guðs nafni og svo myndi ég gefa til líknarmála einhverja smáaura og gerast svikatrúboði eins og mér finnst flestir vera.. Allt má og misnotkun á sannfæringu fólks er einmitt að nota nafn Guðs til að moka inn peningum.

Lærði bara í sunnidagaskóla að maður ætti ekki að leggja nafn Guðs við hégóma, og svona upphæðir eru hégómi, enn ég get ekki lifað á örorkustyrk Það er alveg á hreinu..þetta eru bara mína pælingar og ég finn að ég er að leita að einhverju, veit bara ekki að hverju.. 

Óskar Arnórsson, 31.5.2008 kl. 00:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 803229

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband