Atburðir endalokanna

Hérna er fyrirlestra röð sem fjallar um hvað Biblíuna segir um síðustu tímana. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Arrogance comes in many forms, seldom as obvious as from those who claim to know the will of god

Sigmar (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 03:01

2 identicon

Ein spurning fyrir þig Halldór - það er eitt sem ég hef lengi velt fyrir mér

Nú er biblían samansafn af ýmsum bréfum, bókum og öðru - skrifað af hinum ýmsu mönnum á hinum ýmsu tímum..

Hvernig stendur á því að slíkir menn hættu að vera til?  

Á hvaða tímapunkti hætti guð að deila visku sinni og því hvað mun verða um okkur á hinstu dögum....  var einhver sem fékk skilaboð um að nú væri allt komið og það væri óhætt að gefa út "the complete works of God"  aka Biblíuna?

Og hver var það sem er svo alvitur að hann ákvað að búið væri að skrifa nógu mikið að það myndi endast mannkyni allt til enda veraldar?

Sigmar (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 03:07

3 Smámynd: Mofi

Andrés, þarna er aðeins farið yfir um hvernig Biblían segir að þetta verður á tímum endalokanna. Það er engin þörf að vera að leita að djöflum í hverju horni, bara þegar maður sér þessa atburði þá veit maður að það er skammt eftir.

Sigmar, trúir þú Sigmar að þú hafir einhverja hugmynd um vilja Guðs?

Virkilega góð spurning varðandi Biblíuna og afhverju slíkir menn eru ekki lengur til... þarf að íhuga það dáldið...

Mofi, 25.5.2008 kl. 12:17

4 identicon

trúir þú Sigmar að þú hafir einhverja hugmynd um vilja Guðs?

Nei, ég reyni eingöngu að lifa eftir þeim boðskap sem jesús boðaði, ég reyni ekki að ráða vilja guðs út frá sundurleitum texta biblíunnar og þykjast með því vita hvað hann er og hvert hann er nákvæmlega er að fara

Að þykjast geta það er ekkert annað en hroki og vanvirðing við Guð að mínu mati

Sigmar (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 15:20

5 identicon

Virkilega góð spurning varðandi Biblíuna og afhverju slíkir menn eru ekki lengur til... þarf að íhuga það dáldið...

þetta er ekki bara góð spurning, þetta er misskilningur þinn og þinna í hnotskurn... tilhugsunin um að guð hafa bara talað til ákveðinna manna á ákveðnum tíma og síðan bara hætt því er mjög fíflaleg....

Þessvegna ber að líta á biblíuna með það í huga, hún er skrifuð fyrir fólkið sem var uppi á þeim tíma sem hún er skrifuð... ekki fyrir mannkynið allt til enda veraldar

sigmar (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 20:50

6 Smámynd: Ragnar Kristján Gestsson

Takk Mofi, hér er alltaf líf í tuskunum 

Sigmar: náinn ættingi minn er arkitekt og hefur sitt lifibrauð af því að teikna hús.  Þegar hann teiknar húsið þá byrjar hann á útlínum, heldur síðan áfram með verkfræðingi að útreikna burðarþol, rafmagnsverkfræðingi við að hanna rafmagnið í húsinu osfr.  Einhverntíman er síðan teikningarnar tilbúnar og af því að við erum hérna með ákv. líkingu í höndunu: gefnar út í bók.  í þessarri bók koma fram allar upplýsingar sem þarf að vita: um grunninn, uppsláttinn, vírabindingar og allar götur áfram til klæðningarinnar á veggjunum, eldhúsinnréttingar, parkettsins og jafnvel hverskonar tré eigi að vera fremst í garðinum.  Svona bók er Biblían.  Það þarf ekki að gefa út fleiri upplýsingar enda er þarna það sem þarf.  Að þú getir ekki skilið allt ennþá gæti legið í því að þú sért ekki rafvirki.  Eða smiður.  Sjálfur skil ég ekki allt, hef þó fattað að það sem þarna stendur hefur gert gæfumuninn fyrir allt mitt líf því það opinberaði mér(opnaði mér augun) þá leið sem hefur gjörbreytt öllu mínu lífi.  Að þú hafir ekki fengið þessa opinberun og finnist mín leið því fíflalegur misskilingur - well það er þittt vandamál.  Hitt er minn ávinningur.

Þú segist annars lifa eftir þeim boðskap sem Jesús boðaði, hvað nákvæmlega ertu að tala um þar? 

Ragnar Kristján Gestsson, 25.5.2008 kl. 22:40

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

Trúir þú því virkilega sjálfur að þú sért kristinn Mofi? Þú hljómar meira sem bókardýrkari enn að þú fylgir því sem Jesús sagði. Ekki skrifaði Jesús Biblíunna..ég persónulega reyni frekar að fylgja leiðbeiningum Jesús, enn mörgu af því sem Vatikanið er búið að troða í Biblíunna og vanvirða Guð og Jesú Krist..hvaða endalok ertu annars að tala um? Það er varað við fólki í Biblíunni sem talar eins og þú!

Óskar Arnórsson, 26.5.2008 kl. 00:31

8 identicon

Ragnar: Nú líða þúsund ár... húsið stendur enn - en nú þarf að huga að fleiru, skyndilega þarf að leggja snúrur í öll herbergi svo hægt sé að net tengjast þar - jafnframt hefur á þessum þúsund árum myndast jarðskjálftahætta sem ekki var gert ráð fyrir í upphaflegum teiknum af burðarvirki hússins, því þarf að styrkja húsið með tilliti til þess.. 

Með nýjum rafmagnsgræjum þessum þúsunum árum seinna þarf jafnframt að leggja nýtt rafmagnskerfi í húsið svo að íbúar þess geti notið allra nútíma þæginda sem þykja sjálfsögð... þá er búið að breyta skolkerfi borgarinnar sem húsið er í mikið á þúsund árum og því þarf að endurnýja það líka

Hvort ætli væri þá gáfulegra:

A) Rýna í þúsund ára teikningar löngu dáinna manna og nota þær til að leysa öll þessi vandamál

Eða

B) Nýta nýja þekkingu síðustu þúsund ára og uppfæra húsið skv nýjustu stöðlum sem og auka öryggi íbúa hússins með nauðsynlegum breytingum á húsinu með tilliti til áður óþekktrar hættu

Ég vona að þú skiljir hvert ég er að fara, og sjáir að nú þúsundum árum seinna er Biblían einfaldlega ekki nóg.... ekkert frekar en þúsund ára teikningar af elstu húsum London væru nóg til að byggja hús sem þættu ásættanlegar í dag

Þú segist annars lifa eftir þeim boðskap sem Jesús boðaði, hvað nákvæmlega ertu að tala um þar? 

Þessum sem lýst er í Nýja Testamentinu - er hann einhversstaðar annarsstaðar?

ég tek sama og ekkert mark á þeim meirihluta þess samhengislausa texta sem gamla testamentið er...

Kristin trú er enda kennd við Jesú Krist og það sem hann hafði fram að færa, ekki gamla testamentið

Sigmar (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 04:22

9 identicon

Þetta átti að vera skolpkerfi, ekki skolkerfi ;)

Sigmar (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 04:23

10 Smámynd: Mofi

Óskar Arnórsson
Trúir þú því virkilega sjálfur að þú sért kristinn Mofi? Þú hljómar meira sem bókardýrkari enn að þú fylgir því sem Jesús sagði.

Hefurðu eitthvað á móti þeim kristnur sem vilja rannsaka Biblíuna og trúa því sem hún segir?  Þú notar orðið "bókardýrkandi" en fyrir mig þá er spurningin hvort ég tilbið Guð eins og Hann hefur opinberað sig eða hvort ég sé skurðgoðadýrkandi og bý mér til minn eigin guðs eins og  mér henntar. Ég vel að taka þá opinberun á Guði sem við höfum í Biblíunni.

Óskar Arnórsson
hvaða endalok ertu annars að tala um? Það er varað við fólki í Biblíunni sem talar eins og þú!

Hvenær tekur þú mark á Biblíunni og hvenær ekki? Hljómar eins og þú gerir það bara þegar það hentar þér. Hvaða vers annars ertu að tala um þar sem Biblían varar við fólki eins og mér?

Sigmar
jafnframt hefur á þessum þúsund árum myndast jarðskjálftahætta sem ekki var gert ráð fyrir í upphaflegum teiknum af burðarvirki hússins, því þarf að styrkja húsið með tilliti til þess.

Ég trúi því að t.d. Ellen White fékk opinberanir frá Guði sem hefur t.d. leitt til betri skilnings á Biblíunni og að aðventistar eru sá hópur fólks í heiminum sem nýtur einna mest langlífi og heilbrigði.  Aftur á móti þá er þetta góður punktur hjá Ragnari, að opinberunin var líklegast að flestu leiti komin og þurfti ekki meira.

Mofi, 26.5.2008 kl. 10:50

11 Smámynd: Linda

Sæll Mófster, endatíma ritningarnar eru vant með farnar, en, þessi þáttur var vel gerður, eða mér þótti það alla veganna, og ég vona að allir skilji að Jesú er bara einum andardrætti í burtu frá okkur, og við verðum að vera í orðinu, en orðið er oft torskilið og því þurfum við að hafa þolinmæði og útskýra hvað er átt við og hvernig við skiljum þetta.  Það má segja að Mófi sé ekki bókstafstrúar , hann er orðstrúar og þarna er himin og haf á milli, sá sem les bókatafin t.d. gerir ekki greinamun á sögulegu samhengi og tímasetningu, umhverfið sem ritningin var skrifuð, o.s.f.v. þetta verðum við að hafa í huga, að vera í orðinu er að skilja bókstafinn að vera í bókstafnum er að skilja ekki út á hvað orðið gengur.  Þetta er eitt af því erfiðasta að læra, og ég er ennþá að læra það, með góðu fólki í kring um mig.  Þess vegna m.a. sækjast kristnir i´Kristna því við erum endalaust að læra meira og meira frá hvort öðru.

knús

Linda, 26.5.2008 kl. 11:21

12 identicon

Enn gerir þú þig sekan um þann yfirgengilega hroka að þykjast vita þekkja vilja guðs betur en samferðamenn þínir...   langlífi aðventista og heilbrigði felst fyrst og fremst í því heilbrigða líferni sem þeir lifa - ekki vegna yfirburða þekkingar þeirra á guði.. 

Svo ég snúi mér aftur að líkingu Ragnars þá er hún afar gott dæmi um villuna í ykkar röksemdarfærslu - þið viljið sífellt rýna í eldgamlar teikningar til þess að leysa vandamál sem þessar gömlu teikningar gerðu ekki ráð fyrir..

Afhverju gerir biblían t.d. ekki ráð fyrir fóstureyðingum, stofnfrumurannsóknum, erfðabreytingu matvæla, klónun o.s.frv.?

Þessi listi gæti verið mun lengri, staðreyndin er einfaldlega sú að Biblían er ALLS EKKI fullnægjandi svar við mörgum af siðferðislegum vandmálum nútímans

Þessvegna fjölgar kristnum söfnuðum sífellt sem þykjast geta ráðið úr þessum gömlu leiðbeiningum svör við vandamálum nútímans... og eftir því sem vandamálunum fjölgar þá fjölgar sértrúarsöfnuðunum - allir þykjast þeir vita betur en hinir og í dag snýst kristni meira um innbyrðis átök innan safnaðanna sjálfra, hinna trúlausu og svo trúarbragða sem kenna sig ekki við kristni

Frábær staða ekki satt?

Og eftir því sem tíminn liður á þetta vandamál bara eftir að aukast því á meðan bókapésar eins og þú geta ekki litið upp úr þessari gömlu skruddu mun þetta vandamál bara aukast þangað til kristni hverfur í haf sértrúarsafnaða sem löngu hefur týnt uppruna sínum.

Kristni snýst um boðskap Jesú Kristst..... ekki lesskilning á gömlum textum og spádóma upp úr þem

Sigmar (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 11:22

13 identicon

Reglur þínar eru dásamlegar,

þess vegna heldur sál mín þær.

Útskýring orðs þíns upplýsir, 

gjörir fávísa vitra.

Ég opna munninn af ílöngun, 

því ég þrái boð þín.

Snú þér til mín og verð mér náðugur,

eins og ákveðið er þeim er elska nafn þitt.

Gjör skref mín örugg með fyrirheiti þínu

og lát ekkert ranglæti drottna yfir mér.

Leys mig undan kúgun manna,

að ég megi varðveita fyrirmæli þín.

Lát ásjónu þína lýsa fyrir þjón þinn 

kenn mér lög þín,

af því að menn varðveita eigi lögmál þitt.

Sálmur: 119, Vers: 129-136. 

   Bkv, SB 

SB (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 11:38

14 Smámynd: Mofi

Linda, takk og ég er sammála. Þetta snýst um að reyna að öðlast skilning og að reyna að hafa trúna í samræmi við þá opinberun sem við höfum fengið. Sérstaklega er hætt við að fara lengra en ritað er og er það bara eitthvað sem maður verður að hafa í huga. En við hljótum að eiga að rannsaka þessa hluti fyrst að Guð var að skrifa þá niður og benda okkur á að veita þeim gaum.

Sigmar
Enn gerir þú þig sekan um þann yfirgengilega hroka að þykjast vita þekkja vilja guðs betur en samferðamenn þínir...   langlífi aðventista og heilbrigði felst fyrst og fremst í því heilbrigða líferni sem þeir lifa - ekki vegna yfirburða þekkingar þeirra á guði..

Allir...hver einn og einasti sem trúir að eitthvað sé rétt hann trúir því líka að það sem er þá andstætt því er rangt. Þetta er einfaldlega lögmál og ekkert við því að gera. Ef þú þykist vita að ég hafi rangt fyrir mér eða að þú hafir að einhverju leiti rétt fyrir þér þá ertu sekur um hið sama. Ég hef ekkert á móti því, endilega trúðu því sem þú vilt, fylgdu eigin sannfæringu. Vertu líka til í að sætta þig við það að ef þín sannfæring segir að eitthvað er rétt þá veistu að þú þá trúir að einhver annar hafi rangt fyrir sér.

Aðventistar lifa lengur vegna leiðbeininga sem við fengum frá Ellen White og úr Biblíunni; sem hópur er hann einfaldlega að njóta góðra ávaxta frá góðri ráðgjöf.

Sigmar
Svo ég snúi mér aftur að líkingu Ragnars þá er hún afar gott dæmi um villuna í ykkar röksemdarfærslu - þið viljið sífellt rýna í eldgamlar teikningar til þess að leysa vandamál sem þessar gömlu teikningar gerðu ekki ráð fyrir..

Ertu með dæmi um vandamál sem Biblían hefur ekki lausn á?  Þú verður líka að gera þér grein fyrir því að stundum er maður aðeins með grunn ráðgjöf en verður að finna út úr öðru á eigin spýtur. Aftur á móti ef það sem maður sjálfur er að finna upp stangast á við þann sannleika sem hefur þegar verið opinberaður þá er maður líklegast á villigötum.

Sigmar
Afhverju gerir biblían t.d. ekki ráð fyrir fóstureyðingum, stofnfrumurannsóknum, erfðabreytingu matvæla, klónun o.s.frv.?

Við erum með grundvallar regluna að þú skalt ekki myrða.  Ég er sammála að það væri þægilegt að fá einhverja opinberun varðandi þau mál sem virka ansi erfið. Þar sem t.d. Biblían minnist ekki á erfðabreytingu matvæla þá álykta ég að það er ekkert að því en aðeins að hafa í huga að Guð gerði þetta rétt og mjög líklegt að við getum ekki gert það betur.  Klónun er mjög erfitt dæmi en mér finnst líka gott að við höfum einhver vandamál sem við eigum að finna út úr frekar en að okkur sé gefin öll svör við öllum spurningum sem geta komið upp á öllum tímum.  Miklu gáfulegra af Guði að gefa okkur grundvallar reglur sem við getum notað til að glímt við margs konar vandamál frekar en að gefa okkur miljónir regla um allar mögulegar aðstæður sem geta komið upp.

Sigmar
Og eftir því sem tíminn liður á þetta vandamál bara eftir að aukast því á meðan bókapésar eins og þú geta ekki litið upp úr þessari gömlu skruddu mun þetta vandamál bara aukast þangað til kristni hverfur í haf sértrúarsafnaða sem löngu hefur týnt uppruna sínum.

Að fylgja og læra af þeim grundvallar reglum sem Biblían gefur er að mínu mati besta leiðarljós til að leysa þau nýju vandamál sem samfélagið glímir við. Það þýðir ekki að nefið sé alltaf ofan í Biblíunni heldur aðeins að þar er grunnurinn sem leiðbeinir.  Þegar kemur að heilsu þá er Biblían þegar búin að sýna fram á ómetanlegt gildi sitt svo ég sé ekkert að því að hafa hana sem grunn til að meta nýjar leiðir til að leysa vandamál.  Ég hefði t.d. bara út frá Biblíunni sagt að Atkins megrunarkúrinn væri hættulegur og óheilsusamlegur.

Takk fyrir heimsóknina SB og mjög viðeigandi ritningarvers.

Mofi, 26.5.2008 kl. 12:56

15 identicon

Aðventistar lifa lengur vegna leiðbeininga sem við fengum frá Ellen White og úr Biblíunni; sem hópur er hann einfaldlega að njóta góðra ávaxta frá góðri ráðgjöf.

Þær leiðbeiningar eru ekkert betri eða verri en þær sem meðal, trúlaus næringarfræðingur gæti gefið hverjum sem þess óskar, það er svo spurning hvort menn fara eftir því - en ég viðurkenni að það líferni sem aðventistar tileinka sér er svo sannarlega til eftirbreytni

Ertu með dæmi um vandamál sem Biblían hefur ekki lausn á? 

Já, því er svarað seinna í póstinum

Við erum með grundvallar regluna að þú skalt ekki myrða.

Eins og ég hef bent þér á áður þá er fóstulát ekki morð skv biblíunni, enda var einungis sekt sem fylgdi því að valda einhverjum fósturláti

Þar sem t.d. Biblían minnist ekki á erfðabreytingu matvæla þá álykta ég að það er ekkert að því en aðeins að hafa í huga að Guð gerði þetta rétt og mjög líklegt að við getum ekki gert það betur.

Erfðabreytt matvæli geta hinsvegar hjálpað okkur við að fæða þann gríðarlega fjölda fólks sem býr við hungur... þar hefur guð því brugðist skv því sem þú segir

Klónun er mjög erfitt dæmi en mér finnst líka gott að við höfum einhver vandamál sem við eigum að finna út úr frekar en að okkur sé gefin öll svör við öllum spurningum sem geta komið upp á öllum tímum

Getur þá ekki verið að þeir sem tala af viti í biblíunni séu ekki útdauðir heldur eru bókstafstrúarmenn eins og þú einfaldlega ekki tilbúnir að taka mark á þeim, þar sem þeir voru ekki fæddar þegar hið "endanalega" guðs orð kom út á sínum tíma

Kemur aftur að spurningu minni um afhverju slíkir menn eru hættir að vera til...

Miklu gáfulegra af Guði að gefa okkur grundvallar reglur sem við getum notað til að glímt við margs konar vandamál frekar en að gefa okkur miljónir regla um allar mögulegar aðstæður sem geta komið upp.

Nákvæmlega, hugsa sjálfstætt - það er málið

Bæði í þessu máli sem og öðrum - ekki taka allt sem stendur í biblíunni bókstaflega og taka svo bara rökrétta ákvörðun í því sem ekki er þar.... heldur taka ávallt rökrétta ákvörðun og hafa svo bara boðskap Jesú Krists til hliðsjónar í stað þessarar skruddu sem Biblían er

Mikið er ég feginn að við erum loksins sammála

Sigmar (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 14:44

16 Smámynd: Óskar Arnórsson

Hvaðavers Mofi? Ég er ekki að leggja á minnið alla þessa tölustafi sem skemmaa mikið annars mjög góða bók. Skildirðu ekki það sem ég var meina? Jésús skrifaði aldrei neina bók. það er vara við falsspámönnum sem fela sig bak við Biblíunna. Hef verið meðal annars í því að hjálpa "flóttafólki" frá kristnum trúarsöfnuðum eins og t.d. þann sem Ulf Ekmann í Uppsala í Svíþjóð stendur fyrir. 

Fólki var hótað eilífum eldi og brennisteini ef þeir segðu skilið við þennan klúbb. "Livets Ord" heitir hann og er rekin með sama sniði og Gunnar í Krossinum gerir.

Samskonar "tækni" er beitt af predikurum. ég les oft síðuna hans Svavars prest og hann er í mínum huga kristinn. Mér finnst þ.ú leggja mest upp úr því að sýna hvað þú kannt mikið í utanbókalestri enn að þú talir eins og sannkristið fólk gerir. T.d. þetta:

"Miklu gáfulegra af Guði að gefa okkur grundvallar reglur sem við getum notað til að glímt við margs konar vandamál frekar en að gefa okkur miljónir regla um allar mögulegar aðstæður sem geta komið upp."

Geturðu þýtt þetta með gáfur Guðs og grundvallarreglur svo að "amatör" eins og ég geti skilið hvað þú ert að fara? Hversu greindur þarf maður að vera til að geta tileinkað sér leiðbeiningar Jésú sem var örugglega Kristinn, líklegast Guð sjálfur.

Ég hef séð margt fólk flækja einfalda hluti og þú virðist gangast upp í því. Ég spyr aftur: Hvaða endalok ertu að vitna í? Endalok dagsins, vikunnar, mánaðarins, ársins, lífsins, jarðkúlunnar, eða gáfna þinna?

Þú ert ótrúlega ójarðbundinn og gera eins og margir "fundamentalistar"! Allt það sem þú segir er rétt vegna þess að þú ert með sannanir fyrir því í bók. hefurðu einhverjar eigin hugmyndir um hvað Almættið er. Og svo til að þú skiljir hversu lítið ég er inn í biblíufæðum: Hvað er Aðventisti?

Af hverju er kristindómurinn svona margklofin og kristið fólk getur ekki komið sér saman um sameiginlega stefnuskrá um Kristni. ég dreg ekki í efa þekkingu þína á því sem stendur í Biblíunni. ég held að ég reyni að halda minni Krisni hreinni með því að forðast að lesa Biblíunna.

Bæði er hún afburða fráhrindandi og leiðinleg aflestrar, og svo er hún greinilega full af fullyrðingum sem jésú yrði bæði leiður og leiður yfir. Mig hefur dreymt Jésú einu sinn á æfinni.

Ég hef farið með 2 alvörubænir og það eru bara nokkraar vikur síðan. Ég trúi að Jésú hafi raunverulega verið Guð sjálfur og Vitringarnir 3 sem komu þegar hann fæddist, voru einhverstaðar frá Asíu.

  Ég er virkilega að reyna að lesa Biblíunna sem mér finnst mjög erfið bók, enn þína útskýringar minnka áhuga fyrir að halda áfram, frekar enn hitt. Ég finn á mér að það er eitthvað við Biblíunna eins og það á ekki að vera... 

Óskar Arnórsson, 27.5.2008 kl. 21:21

17 Smámynd: Óskar Arnórsson

...Reyndar var tilvitnunninn í >Sigmar, enn spurningunni er beint til Mofi..sorry

Óskar Arnórsson, 27.5.2008 kl. 21:22

18 Smámynd: Mofi

Sigmar
Þær leiðbeiningar eru ekkert betri eða verri en þær sem meðal, trúlaus næringarfræðingur gæti gefið hverjum sem þess óskar, það er svo spurning hvort menn fara eftir því - en ég viðurkenni að það líferni sem aðventistar tileinka sér er svo sannarlega til eftirbreytni

Þær eru greinilega betri þar sem aðventistar eru í dag hópur sem lifir einna lengst í heiminum. Síðan á síðustu hundrað og fimmtíu árum þá hafa leiðbeiningar um heilsu verið mismunandi þótt að í dag eru nútímavísinda búin að nálgast þetta ansi vel.

Sigmar
Eins og ég hef bent þér á áður þá er fóstulát ekki morð skv biblíunni, enda var einungis sekt sem fylgdi því að valda einhverjum fósturláti

Það var greinilegt að þarna var á ferðinni mikill missir sem var sekt fyrir svo með þann grundvöll og þú skalt ekki myrða þá getur maður ályktað að þetta sé ekki í lagi.

Sigmar
Erfðabreytt matvæli geta hinsvegar hjálpað okkur við að fæða þann gríðarlega fjölda fólks sem býr við hungur... þar hefur guð því brugðist skv því sem þú segir

Þau gætu gert það en eins og staðan er í dag þá vitum við ekki afleiðingar af þessu. Guð hefur ekki brugðist heldur hefur fólk brugðist sinni skyldu að elska náungann.

Sigmar
Getur þá ekki verið að þeir sem tala af viti í biblíunni séu ekki útdauðir heldur eru bókstafstrúarmenn eins og þú einfaldlega ekki tilbúnir að taka mark á þeim, þar sem þeir voru ekki fæddar þegar hið "endanalega" guðs orð kom út á sínum tíma

Ég útiloka ekki að Guð gæti sent fleiri spámenn til okkar og sömuleiðis að ég gæti hafa misst af einhverjum þeirra.

Sigmar
Bæði í þessu máli sem og öðrum - ekki taka allt sem stendur í biblíunni bókstaflega og taka svo bara rökrétta ákvörðun í því sem ekki er þar.... heldur taka ávallt rökrétta ákvörðun og hafa svo bara boðskap Jesú Krists til hliðsjónar í stað þessarar skruddu sem Biblían er

Ég myndi ekki segja að fara á móti því sem stendur í Biblíunni af því ég þykist vera gáfaðri sé... gáfulegt :)    Nærri því sammála...  Mér aftur á móti finnst Biblían vera rökrétt og rökrétt að hún viti betur en ég; út frá því er ég sammála þér varðandi að taka rökréttar ákvarðanir.  Ef Biblían hefði að mínu mati greinilega rangt fyrir sér varðandi eitthvað sem mér finndist mikilvægt þá myndi það varpa skugga á alla Biblíuna og það að taka hana trúarlega.

Mofi, 27.5.2008 kl. 22:16

19 Smámynd: Mofi

Óskar
Hvaðavers Mofi? Ég er ekki að leggja á minnið alla þessa tölustafi sem skemmaa mikið annars mjög góða bók. Skildirðu ekki það sem ég var meina? Jésús skrifaði aldrei neina bók. það er vara við falsspámönnum sem fela sig bak við Biblíunna. Hef verið meðal annars í því að hjálpa "flóttafólki" frá kristnum trúarsöfnuðum eins og t.d. þann sem Ulf Ekmann í Uppsala í Svíþjóð stendur fyrir. 

Hvernig eigum við að þekkja falsspámenn ef við erum ekki með einhvern "standard" til að bera þá saman við?

Óskar
Fólki var hótað eilífum eldi og brennisteini ef þeir segðu skilið við þennan klúbb. "Livets Ord" heitir hann og er rekin með sama sniði og Gunnar í Krossinum gerir.

Frábært dæmi, er þetta fólk að kenna í samræmi við það sem Biblían segir... ég segi hiklaust nei; augljóslega ekki.

Óskar
Geturðu þýtt þetta með gáfur Guðs og grundvallarreglur svo að "amatör" eins og ég geti skilið hvað þú ert að fara? Hversu greindur þarf maður að vera til að geta tileinkað sér leiðbeiningar Jésú sem var örugglega Kristinn, líklegast Guð sjálfur.

Aðal grunnurinn er Boðorðin tíu, gullna reglan og að elska náungann eins og sjálfan sig.  Annað sem er mikilvægt að skilja er fagnaðarerindið sem ég reyndi að útskýra hérna: Afhverju Kristni?

Óskar
Ég hef séð margt fólk flækja einfalda hluti og þú virðist gangast upp í því. Ég spyr aftur: Hvaða endalok ertu að vitna í? Endalok dagsins, vikunnar, mánaðarins, ársins, lífsins, jarðkúlunnar, eða gáfna þinna?

Atburðina á jörðinni áður en Kristur kemur aftur. 

Óskar
Af hverju er kristindómurinn svona margklofin og kristið fólk getur ekki komið sér saman um sameiginlega stefnuskrá um Kristni. ég dreg ekki í efa þekkingu þína á því sem stendur í Biblíunni. ég held að ég reyni að halda minni Krisni hreinni með því að forðast að lesa Biblíunna.

Ég myndi miklu frekar segja að aðal ástæðan fyrir klofningi kristinna manna er vegna þess að margir eru latir við að lesa Biblíuna og enn aðrir vilja ekki hlíða því sem hún hefur að segja. Vilja tilbiðja Guð í sinni eigin mynd frekar en eins og Guð hefur opinberað sjálfan Sig.

Óskar
Bæði er hún afburða fráhrindandi og leiðinleg aflestrar, og svo er hún greinilega full af fullyrðingum sem jésú yrði bæði leiður og leiður yfir. Mig hefur dreymt Jésú einu sinn á æfinni.

Endilega prófaðu að lesa t.d. Matteusarguðspjall og segðu mér hvað þér finnst og við getum rökrætt það.

Óskar
Ég hef farið með 2 alvörubænir og það eru bara nokkraar vikur síðan. Ég trúi að Jésú hafi raunverulega verið Guð sjálfur og Vitringarnir 3 sem komu þegar hann fæddist, voru einhverstaðar frá Asíu.

Biblían segir að bænir óguðlegra séu Guði andstyggð... gott að vera viss um að samband manns við Guð er í lagi; útskýrt betur í færslunni "Afhverju kristni"

Óskar
Ég er virkilega að reyna að lesa Biblíunna sem mér finnst mjög erfið bók, enn þína útskýringar minnka áhuga fyrir að halda áfram, frekar enn hitt. Ég finn á mér að það er eitthvað við Biblíunna eins og það á ekki að vera... 

Leitt að heyra, ég að minnsta kosti er til í að aðstoða eins og ég get og vonandi ekki hindrun í leit einhvers að Guði.

Mofi, 27.5.2008 kl. 22:25

20 Smámynd: Sigurður Rósant

Það er hvorki von eða hætta á að þessir atburðir verði. Hugmyndir sem fæðast í kolli saklausra sálna og túlkaðar af fólki sem hafði enga þekkingu á sjaldgæfri starfsemi heilans.

Hvað á Jesús t.d. við með þeim orðum er höfð voru eftir honum í Matt. 16:28? "Sannlega segi ég yður: Nokkrir þeirra, sem hér standa, munu eigi dauða bíða, fyrr en þeir sjá Mannssoninn koma í ríki sínu."

Hverjir af þessum 'nokkrum' eru t.d. enn á lífi, Mofi?

Sigurður Rósant, 19.8.2009 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband