20.5.2008 | 16:19
Trúir þá Cherie ekki að páfinn sé óskeikull?
Hennar gjörðir segja svo sem allt sem segja þarf. En hvernig er það, trúir hinn venjulegi kaþólikki því að páfinn sé óskeikull? Hérna fjallar kirkjan sjálf um þetta efni: Explanation of papal infallibility
Hið fyndna er að þeir nefna Pétur postula sem þann sem gaf kirkjunni þetta "vald". Ástæðan fyrir því að það er dáldið skondið er að Páll þurfti að andmæla Pétri varðandi umskurn. Við lesum um það í Galatabréfinu 2. kafla.
Það er engin spurning í mínum huga að það er ekkert að getnaðarvörnum og engir menn hafa neitt með því að segja hver vilji Guðs er í þeim efnum; Biblían segir þetta ekki að minnsta kosti. Þeir láta eins og það má ekki koma í veg fyrir að einhver fæðist en þá má taka þá afstöðu aðeins lengra og segja að maður á alltaf að hafa kynlíf ef löngunin kemur yfir mann, annars væri maður að koma í veg fyrir að barn fæðist. Hið sorlega er að hérna er kirkjan í andstöðu við sig sjálfa með því að neita prestum um eðlileg sambönd við konur sem hlýtur að koma í veg fyrir fæðingu margra barna; fyrir utan hve óheilbrigt það er fyrir þá sem gerast prestar.
Hérna er síðan grein frá Kaþólsku kirkjunni þar sem hún útskýrir sína afstöðu um fóstureyðingar, sjá: http://www.catholic.com/library/Birth_Control.asp
Cherie Blair útskýrir óvænta þungun sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:16 | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er þó sanngirni hjá þér, Mofi, að benda á þessa vefsíðu um kaþólska afstöðu til takmörkunar barneigna. Ég fæ ekki betur séð en þú gætir eitthvað af henni lært.
Svo ertu að agnúast út í, að páfinn geti í opinberri yfirlýsingu sinni um trúar- og siðferðismál verið óskeikull. Kirkjan sjálf getur verið óskeikul, sérðu það ekki í þinni Biblíu? Óskeikulleiki kirkjuþinga og páfans, leiðtoga þeirrar sömu kirkju (og 51% allra kristinna manna nú) eru eðlilegur hluti af því. Fari menn að kynna sér þessa kaþólsku kennisetningu, sjá þeir, hversu hógvær hún er í raun. Síðast var gripið til slíks óskeikulleika-úrskurðar 1950 og þar á undan á 19. öldinni.
Jón Valur Jensson, 20.5.2008 kl. 20:13
Maður getur alltaf lært eitthvað, jafnvel af einhverju sem er ekki rétt. Þú gætir örugglega lært eitthvað af því að útskýra fyrir mér hver þín afstaða er og afhverju þú hefur hana. Myndir þú hafa hana ef þú hefðir ekki kirkjuna og kirkjusöguna?
Þeir sem endurfæðast af anda Guðs geta fengið leiðbeiningar frá Guði og þær leiðbeiningar geta verið réttar ef þær stangast ekki á við það sem Guð var þegar búinn að opinbera í Biblíunni. Kirkjan er aðeins fólk Guðs og maður getur ekki samþykkt hvaða fólk sem er sem fólk Guðs. Fyrir mig er lykilatriði að það fylgi Biblíunni frekar en mannasetningum en þar kemur Kaþólska kirkjan illa út svo ekki sé meira sagt.
Gætu þeir ákveðið eitthvað sem er andstætt því sem er í Biblíunni? Eru þeir ofar Biblíunni sjálfri?
Mofi, 20.5.2008 kl. 20:29
Nei, þeir ákveða ekkert, sem er andstætt Nýja testamentinu. –Ciao!
Jón Valur Jensson, 21.5.2008 kl. 01:36
Er eitthvað í henni biblíu sem mælir á móti fóstureyðingum eða getnaðarvörnum? Spyr sá sem ekki veit.
Ellinn (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 07:45
Þetta hljómar eins og efni í heila grein... :)
Ellinn, það sem ég held að kristnir trúa að mæli á móti fóstureyðingum er boðorðið sem segir "þú skalt ekki myrða". Það er að minnsta kosti fyrir mig aðal ástæðan fyrir því að ég er á móti fóstureyðingum. Varðandi getnaðarvarnirnar þá veit ég ekki um neitt í Biblíunni sem segir að þær séu slæmar.
Mofi, 21.5.2008 kl. 09:05
Mofi, rennur ekki kalt vatn milli skinns og hörunds hjá þér, þegar þú hugsar til tíma endalokanna, sem verða innan skamms eins og þú trúir, að Jón Valur verður kannski sá sem uppfyllir þennan spádóm gagnvart þér ..... "Þá munu menn framselja yður til pyndinga og taka af lífi, og allar þjóðir munu hata yður vegna nafns míns."
Eða hvað?
Sigurður Rósant, 21.5.2008 kl. 09:51
Rósant, ef maður lendi í ofsóknum þá er það auðvitað skuggalegt. Þótt maður trúir að Guð sé með manni þá er maður samt mannlegur og hefur engann áhuga á dauða og þjáningum. Ég trúi nú því að Jón Valur er bara blindur á þá stofnun sem hann tilheyrir og ef við sjáum hana hegða sér á hræðilegann hátt þá er Jón einn af þeim sem mun yfirgefa hana; jafnvel fyrr.
Mofi, 21.5.2008 kl. 10:10
"Páll þurfti að andmæla Pétri varðandi umskurn."
Pétur var ofstækisfullur, ofbeldisfullur peningaplokkari og jafnvel morðingi. Kaþólska kirkjan er byggð á hans aðferðum sem við lesum um í NT.
Með samúð
Sigurður Rósant, 21.5.2008 kl. 10:19
En er nú ekki kominn tími til, Mofi og Jón Valur, að þið kastið þessari trú ykkar á haugana og gerist skynsemissinnar eins og meiri hluti Vesturlandabúa er orðinn?
Sigurður Rósant, 21.5.2008 kl. 10:37
Sigurður, þetta á nú frekar við Pál en umbreytingar máttur Guðs er akkurat það sem við sjáum í lífi þessara manna. Finnst að vísu þú vera allt of fullyrðingadjarfur varðandi Pétur.
Hvaða afstöðu er það sem þú mælir með Rósant?
Mofi, 21.5.2008 kl. 10:46
Og hvernig er þín stofnun betri en hans?
Arnar (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 11:14
Mofi - Mér virðist þú allt of fastur í þessu hugarfari þínu, að rit NT séu að boða þér einhvern sannleik um Guð. Það er enginn sannleikur til um Guð, nema sá að við vitum ekkert um það sem ekki tjáir sig. Guð þessi tjáir sig ekki. Menn sem trúa því að hann hafi tjáði sig í gegnum "spámenn" eða "sendiboða", eru á villigötum, því sá boðskapur er ekki sjálfum sér samkvæmur.
Þess vegna mæli ég með að menn lesi svokölluð "helgirit" með gagnrýnu hugarfari og skoði þau með því hugarfari að hér sé um samsafn sagna af eins konar "draugatrú", eins og við þekkjum svo vel hér á Íslandi.
Sigurður Rósant, 21.5.2008 kl. 11:16
Afhverju tjáir Guð sig ekki í gegnum sköpunina, samviskuna og jafnvel einhverja menn sem Hann velur að hafa samband við?
Mofi, 21.5.2008 kl. 11:35
Ef Guð er til og vill tjá sig eins og þú trúir, Mofi, af hverju ætti hann að vera með einhvern feluleik, dulúð eða fara einhverjar leiðir sem aðeins einhverjir "útvaldir" kynnast?
Ef við komum okkur saman um að hann tjái sig eingöngu í gegnum "allt sem til er" eða sköpunina eins og þú kallar það, hvað er hann þá að segja?
Ef við komum okkur saman um að hann tjái sig í gegnum samviskuna, hvað er hann þá að segja?
Ef við erum sammála um að hann tjái sig í gegnum menn sem Hann velur, hvaða menn hefur hann þá valið?
Svona hættu nú að trúa og gerstu skynsemishyggjumaður. Það fer þér miklu betur, svona þrasgjörnum manni.
Sigurður Rósant, 21.5.2008 kl. 12:21
Ég sé ekki feluleik, ég sé stórkostlega sköpun, samvisku sem segir þér hvað er rétt og hvað er rangt og síðan Biblíuna sem sannar gildi sitt á margvígslegann hátt. Eg trúi því að Guð vill að við veljum að fylgja því sem gott er og Hans reglum og fyrir þeim sem gera það, þá opinberar Hann sig þeim. Ef Guð myndi birtast öllum heimnum, þá er spurning hvort að fólk hefði í rauninni val til að fylgja og trúa... góðar spurnin samt og ég þarf að íhuga hana.
Að Hann er til og að Hann er gífurlega magnaður. Maður sér það sérstaklega þegar maður skoðar geiminn, hve svakalega stór hann er og fjöldi sólkerfa og stjarna. Þegar maður skoðar lögmálin sem alheimurinn stjórnast af þá segir það mér að Guð hefur vitsmuni fram yfir það sem menn geta ímyndað sér. Þegar ég skoða jörðina þá sé ég umhyggju í annars óhugnanlegum geimi.
Mér finnst greinin "Afhverju kristni" útskýra það.
Hmm :) þekkir þú einhvern sem telur sig ekki vera skynsemishyggju mann?
Fyrir mig þá er það augljóst að Guð er til og af þeim opinberunum sem mannkynið hefur fengið þá er Biblían lang trúverðugust.
Mofi, 21.5.2008 kl. 12:46
Sigurður Rósant, ég sé nú ekki mikla skynsemi í því, sem þú skrifar hér, t.d. í þessum innleggjum þínum kl. 9:51 og 10:37. Og Biblíuþekkingu þinni er í meira lagi ábótavant, þótt þú getir á öðrum slóðum tjáð þig á stundum bara nokkuð vel.
Jón Valur Jensson, 22.5.2008 kl. 02:32
Jón Valur, Biblíuþekkingu minni er örugglega ábótavant, en ekki varðandi túlkun S.D.Aðventista á því sem ég nefndi.
Margsinnis hef ég farið í gegnum þessa túlkun Aðventista á hlutverki Kaþólsku kirkjunnar "á tímum endalokanna". Má vera að þeir hafi þær vel geymdar og ekki sýndar hverjum sem er eins og algengt er um aðferðir trúsöfnuða af hvaða toga sem er, sbr. Bahæja.
Einnig tel ég nokkuð öruggt að meirihluti Vesturlandabúa hallist frekar að skynseminni í afstöðu sinni til trúar á Jesú, páfann eða líf eftir dauðann. Skoðanakannanir er hins vegar erfitt að framkvæma um þessa hluti því siðir og venjur móta enn sterkt "meinta afstöðu" fólks.
Með trúfrjálsri kveðju
Sigurður Rósant, 25.5.2008 kl. 10:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.