14.5.2008 | 14:13
Hvaða áhrif hefði það á þína trú ef það finndust sannanir fyrir líf á öðrum hnöttum?
Í myndinni Contact þá byrjuðu vísindamennirnir að greina merki sem innihélt prím tölur. Þetta var nóg til þess að þeir ályktuðu að vitsmunalíf hefði búið til þessi skilaboð. DNA inniheldur mjög flóknari upplýsingar en það en samt eru sumir sem neita að horfast í augu við hvað sú staðreynd þýðir.
En hvað ef við myndum finna sannanir fyrir líf á öðrum hnöttum, hvaða áhrif hefði það á þína trú? Endilega sem flestir að koma með athugasemdir. Í gegnum árin þá hafa komið upp alls konar sögur af geimverum og jafnvel myndir sem menn halda fram að séu af geimverum eða geimskipum.
Það eru til of margar sögur af geimverum, draugum og álfum og ég veit ekki hvað og hvað að það er erfitt að segja að allt þetta fólk er ímyndunarveikt eða sé að ljúga. Það gengur heldur ekki upp að allt þetta fólk er að segja satt svo mín útskýring er á þá leið að hérna eru blekkingar á ferð. Í sumum tilfellum menn að blekkja aðra menn eins og myndin hérna er en í öðrum tilfellum anda verur. Í þessu samhengi langar mig að benda á blog sem fjallar um reynslu einnar konu af draugum, sjá: Draugasaga úr 101
Það kann að koma einhverjum á óvart en Biblían gefur í rauninni til kynna að það eru til aðrir heimar:
Jobsbók 1
6 Dag nokkurn bar svo til að synir Guðs komu og gengu fyrir Drottin og var Satan á meðal þeirra. 7Drottinn spurði Satan: Hvaðan kemur þú? Satan svaraði Drottni og sagði: Ég hef verið á ferðalagi hingað og þangað um jörðina.
Síðan við sköpunina þá eru einhverjar verur þegar til en ekkert minnst á sköpun þeirra.
Jobsbók 381Þá svaraði Drottinn Job úr storminum og sagði:
2Hver er sá sem hylur ráðsályktunina myrkri
með innihaldslausum orðavaðli?
3Gyrtu lendar þínar eins og manni sæmir,
nú ætla ég að spyrja þig en þú skalt svara.
4Hvar varstu þegar ég grundvallaði jörðina?
Segðu það ef þú veist það og skilur.
5Hver ákvað umfang hennar, veist þú það,
eða hver þandi mælivað yfir henni?
6Á hvað var sökklum hennar sökkt
eða hver lagði hornstein hennar
7þegar morgunstjörnurnar sungu saman gleðisöng
og allir synir Guðs fögnuðu?
Hérna er grein sem fjallar um þetta frá sjónarhóli sköpunarsinna:
God and the extraterrestrials - Are we alone, or is there life elsewhere in the universe?
Ég er ekki sammála því sem þeir segja en fannst fróðlegt að sjá þeirra rök og pælingar um þetta mál.
Vatíkanið segir ekki hægt að útiloka líf á öðrum hnöttum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:12 | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jú það getur einmitt mjög vel verið að allt þetta fólk sé ímyndunarveikt eða hreinlega að ljúga...annað eins sjáum við nú endurspeglast í hugmyndum fólks um ofurdrauginn Guð Job Jehóva heilagan Allah
Guðmundur Kristjánsson, 14.5.2008 kl. 14:24
Það er rétt Guðmundur að það er alveg möguleiki að allt þetta fólk er ímyndunarveikt; mér finnst það bara mjög hæpið.
Mofi, 14.5.2008 kl. 14:31
Þar sem ég er trúlaus hefur það engin áhrif á trú mína
En hvernig passar það inn í sköpunar söguna, þar sem stjörnunum var svona sáldrað yfir himinninn til að lýsa upp nóttina svona eftir á eða eitthvað álíka.
Arnar (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 15:01
Arnar - það skiptir ekki máli, því það eru bara ákveðnir hlutar sköpunarsögunnar sem eru myndrænir, t.d. þetta með stjörnurnar...
Lýsingin er bara nákvæm í hlutum eins og tímanum sem það tók, rifjastteikinni sem varð að konur og fleiru...
En það er því miður ekki fyrir óinnlimaða eins og okkur 2 að greina á milli þess hvað er satt og rétt og hvað er túlkunaratriði..... slíka visku fá bara menn eins og Halldór - og það sem vöggugjöf
Sigmar (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 15:39
Ef þú "heldur" eitthvað varðandi tilvist Guðs, hvaðan lífið kom, hvaðan við mennirnir komu og hvað verður um okkur þegar við deyjum, þá hefur þú trú í þessum atriðum því sannarlega veistu ekki svörin við þessum spurningum.
Varðandi sköpunarsöguna þá aðeins að það geta verið til aðrir staðir eins og þessi jörð þar sem er að finna lífverur.
Mofi, 14.5.2008 kl. 15:40
Og ég sem hélt að þú værir bókstafstrúar maður :)
Að 'halda' eitthvað um td. tilvist guðs er ekki nægur grundvöllur fyrir trú, nema þú skilgreinir trú _mjög_ vítt.. sem þú gerir.
Arnar (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 16:44
Já, heitasta... ég hélt það líka :)
Þeirra rök eru ansi mikið á þá leið að Guð hefði látið okkur vita og fyrst Hann gerði það ekki þá... ég aftur á móti bendi á ritningar texta sem mér finnst benda til þess að það eru til fleiri heimar.
Mofi, 14.5.2008 kl. 16:59
Ég vil síður móðga þá sem hafa aðra trú en ég, en...
Það hefur engin áhrif á trú mína þó líf finnist á öðrum hnöttum, því Guð skóp hvorki þennan heim né aðra séu þeir þá til. Það eina sem truflar samband mitt við Guð minn eru öll þessi mismunandi trúarbrögð sem mannskepnan hefur skapað í ófullkomleika sínum. Ekki er til nema einn Guð en við höfum gefið honum mörg nöfn og mörg andlit.
Guð er allstaðar nema kannski síst í hinum ýmsu kirkjubyggingum sem mennirnir reisa í nafni hinna ýmsu söfnuða og trúarbragða.
Kær kveðja
Hans
Hans Gunnarsson (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 19:21
Mjög svo merkileg yfirlýsing frá „yfirstjörnufræðingi“ Vatikansins, sjálfum Gabríel Funes og mjög líklega hefur Páfinn, í kjölfar heimsóknar sinnar til USA, lagt blessun sína yfir gjörninginn. Verur frá öðrum sólkerfum eru og hafa alltaf verið í samskiftum við vanmáttuga Jarðarbúa og bara tímaspursmál hvenær þær gera sig sýnilegar öllu mannkyni. Þessari vitneskju hafa geistlegir menn Vatikansins haldið leyndri gegnum aldirnar; sauðsvörtum almúganum er hreinlega ekki treystandi fyrir slíkum sannleik.
En í ljósi þessarar yfirlýsingar frá Vatikaninu er ekki úr vegi að minnast þessara orða: Jóh. 14.12. Sannlega, sannlega segi ég yður: Sá sem trúir á mig, mun einnig gjöra þau verk, sem ég gjöri. Og hann mun gjöra meiri verk en þau, því ég fer til föðurins.
Ásgeir Kristinn Lárusson, 14.5.2008 kl. 21:44
Mofi, hvers vegna heldurðu að Job 1.6-7 bendi til þess að það séu "aðrir heimar"?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 14.5.2008 kl. 22:00
Kanski páfinn hafi komið við á svæði 51 í heimsókn sinni til runnverja.
Halli (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 22:47
Hans, Kristur sagði að þar sem tveir eða fleiri eru samankomnir í Hans nafni þá væri Hann meðal þeirra. Svo ef kirkja ( saman safn af fólki sem trúir ) er einlæg í sinni trú þá sé ég ekki afhverju Guð ætti að hafa eitthvað á móti þannig kirkju.
Hjalti, það virkar eins og fulltrúar "heima" eru þarna og þá er Satan fulltrúi þessa heims... þegar þú spyrð svona þá virkar þetta langsótt sem það líklegast er. Hérna kemur inn að mér finnst rökrétt að Guð myndi nota þennan risastóra alheim fyrir meira en okkur...
Ásgeir, hver heldur þú að hafi skapaði þessar geimverur? Afhverju trúir þú að þær séu til og afhverju heldur þú að yfirvöld leyna almenning þessu? Þar sem yfirvöld hins vestræna heims eru alltaf að skiptast út í kosningum, er þá ekki líklegt að einhver sem kæmist í valdastöðu myndi láta þennan sannleika leka út?
Andrés, þú lætur mig vita hvar og hvenær þið verðið með spagettí þjónustu :)
Mofi, 15.5.2008 kl. 09:27
Rakst á skemmtilega lesningu :
Sjá : Did god create little green men?
Arnar (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 10:54
Arnar, þetta er líklegast eins langsótt og mín tilvísun í Job... :/
Mofi, 15.5.2008 kl. 11:02
Ég fór að pæla í þessu í fyrrasumar eftir að hafa horft á Independence Day. Það er vissulega ekki hægt að útiloka að til sé líf á öðrum hnöttum og ég ætla ekki að gera það. Ef svo er þá er það skapað af Guði eins og við. Sá möguleiki kallar líka á þá spurningu hvort það líf þekkir Guð. En það er alveg ljóst að Guð einn þekkir svörin þannig að ég læt það svar duga :)
Flower, 15.5.2008 kl. 11:31
Ég skil þig vel Flower :)
Mofi, 15.5.2008 kl. 12:22
Mofi... mig langar bara að segja þér eitt sem tengist þessari frétt svo mikið sem ekki neitt...
Ekki eyða tímanum þínum hér á netinu að blogga fyrir fólk sem er alveg sama um trú þína og rök hennar fyrir lífinu, því að það er ekki að virka sýnist mér...
farðu út í heim og dreyfðu boðskapnum þar sem enginn verður pirraður og einhver hlustar af einhverjum áhuga.
svo er það líka ekki gott fyrir heilsuna að vera að blogga langt fram á nótt.
Kv. Andri.
Andri (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 12:47
Heh.. á hann að fara að boða boðskapin þar sem allir eru sammála honum? Hvar er það, í kirkjunni hans?
Arnar (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 13:04
Andri, það er aldrei að vita hverjir álpast hérna inn á. Þetta snýst síðan líka um að heyra skoðanir annara. Takk annars fyrir heimsókina.
Mofi, 15.5.2008 kl. 14:35
Ekki hætta að blogga Mofi. Það er fínt að hafa netið til að spjalla um trúmál - þá getur maður gert það þegar manni hentar og án þess að missa sig, eins og gæti auðveldlega gerst augliti til auglitis.
Svo held ég líka að það sé ekki merki um að fólki sé alveg sama um trúmál ef þú ert með á annað hundrað IP tölur í heimsókn hjá þér daglega. Ef mér væri alveg sama um eitthvað málefni myndi ég ekki heimsækja viðkomandi síðu, svo einfalt er það
Mama G, 16.5.2008 kl. 15:01
Takk fyrir það Mama G :) það er engin spurning í mínum huga, fólk hefur áhuga á trúmálum enda hafa lang flestir skoðanir á trúmálum.
Mofi, 16.5.2008 kl. 15:13
Persónulega þykir mér vægast sagt tölfræðilega ólíklegt að við séum eina vitsmunalífið í alheiminum.
Mér þætti hins vegar vænt um að einhver útskýrði fyrir mér, þrátt fyrir þessi óljósu bíblíuvers sem einhver hafði eftir, hvernig hægt sé að halda fram að hún segir til um að það séu til aðrar vitsmunaverur þarna úti þegar í henni stendur skýrt og greinilega að guð skapaði manninn í sinni mynd?
Fyrir mér hljómar þetta eins og einhverjir bókstafstrúarmenn hafi hugsað aðeins og áttað sig á hugmyndin um að við séum miðpunktur sköpunarinnar og þar af leiðandi eina vitsmunalífið í alheimi (enda sköpuð í mynd guðs) sé tölfræðilega ólíklegt, og eru þannig að reyna að tryggja sig ef ske kynni að við fyndum sannanir á tilvist annarra menningarheima í geiminum á þessari öld.
Sveinn (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 03:51
Já Andrés, ég skil þitt sjónarmið vel, en ég var eiginlega að leita að útskýringu á hinni bókstaflegu nálgun.
Einhver talar um 'hliðarverkefni' fyrir utan okkur. Segjum að við komumst í samband við vitsmunaverur sem eru talsvert framar okkur að öllu leiti, þess á meðal bæði líkamlega og vitsmunalega. Þýðir það ekki að guð hefur verið að hygla þeim frekar en okkur? Ég er bara að spá, ekki að halda neinu fram.
Mörgum, blogghöfundur meðtalinn, finnst hugmyndin um að við höfum sameiginlegan forföður með öpum (já og öllum lífverum Jarðar) rosalega móðgandi, finnst það vera svo óvirðulegt þar sem við vorum jú sköpuð í mynd guðs (hvernig sem menn túlka það). Hvernig díla þeir við tilvist 'æðri' vitsmunavera?
Sveinn (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 13:46
Afhverju ætti það að útiloka aðrar verur í mynd Guðs? Ég síðan skil þetta með að vera sköpuð í mynd Guðs sem þannig að við erum persónuar með frjálsan vilja og afl til að skapa. Sammála því sem Andrés sagði um þetta efni fyrir utan þetta með eilífu sálin; ég trúi því að hún varð til þegar við urðum til og hún hættir að vera til þegar við deyjum. Okkar eina von er að Guð geti búið okkur til aftur.
Ég hafði líka gaman af því að vita hvernig aðrir kristnir sjá þetta efni. Hvort að verurnar væru eins og við eða öðru vísi. Mig grunar að ef það er til líf á öðrum hnöttum þá væri það öðru vísi af því að Guð virðist elska fjölbreytileika en þetta eru bara mínar hugmyndir og trúi þeim ekki einu sinni.
Ég myndi ekki segja að það er eitthvað móðgandi, bara að það passar ekki við mína trú.
Mofi, 17.5.2008 kl. 19:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.