17.4.2008 | 15:24
Ótti Drottins, upphaf viskunnar
Í gegnum aldirnar þá hefur fólk fengið alls konar hugmyndir um hvernig væri best að ala upp börnin sín. Gaman að sjá rannsókn sem styður þær ráðleggingar sem Biblían gefur varðandi barnauppeldi. Þótt að þessi frétt hefði verið um hvernig einhverjar rannsóknir hefðu sýnt eitthvað annað þá hefði ég samt bent á ráðleggingar Biblíunnar því þær reynast alltaf réttar þegar á reynir.
Grundvöllur barnauppeldis samkvæmt Biblíunni er fagnaðarerindið þar sem engu er sleppt. Ætla að fara yfir hvern þátt fyrir sig.
- Boðorðin tíu
Eftir að Boðorðin tíu eru gefin þá segir Biblían þetta um þau:
Fimmta Mósebók 6:6-9
Þessi orð, sem ég boða þér í dag, skulu vera þér hugföst. 7Þú skalt brýna þau fyrir börnum þínum. Þú skalt hafa þau yfir þegar þú situr heima og þegar þú ert á faraldsfæti, þegar þú leggst til svefns og þegar þú ferð á fætur. 8Þú skalt binda þau sem tákn á hönd þína og hafa þau sem merki milli augna þinna. 9Þú skalt skrifa þau á dyrastafi húss þíns og borgarhlið þín.
Að kenna börnum boðorðin og brýna fyrir þeim mikilvægi þeirra alla þeirra æfi er eitt mikilvægasta sem foreldri getur gert. Sumir gætu mótmælt hérna og minnst á kærleikann og að mörgu leiti rétt. En frekar myndi ég útskýra fyrir börnum að kærleikurinn er mikilvægastur en að sannur kærleikur endurspeglist í Boðorðunum tíu. - Ótti Drottins, upphaf viskunnar
Hérna myndu líklegast margir í mínum söfnuði mótmæla en ég trúi því að þetta er gífurlega mikilvægt og vanræksla á þessu hefur haft hræðilega afleiðingar. En hvaðan kemur þessi ótti sem Biblían talar um og hvað á hún við? Skoðum nokkur vers til að rannsaka þetta.
Esekíel 18:20 segir að sá maður sem syndgar skal deyja og 1. Jóhannesarbréf 3:4 segir að synd er lögmáls brot. Svo að brjóta þessi lög gerir mann sekann og myndir aðskilnað milli okkar og Guðs sem á efsta degi leiðir til dauða.
Önnur Mósebók 20
20Móse sagði við fólkið: Óttist ekki. Guð er kominn til að reyna ykkur til þess að ótti hans sé ykkur fyrir augum og þið syndgið ekki.
Athyglisvert að Móse byrjar á því að segja við fólkið sem var mjög hrætt að hræðast ekki og síðan tala um að það væri að horfa á ótta Drottins til þess að það syndgaði ekki.
Fimmta Mósebók 5
29Megi það ávallt vera sama sinnis og óttast mig og halda öll boð mín svo að því og niðjum þess vegni ævinlega vel.
Hérna er nýbúið að gefa Boðorðin tíu og ótti Guðs og að halda þau er það sem Guð vill svo að okkur muni vegna vel.
Orðskviðirnir 1
7Að óttast Drottin er upphaf þekkingar,
afglöpum einum er í nöp við visku og tilsögn. - Kærleikur Guðs
Kærleikur Guðs birtist okkur í því að á meðan við vorum afbrotamenn þá borgaði Kristur gjaldið fyrir okkur. Svo það sem byrjar í ótta á að enda í kærleika og þakklæti.
Síðan nokkur áhugaverð vers sem fjalla um barnauppeldi:
Efesusbréfið 6
1Börn, hlýðið foreldrum ykkar vegna Drottins því að það er rétt.
2Heiðra föður þinn og móður það er hið fyrsta boðorð með fyrirheiti: 3til þess að þér vegni vel og þú verðir langlífur á jörðinni.
4Og feður, reitið ekki börn ykkar til reiði heldur alið þau upp með aga og fræðslu um Drottin.Orðskviðirnir 22
6Fræð hinn unga um veginn sem hann á að halda
og á gamals aldri mun hann ekki af honum víkja.Orðskviðirnir 3
11Sonur minn, hafnaðu ekki leiðsögn Drottins
og láttu þér ekki gremjast umvöndun hans.
12Drottinn agar þann sem hann elskar
og lætur þann son finna til sem hann hefur mætur á.Orðskviðirnir 12
1Sá sem elskar aga elskar þekkingu
en sá sem hatar umvöndun er heimskur.
Prédikarinn 7
5Betra er að hlýða á ávítur viturs manns
en á lofsöng heimskra manna.
Hebreabréfið 12
4Enn sem komið er hefur barátta ykkar við syndina ekki kostað ykkur lífið. 5Hafið þið gleymt hvernig Guð hvetur ykkur eins og börn sín.
Barnið mitt lítilsvirð ekki aga Drottins og lát ekki heldur hugfallast er hann tyftar þig 6Því að Drottinn agar þann sem hann elskar og hirtir harðlega hvert það barn er hann tekur að sér.
7Þolið aga. Guð fer með ykkur eins og börn sín. Öll börn búa við aga. 8Ef Guð agar ykkur ekki þá eruð þið ekki börn hans heldur þrælborin. 9Við bjuggum við aga jarðneskra foreldra og bárum virðingu fyrir þeim. Skyldum við þá ekki miklu fremur lúta aga himnesks föður okkar og lifa? 10Foreldrar okkar öguðu okkur um fáa daga eftir því sem þeim leist en okkur til gagns agar Guð okkur svo að við verðum heilög eins og hann. 11Um stundar sakir virðist allur agi að vísu ekki vera gleðiefni heldur hryggðar en eftir á veitir hann þeim er alist hafa upp við hann friðsamt og réttlátt líf.
Galatabréfið 6
6Sá sem fær fræðslu um fagnaðarerindið veiti þeim sem uppfræðir hlutdeild með sér í öllum gæðum.
7Villist ekki. Guð lætur ekki að sér hæða. Það sem maður sáir, það mun hann og uppskera. 8Sá sem sáir í hold sjálfs sín mun af holdinu uppskera glötun en sá sem sáir í andann mun af andanum uppskera eilíft líf.
Elstu börnum refsað mest | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Menntun og skóli, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eða, til að draga þetta aðeins saman: "Það læra börnin sem fyrir þeim er haft"
Mama G, 17.4.2008 kl. 16:07
Sannarlega ekki auðveld vinna og það sem rannsóknin þarna leiddi í ljós var að foreldrarnir byrjuðu að hafa minna fyrir barni tvö og þrjú og það hafði hræðilega afleiðingar. Þeir sem þekkja þetta eitthvað vita hve foreldrar eru áhyggjufullir þegar þau eru að eignast sitt fyrsta barn en síðan slappa þau af þegar kemur að númer tvö og þrjú. Hmm, ég fjórði í röðinni í minni fjölskyldu :)
Úff, ég veit ekki hvenær ég mun þora að leggja í það að takast á við þetta hlutverk...
Mofi, 17.4.2008 kl. 16:23
Guð er ekki til. Engin sönnun hefur komið fram um tilvist hans, og "en sjáðu bara bros barnanna" er ekki sönnun fyrir tilvist hans.
Þorsteinn (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 16:44
Þorsteinn, þessi grein fjallar ekki beint um tilvist Guðs. Þessi grein hérna aftur á móti gerir það: Þeir sem eru án afsökunnar
Mofi, 17.4.2008 kl. 16:47
Hva, minn maður er nú nr. 5 í röðinni og hann er alveg ágætur
Mama G, 17.4.2008 kl. 21:52
Mama G, það er greinilega smá von fyrir okkur sem eru svona eftir á :)
Mofi, 18.4.2008 kl. 09:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.