21.3.2008 | 13:45
Spádómurinn um Föstudaginn Langa
Þegar ég segi "Föstudaginn Langa" þá á ég auðvitað við að spádómurinn á við það sem gerðist á Föstudaginn Langa, sem sagt krossfestingu Jesú Krists. Í Gamla Testamentinu er bók sem kölluð er Daníels bók eftir höfundi hennar, Daníel. Saga bókarinnar gerist þegar Ísrael er í útlegð í Babelón um 605 til 536 f.Kr. Þegar Daníel er aðeins táningur, eða í kringum 15 ára þá er honum rænt frá fjölskyldu sinni í Júda og er tekinn til Babelónar. Þar lifði hann restina af sinni ævi og varð hátt settur embættismaður og mikils metin af konungi Babelónar.
Spádómar Daníels fjalla aðalega um hvernig veldi heimsveldi þessa tíma yrðu að Evrópu okkar tíma en hérna vil ég benda á spádóm sem fjallar um hvenær Messías yrði drepinn. Sem sagt spádóm um hvenær Kristur yrði krossfestur eða Föstudaginn Langa.
Þennan spádóm er að finna í 9. kafla Daníels bókar og byrjar þar sem Daníel er í bæn að biðja Guð um að fyrirgefa Ísrael fyrir hegðun þeirra sem leiddi til herleiðingarinnar. Þegar Daníel er að biðja þá kemur til hans engillinn Gabríel til að útskýra þær sýnir sem Daníel hafði fengið.
Daníel 9
21 já, meðan ég enn var að tala í bæninni, kom að mér um það bil, er kveldfórn er fram borin, maðurinn Gabríel, sem ég hafði áður séð í sýninni, þá er ég hné í ómegin.
22 Hann kom og talaði við mig og sagði: "Daníel, nú er ég út genginn til þess að veita þér glöggan skilning.
23 Þegar þú byrjaðir bæn þína, út gekk orð, og er ég hingað kominn til að kunngjöra þér það, því að þú ert ástmögur Guðs. Tak því eftir orðinu og gef gætur að vitraninni. 24 Sjötíu sjöundir eru ákveðnar lýð þínum og þinni heilögu borg til þess að drýgja glæpinn til fulls og fylla mæli syndanna og til þess að friðþægja fyrir misgjörðina og leiða fram eilíft réttlæti, til þess að innsigla vitrun og spámann og vígja hið háheilaga.
Svo Gabríel segir við Daníel að sjötíu sjöundir voru gefnar Ísrael til að "fylla mæli syndanna", eitthvað sem verður skýrara á eftir. Þegar kemur að spádómum í Biblíunni þá táknar einn dagur eitt ár ( 4. Mósebók 14:34 og Ezekíel 4: 6 ), sjá meira um það hérna. Næst kemur fram hvenær þetta tímabil á að byrja.
Daníel 9
25 Vit því og hygg að: Frá því, er orðið um endurreisn Jerúsalem út gekk, til hins smurða höfðingja, eru sjö sjöundir, og í sextíu og tvær sjöundir skulu torg hennar og stræti endurreist verða, þó að þrengingartímar séu.
Þessa tilskipun um hvenær Jerúsalem yrði endurreist er að finna í Ezra 7: 21-28
Hérna kemur tilvitnun sem útskýrir afhverju við vitum að þessi tilskipun var gerð 457 f. Kr.
- http://www.teachinghearts.org/dre17hdan09a.html
Olympiad Dates. Classical historians accurately preserved Olympiad dates for Artaxerxes. These were transmitted from Xenophon and Thucydides through Plutarch to the Christian chronographer Julius Africanus. - Ptolemy's Canon. Documents the reigns of kings as far back as the seventh century B.C.
- Cuneiform Text. (Compiled by Parker and Duberstein), Archeological findings of Babylonian Cuneiform texts providing a relatively complete catalog of dates for kings who ruled there from 626 B.C to A.D. 75.
- Elephantine Papyri. Records written by Jews who lived on the island of Elephantine, in southern Egypt, during the Persian period. The dates were recorded with both the Persian-Babylonian lunar calendar and the Egyptian solar calendar dates. So this helps to fix the time of reign of Artaxerxes to our dating system. 7
Næst kemur fram hvað á að gerast á þessum 70 vikum eða sem sagt 70 sinnum 7 eða 490 árum.
Daníel 9
26 Og eftir þær sextíu og tvær sjöundir mun hinn smurði afmáður verða, og hann mun ekkert eiga, og borgina og helgidóminn mun eyða þjóð höfðingja nokkurs, sem koma á, en hann mun farast í refsidómsflóðinu, og allt til enda mun ófriður haldast við og sú eyðing, sem fastráðin er.
27 Og hann mun gjöra fastan sáttmála við marga um eina sjöund, og um miðja sjöundina mun hann afnema sláturfórn og matfórn, og á vængjum viðurstyggðarinnar mun eyðandinn koma, en eftir það mun gjöreyðing, og hún fastráðin, steypast yfir eyðandann.
Messías var oft kallaður hinn smurði og þegar Kristur dó á krossinum þá afnam Hann slóturfórnar kerfið sem benti til krossins. Þeir sem vita ekki hvað sláturfórnarkerfi gyðinga var geta lesið um það hérna og hérna. Sáttmálinn sem þarna er fjallað um er skírnin sem markaði byrjunina á starfi Krists og síðan um miðja vikuna eða sem sagt þremur og hálfu ári seinna þá væri Kristur "afmáður" eða drepinn og þar með búinn að uppfylla það sem fórnarkerfi gyðinga benti til.
Þannig að þegar við reiknum þetta út þá var tilskipunin gerð 457 f.Kr. og ef við bætum 490 árum við það þá vitum við að þetta tímabil endaði 34 e.Kr. Hérna sjáum við töflu sem útskýrir þetta.
Daníel 9: 25, 26 (70 teknar af) Daníel 9: 27 | |||||||||||
7 Vikur | 62 vikur | 3½ dagar | 3½ dagar | ||||||||
49 Ár | 434 ár | 3½ ár | 3½ ár | ||||||||
457 f.Kr. tilskipunin um að endurreisa Jerúsalem | 27 e.Kr. Skírn Krists | 31 | 34 e. Kr. | Stefán er drepinn og fagnaðarerindið er boðað út fyrir Ísrael |
Ef einhver vill vera með tilkall um að vera Messías sem Gamla Testamentið spáði fyrir um þá varð hann að deyja á þessum tíma og aðeins Kristur uppfyllti það.
Hérna er síða sem útskýrir þetta í miklu meiri smá atriðum: http://www.teachinghearts.org/dre17hdan09a.html
Í von um að meðlimir Vantrúar njóti dagsins og skemmti sér við bingó spil. Þótt ég persónulega dettur ekkert í hug sem gæti gert daginn leiðinlegri og lengri en að spila bingó.
Vantrúaðir spila bingó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 803196
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert semsagt að segja að mannsfórnir séu hluti af kristni.
Það var enginn myrtur fyrir mig takk fyrir.
DoctorE (IP-tala skráð) 21.3.2008 kl. 14:06
Mofi - "Ef einhver vill vera með tilkall um að vera Messías sem Gamla Testamentið spáði fyrir um þá varð hann að deyja á þessum tíma og aðeins Kristur uppfyllti það."
Eins og ég kem að í bloggi mínu í dag, þá dó Jesús alls ekki við krossfestinguna. Hann var svæfður og lifði af.
Að auki má benda á að fæðingarár Jesú er tölvuvert á reiki, þ.e. 6 f.Kr. 4 f.Kr árið 0 og svo 4 e.Kr. og 6 e.Kr. Krossfestinginarárið er einnig á reiki, þ.e. 29 e.Kr. 31 e.Kr. 34 e.Kr o.s.frv.
Matt, Mark og Lúk hafa krossfestinguna degi á undan krossfestingu Jóhannesar og svona má lengi telja.
Varðandi Daníelsbók 9. kafla þar sem talað er um töluna 7 og 70 sjöundir, þá er hér vissulega um skemmtilegan talnaleik að ræða. En hvers vegna ætti þinn Guð að vera með svona dulspekileg skilaboð til sinnar elskuðu þjóðar, Ísrael?
Er hann í "Gettu betur" leik?
Sigurður Rósant, 21.3.2008 kl. 15:12
Að fara í kirkju ætti að vera að ræða við aðra um trú mál og hlusta á góðann fyrirlestur. Ég hef upplifað fátt leiðinlegra en að fara í messu í þjóðkirkjunni.
Maður á erfitt með að vita hvort þú ert að meina þessa hluti eða ekki. Getum við verið sammála um að við getum aðeins valið að trúa því sem okkur þykir trúlegast? Þú þarna flokkar öll guðspjöllin sem lygi en ég trúi því sem í þeim stendur. Hvaða heimildir eru það sem þú telur trúlegri og afhverju?
Það er oftar en ekki að það er eins og Guð vilji að aðeins þeir sem leggja sig eftir að skilja fái skilning og leyfi þeim sem rembast við að misskilja að misskilja.
Þegar kemur að dómsdegi þá verða allir sem hafa logið, stolið, hatið og verið sekir um illsku teknir af lífi. Til þess að Guð gæti verið réttlátur og kærleiksríkur þá býður Hann öllum fyrirgefingu en aðeins ef þeir samþykkja þá borgun sem Hann útvegaði. Sá eini sem gat borgað gjald syndarinnar er sá sem er saklaus.
Mofi, 21.3.2008 kl. 15:47
Páll, hefur Guð rétt á að dæma? Ætti Guð að gefa morðingjum, nauðgurum og þjófum eilíft líf og inngöngu inn í himnaríki?
Mofi, 21.3.2008 kl. 17:38
Smá af umburðarlindi[sic] sköpunarsinna: http://scienceblogs.com/pharyngula/2008/03/expelled.php
Egill Óskarsson, 21.3.2008 kl. 18:20
Flutt yfir á blogg sem passar við þetta innlegg, sjá: http://mofi.blog.is/blog/mofi/entry/476818/#comment1191308
Mofi, 21.3.2008 kl. 18:47
Hver er Stefán? *Klórar sér í hausnum*
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 22.3.2008 kl. 02:18
Stefán píslarvottur.
Þú getur lesið um hann hér:
http://www.biblegateway.com/passage/?search=acts%206-11;&version=18;
Postulasagan 6-11
Stefán var kosinn djákni eða einhverskonar aðstoðarmaður postulanna (sjá kafla 6) en var nokkrum köflum síðar myrtur fyrir trú sína af félögum Páls postula (sem kallaðist þá Sál). Eftir þennan atburð hófust miklar ofsóknir gegn kristnum og þeir dreyfðust um Júdeu og Samaríu.
Það sem óvinurinn ætlaði til ills varð svo til góðs því þeir sem dreifðust fóru að boða fagnaðarerindið í nýjum heimkynnum og fleiri tóku trú.
Það er reyndar merkilegt að það var sama hvað Páll postuli gerði, hvort sem hann reyndi að tortíma kristnum eða hann reyndi að boða trú, bæði leiddi til til þess að fólk tók trú.
Andri (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 12:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.