Dýrkun á pyntingum og dauða

Hvernig er hægt að finnast allt í lagi að kvelja dýr svona?  Hvernig er hægt að leyfa krakka að setja líf sitt svona í hættu fyrir utan viðbjóðinn sem hann er að gera.  Ef einhver kristinn hefur endurfæðst af Anda Guðs þá eru dauði og þjáningar honum andstyggð og skyldaa að fordæma svona óhugnað.

mbl.is Tíu ára nautabani í Perú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mofi

Hef ekki heyrt um afstöðu Kaþólsku kirkjunnar um nautaat, gaman að heyra hvað Jóni Vali finnst um þetta og þá líka hvort hann viti opinberu afstöðu kirkjunnar á þessu.

Mofi, 4.3.2008 kl. 15:18

2 identicon

Kynlíf og smokka.

Kristján Birnir (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 15:18

3 identicon

Mér finnst þetta afar ógeðfeld "íþrótt".Hvort sem það eru börn eða fullorðnir sem murka lífið úr aumingja skepnunum

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 15:27

4 identicon

ég segi bara að fólk eigi að hafa sína menningu í friði !!

calcio (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 15:29

5 identicon

Sammála Calcio. Menningarfyrirbæri sem við höfum ekki skilning á eiga að fá að vera í friði.

Ég hugsa annars að Kaþólska kirkjan reyni að forðast þetta umræðuefni til að styggja ekki almúgann en þetta er mjög vinsælt í Suður-Ameríku og á Spáni og Portúgal.

Annars mundi ég halda að þessi hefð deyi út einhvern tíman á næstu áratugum eða á næstu öld þegar rétttrúnaður, pólitískur og trúarlegur, nær hámarki.

Guðmundur Steinbach (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 15:38

6 Smámynd: Linda

Heyrðu, er ég eina sem náði Boston Legal fyrir tveim vikum síðan, þar var einmitt tekið svona dæmi fyrir, þar sem ungur hæfileikaríkur nautabani (10) vildi fá að "bana" áfram en móðir hans vildi það ekki, Pabbi hans tók síðan málið til lögfræðings bla bla bla o.s.f.v. nema hvað þetta sýndi skemmtilega smásýn inn í þennan heim sem við erum ekki sammála.  Fínn þáttur.  En, já þetta er barbaric.

knús og kv.

Linda, 4.3.2008 kl. 15:51

7 identicon

Sæll Mofi.

Ég er gríðarlega sammála þér. Nautaat er einn mesti viðbjóður sem ég hef séð í afþreyingarformi.

En skildi 3. aðili (þessvegna geimvera) sjá "The Passion" eftir Mel Gibson kæmist hún væntanlega að þeirri niðurstöðu að Kristni væri dýrkun á pyntingum og dauða. Blóðugur Gyðingur nelgdur á kross á hverju heimili sem tákn fyrir það besta í manninum. Þetta hlýtur að koma spánskt fyrir sjónir.

Jakob (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 15:57

8 identicon

Þér finnst þetta ógeðslegt en sérð ekkert að öllum þeim dýra og mannsmorðum sem guð framkvæmdi samkvæmt bókum sínum... thats twisted man

DoctorE (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 16:10

9 identicon

Menning afsakar hvorki pyntingar á mönnum né dýrum! Niður með nautaat.

Hildur (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 16:14

10 Smámynd: Mofi

Guðmundur Steinbach
Sammála Calcio. Menningarfyrirbæri sem við höfum ekki skilning á eiga að fá að vera í friði.

Þetta er virkilega góður vinkill á þessari umræðu. Getur maður sagt að þetta sé rangt þegar önnur menning hefur ákveðið að þetta sé í góðu lagi?  Það er ekki langt síðan að indverjar bönnuðu hefð sem kölluð var "sati" sem var á þá leið að þegar eiginmaðurinn dó þá var konan hans brennd lifandi. Á ég að trúa því að við getum ekki horft á þetta og gagnrýnt?  Sagt að það er rangt að pynta dýr eða hvað þá þessi "sati" hefð?

Linda, takk fyrir heimsóknina. Þetta er ljóta ruglið. Spurning hvað menn eins og Calcio finnst að við mættum gagnrýna bardaga skilmingaþræla sem Róm fannst svo skemmtilegt í gamla daga?

Jakob, held að "The Passion" er ekki mynd sem gefur góða sýn á kristni. Þriðji aðili myndi án efa finnast þetta fáránlegt; Vantrú finnst þetta fáránlegt og ég svaraði einu sinni grein sem kom inn á þetta:

Vantrú - Því svo hataði Guð heiminn?

DoctorE, hefur Guð að þínu mati rétt til að dæma menn?

Hildur, hjartanlega sammála :) 

Mofi, 4.3.2008 kl. 16:28

11 identicon

Aldrei þessu vant er ég bara nokkuð sammála Mofa. Menning er á engan hátt hafin ofan við siðferðislega gagnrýni, þó vissulega þurfi að fara varlegar þar og þekkja vel til mála. Siðferði byggt upp á kennivaldi trúar er þó varla dómbærilegt að mínu mati.

En mofi kristni sem menningarhugtak verður að teljast regnhlífarhugtak yfir mismunandi skoðanir og áheirslur. "The Passion" gefur vissulega góða mynd á ákveðna hugmyndafræði innan kristni þó að allir sem vilja kalla sig kristna vilji ekki samþykkja það.

Gikkur (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 16:53

12 identicon

Hér er ég þér algjörlega sammála - lagði það einusinni á mig að horfa á þetta í beinni þegar ég var á spáni og mér leið hreinlega illa yfir því að horfa á þetta

En sinn er víst síðurinn í hverju landi

Sigmar (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 17:00

13 identicon

Mofi:
Nei guð hefur klárlega ekki rétt til þess að dæma einn né neinn, rétt eins og ég hef ekki rétt á því að drepa mín börn eða aðra; það er algerlega kristaltært, það er engin afsökun til fyrir morði hver svo sem fremur það...  að einhver meintur skapari hafi rétt til þess að stúta öllu lífi er kannski ekki svo óeðlileg hugmynd hjá þér ef þú fylgir bókinni, við erum jú bara skítugir ómerkilegir réttdræpir þrælar í hans augum sem sumir hverjir misskilja sem ást.

Sem betur fer er þetta bara gamalt ævintýri.

P.S. Nautaat er mér ekki að skapi.

DoctorE (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 20:37

14 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Mofi minn. Þetta er ógeðslegt að pynta dýrin og svo hafa orðið dauðsföll. Skil ekki af hverju þessi viðbjóður er ekki bannaður.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.3.2008 kl. 21:21

15 identicon

Sæll aftur Mofi.

Það sem ég meinti aðallega í fyrra innleggi er það að það gengur ekki að neyða okkar gildi á fólk í öðrum mennigarheimum. Ég mundi frekar vilja bíða eftir að fólk átti sig á þessu sjálft.

Vestræn boð og bönn munu bara leiða til vandræða. Það má vissulega láta vita að þetta þóknist okkur ekki en persónulega vil ég ekki erlend afskipti af þessu.

Guðmundur Steinbach (IP-tala skráð) 4.3.2008 kl. 23:55

16 Smámynd: Mofi

Gikkur
En mofi kristni sem menningarhugtak verður að teljast regnhlífarhugtak yfir mismunandi skoðanir og áheirslur. "The Passion" gefur vissulega góða mynd á ákveðna hugmyndafræði innan kristni þó að allir sem vilja kalla sig kristna vilji ekki samþykkja það.

Gaman að við erum sammála um eitthvvað :)   ...the Passion sýnir þegar mennirnir sem Kristur kom til að bjarga drepa Hann. Sú sjón á að láta mann líða illa og sorgar; sjá grimmd sem beitt er gegn einhverjum sem átti það ekki skilið.

DoctorE
Nei guð hefur klárlega ekki rétt til þess að dæma einn né neinn, rétt eins og ég hef ekki rétt á því að drepa mín börn eða aðra; það er algerlega kristaltært, það er engin afsökun til fyrir morði hver svo sem fremur það.

Hefur samfélagið rétt til að dæma glæpamenn og refsa þeim?

Rósa, takk fyrir að líta við. Skil þetta heldur ekki; well... mannkynið er syndugt og í þessu tilfelli kemur það fram í svona hegðun.

Guðmundur, það er skiljanlegri afstaða. Ég á aðeins við að við hljótum að hafa rétt til að segja að þetta sé rangt að okkar mati; jafnvel beita einhverjum aðgerðum eins og að kaupa ekki vörur frá svona samfélögum.  En að beita einhvern valdi til að hann hegði sér eins og maður vill að hann hegði sér er ekki réttlætanlegt. Undantekningar gætu verið til og það er umræðuefni út af fyrir sig.

Mofi, 5.3.2008 kl. 09:53

17 Smámynd: Mama G

Ég veit nú ekki mikið um nautaat, veit bara að mig langar ekki til að sjá eitt slíkt. Er nautinu ekki gefið eitthvað lyf fyrir þessa athöfn? (spyr bara í fyllstu einlægni veit ekkert um þetta). Pabbi sagði mér einu sinni að ef nautabaninn nær ekki að bana nautinu (því þá kvelst það væntanlega) þá taki allir áhorfendur sessurnar sínar og kasti í nautabanann. Veit samt heldur ekki hvort það er rétt, hef aldrei séð nautaat

Mama G, 5.3.2008 kl. 10:32

18 identicon

Við höfum rétt til þess að dæma glæpamenn, já... en við höfum ekki rétt til þess að drepa alla, börn,konur fyrir glæpi sumra eins og guð biblíu gerir.
Guð biblíu er svona eins og Stalín eða Hitler sem drápu alla sem fíluðu þá ekki, enda segja sumir guð biblíu vera skrattann sjálfan sem hafi skapað alheiminn sem fangelsi og pyntingarbúðir fyrir þá sem hann kallar börnin sín, að annar guð hafi sent Jesú til þess að reyna að bjarga okkur úr klóm djöfulsins... sem kannski útskýrir hvers vegna Jesú spurði föðurinn hvers vegna hann hafi yfirgefið sig... þá hefur skrattinn náð að eyðileggja plan hins guðsins
Það getur aldrei talist réttlæti vinur minn.

P.S. Það eru engir guðir til

DoctorE (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 10:57

19 Smámynd: Mofi

Skúli, ég sé að þú ert að glíma við svipað vandamál og ég, ég sé darwinisma í öllu og þú sérð Allah út um allt :)

Mama G, já, væri gaman að vita meira um þetta; hvort að þetta sem þú nefndir er satt.

DoctorE, allt í lagi, gott mál; Guð hefur sem sagt rétt til að dæma glæpamenn.  Hefur Guð rétt til að forða börnum frá hræðilegum örlögum?

DoctorE
sem kannski útskýrir hvers vegna Jesú spurði föðurinn hvers vegna hann hafi yfirgefið sig... þá hefur skrattinn náð að eyðileggja plan hins guðsins

Kristur þurfti að upplifa bæði þjáningarfullann dauðdaga og að Guð yfirgæfi Hann vegna þess að það er gjaldið sem allir sem syndga þurfa að borga en Kristur kom til að borga það.

p.s. mikið rétt, það er bara einn Guð :) 

Mofi, 5.3.2008 kl. 12:25

20 identicon

Ehhh guðinn þinn segir sjálfur að það séu aðrir guðir en að maður eigi ekki að trúa á þá, það er ekki hægt að skilja boðorðið öðruvísi mar
Og eins og ég sagði áður: Hvernig veistu hvort þú ert að trúa á réttan guð, kannski ertu að trúa á skrattann eins og sumir vilja halda fram.. eða héldu fram þar til að kaþólska kirkjan drap þá

DoctorE (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 15:53

21 Smámynd: Mofi

Það er lítið mál að skilja það öðru vísi, það sem er efst í þínu lífi er þinn guð.  Ég get aðeins trúað samkvæmt bestu vitund. Samviskan segir mér að boðorðin eru sönn og að ég er sekur um að brjóta þau og ég veit um engann nema Krist sem borgaði gjaldið.

Mofi, 5.3.2008 kl. 19:23

22 identicon

Að heyra til ykkar hérna.  "Menningarfyrirbæri sem við höfum ekki skilning á eiga að vera látin í friði", heyr á endemi.  Hvað með umskurð kvenna í Afríku og annars staðar?  Eigum við bara að samþykkja að það sé bara rétt og eðlilegt í af því að það er í öðrum menningarheimi?  Hvað með stéttleysingja á Indlandi sem hafa akkúrat engin réttindi "whatsoever" ... það þykir kannski bara sjálfsagt og eðlilegt af því að það er "menningarfyrirbæri sem við höfum ekki skilning á" .. eigum við að samþykkja það?  Hvað með "sæmdarmorð" hjá Islamistum?

Ellinn (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 20:45

23 Smámynd: Mofi

Ellinn, akkurat!

Laissez-Faire, það er greinilegt að þegar dýr eru meidd þá finna þau til svo... bara get ekki trúað að þú ert að meina þetta.  Varðandi að gagnrýna önnur menningarsvæði þá er alveg rétt að það á að fara varlega í það en eigum við að samþykkja þrælahald annara þjóða? Samþykkja umskurn kvenna og alls konar óréttlæti?  Ég segi nei en ég skil vel darwinista sem eiga erfitt með að segja nei því að gott og slæmt hlýtur að vera vel afstætt í þeirra huga. Í þeirra huga var það baráttan til að lifa af, hungursneið, plágur og stríð það sem bjó til hin æðri dýr.

Mofi, 5.3.2008 kl. 22:20

24 Smámynd: Mofi

Ég þekki sársauka þegar ég verð fyrir honum, ég sé hið sama í gæludýrinu sem ég á þegar það meiðir sig. Þótt þú hefðir tonn af fræðilegum greinum sem segðu að kötturinn minn finndi ekki til þegar hann meiðist þá myndi það ekki skipta neinu máli. Hérna hef ég persónulega reynslu sem er tíu sinnum meira virði en álit þúsund manna með einhverjar doktors gráður.

Mofi, 5.3.2008 kl. 22:49

25 identicon

Ellinn:

Það er einmitt þetta hugarfar að æta að skipta sér að öllum öðrum sem deila ekki okkar gildum sem hefur orðið til þess að heimurinn er töluvert verri en hann gæti verið í dag.

Bandaríkjamenn hafa farið þarna fremstir í flokki að ætla að koma á lýðræði í öllum löndum en það bara gengur ekki og mun ekki ganga. Það er ekki fyrr en þjóðir eru tilbúnar að breytast að þær breytast. Þangað til mun allt loga í illdeilum og ófriði eins og Evrópa var t.d. þegar lýræði var að komast á þar og eins og Afríka hefur verið eftir afskipti hvíta mannsins. 

Og þegar þú talar um sæmdarmorð, umskurningu kvenna og stéttleysinga þá eigum við að sjá til þess að svoleiðis líðist ekki í okkar samfélagi. Það þykir mér sjálfsagður hlutur. 

Hvar á að draga mörkin? Þegar allir eru orðnir eins?
Nei takk! Þá vil ég frekar að þjóðir átti sig á þessu sjálfar og að sjálfsögðu eigum við að nýta okkar rétt til þess að vekja á þessu athygli og mótmæla en að neyða okkar gildum á framandi menningarheima hefur margsýnt sig að það mun mistakast.

Guðmundur Steinbach (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 23:04

26 identicon

Þið hræsnarar!

Hvers vegna eyðið þið allri þessari orku í að verja naut úti í heimi?
Hvað með mannfólkið? Hvað með það sem Ísraelsmenn eru að gera Palistínumönnum í dag?

Eða er ykkur kærara að taka upp málstað nauta, frekar en blásaklausra manna, kvenna og barna sem er slátrað í nafni hefndaraðgerða Ísraelsstjórnar? Ykkur væri nær að taka upp verðugan málstað og bölva stjórnvöldum í Ísrael í sand og ösku. Ekki það að árásir Hamaz-manna séu nokkru betri, en það er munur á hvort einstaklingar séu að taka upp hjá sjálfum sér að drepa fólk, eða hvort stjórnvöld heillrar þjóðar ákveði að þurrka heilu þorpin út, allt niður í nýfædd kornabörn! 

Örn (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 04:56

27 identicon

Guðmundur Steinbach:

Þú misskilur mig.  Það er engin að tala um að þröngva sínum menningargildum upp á aðra, og svo sannarlega ætla ég mér ekki að fara að verja bandaríkin í einu eða neinu í þeim efnum.  Það er hinsvegar til svoldið sem heitir "mannréttindi" og þau eru skilgreind í grófum dráttum þannig að allt fólk hvar sem það er í þessum heimim, á jafnan rétt til lífs og sæta ekki líkamsmeiðingum eða pyntingum.  Mannréttindi eru og verða alltaf í gildi, sama hvar við stígum fæti niður á þessa jörð og okkur sem byggjum þessa jarðarkringlu ber skylda til þess að hafa þau réttindi í hávegum.   Í sumum löndum þá hreinlega þekkir flókið ekki það sem við köllum sjálfsögð mannréttindi, en ber okkur sem þekkjum þau þá ekki skylda til þess að fræða þá sem ekki þekkja um gildi mannréttinda.  Það er sannarlega auðveldara sagt en gert, því að í samfélagi eins og USA sem ætla mætti eins vestrænt og hugsast getur, þar sem enn eru stundaðar dauðarefsingar, fer lítið fyrir sjálfsögðum mannréttindum.    Að tala um að sæmdarmorð, umskurn kvenna og þessháttar óeðli eigi eingöngu ekki að líðast í okkar samfélagi, er í hæst máta þröngsýni.  Þegar kemur að sjálfsögðum mannréttindum, þá verðum við að hugsa hnarrrænt.

Ellinn (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 09:09

28 identicon

Ellinn:

Ég vil að sjálfsögðu að mannréttindi séu virt í heiminum en ég vil heldur ekki þröngva skoðunum upp á annað fólk.
Þegar kemur að þjóðarmorðum og þessháttar vil ég að það sé skorist í leikinn, eins með Ísrael og Palestínu þar sem aðmaður sér varla hvor hópurinn er verri.

En það endurspeglast mjög vel eins og í USA þar sem einmitt aftökur eru leyfðar að þar er menningarmunur sem mun seint þróast úr þjóðinni alveg eins og með margt annað. Munurinn er sá að það dettur engum í hug að beita USA valdi en þegar kemur að því að laga eitthvað hjá "þróunarríkjum" þá skal bara hamrað á þeim.

En þetta er annars þráðarrán og umræðurnar eru nógu fjörugar hérna án þess að við séum að rökræða þetta. 

Guðmundur Steinbach (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 11:52

29 Smámynd: Mofi

Örn, þú ert að gleyma að opinber afstaða þessara þjóðar ásamt fleirum á þessum slóðum er að tortýma Ísrael, hreinlega að drepa alla gyðinga.  Við eigum sannarlega að heimta af Ísrael að bera virðingu fyrir mannréttindum og lífi allra en ég get ekki beðið þá um að verja sig ekki.

Það er sannarlega erfitt að sjá hvenær það þarf að skerast í leikinn. Þegar gyðingar voru að flýja Evrópu vegna þess sem þeir voru hræddir við að myndi gerast þá hafnaði Bandaríkin þeim og hleyptu þeim ekki inn í landið og sendu þá aftur til Evrópu þar sem margir hverjir enduðu í útrýmingarbúðunum. Þar voru menn ekki einu sinni til í að rétta hjálparhönd, hvað þá berjast gegn útrýmingu annara þjóðar en síns eigin. 

Mofi, 6.3.2008 kl. 14:04

30 identicon

Örn, þú ert að gleyma að opinber afstaða þessara þjóðar ásamt fleirum á þessum slóðum er að tortýma Ísrael, hreinlega að drepa alla gyðinga.

Opinber afstaða?!?  Þetta er helber lygi og ekkert annað!

Guðmundur benti á ágætt dæmi; Afhverju eru aftökur bandarískra yfirvalda ekki litin hornauga af hinum vestræna heimi? 

Sveinn (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 19:18

31 Smámynd: Mofi

Takk fyrir þetta Skúli, akkurat það sem mig vantaði að vita.

Mofi, 7.3.2008 kl. 10:26

32 Smámynd: Linda

Hér eru margar pælingar sumar alveg frábærar eins og há Ellinni, Skúla, þér vissulega.

Knús.

Linda, 7.3.2008 kl. 20:31

33 identicon

Sorry, mófi, þetta á ekkert við upprunalega efnið en: 

Rosalega eiga kristnir bágt, geta ekki stofnað trúríki eins og er í Íran og Saudi Arabíu.

Alltaf þegar það er talað um hvað íslam er slæmt er vísað í hvernig þessum löndum er stjórnað af bjánalegum trúarlagumlögum.

Alltaf þegar það er talað um að vesturlönd eigi að sýna múslimum umburðarlindi er bent á að td.vestræn trúarbrögð og vestræn menning njóti ekki umburðarlyndis í þessum löndum.

Samt viljið þið verða nákvæmlega eins.  Taka trú fram yfir vísindi, taka biblíuna fram yfir lög, láta stjórnast að duttlungum páfa og annarra heimsendakultista sem þykjast hafa umboð frá guði.

Talandi um barnaframleiðslu, hverjir eru það aftur sem vilja banna allar getnaðarvarnir?  Meira að segja mofi hefur sagt að besta leiðin til að fjölga trúuðum er að trúaðir foreldrar eignist fleirri börn.

Held að Skúli ætti aðeins að fletta betur í biblíunni sinni og reyna að meðtaka eitthvað af boðskap jesús um kærleik, umburðarlyndi, steina kast og það um að gera ekki öðrum það sem maður vill ekki lenda í sjálfur.

Arnar (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 12:04

34 Smámynd: Mofi

Arnar, kristnar eiga að vera að boða fagnaðarerindið og þeirra von á að vera bundin við endurkomu Krists, ekki að neyða annað fólk til að hegða sér eins og það telur að eigi að hegða sér.  Engin spurning að margir kristnir falla í þessa gryfju sem þú talar um. Júdas féll í þessa gryfju, hann vildi að Kristur myndi setja á stofn sitt veraldlega ríki þegar Hann var hérna og sirgra rómverja.

Ég síðan vil ekki taka Biblíuna fram yfir vísindin, ég vil aðeins heilbrygða skynsemi fram yfir heimskulegann darwinisma þótt ég vil ekki neyða einhvern til að trúa eins og ég eða vera með ritstýringu og hótanir eins og darwinistar nota í dag. Darwinismi er ekki hið sama og vísindi. Vísindin er sú þekking sem við höfum aflað okkur og öll reynsla og þekking mannsins segir okkur að flókin hönnun, upplýsingakerfi og forritunarkóði þarf að vera hannaður af vitrænni veru; ekkert gefur til kynna að tilviljanir geti búið til slíka hluti.

Varðandi hverjir vilja banna getnaðarvarnir... þú ert að hugsa um kaþólsku kirkjuna en það er engann veginn afstaða allra kristna; örugglega ekki einu sinni afstaða allra kaþólikka. Þarna er einmitt dæmi þar sem einhverjir vilja troða einhverju upp á aðra, stjórna öðru fólki og það er af hinu illa og kristnir eiga aldrei að falla í þá Júdasar gryfju.

Hvað er síðan að því að Skúli bendi einfaldlega á þann boðskap sem ákveðnir hópar múslima eru að predika?   Sé engann kærleika í því að þegja um hvaða haturs áform sumir hópar hafa.

Mofi, 10.3.2008 kl. 12:34

35 identicon

Sælir allir.

Þetta er tekið af Wikipedia en þetta er quote frá Grand Ayatollah Khamenei:

"This cancerous tumor of a state [Israel] must be removed from the region."

Það virðist vera yfirlýst stefna hjá Íran að fjarlægja Ísrael af kortinu. Annars er mjög fróðleg lesning á Wikipedia um samskipti þessara ríkja.

Guðmundur Steinbach (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 12:48

36 identicon

"og öll reynsla og þekking mannsins segir okkur að flókin hönnun, upplýsingakerfi og forritunarkóði þarf að vera hannaður af vitrænni veru"

Þegar þú segir 'okkur' ertu væntanlega að tala um aðra ID/sköpunarsinna ? :)

Annars er alveg hellingur af 'okkur' sem sér ekki þessa þörf fyrir hönnun.

Arnar (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 15:56

37 Smámynd: Mofi

Arnar, hafið þið einhverja þekkingu eða staðreyndir til að styðja að tilviljanir geti búið til upplýsingakerfi og forritunarkóða?

Mofi, 10.3.2008 kl. 23:04

38 identicon

Mofi, ég hef reyndar ekki séð þig koma með snefil af sönnunargögnum um það að allt sé hannað.
Það eina sem þú segir er að af því að það er svo flókið þá getur það ekki verið öðruvísi. Það er ekki staðreynd. Það er óskhyggja byggð á bók.

Guðmundur Steinbach (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 01:01

39 Smámynd: Mofi

Það er staðreynd að þessir hlutir eru samsettir úr mjög mörgum hlutum á mjög flókinn hátt. Að ef þú tekur einn þeirra burtu þá hættir viðkomandid vél að virka. Sömuleiðis staðreynd að við sjáum tilviljanir ekki búa til flóknar vélar í dag.  Ég bara veit ekki hvað meira þið getið viljað...

Mofi, 11.3.2008 kl. 10:17

40 identicon

Kannski staðreyndir frekar en að segja; Þetta er svo flókið þannig að það hlýtur að hafa verið hannað af vitrænni veru(Guði) og allar aðrar kenningar eru rugl.

Staðreyndir, staðreyndir, staðreyndir. Ekki af því bara.

Guðmundur Steinbach (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 17:35

41 Smámynd: Mofi

Þetta eru staðreyndir sem segja sköpun en ekki þróun. Þú heldur að hönnuðurinn er tilviljanir og náttúruval, hvernig væri að þú kæmir með staðreyndir sem sýna hvernig tilviljanir geta búið til vél eins og flagellum mótorinn?

Mofi, 11.3.2008 kl. 19:18

42 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Mofi minn. Mikið ertu duglegur. Það sem Skúli skrifaði var óhugnanlegt. Guð blessi þig og varðveiti. Shalom

Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.3.2008 kl. 23:16

43 Smámynd: Mofi

Takk Rósa og sömuleiðis. Það er ótrúlegt að þetta skuli vera viðhorf hjá fólki í dag...

Mofi, 12.3.2008 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband