19.1.2008 | 19:09
Unlocking the Mystery of Life - Hvað er vitræn hönnun?
Þetta er snilldar mynd sem fjallar um hönnun í náttúrunni og útskýrir hvað vitræn hönnun er.
Árið 1859 gaf maður að nafni Charles Darwin út bókina "On the Origin of Species". Í þeirri bók kom hann með rök fyrir því að allt líf á jörðinni væri afrakstur óleiðbeindra náttúrulegra ferla.
Tími, tilviljanir og náttúruval. Eftir Darwin þá hafa líffræðingar í síauknu mæli treyst á slíka ferla til að útskýra uppruna lifandi vera.
En í dag þá er stendur þessi hugmyndafræði frammi fyrir miklum áskorunum.
Unlocking the Mystery of Life er saga vísindamanna í dag sem koma fram með öfluga en umdeilda hugmynd - kenningin "vitræn hönnun/intelligent design". Það er kennings sem er byggð á sannfærandi sönnunum úr minnstu einingum lífs.
Með tölvugrafík þá flytur Unlocking the Mystery of Life í heim frumunnar og skoðar kerfin og vélarnar sem bera öll merki hönnunar. Uppgvötaðu örsmáan mótor í bakteríum sem getur náð 100.000 snúningum á mínútu.
Innan veggja frumunnar þá skoðum við undur DNA, sameind sem geymir skipanir til að byggja nauðsynlegu tæki í öllum lifandi verum. Þetta er partur af líffræðilegu upplýsingakerfi sem er flóknara og fullkomnara en nokkuð sem
Þessi merkilega heimildarmynd skoðar hinn vísindalega grundvöll vitrænnar hönnunar - hugmynd sem hefur kraft til að valda byltingu í okkar skilningi á uppruna lífs.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Menntun og skóli, Vísindi og fræði | Breytt 21.1.2008 kl. 13:09 | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú villt kannski þýða næst, þannig að þetta missi C/P fílingin, sérstaklega þegar það er ekki meira texti en svo.
Ég ætla að hrósa þér fyrir gott framtak einnig. Í það minnsta heldur þetta umræðunni á tánum, bæði hér og sköpunarstefnan í heild sinni. Í versta falli verður það til að vísindamenn á báðum hliðum vinni enn harðar að svörum í samkeppni við hvor aðra. Munum samt að hugsunin á alltaf að fara þangað sem að heimildir leiða okkur og sannfæring skal byggjast á því en ekki öfugt.
Jakob (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 19:46
Fyrirgefið þið, ID eru ekki vísindi heldur trúarbrögð. Reynar kalla vísindamenn þetta yfirleitt psaudo-science eða gerfivísindi.
Sindri (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 21:05
Rosalega þægilegt að hafa svona myndir til að útskýra VH/ID. Sparar tímann sem færi í að reyna að búa til kenningu úr þessi með vísindalegri aðferð.
Egill Óskarsson, 19.1.2008 kl. 21:51
Jakob, góður punktur hjá þér. Þetta er vonandi skárra. Þetta er svo stórt umræðuefni, kemur inn á öll svið lífsins og vísindanna svo það ætti ávallt að vera eitthvað skemmtilegt að fjalla um og alveg undrandi að þetta er ekki það sem allir eru að tala um.
Sindri, ef ID er ekki vísindi þá er darwinismi ekki vísindi. Veistu afhverju?
Egill, þetta er aðeins mynd til að útskýra hugmyndina fyrir venjulegu fólki. Darwin og Dawkins skrifuðu sínar bækur fyrir venjulegt fólk en ekki hálærða vísindamenn.
Mofi, 20.1.2008 kl. 13:05
Jakob, það er þetta sjónarmið þitt sem vísindamenn óttast hvað mest og að sama skapi ásæða þess að ég nenni yfir höfuð að fylgjast með fáránlegri framsetningu á gervivísindum, það er til fullt af fólki eins og þú sem ert, að mér sýnist í háskóla ( að vísu guðfræði,,,,,,)en er samt svo skini skroppið að það virðist vera að gleypa þennan fáránleika sem einhverskonar möguleika. Í þínu tilfelli kemur guðfræðinámið vafalítið við sögu.
Ég held að þið sem sitjið á bekkjunum og hrópið áfram Jesú í þessari orðræðu ættuð að átta ykkur á því hvaða afleiðingar þetta er að hafa fyrir kristni almennt. MJÖG neikvæð, þessi umræða er að hrekja fólk í tvær fylkingar, önnur með vísindi, hin með bókstafstrú. ( t.d. Búið að banna Gídeon að dreifa biblíum í skólum vestanhafs). Ef þú býrð yfir þeirri skynsemi sem ég tel að þú gerir þá ættir þú frekar að reyna að kæla Mofa, þinni trú til góða, ja nema að þú farir alla leið og leggir alveg frá þér bókina og farir að vinna að einhverju alvöru....................
Skuggabaldur (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 13:35
Sú hugmynd að nútíminn er lykillinn að fortíðinni er tiltulega nýleg hugmyndafræði sem lögfræðingur að nafni Charles Lyell kom fyrstur með.
Gömul færsla frá þér síðan í des. Er ekki að reyna að vera að rugla fyrir eða eitthvað álíka, en var það ekki jarðfræðingurinn James Hutton sem uppgötvaði þetta og varð frægur fyrir það? Ekki hef ég heyrt um að eitthver lögfræðingur sagði þetta...
Gerði þessa athugasemd við það blogg en sá svo að þetta er gamalt og þú myndir ekki svara þessu þá en hér kemur hún aftur ;)
Ónefnd (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 19:56
Mofi, Þróunarkenningin og rannsóknir á henni byggjast á vísindalegri aðferð, þess vegna tölum við um það sem vísindi. VH/ID getur ekki talist vísindakenning skv. neinni þekktri skilgreiningu, þetta er í mesta lagi tilgáta og á meðan svo er þá ætti kraftur ykkar frekar að fara í að reyna að fara í gegnum þessa vísindalegu aðferð með hana í stað þess að einbeita ykkur að því að koma henni inn í vísindakennslu með pólitík.
Egill Óskarsson, 20.1.2008 kl. 22:40
Skuggabaldur:
Ekki vissi ég að vísindamenn væru hræddir við mína afstöðu og heimsýn. Eða þá þekktu til hennar yfir höfuð, en það gerir þú amk. ekki sýndir þú í þessu heiðskýra himinnsskoti þínu. Orðinn að verða frekar pirraður á því að fólk telur mig vera áhrifagjarnt fórnarlamb guðfræðinnar það er illa smíðuð fuglahræða. Svolítið eins og þú ert að pirra þig á að Mofi telur þig vera fórnarlamb Darwinísku áróðursvélarinnar.
Slepptu yfirlætinu amk. ef þú ætlar að rökræða við mig. Þú þekkir lítið til afstöðu minnar.
Jakob (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 00:14
Linda, 21.1.2008 kl. 01:14
Jakob:
"Ég ætla að hrósa þér fyrir gott framtak einnig."
"....vísindamenn á báðum hliðum...."
Hvað segir þetta annað en að þú fagnar umræðu um ekki neitt og telur ID hreyfinguna vera að stunda vísindi,eins hef ég lesið frá þér bloggfærslur sem sýna að þú ert fastur í eigin vef, sorry, þú ert bara ert ekki trúverðugur. Sem háskólamaður átt þú að geta gert greinarmun á vísindum og loddaraskap en þú hefur engin merki sýnt um það hér.
Skuggabaldur (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 07:44
Ertu ekki að gleyma þessu?
"hugsunin á alltaf að fara þangað sem að heimildir leiða okkur og sannfæring skal byggjast á því en ekki öfugt"
Ertu kannski að cherry-picka út það sem ég segir til að fá sem verst samhengi? ....nei siðferði netsamskipta myndu aldrei leyfa það
Hvað nákvæmlega ert þú að lesa í mínum færslum sem gera mig fastan í eigin vef? Þar sem ég er að hvetja til hlutleysis og faglegra vinnubragða við rannsókn Guðfræðinnar? Ertu kannski líka að lesa aðeins 3. hverju línu eins og hér?
ef þér er ógnað af umræðu um hluti sem við vitum ekki fyrir víst, t.d. upphaf heimsins, þá ættirðu kannski bara að sleppa að vera með í henni í stað þess að berjast gegn henni.
Gríðarlega margir vísindamenn trúa á sköpun í einhverju formi, ekki endilega í bókstaflegri Genesis útgáfu, en í einhverju formi. Mofi hefur listað nokkra fræga hérna í fyrri færslu. Og til að sýna þér upp á grunnlausa fullyrðingarhvöt þína þá trúi ég ekki á genesislega sköpun sjálfur.
Þótt að þú blásir þig upp og horfir niður á aðra ertu ekki stærri fyrir vikið.
Sem fullorðinn maður átt þú að geta gert grein á yfirlætislegum fullyrðingum um persónur og rökum um málefni.
Jakob (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 11:04
Jakob.
Ég skil ekki af hverju þú styður Mofa í þessari umræðu. Fyrir utan áhuga á sömu bók (sem þið túlkið ólíkt) þá eruð þið ósammála í meginatriðum varðandi uppruna og sögu lífs
Ragnar (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 11:34
Það hvín í kútnum......Jakob, ég get ekki annað en myndað mér skoðun eftir því hvað þú skrifar. Þú talar um gott framtak hjá Mofa en "Cherry picking" í mínu tilfelli . Þarf frekari vitnanna við.
Hvað varðar ""hugsunin á alltaf að fara þangað sem að heimildir leiða okkur og sannfæring skal byggjast á því en ekki öfugt"" þá veist þú jafnvel og ég hver aðalheimild trúaðra er, , þessi setning er því með öllu marklaus nema þú tiltakir hvaða heimildir þú ert að tala um. Slæmt fyrir menntamann að átta sig ekki á elementar hlutum. Nema að þetta sé með vilja haft svona.
"ekki sýndir þú í þessu heiðskýra himinnsskoti þínu" sagðir þú áður í svari.....enginn skortur á yfirlætislegum menntaskælingahroka/húmor þar. Hverju bjóst þú við á móti, klappi á kollinn með orðunum "mikið er drengurinn snjall og mælskur"!
Annars er þetta varla vetvangur fyrir okkur að rífast, Ég kíki af og til á bloggið hjá þér, kanski set ég einhverntíman inn athugasemd þar.
Annars erum við komnir langt út fyrir mörkin
Skuggabaldur (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 12:10
Darwin sjálfur gerði sér grein fyrir því að hans hugmynd yrði að vera falsanlegt, það yrði að vera hægt að sýna fram á að hún gæti verið röng. Ef þú setur upp kenningu sem enginn getur sýnt fram á að sé röng þá er það ekki vísindaleg kenning. Í hans eigin orðum:
Ef ID er ekki vísindi þá er ekki hægt að sýna fram á að eitthvað flókið líffæri, vélar eða ferli geti ekki orðið til í mörgum litlum tilviljanakenndum skrefum og þá er darwinismi ekki heldur vísindi.
Að mínu mati þá ef þú vilt svara spurningum eins og hvaðan við komum, hvað verður um okkur og hver er tilgangur lífsins þá ertu með trú. Þú veist að guðleysi og flestir darwinistar svarar þessum spurningum, heldur þú að þeir viti þessi svör eða þeir taka þessum svörum í trú?
Ekkert mál, ég veit að margir t.d. meðlima Vantrúar eru mjög ósammála mér í þessum efnum. Þeir vilja með engu móti samþykkja að þeir taka einhverjum staðhæfingum í trú. Eins og Biblían skilgreinir trú, "trú er fullvissa um það sem er eigi auðið að sjá" og það er margt sem meðlimir Vantrúar eru fullvissir um en það er engann veginn svo auðið að sjá.
Er ekki hægt með vísindalegri aðferð að komast að því hvort að eitthvað í náttúrunni gæti ekki orðið til með darwiniskri þróuin?
Mofi, 21.1.2008 kl. 12:22
Svona móðganir ættu í rauninni ekki heima í þessari umræðu. En svakalega er þetta flott setning!
Og sá sem fékk hana átti hana svo sannarlega hana skilið.
Mofi, 21.1.2008 kl. 12:24
Mofi: Er ekki hægt með vísindalegri aðferð að komast að því hvort að eitthvað í náttúrunni gæti ekki orðið til með darwiniskri þróuin?
Það getur bara vel verið að það sé hægt. En það hefur ennþá ekki verið gert af ID sinnum, allavega ekki þannig að það hafi fengið viðurkenningu vísindasamfélagsins, eða reyndar nokkurra annara en annara ID sinna.
Og svo held ég að þarna komi fram ein helsta rökvitleysan ykkar. Þó svo að þið gætu' sýnt fram á að eitthvað í náttúrunni gæti ekki orðið til með þróun þá væruð þið ennþá á byrjunarreit með ykkar tilgátu. Hún verður ekkert réttari við það að eitthvað annað sé vitlaust.
Mofi: Ef þú setur upp kenningu sem enginn getur sýnt fram á að sé röng þá er það ekki vísindaleg kenning.
Hvað með kenningu sem engin getur sýnt fram á að sé rétt með vísindalegri aðferð. Eða hvernig ætlarðu að sanna tilvist hönnuðarinns beint með henni?
Egill Óskarsson, 21.1.2008 kl. 19:02
Hver er það sem þarf að segja þér að ID er vísindalegt? Hvaða samfélag manna er það sem þarf að segja þér hver sannleikurinn er?
Jú, auðvitað! Það eru ekkert margir valmöguleikar í boði, annað hvort þurfti vitsmuni til að útskýra hönnun eða náttúrulegir ferlar geta virkilega hannað hluti sem eru flóknari og fullkomnari en nokkuð sem við mennirnir höfum gert.
Alveg eins og bygging er sönnun fyrir því að einhver byggði hana og úr sönnun fyrir úrsmiði þá er sköpun sönnun fyrir skapara. Gætir ekki beðið um betri sönnun fyrir skapaar en sköpunina sjálfa.
Mofi, 21.1.2008 kl. 19:41
Skuggabaldur:
Auðvitað eru þetta forheimskandi cherry-pickings tilvitnanir sem þú setur saman af stuttum málflutningi mínum hérna en sleppir því sem gerir afstöðu mína skýra gegn því sem þú ásakar mig um.
Ég hrósa Mofa fyrir framtak hans til að halda þessum hugsunarskóla í nútímanum til að bæta flóru heimssýnarökræðna, en ég minni á, eins og skrif mín í heild sinni hafa einkennst af, að hlutleysi sé nauðsynlegur grunnur rannsókna og sannfæring á að byggja á heimildum en ekki heimildir á sannfæringu. Er þetta ekki að koma nógu skýrt fram?
"ekki sýndir þú í þessu heiðskýra himinnsskoti þínu" sagðir þú áður í svari.....enginn skortur á yfirlætislegum menntaskælingahroka/húmor þar. Hverju bjóst þú við á móti, klappi á kollinn með orðunum "mikið er drengurinn snjall og mælskur"!
Þú ferð með rangmæli um mína afstöðu, ásakar trúverðugleika minn órökstutt og svo á það að vera yfirlætislegur menntahroki þegar ég kalla þeta skot úr heiðskýrum himni þegar ég lýsi undrun minni á þessu drulli? Mofi ætti ekki að þurfa að hýsa svona röklausan hit-run ásakanagraut.
Síðan mín er opin hverjum sem er sem hefur eitthvað um þau málefni að segja. En þar þarftu að skrifa undir skuggalausu nafni,
Jakob (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 20:29
Mofi: Hver er það sem þarf að segja þér að ID er vísindalegt? Hvaða samfélag manna er það sem þarf að segja þér hver sannleikurinn er?
Vísindasamfélagið, samfélag manna með vísindamenntun sem vinna að rannsóknum á og kennslu um kenningar og fræði þar sem unnið er eftir þeim viðurkenndu vísindalegu aðferðum sem viðurkennt er að gilda, eru þeir sem flestir, líklega meirihluti allra lítur til þegar kemur að því að úrskurða hvort að eitthvað sé vísindalegt eða ekki.
Það er ekkert samfélag sem segir mér hver sannleikurinn er. Hvað meinarðu annars með sannleik? Öfugt við þig Mofi þá sætti ég mig bara alveg við það að það eru til hlutir sem ég skil ekki, ég þarf ekki að eigna þá einhverju óræðu afli. Ég er líka alveg opin fyrir því að þróunarkenningin sé röng, ef að það kemur fram frá aðilum sem eru ekki í bullandi pólitískri baráttu við að troða sínum skoðunum, hinum eina sanna 'sannleika', á því hvernig heimurinn er upp á aðra. Ef kenningar sem kollvörpuðu þróunarkenningunni kæmu fram frá óháðum vísindamönnum sem ynnu þær eftir vísindalegri aðferð og fengju viðurkenningu annara sem þekkingu hafa á þessum málum þá væri ég alveg opin fyrir þeim. Endalaust copy-paste frá answeringgenesis og öðrum álíka áróðursritum eru ekki sönnun fyrir neinu öðru en því að baráttan fyrir því að troða ID upp á fólk sem vill ekki hafa trúarkreddur inn í skólastarfi er nokkuð öflug.
Mofi: Jú, auðvitað! Það eru ekkert margir valmöguleikar í boði, annað hvort þurfti vitsmuni til að útskýra hönnun eða náttúrulegir ferlar geta virkilega hannað hluti sem eru flóknari og fullkomnari en nokkuð sem við mennirnir höfum gert.
Og svo þykistu vera að standa í vísindalegri umræðu. Það er ekki um neina kenningu að ræða í tilfelli ID enn sem komið er í sama skilningi og að þróunarkenningin er kenning. ID er enn bara tilgáta. Það að afsanna kenningu getur aldrei orðið til þess að ósönnuð tilgáta verði sönn.
Mofi: Alveg eins og bygging er sönnun fyrir því að einhver byggði hana og úr sönnun fyrir úrsmiði þá er sköpun sönnun fyrir skapara. Gætir ekki beðið um betri sönnun fyrir skapaar en sköpunina sjálfa.
Bygging er sönnun fyrir því að hún er til, ekki hvernig hún var byggð eða hver byggði hana, sama með úrið.
Egill Óskarsson, 21.1.2008 kl. 21:19
Þar sem þúsundir manna með masters og doktors gráður aðhyllast annað hvort sköpun eða vitræna hönnun og síðan að 90% af t.d. öllum Bandaríkja mönnum aðhyllast annað hvort sköpun eða vitræna hönnun þá er það einmitt darwinistar sem eru í miklum minni hluta. Held aftur á móti að þín skilgreining á vísindasamfélagi eru guðlausir darwinistar.
Það er stór munur á þessu að skilja ekki eitthvað og síðan vita ekki hvernig það varð til. Að vísu eru hlutir eins og ljóstillífun, greining ljós og t.d. flagellum mótorinn eitthvað sem við skiljum ekki ennþá því þeir eru það flóknir. Þeir sem aðhyllast vitræna hönnun vilja fátt meira en að vita meira um þá tækni sem þeir byggjast á enda myndin sem ég vísa á er aðalega að reyna að fræða um alla þessa hönnun. Bókin hans Michaels Behe er sömuleiðis aðalega að fræða um hvernig minnstu hlutir í náttúrunni virka, þótt að sú þekking er takmörkuð.
Þú vilt láta mjög svo órætt afl búa til alla þessa hönnun, afl sem enginn hefur séð hanna neitt nálægt því sem við finnum í náttúrunni. Ekki einu sinni sjá þá hanna eitt prótein, hvað þá heila prótein vél.
Ættir þá að fylgjast með myndinni "Expelled", kannski það opnar augu þín fyrir því að þeir sem dirfast að styðja vitræna hönnun glíma við mikla fordóma og oftar en ekki missa vinnuna sína og alla styrki. Svo þeir sem styðja þetta eru engann veginn að gera það til þess að græða á því.
Þú ert með tvö valmöguleika, annað hvort bjuggu náttúrulegir ferlar til undur náttúrunnar eða það þurfti vitrænt innlegg. Einn valmöguleikinn er í samræmi við alla samanlagða reynslu mannkyns sem er vitræn hönnun. Hinn heldur því fram að náttúrulegir ferlar bjuggu allt þetta til en vantar alveg sannanir fyrir að þeir geta það, hafa gert það eða einu sinni skáldsögu hvernig mögulega þeir gátu gert þetta. Síðan er það darwinismi sem er alvöru kenning þrátt fyrir að flestar spár þeirra um framtíðar rannsóknir hafa reynst rangar. Ég bara næ ykkur ekki...
Hún er sönnun fyrir því að hún var byggð....
Mofi, 22.1.2008 kl. 00:37
Farðu upp í Háskóla Íslands, farðu í líffræðideildina, farðu í eðlisfræðideildina og farðu í jarðfræðideildina. Talaðu við sérfræðingana þar, vísindamennina. Það sem rekur þessa menn áfram er forvitni á gangverki náttúrunnar og ekkert annað. Þeir hafa engan sérstakann áhuga á að sýna fram á að hitt eða þetta í Biblíunni sé rétt eða rangt. Þeir leggja mat á rannsóknir og tilraunir og aðhyllast þær kenningar sem skýra gangverkið best út. Eru þessir menn hluti af alheimssamsæri með því að ljúga að fólki að jörðin sé margra milljón ára gömul. Eða eru vísbendinganar og rökin sem af þeim er hægt að draga einfaldlega þess eðlis að allt bendir til margra milljón ára gamallar jarðar. Á að trúa á samsærismenn í HÍ eða heiðarlega vísindamenn í HÍ. Hvoru á fólk að trúa? Mundu, þú verður að trúa að þeir séu allir samsærismenn, því þeir munu allir svara þér að jörðin sé margra milljón ára gömul. Þinn málstaður mun tapa og er tapaður. Þú veist bara ekki af því!
Karl (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 10:41
Ég þekki alveg fólk þar sem er sammála mér svo...
Mofi, 22.1.2008 kl. 10:53
Ertu með einhver nöfn? Er þetta fólk sem þú talar um á launum hjá viðkomandi deildum? Ég veit líka um kommúnista sem hafa lært hagfræði og trúa ekki á markaðshagkerfið þó það sé sannað að kommúnismi skapi minni verðmæti en markaðskerfið. En þetta fólk er ekki ráðið til starfa hjá hagfræðideidinni. Ég er ekki að tala um nemendur heldur starfandi sérfræðinga og kennara. Nöfn takk fyrir.
Karl (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 11:14
Karl! ekki vera vondur við Mofa. Spyrðu hann að einhverju sem hann getur í fljótheitum flett upp á AIG-síðunni eða einhverri hinna sem eru inni á "favorit" lista hans.
Skuggabaldur (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 11:32
Vegna fólks eins og ykkar tveggja þá myndi ég aldrei fara að nefna nöfn heldur leyfi þeim að ákveða hvort þau vilji opinberlega rökræða þessa hluti.
Mofi, 22.1.2008 kl. 11:46
Það er slæmt að geta bara nefnd nöfn manna úti í heimi sér til stuðnings. Ef þetta væru svona góð rök sem þú hefur afhverju er fólk svona feimið. Er þetta eitthvað til að skammast sín fyrir? Er þetta ekki stórmerkilegt hjá þér? Er ekki málið bara það að þetta fólk er ekki til (er að tala um launaða kennara og prófessora)? Held að það sé augljóst.
Karl (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 12:06
Mofi
Ég þekki alveg fólk þar sem er sammála mér svo...
Er þetta fólk í Guð"fræði"deildinni eða í Raunvísindadeildinni? Og sammála þér um hvað? Að jörðinni sé kannski ekki akkurat 4.5 milljarða ára, að jörðin sénær 6000 ára en 4.5 milljóna, eða að allt ruglið á Answers In Genesis sé satt?
Jóhann Þórsson (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 12:13
Ég átti í samræðum við hámenntaðan starfandi sérfræðing í síðustu viku á sviði líffræði, hann kímdi varlega þegar talið barst að því hvort von væri á ID-ágengni við menntastofnanir á Íslandi og sagði : "Þetta er nú útrætt mál hér á landi, fyrir löngu." Fannst greinilega ekki ástæða til að ræða þessa vitleysu frekar.
Þannig er það bara það eina sem Mofi fær áorkað með þessum pistlum sínum, er í besta falli að styrkja þá sem þegar eru mjög trúaðir í sannfæringu sinni. Aðrir bara kíma, ja,- nema t.d. ég sem er þeirrar skoðunar að falskur málflutningur styrktur af óheiðarlegum mönnum erlendis eigi ekki að fá að þrífast óátalið.
Skuggabaldur (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 12:20
Þetta er einfaldlega ekki mín ákvörðun.
Mofi, 22.1.2008 kl. 14:00
Þú heldur þig enn við það að það séu prófessorar eða kennarar í líffræði, eðlisfræði eða jarðfræði í HÍ sem trúa að aldur jarðarinnar teljist í fáeinum þúsundum ára en ekki milljónum ára? Og þú þekkir þá og veist þetta þessvegna?
Karl (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 14:37
Mofi, myndirðu segja að vísindavefurinn endurspeglaði opinbera afstöðu HÍ í þessu máli?
"Leifar örvera hafa fundist með vissu í jarðlögum sem eru um 3100 milljón ára gömul og mjög sterkar líkur eru á því að þær megi líka greina í 3450 milljón ára gömlum jarðlögum. Þessi gömlu jarðlög eru í Ástralíu og Suður-Afríku. Menn hafa reyndar fundið enn eldri en ekki alveg örugg merki um líf í um 3800 milljón ára gömlum jarðlögum frá Isua á Grænlandi. Það má því segja að mjög sterkar líkur séu á því að líf hafi verið á jörðinni fyrir um 3500 milljónum ára en ef til vill hafi það verið komið til sögunnar nokkur hundruð milljón árum fyrr. Aldur jarðarinnar er talinn vera um 4500 milljónir ára."
Sjá: Hvenær kveiknaði líf á jörðinni og hversvegna - vísindavefurinn
"Jörðin varð til fyrir um það bil 4500 milljónum ára. Hún varð til þegar efnisagnir sem gengu umhverfis sólina rákust á og hnoðuðust saman í sífellt stærri einingar."
Sjá: Hvernig var jörðin til? - vísindavefurinn
"Aldur jarðar er talinn vera um 4,55 milljarðar ára. Elsta berg á jörðinni greinist hins vegar um 3,9 milljarðar – sumt af þessu elsta bergi er myndbreytt set, sem þannig hefur orðið til úr eldra bergi, en aldursgreiningin sýnir aldur myndbreytingarinnar (klukkan „núllstillist“ þegar bergið hitnar). Í setinu eru hins vegar einstakar steindir, einkum zirkon sem er mjög stöðug steind, sem greinast allt að 4,2 milljarðar ára."
Sjá: Hversu áreiðanlegar eru aldursgreiningar innan jarðfræðinnar? - vísindavefurinn
Það að þú þekkir einhvern (eða einhverja) kennara sem efast um að jörðin sé eldri en 6000 ára segir ekki neitt. Ég þekki kristið fólk sem tekur ekki biblíuna bókstaflega og trúir ekki á sköpunarsöguna eins og hún er sett fram í biblíunni, afsannar það biblíuna? Er verið að kenna eintómt bull og vitleysu í HÍ?
Arnar (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 14:58
Já
Að einhver annar en ég er sammála mér eru auðvitað ekki alvöru rök fyrir neinni afstöðu. Eina ástæðan fyrir því að ég nefndi þetta er af því að Karl nefndi þetta eins og þetta væru alvöru rök fyrir einhverju.
Mofi, 22.1.2008 kl. 15:15
En eru þá allir þessir líffræðingar, eðlisfræðingar, jarðfræðingar.. flestir væntanlega með meistara eða jafnvel doktors gráður.. þá bara í rugli?
Meina, ef þeir eru virkilega klárir á sínu sviði þá ættu þeir að fatta það ef það sem þeir hafa lært í gegnum tíðna sé beinlínis rangt, ekki satt?
Arnar (IP-tala skráð) 23.1.2008 kl. 12:12
Jón Bjarni, málið er í raun mjög einfalt. ID hreyfingin stundar engin vísindi, engar rannsóknir. Þeir þrífast á nákvæmlega því sem þú ert að segja, halda endalaust einhverju fram og láta hina hafa fyrir því að rökstyðja á móti.
Eftir að hafa marg leiðrétt eitthvað sé ég Mofa koma með sömu steypuna aftur og aftur. Honum kemur ekki við hvað þú ég eða aðrir segja en hann fær tækifæri til að endurtaka vitleysuna þá er tilganginum náð. (t.d. Kambríum)
Mofi hefur sveiflast ótrúlega í afstöðu en það skiptir hann ekki máli, það að koma alltaf fram með sömu þvæluna aftur og aftur er tilgangurinn sá að endurtaka eitthvað nógu oft til að það fari að hljóma trúverðugt í einhverjum sem ekki nennir að lesa sig til eða spá í málin.
Sorgleg vinnubrögð en ekki ný.
Skuggabaldur (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 08:22
Eru þá allir þeir vísindamenn sem eru með doktors gráður í þessum fögum sem skráðu undir listann að þeir eru ekki að kaupa darwinisma jafnvel þótt að þeir setja frama sinn í vísindastarfi í hættu...bara í rugli?
Sammála en þegar kemur að sköpun þróun þá eru bara tveir valmöguleikar. Mismunandi útgáfur af þróun og sköpun en samt í aðal atriðum aðeins þessir tveir valmöguleikar. Ef þér dettur í hug aðrir möguleikar þá endilega fræddu heiminn um það. Þetta er síðan aðferð sem darwinistar hafa notað alveg frá tímum Darwins að gagnrýna sköpun og láta það vera rök fyrir þróun.
Nefndu dæmi þar sem þetta eru þó nokkur atriði...
Hvað er ekki vísindalega viðurkennt af því sem ég er að tala um? Er það ekki viðurkennt að í kambríum lögunum þá birtist mikill fjöldi dýrategunda fullmótaðar og án þróunarsögu? Er það ekki viðurkennt vísindalega að ef þú fjarlægir eitt af fjörtíu próteinum flagellum mótorsins þá hættir hann að virka? Hvað vísindalegt hefur þú á bakvið sköpunarkraft stökkbreytinga, eitthvað sem sýnir fram á að þær geti sett saman kerfi sem búið er til úr þúsundum hluta sem allir verða að vera á réttum stað til að virka?
Allir þeir sem eru að rannsaka náttúruna og reyna að læra hönnun af henni eru í rauninni að rannsaka eins og ID. Gott dæmi um þetta er síðan hérna: Sköpunarvísindamaður hannar nýja tækni út frá byssu sérstakrar bjöllu
Frábært að gefa mér tækifæri til að minnast aftur á kambríum :) Frábær sönnun fyrir sköpun
Mofi, 24.1.2008 kl. 09:49
Þú meinar þarna listann með 700 nöfnunum á þar sem menn voru spurðir hvort það ætti að rannsaka aðra möguleika?
Arnar (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 11:24
Hér er einn af listanum: http://seattletimes.nwsource.com/html/localnews/2002450329_danny24.html
Bara rétt til að undirstrika hvernig þessi listi varð til og óheiðarleika þeirra sem að honum standa.
skuggabaldur (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 13:35
Þeir sem sögðust efast um að náttúruval og tilviljanakenndar stökkbreytingar gætu útskýrt hönnun í náttúrunni.
Ég tel mig vera búinn að því. Ef þú myndir svara mínum spurningum þá ætti ég auðveldara með að átta mig á því hvað það er sem þér finnst vanta upp á.
Mofi, 24.1.2008 kl. 14:18
Þetta er aðeins listi af fólki sem hefur ákveðna skoðun, aðeins ef þú ert á þessari skoðun áttu að skrifa undir. Þeir sem síðan gera það taka þá áhættu að missa störfin sín og styrki.
Að hafa ákveðna skoðun og rökstyðja hana, er það ekki réttur hvers manns? Það er ekki eins og þeir eru í skólakerfunum og segja að það má ekki einu sinni gagnrýna vitræna hönnun annars geturðu tekið pokann þinn.
Alltaf sama ógeðslega heimskan. Að gagnrýna þróun/darwinisma hlýtur að vera vísindi. Öll alvöru vísindi eða kenningar eiga að vera gagnrýndar, það sem má ekki gagnrýna á ekki heima í vísindum.
Af því að þetta er ekki aðskyld efni! Darwinismi er ein aðal ástæða fyrir guðleysi, það sem leyfir guðleyingjum að þykjast taka gáfulega afstöðu í þessum efnum. Að svona einstaklingur dirfist að kalla sig kristin segir ansi mikið um hann. Sá sem er kristinn hlýtur að taka orð Krist sjáls framar einhverjum skáldsögum manna svo þegar Kristur segir að í upphafi hafi Guð skapað þau karl og konu þá velur hann annað hvort að kalla Krist lygara og hafna Honum eða samþykkja það sem Hann sagði sem sannleika.
Mofi, 24.1.2008 kl. 14:47
Svo allt þetta ID tal snýst bara um það eitt að sýna fram á að 'guð gerði það'?
Arnar (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 16:09
Mofi: Þetta er aðeins listi af fólki sem hefur ákveðna skoðun, aðeins ef þú ert á þessari skoðun áttu að skrifa undir. Þeir sem síðan gera það taka þá áhættu að missa störfin sín og styrki.
Og hvað var það sem þetta fólk skrifaði undir og hvernig var síðan þessum lista beitt ?? jú fólk skrifaði undir gagnrýni á kenningu, en skjalið er notað af þér og þínum sem afneitun á þeirri kenningu og það sem verra er; stuðningur við aðra sem ekki er nefnd í skjalinu...............................
Skuggabaldur (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 16:20
Þetta er það sem þessir 700 hafa kvittað upp á:
"We are skeptical of claims for the ability of random mutation and natural selection to account for the complexity of life. Careful examination of the evidence for Darwinian theory should be encouraged."
Segir ekkert um að þeir aðhallist ID. Bara að þeir hvetji til frekari rannsókna.
Arnar (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 16:48
Ástæðan fyrir tilvist listans er vegna þess að darwinistar sögðu að enginn vísindamaður með gráður í þessum fræðum efaðist um sannleiksgildi darwinismans. Ég bendi aðeins á hann til að sýna fram á að það eru til vísindamenn með doktors og masters gráður í þessum fögum sem kaupa ekki darwinisma. Ef ég lét uppi að þetta fólk styddi ID þá voru það misstök, það aðeins segir að náttúruval og tilviljanakenndar stökkbreytingar eru ekki nóg til að útskýra hönnun í náttúrunni og það ætti að leita að einhverju öðru til að útskýra það.
Mofi, 24.1.2008 kl. 17:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.