13.11.2007 | 17:17
Bænagangan og hatrið sem hún virðist vekja í sumum
Ég hugsaði lítið út í bænagönguna, áður en hún fór af stað og var síðan upptekinn þegar hún stóð yfir. Það litla sem ég vissi leit virkaði vel á mig, hópur fólki að sameinast í bæn um hjálp Guðs við vandamálum samfélagsins eins og drykkju, þunglindi, sjálfsmorðum og fleira sem setur skugga á íslenskt samfélag. En af einhverjum orsökum þá er eins og þetta framtak hafi uppvakið mikið hatur hjá sumum.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Vísindi og fræði | Breytt 23.12.2007 kl. 00:56 | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki gleyma að þarna fór fremstur í flokki mikill ofbeldismaður, fordómaseggur og morðingi sem er ekkert nema móðgun við réttsýna íslendinga sem og trúaða
DoctorE (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 17:36
Þessi ganga var æðisleg ég var þarna og var svo glöð yfir kærleikanum til allra í þjóðinni sem við stóðum og báðum fyrir, hverri einustu sál, þetta var ekki gegn neinu nema myrkrinu eins og klárlega má sjá ef auglýsingin er lesin. Þegar allir fóru með faðirvorið það var eins og hiti færi yfir höfðum okkar og mér vöknaði um augun, ég var djúpt snortin af þessu.
Linda, 13.11.2007 kl. 17:47
Hvaða hatur hefur þessi ganga vakið upp og hjá hverjum? Ef þú ert að vísa til umræðunnar um hvernig hugmyndin að göngunni kviknaði, en þá var þessi hugmynd um að ganga gegn myrkrinu og fyrir auknu trúboði í grunnskólum ekki komin til sögunnar, þá er erfitt að sjá hvorum megin hatrið liggur þar.
Egill Óskarsson, 13.11.2007 kl. 20:20
Bryndís. Hvar hefur komið fram af hálfu skipuleggenda þessarar göngu að hún væri til að mótmæla gaypride göngunni ?
Vissulega þætti mér vænt um að þú vitnaðir í óvéfenganlegar heimildir, en ég tek frekar lítið mark á bloggskrifum DoctorE sem góðum og gidlum heimildum.
Vigfús Pálsson, 13.11.2007 kl. 20:53
Gunnar Friðrik. Ég þekki að vísu ekkert þennan Baldur Frey. En það sem ég hef séð til hans upp á síðkastið og heyrt hann tala, þá hef ég upplifað hann í anda mínum sem mann sem iðrast hefur synda sinna og hefur tekið við Jesú Kristi sem sínum frelsara. Fyrir honum hefur líka opnast orð Guðs, það heyri ég á honum. Við skulum því reikna honum það til tekna, að hann hefur setið af sér sinn dóm og iðrast gjörða sinna fyrir Guði og gefa honum tíma til að sanna sig sem nýjan mann.
En þetta með sorann, að hann hafi sagt það um samkynhneigða á Ómega, veit ég ekkert um. Og get því ekki tjáð mig um það. En hafi hann kallað þá sora, þá hefði hann heldur átt að nota orðið viðurstyggð, Því það er orð Guðs um þá synd. Og er það þá Guði einum að mæta, ef menn vilja andmæla því.
Kveðja,
Janus Hafsteinn Engilbertsson, 14.11.2007 kl. 02:21
ÉG sá umræddan þátt með BF og hann sagði ekki að samkynhneigðir veru Sori, hann sagði að að Gay pride færi Soraganga, óvönduð orð, ekki spurning, en eins og Janus bendir á þá hefur hann gerð iðrun og við verðum að gæta okkar að falla ekki götudóm og hræsni, því það er ekki einu sinni spurning um það við erum öll sek um óteljandi brot gegn vilja Guðs fyrir okkur, og ef það væri ekki fyrir Jesú, þá væri um öll gjörsamlega dæmd og tortímd. Ég vona að aðrir hætt að dæma annan, því við vitum ekki einu sinni helminginn sem hann gerir til að bæta fyrir sína fortíð, ég ég segi með Janus, þessi hefur staðið fyrir framan sjónvarps áhorfendur og talað um skömm sína yfir því sem hann hafði gert, ég á ekki vona á því að margir sem eru hvað harðastir í dómnum yfir honum hefðu hugrekkið til þess, nei, Kristnum ber að fyrirgefa og fyrirgefa þeim sem sína iðrun, svo okkur sjálfum verður fyrirgefið.
ég skrifaði sjálf þráð núna um fyrirgefninguna sem ég vona að komi í mótvægi gegn öllu þessu hatri, mér þætti vænt um Janús og Mofi að sjá hvað ykkur finnst og hvað ykkar skoðun er á þessu umræðuefni sem og hvað vantar upp á. Guð blessi ykkur.
Linda, 14.11.2007 kl. 09:47
Hinum og þessum bloggfærslum og athugasemdum við þær undanfarna daga Hafþór.
Mofi, 14.11.2007 kl. 23:09
Það er gott, Halldór, að þú hafir birt hér auglýsinguna um gönguna, þá er hægt að vísa á þessa síðu til upplýsingar um tilefni hennar og bænarefnin, sem ýmsir hafa verið að affæra á netinu, enda viðkomandi fólk með öfgakennda andúð á kristinni trú og málsvörum hennar -- og þá auðvitað mjög vel heppnaðri bænagöngu okkar. Þetta lið er hrætt, það virðist blasa við.
Eitt virðast ýmsir þeirra ekki athuga: að Baldur Freyr getur naumast kallazt "dæmdur morðingi" samkvæmt skilningi laganna, því að morð er í lögunum ásetnings-manndráp að yfirlögðu ráði og fyrir það refsað með miklu meiri refsingu. Eru menn að gefa í skyn, að ljóst hafi verið, að glæpur hans hafi verið nákvæmlega af því tagi, en að dómstóllinn hafi verið svo spilltur að beita hann vægari refsingu en aðra? Tekið skal fram, að ég er alls ekki að réttlæta manndrápið á neinn hátt, það var hörmulegt og skelfilegt, en ég hygg að sá góði maður Geir Jón Þórisson viti vel, að Baldur hafi iðrazt þeirrar syndar sinnar, og út í hött er fyrir menn að tala hér og víðar um, að Baldur hafi "enga iðrun í hjarta sínu," eins og Gunnar Friðrik þykist geta fullyrt hér ofar. Tók hann Baldur í hjartatékk?
Jón Valur Jensson, 15.11.2007 kl. 09:29
Takk fyrir það Jón. Mér finnst fullyrðingarnar hans Gunnars Friðriks vera ansi grófar um hluti sem ég get ekki séð að hann geti vitað.
Mofi, 15.11.2007 kl. 09:47
Ég segi bara: Kommon! Þið vitið jafn vel og ég að þið viljið samkynhneigðum ekkert gott. Það gerir ykkur að umburðarlausum manneskjum og hafið skömm fyrir!
Sigurjón, 16.11.2007 kl. 04:49
Nei Sigurjón, það er miklu frekar þannig að maður óskar þess að þessir textar væru ekki í Biblíunni af því að manni langar ekkert til að taka þátt í þessari umræðu eða hvað þá fá akkurat svona komment í bakið á sér.
Mofi, 16.11.2007 kl. 08:23
Sigurjón getur bara talað fyrir sjálfan sig. Mitt svar er það, að eins og Guð vill, að allir menn verði hólpnir, þannig hlýtur hver kristinn maður að óska þess sama -- og að allar fyrirstöður gegn þeirri köllun okkar bresti, þ.e.a.s. syndir okkar og lokun gagnvart Guði megi tilheyra liðinni tíð og okkur verði gefinn nýr andi í þjónustu réttlætis og kærleika. Í Kristi er það mögulegt, hann kallar alla til sín og byrjar (eins og bæði hann og Jóhanness skírari gerðu í upphafi ferils síns) á því að kalla alla til iðrunar og afturhvarfs, að menn snúi frá syndinni, um leið og þeir snúi sér til Guðs og þiggi af honum kraftinn til nýs lífs. Þá fá þeir, sem jafnvel síðastir koma að akrinum, hina sömu talentu að launum og hinir, sem allan daginn störfuðu. 'Misréttið' í Guðs ríki er nú ekki meira en svo. En menn verða að kunna að taka kallinu og móta líf sitt og verk eftir vilja Guðs.
Jón Valur Jensson, 16.11.2007 kl. 19:49
Sammála Gunnari Friðriki, og sama þótt hann iðrist, þá mun það alldrei vekja aftur til lífsins mann sem átti alldrei skilið að deyja. Það er ekki hægt að fremja hvern ógeðfellda glæpinn á fætur öðrum, og fela sig á bak við guð og segja að þetta sé allt í lagi því að þú "iðrist".
Baráttur sem hafa verið hafðar í nafni trúar hafa alldrei endað vel.
Sigrún Edda (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 14:00
Annar ræninginn á krossinum iðraðist -- "faldi sig" ekki á bak við Guð, heldur leitaði miskunnar í náðarfaðmi hans. Honum var fyrirgefið, þótt á síðustu stundu væri, og boðið að vera með Jesú í Paradís. Hinn lastmælti honum og endaði svo líf sitt, og fara engar sögur af því, að honum hafi verið fyrirgefið (Lúk. 23.39-43).
Jón Valur Jensson, 18.11.2007 kl. 12:07
Þessi Gunnar Friðrik er þó varla sami maður og var dæmdur með Baldri Frey? Sem reyndi að klína öllu á Baldur og fékk sjálfur 2 ára dóm? Sá sem fjöldi vitna sögðu að hafi veitt manninum banahöggið?
Skemmtileg tilviljun á nafni eða er Gunnar Friðrik að reyna að fá syndaaflausn á veraldarvefnum með því að gera enn meiri skúrk úr Baldri?
Sigurjón Guðmundsson (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 21:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.