25.10.2007 | 13:25
Þjóðkirkjan hætt að byggja trú sína á Biblíunni
Það svo sem gerðist fyrir nokkru síðan að Þjóðkirkjan hætti að taka mark á Biblíunni þegar kom að samkynhneigðum og þessi síðasta ályktun er aðeins eitt af þeim skrefum. Samkvæmt Biblíunni þá eru kynmök tveggja karla synd og þegar kirkja opinberlega segir svo ekki vera þá fullyrðir hún að hún veit betur en Guð. Hvernig er hægt að tilbiðja Guð sem þér finnst vera einhver vitleysingjur sem þú þarft að hafa vit fyrir?
Fyrst að Þjóðkirkjan telur Guð hafa rangt fyrir sér í þessu hvað verður þá næst? Fyrst að meirihluti syndugra manna í kirkjunni getur ákveðið hvað í Biblíunni er rétt og hvað er rangt hvað verður þá næst fyrir valinu?
Kristnir eiga að vera ljós í heiminum, hérna talar Kristur um hvað það þýðir að vera ljós.
Jóhannesarguðspjall 3:16. Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.
17. Guð sendi ekki soninn í heiminn til að dæma heiminn, heldur að heimurinn skyldi frelsast fyrir hann.
18. Sá sem trúir á hann, dæmist ekki. Sá sem trúir ekki, er þegar dæmdur, því að hann hefur ekki trúað á nafn Guðs sonarins eina.
19. En þessi er dómurinn: Ljósið er komið í heiminn, en menn elskuðu myrkrið fremur en ljósið, því að verk þeirra voru vond.
20. Hver sem illt gjörir hatar ljósið og kemur ekki til ljóssins, svo að verk hans verði ekki uppvís.
Það sem ljósið gerir er að opinbera vond verk. Þeir sem elska myrkrið fremur en ljósið munu hata hvern þann sem bendir á þeirra vondu verk. Það er ekki öfundsvert hlutverk að segja frá því sem Biblían segir vera vond verk því mjög líklega fær maður aðeins hatur fyrir það. En mér er það augljóst að Þjóðkirkjan er ekki lengur ljós í okkar landi eins sorglegt og það er.
Ég fyrir mitt leiti tel það vera rangt yfirhöfuð að Ísland skuli hafa ríkis kirkju og vona að þetta sé skref í þá átt að alvöru aðskilnaður eigi sér stað.
Verum meðvituð um að niðurstaða er fengin og gleðjumst yfir því" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hef nú alltaf sagt að biblían sé ómarktæk, sem hér sannast enn og aftur, en í þessu máli var alveg greinilega verið að tilbiðja Mammon, praise da money
DoctorE (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 13:33
Má ekki gifta syndara?
Þórdís Bára Hannesdóttir, 25.10.2007 kl. 14:09
Góð spurning. Jú, það má og er í rauninni mjög erfitt að komast hjá því. Málið snýst frekar um að blessa eitthvað sem Biblían segir vera rangt.
Mofi, 25.10.2007 kl. 14:18
Þetta snýst ekki beint um að við séum syndug, því að syndir okkar eru fjarlægðar fyrir tilstilli Jesú Krist, en einungis ef við meðtökum boðskap hans og lífstíl. Samkynhneigð er lífstíll sem telst vera syndugur og getur Guð því ekki lagt blessun Sína yfir hann, sama þótt menn telji sig geta breytt lögum og lofum Guðs. Málið er að þetta snýst heldur ekki um athafnirnar sem slíkar og ber ég þá saman athafnir Gyðinga til forna (og nú) þar sem þeir tilbáðu í tilgangsleysi. Sama er að gerast núna í kirkjunni og hefur reyndar verið næstum frá upphafi. Menn telja sig finna mátt í athöfnum, en það er í Orði Guðs sem mátturinn er.
Friðrik Páll Friðriksson, 25.10.2007 kl. 15:20
Syndarar? Erum við ekki öll syndarar? En mér er eiginlega orðið bumbult (svona andlega) og alveg nóg boðið! Væri nú ekki nær að kristnir menn, og þar með Kirkjuþing, spanderuðu meiri tíma í tala um og velta fyrir sér aðalatriðum kristinnar trúar, í stað þess að velta sér uppúr þessu meinta vandamáli, hommum og lesbíum. Þetta er farið að minna meira á svínahjörð í drullupolli en siðaðar manneskjur.
Elska skaltu drottinn Guð þinn og náungann einsog sjálfan þig! Ætli tilveran væri nú ekki öllum bærilegri (og líka þeim svínslegu), ef við veltum þessu svolítið meira fyrir okkum og lifðum eftir því. Það er einsog mig minni að Jesú hafi sagt að þetta væri aðalatriðið, en ekki hver ríður hverjum!
Í Guðs friði!
Auðun Gíslason, 25.10.2007 kl. 16:31
Mikið rétt, Páll var morðingi. En þegar hann hitti Krist þá iðraðist hann og snéri við blaðinu.
Auðunn, ef Biblían hefur rétt fyrir sér og að samkynhneigð er synd er það þá einhver alvöru kærleikur að vara menn ekki við því? Það að elska náungann hefur ákveðnar afleiðingar í för með sér og í þessu atriði þá hefur Guð sett reglur varðandi kynlíf og ég trúi að þær reglur eru gerðar í kærleika til að forða okkur frá alls konar vandamálum. Þú myndir líklegast vara vin þinn við ef hann væri að fikta við eiturlyf eða ofnota brennivín ekki satt?
Mofi, 25.10.2007 kl. 16:56
Reglur og reglur! Þær eru margar reglurnar í Biblínnu. Þriðjungur hjónabanda endar með skilnaði. Það er bannað að skilja. Það má ekki borða slátur, ekki sjóða ket í mjólk, ekki borða krabbadýr né ýsu. Þetta gera nær allir Íslendingar einsog hungursneyð sé uppsiglingu Ekki sofa hjá kellingum sem hafa verið giftar öðrum mönnum og skilið við þá (skv. Biblíunni dauðasök). Þetta gerum við flest, nema kellingarnar sofa hjá köllum sem hafa verið með öðrum konum. Allt þetta lið á að lífláta með grjótkasti skv. Biblíunni Ekki fer þjóðfélagið og hið kristna samfélag á hliðina útaf þessu sem ekki má eða má. Hvaða æsingur er þetta? Samkvæmt Biblíunn er minna vont að konum sé nauðgað en að körlum sé nauðgað. Eigum við, kristnir menn, þá að vera minna á móti því að konum sé nauðgað en körlum? Samkvæmt Biblíunni er þrælahald hið besta mál og þrælar eiga að hlýða húsbónda sínum. Eigum við kristnir menn þá ekki að vera á móti þrælahaldi? Er nú ekki allt í lagi að vera svolítið samkvæmur sjálfum sér fyrst menn eru byrjaðir á þessari vitleysu hvort eð er? Annars mega menn svo sem æsa sig yfir hverju sem er mín vegna. Og mín vegna mega menn lifa undir lögmáli en ekki náð, ef þeir svo kjósa. Það væri bara svolítið skemmtilegra ef þið væruð svolítið samkvæm sjálfum ykkur! Annars þykjast sumir sjá sömu skýringu á þessum ofuráhuga á líferni homma og lesbía og á því hversvegna Palli piparsveinn var ekkert uppá kvenhöndina!
Auðun Gíslason, 25.10.2007 kl. 17:52
Auðuann, það eru einmitt mikið af reglum í Biblíunni og þeir sem taka hana alvarlega taka einmitt mark á þeim.
Hefurðu eitthvað á móti því að það sé bannað að skilja?
Varðandi reglur Móse um hvaða kjöt er hreint og gott að borða og hvaða kjöt er óhreint og ekki gott að borða þá eru þetta einfaldlega reglur til að gefa okkur betri heilsu. Finnst þér eitthvað að því? Ef síðan einhver braut þær reglur þá átti hann að skipta um föt og fara í bað, það var nú ekki alvarlegri "glæpur" en það.
Varðandi refsingar sem Móselögin talar um. Þarna er um að ræða samfélagsleg lög í þjóðfélagi þar sem ekki ríkti trúfrelsi. Þar sem íslendingar aðhyllast trúfrelsi á auðvitað neyðum við ekki aðra til að hegða sér eins og við viljum að þeir hegði sér. Þegar póstularnir fóru og predikuðu fagnaðarerindið meðal annara þjóða þá voru þeir ekki að reyna að setja upp önnur Ísraels ríki sem áttu að hlíða öllum Móse lögunum. Ég sé engann æsing í því að taka viðvörun Biblíunnar alvarlega og láta aðra vita.
Ég er engann veginn sammála þér að í Biblíunni er eitthvað minna vont að nauðga konu en kalli. Hefurðu eitthvað til að styðja þetta?
Samkvæmt Biblíunni þá er engann veginn þrælahald eitthvað gott mál. Þetta eru miklu frekar reglur til að vernda þá sem verða út undan í samfélaginu. Getur skoðað grein sem ég skrifaði um þetta efni hérna: http://mofi.blog.is/blog/mofi/entry/221519/
Tilgangur náðarinnar er að Guð býst til að borga gjaldið fyrir okkar brot á lögmálinu. Tilgangur náðarinnar er ekki sá að við fáum leyfi til að brjóta lögmálið eins og okkur sýnist.
Mofi, 25.10.2007 kl. 18:17
Sem sagt, stundum bannað og stundum ekki! Einhverjar félagsfræðilegar skýringar eða afsakanir á að eitt hafi gilt þá en eigi ekki að gilda nú í refsimálum eru ótrúverðugar. Þegar fordæmingin á kynvillu var fundin upp var það af heilsufarsástæðum eða vegna þess að Gyðingar urðu að hafa sig alla við við að viðhalda "þjóð" sinn í öllu manndrápsbrölti sínu á vegum drottins? Á það þá nokkuð við í dag frekar en dauðarefsingin sem flest okkar verðskuldum skv. Biblíunni eða þrælahaldið (fyndin skýring sem þú finnur á reglum um þrælahald. Hvernig verndar það þræl að vera svona undir gefinn húsbónda sínum? Nei, reglurnar voru fyrst settar til að viðhalda ástandinu. Gyðingar báru enga umhyggju fyrir þeim sem þeir undirokuðu). Verða menn ekki að reyna að ákveða hvort þeir velja lögmálssiðferði eða kærleikssiðferði? Ég er þeirrar skoðunnar að málið snúist um það. Reyndar er það nú svo, að sumir kristnir eru orðnir meiri lögmálsfylgjendur en rétttrúnaðargyðingar. Veit svo sem ekki hvort þeir kjósa að kalla sig kristna eða gyðinga eða kristna Zíonista eða hvítasunnugyðinga, enda má það einu gilda. Ég hef hinsvegar kosið að skoða málin með gleraugum tvöfalda kærleiksboðorðsins. Og auðvitað skil ég ekki allt og misskil eflaust margt, en ég verð bara að treysta því að Drottinn sjái í gegnum fingur við mig með það sem mig brestur í skilningi og umgengni við náunga minn. Hann skilur allt og Hann einn veit og Hann einn er algóður, en ég kýs að líta svo á að aðrir menn séu jafnvitlausir og ég, og þeir séu jafn breyskir og ég, hversu mjög sem þeir réttlæta sjálfa sig og skoðanir sínar með lögmáli og Biblíutilvitnunum! Reyndar virðast margir gersamlega hafa gleymt kærleikanum og Gullnu Reglunni! Veit ekki hvort mér leyfist að vitna í Frelsarann: Vei yður Farísear!
Auðun Gíslason, 25.10.2007 kl. 19:07
Auðun, auðvitað er það stundum er eitthvað bannað og stundum ekki. Við lifum ekki í svo einföldum heimi. Höfum að vísu alltaf Boðorðin tíu til að einfalda okkar skilning á réttu og röngu. Þegar Móse kom með reglurnar varðandi samkynhneigð ( að vísu aðeins karla ) þá var það með leiðsögn Guðs. Þetta er síðan endurtekið í Nýja Testamentinu, jafnvel nýju þýðingunni.
Varðandi þrælahaldið þá verndar það þá sem lentu í svo mikilli fátækt að þeir urðu að gerast þrælar þannig að þeir fengu mat og þak yfir höfuðið. Lastu greinina sem ég benti þér á? Það er enginn vafi í mínum huga að þessar reglur voru gerðar í kærleika gagnvart mögulegum vondum aðstæðum. Skal opna fyrir athugasemdir á greinina ef áhugi er fyrir hendi.
Maður þarf ekki að velja milli lögmálssiðferði og kærleikssiðferði nema þú ályktir að lögmálið sé gert í hatri. Telur þú að það lögmál sem finnst í Gamla Testamentinu hafa verið gert í hatri, til að undiroka fólk?
Sammála þér að ég og þú skiljum ekki allt en eigum við ekki að skoða Gamla Testamentið með það í huga að verk og lög Guðs þar voru gerð í kærleika? Að minnsta kosti gera tilraun til þess? Þegar þú segir að Guð skilur allt og veit allt, er það þá Guð Biblíunnar? Hvar finnum við þennan skilning Guðs?
Varðandi Farísejana þá var Jesú að gagnrýni þá fyrir að t.d. breyta lögmáli Guðs með því að bæta við það. Einnig að þeir breyttu því þannig að þeir tóku sína eigin siði frekar en lögmál Guðs. Samt aðal gagnrýni Krists á Farísejana var þeirra réttlætiskennd, að þeir væru réttlátir og saklausir. Þeir sem álíta sig sem réttláta og saklausa þurfa ekki á fórn Krists að halda. Jesú var að láta þá vita að þeir voru ekki réttlátir og þeir þurftu á náð að halda.
Mofi, 25.10.2007 kl. 19:25
Lögmálið var í afnumið. Því var rift. Þannig skil ég það. Ég hef það fyrir satt, að í mörgum tilfellum geti verið ráð að spyrja sig, hvað hefði Jesú gert/sagt. Hvernig samræmist það lögmálinu, að dæma ekki, fyrirgefa, bjóða hina kinnina o.s.frv.? Hverjum hafnaði Jesú eða má segja, að Hann hafi hafnað einhverjum? Nei, hann hafnaði engum. Hverja vildi Hann eiga samskipti við? Jú, þá sem lögmálsstýrt samfélag Gyðinga útskúfaði og afneitaði; týndu sauðina. Hverjum má segja að Hann hafi "hafnað"? Jú, einmitt þeim sem sífellt vitnuðu í lögmálið, þeim sem reyndu í sífellu að flækja Hann í net rökræðu um lögmálsins. Þeim sem börðu sér á brjóst og sögðu/segja: Guði sé lof, að ég er ekki eins og þessi eða hinn; syndari, lítilmótlegur, brotlegur. Guði sé lof, að ég er réttlátur og réttlættur fyrir lögmálið. Og hverjir eru þeir í dag? Því þeir eru hér enn: farísearnir, öldungarnir, yfirmennirnir, vondu vínyrkjarnir, landstjórarnir, o.s.frv. Og við erum hér enn: "syndararnir", hinir "holdsveiku", tollheimtmennirnir, fátæku ekkjurnar, blindi maður við Betseba, hundraðshöfðinginn, bersynduga konan, Samverjarnir (útlendingar) o.s.frv.
Auðun Gíslason, 25.10.2007 kl. 20:36
Og kemur ekki Skúli Skúlason einsog skrattinn úr sauðaleggnum? Hann sem ég hélt að væri upptekinn við að reka hatursáróður gegn 1/6 hluta mannkyns, nefnilega Múslimum, sem hann kallar Araba!
Auðun Gíslason, 25.10.2007 kl. 20:40
Guð gerði sáttmála við Gyðinga og varla verður sagt að þeir hafi beitt Lögmálinu af mannkærleika og umhyggju fyrir einhverjum öðrum en sjálfum sér. Varla undirokuðu þeir og drápu niður aðrar þjóðir með leyfi Guðs af kærleika fyrir þessu fólki í kringum sig. Jú, þeir segja að Guð hafi gefið leyfið og jafnvel sagt sér að framkvæma illvirkin. Nema það hafi ekki verið illvirki, þegar Gyðingar lögðu undir sig lönd og þjóðir með drápum og öllum þeim illu verkum sem fylgir hernaði. Þeir segja að það hafi verið vilji Guðs og fyrir leiðsögn hans. Þennan sáttmála sviku Gyðingar aftur og aftur. Þeir tilbáðu aðra Guði, dönsuðu í kringum gullkálfinn, reistu sér skurðgoð... Og svo má lesa meira um framkomu Gyðinga við Guð í sögunni um vondu vínyrkjana. Sögu sem rættist svo í raunverileikanum með krossfestingunni (þeir drápu son eigenda víngarðsins og voru reknir útúr víngarðinum, en eigandinn (Guð) fékk garðinn í hendur öðrum) og brottrekstri Gyðinga úr landinu nokkrum áratugum eftir krossfesinguna. Hvaða skurðgoð reisum við í dag og tökum fram yfir Jesú krists, sem leysti okkur undan lögmáli Gyðinga, hvaða gullkálf dönsum við í kringum í stað þess að hafa Jesú til eftirbreytni, hvaða erfingja vígarðsins drepum við í dag réttlættir af lögmálinu en ekki blóðsáttmálanum við Jesú Krist. Verðum við ekki rekin burt eins og vondu vínyrkjarnir/Gyðingarnir forðum? Einhver sagði að við reisum okkur skurðgoð í prentmáli á pappír og tilbiðjum prentmálið/Bókina en ekki Guð!
Hvaða breytingu höfðu Öldungarnir gert á Lögmálinu, þegar þeir hugðust grýta bersyndugu konuna? Lögmálið sagði, að hún skyldi grýtt! Ekki efaðist frelsarinn neitt um það! Ekki segir neitt um það, er það ? Hvað breyting hafði orðið á Gyðingum sem lifðu undir Lögmálinu þegar þeir drápu erfingja víngarðsins/Jesú. Var sú gjörð ekki í rökréttu framhaldi af því sem á undan var komið? Svo má allavega skilja á sögunni um vondu vínyrkjana. Ég veit, að þetta er ekki hinn viðurkenndi skilningur á þessari dæmisögu í dag, en fyrir nokkrum áratugum var hann það. Og sum okkar skilja söguna svona í dag. Ekki veit ég um þig, Halldór. Vissulega þekktu Gyðingar ekki frelsarann, soninn, þegar hann gekk á meðal þeirra og tóku Lögmálið/hinn gamla sáttmála við Guð fram yfir hinn nýja sáttmála blóðs Krists. En hvað gerum við? Gerum við eitthvað með kærleikann og náðina eða ætlum við að lifa undir hinum gamla sáttmála sem Lögmálið tilheyrir?
Ég hef stundum velt því fyrir mér, hvað Jesú hefði gert, ef blindi maðurinn hefði sagt nei, aðspurðum um, hvort hann vildi verða heill. Lét bersynduga konan af hinu synduga líferni eða hélt húnáfram þar sem frá var horfið. Reiknað Jesú með því að hún snéri við blaðinu? Hugsuðu Öldungarnir Jesú þegjandi þörfina fyrir að hafa veitt þá í þeirra eigin net. Það er þetta sama net, sem margir beita þegar þeir vitna í sífellu í Lögmálið, og gleyma kærleikanum, í Bókina sem þeir tilbiðja í stað Guðs!
Auðun Gíslason, 25.10.2007 kl. 21:49
Jesú sagði að ekki einn stafkrókur úr lögmálinu myndi falla úr gildi; þar að vísu tel ég að Hann eigi við Boðorðin tíu þar sem fórnarlögmálið átti að falla úr gildi með krossinum.
Er eðlilegt að fyrirgefa morðingja sem ætlar að myrða aftur? Brot á lögmálinu felur í sér dóm og Biblían er alveg skýr að sú sál sem syndgar skal deyja. Guð dæmir og refsing verður að fylgja glæpnum en til þess dó Kristur svo að við þyrftum ekki að borga sjálf gjaldið. Það þýðir aftur á móti ekki að við höfum fengið leyfi til að brjóta lögmálið.
Þar sem synd er lögmálsbrot (1. Jóhannesarbréf 3:4) þá eigum við að hlíða lögmálinu þar sem að í því birtist kærleikur Guðs og í brotum á lögmáli Guðs birtist illskan.
Jesú hafnaði engum, það er miklu frekar að Jesú gerði kröfur og þeir sem vildu ekki lúta þeim kröfum höfnuðu Jesú. Ástæðan fyrir því að Jesú talaði til margra Faríseja á mjög harðann hátt var til þess að þeir skildu að þeir voru sekir um að brjóta lögmálið. Ef þeir hefðu ekki sannfærst um eigin sekt þá hefðu þeir ekki haft neina þörf fyrir fórnina sem Jesú gerði á krossinum. Það þýðir samt ekki að þeirra vilji til að hlíða lögmálinu hafi verið slæm heldur að þeir ætluðu að réttlætast fyrir sína eigin hlíðni en ekki fyrir náð Guðs.
Að mörgu leiti þá misnotuðu þeir lögmálið eins og hvíldardagslögmálið, fólk mátti ekki bera nema ákveðna þyngd og mátti aðeins ganga svo og svo langt og svo mætti lengi telja. Jesú sýndi hinn sanna anda þess lögmáls með því að gera góðverk á hvíldardögum. Hvort heldur þú að Guð hafi búið lögmálið til að kvelja fólk með því að til að vernda það frá illu?
Það eru nokkur dæmi í Biblíunni þar sem Guð segir þjóðinni að fara í stríð en alltaf er það vegna illskunnar sem viðkomandi þjóð var að drýgja eins og að fórna börnum og þess háttar.
Jesú leisti okkur ekki undan lögmálinu heldur undan refsingunni fyrir að brjóta það. Ein góð ástæða fyrir því að við drepu ekki erfingja eins eða neins er vegna þess að lögmálið segir "þú skalt ekki myrða". Lögmálið aðeins sakfellir, lætur fólk vita um hvað er rétt og rangt í augum Guðs aðeins trú á það verk sem Jesú gerði á krossinum réttlætir.
Þegar Guð segir í sínu orði eitt og við veljum að hafna því þá erum við búin að gera okkur sjálf að skurgoði. Sá sem setur sig ofar orði Guðs er í rauninni að segja að hann veit betur en Guð sjálfur.
Ég held að Jesú efaðist ekki um það nei. Lögmálið aftur á móti sagði að aðeins ef tveir eða fleiri vottar væru til að staðfesta það væri hægt að sakfella einhvern. Síðan í lögmálinu þá hvatti Guð alltaf til að menn sýndu miskun og fyrirgefningu. Til þess var helgidómurinn, að fólk gat farið þangað með fórn til að fá fyrirgefningu fyrir svona brot.
Ég get ekki sagt að þeir tóku lögmálið fram yfir Jesú. Miklu frekar tóku þeir sínar mannasetningar fram yfir lögmálið og sína eigin sjálfsréttlætingu fram yfir Krist.
Það er góð spurning. Ég held að Jesú hafi ekki læknað neinn nema þá sem báðu Hann um að lækna þá.
Við svo sem vitum það ekki en Jesú sagði henni að syndga ekki framar. Eitthvað sem mér finnst athyglisvert hérna er að líklegast hefði ekki verið hægt að sakfella konuna nema sakfella manninn sem hún var með líka miðað við 2. Mósebók 20:10.
Lögmálið er aðeins gott ef það er notað á lögmætan hátt saman ber 1. Tímóteusarbréf 1:8. Tilgangur lögmálsins er að leiða fólk til Krists, því aðeins syndugir þurfa á fyrirgefingu að halda. Þeir sem aftur á móti velja að lifa í syndinni eru að velja að traðka á lögmálinu og Jesú sjálfum. Sumt gerir fólk í fáfræði en sumt gerir fólk af sínum eigin brota vilja. Ert þú að tilbiðja Biblíuna ef þú elskar náungann eins og sjálfan þig? Er það frekar að þú ert að tilbiðja sjálfan þig ef þú upphefur sjálfan þig og þínar skoðanir ofar orði Guðs?
Mofi, 25.10.2007 kl. 23:13
Nú, skil ég! Þér finnst að þinn skilningur sé annarra skilningi æðri/réttari! Þetta fannst Saddúkeum líka! Þeim fannst sinn skilningur, sín þekking og sín túlkun réttari en annarra.
En Jesú svaraði þeim: "Þér villist, því að þér þekkið ekki ritningarnar ná mátt Guðs..." Magnað! Í Guðs friði!
Auðun Gíslason, 26.10.2007 kl. 00:27
Það er ekki orð um það að fólk fyrir sem bjó í þeim löndum, sem Guð úthlutaði Gyðingum, hafi verið að fremja einhver illvirki. Heldur er það þannig að mínu viti að Það hentaði Gyðingum að ljúga því uppá Guð að hann hefði úthlutað þeim löndum. Og því gætu þeir farið með vopnum á hendur því fólki sem fyrir var myrt það að hneppt í þrældóm! Það er sem sagt ekki þannig að Guð sjálfur hafi setið í eigin persónu og párað gamla testamentið á bókrollur. Heldur er það skrifað af mönnum og sumt hefur tæpast meira sannleiksgildi í sér falið en t.d. Þjóðsögur Jóns Árnasonar!
Auðun Gíslason, 26.10.2007 kl. 00:53
Djö. Ertu góður Auðun....Styð þig:)
gummi (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 01:01
Ég ætla að gleðja ykkur með því að eftir ~100 ár þá verða bara til mannfáir ofurtrúarruglukollasöfnuðir a'la krossin og svoleiðis.
Skil ekki að menn segi guð hafa skrifað bók.. ef hann virkilega skrifaði bók þá er þetta ekki sama bókin og hefur ekki verið það í hundruð/þúsund ára
DoctorE (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 10:21
Ég útskýrði hvernig ég skil þetta og studdi það með versum úr Biblíunni þar sem mér fannst það eiga við. Ertu að segja mér að þér finnst þinn skilningur réttari en minn?
Taktu eftir því að hvernig Jesú talar um ritningarnar. Hann talar ekki um þær eins og að þekkja þær eða vitna í þær sem eitthvað hræðilegt eins og þú virðist sjá það.
Hvers konar illsku voru margar af þessum þjóðum sekar um?
Biblían segir samviskusamlega frá því vonda sem Ísraelsmenn gerðu. Hún lætur þá engann veginn líta út fyrir að hafa verið einhverja dýrlinga. En það var samt í einhverjum tilfellum þar sem þjóðin var sagt að fara í stríð og ástæður voru gefnar.
Hvað þá? Er það kannski þar sem segir "því svo að þér viljið að aðrir menn gjöri yður, svo skuluð þér og þeim gjöra?" Þegar kemur að Gamla Testamentinu þá vitnar Jesú í t.d. Móse og Daníel svo Hann sagði að það sem þeir höfðu skrifað væri frá Guði. Hvað er það akkurat sem þú telur ekki hafa neitt sannleiksgildi og hvaða ástæður hefur þú fyrir því?
Mofi, 26.10.2007 kl. 10:59
Mikið útskýrir þú hlutina vel Mofi, og alveg stórfurðulegt að menn eins og Auðunn p nái þessu ekki samt . Tjah, svona eru menn bara tregir þessa daganna .
enok (IP-tala skráð) 26.10.2007 kl. 20:45
Takk fyrir það Enok. Ég held að Auðun veit alveg sannleikann í þessu máli, hann er bara ekki til í að horfast í augu við það því að það þýðir að hann er ekki sammála Guði um þó nokkur atriði. Þá stendur hann frammi fyrir því undarlega vali, hefur hann rétt fyrir sér eða Biblían. Ég myndi velja Biblíuna fram yfir það sem mér finnst hvenær sem er. Biblían er marfallt áreiðanlegri en það sem ég held út frá minni mjög svo takmörkuðu þekkingu.
Mofi, 27.10.2007 kl. 00:23
Þetta er alveg rétt hjá þér Halldór. Auðvitað felur sú hugsun í sér; þ.e. sú að laga hugmyndir texta að samfélagi hvers tíma, að vikið sé frá fyrri þýðingum. Þar með eru bornar brigður á hið óskeikula orð Guðs, eins og það opinberaðist á sínum tíma.
En þú hlýtur samt að viðurkenna vanda okkar í að útskýra orð eins og "farsími", "tölva", "blogg", svo fátt eitt sé nefnt, fyrir þeim sem urðu fyrir opinberuninni.
Eða er kannski ekkert að marka okkar veruleika miðað við orð Biblíunnar?
Jóhann (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 02:04
Þeir sem urðu fyrir opinberunni á sínum tíma eru allir dánir og grafnir, þeir vita ekki neitt og eiga enga hlutdeild í því sem er undir sólinni eins og Salómon segir í predikaranum. Svo það er lítil þörf á því að útskýra okkar heim fyrir þeim. Ég sé ekki betur en orð Biblíunnar fjalli vel um okkar heim, við glímum við sömu siðferðis spurningarnar og hvaðan komum við og hvað verður um okkur.
Mofi, 27.10.2007 kl. 09:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.