Sköpunarvísindamaður hannar nýja tækni út frá byssu sérstakrar bjöllu

Ég býst við því að ég þurfi að útskýra hvað titill þessa bloggs eiginlega þýði. BBSquirt

Þekktur sköpunarsinni, prófessor að nafni McIntosh og hans "lið" hefur hannað nýja tegund af sprautu búnaði.  Menn eru að vona að tæknin geti nýst í vélum bifreiða, þá sem betri innspýtingu, í slökkvibúnaði og lyfja skömmtunarbúnaði.  Búnaðurinn sem er um 2 cm getur tekið vökva og skotið honum fjóra metra langt eða búið til örsmáa dropa þar sem hver dropi er aðeins 2 míkró metrar.

Þetta er skemmtileg viðbót við listann af uppfinningum sem sköpunarsinna hafa gert í gegnum tíðina eins mótorinn, sjónaukar, smásjár, tölvur, frystitækni og bólusetningar svo dæmi séu tekin.  Skemmtilegast er að sjá alvöru vísindamenn rannsaka handverk skaparans og læra af því og að þannig vísindi bæti líf fólks.

Grein sem fjallar ýtarlegar um þetta:http://www.epsrc.ac.uk/PressReleases/BeetlesInspireNewGeneration.htm

Og grein sem skoðar þetta í ljósi sköpun þróunar: http://creationsafaris.com/crev200710.htm#20071002a


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Mofi

Hann fékk einkaleyfi á þessu.  Það var án nokkurs efa að sköpunarsinni fann upp hjólið en ég var ekki þar svo...

Mofi, 3.10.2007 kl. 14:01

2 Smámynd: Mofi

Elmar: Værirðu kannski til í að rökstyðja þessa fullyrðingu aðeins betur ..... ?

mótorinn: Michael Faraday

sjónaukar: Isaac Newton ( hefði átt að nota orðið "reflecting telescope" )

tölvur: Þeir sem lögðu grunninn að tölvu tækninni voru Charles Babbage, sjá: http://www.creationsafaris.com/wgcs_3.htm#babbage  og James Clark Maxwell

frystitækni: Michael Faraday

bólusetningar  Louis Pasteur

Mofi, 3.10.2007 kl. 18:26

3 Smámynd: Mofi

Hafþór: Halldór, finnst þér í lagi að hann fái einkaleyfi á þessu?  Það er nú ekki eins og hann hafi fundið þetta upp.

Ætti þetta ekki að vera eign mannkyns (eða guðs, kirkjan kannski??).

Það er meira eins og að innblásturinn kom frá hönnuninni sem er að finna í þessari bjöllu. Eina leiðin til þess að vísindamenn haldi áfram að rannsaka náttúruna og græða á því starfi er að þeir geta fengið einkaleyfi á því sem þeir rannsökuðu.

Mofi, 3.10.2007 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband