Hönnun, alla leið niður

Rakst á þennann skemmtilega pistil, langaði að þýða hann en ákvað að það tæki of langann tíma og myndi líklegast aðeins skemma hann.  Svo hérna er hann á ensku og vonandi hafa einhverjir gaman af honum.

It’s not turtles all the way down; it’s design all the way down: from the constants of physics, to the production of life-permitting chemical elements in supernovae that are coincidentally unstable and spew out these elements to produce rocky planets on which life can exist, to the characteristics of carbon formed in a very narrow window of opportunity in stars, to the characteristics of water and light, to the fact that metals can be refined and smelted in temperatures reachable in carbon-based fire which made technology possible, to the electrical properties of conductors and semiconductors that made electronics and computers possible, to the fact that habitable planets represent the best platforms for cosmological discovery, to the fact that living things contain the most remarkable computer program ever written, the profundities of which we have not even begun to understand.

I presume that the picture at this point should be obvious. Design screams from every corner of modern scientific discovery. The real question is, Why do so many (especially academic intellectuals) work so hard to deny the obvious?

I have an answer to that question, and it should be obvious as well.

 

Tekið frá: http://www.uncommondescent.com/intelligent-design/design-all-the-way-down/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sorry, does not compute

DoctorE (IP-tala skráð) 2.10.2007 kl. 12:44

2 Smámynd: Mofi

Hann er að benda á það að alveg frá því hvernig náttúrulögmálin eru sett upp til þess hvernig efnin virka þá eru þetta allt saman mjög nákvæmlega stillt til þess að líf geti verið til.  Að ef eitthvað af þessum fjölmörgu atriðum væri eitthvað eins öðru vísi þá værum við ekki hérna og ekkert líf væri mögulegt.  Þannig að sannanirnar fyrir hönnun eru ekki aðeins náttúran með sínum undrum eða fullkomnasti forritunarkóði sem við vitum um í DNA heldur einnig hvernig náttúrulögmálin sjálf eru sett upp.

Mofi, 2.10.2007 kl. 14:10

3 Smámynd: Mofi

Hafþór, þessar lífverur byggjast samt á því sama og allar aðrar lífverur á jörðinni. Kolefnum, vatni, DNA og prótein vélum.

Mofi, 2.10.2007 kl. 15:03

4 Smámynd: Mofi

Hafþór, einhver sagði að ef þú ætlaðir að búa til mann þá þyrftir þú að sérsmíða allann alheiminn til þess að geta gert það.  Spurning hvort þessi aðili hafði rétt fyrir sér en ég tel að hann hitti naglann á höfuðið. Erfitt að tala um hvað Guði gæti gert því Hann getur allt svo ég býst við því að Hann gæti gert það.

Tökum t.d. þyngdarkraftinn, ef hann væri meiri þá myndi allt í alheiminum þjappast saman í eitt svarthol, ef hann væri minni þá myndu enginn föst efni myndast heldur allt myndi halda áfram óendanlega út í geiminn og engar stjörnur eða stjörnuþokur myndast.

Tilvitnanir sem fjalla um svona atriði:

1. If the initial explosion of the big bang had differed in strength by as little as 1 part in 1060, the universe would have either quickly collapsed back on itself, or expanded too rapidly for stars to form. In either case, life would be impossible. [See Davies, 1982, pp. 90-91. (As John Jefferson Davis points out (p. 140), an accuracy of one part in 1060 can be compared to firing a bullet at a one-inch target on the other side of the observable universe, twenty billion light years away, and hitting the target.) 2. Calculations indicate that if the strong nuclear force, the force that binds protons and neutrons together in an atom, had been stronger or weaker by as little as 5%, life would be impossible. (Leslie, 1989, pp. 4, 35; Barrow and Tipler, p. 322.)3. Calculations by Brandon Carter show that if gravity had been stronger or weaker by 1 part in 1040, then life-sustaining stars like the sun could not exist. This would most likely make life impossible. (Davies, 1984, p. 242.)4. If the neutron were not about 1.001 times the mass of the proton, all protons would have decayed into neutrons or all neutrons would have decayed into protons, and thus life would not be possible. (Leslie, 1989, pp. 39-40 )

5. If the electromagnetic force were slightly stronger or weaker, life would be impossible, for a variety of different reasons. (Leslie, 1988, p. 299.)

Greinin sem þetta kemur frá er hérna: http://home.messiah.edu/~rcollins/finetlay.htm 

Mofi, 2.10.2007 kl. 15:39

5 Smámynd: Mofi

Ekki beint því að margir þessara fasta meiga ekki breytast nema örlítið að þá gjörbreytist allur alheimurinn. Þannig að það má segja að það væri algjör bylting en þessi bylting væri aðeins vegna þess að þessir kraftar eða eiginleika breyttust mjög lítið.

Mofi, 2.10.2007 kl. 16:50

6 Smámynd: Mofi

Hafþór: Og ég segi eins og þú, á það sér nokkra stoð í raunvöruleikanum að velta fyrir sér hvernig heimurinn væri með minni eða meiri virkni aðdráttarkrafts, allar þannig tillögur eru ímyndun.! 

Nei, að vísu ekki. Málið er að við vitum hvaða afleiðingar svona breytingar hefðu svo vísindamenn eru ekki að ímynda sér það. 

Mofi, 2.10.2007 kl. 18:57

7 Smámynd: Mofi

Hafþór, við erum með þessi lögmál hérna og við sjáum hvaða afleiðingar þau hafa á heiminn í kringum okkur svo auðvitað getum við mælt hvað myndi gerast ef hin og þessi kraftar væru sterkari eða veikari.  En tillögur að öðru vísi lífi sem enginn hefur séð við aðstæður sem enginn hefur upplifað, það er aðeins ímyndun með enga stoð í raunveruleikanum.

Mofi, 2.10.2007 kl. 22:45

8 Smámynd: Mofi

Alveg sammála að það er mjög gaman að velta þannig fyrir sér en menn þurfa að minna sig á af og til hvar veruleikinn endar og ímyndunaraflið byrjar.  Ég las fyrir nokkru stutta dæmi sögu sem reyndi að útskýra hvernig þetta bendir til hönnunar, skal reyna að rifja hana upp fljótlega.

Kveðja,
Halldór

Mofi, 2.10.2007 kl. 23:09

9 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Málið er þetta, til þess að geta sagt að það sé ólíklegt að líf myndist miðað við alla mögulega alheima, þá þarftu að vita tvær tölur:

x = fjöldi mögulegra alheima
y = fjöldi mögulegra alheima þar sem líf getur myndast

ef y/x < 0,5 þá er það rétt að það sé ólíklegt að líf væri til. En ég efast um að nokkurri manneskju dreymi um að vita annað hvort x eða y.

En tillögur að öðru vísi lífi sem enginn hefur séð við aðstæður sem enginn hefur upplifað, það er aðeins ímyndun með enga stoð í raunveruleikanum.

Eru ekki þessar aðstæður sem þú stingur upp á "aðeins ímyndun með enga stoð í raunveruleikanum"?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 3.10.2007 kl. 16:40

10 Smámynd: Mofi

Að ímynda sér aðra alheima er eitthvað sem hlýtur að vera utan mögulega vísinda þekkingu því að alheimar geta ekki skarast. Menn geta valið að trúa því að aðrir alheimar eru til en það er að mínu mati mjög mikil og undarleg trú.

Aðstæðurnar eru ályktaðar miðað við það sem við vitum núna um þessi lögmál og hvernig þau virka svo við getum ályktað hvað myndi gerast ef þau væru öðru vísi. Tel það vera nokkuð áreiðanlegt þrátt fyrir augljósar takmarkanir.

Mofi, 3.10.2007 kl. 17:57

11 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Að ímynda sér aðra alheima er eitthvað sem hlýtur að vera utan mögulega vísinda þekkingu því að alheimar geta ekki skarast.

En þín rök, að náttúrulögmálin séu fínstillt, byggja á því að það séu margir mögulegir alheimar. Ef þú heldur því fram að alheimurinn okkar sé eini
mögulegi alheimurinn, þá eru líkurnar á lífi 100%, ekki beint ólíklegt.

Aðstæðurnar eru ályktaðar miðað við það sem við vitum núna um þessi lögmál og hvernig þau virka svo við getum ályktað hvað myndi gerast ef þau væru öðru vísi.

Og hvernig geta menn ályktað um það hvort einhvers konar líf (ath ekki bara þannig sem við þekkjum) myndist við þessar aðstæður eða ekki?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 3.10.2007 kl. 20:27

12 Smámynd: Mofi

Hjalti: En þín rök, að náttúrulögmálin séu fínstillt, byggja á því að það séu margir mögulegir alheimar. Ef þú heldur því fram að alheimurinn okkar sé eini
mögulegi alheimurinn, þá eru líkurnar á lífi 100%, ekki beint ólíklegt.

Ég myndi nú segja að rök þeirra sem líka illa við þá hugmynd að þessi lögmál eru fínstillt eru að það eru til margir alheimar og mér finnst það ekki vera góð rök.   Líkurnar á því að alheimurinn okkar hafi svona fínstillt lögmál eru mjög litlar, í rauninni engar og svar þeirra sem líka illa við þá staðreynd er að kannski eru til margir alheimar og við erum bara hin heppnu.  Mér finnst það vera svona svipað og maður sem stendur fyrir framan aftökusveit þar sem að hundrað góðar skyttur miða á hann og síðan er kallað "skjótið" en engin af skyttunum hittir hann.  Í staðinn fyrir að hann sé undrandi á því að enginn hitti hann og ályktar að þeir hljóta að hafa ekki hitt hann viljandi þá segir hann "auðvitað hittu þeir ekki, ég væri ekki hér lifandi nema af því að þeir hittu ekki". 

Að þessi náttúrulögmál eru svona fínstillt er eitthvað sem kom vísindamönnum mjög á óvart og margir þeirra líkuðu engann veginn við þá staðreynd.

Hjalti: Og hvernig geta menn ályktað um það hvort einhvers konar líf (ath ekki bara þannig sem við þekkjum) myndist við þessar aðstæður eða ekki?

Ég þarf að kynna mér nokkur af þessum atriðum og hvaða afleiðingar hvert þeirra hefur. En til dæmis þá er verið að tala um hvort að allt efni myndi bara þjappast saman í eitt svarthol eða engin "föst" efni gætu verið til eða engar plánetur gætu verið til eða að fjöldi efna sem væru til væru of fá eða þau sértöku efni sem gera líf mögulegt myndu ekki myndast....... eitthvað í þá áttina. Vonandi mun ég hafa tíma til að lesa meira um hvert svona atriði og skrifa eitthvað um það.

Mofi, 3.10.2007 kl. 23:24

13 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mofi, þú hefur greinilega misskilið mig. Ég var ekki að halda því fram að það væru til margir alheimar.

Ég var að benda á að til þess að geta sagt að alheimurinn okkar hafi fínstillta fasta (líklega nákvæmara heldur en að tala um lögmál) fyir myndum lífs þarftu að vita um öll gildi sem voru hugsanleg í þessum föstum, og hvaða gildi væru möguleg fyrir 
myndun einhvers konar lífs.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 4.10.2007 kl. 00:22

14 Smámynd: Mofi

Hjalti: Ég var að benda á að til þess að geta sagt að alheimurinn okkar hafi fínstillta fasta (líklega nákvæmara heldur en að tala um lögmál) fyir myndum lífs þarftu að vita um öll gildi sem voru hugsanleg í þessum föstum, og hvaða gildi væru möguleg fyrir 
myndun einhvers konar lífs.

Einhver misskilningur í gangi :)     það sem menn hafa aðeins getað gert er að ímynda sér afleiðingarnar af því að breyta þeim sem við þekkjum. Það er alveg rétt að það er útilokað að ímynda sér afleiðingar af því að breyta algjörlega mjög mörgum föstum en þetta er samt það sem þessir vísindamenn benda á.

Mofi, 4.10.2007 kl. 11:41

15 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

það sem menn hafa aðeins getað gert er að ímynda sér afleiðingarnar af því að breyta þeim sem við þekkjum.

Allt í lagi. Þannig að þessi rök þín byggja á því sem sumir menn ímynda sér.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 8.10.2007 kl. 19:07

16 Smámynd: Mofi

Þetta eru ekki beint mín rök, þetta er miklu frekar að þeir sem aðhyllast þróun eru búnir að vera að leita að dýrum sem eru ekki fullmótuð í steingervingasögunni en finna þau ekki.  Ég sé aðeins dýr sem er eins og það er, ekki millistig af neinni sort.

Mofi, 10.10.2007 kl. 16:39

17 Smámynd: Mofi

Hjalti: Allt í lagi. Þannig að þessi rök þín byggja á því sem sumir menn ímynda sér.

Ruglaðist aðeins... ekki rétta umræðuefnið...  Að geta reiknað út hvaða afleiðingar það hefði ef eitthvað af þessum kröftum væru aðeins öðru vísi er ekki bara að ímynda sér, það eru rannsóknir byggðar á því sem við getum mælt og fylgst með.  Þetta er niðurstaða Steven Hawkins og Einsteins og miklu fleiri sem hafa rannsakað þessi lögmál. Miðað við þróunartrúnna sem byggist á því að ímynda sér einfaldari augu eða einfaldari vængi og að geta ímynda sér eitthvað séu rök fyrir trúnni þá er ekki einu sinni hægt að tengja fínstilli rök alheimsins við neina ímyndun.

Mofi, 10.10.2007 kl. 16:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband