13.8.2007 | 13:13
Að gagnrýna Darwin er alríkisglæpur!
Fyrir ekki svo löngu þá birtist frétt hérna á mbl þar sem sagt var frá því að nú mátti aftur kenna Darwin í skólastofum í Bandaríkjunum, nánar tekið í Dover. Sannleikurinn er aftur á móti sá að dómstólar bönnuðu að Darwin væri gagnrýndur. Skólanefndin þar og í fleiri stöðum vildu leyfa gagnrýni á hugmyndir Darwins en dómstólar komu í veg fyrir það með ACLU í fararbroddi.
Svo staðan í dag er að það er alríkisglæpur að gagnrýna Darwin í skólastofum í mörgum fylkjum Bandaríkjanna.
Maður getur ekki annað en spurt sig afhverju fréttamiðlar segja svona rangt frá og að mínu mati er það frekar ógnvekjandi. Í hvaða fleiri atriðum eru við að fá fréttir sem eru brenglaðar vegna þess að einhverjir eiga hagsmuni að gæta? Minnir mig á lyga myndina "inherit the wind" þar sem Scopes réttarhöldin er snúið á haus og kristið fólk látið lýta út fyrir að vera geðsjúklingar. Meira um það hérna: http://www.answersingenesis.org/creation/v19/i1/scopes.asp
Meira um dómstólana í Dover: http://www.evolutionnews.org/2007/08/questioning_darwins_theory_in.html#more
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkur: Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:38 | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Var ekki málið að menn vildu vera að kenna Intelligent design? En sú kenning er ekki vísindaleg og hefur hvergi verið sönnuð og er trúarlegs eðlis. Líklega hefur því verið dæmt að ólöglegt sé að vera með trúboð í skólum á grundvelli aðskilnaðar kirkju og ríkis. Að kenna kenningu sem er ekki vísindalega viðurkennd og er í eðli sínu trúboð í opinberum skólum er ekki réttlætanleg.
Daði Einarsson, 13.8.2007 kl. 13:30
Daði, nei það var ekki málið. Intelligent design var hluti af þessu og menn frá þeim báru vitni en málið var samt aðeins hvort að gagnrýni á Darwin væri í lagi. Síðan er auðvitað vitræn hönnun besta útskýringin á undrum náttúnnar og fáránlegt að þeim sem finnst það og koma með sín rök fyrir því sé bannað að gera það. Það er ekki vísindaleg kenning sem þarf að verja með þeim ofstopa sem Darwin þarf. Að kenna að tilviljanir geti búið allt til og að Biblían er þá röng er ákveðið trúboð, það er trú guðleysingja.
Mofi, 13.8.2007 kl. 13:36
Talandi um að snúa á haus! Það er í besta falli útúrsnúningur og í versta lagi skrök að halda því fram gagnrýni á Darwin sé alríkisglæpur.
Ef ég efast um gildi eða getu pensillíns og gef manni rottueitur í staðinn, þá verð ég líklega dæmdur fyrir það, en sá dómur verður ekki fyrir að hafa efasemdir um pensillín! Á sama hátt var skólastjórnin í Dover, sem nú hefur sagt af sér, ekki kærð eða sakfelld fyrir efasemdir um Darwin, heldur fyrir að setja trúarlegu kennisetninguna um "Intelligent Design" á sama stað í lærdómnum og vísindalegar niðurstöður á borð við þróunarkenninguna.
"inherit the Wind" var ekki, og átti ekki að vera söguleg mynd um aparéttarhöldin, heldur innlegg og gagnrýni á McCarthy-ismann og þau heiftarlegu höft sem sett voru á tjáningarfrelsið á þeim tíma sem myndin var gerð.
Fjalar (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 13:41
Fjalar, endilega lestu greinina sem ég benti á varðadi Dover málið, sjá aftur: http://www.evolutionnews.org/2007/08/questioning_darwins_theory_in.html#more
Útdráttur úr greininni:
Is it a federal crime to question Darwin’s theory in a public school? In some public schools it certainly is. It’s a federal crime to violate a federal court ruling, such as the ruling by federal judge John E. Jones banning criticism of Darwin’s theory in the curriculum of biology classes in Dover, Pennsylvania public schools. Disobeying Judge Jones’ ruling would be a violation of U.S. Code Title 18, Part1, Chapter 21, section 401, which reads:
In plain English, you’re not allowed to violate a federal court ruling, and doing so is a federal crime. Judge Jones’ ruling applied formally to the parties in the case, including the Dover School District. In Dover today, if the district requires you to "to denigrate or disparage the scientific theory of evolution," there is a violation of a federal court order, which is a federal crime.
Varðandi "Inherit the wind" myndina. Myndin er sett fram sem eitthvað sem gerðist í alvörunni og sýnd í skólastofum víðsvegar um heiminn sem fróðleikur.
Mofi, 13.8.2007 kl. 13:48
Það er merkilegt að halda að dómurinn eins og ég les greinina sé að ritskoða gagnrýni á Darwin. Það sem dómurinn er í raun að segja að óheimilt skv. lögum er að vera með trúboð í hvaða mynd sem það er í opinberum skólum þ.e. aðskilnaður trúar og ríkis. Intelligent design hefur ekki verið viðurkennd að vera vísindaleg og sem slík á ekki heima í grunnskólum.
Auk þess hefur hún verið sett fram í fræðslumyndum sem ég hef séð sem vægast sagt röng eða með villandi rökfræði s.s. ef þetta gengur ekki upp þá hlýtur það að vera svona. Ekki er skoðað að aðrir kostir séu til. Auk þess er yfirleitt blandað saman því sem þróunarkenningin er og ýmsu öðru. T.d. er iðulega verið að segja að þróunarkenningin sé röng vegna einhvers sem hefur með stjörnufræði að gera en þróunarkenningin er eingöngu um lífverur en ekkert annað eftir því sem ég best veit.
Daði Einarsson, 13.8.2007 kl. 13:59
Ég sé ekki aðra leið til að lesa dóminn.
Varðandi vitræna hönnun þá snýst hún aðalega um hver er besta útskýringin á sumu af því sem við sjáum í náttúrunni eins og þessi mótor hérna: http://mofi.blog.is/blog/mofi/entry/279720/
Einn segir að þetta hlýtur að vera hannað, ber öll einkenni hönnunar. Annar segir að þetta hlýtur að bara gerst út í geimnum eins og Francis Crik sá sem fann út byggingu DNA. Enn aðrir segja að þetta hafi bara gerst fyrir röð tilviljana, ein góð tilviljun ofan á aðra. Hvernig á að ákveða hvað af þessu er vísindi og þar af leiðandi sannleikur og hitt er trú og þar af leiðandi lygi?
Þegar aðeins um 10% þessarar umræddu þjóðar, Bandaríkjamenn, trúa að hreinn darwinismi sé sannur. Náttúrulegir ferlar sem enginn leiðbeindi, hvorki Guð né nokkuð annað, er eitthvað sem aðeins 10% þjóðarinnar trúa. Ætti ekki frekar að flokka þá trú sem sértrú og þeir mega trúa því og kenna en ekki að dirfast að kalla svona vitleysu vísindi...
Mofi, 13.8.2007 kl. 15:19
Það er vegna þess að þú hefur annarlegar hugmyndir Halldór.
Hvað í ósköpunum er "hreinn darwinismi"?
Auk þess fer réttmæti kenninga ekki eftir vinsældum þeirra, þetta ættir þú að vita sem hluti af litlum jaðarhópi hér á Íslandi. M.ö.o. þú trúir málflutningi þínum ekki einu sinni sjálfur.
Matthías Ásgeirsson, 13.8.2007 kl. 15:58
Mattías: Það er vegna þess að þú hefur annarlegar hugmyndir Halldór.
Þetta er einfaldlega það sem dómurinn fjallar um og hans niðurstaða.
Hvað í ósköpunum er "hreinn darwinismi"?
Í þessu samhengi þá á ég við að þróun sé náttúrulegt ferli sem enginn leiðbeindi, að aðeins tilviljanir og náttúruval hafi búið allt til. Alveg rétt að réttmæti kenninga fer ekki eftir vinsældum, merkilegt samt hvað þeir sem aðhyllast þróun vísa oft í þau rök.
Mofi, 13.8.2007 kl. 17:10
Nei mofi, þeir sem aðhyllast Þróunarkenninguna (ekki hreinan Darwinisma, kenningar Darwins hafa verið endurbættar) réttlæta hana ekki með vinsældum hennar. Aftur á móti er oft bent á að innan vísindaheimsins er Þróunarkenningin alls ekki umdeild, þó deilt sé um vissa hluti innan Þróunarkenningarinnar.
Satt að segja er vísun í vinsældir akkúrat öfug, það þykir merki um að samfélag sé þróað og menntun almennt góð þegar meirihlutinn "styður" Þróunarkenninguna.
Matthías Ásgeirsson, 14.8.2007 kl. 16:11
Já já Matti, þeir sem aðhyllast þróunardæmið eru allir sammála um að hún sé rétt. Þeir sem síðan eru ekki sammála henni teljast ekki með vísindaheimsins og þess vegna er hún ekki umdeild. Þú lýtur á að samfélag sé þróað ef meiruhlutinn styður þetta rugl, ég lýt á það sem fáfræði og heilaþvott sem betur fer er hægt að lækna. Þú aftur á móti hefur fengið fræðslu en samt neitar að gefa þetta rugl upp á bátinn, afhverju veit ég ekki.
En eins og ég sagði, 90% af Bandarískju þjóðinni aðhyllist ekki þann Darwinisma sem þú talar um svo greinilega er þetta umdeilt þar.
Mofi, 14.8.2007 kl. 20:28
Arngrímur: Mofi: Á þá ekki líka að fara að kenna kenninguna um "flata jörð" í jarðfræðitímum, svona til að
Það er enginn ágreiningur um lögun jarðarinnar. Þegar aftur á móti 90% viðkomandi þjóðar trúir ekki að ákveðin hugmynd sé rétt heldur að önnur hugmynd sé rétt þá er eðlilegast og vísindalegast að aðeins segja frá þessum tveimur viðhorfum og hvaða rök báðir aðilarnir hafa fyrir sínu máli.
Arngrímur: Sú yfirlýsing þín hér ofar um að þróun og náttúruval segi að "tilviljanir geti búið allt til" sýnir þekkingu þína á þessu sviði líffræði í hnotskurn, það er tímaeyðsla að svara svona bulli.Þú skilur líklegast ekki hvað náttúruval gerir, eina sem það gerir er að eyða lélegum tilviljunum, þess vegna er allur sköpunarmátturinn í tilviljunum.
Arngrímur:Og það er grundvallarmunur á því að styðja/aðhyllast tiltekna hugmynd vegna þess að hún er studd gögnum og er vel rökstudd og rannsökuð og þess aðhyllast hugmyndir af óskhyggju eða vegna þess að það fær mann til að líða vel.
Hún er ekki vel rökstudd og hefur engin almennileg gögn til að styðja hana og þeir sem aðhyllast hana gera það af miklu meiri trúareldmóði en Gunnar í krossinum gæti kreist úr sér á góðum sunnudegi. Óskhyggjan virðist síðan miklu frekar vera af hendi guðleysingja því þeim líkar ekki sú hugmynd að Guð gæti verið til.
Arngrímur: Merkilegt hvernig þið kristnir hafið stórt og mikið horn í síðu þróunarlíffræðinnar en ekki annarra sviða vísinda sem ekki tortíma grundvelli helgisagna ykkar. Hmmm...
Ég vona nú að ég myndi sjá vitleysun í hugmyndum Darwins þótt ég væri ekki kristinn. Að tölvur, forritunarmál, flóknar vélar og kerfi hafi bara orðið til án þess að neinn hannaði það, þetta er bara svo heimskt að blóðið síður í mér þegar ég hugsa út í það.
Mofi, 16.8.2007 kl. 13:17
Elmar, skemmtileg athugasemd hjá þér, vill svo til að ég skrifaði blogg um akkurat þetta í gær, sjá: http://mofi.blog.is/blog/mofi/entry/291568/
Mofi, 22.8.2007 kl. 14:55
Dómurinn í Dover segir bara að ID eigi ekki heima í vísindakúrsum - enda ekki vísindakenning. Hvar eru vísindin á bak við id?
Matthías Ásgeirsson, 24.8.2007 kl. 14:55
Öll alvöru vísinda styðja id, alltaf þegar við hönnum eitthvað þá er það stuðningur við id, alltaf þegar við rannsökum hönnun í náttúrunni og sérstaklega þegar við rembumst við að herma eftir þá er það eitthvað sem styður id. Menn eru t.d. núna að rannsaka hvort að bakteríur með skemmdann "flagellum mótor" geti gert við hann. Hvort að tilviljanir og náttúruval geti tekið eitt af þúsundum skrefa sem þarf til að búa til svona mótor. Síðan spáði id um að DNA væri ekki eintómt drasl á meðan darwinismi sagði að þetta væri aðalega drasl og nú hefur betri vísindakenningin reynst rétt sem er auðvitað id.
Mofi, 24.8.2007 kl. 18:03
Þú svarar mér í raun ekki.
Það er alveg ljóst að ID er ekki vísindakenning. Af hverju ætti þá að kenna ID í vísindakúrsum? Hvaða vísindarannsóknir liggja á bak við ID?
Halldór, það er dálítið broslegt hvernig þú ert búinn að hengja trú þína á þennan flagellum mótor - þrátt fyrir að þér hafi verið ítrekað sýnt fram á að hann styður ekki mál þitt.
Matthías Ásgeirsson, 25.8.2007 kl. 09:54
Mér finnst alveg ljóst að ID er vísindakenning og þegar t.d. hún spáði öðru en darwinismi þá hafði hún rétt fyrir sér en darwinismi ekki.
Varðandi flagellum mótorinn þá auðvitað styður hann mál mitt og hreinlega afsannar þá hugmynd að náttúrulegir ferlar gætu búið hann til. Eina sem þú hefur bent á er að það er hlutmengi af honum sem þjónar öðrum tilgangi, þetta eru rök sem Behe svarið í fyrstu bók sinni áður en menn vissu þetta.
Mofi, 26.8.2007 kl. 13:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.