Það eru góðar ástæður fyrir því að kristnir ættu ekki að vilja apokrýfurnar innan um aðrar bækur Biblíunnar. Ætla aðeins að benda á þessar ástæður og síður sem fjalla um málið ýtarlegar:
- Bækurnar voru aldrei hluti af hebreska Gamla Testamentinu eða kanonum. Veit ekki íslenska orðið en "canon" er heiti yfir þær bækur sem voru álitnar heilagar í GT.
- Hvorki Jesú né nokkur af lærisveinunum vitnar í þessar bækur. Í Nýja Testamentinu er vísað í Gamla Testamentið um 1000 sinnum en aldrei í þessar bækur.
- Fyrstu kirkjufeðurnir vitna ekki í þessar bækur.
- Enginn af þessum bókum heldur því fram að vera innblásin af Guði eins og önnur rit Biblíunnar.
- Margar af apokrýfu bókanna innihalda mótsagnir við megin boðskap NT og GT.
http://www.biblebelievers.net/BibleVersions/kjcapocr.htm
http://www.apologeticspress.org/articles/1817
Mér finnst aðalega að þessar bækur eiga ekki að vera tengdar Biblíunni. Þær eru áhugaverðar á sinn hátt og hafa sögulegt gildi en eiga ekki erindi í Biblíuna sjálfa.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Takk fyrir að benda á þessar upplýsingar. Eiga þessar bækur að koma inn í nýju biblíu þýðinguna? Ég hef heyrt þess getið. Það er ekki á það bætandi að koma með einhver svona rit í ritninguna, fólk á nógu erfitt með að greina mannasetningar í GT og NT án þess að flækja málin með sögum sem eru ekki innblásnar af Guði.
Linda, 9.8.2007 kl. 02:45
Akkurat Linda, þetta dregur Biblíuna aðeins niður og það er alls ekki sniðugt. Ég veit ekki betur en þessar bækur verða með nýju þýðingunni og mér finnst það mjög slæmt. Allt í lagi að gefa þær sér út því þær hafa auðvitað eitthvað gildi en alls ekki með Biblíunni sjálfri.
Mofi, 9.8.2007 kl. 11:25
Það ERU tilvitnanir í devtero-kanonísku bækurnar í Nýja testamentinu, Halldór ("apokrýfar" er rangheiti um þær). Ekki aðeins kaþólska kirkjan, heldur og sú orþódoxa og ennfremur sú lútherska hafa haft þær í Biblíuútgáfum sínum, allt þar til Brezka og erlenda Biblíufélagið setti -- vegna kalvínskra áherzlna þar á bæ -- það skilyrði fyrir stuðningi við Biblíuútgáfu á íslenzku, að þessum ritum yrði þar sleppt. Mér finnst það merki um sjálfstæði og reisn hjá Hinu ísl. Biblíufélagi að ætla sér að hafa þessi rit með í næstu útgáfu Biblíunnar. Það bætir hins vegar auðvitað ekki fyrir það, ef reynt verður að falsa ákveðna texta í ritum Páls postula í þeirri haustútgáfu, eins og um hefur verið rætt.
Grein þín er allt of stutt, þú getur ekki vænzt þess að sanna mikið með svo takmarkaðri röksemdafærslu. Ég vænti þess sjálfur að fylgja þessu innleggi eftir með öðru ýtarlegra vegna þessara atriða þinna. En á meðan bið ég þig að nefna dæmi um þetta lokaatriði þitt: "Margar af apokrýfu bókanna innihalda mótsagnir við megin boðskap NT og GT."
Með góðri kveðju og þökk fyrir samstöðu á mörgum öðrum sviðum trúar og siðferðismála,
Jón Valur Jensson, 9.8.2007 kl. 12:37
Takk fyrir það Jón. Ég benti á greinar sem fjölluðu ýtarlegra um þessar bækur og ef einhverjar rangfærslur eru þarna þá langar mig að vita um þær.
Í öðru Pétursbréfi þá talar Pétur um að ritningarnar voru skrifaðar af spámönnum innblásnir af Guði en þessi rit reyna ekki einu sinni að halda því fram að vera innblásnar.
Varðandi mótsagnir við stór atriði Biblíunnar þá best að vísa í texta í grein um þetta atriði:
The book of Tobit contains many false things.
First, there is the account of a supposed high and good angel of God who lies and teaches the use of magic! In Tobit 5:4 we are told that the angel's name is "Raphael," but later he lies to Tobit, claiming to be "Azarias the son of the great Ananias, one of your relatives" (Tobit 5:12). This angel professes to be "one of the seven holy angels who present the prayers of the saints and enter into the presence of the glory of the Holy One" (Tobit 12:15). Yet he not only lies about his name, but teaches magic. "Then the angel said to him, `Cut open the fish and take the heart and liver and gall and put them away safely.' ... Then the young man said to the angel, `Brother Azarias, of what use is the liver and heart and gall of the fish?' He replied, `As for the heart and the liver, if a demon or evil spirit gives trouble to any one, you make a smoke from these before the man or woman, and that person will never be troubled again. And as for the gall, anoint with it a man who has white films in his eyes, and he will be cured'" (Tobit 6:4,6-8). The Bible clearly condemns magical practices such as this (consider De. 18:10-12; Le. 19:26,31; Je. 27:9; Mal. 3:5).
Second, the false doctrine of salvation through works is taught in the book of Tobit. "For almsgiving delivers from death, and it will purge away every sin" (Tobit 12:9). "So now, my children, consider what almsgiving accomplishes and how righteousness delivers" (Tobit 14:11). These false teachings must be contrasted with Lev. 17:11, which says "it is the blood that maketh an atonement for the soul," and with Tit. 3:5 which says, "Not by works of righteousness which we have done, but according to his mercy he saved us, by the washing of regeneration, and renewing of the Holy Spirit."
Ég hefði gaman af því ef þú myndir taka saman grein sem útskýrir afhverju þú telur að þessar bækur eiga að vera með í Biblíunni og þá sem bækur sem eru heilagar og innblásnar af Guði.
Með kveðju og þökk fyrir lesturinn og fyrirfram þökk um góða grein um þetta síðar,
Mofi
Mofi, 9.8.2007 kl. 13:33
Takk fyrir snöggt svar, Halldór. En hyggurðu, að hvert einasta rit Gamla testamentisins (eins og þau eru t.d. í 1981-útgáfunni) taki það sérstaklega fram um sjálft sig, að það sé innblásið? Ef ekki, hvers vegna gerirðu þá þessa kröfu til devtero-kanonísku ritanna?
Svara hinu frá þér seinna, þegar ég kemst betur til þess.
Jón Valur Jensson, 9.8.2007 kl. 14:15
Þúrt Flottur
Tryggvi Hjaltason, 9.8.2007 kl. 14:40
Jón, ekki öll rit Gamla testamentisins segjast vera innblásin það er rétt. Þau eru samt ekki mörg sem eru þannig og það má kannski deila um þau en þau aftur á móti voru hluti af þeim ritum sem gyðingar flokkuðu sem heilög, annað en apokrífurnar.
Tryggvi, takk fyrir það. Takes one to know one
Mofi, 9.8.2007 kl. 15:17
Gyðingar í dreifingunni (diaspora), einkum Alexandríu-Gyðingarnir (þar sem þeir voru afar fjölmennir, bæði fyrir og eftir Krists burð), flokkuðu devtero-kanonísku ritin sem heilagar ritningar. Elztu varðveittu eintök af Gamla testamentinu á grísku innihalda öll þessi devtero-kanonísku rit. Svo er það ekki rétt hjá þér, að kirkjufeður hafi ekki vitnað í devtero-kanonísku ritin, því að jafnvel postullegu feðurnir gerðu það sumir (heil. Polycarp í Smyrna og höfundar Barnabasarbréfs og Hirðis Hermasar), og ófáir kirkjufeður votta beinlínis kanónískt gildi þessara margnefndu rita.
Jón Valur Jensson, 9.8.2007 kl. 17:33
Takk fyrir Halldór. Ég las m.a. í einum af þessum greinum sem þú bendir á, þar sem fólk er kennt að biðja fyrir þeim sem dánir eru svo það komist til himna. Hvergi í NT (að mér vitandi)er slíkt samþykkt. Það er bara einn sem biður fyrir okkur og lausn okkar þá er frelsarinn samanber Jóhannesi 17. Mér lýst einmitt vel á þitt upplag um þetta efni, maður getur sjálfur myndað sér skoðun. Kaþólska biblían er með eitthvað af þessum ritum, því er skiljanlegt að Jón Valur standi vörð um það efni. Eins og þú, þá vænti ég þess að hann komið með sínar heimildir sem munu vera fylgjandi ritunum. Verður án efa spennadi lesning.
Ég er með mína Biblíu á Ensku NKJV ég býst frekar við því að ég haldi mér við hana, auk þess þar sem letrið í er ákjósanlegt í minni útgáfu. Biblegateway.com er líka með ágætis þýðingu af Íslenskri Biblíu, þó er viss mismunum á kafla skiptu, samanber Jóhannes 20 og 21 og því sem er skráð hjá HÍ. Merkilegt , enn ég hef ekki alveg áttað mig á ástæðunni á þessari mismundandi kafla skiptingu.
Linda, 9.8.2007 kl. 18:26
Í jóhannesi 17 (þýðing Hí og Enska NKJV) hér biður Jesú sjálfur fyrir lærisveinum sínum og okkur sem honum voru gefin.
Linda, 9.8.2007 kl. 18:32
Hæ Mofi já mikið rétt canon" er heiti yfir þær bækur sem voru álitnar heilagar í GT. En Apokrýfu bækurnar sem slíkar þá er ég tala um tíma gamla testamentisins þær sem voru frá þeim tíma , Apokrýfu bækurnar eru stórmerkilega geyma sagnfræðilega séð miklar upplýsingar hvað var ske á þessum tíma hvað konungarvar hreinlega geyma góðar upplýsingar á mínu mati er Gyðingar bækur mjög , merkilegar það er ekki rétt hjá þér sumar þeirra voru notaðar af kirkju feðrunum & höfðu mikil áhrif á réttar kerfi þar má nefna sússönnu bók.i frum kirkju ritinu Apostlic Didascalia ,Ein Gyðingabók hefur verið í miklu uppá haldi hjá Gyðingum Ben- Sírach Bók, Betur þekkt sem Síraks Bók , Það er engin að halda því fram að þær séu Biblían , En svona hræðslu áróður Æi það minnir man svo á trúarsöfnuðinasem setja þetta djöfla búinig & hræðast allt & sjá djöfulinn í hverju horni , Svona ótta áróður er ekki ekki virka ; Ef þú lest Apokrýfu bækurnar sem Apokrýfu bækur , 'Eg get ekki séð hættuna af Því sorry. En ég vil taka því fram svo margt sem þú ert skrifar er rosalega gott & málefnalegt sem hef fílað ekki miskilja mig að þetta sé persónulegt gegn þér , Bara 'eg er ekki sámála þér í þessu .
Guð Blessi Þig Halldór
Jóhann Helgason, 9.8.2007 kl. 19:00
"Það er bara einn sem biður fyrir okkur og lausn okkar, það er frelsarinn, samanber Jóhannesi 17," segir okkar góða Linda hér ofar (ég held ég lesi rétt hér í málið), og þessu stefnir hún gegn því, að "fólk[i sé] kennt að biðja fyrir þeim sem dánir eru, svo það komist til himna," sem hún og/eða þú, Halldór, teljið líklega byggt á einu devtero-kanoniska ritinu. En eigið þið ekki við þau orð I. eða II. Makkabeabókar, að spámaðurinn Jeremía biðji (eftir að hann var allur) mikið fyrir lýðnum? Þá setningu setja ýmsir lútherskir fyrir sig, en a.m.k. á að vera ljóst, að hún er í engri mótsögn við það, að einn sé meðalgangarinn, sem biðji fyrir okkur, því að hann gerir það einn á sinn almáttuga hátt, á meðan okkur mönnunum er samt ætlað að taka þátt í fyrirbænaverkinu, þótt á allt öðru og lægri plani (e. level) stöndum og vinnum. "Biðjið hver fyrir öðrum, bræður," er hvatning sem allir hljóta það þekkja úr Nýja testamentinu, og hún felur enga niðrun í sér gagnvart hinu einstæða frelsunarhlutverki Krists. - En takk fyrir góða umræðuna; kem aftur.
Jón Valur Jensson, 9.8.2007 kl. 20:46
Hæ Halldór þú ert samt frábær
Jóhann Helgason, 9.8.2007 kl. 22:10
Jóhann, eina sem ég vildi benda á er að við höfum ekki ástæðu til að flokka þessar bækur sem innblásnar af Guði og þar af leiðandi draga þær Biblíuna niður. Eins og við höfum ekki nóg vandamál þegar kemur að verja Biblíuna sjálfa gagnvart "æðri" gagnrýni og vantrúar mönnum sem vilja hakka allt í henni. Afhverju að þá setja þessar bækur í "Biblíuna"? Eins og ég tók fram þá tel ég þessar bækur merkilegar en bara ekki innblásnar og ef Biblían á að vera orð Guðs þá eigum við ekki að láta eitthvað vera þar sem við hreinlega trúm ekki að sé orð Guðs. Takk annars fyrir að lýta við og vingjarnleg ummæli.
Jón Valur, hlakka til að sjá grein sem kemur með rök fyrir því að þessar bækur eru innblásnar af Guði og eiga heima í Biblíunni. Held að það sé líka tímabært að ég fjalli um eðli sálarinnar og hvað gerist þegar við deyjum. Sé ekki betur en þetta snerti það efni líka.
Mofi, 9.8.2007 kl. 22:44
Ég ætla nú engan vegin fara að setja mig í sama sæti og fræðimenn, ég hef einfaldlega mikla ástríðu fyrir orði Guðs og stjórnast því einungis af því. Ég hinsvegar læt ekki auðveldlega misskilja mig. Þessar bækur tilheyra ekki einu sinni Torah, það má vel vera að Gyðingar hafi haft þessar bækur til sögulegra viðmiðunar, enn þeir litu ekki svo á að þessar bækur ættu heima í ritningunni sem er innblásin af Guði. Hvernig getum við réttlætt það að samþykkja að slíkum bókum er bætt við biblíuna okkar. Kristnir segja Orðið er innblásið af Guði og ætla svo að koma með þessar bækur inn í dæmið. Sem eru klárlega ekki heilög ritning. Jesú varaði við fræðimönnum og faríseum sem mundu afbaka orð Guðs á enda tímunum. Við getum ekki réttlætt þessar breytingar frekar enn aðrar í ritningunni. Mín ástríða er Guð og orðið, ég þarf ekki fræðimenn til þess að segja mér hvað er satt eða ekki. Ég reyndi að lesa The book of Enock (minnir að það til Qumran)hún gaf mér ófrið ég gat ekki klárað hana, sami ófriðurinn og hafði hafði fundið fyrir þegar ég las "converstion við God". Þessi rit gefa mér ekki frið .
biblical books. II Maccabees teaches praying to the dead and making offerings to atone for the sins of the dead. Consider this quote from II Maccabees 12:43-45: "He also took up a collection ... and sent it to Jerusalem to provide for a sin offering. ... For if he were not expecting that those who had fallen asleep would arise again, it would have been superfluous and foolish to pray for the dead ... Therefore he made atonement for the dead, that they might be delivered from their sin." The Bible, though, says there is only one mediator between God and men, the man Christ Jesus (1 Ti. 2:5-6). Also Heb. 10:10-14 says believers have been perfected forever through Christ's one sacrifice. Thus, the dead in Christ need no human, earthly prayers or offerings. At death the lost go immediately to a place of torment; thus there is no purpose in praying for them (Lk. 16:22-23). II Maccabees also contains the heresy that deceased saints are interceding in heaven for those on earth (15:11-14). The Bible teaches that it is the Lord Jesus Christ, our great High Priest, who is interceding for us in Heaven--not deceased saints (Heb. 4:14-16; 8:1-2; 1 Jn. 2:1-2).
Linda, 9.8.2007 kl. 22:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.