23.10.2015 | 08:14
Kristin trú er grunnur nútíma vísinda
Meginflokkur: Vísindi og fræði | Aukaflokkar: Heimspeki, Trúmál | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.12.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kristin trú er ekki grunnur að nútíma vísindum. Forvitni einstaklinga er grunnurinn. Kristin trú nærir ekki forvitni. Newton og fleiri frá árdögum nútíma vísinda höfðu ekki þá þekkingu sem við búum við í dag til að móta sér raunsærri viðhorf gagnvart umhverfi sínu. Kristni var allsráðandi og alin upp í fólki frá blautu barnsbeini, og því hafði ekki nokkur einstaklingur forsendur til að takast á við fyrirfram gefnar guðshugmyndir. Newton fékk að starfa í friði þar sem hans tilgátur og kenningar fóru ekki inn á svið kirkjunnar, því kirkjan hafði ekki hugmynd um, um hvað hann var að tala. Það var ekki svo í tilfelli Galileo og fleiri, enda maðurinn settur í fangelsi fyrir rannsóknir sínar. Það að nútíma vísindi hafi náð á flug gerðist ekki vegna kristni heldur þrátt fyrir kristni. Þar er gríðarstór munur á. Þú getur verið nánast 100% viss um það að ef Newton, Fariday, Euler, Boyle og aðrir frá fyrri öldum, byggju við sömu upplýsingar og við höfum í dag, að þeir væru trúelysingar. Það er nánast öruggt m.v. hvernig vísindasamfélagið er uppbyggt í dag þar sem 98% eru trúelysingar.
Þessi fyrirlestur í videoinu að ofan er einhver sá versti og ómálefnalegasti sem ég hef stautast í gegnum. Sjaldan hef ég líka séð eins mikla sölumennsku á einum fyrirlestri. Fyrirlesturinn snérist að mestu um tilvitnanir, orðhengislhátt og útúrsnúninga og því síður um rannsóknir og haldbærar sannanir.
Reputo, 23.10.2015 kl. 21:14
Ertu með einhver rök á móti því sem kom þarna fram í fyrirlestrinum?
Mofi, 23.10.2015 kl. 21:23
Ég tók á einu efnistakinu í fyrirlestrinu og rúmlega það. Viltu að ég skrifi bók um þetta og taki á hverju einasta atriði sem kom þarna fram? Horfðu á fyrirlesturinn aftur og athugaðu bara sjálfur hvort ég hafi ekki rétt fyrir mér.
Reputo, 23.10.2015 kl. 21:35
Komdu þá með einhver dæmi þar sem farið er rangt með heimildir, eitthvað til að styðja þessa fullyrðingu þína.
Mofi, 24.10.2015 kl. 00:06
Hvernig færðu út að trú á Jesua sé grunnur alls?
Gunnlaugur Hólm Sigurðsson, 24.10.2015 kl. 03:56
Gunnlaugur, það er farið yfir sögu nútíma vísinda í myndbandinu og afhverju trú á Guð og trú á Biblíuna var ástæðan fyrir afrekum þeirra vísindamanna sem lögðu grunninn að þeim vísindum sem við höfum í dag.
Mofi, 24.10.2015 kl. 07:42
Geisp.
https://en.wikipedia.org/wiki/Alhazen
Og nei, ég horfði ekki á myndbandið.
Maynard, 24.10.2015 kl. 14:33
Maynard, það hafa komið upp margir snillingar í mannkynssögunni en af einhverjum ástæðum þá náðu vísindi ekki að dafna þrátt fyrir þeirra framlög. Kíktu á myndbandið, að minnsta kosti skilja ákveðið sjónarhorn er alltaf gott hvort sem maður er sammála því eða ekki.
Mofi, 24.10.2015 kl. 15:45
Þú hélst því fram að kristin trú væri grunnur nútíma vísinda og ég vildi bara benda þér á að maðurinn sem almennt er talinn "faðir" nútíma vísinda var múslimi, sem þýðir þá væntanlega að vísindin hafa íslamskan grunn er það ekki?
Maynard, 24.10.2015 kl. 15:59
Frekar að í kristnu umhverfi þá gátu vísindi blómstrað og voru hvatinn að uppgvötum margra.
Mofi, 24.10.2015 kl. 17:50
<a href="https://www.youtube.com/watch?v=HQfzwFloVqA">Aha.</a>
Ég síðan gafst upp eftir 5 mínútur af þessu myndbandi, 55 mínútur af Morfís rökum er ekki alveg fyrir mig.
Maynard, 25.10.2015 kl. 11:12
Sannleikurinn er ekki fyrir alla... ekkert mál.
Mofi, 25.10.2015 kl. 11:12
Ég er greinilega svona ryðgaður í HTML-inu, var viss um að þetta væri link skipunin. Þú vonandi afsakar þetta.
Maynard, 25.10.2015 kl. 11:14
Þarft að fara í HTML-ham
Aha.
Mofi, 25.10.2015 kl. 11:21
Nei Mofi, sannleikurinn eins og þú sérð hann er klárlega ekki fyrir alla.
Þú getur kannski, án þess að vísa í einhver myndbönd, útskýrt fyrir mér æviskeið manna eins og Coepernicus, Galileo, Bruno eða Campanella úr því að kristin trú er svona hrikalega hliðholl vísindum og vísindalega þenkjandi einstaklingum?
Maynard, 25.10.2015 kl. 11:22
Það sem er satt, sama hvort öðrum finnst hann bragðgóður eða ekki. Lykillinn að umhverfi sem vísindi geta þrifist í er að fólk sjái náttúruna sem skiljanlega og að sá skilningur er eftirsóknarverður í sjálfu sér. Að taka áratugi í að rannsaka eitthvað án þess að vita hvort að sú vinna myndi skila sér í einhverju sem heimurinn metur. Í kristnir þá er náttúran handverk Guðs og að skilja hana er eftirsóknarvert því að þá ertu að skilja Guð betur Kepler sagði "O God, I am thinking Thy thoughts after Thee". Menn þurfa líka að hafa þá trú að við getum skilið náttúruna og í kristni þá erum við sköpuð í ímynd Guðs með þá getu. Margir menn í mannkynssögunni voru snillingar en af einhverjum ástæðum þá var það ekki nóg til að vísindamenning dafnaði á meðan í kristnum löndum þá voru stofnaðir háskólar og fjöldinn allur af mönnum byrjuðu að rannsaka og leggja vinnu sem jók okkar vísindalegu þekkingu.
Þú hefur kannski ekki heyrt nokkur atriði um Galileó, kíktu á þetta og þú kannski sérð þá sögu í öðru ljósi: http://crev.info/?scientists=galileo-galilei
Mofi, 25.10.2015 kl. 11:42
Hvað er satt Mofi?
Annars veit ég án alls gríns ekki hvar ég á að byrja... Þannig að ætli ég prófi ekki bara aftur, getur þú útskýrt fyrir mér af hverju mannkynssagan er uppfull af fólki sem var pyntað og myrt fyrir skoðanir sínar ef kristnin er svona hrikalega hliðholl opnum skoðanaskiptum og gagnrýni á það sem er "satt" og "rétt"?
Ég myndi síðan segja að lykillinn að umhverfi þar sem að vísindin geta þrifist væri að eiga ekki hættu á að vera pyntaður og myrtur fyrir skoðanir þínar...
Mofi skrifar: " Margir menn í mannkynssögunni voru snillingar en af einhverjum ástæðum þá var það ekki nóg til að vísindamenning dafnaði á meðan í kristnum löndum þá voru stofnaðir háskólar og fjöldinn allur af mönnum byrjuðu að rannsaka og leggja vinnu sem jók okkar vísindalegu þekkingu."
Ertu í alvörunni að halda því fram að stofnun skóla og þekkingarleit sé eitthvað sem er bundið við Evrópu?
Var síðan eitthvað sérstakt í þessari grein um Galileo sem ég átti að skoða? Ég allavega las hana og veit ekki hvert þú ert að fara með þetta...
Maynard, 25.10.2015 kl. 15:06
Mofi,
fyrst kristni gerir menn forfitna og eflir vísind, eins og þú segir, af hverju liðu meira en 800 ÁR áður en kristnir fóru að stofna háskóla og hugsa vísindalega??
Og reyndar ekki hægt ða líta fram hjá þeim sögulega grundvelli vestrænnar menningar sem er forngrísk menning - þeir voru ekki kristnir.
Skeggi Skaftason, 25.10.2015 kl. 17:47
Maynard, í fyrsta lagi þá gerist svona ekki á einum bretti og í öðru lagi þá sé ég Kaþólsku kirkjuna sem það sem spádómar Biblíunnar kalla Antikrist. Á hennar dögum gastu verið brenndur lifandi fyrir að eiga Biblíu eða reyna að þýða Biblíuna á tungumál sem almenningu skildi. Það er ekki umhverfi sem er mjög vingjarnlegt nýjum hugmyndum svo vægt sé til orða tekið en samt þá gerðist margt gott á hennar tímum.
Maynard
Ertu í alvörunni að halda því fram að stofnun skóla og þekkingarleit sé eitthvað sem er bundið við Evrópu?
Hvar er vagga vísindanna annars staðar en í Evrópu og Bandaríkjunum?
Ef þú vissir þessa hluti um Galileó þá bara gott mál, fæstir vita þessa hluti og þess vegna nota þessa sögu til að sýna fram á að kristin trú sé óvinur vísinda.
Mofi, 26.10.2015 kl. 12:42
Skeggi, endilega horfðu á myndbandið því að forngrísk menning var að mörgu leiti hindrun fyrir nútíma vísindi.
Mofi, 26.10.2015 kl. 12:43
Uss veit Jón Valur af þessu? ;)
Ertu þá að meina að þetta sé eitthvað sem kristin kirkja hafi tileinkað sér með tíð og tíma? Hvernig getur trúin þá verið grunnur hlutarins sem hún tileinkaði sér með tíð og tíma?
Ég síðan geri mér grein fyrir því að það er ósanngjarnt af mér að láta þig verja Kaþólsku kirkjuna, það er bara fyrir hina allra forhertustu að verja gjörðir hennar í gegnum aldirnar, en það verður samt sem áður ekki tekið fyrir það að hún er kristin stofnun, burtséð frá því hvað aðrir kristnir söfnuðir hafa um hana að segja. Hugmyndir þínar um kristna trú og vísndi ættu því að rúmast innan allra söfnuða ef þetta er eitthvað sem er bundið við trúnna sjálfa ekki satt?
Mofi skrifar: "Hvar er vagga vísindanna annars staðar en í Evrópu og Bandaríkjunum?"
Ætli það fari ekki eftir því hvað þú meinar með vöggu vísindanna, en í fljótu bragði myndi ég segja að það væru svæðin á hinum Frjósama hálfmána, gegnum Anatoliu og upp til Grikklands sem að væru vagga vísindanna.
Svo hef ég hvergi haldið því fram að kristni sé óvinur vísindanna, þú vilt aftur á móti eigna kristninni vísindasöguna, sem ég einfaldlega get ekki leyft þér hljóðalaust. Vísindin eru samverk alls mannkyns, burtséð frá litarhafti, trúar eða kyns, þó að karlmenn hafi í gegnum aldirnar viljað meina konum aðgengi að vísindastofnunum sökum eigin brothætts egos, en það er sem betur fer að fara batnandi.
Maynard, 27.10.2015 kl. 08:54
Jón er svakalega...umburðarlindur gagnvart mér :) Líklegast finnst honum meira sameina okkur en sundra og að einhvern tíman getur hann komið fyrir mig vitinu.
Mér finnst að það sé hægt að líkja þessu við jarðveg, að sú trú að Guð skapaði heiminn og okkur í Hans mynd hafi verið jarðvegur þar sem vísindi gátu dafnað í. Þegar Kaþólska kirkjan gerði það að vera ósammála henni vera eitthvað sem gæti kostað þig lífið þá fer það á móti því sem mér finnst vera kjarni kristinnar trúar. Einnig má við það bæta að þegar Lúther mótmælir þá er í því hugmyndafræði sem...ef ég má halda áfram við bónda líkingar, eins og góður áburður. Að hafa samviskufrelsi til að trúa því sem þú telur vera rétt og að engin stofnun má neyða þig þegar kemur að þínu sambandi við Guð.
Já, vagga vísindanna er kannski ekki rétt leið til að lýsa þessu þar sem fólk hefur mjög mismunandi hugmyndir um þetta. Ég er aðalega að vísa til þeirra sem mótuðu okkar nútíma vísindi, menn eins og Michael Faraday, Isaac Newton, Robert Boyle, James Clerk Maxwell, John Dalton, Samuel F.B. Morse, James Joule og fleiri. Frá 1700 og uppúr þá er eins og það verður sprenging í vísindum og grunnurinn lagður að því sem við höfum í dag.
Þú hefur alveg rétt fyrir þér, kristni á engan veginn vísindasöguna og ótal snillingar komið upp í allt öðrum trúarbrögðum.
Mofi, 27.10.2015 kl. 14:00
Væri það ekki þín skoðun Mofi? Frekar en einhver sannleikur sem ég á erfitt með að samþykkja?
Svo kemur náttúrulega ekki til greina að tala eitthvað illa um Faraday, Maxwell, Newton eða neinn af þeim sem að þú taldir upp, en þeir allir með tölu, stóðu á öxlum annarra vísindamanna sem komu á undan þeim. Enginn er eyland og á það jafnt við í heimi vísindanna eins og hvar annars staðar. Ég gæti t.a.m. út frá eigin guðleysi, ákveðið að setja sem svo að fólkið sem að mætti á Solvay ráðstefnurnar hafi verið grunnur nútíma vísinda. Það myndi þá passa við mínar skoðanir af því að örugglega vel flestir sem að mættu þangað voru einnig guðleysingjar, ég samt geri mér grein fyrir að trú fólks á guð eða guði hefur lítið að gera með eiginleika þeirra til að leggja eitthvað til vísinda...
Svo er eitt í viðbót í sambandi við þessa Galileo grein sem að þú settir hérna inn, en ertu sammála Galileo í því að Biblían sé leiðin til himnaríkis á meðan vísindin eru leiðin að vitneskju okkar um heiminn (man ekki nákvæmlega hvernig það var orðað)?
Maynard, 27.10.2015 kl. 16:47
Erum við ekki flest þannig að okkur finnst okkar skoðun vera sannleikur? Hefði maður ekki einhverja aðra skoðun ef maður héldi að sú skoðun væri röng? Þú gætir vísað í fólkið á Solvey ráðstefnunni ef þau lögðu mikið af mörkum til vísinda sem er grunnurinn að þeirri tækni sem við höfum í dag; annars væri það mjög hæpið.
Ég er sammála Galileó en samt ekki að því leiti að ef Biblían segir eitthvað um heiminn sem við búum í eða um hvað gerðist í fortíðinni þá er hún að segja satt.
Mofi, 28.10.2015 kl. 14:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.