Skilur einhver áhyggjur af fólki sem er á móti trúfrelsi?

Ég býst við því að ég sé einn þeirra sem þessi frétt flokkar sem kynþáttahatara og af hverju, af því að skoðanakannanir sýna að stór hluti múslíma er á móti trúfrelsi og slíkt veldur mér áhyggjum. Í gegnum söguna þá hafa Evrópu búar og kristnir haft mjög góðar ástæður til að óttast Íslam. Hérna er stutt myndband sem fer yfir stríð og landvinninga múslíma frá tímum Múhammeðs, sjá: 

Ég samt tel að hið kristilega að gera þegar maður sér fólk í neyð er að hjálpa því burtséð frá því hverju fólkið trúir, gerði nýlega grein um það, sjá: Hvað er hið kristilega að gera í þessari stöðu?

En þegar maður er að hjálpa fólki þá þarf maður að horfa á stóru myndina og vita hvað er að gerast eins og t.d. eru fréttir af því að aðeins lítill hluti flóttamannana er frá Sýrlandi, sjá: Mik­ill minni­hluti frá Sýr­landi Og hvernig stendur á því að ótal arabalönd taka ekki á móti neinum flóttamönnum?   


mbl.is Kynþáttahatrið sameinar þá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sæll Mofi, þakka þér gott innlegg þitt í umræðuna.

Ég er líklega eins og þú í þessum hópi sem pólitískir rétttrúnaðarsinnar telja kynþáttahatara.  Ég hins vegar mótmæli því.  Aftur á móti sýnist mér vinstri öflin í landinu og eftilvill fleiri vera haldin kynþáttahatri.  Þeir þola ekki Ísrael eða Gyðinga og finnst allt í lagi að ljúga öllu illu upp á þá.  RUV tekur vikan þátt í að afbaka allt sem kemur frá Ísrael og gerir í því að leita til þeirra sem eru Ísrael andsnúnir til að krydda fréttaflutning sinn.

Tómas Ibsen Halldórsson, 22.9.2015 kl. 10:08

2 Smámynd: Mofi

Sæll Tómas, það er alltaf til fólk sem snýr sannleikanum á hvolf og kallir hið illa gott; maður getur lítið annað gert en að vona að maður er ekki einn af þeim. En að kalla þá sem hafa áhyggjur af Íslam kynþáttahatara er bara svo gróf lygi að það hálfa væri nóg. Það er einfaldlega staðreynd að mjög stórt hlutfall múslíma er á móti lýðræði og trúfrelsi og ef einhver vill standa vörð um þessi gildi þá þarf hann að taka þessa staðreynd inn í myndina þegar kemur að því að ræða þessi mál.  Ég á einn múslíma vin sem þykir einmitt mjög mikilvægt að taka afstöðu gegn því þegar er verið að taka fólk af lífi fyrir að yfirgefa Íslam eða segja eitthvað slæmt um Múhammeð. Það er eins og fólk sem lifir í þessu umhverfi og er hlynnt því frelsi sem það hefur fundið hérna í vesturlöndunum það skilur mikilvægi þessara gilda. 

Mofi, 22.9.2015 kl. 10:30

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Mikið rétt Mofi.  Jesaja talar um í 5.kaflanum að menn kalla hið góða illt og hið ill gott, öllu snúið á hvolf. Þetta sér maður nú í auknum mæli, því miður. En til er von og hún felst í því að menn snúi sér til Hans sem er lífið og gefur líf, sjálfur Drottinn okkar og frelsari.

Tómas Ibsen Halldórsson, 22.9.2015 kl. 10:44

4 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Sæll Mofi, long tæm nó sí!

Fyrir nokkru setti ég á Facebook könnun sem gerð var í Danmörku. Þar kom í ljós að 80% múslíma búsettir í Danmörku studdu fullt trúfrelsi, en aðeins 40% innfæddra Dana. (bls. 56) (http://ifro.ku.dk/english/staff/?pure=files%2F8106773%2Ftaenketanken_vaerdier_og_normer.pdf)

Könnun sem Pew rannsóknarstöðin hefur gert í 39 múslímskum löndum sýnir jafnvel ennþá meiri stuðning við trúfrelsi þar (85-97%) (aða vísu orðað öðruvísi, ekki "fullt trúfrelsi", heldur frekar "jákvæð afstaða til trúfrelsis"), sjá http://www.pewforum.org/2013/04/30/the-worlds-muslims-religion-politics-society-overview/

Í sömu könnun kemur einnig í ljós að afstaða múslíma er afturhaldssöm í mjög mörgum málum, en ekki þegar kemur að trúfrelsi!

Í sögulegu samhengi hafa múslímar oftast verið mjög frjálslyndir í trúmálum, gyðingar og kristnir nutu sérstakrar verndar, en ekki fer t.d. miklum sögum af trúarofsóknum á Indlandi þar sem Hindúar bjuggu á yfirráðasvæðum múslíma. Vissulega voru lagalegar hindranir lagðar í veg þeirra sem ekki voru múslímar, en það er vissulega ólíku saman að jafna, hinum kristna og hinum múslímska heimi, þar sem trúfrelsi var miklu víðtækara í hinum síðarnefnda frá upphafi og fram á nútíma.

Undanfarna áratugi hefur þetta breyst, kristnir eru í auknum mæli litnir hornauga af múslímum. Kannski er það afleiðing af því að hin kristnu Vesturlönd hafa stundað samfelldan stríðsrekstur gegn íslömskum löndum síðsutu tvær aldirnar eða svo? Það er alla vega "nútímalegra" að vera á móti fjölbreytni eins og saga 20. aldar sýnir rækilega.

En áhyggjur af því að múslímar séu með einhverjum hætti minna hrifnir af trúfrelsi en Vesturlandabúar virðast að fullu ástæðulausar.

Brynjólfur Þorvarðsson, 22.9.2015 kl. 11:40

5 Smámynd: Rödd skynseminnar

Þeir sem helst tala GEGN trúfrelsi á Íslandi í dag eru ýmsir bloggarar, kristnir Íslendingar, sem vilja sumir hverjir banna Íslam, eða a.m.k. banna múslimum að byggja hús fyrir sinn söfnuð.

Rödd skynseminnar, 22.9.2015 kl. 16:33

6 Smámynd: Mofi

Blessaður Brynjólfur, long tæm indíd!  

Þesssi könnun er eitthvað gruggug. Ég veit ekki betur en þó nokkuð margar kannanir hafa staðfest að sirka 30-40% af múslíma í Bretlandi aðhylliast það eigi að myrða þá sem yfirgefa trúna, sjá: http://my.telegraph.co.uk/danielpycock/danpycock/956/what-do-british-muslims-think-of-the-uk/

Hérna er svona samantekt yfir mörg lönd varðandi þeirra afstöðu gagnvart apostasy, sjá: http://www.pewforum.org/2013/04/30/the-worlds-muslims-religion-politics-society-beliefs-about-sharia/

Kannski einmitt er í þessari könnun sem þú vísar í að þá er "fullt trúfrelsi" það að trúa því að það sé í lagi að drepa þá sem yfirgefa trúna? Ég að minnsta kosti skrifa ekki upp á fullt trúfrelsi í þeim skilningi; finnst engan veginn í lagi að hafa slíka trú og að viðkomandi ætti að finna land þar sem svona afstaða er talin eðlileg.

Mofi, 22.9.2015 kl. 17:26

7 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Enn og aftur standa trúarbrögð á banaspjótum. Eiginlega "Groundhog day" Hversu lengi ætla kjánar einhverrar "trúar" að sjá vitleysisgangin, sem öllum trúum fylgir. Að trúa sögufölsunum(staðreynd), er eithvað svo óeðlilegt, en svo mörgum þykir eðlilegt, því í því fellst hin eiginlega minnimáttarkennd. Sem leiðir af sér öfga!!!

Jónas Ómar Snorrason, 22.9.2015 kl. 20:47

8 Smámynd: Mofi

Allar skoðanir sem reyna að svara stóru spurningum lífsins (hvaðan komum við, af hverju erum við hérna og hvað verður um okkur) eru trúarlegar skoðanir og engin myrt jafn marga og guðleysis skoðunin, hún virðist hreinlega vera öfgar í eðli sínu.

Mofi, 22.9.2015 kl. 21:14

9 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Mofi, könnunin er að ég held eins áreiðanleg og hægt er. Hins vegar sé ég ekkert um afstöðu til trúfrelsis sem slíks í þessum könnunum sem taldar eru upp í hlekknum hjá þér. Svo vil ég benda á að ég tala um tvær kannanir, aðra gerða af hinni virtu Pew stofnun, hin af háskólanum í Kaupmannahöfn. Svo má vel hugsa sér að einstaklingar, aðspurðir, séu jákvæðir gagnvart trúfrelsi í samfélaginu almennt, en á móti frelsi til að yfirgefa Íslam.

En það er vissulega rétt að múslímar eru almennt mjög mikið á móti þeim sem yfirgefa Íslam og skv. Pew rannsókninn vilja um 40% múslíma í Mið-Austurlöndum og N-Afríku að þeir sem yfirgefi Íslam verði teknir af lífi. Samt eru starfandi samtök trúleysingja í Mið-Austurlöndum og þeim fer hratt fjölgandi. 

Trúleysið er auðvitað framtíðin, hér heima sem og annars staðar. 

Brynjólfur Þorvarðsson, 23.9.2015 kl. 06:06

10 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Mofi, í færslu 8 blandar þú saman tveimur hlutum: Öfgaskoðunum og trú.

Öfgaskoðanir geta verið trúlausar, en einnig byggðar á trú. Kommúnismi er kannski besta dæmið um trúlausa öfgaskoðun, en nasismi var alls ekki trúlaus, þótt varla geti hann talist kristinn. Gyðinahatrið sem einkenndi nasismann var auðvitað beint ættaður úr kristni, en þjóðernishyggjan sem var eitt aðal atriðið í nasismanum hafði lítið með trú að gera.

Öfgaskoðanir drepa, ekki trú eða trúleysi. Hvesu marga öfgaskoðanir ná að drepa er auðvitað háð atriðum á borð við fólksfjölda og tækniþróun. 

Hvorki trú né trúleysi skapar öfgaskoðanir. Trú er aftur á móti mjög öflugt réttlætingartæki öfgamanna, en trúleysi frekar haldlítið til þess brúks. Enda réttlættu kommúnistar aldrei öfga sína með tilvísun til trúleysis á meðan kaþólikkar, mótmælendur, súnníar og shítar réttlæta iðulega öfgaskoðanir sínar og ofbeldi með tilvísun til trúar.

Hættulegast við alla trú er að þar er einhver æðri sannleikur gerður einstaklingnum mikilvægari. Einstaklingum má fórna fyrir þennan æðri sannleika (þetta á auðvitað líka við um kommúnisma og þjóðernishyggju). Trúleysingjar, aftur á móti, viðurkenna einmitt ekki neinn æðri sannleika og geta þvi aldrei réttlætt að einstaklingum sé fórnað fyrir slíkan sannleika.

Eina friðsamlega framtíðin sem hægt er að sjá fyrir sér er að trúleysi, og almenn lítilsvirðing gagnvart hvers konar "æðri sannleika", nái að breiða hratt og vel úr sér.

Brynjólfur Þorvarðsson, 23.9.2015 kl. 07:56

11 Smámynd: Mofi

 Brynjólfur, sammála að öfgaskoðanir geta verið guðlausar eða innihaldið trú á Guð. Ég auðvitað kaupi ekki trúleysi nema í þeim skilningi að um er að ræða meðvitundarleysi eða algjört skoðanaleysi en allt annað gefur til kynna að viðkomandi trúar ekki heldur veit og það of mikill hroki til að ætla einhverjum.  Guðleysi ýtir undir svona hegðun út frá því að ef Guð er ekki til þá eru það menn sem eru æðsta valdið og geta gert hvað þeim sýnist og það mun enginn nokkur tíman draga þá til ábyrgðar. Þú segir að hið hættulegasta við alla trú er æðri sannleikur en í orðinu trú er einmitt þessi viðurkenning að þetta er mín trú, þetta er ekki óvéfengjanleg staðreynd en þeir sem kalla sig trúleysingja afneita þessum efa og gefa þá til kynna að þeirra skoðun er óvéfengilegur sannleikur.

Mofi, 23.9.2015 kl. 12:33

12 Smámynd: Skeggi Skaftason

Sæll Mofi - Halldór!

Mikið er gott að þú skulir trúa á Guð. Því annars værir þú mannfjandsamlegur hrotti, þú myndir stela, berja og nauðga, ef þú sæir færi á því og teldir að þú gæti haft af því persónulegan hag. Það er einungis vegna trúar þinnar sem þú ert ekki helvítis ómenni. Þú óttast að ef þú myndir nauðga konu og drepa hana, þá myndi Guð refsa þér og ekki hleypa þér í himnaríki. Hann muni draga þig til ábyrgðar, en ekki þín eigin samviska!  En svona hypothetically, ef þú á einhvern hátt myndir sannfærast um að Guð væri ekki til þá væri ekkert því til fyrirstöðu að nauðga konunni, limlesta og drepa hana svo.  Allt samkvæmt ÞINNI EIGIN túlkun á því hvernig þú hugsar!

Svo það er frábært að þú skulir trúa á Guð. Ekki viljum við hafa þig gangandi um algjörlega samviskulausan, eða í fangelsi. Góðar stundir og Guð þinn blessi og hindri þig frá því að vera sú hræðilega manneskja sem þú viðurkennir sjálfur að þú sért innst inni, nema bara fyrir það að Guð bannar þér það.

Skeggi Skaftason, 23.9.2015 kl. 22:22

13 Smámynd: Mofi

Skeggi, síðasta öld sýndi okkur hvernig maðurinn getur verið þegar hann sleppir af sér öllu sem heldur aftur af honum. Hvernig heldur þú að samfélagið væri ef að það væri engin lögregla, að það væru engin lög gegn því að stela, berja eða nauðga?  Færu einhverjir einstaklingar að gera þetta?  Ég vona að ég væri ekki einn af þeim, hvort sem ég tryði á Guð eða ekki því að ég eins og allir höfum samvisku en hún glímir alltaf við hvaða langanir sem maður hefur. Þú ert hérna að grípa einn punkt á lofti og sleppa heildarmyndinni, frekar slappt af þér.

Mofi, 24.9.2015 kl. 08:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 802812

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband