17.12.2014 | 08:41
Ætli Kim Jong-Un sé þróunarsinni?
Þróunarsinninn Arthur Keith sagði þetta um Hitler.
Sir Arthur Keith
The German Fuhrer . . . consciously sought to make the practice of Germany conform to th0e theory of evolution
Ástæðan var einföld, Hitler leitaðist við að drepa þá sem hann taldi að myndu draga hans kynþátt niður; aðeins hinir hæfustu áttu að fá að lifa af og eignast afkvæmi.
Miðað við þessa frétt þá er Kim Jong-Un að stjórna Norður-Kóreu á svipaðan hátt. Hann lætur eins og ekkert vald er honum æðra, það er enginn Guð sem hann þarf að svara til á efsta degi. Hann lætur eins og rétta aðferðin til að stjórna samfélagi er þróunarkenningin þar sem aðeins hinir hæfustu lifa af og þannig verður hans kyn æðra og betra en restin af heiminum.
Já, ég get ekki neitað því að ég lít á þróunarkenninguna sem eitt mesta böl sem mannkynið hefur lent í.
Fólk eins og ég ætti bara að deyja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Heimspeki | Aukaflokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 803252
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er furðulegur málflutningur. Á þetta að vera einhvers konar svar þegar fólk talar um að trúarbrögð séu "eitt mesta böl sem mannkynið hefur lent í" þegar vísað er til allra voðaverkanna sem framin hafa verið í nafni þeirra?
Auðvitað er þetta ekki svona. Það er ekki hægt að kenna vísindakenningum eða trúarbrögðum um voðaverk manna, jafnvel þótt þau séu framin í nafni þeirra. Ertu ekki sammála því?
Ragnar Þórisson, 17.12.2014 kl. 11:44
Nei, aðeins benda á eitthvað sem ég lít á sem staðreynt. Það sem Kim Jong-Un er að gera er fullkomlega rökrétt út frá Þróunarkennigunni. Út frá henni þá er hann æðsta valdið í þessum heimi. Út frá þróunarkennigunni þá er rétt og rangt aðeins ímyndun. Út frá henni þá er það einmitt baráttan til að lifa af aflið sem bjó til hin æðri dýr.
Þetta er hræðileg kenning, sama frá hvaða hlið maður skoðar hana.
Mofi, 17.12.2014 kl. 12:59
Ekki veit ég hvort Kim Jong-un geri það sem hann gerir vegna þess að hann er svo hrifinn af þróunarkenningunni. Ég get ekki séð að það skipti miklu máli. Hann er skíthæll hvort heldur sem er.
Annars er hugmyndin um rétt og rangt uppfinning mannana. Kemur þróunarkenningunni í sjálfu sér lítið við. Ekki nema menn vilji færa rök fyrir því að réttlætiskennd hafi hjálpað mannfólkinu að lifa af.
Ragnar Þórisson, 17.12.2014 kl. 14:02
Þú ert svo gleyptir inn í þróunarkenninguna að þú virðist ekki einu sinni taka eftir því. Það fer auðvitað eftir hvaða forsendur þú gefur þér hvort að rétt og rangt sé uppfinning manna eða hvort það tilheyrir hönnun Guðs og allir menn hafa samvisku. Þannig að þegar einhver trúir því að rétt og rangt er bara ímyndun, þ.e.a.s. uppfinning manna þá er miklu auðveldara að réttlæta alls konar voðaverk því að þau eru í rauninni ekki röng.
Mofi, 17.12.2014 kl. 17:18
Neinei, rétt og rangt er alveg jafn raunverulegt fyrirbæri hvort sem það er uppfinning manna eða guða.
Ragnar Þórisson, 17.12.2014 kl. 17:36
Það er raunverulegt ef það er hluti af raunveruleikanum sem Guð bjó til. Ef að allir menn verða dæmdir af Guði þá er það mjög svo raunverulegt.
Mofi, 17.12.2014 kl. 17:57
Já, og þetta er alveg jafnraunverulegt ef engir guðir er til.
Ragnar Þórisson, 17.12.2014 kl. 18:09
Nei, auðvitað ekki. Lykillinn er að það sem gerir þetta raunverulegt er að hönnuður heimsins og okkar gerði þetta þannig og einnig að einhver æðri en við er sá sem ræður og dæmir.
Mofi, 17.12.2014 kl. 18:37
Nei nú ferð þú rangt með mál og sýnir algerann vanskilning á þróunarkenningunni.
Einnig lýsir þetta vanþekkingu á mannkynssögunni en flestallir einvaldar mannkynssögunar hafa haft það að grundvelli sinna valda að guð þeirra hafi gefið valdið.
Hans Miniar Jónsson., 17.12.2014 kl. 18:41
Hans, þú kemur bara með fullyrðingar en ekkert til að styðja mál þitt enda... augljóslega rangt hjá þér.
Varðandi einvalda þá auðvitað skiptir höfuð máli hvaða guð viðkomandi tilbiður. Þjóðirnar í kringum Ísrael tilbáðu alls konar guði sem skipuðu þeim að gera alls konar hræðilega hluti. Þú virðist misskilja alveg umræðuefnið.
Mofi, 17.12.2014 kl. 18:58
Út frá henni þá er hann æðsta valdið í þessum heimi. Út frá þróunarkennigunni þá er rétt og rangt aðeins ímyndun.
Nei Mofi, þróunarkenningin segir ekkert um hvort að það séu til "æðri völd" í heiminum eða um eðli rétts og rangts.
Svo voru rit Darwins bönnuð af nasistum, þeir voru svo miklir "þróunarsinnar". Hugmyndir um einhvers konar kynbætur eða "hreinan kynstofn" eru miklu eldri en þróunarkenningin. (þú getur jafnvel séð það í... biblíunni!)
Hjalti Rúnar Ómarsson, 17.12.2014 kl. 19:07
Hjalti
Nei Mofi, þróunarkenningin segir ekkert um hvort að það séu til "æðri völd" í heiminum eða um eðli rétts og rangts.
Það segir þér ekkert að ef að ferlið sem bjó okkur til notaði baráttu, dauða og sjúkdóma til að búa okkur til að þá hefur það eitthvað að segja um rétt eða rangt?
Þú veist mæta vel að þetta er líka skoðun ótal þróunarsinna, að rétt og rangt er ímyndun mannkyns og þeir draga þá ályktun út frá sinni heimsmynd sem er byggð á þróunarkenningunni.
Hjalti
Svo voru rit Darwins bönnuð af nasistum, þeir voru svo miklir "þróunarsinnar". Hugmyndir um einhvers konar kynbætur eða "hreinan kynstofn" eru miklu eldri en þróunarkenningin. (þú getur jafnvel séð það í... biblíunni!)
Þeir svo sannarlega voru það, fáránlegt að reyna að neita því. Eins og Arthur Keith benti á þá leitaðist Hitler við að beita kenningunni á sína eigin þjóð. Hans hugmyndafræði er svo algjörlega "hinn hæfasti lifir af" svo af hverju að vera eitthvað að neita því? Af hverju ekki bara að sætta sig við staðreyndir og kannski þá frekar benda á að allt þetta hefur ekkert að gera með hvort að kenningin sé sönn eða ekki; en ég væri svo sem alveg sammála því svo það þjónar kannski engum tilgangi.
Mofi, 17.12.2014 kl. 20:37
Það segir þér ekkert að ef að ferlið sem bjó okkur til notaði baráttu, dauða og sjúkdóma til að búa okkur til að þá hefur það eitthvað að segja um rétt eða rangt?
Mofi, viltu ekki bara segja beint út hvernig þér finnst rökrétt niðurstaða vera?
Þú veist mæta vel að þetta er líka skoðun ótal þróunarsinna, að rétt og rangt er ímyndun mannkyns og þeir draga þá ályktun út frá sinni heimsmynd sem er byggð á þróunarkenningunni.
Ég held nú að hjá langflestu fólki er þróunarkenningin bara örlítið púsl í heimsmynd þeirra og er ekkert grundvallaratriði. Svona svipað og landrekskenningin.
Það eru líka til ótal "þróunarsinnar" sem að telja rétt og rangt vera ákvarðað af einhverri máttugri andaveru.
Þeir svo sannarlega voru það, fáránlegt að reyna að neita því.
Ef nasistar voru svona miklir aðdáendur Hitlers, hvers vegna bönnuðu þeir þá rit hans?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 17.12.2014 kl. 21:05
Síðasta setningin átti að vera "ef nasistar voru svona milkir aðdáendur **Darwinw**"
Hjalti Rúnar Ómarsson, 17.12.2014 kl. 21:28
Setjum þetta rökfræðilega upp.
Raunveruleiki réttlætiskenndar er því annað hvort fundin upp af einhverju æðra máttarvaldi eða fundin upp af mönnunum sjálfum. Hvort heldur sem er þá er sumt fólk sem hefur slæma réttlætiskennd (sbr. Kim Jong-un) og aðrir góða. Hver fann upp réttlætiskenndina er þessu algjörlega óviðkomandi.
Ragnar Þórisson, 17.12.2014 kl. 23:16
Það er ekki vitað hvaðan Hitler tók þessa stefnu nákvæmlega en líklegast var það ekki beint frá Charles Darwin heldur frá eugenics stefnuni sem varð til í kringum 1883. Eugenics eru síðan afkimi af mun eldri stefnu sem kallast "degeneracy theory".
Mannkynið þurfti semsagt ekki þróunar kenninguna til að byrja að velta þessu fyrir sér.
Ef þú mundir lesa bókina "The Descent of Man" eftir Charles Darwin þá mundir þú sjá að hann var ekki hlyntur "kynbótum" á mannfólki eða "Social Darwinism". Honum fannst slíkar hugmyndir grafa undan samkennd og hinu almenna samfélagi sem að hans mati var grundvallar styrkur okkar.
Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 18.12.2014 kl. 01:30
Hjalti
Mofi, viltu ekki bara segja beint út hvernig þér finnst rökrétt niðurstaða vera?
Ef að okkar hönnuður notaði stríð, sjúkdóma og hungur til að búa okkur til eins og Darwin sagði þá eru þessi atriði góð svo fyrir okkur að nota sömu aðferðir hlýtur að vera í lagi.
Darwin
Thus, from the war of nature, from famine and death, the most exalted object which we are capable of conceiving, namely, the production of the higher animals, directly follows.
Hjalti
Ég held nú að hjá langflestu fólki er þróunarkenningin bara örlítið púsl í heimsmynd þeirra og er ekkert grundvallaratriði. Svona svipað og landrekskenningin
Mofi, 18.12.2014 kl. 08:34
Hjalti
Ég held nú að hjá langflestu fólki er þróunarkenningin bara örlítið púsl í heimsmynd þeirra og er ekkert grundvallaratriði. Svona svipað og landrekskenningin
Þeir gera sér kannski ekki grein fyrir því en hvað bjó til mannkynið hlýtur að móta alla hugmyndafræði viðkomandi nema viðkomandi einfaldlega hugsar ekkert voðalega mikið.
Hjalti
Ef nasistar voru svona miklir aðdáendur Hitlers, hvers vegna bönnuðu þeir þá rit hans?
LOL :)
Ekki endilega aðdáendur Darwins heldur að þeirra hugmyndafræði er út frá þróunarkenningunni þar sem hinir hæfustu lifa af og hinir eiga engan rétt á því að lifa.
Mofi, 18.12.2014 kl. 08:38
Ragnar
Raunveruleiki réttlætiskenndar er því annað hvort fundin upp af einhverju æðra máttarvaldi eða fundin upp af mönnunum sjálfum. Hvort heldur sem er þá er sumt fólk sem hefur slæma réttlætiskennd (sbr. Kim Jong-un) og aðrir góða. Hver fann upp réttlætiskenndina er þessu algjörlega óviðkomandi.
Ímyndaðu þér tvö samfélög, eitt samfélagið trúir að Guð er til og Hann setur reglurnar og þær eru boðorðin tíu og Hann mun dæma þig og refsa ef þú lifir í andstöðu við þau. Síðan annað samfélag en það trúir að það er enginn guð, rétt og rangt er ímyndun og við ákveðum sjálf hvað er rétt og við erum æðsta valdið.
Heldur þú að það sé enginn munur á þessum tveimur samfélögum þegar kemur að þeirra siðferði?
Ragnar
Það er ekki vitað hvaðan Hitler tók þessa stefnu nákvæmlega en líklegast var það ekki beint frá Charles Darwin heldur frá eugenics stefnuni sem varð til í kringum 1883. Eugenics eru síðan afkimi af mun eldri stefnu sem kallast "degeneracy theory".
Við vitum alveg hvaðan þessar hugmyndir koma, sjá: https://www.youtube.com/watch?v=w_5EwYpLD6A
Mofi, 18.12.2014 kl. 08:45
Tilvitnunin um Hitler er frá Elfari en ekki mér.
En þú spyrð hvort það sé enginn munur á þessum samfélögum. Nei, það verður lítill munur varðandi siðferði. Við fórum í gegnum þetta áður þegarvið fórum í gegnum siðferðiprófin. Manstu? Þessi siðferðipróf hafa verið lögð fyrir trúað og trúlaust fólk og dreifing svarana er óháð trúarbrögðum. Ég hélt okkur hefði tekist að sammælast um það þá. Hvers vegna ertu búinn að skipta um skoðun?
Ragnar Þórisson, 18.12.2014 kl. 08:58
Ég er viss um að liðsmenn ISIS séu miklir fylgjendur sköpunarkenningarinnar.
Jón Ragnarsson, 18.12.2014 kl. 09:36
Ragnar, ég er bara algjörlega ósammála. Já, ef að fólk er að taka próf þá hefur það innbyggðan áttavita og hann er svipaður meðal allra. En þegar kemur að hvaða hugmyndafræði þú hefur þá byrjar fólk að réttlæta alls konar hegðun vegna þeirra eigin sjálfs elsku, illsku og langana. Það kæmi mér ekki á óvart ef að Kim Jong-Un myndi skora mjög svipað og við tveir á svona prófi.
Mofi, 18.12.2014 kl. 15:34
Jón Ragnarsson, já, það kæmi mér ekki á óvart. Þeir aftur á móti hafa Kóraninn sem þeirra handbók varðandi hvað er góð hegðun og hvað þeir þurfa að gera til að öðlast eilíft líf svo hvernig þeir hegða sér kemur ekki á óvart.
Mofi, 18.12.2014 kl. 15:48
Nei, það er ólíklegt að Kim Jong-un mundi skora eins og við.
En annars er rétt hjá þér að að menn nota hvers konar hugmyndafræði til að réttlæta illverknað. Það er einmitt fólkið sem skorar öðruvísi á siðferðisprófum en við venjulega fólkið.
Ragnar Þórisson, 18.12.2014 kl. 21:51
Þess vegna skiptir þeirra heimsmynd miklu máli, þess vegna væri mikill munur á þessum tveimur samfélögum sem ég talaði um.
Mofi, 19.12.2014 kl. 09:37
Auðvitað spilar heilmargt inn í. Þetta er engan veginn eins einfalt og þú vilt vera láta.
Hins vegar er það svo að siðblindingjar eru siðblindingjar og myndu skora öðruvísi á svona siðferðisprófum heldur en ég og þú og annað venjulegt fólk. Þetta hefur ekkert með trúarbrögð eða skort á þeim að gera. Trúaðir og trúlausir siðblindingjar myndu skora svipað á prófinu en samt öðruvísi en ég og þú.
Ragnar Þórisson, 19.12.2014 kl. 09:43
Ef þetta hérna dugar ekki til að útskýra þetta fyrir þér þá á ég ekki séns: https://www.youtube.com/watch?v=Anq6SAo1ue4
Mofi, 19.12.2014 kl. 10:51
Hverju á þetta video að svara? Ég nenni engan veginn að horfa á 80 mínútna video. Breytir þetta einhverju varðandi það sem ég sagði? Ég er ekkert að mótmæla því að menn geti notað þróunarkenninguna sem afsökun fyrir voðaverkum. Ekki frekar en ég get mótmælt því að menn noti trúarbrögð sem afsökun. Ég er bara að benda á að siðferði og trúarbrögð (eða trúleysi) eru óháð hverju öðru. Hitler var siðblindur. Sú staðreynd að hann var kristinnar trúar kemur því ekki við. Og ef hann notaði þróunarkenninguna sem afsökun fyrir einhverju þá kemur það því heldur ekki við.
Siðferði og trú eða trúleysi eru óháð hvoru öðru. Það hafa rannsóknir sýnt fram á eins og við fórum yfir á einhverjum öðrum þræði hérna. Þú ætlaðir meira að segja að skrifa grein um það.
Ragnar Þórisson, 19.12.2014 kl. 12:32
Og þetta fer yfir tenginguna milli hugmyndafræði og siðferði. Ég er búinn að reyna að útskýra það en þú ert ekki að ná því svo kannski getur þetta útskýrt þetta fyrir þér. Að minnsta kosti get ég ekki meira.
Mofi, 19.12.2014 kl. 14:27
Það er örugglega auðvelt að gera svipað video sem fer yfir tenginguna milli trúarbragða og siðfræði. Svo ef þú ert að reyna að færa rök fyrir því að þróunarkenningin sé eitthvað verri fyrir siðferði fólks þá eru svona dæmisögur ekki nóg. Það er alveg hægt að finna dæmisögur um lélegt siðferði og tengingu við trúarbrögð. Þar að auki sýna rannsóknir fram á að það er engin tengin þarna á milli.
Ég skil alveg hvað þú ert að reyna að úskýra. Og ég samþykki alveg þessa úrskýringu þína svo langt sem hún nær. Hins vegar segir hún ekki alla söguna. Siðferði fólks hefur lítið með trúarbrögð að gera. Eins og rannsóknir hafa sýnt fram á.
Ef einhver einstaklingur er þróunarsinni þá er ekki þar með sagt að hann hafi vont siðferði. Við höfum ótalmörg dæmi um þetta. Sama saga er með kristinn einstakling.
Ragnar Þórisson, 19.12.2014 kl. 16:06
Ragnar, allt sem þú segir, segir mér að þú ert ekki að skilja umræðuna. Tökum t.d. hugmyndina um Eugenics, ótal margir urðu fyrir barðinu á þessu og án efa hafði það fólk mjög svipað siðferði og við en þeirra grunn hugmyndafræði réttlætti alls konar hrylling sem það gerði öðrum af því að í þeirra huga þá var þetta rétt. Meira um þetta hérna: http://creation.com/eugenics-death-of-the-defenceless
Sérðu t.d. enga tengingu milli voðaverka ISIS og Islam? Að það gæti verið eitthvað tengt því að þeir hafa voðaverk Múhammeðs sem fyrirmynd?
Mofi, 19.12.2014 kl. 16:36
Þeir sem stunda voðaverk eru augljóslega með annað siðferði en við, sama hvaða nafni þeir nefnast eða hvaða trúarbrögð þeir aðhyllast. Hvers vegna heldurðu að fólk sem stundar illvirki sé með sama siðferði og við? Það meikar engan sens.
Ragnar Þórisson, 20.12.2014 kl. 22:08
Það er einmitt málið, hugmyndafræðin getur látið voðaverkin líta út fyrir að vera góð, fyrir annað hvort sjálfan þig eða samfélagið.
Mofi, 21.12.2014 kl. 21:41
Það er útskýringin sem er gefin til réttlætingar. Til að fá fleiri með þér í lið. Breytir því ekki að sá sem lætur framkvæma voðaverkin er siðblindur og mundi svara þessum siðferðisprófunum öðruvísi en flestir aðrir.
Málið er að engir aðrir en siðblindingjar myndu finna leiðir til að láta trúarbrögð, hvað þá vísindakenningu, afsaka voðaverk og illgjörðir.
Ekki viltu meina að Hitler hafi verið góður maður en að þróunarkenningin hafi leitt hann til að halda það að það yrði að drepa gyðinga og germanísera allan heiminn. Ljúlingurinn hann Hitler?
Ragnar Þórisson, 21.12.2014 kl. 23:25
Ragnar, þú sérð engan mun á milli múslíma sem vilja fara að fordæmi Múhammeðs og síðan t.d. Amish fólks; heldur að hugmyndafræði þessa tveggja hópa sé alveg eins og hafi engin áhrif á verk þeirra, málið er bara að í mismunandi hópunum er mis mikið af siðblindingjum. Jæja... njóttu vel þessarar skoðunnar, ég get eitt í viðbót en það er mitt síðasta innlegg í þessa umræðu, örstutt myndband þar sem guðleysinginn Sam Harris fjallar um þetta atriði: https://www.youtube.com/watch?v=jo7z2Ml2tI0
Mofi, 22.12.2014 kl. 11:41
Ég sé mun á siðblindingjum og öðrum. Ég álít fólk ekki sjálfkrafa siðblint ef það fylgir einhverjum trúarbrögðum. Það er fordómafullt. Varðandi IS þá virðast siðblindingjar markvisst safnast þar saman frá öðrum löndum til að geta falið sig bakvið sértæka túlkun á trúarbrögðum.
Þetta er hin klassíska spurning um hvort komi á undan, eggið eða hænan. Auðvitað kemur eggið á undan, þ.e. þú þarft að vera siðblindur til að geta túlkað trúarritningu á þennan veg. Þú verður ekki siðblindur af því einu að lesa trúarritninguna.
Ragnar Þórisson, 22.12.2014 kl. 16:27
Ragnar, það er engin túlkun hvernig Múhammeð hegðaði sér.
Mofi, 22.12.2014 kl. 16:33
Það sama má segja um Guð. Ég spái No True Scotsman rökvillu í framhaldinu.
Ragnar Þórisson, 22.12.2014 kl. 21:36
Ragnar, ég er búinn að fá nóg af þvælunni í þér.
Mofi, 22.12.2014 kl. 23:44
Trúlausir styðja síst pyntingar, á meðan trúaðir eru helstu fylgjendur þeirra.
http://eyjan.pressan.is/frettir/2014/12/22/bandarikjamenn-telja-pyntingar-rettlaetanlegar-thratt-fyrir-svarta-skyrslu/
Jón Ragnarsson, 23.12.2014 kl. 00:49
Hvaða þvælu?
Ég neita því ekkert að það er hægt að nota trúarbrögð sem og hugmymdafræði (þ.m.t. þróunarkenningin og eugenics) til að réttlæta illvirki. Hef aldrei gert. Ég bendi bara á að til þess að geta gert það þá þarf viðkomandi augljóslega að vera haldinn siðblindu.
Þú vilt reyndar meina að þetta sé algengara í Íslam. Þú nefnir þróunarkenninguna líka (telurðu siðblindu vera algengari hjá trúleysingjum líka?). Þessu til stuðnings hefurðu eingöngu bent á dæmisögur. Dæmisögur eru ekki marktæk aðferð til að styðja svona tölfræði eins og þú reynir að gera hér.
Máli mínu til stuðnings þá hef ég bent á rannsóknir sem sína að svör fólks við siðferðisspurningum dreifast eins óháð trúarbrögðum eða trúleysi. Þetta þýðir að það er jafnhátt hlutfall siðblindra í öllum trúarbrögðum.
Ég spyr því: hvar er eiginlega þvælan?
Ragnar Þórisson, 23.12.2014 kl. 09:25
Ragnar, þú þekkir líklegast ekkert fólk sem hefur aðra trú en þú og þar af leiðandi skilur þú ekkert um hvað er verið að tala. Þetta virkar dáldið eins og einhver sem býr í þrívíddar heimi að útskýra þrívídd fyrir einhverjum sem býr í tvívídd.
Ég þekkti einu sinni stelpu sem býr í Egyptalandi. Talaði mjög mikið við hana í hátt í ár. Í einhverri umræðunni þá spurði ég hana hvernig hún myndi bregðast við því ef að mamma hennir yrði kristin. Hún var alveg hörð á því að það ætti þá að drepa hana. Allt spjall við hana hingað til lét mig halda að þetta væri mjög fín og heilbrygð stelpa. En hennar trú var einmitt þessi, svona gerir maður við fólk sem yfirgefur Islam og alls ekki sjaldgæf skoðun meðal múslíma, sjá: http://www.washingtonpost.com/blogs/worldviews/wp/2013/05/01/64-percent-of-muslims-in-egypt-and-pakistan-support-the-death-penalty-for-leaving-islam/
Þetta eru ekki siðblindingjar og síðan Amish ekki siðblindingjar heldur hefur þetta fólk mismunandi trú og þessi trú getur látið fólk gera hræðilega hluti en út frá trúnni þá heldur þetta fólk að þetta sé af hinu góða.
Ég er orðinn svo ógeðslega pirraður á þér, ef þú samþykkir þetta ekki þá skulum við bara vera sammála um að vera ósammála og ég bið þig um að ekki tala við mig aftur.
Mofi, 23.12.2014 kl. 12:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.