Trúa trúleysingjar á þessi boðorð sín?

atheismÍ fyrsta lagi þá líkar mér illa við orðið "trúleysi" af því að allir sem yfirhöfuð hugsa eitthvað, trúa einhverju. Það er ekki eins og við vitum svörin við stóru spurningum lífsins, við vitum ekki einu sinni fyrir víst að það sem við lesum á mbl.is sé satt heldur treystum við fólkinu sem er að segja okkur fréttirnar. Þeir gáfuðu treysta þeim mjög takmarkað.  Mér finnst meðvitund um hve ótraust okkar vitneskja er, mjög mikilvæg. Eitthvað sem alvöru efasemdamenn ættu að vera duglegir að minna okkur hin á.

Svo hér með kalla ég þetta fólk guðleysingja. En þessi boðorð, eru þau rökrétt út frá guðleysi?  Skoðum þau aðeins.

1. Vertu með op­inn huga og vertu til­bú­inn til að breyta skoðunum þínum í ljósi nýrra gagna.

Er þetta virkilega satt?  Er það þannig að ef að gögnin benda til þess að Guð er til að þá eru guðleysingjar tilbúnir að skipta um skoðun?  Ekki að minnsta kosti þessi hérna:

Richard Lewontin
‘Our willingness to accept scientific claims that are against common sense is the key to an understanding of the real struggle between science and the supernatural. We take the side of science in spite of the patent absurdity of some of its constructs, in spite of its failure to fulfill many of its extravagant promises of health and life, in spite of the tolerance of the scientific community for unsubstantiated just-so stories, because we have a prior commitment, a commitment to materialism.
It is not that the methods and institutions of science somehow compel us to accept a material explanation of the phenomenal world, but, on the contrary, that we are forced by our a priori adherence to material causes to create an apparatus of investigation and a set of concepts that produce material explanations, no matter how counter-intuitive, no matter how mystifying to the uninitiated. Moreover, that materialism is absolute, for we cannot allow a Divine Foot in the door.

Mín reynsla af því að tala við guðleysingja er sú að þeir líta á það sem reglu sína lífs að útskýra allt án Guðs, sama hve léleg sú útskýring er.  

2. Gerðu þitt besta til að reyna að skilja hvað sé lík­leg­ast til að vera satt, ekki trúa því sem þú vilt að sé satt.

Hvort er líklegra að sé satt að upplýsingakerfi, forritunarmál, upplýsingar um hvernig á að búa til flóknar vélar og síðan flóknu vélarnar sjálfar, að það myndaðist án hönnuðar eða að þetta var hannað?  Hvort er líklegra satt?

3. Vís­inda­leg vinnu­brögð eru áreiðan­leg­asta leiðin til að skilja nátt­úru­lega heim­inn

Gaman að almenn andúð guðleysingja á kristnum skuli ekki koma í veg fyrir að þeir eru til í að beita aðferðafræðinni sem kristnir sköpunarsinnar komu fram með.


4. Sér­hver mann­eskja hef­ur rétt á að ráða yfir eig­in lík­ama.

Áhugavert hvernig þetta er eitthvað sem hefur verið algjörlega hundsað af stjórnvöldum sögunnar sem hafa aðhyllst guðleysi. Það virðist að þar sem guðleysingjar ná völdum í löndum eins og Kína og Rússlandi að þá eru mannréttindi fótum troðin.

5. Guð er ekki nauðsyn­leg­ur til að vera góð mann­eskja eða til að lifa líf­inu til fulls og með til­gangi.

Mikið rétt

6. Hafðu í huga af­leiðing­ar gjörða þinna og gerðu þér grein fyr­ir því að þú verður að axla ábyrgð á þeim.

Ef að við erum aðeins saman safn af efnum sem er hér í dag og horfin á morgun og allt mannkyn mun einn dag hverfa, hvernig getur þá verið rökrétt fyrir guðleysing að bera ábyrgð á gjörðum sínum eða yfirhöfuð að það skipti hann einhverju máli?

7. Komdu fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig og þú get­ur með skyn­söm­um hætti bú­ist við þeir vilji að sé komið fram við sig. Hugsaðu út frá sjón­ar­hóli þeirra.

Gaman að sjá svona "good intentions" hjá guðleysingjum.

8. Okk­ar ber skylda til þess að taka til­lit til annarra, þar á meðal kyn­slóða framtíðar­inn­ar.

Lítið annað en endurtekning á sjötta boðorðinu.

9. Það er ekki til nein ein rétt leið til að lifa líf­inu.

10. Skildu við heim­inn betri en þú komst að hon­um.

Ekkert nema gott um þetta að segja.

Ef að mín kirkja myndi búa til nýtt boðorð þá finndi ég enga skuldbindingu til þess að hlýða af því að um væri að ræða uppfinningu manna. Ég á erfitt með að sjá fyrir mér að einhverjir guðleysingjar sjái einhverja ástæðu til að fara eftir þessum boðorðum, sérstaklega ef að boðorðin stönguðust á við þeirra eigin langanir.

Vonandi fara þessir guðleysingjar að velta sinni trú aðeins fyrir sér og átta sig á því að hún er líklegast órökréttasta trú sögunnar.


mbl.is Tíu boðorð trúleysingja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 802758

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband