1.9.2014 | 13:07
Þróunarkenningunni að kenna
Sumum finnst að ég kenni þróunarkenningunni um of margt og án efa finnst mörgum þetta vera allt of langsótt en, ég er ósammála. Ef menn hafa engan grun fyrir að það sé til raunverulegt rétt og rangt þá auðvitað munu margir komast að þeirri niðurstöðu að það sé í lagi að stela. Þeirra samviska gæti angrað þá eitthvað en þeir þagga niður í henni með því að sannfæra sig um að þetta sé í lagi út frá þeirri trú að það sé í rauninni ekkert raunverulegt rétt eða rangt.
Auðvitað hefur alltaf verið til óheiðarlegt fólk en stóra spurningin er hvort að þeirra trú hafi ýtt undir þá trú að það sé rangt að stela eða hvort að þeirra trú hafi réttlætt þjófnað. Til dæmis á tímum víkingana þá var trúin að það var rétt að hefna sín jafnvel með því að myrða einhvern en í dag er sú trú sem betur fer sjaldséð. Menn geta ekki haldið að það hafi engar afleiðingar að heilt samfélag trúi því að rétt og rangt sé ímyndun af því að tilviljanir og náttúrulegir ferlar bjuggu okkur til.
Stolið úr búðum fyrir fimm milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkur: Heimspeki | Breytt s.d. kl. 15:11 | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 803252
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessi tala, - að stolið sé úr búðum fyrir 5000 miljónir ár hvert, - virðist næsta ótrúleg. Til jafnaðar væri þá stolið fyrir 14 milljónir á dag. Ef maður gefur sér að suma daga væri kannske litlu sem engu stolið þá þyrfti að vera stolið fyrir 20 til 30 milljónir aðra daga.
Það er erfitt að trúa svona tölum, nema þá að einhverjar staðreyndir fylgi með, - í kaupunum, - nema þá að staðreyndunum hafi líka verið stolið.
Tryggvi Helgason, 1.9.2014 kl. 15:35
Mofi, þróunarkenningin hefur ekkert með það að gera hvort fólki finnst í lagi að stela eða ekki. Hefur þú einhver haldbær gögn undir höndum sem benda til að óheiðarleiki hafi aukist meðal manna eftir að þróunarkenningin kom fram? Og er eitthvað sem bendir til að þeir sem horfast í augu við að hún sé nærri lagi sem skýring á lífinu á jörðinni séu óheiðarlegri en þú og trúsystkyni þín? Þetta er einfaldlega della.
Theódór Gunnarsson, 2.9.2014 kl. 19:56
Theódór, jú og það er augljóst. Ertu að meina þetta eða ertu bara að grínast í mér?
Mofi, 2.9.2014 kl. 22:38
Sæll, mofi.
Ég veit ekki afhverju þú eyddir athugasemdinni minni hérna, ég var aðeins að benda á nokkrar staðreyndir. Kannski vegna þess að ég kallaði þig kjána, en það er nú bara vegna þess að þetta er með því vanhugsaðra sem ég hef lesið eftir þig.
Ef þú ætlar að halda því fram að útbreiðsla þróunarkenningarinnar stuðli einhvernveginn að auknum glæpum, þá þarftu einhvernveginn að sýna fram á það orsakasamhengi. Fyrsta skrefið er að athuga hvort það sé yfir höfuð einhver fylgni þarna á milli.
Þú gætir t.d. reynt að komast yfir tölur um glæpatíðni frá 19. öld og borið það saman við tölurnar í dag. Erfitt að segja hversu áreiðanlegt það væri.
Þú gætir líka athugað hvaða lönd hafa lægstann fjölda af trúuðum íbúum, og athugað svo glæpatíðnina í þessum sömu löndum. Eftir það geturðu fundið trúuðustu þjóðirnar og athugað hvort að þær hafi hærri eða lægri glæpatíðni.
Gætir líka athugað tölur yfir menntum eftir löndum, því að meiri menntun leiðir yfirleitt af sér frekari samþykkt á þróunarkenningunni svona yfir heildina, en meiri menntun leiðir líka oft til færri glæpa þannig þetta getur verið snúið.
Endilega reyndu aftur og leggðu smá metnað í þetta.
admirale, 3.9.2014 kl. 00:34
Segið mér, ímyndið ykkur tvö mismunandi samfélög, hið fyrsta er eins og Amish samfélagið en hið seinna eins og guðleysis Rússland. Fyrsta samfélagið trúir að það sé rangt að stela og sá sem velur þann veg í lífinu endar í glötun. Seinna samfélagið trúir að Guð er ekki til og að við erum afleiðing tilviljana og baráttunnar til að lifa af. Út frá því þá eru hugmyndir um rétt og rangt aðeins ímyndun. Eins og guðleysinginn og þróunarsinninn Michael Ruse bendir á, "The position of the modern evolutionist . . . is that humans have an awareness of morality . . . because such an awareness is of biological worth. Morality is a biological adaptation no less than are hands and feet and teeth . . . . Considered as a rationally justifiable set of claims about an objective something, ethics is illusory. I appreciate that when somebody says ‘Love they neighbor as thyself,’ they think they are referring above and beyond themselves . . . . Nevertheless, . . . such reference is truly without foundation. Morality is just an aid to survival and reproduction, . . . and any deeper meaning is illusory"
Hvort samfélagið Theódór og admirale, er líklegra til að hafa færri þjófnaði?
Mofi, 3.9.2014 kl. 07:00
Ég myndi segja að það samfélag sem býr við meiri velmegun hafi færri þjófnaði.
Ertu búinn að skoða það hvort þessi hugmynd þín stenst skoðun á raunveruleikanum eins og hann er?
admirale, 3.9.2014 kl. 19:52
Þitt svar nægir mér.
Mofi, 3.9.2014 kl. 20:54
Eitt af stærri samfélögum jarðar sker sig út hvað almennan heiðarleika varðar og lítinn almennan þjófnað. Sagt er að í JAPAN geturðu komið næsta dag og sótt skjalatösku sem þú gleymdir í almenningsgarði daginn áður.
Japan er með guðlausari samfélögum heims.
Skeggi Skaftason, 4.9.2014 kl. 10:11
smá hypothetical spurning til Mofa:
EF þú myndir komast að því á morgun að Guð væri ekki til og að við og alheimurinn væri bar afurð "tilviljana og ferla í náttúrunni", myndi það breyta hegðun þinni? Myndirðu verða ÓHEIÐARLEGRI, og reyna að svíkja og pretta, myrða, ljúga og stela, ef það kæmi þér vel, svona svo fremi að það kæmist ekki upp um þig?
Skeggi Skaftason, 4.9.2014 kl. 10:17
Skeggi, guðleysingjar geta alveg trúað að það sé rangt að stela enda tel ég að flestir gera það. Málið er að þeir geta ekki grundvallað þá trú í neinu raunverulegu eins og Michael Ruse bendir á.
Ég hef hitt marga kristna, meira að segja í minni kirkju sem höfðu hræðilegt siðferði og það var þeirra trú að kenna. Afbökuð kristni sem afsakar syndir með náð, eitthvað sem er í mínum huga enn verra en guðleysi.
Ef ég myndi hætta að trúa á Guð þá væri auðveldara fyrir mig að afsaka þjófnað, ef mig langaði í eitthvað þá þótt að samviskan myndi eitthvað naga mig þá væri auðveldara að réttlæta þjófnaðinn því ég þarf aðeins að komast upp með það. Það er ekkert æðra vald til að svara til.
Mofi, 4.9.2014 kl. 10:42
Merkilegt að lesa að siðferði þitt sé fyrst og fremst eða eingöngu byggt á BOÐVALDI Guðs. Þú hlýðir reglum Guðs, því annars þarft að svara frammi fyrir honum.
Ég trúi ekki á "æðra vald". Mitt siðferði byggir á virðingu fyrir náunganum og kærleika.
Náunginn og samfélag mitt við aðra er RAUNVERULEGT. Ert þú ekki sammála því?
Skeggi Skaftason, 4.9.2014 kl. 11:28
Ekki eingöngu, tók það sérstaklega fram. Ég tók síðan fram að þegar kemur að því að standa frammi fyrir miklum löngunum að þá er auðveldara að réttlæta þjófnað ef Guð er ekki til og siðferði ímyndun, bara eitthvað sem samfélagið bjó til upp úr þurru lofti. Ferlið sem á að hafa búið okkur til er grimmt, snýst um að lifa af, oftar en ekki á kostnað annara. Þetta er ekki ferli sem hefur siðferði, fræðilega gæti aldrei haft siðferði jafnvel þótt að það væri satt að þetta ferli bjó siðferði til.
Mér finnst ekkert raunverulegt ef guðleysi er málið. Þú ert aðeins einhver atom og ein uppröðun á þeim atómum er ekkert betri en önnur, allt endar og ekkert skipti neinu raunverulegu máli.
Náungninn og samfélagið þitt við aðra er raunverulegt en ef þér langar í eitthvað sem er þér meira virði en þetta, tökum t.d. að þig langar að vera vinsæll því það myndi færa þér miklu betra samfélag við aðra þá er auðvelt að réttlæta þjófnað sem færir þér það.
Segjum sem svo að þú færð tækifæri til að stela miljónum, eitthvað sem myndi tryggja þér vinsældir, samfélag við aðra þar sem þú skiptir máli, tækifæri fyrir þig að gera öðrum gott sem þér þykir vænt um á meðan peningurinn sem þú getur stolið hefur áhrif á fólk sem þú þekkir ekki og líklegast hefur nóg af pening.
Hvað myndir þú gera?
Mofi, 4.9.2014 kl. 12:22
Segjum sem svo að þú færð tækifæri til að stela miljónum, eitthvað sem myndi tryggja þér vinsældir, samfélag við aðra þar sem þú skiptir máli, tækifæri fyrir þig að gera öðrum gott sem þér þykir vænt um á meðan peningurinn sem þú getur stolið hefur áhrif á fólk sem þú þekkir ekki og líklegast hefur nóg af pening. Myndi Guð ekki alveg sýna því skilning þó þú myndir grípa tækifærið?
Það sem ég er að benda á, þín Guðstrú ein og sér gerir þig EKKERT MINNA LÍKLEGAN til að freistast til að brjóta lög, ef þú getur "réttlætt" það fyrir sjálfum þér með einum eða öðrum hætti.
Skeggi Skaftason, 4.9.2014 kl. 12:58
... gerir þig ekkert minna líklegan en mig ætlaði ég að segja.
Skeggi Skaftason, 4.9.2014 kl. 12:59
Nei, því Hann sagði skýrt "Þú skalt ekki stela". Hann sagði skýrt að þjófar munu enda í eldsdíkinu.
Heldur þú virkilega að einstaklingur sem trúir að Guð er til og Hann sagði að það er rangt að stela og mun refsa þjófum á efasta degi, að hann er ekki minna líklegur til að stela en einhver sem trúir ekki á Guð og heldur að siðferði er eintóm ímyndun eins og Michael Ruse útskýrði?
Mofi, 4.9.2014 kl. 13:10
Ha? Hvenær sagði hann það? Við hvern ??
JÁ Ég held það virkilega.
Skeggi Skaftason, 4.9.2014 kl. 13:29
Þessi tilvitnun sem þú ert búinn að slefa yfir í nokkur ár hið minnsta segir EKKI að siðferði sé "tóm ímyndun", hvað þá að siðferði sé "ekki til.
Skeggi Skaftason, 4.9.2014 kl. 13:32
Mofi, ég held ekki að þú þurfir í alvöru á þessu föðurlega boðvaldi að halda til að haga þér skikkanlega. Að halda því fram í fullri alvöru að fólk steli ekki af því að það óttast refsingu Guðs er beinlínis hlægilegt.
Svoleiðis fúnkerar siðferði hjá fimm ára krökkum. Ekki hjá fullorðnu fólki.
Ég held að þú sért í þessum rökfræðiæfingum af því þér finnst að þú VERÐIR að rökstyðja fyrir sjálfum þér að það sé skynsamlegt og jákvætt að vera bókstafstrúarnöttari.
Skeggi Skaftason, 4.9.2014 kl. 13:36
Þú verður að afsaka að ég skuli kalla þig bókstafstrúarnöttara. Það er alls ekki illa meint eða sett fram sem háðung. Mér finnst bara í fullri alvöru að það sé pínulítil raunveruleg geðveiki að vera bókstafstrúar.
Skeggi Skaftason, 4.9.2014 kl. 13:37
Skeggi, það er eins og þú þekkir engan kristin einstakling sem þýðir að þú hefur engan skilning á þessu. Að sjá ekki hvernig trú spilar inn í hegðun fólks er... úff, ég bara veit ekki hvað ég get kallað svona undarlega blindni. Gömlu guðleysingjarnir, Thomas Huxley og þannig menn, þeir höfðu skilning á þessu og ástæðan er líklegast að þeir þekktu kristið fólk svo þeir þekktu áhrif trúarinnar. Þá á ég auðvitað hinni Biblíulegu trú. Trú víkinganna létu þá ekki haga sér betur, sérðu kannski enga tengingu milli þess að að trúa að það er þín skilda að drepa og hefna og fólki drepi og hefni sín og síðan fólk sem trúir að það er þín skilda að fyrirgefa og elska náungan?
Þetta er það sem ég er að tala um, þú veist ekkert um hvað þú ert að tala en finnst samt í góðu lagi að tjá þig áður en þú rannsakar það.
Mofi, 4.9.2014 kl. 13:47
Jú Mofi, ég bý á Íslandi og meirihluti fólks í kringum mig skilgreinir sig sem kristið.
Þú ættir e.t.v. að fara í vettvangsferð á Litla Hraun og athuga hvort þar sé hátt hlutfall fólk sem skilgreinir sem trúlaust, kannski stór hluti fanga séu félagar í Siðmennt?
Skeggi Skaftason, 4.9.2014 kl. 13:55
Já, hin blessaða Biblíulega trú! Frumbyggjar Mexíkó og suður-Ameríku fengu aldeilis að kynnast henni þegar Cortez og félagar komu yfir hafið!
Skeggi Skaftason, 4.9.2014 kl. 14:02
Skeggi, nei þeir fengu ekki að kynnast henni en það er vegna þinnar fáfræði að þú heldur það. Kannski er þetta viljandi hjá þér eða kannski er þetta vegna þess að þú hefur aldrei kynnst raunverulegum kristnum einstaklingi. Hvort sem um ræðir þá duga orð ekki til að sýna þér þetta.
Ef þú munt einhvern tíman kynnast alvöru kristnum einstaklingi þá muntu skilja hvað ég er að tala um en þangað til þá verður þetta þér algjör ráðgáta.
Mofi, 4.9.2014 kl. 14:12
þykist þú sem sé vita að Hernán Cortez hafi ekki verið "raunverulega kristinn" ? Af því hann var "vondur"? Þú kannast við No true Scotsman rökvilluna væntanlega?
Skeggi Skaftason, 4.9.2014 kl. 14:43
En aftur að þráðarefninu:
hvað segirðu um þá um hina svona á að giska 90-95% kristinna sem telja að þróunakenningin sé (í aðalatriðum amk) RÉTT, eru þeir eitthvað líklegri til að stela, heldur en bókstafstrúaðir?
Og af hverju stela ekki guðlausir Japanir meiru ??
Skeggi Skaftason, 4.9.2014 kl. 14:45
Já, hún sjálf er rökvilla. Myndir þú segja að sannur læknir hafi farið í raunverulegan skóla og fengið sína gráðu á heiðarlegan hátt eða væri maður að gera einhverja rökvillu að kalla gaur sem þykist vera læknir en hefur ekki lært læknisfræði að sá aðili sé lítið annað en svikari?
Enska orðið sem nær þessu vel er "fraud". Einhver sem þykist vera eitthvað sem hann er ekki.
Já, alveg eins og þeir sem tilheyra minni kirkju en hafa fallið í þá gryfju um ódýra náð Guðs og nota þá hugmyndafræði til að réttlæta allt sem þeim langar að gera.
Hvernig getur þetta verið flókið?
Mofi, 4.9.2014 kl. 14:58
Mofi:
Allir "raunverulega" kristnir eru góðir, því þeir trúa því að Guð mnui refsa þeim ef þeir eru vondir og henda þeim í eldsdíkið.
Skeggi:
Já en hvað með Cortéz??
Mofi:
Hann var vondur, svo hann var ekki "raunverulega" kristinn
Skeggi Skaftason, 4.9.2014 kl. 15:54
Mofi:
hefur þú lokið menntaskólanámi? Þá ættirðu að hafa lært a.m.k. einn áfanga í félagsfræði og lært um hugtökin gildi> og norm.
Samfélög hafa ákveðin gildi og norm og þau þurfa síður en so að vera grundvölluð á trú á einhverja yfirnáttúrulega veru sem ákveður hvað sé rétt og rangt og refsar fyrir ranga hegðun.
Skeggi Skaftason, 4.9.2014 kl. 16:10
Ég kenni þyngdaraflskenningunni um dauða milljóna og aftur milljóna manna. Réttast væri að henda henni út á hafsauga.
Ragnar Þórisson, 4.9.2014 kl. 16:42
Hver sá sem talar eða hegðar sér í ósamræmi við boðskap Krists er ekki raunverulegur fylgjandi Hans heldur svikari. Sumir jafnvel blekkja sjálfan sig en þeirra verk koma upp um þá.
Þessi gildi geta verið grundvölluð í hverju sem er og á meðan fólk kaupir það, þá getur það virkað. En fyrir þá sem velta fyrir sér lífinu og tilverunni út frá Þróunarkenningunni þeir átta sig fljótlega á því, þ.e.a.s. þeir sem hafa örlítinn vott af vitsmunum, að þetta er allt saman tilbúningur ef að kenningin sé rétt. Ef þeir komast að þeirri niðurstöðu að "might is right" út frá Þróunarkenningunni þá augljóslega getur það haft áhrif á verk viðkomandi.
Mofi, 4.9.2014 kl. 17:43
Ragnar, fyrirgefðu en fullorðnir eru hérna að tala saman.
Mofi, 4.9.2014 kl. 17:44
Öll gildi og norm eru tilbúningur. Hvað með það?
Þau eru til í alvörunni. Erum við ekki sammála um það? Er samfélag fólks ekki til í alvörunni??
Skeggi Skaftason, 4.9.2014 kl. 21:12
Ef eitthvað er tilbúningur þá ertu ekki beint mikið bundinn af því er það nokkuð? Ef að stela gefur þér enn betra samfélag, þ.e.a.s. þú verður ríkur og þú getur gert gott fyrir þig og þína og þannig gert þitt persónulega samfélag miklu betra þá á ég erfitt að sjá fyrir mér hvernig einhver tilbúin gildi ættu að láta mann afneita sér þessu.
Mofi, 5.9.2014 kl. 07:37
Þá aðlagar maður gildi sín bara. Svona eins og Ísraelar eru að stela landi frá Palestínumönnum. Þeim tekst að telja sér trú um að þetta sé allt Guð þóknanlegt. Það hafa trúaðir gert á öllum tímum.
Skeggi Skaftason, 5.9.2014 kl. 07:57
Skeggi, en þá þarftu að brjóta gegn því sem Guð sagði og það er einmitt punkturinn. Þú þarft að fara á móti einhverju sem er að ýta þér í ákveðna átt. Guðleysingjar hafa ekkert þannig, þeir eru æðsta valdið, það er enginn æðri þeim.
Mofi, 5.9.2014 kl. 08:15
Nei nei, þú bara endurtúlkar þau oft á tíðum óskýru og mótsagnakenndu fyrir mæli sem Guð gefur í Biblíunni. Heldu þú að strangtrúðair Ísraelsmenn finnist að þeir séu að brjóta gegn því sem Guð "sagði"? Nei það held ég nú aldeilis ekki. Þvert á móti þá réttlæta þeir gjörðir sínar með orðum Guðs. Guðleysingjar geta eki réttlætt misgjörðir sínar með Biblíubulli - "Guð segir að þetta sé rétt", Guðleysingjar þurfa að rökstyðja siðferðilegar ákvarðanir sínar betur en það.
Skeggi Skaftason, 5.9.2014 kl. 09:12
Hvað er óskýrt við þú skalt ekki stela?
Mofi, 5.9.2014 kl. 09:24
Spurðu strangtrúuðu gyðingana.
"Þú skalt ekki myrða" er líka ósköp einfalt. Samt hafa trúaðir háð styrjaldir alla tíð. Voru evrópskar kirkjur almennt mikið að mótmæla stríðsreksti sinna landa í fyrri heimsstyrjöld?
Skeggi Skaftason, 5.9.2014 kl. 09:37
Skeggi, gyðingar í dag glíma við hið sama og gyðingar á tímum Jesú, þeir voru búnir að bæta við lög Guðs og setja sjálfan sig fyrir ofan þau. Af hverju ruglar það þig svona í ríminu að sjá vont fólk sem kallar sig eitthvað? Fyrir mig er þetta mjög einfalt, ég þekki hver boðskapurinn er og hver er síðan hræsnari og hver eru raunverulegur.
Mofi, 5.9.2014 kl. 09:49
Já þú ert heppinn að vera handhafi sannleikans, og vita hverjir eru "infidels".
Skeggi Skaftason, 5.9.2014 kl. 13:11
Ég hefði haldið að það væri frekar einfalt, þú ert með boðorðin tíu eins og ég, þú ert með samantekt Jesú á hver grundvöllurinn er "elska Guð og elska náungan eins og sjálfan þig". Þú getur síðan metið hver er raunverulega kristinn og hver ekki. Þetta þarf ekki að vera flókið.
Mofi, 5.9.2014 kl. 13:18
- Má halda þræla?
- Eiga konur og karlar að vera jöfn?
- Hvað þýðir að "heiðra" foreldra? Á að heiðra þau jafnvel þó þau séu vond?
- Er samkynhneigð í lagi?
- Hvenær er stríð réttlætanlegt? Einhverntímann?
- Á hermaður að hlýða yfirmanni, jafnvel þó hann efist um réttmæti fyrirmæla?
- Eru dauðarefsingar í lagi?
- Eru fóstureyðingar í lagi?
- Er fjögurra vikna fóstur manneskja?
Þessu og fleiru svara ekki boðorðin tíu, og raunar veitir Biblían afar ófullkomin svör við þessum og fleiri spurningum.
Skeggi Skaftason, 5.9.2014 kl. 14:14
Við vorum að tala um hvort það væri í lagi að stela. Auðvitað er heimurinn flóknari en það og ótal siðferðis spurningar sem geta verið flóknar. Biblían svarar alveg þessum spurningum og þú ert án efa ósammála mörgum af hennar svörum sem er frekar fyndið þar sem út frá guðleysi þá er siðferði ímyndun.
Mofi, 5.9.2014 kl. 14:27
Mofi,
hefurð misst einhvern nákominn? Hefurðu fundið fyrir djúpri sorg?
Var hún raunveruleg, eða bara ímyndun?
Skeggi Skaftason, 5.9.2014 kl. 14:39
Ég trúi á Guð og þar af leiðandi erum við ekki bara einhvert saman safn atóma heldur eitthvað raunverulegt svo já, raunverulegt. Ég geri ráð fyrir að þú hafir upplifað sorg og fyrir þig var hún raunveruleg en það myndi einmitt líka vera minn punktur í þessu öllu saman, þið getið aldrei lifað lífinu eins og Guð er ekki til.
Mofi, 5.9.2014 kl. 15:01
Nú skil ég þig ekki. Ætti ég ekki að upplifa sorg eg ég trúi ekki á Guð, af því að þá var amma mín bara safn atóma?
Er ég á einhvern hátt að viðurkenna að Guð sé til, ef ég lít á aðrar manneskjur sem eitthvað meira en safn atóma?
Skeggi Skaftason, 5.9.2014 kl. 15:09
Allur þessi bull-rökstuðningur þinn byggir á óskhyggju þinni og misskilningi á tilvinunðum orðum einhvers tiltekins manns, sem þú aðhyllist ekki, en heldur að orð hans gagnist þér:
"The position of the modern evolutionist . . . is that humans have an awareness of morality . . . because such an awareness is of biological worth. Morality is a biological adaptation no less than are hands and feet and teeth . . . . Considered as a rationally justifiable set of claims about an objective something, ethics is illusory. I appreciate that when somebody says ‘Love they neighbor as thyself,’ they think they are referring above and beyond themselves . . . . Nevertheless, . . . such reference is truly without foundation. Morality is just an aid to survival and reproduction, . . . and any deeper meaning is illusory"
Það sem þarna er sagt er að siðferði sé ekki eitthvað sem sé "above" okkur, þ.e.a.s. ekki eitthvað "absolút" sem sé til utan okkar tilveru. Það sé ekki eitthvert raunverulegt "ytri" regluverk.
Fyrir mér meikar þetta fullkomið sens.
En hann segir ALDREI að siðferði sé ekki til! Að það sé ekki "raunverulegt".
Það er þín ímyndun.
Skeggi Skaftason, 5.9.2014 kl. 15:13
Jú, auðvitað. En ef Guð er ekki til þá er þetta allt saman bara brandari, engin ein uppröðun á atómum er eitthvað betri en önnur. Þetta er meira að segja eitthvað sem maður sér hjá ótal guðleysingjum þegar þeir tala um dauðan, reyna að hugga sig við það að atómin sem viðkomandi var settur saman úr munu núna verða hluti af jörðinni og verða að stjörnum eða eitthvað í þeim dúr.
Þá ertu að lifa lífinu í samræmi við að Guð er til. Málið er að guðleysingjar geta ekki lifað lífinu í samræmi við þessa hugmyndafræði sína.
Such reference is truly without foundation... Bara eitthvað sem hafði einhvern tilgang í ferli mannkyns en einhver alvöru meining er ímyndun. Hann segir beint út að einhver meining í siðferði er ímyndun.
Mofi, 5.9.2014 kl. 15:28
hann segir að einhver dýpri meining í siðferði sé ímyndun, og er búinn að útskýra að með "deeper meaning" eigi hann við eitthvað sem er "above and beyond" okkur sjálf.
Hann segir EKKI að það sé ENGIN meining í siðferði.
Hvað er svona flókið við þetta?
Skeggi Skaftason, 5.9.2014 kl. 15:42
Ég er lifandi sönnun þess að svona hugsa guðleysingjar ekki. :) Svo þetta er rangt hjá þér.
Svo finnst mér miklu skemmtilegra að tala við þig heldur atómin í lyklaborðinu fyrir framan mig :D
Skeggi Skaftason, 5.9.2014 kl. 15:48
Dýpri meiningu en "aid to survival and reproduction"
Alveg rétt að það er einhver meining í siðferði en ekkert sem maður hefur einhverja alvöru ástæðu til að hlýða þegar t.d. maður stendur frammi fyrir því að geta öðlast margar miljónir og maður pottþétt kemst upp með það. Þú ert sammála að ef Guð er ekki til þá er einstaklingurinn æðsta valdið og yfirvöld hafa afskaplega litla þýðingu fyrir utan hið áþreyfanlega að ef þú drýgur glæp þá munu þau grípa inn í.
Af því að þú lifir og hugsar eins og Guð er til :)
Betri en atómin í lykaborðinu þínu... já, þetta er flott hrós þó að það er erfitt að ímynda sér hvort það sé ekki flest allt skemmtilegra en þau :)
Mofi, 5.9.2014 kl. 16:15
Já þú segir nokkuð! :)
En jæja, góða helgi, Guð veri með þér!
Skeggi Skaftason, 5.9.2014 kl. 18:14
Hehe, sömuleiðis :)
Mofi, 5.9.2014 kl. 18:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.