25.1.2014 | 08:56
Siðferðis spurningar Óla Jóns
Í umræðunni sem skapaðist við greinina Hver ákveður hvað sé rétt og hvað sé rangt? þá kom bloggarinn Óli Jón með nokkrar spurningar sem mér finnst vera þess virði að svara. Vildi líka ekki leiða hina umræðuna út í eitthvað allt annað svo hérna eru spurningarnar hans Óla og svo geri ég heiðarlega tilraun til að svara þeim.
Óli Jón
Hvort á maður að hata foreldra sína eða heiðra þá? Hvort á maður að fyrirgefa náunganum eða senda þrjár birnur til þess að slátra 42 ungmennum fyrir smá stríðni? Hvort á maður að hjálpa syndugu fólki eða drekkja því? Á maður að bjarga saklausum englum frá nauðgun með því að bjóða saklausar dætur sínar í staðinn? Hvenær á maður að fórna börnum sínum til þess að þóknast öðrum? Er í lagi að halda þræla eða ekki? Á maður að leiða fólk í freistni til illra verka eða reyna að koma í veg fyrir slíkt? Eiga börn í þriðja og fjórða ættlið að gjalda fyrir syndir feðra sinna?
- Hvort á maður að hata foreldra sína eða heiðra þá?
Þú getur heiðrað einhvern sem þú hatar. En þú ert að vitna í orð Jesú í Lúkas 14. Þegar maður hefur í huga að Jesús kenndi að við ættum að elska jafnvel óvini okkar þá rekur maður upp stór augu þegar maður rekst á þetta. En samhengið útskýrir hvað er þarna í gangi, Jesús heldur áfram og segir dæmisögu um mann sem fer í stríð án þess að meta kostnaðinn og áhættuna. Það sem Jesús er þarnna að fjalla um er hvað það getur kostað að gerast lærisveinn Hans, það gæti kostað þig fjölskyldu þína og vini. Orðið sem þarna er notað er líka notað í Biblíunni þannig að það þýðir "elska minna", meira um þetta hérna: http://www.apologeticspress.org/apcontent.aspx?category=6&article=781 - Hvort á maður að fyrirgefa náunganum eða senda þrjár birnur til þess að slátra 42 ungmennum fyrir smá stríðni?
Maður á að fyrirgefa náunga sínum.
- Hvort á maður að hjálpa syndugu fólki eða drekkja því?
Hjálpa því. Ef viðkomandi er að reyna að drepa þig þá er líklegast ekki hægt að ætlast til þess að þú setir þig í hættu til bjarga viðkomandi. - Á maður að bjarga saklausum englum frá nauðgun með því að bjóða saklausar dætur sínar í staðinn?
Þú gerir þér vonandi grein fyrir því að þegar Biblían segir frá atburðum þá er hún ekki að segja hvað sé rétt að gera eða rangt að gera; hún er einfaldlega að segja frá einhverju sem gerðist. - Hvenær á maður að fórna börnum sínum til þess að þóknast öðrum?
Aldrei - Er í lagi að halda þræla eða ekki?
Fer eftir samfélaginu sem þú lifir í. Ég þarf endilega að uppfæra þessa grein hérna, margt sem ég gæti bætt en fyrir þá sem eru forvitnir um þrælahald í Biblíunni þá: Þrælahald í Biblíunni - Á maður að leiða fólk í freistni til illra verka eða reyna að koma í veg fyrir slíkt?
Endilega ekki vera að leiða fólk í freistni. Samt verður fólk að fá að fara sína eigin leið, ekki okkar að binda það niður ef við grunum að það er að fara að gera illt. Ef viðkomandi er að fara að drepa einhvern þá er alveg gilt að binda hann niður eins og var gert við okkar heimsfræga flugdólg. - Eiga börn í þriðja og fjórða ættlið að gjalda fyrir syndir feðra sinna?
Ekki spurning hvort þau eiga að gjalda fyrir syndir ferða sinna heldur einfaldlega að það er það sem gerist. Við sitjum uppi með margt sem okkar forfeður gerðu. Komandi kynslóðir munu þurfa að glíma við margt sem er í rauninni okkur að kenna og þannig hefur það alltaf verið.
Þetta er heiðarleg tilraun til að svara þessum spurningum en sjáum til hvað honum Óla finnst.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Heimspeki, Trúmál, Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
„Hvenær á maður að fórna börnum sínum til þess að þóknast öðrum?" spyr Ólafur. Mófi svarar: „Aldrei".
Ég er alveg sammála Mófa, en samkvæmt Bíblíunna á maður að vera reiðubúinn að fórna börnum sínum til að þóknast Guði. Ég veit að við erum ekki búin að gleyma þessu: “Tak þú einkason þinn, sem þú elskar, hann Ísak, og far til Móríalands og fórna honum þar að brennifórn á einu af fjöllunum, sem ég mun segja þér til” (1.Mós 22,1-2). Abraham var til í þetta, enda guðhræddur maður.
Wilhelm Emilsson, 27.1.2014 kl. 02:22
Við höfum eitt dæmi í Biblíunni þar sem maður fórnaði ekki syni sínum, svo ég held að mín ályktun sé nokkuð traust.
Mofi, 27.1.2014 kl. 09:27
Mofi: Takk fyrir þetta. Guð þinn virðist ekki hegða sér í samræmi við þína túlkun á siðalögmálum hans því hann hegðar sér eiginlega þveröfugt við það sem þú tilgreinir í flestum tilfellum.
Það er því ljóst að ekki aðeins er siðgæði Guðs á skjön við siðgæði okkar í dag heldur bætist við að Guð sjálfur virðist ekki bundinn af því m.v. það sem þú segir. Það ríkir því tvöfalt siðgæði í ríki Guðs sem er býsna merkilegt m.v. að hönnuðurinn ku vera almáttugur.
Óli Jón, 27.1.2014 kl. 11:06
Eins og ég benti á þá er orðið sem er notað þarna orð sem getur þýtt "elska minna" og ég benti á grein sem fór yfir notkunina á þessu orði.
Guð er dómarinn og hefur þekkingu til að vita hvaða áhrif ákveðna gjörða hafa. Greinilega þarna þá dæmdi Guð strax og mjög harkalega. Maður má samt ekki gleyma að frá sjónarhóli Guðs þá er dauði hér aðeins svefn og lífið sem kemur eftir þetta það sem skiptir öllu máli.
Þú sérð þetta líf sem upphaf og endir alls á meðan Guð sér það sem tækifærið sem allir hafa til að ákveða hvort þeir vilja fylgja Guði og lifa eða hvort það vill fara sína eigin leið og deyja. Þetta fólk fékk nægan tíma til að iðrast og bjarga sjálfu sér með því að fara í örkina en hafnaði því.
Abraham var búinn að bregðast marg oft og sína að hann var aumingi eins og t.d. ljúga til um eigin konu sína sem gerði það að verkum að hún var send í kvennabúr. Þarna var Guð að kenna Abraham og öllum öðrum lexíu um hvað Guð sjálfur þyrfti að gera í framtíðinni og akkúrat þarna þá var lexían, Guð mun útvega lambið.
Abraham var búinn að kynnast Guði nógu mikið til að vita að þekkja rödd Guðs og vita að Guð hefur vald til að reisa fólk upp frá dauðum og Guð var búinn að lofa að afkomendur Ísaks yrðu að stórri þjóð svo þarna var Abraham að treysta að Guð myndi uppfylla loforð sitt.
Við erum öll hálf gerðir þrælar en ég skil hvað þú átt við. Ég sé lögin í GT glíma við ákveðið ástand og þau gera það mjög vel að mínu mati, sjá: Þrælahald í Biblíunni
Nei, snákurinn var við tréið sem bar forboðna ávöxtin og Eva hafði verið vöruð við því og vissi hvar það var. Þetta var einfaldlega valið sem Guð bauð upp á, að ef hún vildi þekkingu góðs og ills og borga gjaldið sem var að deyja þá var þarna valið handa henni ef hún vildi.
Ég skil þetta þannig að þetta gerist en ekki að Guð leiti eftir því að hegna einhverjum fyrir það sem hans forfeður gerðu. Frekar í þessu dæmi þá einmitt lofar Guð að brjóta á bak þessi áhrif ef fólk velur að iðrast og fylgja Guði.
Alveg sammála að siðgæði Guðs er ekki eins og siðgæði okkar samfélags. Ég sé ekki tvöfalt siðgæði, Guð hefur fullan rétt á því að dæma syndara. Við höfum engan rétt til lífs, hver andardráttur er óverðskulduð gjöf frá Guði og Honum ber engin skilda til að gefa okkur hana.
Mofi, 27.1.2014 kl. 12:52
Mofi: Með sömu rökum og þú gefur get ég farið út á eftir, drekkt einhverjum og sagt að hann sé á betri stað ef einhver kvartar yfir því. Það sama hlýtur að gilda um gjörðir mínar og Guðs, er það ekki, a.m.k. hvað afleiðingarnar varðar?
Sem handbók myndi Biblían fá falleinkunn fyrst ekki er hægt að túlka hana eins og hún kemur fyrir. En gefum okkur að 'hata' merki 'elska minna' sem er í sjálfu sér nægilega slæmt eitt og sér. Kvittar þú upp á það að Lasarus hafi ekki verið 'dauður' þegar Jesús reisti hann upp heldur hafi verið búið að útskúfa honum og að Jesús hafi reist hann aftur inn í samfélagið?
Óli Jón, 27.1.2014 kl. 13:35
Að sumu leiti en þú veist ekki hans eilífu örlög eða hvaða áhrif hann myndi hafa í framtíðinni.
Enda er hún ekki handbók. Þegar kemur að hvað sé synd þá höfum við eftirfarandi reglur:
Flestir kristnir eru mér ósammála um restin af lögmálinu og þar á meðal mín eigin kirkja en ég er að vinna í því :)
Mofi, 27.1.2014 kl. 13:44
Mofi: En hvað segirðu um dæmið um orðatúlkun í tengslum við meinta upprisu Lasarusar? Er sá kafli hárnákvæmt rétt þýddur?
Óli Jón, 27.1.2014 kl. 16:29
Orðið sem er notað í Jóhannes 11 er "apothnēskō" og ef maður skoðar hvernig það er notað í Nýja Testamentinu þá er það alltaf notað yfir fólk sem hefur dáið og samhengið sýnir það skýrt. Ég veit ekki með hárnákvæmt rétt þýddur en ég sé ekki betur en kaflinn segir skýrt að Lasarus hafi verið dáinn og síðan lifnaði við.
Mofi, 28.1.2014 kl. 08:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.