17.11.2013 | 21:55
Magnað hvernig ein Aðvent kirkja slapp ósködduð frá fellibylinum
Það er eins og Guð hafi verndað þessa kirkju til þessa að geta þjónað í hörmungunum og kannski líka áminning að Guð verndar þig ekki nema þú biðjir um verndun. Enn frekar að þegar kemur að hinu eilífa lífi, þá veitir Guð aðeins þeim eilíft líf sem biðja um eilíft líf.
Enn frekari umfjöllun um þetta hérna: https://www.facebook.com/dougbatchelor
ADRA ( hjálpar aðventista ) er byrjað með hjálparstarf til Filippseyja og þeir sem vilja styrkja það geta gert það hérna: http://www.adra.ph/donate
Streyma til Filippseyja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkur: Trúmál | Breytt 18.11.2013 kl. 17:33 | Facebook
Um bloggið
Mofa blogg
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Kristnar síður
Ýmislegt
Sköpun/þróun
Síður sem fjalla um sköpun/þróun
- Detecting Design
- UnCommon descent Blogg síða William Dembski um vitræna hönnun
- Creation-Evolution Headlines Síða sem fjallar um fréttir tengdar sköpun þróun
- EvolutionNews Síða sem fjallar um fréttir sem tengjast Vitsmunahönnun
Bloggvinir
- Bergur Thorberg
- Birgirsm
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Daníel Þór Þorgrímsson
- Davíð S. Sigurðsson
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Daði Einarsson
- Dóra litla
- Eva
- Eygló Hjaltalín
- Friðrik Páll Friðriksson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gladius
- Gunnar Ingi Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðni Már Henningsson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gísli Kristjánsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Hörður Finnbogason
- Hörður Halldórsson
- Inga Helgadóttir
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Helgason
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ríkharðsson
- Jón Valur Jensson
- Jónatan Gíslason
- Júdas
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Linda
- Mama G
- Morgunstjarnan
- Nonni
- Omnivore
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Pétur Eyþórsson
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Ragnar Kristján Gestsson
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Röddin
- Rúnar Kristjánsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Steinar Immanúel Sörensson
- Styrmir Reynisson
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sverrir Halldórsson
- TARA
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Theódór Norðkvist
- Tryggvi Hjaltason
- Tímanna Tákn
- Unknown
- Vefritid
- Viðar Freyr Guðmundsson
- gudni.is
- Ólafur Jóhannsson
- Þarfagreinir
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Alexander Steinarsson Söebech
- Árni Karl Ellertsson
- BookIceland
- Elísa Elíasdóttir
- Fanney Amelía Guðjonsson
- Friðrik Már
- Gestur Halldórsson
- Guðjón E. Hreinberg
- Gunnar Ingvi Hrólfsson
- Gunnar Jóhannesson
- Hulda Þórey Garðarsdóttir
- Jens Guð
- Karl Jóhann Guðnason
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Mathieu Grettir Skúlason
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Valur Arnarson
- Viktor
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessi mynd sem þú settir inn er ekki kirkjan.
Hérna er mynd af kirkjunni á þessari FB-síðu sem þú vísar á.
Annað hvort er guðinn þinn að vernda þessa kirkju eða þá fellibylurinn hafi ekki verið nógu sterkur til þess að fella steinsteypubyggingu.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 17.11.2013 kl. 23:07
Mofi, það er magnað hvað þessi Guð þinn er áfjáður um að drepa fólk, ens og þú bendir á.
Brynjólfur Þorvarðsson, 18.11.2013 kl. 05:03
Hjalti, svona sá ég þetta: https://www.facebook.com/photo.php?fbid=544269438990369&set=pb.431672620250052.-2207520000.1384763540.&type=3&theater
Sé ekki betur en þetta er myndin sem er verið að fjalla um.
Brynjólfur, eða bara að náttúruöflin fá að leika lausum hala.
Mofi, 18.11.2013 kl. 08:40
mofi, ef þú smellir á linkinn sem þú varst að pósta og lest textann við myndina þá sérðu að hún var tekin eftir fellibylinn Ike sem varð í Texas árið 2008.
Kirkjan sem um er að ræða er úr gegnheilli steinsteypu og stóð af sér hvirfilbylinn líkt og margar aðrar steyptar byggingar á svæðinu.
Sagan um grísina þrjá er betri skýring á þessum atburði en biblían nokkurntímann.
admirale, 18.11.2013 kl. 11:31
Jebb, þetta er rétt hjá þér. Hitt var annað dæmi um svipað atvik en í Texas. Rétta myndin er sú sem Hjalti benti á.
En fyrir utan það þá bara líkar mér ekki tónninn hjá þér og þar af leiðandi segi ég bara bless við þig.
Mofi, 18.11.2013 kl. 11:43
Mofi: Er þetta þín skýring á atburðarásinni: Guð bjargaði kirkju aðventista á meðan náttúruöflin, sem Guð lét alveg í friði, eyðilögðu allt í kringum hana?
Óli Jón, 18.11.2013 kl. 21:03
Það er möguleg útskýring.
Mofi, 18.11.2013 kl. 21:18
Þannig að Guð sleppur enn og aftur við að taka ábyrgð á því neikvæða sem gerist í sköpunarverki hans, en er þakkað það sem vel fer? Ég gef mér þá auðvitað að almáttugur guð geti stjórnað vindum og regni þegar þessu er kastað fram, ella væri nú ósanngjarnt að gera til hans nokkrar kröfur í þessum efnum.
Óli Jón, 18.11.2013 kl. 21:42
Ég tel svo vera af því að þeir sem vilja ráða sér sjálfir og vilja ekki afskipti Guðs, þá er eðlilegt að Guð er ekki að skipta sér af þeim. Þeir sem biðja til Guðs geta heldur ekki krafist Hans verndar, það er ekki eins og Hann skuldi að þjóna okkur. En síðan, ekki gleyma að út frá sjónarhóli Guðs þá er þetta líf örstutt erfitt ferðalag til að velja hvort maður vilji líf með Guði eða ekki.
Mofi, 18.11.2013 kl. 22:00
Ertu sem sagt að fullyrða að enginn þeirra sem bjuggu í húsunum og kofunum í kringum rammgerðu aðventistakirkjuna hafi ekki kvakað og beðið um hjálp frá Guði þegar óveðrið skall á? Var bara ein bygging þarna sem hýsti réttsýnt og vel meinandi fólk sem var Guði þóknanlegt? En gefum okkur það að Guð hafi leyfi til þess að velja og hafna óskum frá fólki, af hverju áttu aðventistarnir frekar inni þennan greiða en aðrir þarna í kring? Er það þannig að sumir trúaðir verðskulda hreinlega frekar elsku og væntumþykju Guðs en aðrir trúaðir?
Óli Jón, 18.11.2013 kl. 22:17
Ég er viss um að jafnvel trúleysingi myndi þyggja vernd frá guðinum þínum gegn náttúruhamförum ef guðinn þinn myndi bjóða honum það. Ég myndi amk þyggja það boð.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 18.11.2013 kl. 22:29
Óli Jón, augljóslega þá hrundu íbúðarhús þeirra aðventista sem lifðu þarna svo þú ert að lesa meiri í þetta en þörf er á.
Hjalti, ég skal nefna það við Hann :)
Mofi, 18.11.2013 kl. 22:46
Guð virðist samkvæmt þessari kenningu Mofa starfa svona eins og ítalska mafían, "Sýndu mér virðingu og greiddu sóknargjöld og ég skal veita þér vernd".
Skeggi Skaftason, 19.11.2013 kl. 09:26
Ég get ekki séð það, frekar að ef þú vilt fá að vera í friði þá færðu að vera að friði.
Mofi, 19.11.2013 kl. 09:59
Síðan eins og ég benti á, vernd í þessu lífi er engan vegin tryggð eða eitthvað til að búast við; aðal loforðið er eilíft líf fyrir þá sem iðrast og biðja um eilíft líf.
Mofi, 19.11.2013 kl. 10:27
Nú ég hélt að þú værir að segja að Guð hefði veitt þessu Guðshúsi ákveðna "vernd" gegn veðri og vindum sem hann sjálfur stýrir. Eða hvað? Ef hann stjórnar því hvaða hús sleppa hlýtur hann að stjórna því líka hvaða hús sleppa ekki.
Skeggi Skaftason, 19.11.2013 kl. 11:02
Ég trúi því að Guð leyfir náttúruöflunum að ganga sinn gang og sömuleiðis fólki að fara sína eigin leið. Ef einhver biður um vernd þá getur Guð gripið inn í ef Hann vill en Hann lofar ekki að okkar líf í þessu heimi verði áfalla laust.
Mofi, 19.11.2013 kl. 11:09
Nákvæmlega. Guðleg og almáttug vera sem allt sér í fortíð, nútíð og framtíð velur með kaldrifjaðri nákvæmni hver ferst í svona harmleik. Það er reyndar aukinheldur þannig að þessi vera ákvað að láta storminn verða að veruleika þannig að ábyrgðin er öll hennar.
Eitthvað píp um að fólk velji sér sín örlög sjálft á hreinlega ekki við því mig grunar að fjöldi fólks hafi óskað eftir vernd í þessum hamförum og enga fengið. Bænakvakið virðist því ekki einu sinni vera traust leið til þess að bjargast úr helju.
Óli Jón, 19.11.2013 kl. 11:12
Að grípa til þess að ákalla Guð þegar neyðin skellir á er bara hræsni, eins og Biblían segir "Guð lætur ekki að sér hæða". Ef að viðkomandi er ekki að lesa ritninguna og að leitast við að fylgja því sem hún kennir þá getur viðkomandi engan veginn búist við því að Guð verndi hann því í verki er hann að velja synd og fara sína eigin leið.
En út frá sjónarhóli Biblíunnar þá er þetta líf aðeins örstutt harma ganga og það eina sem er raunverulega hörmulegt er þegar fólk velur að hafna eilífu lífi.
Ég vil samt taka skýrt fram að ég veit ekkert um eilífu örlög þeirra sem fórust í þessu flóði, Guð lofar eilífu lífi en ekki að sleppa við þjáningar í þessu lífi.
Mofi, 19.11.2013 kl. 11:24
Mofi, ég er ekki viss hvernig þessi Guð þinn fúngerar - en mér skilst á þér að þú teljir hann hafa skapað himinn og jörð og allt þar á milli, og minnst einusinni drepið nánast allt mannkyn, fyrir utan öll saklausu börnin sem drepin voru í miklu fjöldamorði hér um árið, að beinni fyrirskipan Guðs.
Ef þú telur að Guð sé alvaldur, og að þú telur að það sé bara fínt hjá honum að láta fólk deyja umvörpum af því að er ekki "memm", ja þá er hann auðvitað að drepa fólk - því það er hann sem skapaði kringumstæðurnar sem drepa fólkið!
Segjum sem svo að ég bjóði 20 vinum mínum út að borða, kveiki svo í húsinu og hleypi bara þeim út sem sverja mér ævarandi hollustu. Hver væri þá munurinn á mér og þessum Guði þínum? Kunningjarnir þurftu ekkert að mæta, þeir gætu hafa haft verkfæri með sér, nú eða slökkvitæki. Ekki er það mér að kenna að þeir brenna inni ef þeir vilja ekki vera "memm"?
Slíkt athæfi af minni hálfu væri auðvitað hin versta ósvinna, ég væri talinn geðveikur og lokaður inni það sem ég ætti ólifað. Þú, Mofi, dagfarsprúður sem þú ert, fyndist það eflaust vera brot á öllum siðferðislegum viðmiðum mannkyns ef ég hegðaði mér svona. En þér finnst það bara fínt að Guðinn þinn skuli hegða sér svona! Ég óttast verulega um siðferðisstyrk þinn, Mofi, fyrr eða síðar mun Guðstrúin eyðileggja hann ef þú heldur svona áfram.
Brynjólfur Þorvarðsson, 19.11.2013 kl. 13:41
Prófaðu minn sjónarhól, dauðinn er aðeins svefn frá slæmum aðstæðum og næsta upplifun er þegar Guð endurskapar heiminn án illsku og þjáningum.
Mofi, 19.11.2013 kl. 15:27
Mofi: Þrátt fyrir allt þetta sem þú segir um handahófskennda elsku Guðs, þá finnst þér bersýnilega sanngjarnt að aðventistarnir og steinsteypta virkið þeirra hafi sloppið. M.v. þín eigin orð þá er ljóst að þú telur aðventista eiga greiðari leið að hlaðborði Guðs eða það kemur þér altént ekki á óvart að íbúar steinvirkisins hafi sloppið við Haiyan, þetta ömurlega leikfang Guðs.
Þessi sýn þín á atburðina, að til sé almáttug vera sem bjargi sumum og tortími öðrum, er býsna nöturleg að mínu mati. Ég er þess fullviss að í rústunum allt í kringum steinsteypta aðventistavirkið hafi verið jafn Guðhrætt fólk og líkur eru til þess að á meðal þeirra hafi jafnvel leynst enn Guðhræddari einstaklingar en aðventistarnir í steinvirkinu nema við gefum okkur að enginn geti verið Guðhræddari en aðventistar.
Í ljósi þessa er undarlegt að fagna trú á Guði sem er jafn handahófskenndur og þóttafullur - eða kalkúleraður og grimmur - og Guð þinn. Þá er í raun minni höfnun í því að átta sig á að allir hlutir gerist af handahófi þegar stormurinn hrífur þig í burtu í miðju bænakvakinu. Hitt er bara svo grimmilegt, að Guð þinn hafi ekki séð ástæðu til þess að hlífa þér, en sá hins vegar aumur á nágranna þínum í steinvirkinu.
Óli Jón, 19.11.2013 kl. 15:40
Óli Jón, mér finnst þú ekkert hafa lesið neitt sem ég skrifaði. Þú ert einfaldlega að búa til þína eigin sýn á Guð og varpa henni yfir á mig; ég kannast ekkert við þetta sem þú ert að lýsa.
Mofi, 19.11.2013 kl. 16:17
Mofi, Skammast þú þín aldrei fyrir neitt sem þú skrifar?
Theódór Gunnarsson, 19.11.2013 kl. 21:24
Nei, af hverju?
Mofi, 19.11.2013 kl. 23:10
Mofi: Þú skrifaðir grein sem fjallar um að rammgert steinvirki aðventista stóð af sér óveður á meðan kofatildrin allt um kring stráféllu. Þú notaðir orðið 'magnað' til þess að lýsa því hve merkilegt þetta var. Þannig léstu að því liggja að Guð hefði þyrmt þessu vegna einhvers og það þarf ekki neinn sérstakan snilling til þess að tengja það við aðventistavinkilinn.
Svo kemur í ljós að þrátt fyrir að Guð þinn hafi alvald í öllum málum þá beitir hann því ekki nema stundum, í þessu tilfelli til þess að bjarga steinvirki aðventista. Hann veit allt og getur allt, en samt ber hann enga ábyrgð á því vonda sem gerist. Stundum gerist þó eitthvað jákvætt, sbr. sigur steinvirkis aðventista í baráttunni við storminn, og þá er við hæfi að þakka honum það.
Ég hef lesið allt sem þú hefur skrifað í þessum þræði og víðar og hef séð að þú ert fljótur að eigna Guði það góða sem gerist, en bera af honum allar sakir fyrir hið vonda. Þú kýst að sjá ekki sök þess sem allt veit og allt getur og lætur vonda hluti gerast. Í október 2012 voru sex jarðfræðingar dæmdir í sex ára fangelsi á Ítalíu fyrir að hafa ekki varað við jarðskjálfta sem olli dauða rúmlega 300 einstaklinga. Sá málatilbúnaður var í raun afar ósanngjarn gagnvart hinum dæmdu því þeir höfðu afar ófullkomnar upplýsingar í höndunum þegar þeir mátu stöðu mála. Hefðu þeir hins vegar haft aðgang að gagnasafni Guðs og öllu því sem hann veit, þá hefði þetta mál verið algjörlega pottþétt.
En þú neitar að viðurkenna þetta. "Guð skapaði okkur, hann á okkur og getur því gert það við okkur sem honum hentar," er viðkvæðið hjá þér. Við erum sem sagt leikmenn á taflborði Guðs sem endrum og sinnum hefur fyrir því að bjarga fólki í steinvirkjum og svo auðvitað fólki sem bjargar sér sjálfu, en er þó mest í því að láta fólk verða vondum örlögum að bráð.
Ég tel að þú ættir að renna yfir þín eigin orð og sjá hversu órökrétt þau eru. Gerist það, vertu þá viðbúinn ótrúlega miklu svekkelsi því þar stendur ekki steinn yfir steini EF maður nálgast hlutina frá öðrum sjónarhornum en út frá eiginhagsmunasemi og geðþóttamennsku Guðs.
Óli Jón, 20.11.2013 kl. 00:53
Óli, guðleysis sjónarhóllinn er ekki rökréttur til að dæma Guð. Ef Guð er til þá er þetta líf örstutt og þjónar aðeins þeim tilgangi að leyfa öllum að velja, hvort þeir vilja líf með Guði eða ekki. Á meðan þú sleppur þessu og velur að dæma Guð út frá því að Guð er ekki til þá auðvitað færðu eitthvað mjög órökrétt út.
Ég var síðan búinn að benda á að aðventistar á þessu svæði misstu sín heimili, hver einn og einasti líklegast svo... þetta er bara bull hjá þér.
Hver er síðan þinn boðskapur til þessa fólks? Þeir sem misstu ástvini eða eru núna hræddir um að deyja vegna sjúkdóma eða matarskorts? Það er engin von um að sjá ástvini sína aftur og engin von andspænis dauðanum sem vofir yfir þeim, er það þinn fagnaðarboðskapur sem þú ert svo stoltur af?
Mofi, 20.11.2013 kl. 09:32
Guð skapaði gallað fólk sem var ekki nógu duglegt við að bugta sig og beygja og biðja um hjálp frá honum. Hann refzaði síðan fólkinu harðlega fyrir að vera svona gallað. Datt honum ekki í huga að hann bar ábyrgð á göllunum úr því að hann skapaði fólkið?
Er ég einn um það að finnast það skrítið að alvitur og almáttugur guð skuli haga sér eins og þriggja ára krakki?
Hörður Þórðarson, 21.11.2013 kl. 02:15
Hörður, ég veit ekki hvar þú færð þessa sýn á þetta; engan veginn eins og ég sé þetta.
Mofi, 21.11.2013 kl. 09:03
Hér er enginn að dæma Guð út frá "guðleysissjónarhól" heldur einmitt frá þeim trúarkenningum sem Guðinn er partur af, að almáttugur Guð leiki sér að örlögum manna, drepi suma og þyrmi öðrum.
Skeggi Skaftason, 21.11.2013 kl. 10:16
Skeggi, hvað með að þetta líf er aðeins örstutt og dauðinn aðeins svefn og eftir hann þá tekur við nýtt líf án þjáninga og illsku?
Mofi, 21.11.2013 kl. 11:00
Ég sé enga "lógík" í því. Af hverju ætti Guð að búa til svoleiðis kerfi, með einhverju voða ófullkomnu forstigs lífi á plánetunni jörð, og svo fullkomið líf í Himnaríki, án þjáninga og illsku? Af hverju búa til ófullkominn heim við hlið fullkomins heims?
"Lógíkin" er helst sú að með svona DRAUMI um fullkomið líf í himnaríki þá er kannski auðveldara fyrir fólk að þrauka í gegnum miserfiðar lífsaðstæður hér jörðinni.
Ég held hins vegar að við eigum að fyrirbyggja þjáningar eins og við getum Í ÞESSU LÍFI - því það veit enginn (ekki heldur þú) hvort taki við eitthvað annað og betra. En þú mátt alveg trúa því ef þér líður betur með það.
Skeggi Skaftason, 21.11.2013 kl. 14:11
Til þess að leysa deiluna milli góðs og ills, sjá: Ættfeður og spámenn - Hvers vegna var syndin leyfð?
Ég er alveg sammála að við eigum að fyrirbyggja þjáningar eins best við getum í þessu lífi og fyrir mig þá er eitt af því að gefa fólki von andspænis dauða og þjáningum.
Mofi, 21.11.2013 kl. 14:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.