Athugasemdir

1 Smámynd: Óli Jón

Þetta er góð spurning.

En hver lét þá dúsa í myrkri holu í tvo mánuði fjarri fjölskyldu og vinum?

Óli Jón, 18.10.2010 kl. 14:28

2 Smámynd: Mofi

Óli Jón, þetta er góð spurning, ég veit ekki svarið við henni.

Mofi, 18.10.2010 kl. 14:47

3 Smámynd: Rebekka

Bíddu nú við.  Komu námumennirnir allir upp íklæddir svona bolum?  Hver lét þá fá þessa boli eiginlega?  Voru þeir bara: "hey, pöntum boli með biblíuversum og Jesú á, svo við getum verið í þeim þegar við komumst loksins upp úr þessari námu"?

Svo þykir mér leitt að kínverskir námumenn virðast ekki nógu merkilegir fyrir Guð til að bjarga þeim, en í Kína látast yfir 7000 námumenn árlega. 

Auðvitað er það frábært að þessir menn komust lífs af, en ég tel það af og frá að björgun þeirra sé guði að þakka. 

Rebekka, 18.10.2010 kl. 15:12

4 Smámynd: Mofi

Rebekka, ég þekki ekki málavexti, varðandi bolina og fleira. Ég  Það er síðan að ég best veit fólki að kenna að það gengur illa að bjarga þessum kínversku námumönnum. Það má kannski kenna Guði um það að láta þetta í okkar hendur...

Mofi, 18.10.2010 kl. 15:19

5 Smámynd: Einar Þór

Mér finnst það bara argasti dónaskapur og vanvirðing við það fólk sem vann og barðist í 2 mánuði fyrir björgun þessara manna að fara að þakka gvuði fyrir björgunina. Í alvöru, hvað gerði gvuð þarna sem er þakkarvert?

Einar Þór, 18.10.2010 kl. 17:00

6 Smámynd: Mofi

Einar Þór, ég er ekki í nokkrum vafa um að þessir menn voru þakklátir því fólki sem hjálpuðu þeim. Guð er kærleikur, án kærleika hefði enginn lagt í þá vinnu að hjálpa þeim.

Mofi, 18.10.2010 kl. 17:33

7 Smámynd: Styrmir Reynisson

Þú ert ágætur Mofi

Styrmir Reynisson, 18.10.2010 kl. 21:29

8 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Það er síðan að ég best veit fólki að kenna að það gengur illa að bjarga þessum kínversku námumönnum. 

Þannig að þegar fólki tekst að bjarga námumönnum, þá er það guði að þakka?

En þegar fólki tekst ekki að bjarga námumönnum, þá er það fólkinu að kenna?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 19.10.2010 kl. 03:04

9 Smámynd: Mofi

Styrmir, ekki svo slæmur sjálfur :)

Hjalti,  akkúrat, þú ert fljótur að læra :)

Mofi, 19.10.2010 kl. 09:13

10 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Munið þið ekki eftir námaslysinu fyrir einhverjum árum? Fyrstu fréttir sögðu að allir nema einn hefðu bjargast, og fólk var fljótt að hlaupa upp og þakka Guði mildina. Svo kom í ljós að það var öfugt - allir nema einn létust - og hallelújahrópin þögnuðu all snögglega.

Það er Guð: takes all the glory and none of the shame.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 19.10.2010 kl. 10:19

11 Smámynd: Mofi

Tinna, hver væri þinn boðskapur til þeirra sem misstu ættingja í svona slysi?

Mofi, 19.10.2010 kl. 10:28

12 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Mofi, en hvernig réttlætirðu það að þegar fólk bjargar námumönnum þá sé það guði að þakka, en þegar fólk nær ekki að bjarga námumönnum, þá sé það fólkinu að kenna?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 19.10.2010 kl. 10:50

13 Smámynd: Mofi

Hjalti, ég trúi því að kærleikur allra sé í rauninni gjöf frá Guði; þ.e.a.s. að kærleikur á ekki uppruna sinn meðal manna heldur kemur frá Guði. Þar af leiðandi er það kærleikur sem hvetur menn til að gera góða hluti en þegar menn neita að hlusta á samvisku sína og reyna ekki að bjarga þá er það ekki Guði að kenna að þeir hlusta ekki á Hann.

Vil samt ekki taka heiðurinn af því fólki sem bjargar, það á sannarlega heiður skilið.

Mofi, 19.10.2010 kl. 11:05

14 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Tinna, hver væri þinn boðskapur til þeirra sem misstu ættingja í svona slysi?
 
Hvað meinarðu? Ætli hann væri ekki helst sá að hvetja aðstandendur til að reyna að þrýsta á að öryggismál yrðu endurskoðuð - hver væri þinn boðskapur? "Þetta gerðist af því fólk hlustaði ekki á Guð"?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 19.10.2010 kl. 17:20

15 Smámynd: Mofi

Tinna, minn boðskapur væri að þau geti haft von um að sjá ástvini sína aftur.

Mofi, 20.10.2010 kl. 09:08

16 identicon

Þannig að þú ert í raun að segja að þegar ekki tekst að bjarga svona fólki þá er það vegna skorts á kærleik?

Það langar semsé engan að bjarga kínversku námumönnum...

Óttalega er þetta ljótur boðskapur hjá þér Mofi

Elín Árnadóttir (IP-tala skráð) 20.10.2010 kl. 12:38

17 Smámynd: Mofi

Elín, þetta er ekki neinn boðskapur heldur raunsætt mat á hvað er í gangi. Heldur þú að það sé ekki skortur á kærleika til þessara manna hve mikið er lagt í öryggi þeirra, aðstæður og síðan hve mikið er lagt í að bjarga þeim?  Getur vel verið að ég sé að rangmeta aðstæður þarna og ef einhver vill fræða mig um þær þá vill ég glaður hlusta.

Mofi, 20.10.2010 kl. 12:44

18 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Og hvort heldurðu að hafi betri áhrif á heiminn, Mofi? Að segja fólki að ástvinir þeirra hafi kannske ekki dáið til einskis og að þau geti gert heiminn að betri stað svo færri missi sína nánustu í námaslysum, eða að segja þeim að bíða bara róleg þangað til þau deyji sjálf?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 20.10.2010 kl. 15:52

19 Smámynd: Mofi

Tinna, ég auðvitað vill líka hvetja fólk til þess að gera heiminn betri. En ef þú tekur burt vonina þá fyrir mjög marga verður allt mjög tilgangslaust og fyrir marga, tilgangslaust að reyna að gera heiminn betri.

Mofi, 20.10.2010 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 802762

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband