Ávextir eru lausnin

Hvort sem maður trúir á sköpun eða þróun þá er lang rökréttast að það sem bragðast vel er það sem við vorum hönnuð til að borða.  Ef við t.d. tökum kjöt þá finnst öllum kjöt engan veginn geðslegt nema það sé búið að steikja það og krydda. Við einfaldlega höfum ekki sömu bragðlauka og dýr sem eru kjötætur og við borðum ekki kjöt eins og alvöru kjötætur borða það.

Sykur er ávanabindandi af því að við þurfum á honum að halda, lausnin er einfaldlega að fá sykur í því formi sem við vorum hönnuð til að fá hann og það form er ávextir.  Sumir upplifa að ávextir fara illa í þá en vandamálið er frekar að í líkama þeirra er þegar allt fullt af drasli og ávextirnir eru að blandast illa í allt það rugl. Það er líka hægt að nota kartöflur og hrísgrjón til að fá orku en ávextir innihalda meiri næringu.

Það er nokkuð magnað í mínum augum að lausnin á svo alvarlegu vandamáli eins og þessu er að finna á fyrstu blaðsíðu Biblíunnar þar sem Guð segir þetta:

1. Mósebók 1
29
Og Guð sagði: „Nú gef ég ykkur allar sáðjurtir jarðarinnar og öll aldintré sem bera ávöxt með fræi. Þau skulu vera ykkur til fæðu.

Það er merkilegt að ef við færum eftir þessu þá myndum við leysa eftirfarandi vandamál:

  • Alls konar heilsu vandamál sem tengjast óhollu matarræði.
  • Það væri ekkert mál að búa til nægan mat handa öllum því að það er hægt að rækta miklu meiri mat ef við ræktuðum ávextir frekar en dýr til slátrunar.
  • Gróðurhúsaáhrif kjöt ræktunar eru mjög mikil.

Ekki slæmt og þegar ég hugsa út í hve svakalega góðir ávextir eru á bragðið þá er þetta mjög einfalt.

 

Hérna er góður fyrirlestur um þessa hluti


mbl.is Sykur meira ávanabindandi en kókaín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skeggi Skaftason

Við borðum basically svipaðan mat og aðrir stórir apar, sem eru þau dýr sem eru þróunarlega skyldust okkur.

En svo höfum við líka þróast nokkuð síðustu 8 til 10.000 árin og meltum því e.t.v. ekki eins vel ýmislegt sem forfeður okkar lögðu sér til munns.

Annars getur hrátt kjöt verið mjög gott. Hefurðu aldrei fengið flís af hráu meyru folaldakjöti eða nauta filé ?

Skeggi Skaftason, 30.10.2013 kl. 11:54

2 Smámynd: Mofi

Borðum við eins og apar?  Kannski að fá ráð frá öpum?

Ég held að við ættum að taka þá til fyrirmyndar eða sem viðmiðun þegar kemur að mattaræði en við erum engan veginn að borða eins og apar borða í dag.

Ég hef aldrei borðað hrátt kjöt, ertu virkilega að meina það að þér finnst hrátt kjöt gott á bragðið?

Mofi, 30.10.2013 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband