Stríðið gegn mannkyninu

 Það er hugmyndafræðilegt stríð gegn mannkyninu sjálfu þar sem takmark óvinarins er að láta fólk sjá mannkynið sem aðeins eitt af dýrum jarðarinnar en ekki sem börn Guðs, gerð í Hans ímynd.   Hérna er kynning á væntanlegri mynd sem fjallar um þetta stríð.

 


mbl.is Fóstureyðing kom ekki til greina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: admirale

Ég hef kannski misst af þeim parti, en hver er "óvinurinn" og hvers vegna er hann í stríði gegn mannkyninu?

admirale, 11.10.2013 kl. 18:06

2 Smámynd: Mofi

Þetta er bara kynning svo það kom ekki fram þar.  Þetta er aðalega hugmyndafræði hjá hópi fólks og flestir að ég best veit eru guðleysingjar en þetta er flóknara en það. Hitchens var t.d. á móti fóstureyðingum og það eru ekki aðeins guðleysingjar sem eru að predika þetta.

Mofi, 12.10.2013 kl. 09:41

3 Smámynd: admirale

Ertu að tala um fóstureyðingar eða það sem kemur fram í myndbandinu eða bæði?  
Ég get alveg vel trúað því að meirihluti þeirra sem ekki eru á móti fóstureyðingum séu guðleysingjar. Engin mótmæli þar.  
Enda rökin gegn fóstureyðingum yfirleitt af trúarlegum toga og byggja á þeirri forsendu að fóstur fái einhverskonar sál strax við getnað. Rökin fyrir fóstureyðingum byggja á þeirri forsendu að það sé ekkert sérstaklega mikill munur á mennsku fóstri og kartöflu.  

Myndbandið er að tala um eitthvað allt annað. Þar eru guðleysingjar settir í flokk með villdýrum og öfgahópum sem útrýma mannkyninu. Ekki einu sinni bara guðleysingjar, heldur einfaldlega allir þeir sem trúa þróunarkenningunni.  
Semsagt, ef þú ert ekki með okkur, þá ertu á móti okkur.

admirale, 14.10.2013 kl. 22:01

4 Smámynd: Mofi

admirale, eins og ég sagði þá er þetta að stórum hluta hugmyndafræðilegt stríð þar sem einmitt sumir hafa þá afstöðu að það er ekki sérstakur munur á milli manna og dýra, eða fóstri manna og... já.

admirale
Ekki einu sinni bara guðleysingjar, heldur einfaldlega allir þeir sem trúa þróunarkenningunni.  
Semsagt, ef þú ert ekki með okkur, þá ertu á móti okkur.

Það sem er verið er að fjalla um er sú hugmyndafræði að það þarf að fækka mannkyninu og það er ekkert sérstakt við mannkynið svo það er miklu frekar bara verið að benda á að það er hópur af fólki sem er algjörlega á móti okkur og vill drepa miljarða.

Mofi, 15.10.2013 kl. 08:11

5 Smámynd: Skeggi Skaftason

Eru það eru ekki þeir kristnu sem predika að Guð þeirra muni á endanum drepa milljarða? Þeir fagna þessu ákaft og mæta í kirkju til að heyra þenan boðskap aftur og aftur og aftur ...

Skeggi Skaftason, 15.10.2013 kl. 08:30

6 Smámynd: Mofi

Lang flestir forðast þann boðskap og maður heyrir hann mjög sjaldan í kirkju, að minnsta kosti þeim sem ég hef farið í.  Dómurinn er ekki gleðiboðskapur og vonin er að sem flestir muni öðlast eilíft líf en það verður að enda illskuna og þeir sem vilja ekki samfélag við Guð eru í rauninni að velja dauða því að Guð er uppspretta lífsins.

Mofi, 15.10.2013 kl. 09:35

7 Smámynd: admirale

 
Það sem er verið er að fjalla um er sú hugmyndafræði að það þarf að fækka mannkyninu og það er ekkert sérstakt við mannkynið svo það er miklu frekar bara verið að benda á að það er hópur af fólki sem er algjörlega á móti okkur og vill drepa miljarða.

Þarf ekki að fækka mannkyninu, eða í það minnsta hægja á fólksfjölgun?  

Jörðin getur ekki borið endalaust af fólki, hvað þá ef við höldum áfram eins og við erum að gera.  

Þegar ég segi þetta, heldurðu þá að mér finnist bara í fínu lagi að drepa milljarða fólks?

admirale, 16.10.2013 kl. 11:20

8 Smámynd: Mofi

admirale, sammála að það er eðlilegt að reyna að hafa stjórn á fólksfjölgun og að það er ekki hið sama og vilja drepa miljarða.

Mofi, 18.10.2013 kl. 09:53

9 Smámynd: Theódór Gunnarsson

Ég skil ekki af hverju það er svona mikilvægt fyrir marga að við mennirnir séum æðri dýrunum. Að við séum eitthvað allt annað en þau. Það eina sem er í rauninni merkilegt við okkur er það hve ofsalega hættuleg tegund við erum.

Theódór Gunnarsson, 24.10.2013 kl. 19:20

10 Smámynd: Mofi

Að einu leiti þá er það einfaldlega sannfæring margra og ég myndi vera þar á meðal. Það sem ég sé líka er að þegar mannkynið er eins og dýrin þá er auðveldara að réttlæta að drepa fólk sem er fyrir þeim enda slátrum við dýrum í miljóna vís dags daglega.

Sammála að við erum mjög hættuleg tegund svo án hins Biblíulega grunns þá er auðvelt að finna rök fyrir því að mannkynið er eins og vírus sem væri gott að losna við.

Mofi, 25.10.2013 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 803249

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband