Extreme Biomimetics - TEDx

Eitt af því heitasta í vísindum er að rannsaka náttúruna og finna hönnunar tækni í náttúrunni sem við getum notað í tækni nýjungar.  Ef að þessir vísindamenn þurfa að nota vitsmuni til að rannsaka þetta og enn meiri vitsmuni til að herma eftir og nýta í tækni nýjungar þá er eina rökrétta ályktunin er að sá sem upprunalega orsakaði þessi undur var ótrúlega gáfaður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: admirale

Ef það þarf vitsmuni til að skilja eitthvað, þá hefur þurft vitsmuni til að búa það til.  

Er það alltaf tilfellið?

Gjósa eldfjöll ekki án afskipta vitsmunaveru?

admirale, 28.9.2013 kl. 23:11

2 Smámynd: Mofi

Finnst þér eldfjöll vera eins og flókin tæki eins og úr, gírar eða mótorar?

Mofi, 29.9.2013 kl. 07:48

3 Smámynd: admirale

Eldfjöll eru nógu flókin.  Ef þú hefðir verið uppi á 15. öld, þá væru eldfjöll alveg jafn mikil ráðgáta fyrir þér og þessi gírasystem eru núna. 

Það þarf vitsmuni til að rannsaka þau, það þarf vitsmuni til að herma eftir þeim og þar af leiðandi (samkvæmt þinni rökleiðslu) hefur þurft vitsmunaveru til þess að orsaka þau eldfjöll sem við höfum í nátturunni.

Þessar tvær forsendur passa alveg við eldfjöll, er það ekki?  

En niðurstaðan passar ekki, eða hvað?  

Ef svo er, þá getur niðurstaðan ekki kallast rökrétt. 

admirale, 29.9.2013 kl. 12:03

4 Smámynd: Mofi

Við vitum hvernig náttúrulegir ferlar fara að því að mynda eldfjöll, það er ekkert flókið við það. Prófaðu að setja saman úr og segðu mér hvort að það sé líklegast fyrir náttúrulega ferla að setja saman úr.

Mofi, 29.9.2013 kl. 13:18

5 Smámynd: admirale

Við skiljum hvernig eldfjöll virka og hvernig þau verða til vegna þess að vísindamenn notuðu sína vitsmuni til þess að rannsaka þau. 

Þannig þá ertu að nota einhvern óvissufaktor til þess að framfleyta rökunum þínum, óvissufaktor sem er ekki til staðar þegar kemur að eldfjöllum en er þarna (ennþá) fyrir þessi gírasystem.  

Þessi óvissufaktor var þó alveg fullgildur fyrir eldfjöll fyrir 500 árum síðan, þegar fólk tileinkaði tilvist þeirra guðunum sínum eins og þú ert að gera með lífefnakerfi sem við skiljum ekki fullkomnalega í dag. 

admirale, 29.9.2013 kl. 16:03

6 Smámynd: Mofi

Láttu mig vita hvernig gengur að setja saman úr og hvort eftir það þú heldur virkilega að náttúrulegir ferlar geti sett saman úr.

Mofi, 29.9.2013 kl. 16:47

7 Smámynd: admirale

Ég held ekki að náttúrulegir ferlar myndu smíða úr á sama hátt og ég myndi gera það.

admirale, 29.9.2013 kl. 17:02

8 Smámynd: Mofi

Hvernig færu þeir að því? 

Mofi, 29.9.2013 kl. 19:42

9 Smámynd: admirale

Með æxlun, erfðum og stökkbreytingum. 

admirale, 29.9.2013 kl. 20:30

10 Smámynd: Mofi

Það er þín trú, njóttu hennar vel.

Mofi, 30.9.2013 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 802812

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband