Var Biblían skrifuð til að stjórna fólki?

religion_is_what_keeps_the_poor_from_murdering_the_rich_napoleon_bonaparte.jpg

Í dag eru stjórnvöld Bandaríkjanna og Bretlands að fá álit almennings í þá átt að almenningur mun styðja stríðs íhlutun.  Sumir vilja meina að trúarbrögð voru fundin upp af stjórnvöldum til að stjórna almúganum. Það er án efa satt í mörgum tilfellum en mig langar að sýna fram á að það er ekki satt í tilfelli Biblíunnar.

Ég tel að ef við skoðum lögin sem Biblían hefur fyrir samfélagið mun svara þessari spurningu þannig að það sé ekki einu sinni vitræn möguleiki að Biblían var skrifuð af ríka valda mikla fólkinu til að halda áfram að vera ríkt og halda almúganum niðri.

3. Mósebók 19
15 
Eigi skuluð þér ranglæti fremja í dómi. Þú skalt eigi draga taum lítilmagnans, né heldur vera hliðdrægur hinum volduga. Með réttvísi skalt þú dæma náunga þinn

...
5. Mósebók 1:17 Gjörið yður eigi mannamun í dómum, hlýðið jafnt á lágan sem háan. Hræðist engan mann, því að dómurinn er Guðs.

Strax hérna sjáum við viðhorf laganna að það má ekki sýna mismunum á milli fátækra og ríkra. Við sjáum þetta endurtekið en samt enn áhrifameira í Nýja Testamentinu, í Jakobsbréfi, öðrum kafla.


Jakobs bréf 2:5 Heyrið, bræður mínir elskaðir! Hefur Guð ekki útvalið þá, sem fátækir eru í augum heimsins, til þess að þeir verði auðugir í trú og erfingjar þess ríkis, er hann hefur heitið þeim, sem elska hann?
En þér hafið óvirt hinn fátæka. Eru það þó ekki hinir ríku, sem undiroka yður og draga yður fyrir dómstóla?
...
En ef þér farið í manngreinarálit, þá drýgið þér synd og lögmálið sannar upp á yður að þér séuð brotamenn

 Það eru einnig sér ákvæði varðandi leiðtogana að þeir máttu ekki safna sér auðs eða kvenna.


torahscroll.jpg5. Mósebók 17
15 
þá skalt þú taka þann til konungs yfir þig, sem Drottinn Guð þinn útvelur. Mann af bræðrum þínum skalt þú taka til konungs yfir þig. Eigi mátt þú setja útlendan mann yfir þig, þann sem eigi er bróðir þinn.

16 
Eigi skal hann hafa marga hesta, né heldur fara aftur með lýðinn til Egyptalands til þess að afla sér margra hesta, með því að Drottinn hefir sagt við yður: "Þér skuluð aldrei snúa aftur þessa leið."

17 
Hann skal og eigi hafa margar konur, svo að hjarta hans gjörist eigi fráhverft, og hann skal eigi draga saman ógrynni af silfri og gulli.

Eitt af því sem virkilega útilokar að lög Biblíunnar voru saman af hinu ríku er eftirfarandi:

15 Sjöunda hvert ár skalt þú veita umlíðun skulda.


5. Mósebók 15:2
En þeirri umlíðun er svo farið: Sérhver lánardrottinn skal veita umlíðun á því, sem hann hefir lánað náunga sínum. Hann skal eigi ganga hart að náunga sínum og bróður, því að umlíðun hefir boðuð verið Drottni til dýrðar.
...
Gæt þín, að eigi komi sú ódrengskaparhugsun upp í hjarta þínu: "Sjöunda árið, umlíðunarárið, er fyrir hendi!" og að þú lítir eigi fátækan bróður þinn óblíðu auga og gefir honum ekkert, svo að hann hrópi til Drottins yfir þér, og það verði þér til syndar.

Lykillinn að endalausum auði þeirra ríku í dag er í gegnum vexti á skuldum. Fólk lendir í skulda ánauð sem engan endi tekur.  Þetta eru augljóslega ekki lög saman af hinu ríku og valda miklu til að þjaka hina fátæku.

Þægileg upptalning á öllum ákvæðunum er að finna hérna: http://www.hebrew4christians.com/Articles/Taryag/taryag.html 

Margt skrítið þarna enda ekki nema von, meira en þrjú þúsund ára gömul lög.

 


mbl.is Lítill stuðningur við hernað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Mofa blogg

Höfundur

Mofi
Mofi

Ég er sjöundadags aðventisti en tala samt ekki fyrir hönd safnaðarins. Hugbúnaðarfræðingur að mennt og aðhyllist Biblíulega sköpun. 

Íslendingur, hugbúnaðarfræðingur að mennt, búsettur í Englandi sem hefur áhuga á flest öllu. 

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • trinity witch craft
  • Bodunarkirkjan
  • Trinity_Symbol
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)
  • Christmas Adoration of the Shepherds (1622)

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband